Tíminn - 21.04.1923, Blaðsíða 3
T 1 M 1 N N
37
Leggið stein í stúdentagarðinn!
Kaupið happdrættismiða stúdentaráðsins! Vinningar minst 15.000.00
króna virði! Þar á meðal flmm standmyndir eftir Einar Jónsson (ein
frummynd), málverk eftir bestu íslenska listmálara, fimm peningavinn-
ingar: kr. 1000.00, 600.00, 200.00, 100.00, 100.00, farmiði til Kaup-
mannahafnar (I. farr.) o. fl. o. fi.
Hver miði á 1 krónu. — Dregið 1. nóv. 1923.
Orðsendmgl
til kaupmanna og kaupfélaga.
Vér leyfum oss hérmeð að vekja athygli yðar á því, að vér höf-
um fyrirliggjandi töluverðar birgðir af íslenskum niðursuðuvörum
frá niðursuðuverksmiðju vorri, svo sem:
Kjöt beinlaust í 1 kgr. dósum. Kæfu í 1 kgr. dósum,
----í 7* - - - í 7* -
og Fiskbollur í 1 kgr. dósum.
Vörugæðin standast allan samanburð. Gerið svó vel að spyrja um
verð hjá oss áður en þér festið kaup á erlendri niðursuðu. Vörurnar
sendar út um land gegn eftirkröfu.
Styðjið innlenda framleiðslu.
Virðingarfyllst.
Sláturíélag Suðurlands.
En það var 1,557,925,390 dollur-
um rneira en á síðasta árinu fyr-
ir bannið.
Mesti f jármálafræðingur Banda-
ríkjanna, Irving Fisher prófessor,
við Yale-háskólann, hefir reiknað
út, að gróði sá, sem Bandaríkin
hafa af banninu, muni á 10
árum nema jafnmiklu og Banda-
men,n lögðu í heimsstríðið, eða
meir en 20 miljörðum dollara.
þegar maður reiknar frá tiltölu-
lega lítinn flokk, sem af gróðafýkn
og nautnagimd er mótfallinn
banninu, verður niðurstaðan sú, að
bannið er svo djúpt rótfest í ame-
ríska þjóðlífið og hefir svo afar-
mikinn þjóðarhag í för með sér,
að það mun aldrei verða upphafið.
— Er ekki hætt við, að pólitísk
umskifti geti kollvarpað bannlög-
uhuiri'?
— Nei! Málið horfir þannig við,
að hinir ýmsu pólitislcu flokkar
eru allir ákveðið með banninu. Að-
alflokkarnir eru Repúblikanar og
Demokratar. þegar kongressinn
1917 fyrst samþykti allsherjar-
bann, féllu atkvæðin þannig, að
með banninu greiddu 282 þing-
menn atkvæði, en móti 128.
Bannatkvæðin skiftust milli
flokka svo, að
Demokratisk atkv. voru . . 141
Republikönsk atkv. voru . . 137
Frá ýmsum flokkum voru 4
Sú stjórn, sem nú situr að völd-
um í Ameríku, Hardings-stjórnin,
er meir ákveðin með banninu en
nokkur önnur.
Kosningar fara fram 1924, bæði
á forseta (president) og kongress-
mönnum. En telja má alveg víst,
að þó að pólitisk umskifti kunni
ef til vill að verða, þá verður þó
engin stefnubreyting með tilliti til
áfengisbannsins. Frh.
----o----
t
Kristín Vigfúsdóttir
G-rund.
Hinn 4. mars s. 1. lést á Grund í
Skorradal hin háaldraða merkis-
kona Kristín Vigfúsdóttir. Iiún
var fædd á Fellsmúla í Rangár-
vallasýslu 17. júní 1835. Var hún
því komin hátt á 8. ár hins 9. tug-
ar er hún lést. Foreldrar Kristín-
ar voru hin miklu myndarhjón
Vigfús Gunnarsson Einarssonar
frá Hvammi á Landi, og Vigdís
Auðunsdóttir prests Jónssonar á
Stóruvöllum. Áttu bæði þau hjón
kyn sitt að rekja til margra stór-
menna og ágætra höfðingja. Vor-
ið 1836 fluttu þau búferlum frá
Fellsmúla og á eignarjörð sína
Grund í Skorradal. Segir nú fátt
af því ferðalagi, en ekki hefir það
verið tekið út með sitjandi sælu,
eftir því sem þá var háttað um
samgöngur, og þar á ofan eitt hið
mesta harðindavor. þá voru börn
þeirra mörg og öll ung. Auðunn
sonur þeirra elstur, ellefu ára.
Kristín yngst, tæplega ársgömul.
Fáa mun hafa dreymt fyrir því, er
þessi hjón fluttu í Borgarfjörðinn
með bamahópinn stóra, hve mikil
frámtíðarheill og hamingja bygð-
arlaginu hlotnaðist með þessum
ungu innflytjendum. Urðu þau
börn þeirra, Vigfúsar og Vigdísar,
öll með afbrigðum þroskamikil og
á allan hátt vel gefin. Var líkam-
leg hreysti samfara vitsmunum
og stillingu þar sterkt ættarein-
kenni. Komust þau flest til hárr-
ar elli og hafa orðið mjög kynsæl.
Eru nú niðjar þeirra orðnir fjöl-
margir og víða dreifðir. Hefir
Borgarfj örður og Reykjavík hlot-
ið drýgsta skerfinn af þessu kyn-
sæla nytjafólki. þessi voru alsyst-
kini Kristínar á Grund: Auðunn á
Varmalæk, d. 1920, á 96. aldurs-
ári, Bergsteinn á Torfastöðum í
Fljótshlíð, Magnús á Miðseli við
Reykjavík, Gunnar á Hamri í
Borgarhreppi, Árni á Heimaskaga
á Akranesi, Sigríður, tengdamóðir
Kolbeins þorsteinssonar skipstjóra
í Reykjavík. Er hún nú ein á lífi
af þessum systkinum, á 83. ald-
ursári. Frá þessum systkinum er
komið margt atgjörfis og ágætis-
fólk. ■
Kristín á Grund var á allan hátt
prýðisvel' gefin. Fríð sýnum og
gerfileg, svipurinn mildur og hlýr.
Hún var yfirlætislaus í mesta máta,
fáyrt við ókunna og hélt sér lítið
fram, en við nána kynningu kom
í ljós hennar óeigingirni, kærleiki
og trygga og fasttæka lund. Á
Grund ól hún svo að segja allan
sinn aldur, og var þar seint og
snemma hýbýlabót og prýði. 1859
giftist hún Pétri þorsteinssyni
frá Vatnsenda í Skorradal. Hann
var kappsamur athafnamaður og
hinn vinsælasti. Bjuggu þau um
40 ár á Grund hinu mesta mynd-
ar- og raunsarbúi. Var Pétur
hreppstjóri Skorrdæla og fyrir
margra hluta sakir í röð fremstu
bænda sinnar samtíðar. Voru þau
hjón stoð og stytta sveitarinnar,
og hýli þeirra bygðarprýði. þótti
þar fyrimiynd í búþrifurn og heið-
arlegri hegðan. þangað leituðu
snauðir menn og þurfandi og brást
aldrei, að þar væri á einhvern hátt
reynt að bæta úr hvers manns
vandræðum af bróðurhug og eftir-
tölulaust. Tóku þau hjón oft end-
urgjaldslaust snauð og útslitin
gamalmenni, sem æsktu þess að fá
að eyða hinum síðustu æfidögum
í skjóli þessarar góðu og guð-
ræknu húsmóður.
Eftir því sem Kristín var vel af
guði geíin, var hún auðnusæl um
æfina. Maður hennar unni henni
mikið og kunni vel að virða og
meta öll hennar viturlegu heilla-
ráð. Börnin þeirra tíu, sem til ald-
urs komust, voru öll mjög vel gef-
in. Var hún þeim sá óviðjafnanlegi
skólakennari í iðni, trúmensku og'
öllu góðu. Kunni hún flestum betur
að varast þann heimskuhátt, að
hrósa þeim af öllu því, sem þeim
var vel gefið, en ósjálfrátt. Vissu
þau líka, hve mikið þau áttu góðri
móður að þakka, og sýndu henni
hina mestu rækt og virðingu til
síðustu stundar.
þau hjón afhentu Bjama yngsta
syni sínum bú og jörð 1899. Hvor-
ugt þeirra hafði hlíft sér um dag-
ana. í 40 ár höfðu þau á hverjum
mörgni risið árla úr rekkju og
gengið seint til hvíldar. Var það
oft, er heimilisönnum var lokið, að
fleiri og færri gestir leituðu sér
náttstaðar á þessu góðfræga heirn-
ili, þar sem sérhverjum stóð til
boða góður greiði, samfara við-
mótsblíðu. Urðu mörgum þreytt-
um ferðamönnum slíkar viðtökur
minnilegar.
þó að þrek Kristínar væri mik-
ið, gátu gigt og lúi bugað svo afl
hennar, að síðustu 25 árin komst
hún ekkert á faraldsfæti. Ýfir
henni hvíldi samt jafnan friður
og rósemi. Var vinum hennar hið
mesta ánægjuefni að ræða við
þessa greindu og guðhræddu konu.
Var herbergi hennar nakkurskon-
ar helgistaður og bænahús þessa
góða heimilis, þar sem hún naut
hinnar ástríkustu aðhlynningar
frá börnum sínurn og tengdadótt-
ur. Hún hélt ósljófguðum sálar-
kröftum til æfiloka og gat lengst
af lesið gleraugnalaust. Fylgdist
hún vel með öllu og las og mundi,
en tíðræddast var henni um trú-
mál. Æskti hún þess, að hinir
breytilegu kenningarþytir, sem nú
slægju fyrir úr ýmsum áttum,
röskuðu ekki þeim kristilegu trú-
arlærdómum, sem hún hafði num-
ið í æsku og síðan innrætt börnurn
sínum og vinum.
þessi voni börn þeirra Grundar-
hjóna: Vigfús bóndi á Gullbera-
stöðurn, Snjáfríður, kona Kristleifs
þorsteinssonar á Stóra-Kroppi,
þorsteinn bóndi á Miðfossum,
Halldóra ekkja Sveinbjarnar í
Efstabæ í Skorradal, Bjarni bóndi
á Grund, Vigdís í Reykjavík,
ekkja Vernharðs Fjeldsteð, Hall-
bera, kona Ólafs Stephensen í
Reykjavík, Guðrún, ógift, í Reykja
vík, Pálína á Grund, ekkja Hans
Devíks, Guðlaug, kona Friðriks
Bjarnasonar kennara í Hafnar-
firði. — þessi mörgu systkini
þakka guði þá bestu gjöf sem
þekkist í heimi þessum, en það er
góð móðir. Kr. p.
----o----
Frá útlöndum.
Um miðjan síðastliðinn mánuð
geysaði ógurlegt óveður í Banda-
ríkjunum, alla leið vestan frá
Klettafjöllum og austur að strönd
við Atlantshaf. Urðu feykna mikl-
ar skemdir af óveðri þessu, hundr-
uð manna meiddust og 40 menn
týndu lífi.
— í London var háður nýlega
fulltrúafundur flestra landa og
þjóðflokka í suðvesturhluta Asíu.
Gerðu þeir með sér hátíðlegt
bandalag, af hálfu þjóða sinna,
um að styðja hvorar aðra um að
ná fullkomnu sjálfstæði og mynda
voldugt ríki úr Arabalöndunum,
Sýrlandi, Gyðingalandi o. m. fl.
— Á síðustu fjárlögum Dana er
gerf ráð fyrir 46!/2 miljónar
króna sparnaði.
— Danskur rithöfundur, ný-
kominn frá Rússlandi, ritar ræki-
lega grein um ástandið þar í eitt
af stórblöðunum dönsku. Hann
fullyrðir, að öllum á Rússlandi
komi nú sarnan um það, bæði
Bolchewickum og andstæðingum
þeirra, að engar horfur séu á því
fyrst um sinn, að breytt verði um
stjórnarskipun þar í landi. Hins-
vegar halda Bolchewickar sjálfir
áfram þeirri stefnu, sem Lenin
hóf með hinni frægu ræðu sinni í
mars 1921, að breyta stjómarfar-
inu í áttina til þess, er ríkir vest-
ur í álfunni, t. d. viðurkenning
eignarréttarins o. fl.
— Síðan Frakkar hófu herferð
sína inn á þýskaland, verður
mönnum ekki tíðræddara um ann-
að í Norðurálfunni en það, hvenær
og með hverjum hætti þjóðverjar
muni hugsa til að rétta hlut sinn.
því að eftir þessa síðustu atburði
dylst engum, að þjóðverjar muni
einkis láta ófreistað um að ná
hefndum. I þessu sambandi er vit-
anlega tíðræddast um þann mögu-
leika að Rússar veiti þjóðverjum
lið, gegn Frökkum og..Pólverjum.
Ein merkasta hlið þess máls er um
yfirráðin í Eystrasalti. Nú er það
kunnugt, að þjóðvei'jar eiga eng-
an flota lengur og' mega engan
eignast. En hvað el' þá að segja
um rússneska flotann? — Fyrir
þremur árum stofnuðu Rússar til
fundar í Moskva. Áttu þar sæti
fulltrúar allra ríltja austan
Eystrasalts. Verkefni fundarins
átti að vera líkt og á Washington-
fundinum fræga, sem Harding
Bandaríkjaforseti boðaði til: að
koma á samningum milli allra
Eystrasaltsríkjanna um minkun
herbúnaðai' bæði á sjó og landi.
Rússum sagðist þá svo frá, að sjó-
fær floti þeirra í Eystrasalti væri
ekki orðinn nema þriðjungur þess,
sem var fynr stríðið. E.idanlegar
ákvarðanþ- urðu engar teknar á
i'undi þessum, enda trúðu hveri).’
öðnim illa, en þó komust á samn-
ingar milli Rússa og Finna. sem
áttu að stefna að því, að bæði tik-
in feldu alveg' niður herbúnað á
sjó. Síðan hefir verið hljótt um
þessa samninga, en það er fullvíst,
að a. m. lc. tvö síðustu árin hafa
Rússar alvpg snúið við blaðinu,
hafa lagt mesta kapp á að efla
flota sinn í Eystrasalti og' meðal
annars látið smíða nokkur ný her-
skip af hinni stærstu og fullkomn-
ustu gerð. Og á þessu ári ætla þeir
að bæta við tveim nýjum vígdrek-
um (dreadnought), fjónim beiti-
skipum meðalstórum, 10 tundur-
spillum, 10—15 neðansjávarbátum
og 8 skipum sem eiga að hafa það
starf að leggja út sprengidufl. En
nú stendur svo á, að það er talið
óhugsandi að Rússar geti af eigin
ramleik haldið úti og stjórnað slík-
um flota. Eru þeir sjálfir lang-
flestir rnjög frábitnir siglingum,
enda stunda mjög lítt sjóferðir,
en stórum flota verður ekki stýrt
nema með fjölda úrvals sjómanna.
Fyrir stríðið fengu Rússar nægileg
ar skipshafnir á flotann frá
Eystrasaltslöndunum, en nú eru
þau lönd öll gengin undan Rúss-
um. — Hvað meina Rússar með
þessari miklu flotaaukningu ?
Ilvaðan fá þeir skipshafnirnar og
fyrirliða ? — spyrj a menn. Og svar
ið er venjulega þetta: það ætla
þjóðverjar að leg'gja til. þeir eiga
úrvalsfólk til sjómensku og sjó-
hemaðar,en mega engan flota eiga.
Með öðrum orðum: Ilin gjör-
breytta flotapólitík Rússa í
Eystrasalti bendir ótvírætt á það,
segja menn, að Rússar og þjóð-
verjai' séu í leynilegu sambandi
um að hrista af sér herkúgun
Bandamanna, undir eins og færi
gefst.
— Deila er nýlega risin milli
Englands og Canada sem getur
haft miklar afleiðingar. Tildrögin
eru þau, að samningar hafa stað-
ið yfir milli Bandaríkjanna og
Canada um fiskiveiðar í báðum
löndunum. þá er komið var að því,
að átti að undirrita samningana,
vakti sendiherra Englands rnáls á
því, að það væri ekki nóg, að flota-
og fiskimálaráöherra Canada und-
irritaði samninginn af hálfu Can-
ada. Síðan bar hann fram tillögu
um að af hálfu heimsveldisins
enska undirritaði hann samning-
inn með Canadaráðherranum. En
stjórnin í Canada hefir neitað að
samþykkja þetta. Ilér er þá risin
deila um aðstöðu hinna einstöku
ríkja innan breska heimsveldisins.
Og það er Canada, sem nú vill
fara inn á nýjar leiðir, því að fyr-
ir tveimur árum t. d. gerði Cap-
ada verslunarsamning við Frakk-
land og var hann undirritaður
bæði af hálfu Canada og alríkisins
breska. Deilumáli þessu er ekki
lokið. En á næsta ári á að halda
allsherjarfulltrúafund í breska
heimsveldinu, og hefir forsætisráð-
herrann í Ástralíu borið fram þá
ósk, að mál þetta verði leitt til
lykta þar.
— Hinn frægi yfirbryti Banda-
ríkjanna frá stríðsárunum, Hoov-
er, hefir undanfarið veitt forstöðu
hinni stórkostlegu fjársöfnun þar
í landi, til að draga úr afleiðing-
um hungursneyðarinnar í Rúss-
landi. Nú hefir fulltrúi hans í
Moskva nýlega símað honum þá
fregn, að ekki sé lengur þörf á
frekari fjársöfnun. Matvælaforð-
inn í Rússlandi muni nú orðið vera
svo mikill, að ekki sé veruleg
hætta á nýrri hungursneyð. það
sem Rússland nú hafi mesta þörf
fyrir séu: landbúnaðarvélar og um-
bsetur á iðnaði og flutningatækj-
um.
—■ Mussolini, forsætisráðherra
Itala, hefir lýst því .yfir, að hann
muni nú leggja fyrir þingið tillög-
ur um að konur fái kosningarrétt
til þings og sveitarstjóma, en þó
töluvert takmarkaðan i fyrstu.
— Fregnir ganga um þáð, að
nýlega hafi fundist gullnámur á
Labradorskaga, sem séu tíu sinn-
um gullauðgari en hinar frægu
•gullnámur í Klondyke. Hefir gull-
æðið gripið menn um allan vestur-
hluta Canada, og er talið, að tugir
þúsunda manna séu nú á leiðinni
til þessara nýju gullnáma.
— Amerískir vísindamenn kepp-
ast við að grafa í rústum Kartha-
góborgar hinnar fornu og fá til
þess styrk bæði frá Eng'landi og
Frakklandi. Nýlega komu þeir nið-
ur á geysimikil fjós og hesthús
og voru þar miklar birgðir af fíla-
beini. Telji þeir að það muni vera
tennur úr fílum Hanníbals.
— Miklar sögur ganga um heim-
inn um fornleifarannsóknir Eng-
lendinga á Egyptalandi. Enskur lá-
varður, Camarvon, hefir staðið
fyrir rannsóknunum á hinum
geysimerka fundi, er öpnuð var
gröf Egyptalandskonungsins Tut-
ankhameus, er lifði fyrir mörg
þúsund árum. En á Egyptalandi
hefir slegið miklum óhug á flesta
þarlenda menn vegna þessarar
röskunar á helgi grafarinnar og
telja þeir, að bölvun muni koma
bæði yfir höfuð hlutaðeigandi og
landið alt. Bætti það ekki úr skák,
að fyrír skömmu varð Carnarvon
lávarður skyndilega mjög hættu-
lega veikur af blóðeitrun. það væri
hefnd hinna dauðu, sögðu Egyptar.
En kona lávarðsins hófst handa
heima á Englandi. Hún fékk með
sér einn frægasta lækni Englands
og flaug með hann í flugvél suð-
ur á Egyptaland til þess að bjarga
manni sínum, og var þrjá daga á
leiðinni. þykir þetta skörulega
gert.
— Frjálsíyndu flokkarnir ensku
hafa skipað nefnd sem á að starfa
að því, að koma á samvinnu milli
flokkanna. Áttu þeir að eiga sæti
í nefndinni báðir: Asquith og
Lloyd George. En þegar á átti að
herða, vildi Asquith ekki eiga sæti
í nefndinni og er búist við að
þetta tefji sameining flolckanna.
— Sjómennimir í norðurhluta
Noregs eiga við mikla erfiðleika
að stríða, vegna aflaleysis undari-
farið og ólags á fiskversluninni.
Hafa þeir sent béiðni til stórþings-
ins um fj árhagsstyrk af opinberu
fé, því að annars verði þeir að
gefast upp við að stunda atvinnu-
veginn.
— þýski ríkiserfinginn fyrver-
andi er sagður orðinn geðveikur.
— Alt gengur enn á tréfótum
suður á Balkanskaga. Er jafnvel
búist við að hið mikla ríki Suður-
slafa liðist í sundur og upp rísi aft-
ur gömlu smáríkin: Serbía, Monte-
negrö o. fl.