Tíminn - 21.04.1923, Blaðsíða 4
T í M I N N
88
Kappreíðar.
Hestamannafélagið „Fákuru efnir til kappreiða á skeiðvellinurn
við Elliðaárnar á annan í hvítasunnu (21. maí n. k.).
Verðlaun verða hin sömu og síðastliðið sumar (þrenn verðlaun
fyrir skeið og þrenn verðlauh fyrir stökk).
Þátt-takendur kappreiðanna verða að hafa gert aðvart formanni
félagsins, hr. Daníel Daníelssyni, Laugaveg 76, fyrir hádegi föstudag-
inn 18. maí.
Alt nánara skipulag kappreiðanna verður auglýst síðar.
Stiórnín.
Moelven Brug,
Moelv, Morge,
anbefaler sine sommer og vinterarbeidskjöredskaper, hjul og axler.
Prisene betydelig reduceret. Porlang katalog og prislister.
Telegramadresse: „Aktiebrugetu, Norge.
— Frægasta leikkona heimsins,
Sarah Bernhardt er nýlega dáin,
77 ára gömul. Eru liðin 60 ár síð-
an hún lék í fyrsta sinn í einu að-
alleikhúsi Parísar, og hún var við
leikæfingu, er hún tók banamein-
ið. Sarah Bemhardt var ekki síður
fræg vegna ástar sinnar á Frakk-
landi. Er svo sagt, að fremur öll-
um öðrum hafi hún hert á Banda-
ríkjunum að koma Frakklandi til
hjálpar í styrjöldinni miklu. þau
fóru bæði þeirra erinda til Banda-
ríkjanna, Joffre hinn frægi mar-
skálkur og hún. Er það flestra
mál, að áhrif hennar hafi orðið
miklu meiri en hans.
— Töluverð þrælaverslun er enn
rékin í Afríku. Er það einkum i
Abyssiníu,Madagaskar og í Somalí-
landi. þar fær soldáninn einn doll-
ar í skatt af hverjum þræl sem
fluttur er til Arabíu. Nú ætla
stjórnir Englands, Frakklands og
alþjóðabandalagsins að reyna að
koma í veg fyrir þessa þrælasölu.
— Uppvíst hefir orðið um bana-
tilræði sem átti að veita Poincaré
forsætisráðherra Frakka og Mille-
rand forseta, og tvenn banatilræði
hafa mistekist við hermálaráð-
herra Frakka og Belga, sem stadd-
ir voru í Ruhrhéraðinu.
— Stjómarskifti hafa orðið í
Svíþjóð. Branting varð að leggja
niður völdin en við tekur hægri-
mannastjóm.
— Lloyd George ætlar í haust
að fara fyrirlestraferð til Banda-
ríkjanna.
— Svartidauði geysar á Ind-
landi. Deyja að meðaltali 8000
menn á viku úr drepsóttinni.
— Enska stjómin lagði nýlega
fyrir þingið tillögur sínar um út-
gjöld ríkisins til hermála. Útgjöld
til landhersins eiga að lækka úr
62 í 52 miljónir sterlingpunda.
Fasti herinn heima á Englandi tel-
ur nú 170 þús. menn. Útgjöldin
til flotans minka úr 65 í 57 milj.
sterlingpunda, enda fylgja Eng-
lendingar nákvæmlega fyrirmæl-
um Washingtonfundarins um
minkun flotans. Nemur mann-
fækkun á flotanum nú alls 30 þús.
manns. En aftur á móti eru út-
gjöldin aukin um eina miljón ster-
lingpunda til lofthernaðar, og er
talið víst, að þar sé aðeins um
byrjun hækkunar að ræða, sem
verði stórum aukin þegar á næsta
ári. Hafa Englendingar skipað
nefnd sérfróðra manna til þess að
bera fram tillögur um þau mál,
enda er þeim farið að standa
mesti stuggur af vígbúnaði Frakka
í loftinu. Heyrist oft það viðkvæði
á Englandi nú: „England er ekki
lengur eyja“. Sem stendur eiga
Englendingar ekki nema 371 loft-
far til hemaðar og mörg þeirra eru
notuð utan Englands. En Frakkar
eiga 1260 og eru flest þeirra
heima. Ennfremur er þess að gæta,
að 10 þúsund verkamenn vinna að
því að jafnaði á Frakklandi að
smíða loftför til hemaðar handa
stjóminni, en ekki nema 2500 á
Englandi.
----o-----
Alþýðubókasafn
Reykjavíkur.
þegar botnvörpungarnir voru
seldir til útlanda á stríðsárunum,
var það tilskilið, að dálitlum hluta
söluverðsins yrði haldið eftir til
opinbeira þarfa, og af þeirri upp-
hæð var ákveðið, að 20 þús. kr.
yrði varið til að koma á fót alþýðu-
bókasafni í Reykjavík. Ýmsar
ástæður og ekki síst skortur á
hentugu húsnæði, hafa valdið því
að safnið hefir ekki getað tekið til
starfa fyr en nú. Nú er húsnæði
fengið á Skólavörðustíg 3 og for-
-stöðumaður safnsins ráðinn, Sig-
urgeir Friðriksson frá Skógarseli,
sem numið hefir bókavarðafræði
á bókavarðaskóla í Kaupmanna-
höfn. Safnið var opnað til afnota
fyrir almenning á sumardaginn
fyrsta.
Safnið hefir þegar eignast rúm-
lega 900 bindi; flestar bækurnar
eru íslenskar og yfirleitt í góðu
standi. En meiri hluti fjáríns sem
til var til stofnkostnaðar, er enn
til, svo að búast má við að safnið
geti aukist mikið von bráðar. Um
eða yfir 30 manns geta setið á
lestrarstofunni, og er hún opin frá
10—10 á virkum dögum en 4—10
á helgum dögum, og útlán dag-
lega frá 8—10 síðdegis.
Búist er við að þetta safn geti
með tímanum orðið miðstöð fyrir
alþýðubókasöfn um alt land, þá er
bókasafnamálið kemst í kerfi líkt
og er í öðrum löndum.
Hér er hafin byrjun að miklu og
góðu starfi. Nefndin sem staðið
hefir fyrir framkvæmdunum, hefir
sýnt mikinn áhuga á málinu, og er
því vel borgið í hennar höndum og
íorstöðumannsins.
----o---
Stúdentagarðurinn.
Námspiltar við háskólann hafa
nú hin síðustu missiri unnið að
því að hrinda af stað tveimur
sjálfbjargarfyrirtækjum, sem
væntanlega verða mjög þýðingar-
mikil fyrir líf stúdenta í Reykja-
vík. Annað er samvinnumötuneyti
þeirra, sem starfað hefir nokkra
stund. þar borða þeir stúdentar
fiestir, sem ekki búa hjá vanda-
mönnunr í bænum. Ennfremur
hefir í sambandi við matsöluna
verið rekið kaffihús. Hefir þessi
staður orðið miðstöð stúdentalífs-
ins í bænum.
Húsnæðisvandræðin í Reykjavík
koma einna harðast niður á náms-
fólki, og þá að sjálfsögðu tilfinn-
anlegast fyrir þá, sem lengst
stunda námið. Námsmenn háskól-
ans hafa skilið þetta fyllilega. Og
í haust sem leið byrjuðu þeir að
efna til fjársöfnunar í því skyni
að reisa hér stúdentaheimili.
Fengu þeir leyfi til að hafa „lott-
erí“ til ágóða fyrir byggingarsjóð-
inn. Eru seðlamir seldir út um alt
land, og kosta ekki nema eina
Til taupfélaga!
H.f. Smjöplikisgerðin i Reykjavílt er stofnuð í
þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega
jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir.
Eflið íslenskan iðnað.
Biðjið um íslenska smjörlíkið.
Líftryggingarfél. ANDVAKA h.f.
Kristianiu — Noregi
Allar venjulegar líftryggingar, barnatryggingar
og lífrentur.
ísla.ixcisc3Léilc3LlzA.
Löggilt af Stjórnarráði Islands í desember 1919.
Ábyrgðarskjölin á íslensku! —Varnarþing í Reykjavík!
Iðgjöldin lögð inn i Landsbankann og íslenska sparisjóði.
Dýrmætasta eignin er starfsþrek þitt og lífið sjálft. Trygðu það!
Gefðu barni þínu líftryggingu! Ef til vill verður það einasti arfurinn!
Líftrygging er fræðsluatriði, en ekki hróssakaup! Leitaðu þérfræðslu!
Líftrygging er sparisjóður! En sparisjóður er engin líftrygging!
Hygginn maður tryggir líf sitt! Heimskur lætur það vera!
Konur þurfa líftrygging eigi síður en karlar!
Með því tryggja þær sjálfstæði sitt.
Forstjóri: Helgi Valtýsson, .
l’ósthólf 533 — Reykjavík — Heima: Grundarstíg 15 — Sími 1250
A.Y. Þeir sem panta tryggingar skriflega sendi forstjóra umsókn og
láti getið aldurs sins.
krónu. Hver sem kaupir einn
miða, leggur lítinn stein í bygg-
inguna. Salan hefir gengið allvel,
en þó eru ekki nærri því seldir
allir seðlarnir. Ætla stúdentar því
að hefja voi'sókn um söluna. Ferð-
ast ýmsir þeirra lengri eða skemri
tíma í vor til að flýta fyrir söl-
unni. Einn úr þeirra hóp, Lúðvík
Guðmundsson læknanemi, sem
mjög hefir staðið framarlega í öll-
um þessum aðgerðum stúdenta,
fer nú með fyrstu ferð Esjunnar
kring um land, heldur fyrirlestra
um málið, og kemur skipulagi á
fjársöfnunina. í kjölfar hans fara
aðrir minni ferðir í sömu erind-
um.
Væntanlega verður þessari fjár-
söfnun stúdenta vel tekið. Málið
er gott og þarflegt. Og framganga
forgöngumannanna í þessu máli
mælir mjög með fyrirækinu.
J. J.
----o---
Alþingí.
Guðm. í Ási og Sigurður Jóns-
son fluttu dagskrá viðvíkjandi út-
flutningi hrossa að vetrarlagi,, þar
sem talið var, að stjórnin mætti
leyfa úflutning með vissum trygg-
ingarskilyrðum. Hjörtur flutti
aðra, þar sem útflutningur var
bannaður, nema stjórnin gæfi út
bráðabirgðalög í hvert skifti.
Hjörtur gat ekki talað fyrir sinni
tillögu og fór J. M. á stúfana fyr-
ir hann. Hafa þeir kumpánar
meiri hluta í deildinni, enda náði
tillaga þeirra fram að ganga.
Tillaga Framsóknarmanna í
neðri deild um að rannsaka fjár-
hagsaðstöðu Islandsbanka gagn-
vart ríkinu og sérstaklega trygg-
ingarnar fyrir enska láninu, kom
fyrir í gær til umi-æðu í neðri
deild. Sveinn í Firði sótti málið
með alvöruþrunginni ræðu, með
samfeldri, óhrekjandi röksemda-
leiðslu. Sannaði hann ljóslega, að
íslandsbanki hefði mestalt sitt
veltufé frá landinu, enska lánið,
fé frá Landsbankanum og seðl-
ana. Hinsvegar hefði rekstur
bankans að ýmsu leyti verið
ógætilegar á stríðsárunum og
fyrstu friðarárin. Mikið af skuld-
um hefði tapast. Gengi íslensku
krónunnar hefði lækkað, þjóðinni
allri til stórtjóns. þingið vissi ná-
lega ekkert um hvaða tryggingar
landið hefði fyrir enska láninu.
Reynt hefði verið með ítrustu
lempni og lægni að fá samkomu-
lag milli allra flokka um að fá
þessa vitneskju í kyrþey (lokaði
fundurinn). En höfuðandstæðing-
ar Framsóknar hefðu gert þá leið
óíæra. Jón þorláksson flutti aðra
tillög-u, að stjórnin skyldi skýra
fjárhagsnefnd frá tryggingunum
fyrir enska láninu. Tillaga sú er
einn liðurinn í þeim leik að láta
þingið aðeins fá þá ánægju að
lána bankanum seðla og peninga,
miljón eftir miljón, en aldrei að
fá með eigin augum að sjá hinn
raunverulega hag bankans. Stefán
í Fagraskógi var sá eini af Fram-
sóknarmönnum, sem ekki flutti og
studdi tillögu flokksins. Var hann
mjög samdóma Jóni þorlákssyni.
Var þetta því undarlegra, þar sem
Stefán var á þingmálafundum
heima í héraði engu síður gunn-
reifur í þessu máli en kjósendur
hans. Nú liðu allmargir dagar, og
var tillagan ekki tekin til umræðu,
hvorki í efri eða neðri deild1. þótti
sennilegt, að hluthafavaldið gamla
hafi þar enn lagt strá í götuna.
En föstudaginn fyrstan í sumri
var málið útkljáð í neðri deild,
Með tillögu um rannsókn töluðu
rækilega Sveinn í Firði, Magnús
Kristjánsson,Eiríkur Einarsson og
Jón Baldvinsson. Verður síðar
skýrt rækilega frá þessum um-
ræðum, því að þar liggur þunga-
miðja íslenskra stjórnmála. Mál-
stað hluthafanna vörðu Jón þor-
láksson, og þó einkum Sig. Egg-
erz. Gekk hann þar mjög fram
fyrir skjöldu, og var það sumra
manna mál, að hér eftir myndi
honum örðug gangan í fjórða sinn
upp í ráðherrasessinn, nema ef
hinir erlendu hluthafar mega veita
honum einhverja björg. Tillaga
Jóns þorlákssonar um að lofa
nefnd í þinginu að sjá og heyra
eitthvað um tryggingarnar fyrir
enska láninu gegnum gleraugu
bankaráðsformannsins, var sam-
þykt. Degi síðar hefjast umræður
í efri derld. þar rekur Kvaran hið
sama erindi, sem Jón þorláksson í
neðri deild.
þingmenn Sunnlendinga, Eirík-
ur, þorleifur, Guðmundur, Gunnar
og Lárus fluttu þingsályktun í
sameinuðu þingi um að stjómin
skyldi undirbúa stofnun héraðs-
skóla á Suðurlandi, í samráði við
nefndir þær, er starfa að fjársöfn-
un í sýslunum austan fjalls. Til-
lagan var samþykt með öllum
greiddum atkvæðum móti þrem-
ur: Ottesen, Kvaran og vini þeirra
Flóamanna, Jóni þorlákssyni.
Vegamál þingeyinga og Múl-
sýslunga er á góðri leið gegnum
neðri deild. Hefir þorsteinn M.
Jónsson verið þar einna drjúgast-
ur að verki.Bæjargjaldamál Rvíkur
Sigurður Magnússon
læknir frá Patreksfirði tekur aS sir
allskonar
tannlækningar og tannsmíði.
Til viðtals á Uppsölum 10Vs—12
og 4—6. Sími 1097.
ætla Jón þorl. og M. G. að svæfa.
Má búast við, að þröngt verði í búi
hjá bænum á næstu árum.Útsvörin
gjaldast því ver sem kreppan
stendur lengur, og öll bæjarstjórn-
in var einhuga um að biðja um
að unt væri að leggja á þennan
fasteignaskatt. *
---o---
Yfir landamærin.
1. Mbl. er bersýnilega meinilla við
að Kaupfélag Reykjavíkur er að lifna
við eftir að hafa rekið frá forustu tvo
úr „dótinu". Félagsmenn standa vel
saman, og því betur sem Mbl. brýnir
þé meira með illyrðum og dylgjum.
2. Úr hörðustu átt er það, ef Mbl.
fer að bera á stjórn J. M. að hún hafi
selt Borgarnes-Fleming skemdan fisk.
þetta mun líka rangt. Stjórn J. M.
hefir fráleitt ætlað að selja skemda
vöru. Og matsmennirnir sem dómar-
inn tilnefndi gáfu það vottorð, að fisk-
urinn væri fyrsta flokks vara. Hafi
það verið rangt og varan svikin, ber-
ast böndin að hinu háa ráði. Mbl. get-
ur því útkljáð málið innan fjölskyld-
unnar.
3. þvi miður hafa býsna margir
hændur og embættismenn verið lokk-
aðir út í brask með síld og togara, og
eru búnir að stórtapa. þetta vita allir
og er tilgangslaust fyrir Mbl. að reyna
að leyna því. Siðasta dæmið er „Eyjft-
fjarðai'síldin" nafntogaða, þar sem
ýmsir embættismenn og útvegsbænd-
ur við Eyjafjörð verða fyrir allmikl-
skakkafalli á sínu pólitiska átrúnaðar-
goði, hr. N. N.
4. Mbl. finst J. J. taka upp of mik-
ið rúm í Tímanum. En hver tekur upp
meira rúm í Mogga, og í „sálum“ eig-
éndanna? AÖ þvi leyti sem J. J. er
nafnkendur maður í landinu, á hann
það að miklu leyti að þakka andstaað-
ingum sínum.
5. Mbl. lýsir því með barnslegum
sióryrðum, að J. J. sé bersýnilega
fjandsamlegur útgerðinni. En þetta er
lílið rökstutt. Fátt hefir bjálpað útgerð-
inni meir en togaravökulögin, og hann
studdi að þeim með nokkrum blaða-
greinum. Hann hefir borið skjöld fyr-
ir útveginn í oliumálinu, rnóti höfuð-
andstæðingi útvegsins, Standard Oil.
I-Iann hefir jafnan lagt til að bæta far-
kost sjómannanna á strandferðaskip-
inu. Að lokum hafa þeir Sveinn í
Firði og J. J. borið fram þá tillögu,
sem gerir landinu kleift að eignast
strandvarnaskip í náinni framtíð,
með því að láta það geta annast
björgun jafnbliða. þetta ætti að nægjft
tii að sýna, að þessi umræddi sam-
vinnumaður hefir mun meira lagt
nýtilegt til mála gagnvart útveginum,
heldur en margir þeir, sem þar þykj-
ast bera útveginn fyrir brjósti, eins og
t. d. núverandi formaður Fiskifélags-
ins.
6. Mbl. vill gera litið úr að útgerð-
armönnum hafi verið gefið upp. Fáein
dæmi: Jes Zimsen og Th. Th. eru með-
a! stœrstu útgerðarmann í Rvík. þeir
voru i Fiskhringnum, og þeir eiga í
Mogga. þeim iiefir báðum verið gefið
upp. þetta eru einstök dæmi, og nöfn
nefnd af þvi Mbl. hefir hafið þá teg-
und af ritdeilum.
7. Samkepnismenn hafa nú i nokkur
missiri barið bumbuna um ábyrgðir
kaupfélaganna, skuldir þeirra,að land-
ið yrði að hlaupa undir bagga, að
leysa þyrfti upp heildsölu félaganna.
En svo er reynslan sú, að hættan er
mest annarsstaðar. Aðrir biðja um rík-
isábyrgð. Aðrir biðja um uppgjöf
skulda. Aðrir eru í stórskuldum er-
lendis. Aðrir verða valdandi þe»s, að
krónan fellur.
Ritstjóri: Tiyggvi Jiórhallsson.
Laufási. Sími 91.
Prentamiðja Acta h/f.