Tíminn - 26.05.1923, Page 1
©|Ci5bfert
og afgrei&slur-a6ur Cimans er
Sigurgeir ^ri&rifsfon,
Samban&sþúsinu, Heyfjauíf.
^fgteifcsía
£ í m a n s cr i Sambanösfjúsinu.
©pin öaglega 9—\2 f. tj-
Sínti 496.
YII. ár.
Roykjavík 2(5. tnaí 1923
16. blað
Hvers vegna
fær íslenska þjóðin
ekki að láta trúnaðar-
menn sína athuga
íslandsbanka?
Reikningur íslandsbanka fyrir
árió sem leið er nýkominn út —
hátíðlega undirritaður af þeim
mörgu mönnum, innlendum og út-
lendum, sem við hann eru riðnir.
En fyrsta hugsunin sem hlýtur
að vakna við lestur reikningsins er
þessi: Hversvegna var það ekki
leyft að óvilhallir trúnaðarmenn
íslensku þjóðarinnar fengju að at-
huga fjárhagsaðstöðu bankans og
gefa skýrslu um hann?
Með alt öðrum augum hefði all-
ur þorri manna þá litið á bankann,
ef þessum reikningi hefði fylgt
rökstutt álit slíkra óvilhallra trún-
aðarmanna.
því að það er ekki nema eðli-
legt, vegna þeirra viðburða sem
gerst hafa bæði hér á landi og í
nágrannalöndunum, að allur al-
menningur sé tortrygginn á um-
ftiæli þeirra bankaráðsmanna sem
taka há laun frá bankanum.
Hversvegna fékst það ekki að
slíkir menn athuguðu bankann?
það er og verður óskilj anlegt, því
að öllum er ljóst hve bankinn hefði
unnið við það stórkostlega, hefði
alt verið eins og á að vera.
Reikningur þessi sýnir það
svart á hvítu, hversu mikilla hags-
muna íslendingar eiga að gæta í
bankanum. f árslokin síðustu nem-
ur sparisjóðsfé, innlán og hlaupa-
reikningsfé í bankanum nálega
19* * 3 * * 6 7 8/4 miljón króna. Vitanlega er
þetta að langmestu leyti eign ís-
lendinga. Og þetta er áðui' en
Landsbankinn bætti svo stórkost-
lega við inneign sína í fslands-
banka.
Með öllu og öllu er það því
sennilega nær 40 milj. kr. en 30
sem íslendingar eiga í íslands-
banka.
Er það þá furða þótt Fram-
sóknarflokkurinn vildi vita fulla
vissu um þá stofnun sem fer með
svo geysistóran hluta af þjóðar-
eign íslands?
það má hafa verið einkennileg
tilfinning fyrir þá þingmenn, sem
í alvöru vildu gera skyldu sína í
fjármálum þjóðarinnar, að eiga að
íhuga það vandlega í meðferð fjár-
laganna, hvort réttmætt væri að
verja 1000 kr. til þessa og 2000 kr.
til hins — en fá ekkert að vita um
c. 35 milj. kr. sem íslendingar eiga
í útlendum banka.
• Kosningarnar skera úr því hvort
enn eigi í annað sinn að búa þann-
ig að þingi þjóðarinnar.
Meir en tvö ár eru liðin síðan
þingið ákvað að tveir bankastjór-
ar íslandsbanka skyldu vera
stjói-nskipaðir. það er ógert enn.
það eru settir menn sem þar eru
nu. Og forsætisráðherrann fór af
landi burt um sama leyti og reikn-
ingurinn kom út. Bendir því alt í
þá áttina að enn verði það lengi,
að hagsmuna ríkisins verði ekki
fyllilega gætt í bankanum.
Hefir þjóðin aldrei fyr verið svo
harðlega brýnd til að sýna sam-
heldni við kosningar um að sjá
hagsmunum sínum borgið.
----o-----
það sem einkendi hið nýaf-
staðna þing voru átök Framsókn-
ar og Morgunblaðsflokksins. Ann-
ar sótti á. Hinn varðist. Báðir
voru hér um bil jafnsterkir. Hvor-
ugur kom nokkru verulegu fram.
Eftir eðli málsins hafði þó sá
fiokkurinn betur, sem óskaði kyr-
stöðu. Sigur hans var fólginn í
því, að hindra framfaramál frá
því að vera gerð að veruleika.
Á undanförnum þingum, síðan
kosið var 1919, hafa einstöku
merkileg mál náð fram að ganga,
t. d. samvinnulögin, ríkisveðbank-
inn og fleira, þrátt fyrir andúð
kyrstöðumanna. þetta bygðist á
því, að Sig. Eggerz og flokksbrot
hans studdi Framsóknarmenn til
slíkra mála. Nú hafði Sig. Eggerz
flutt sig með málastuðning yfir til
Morgunblaðsmanna. Sú freisting
sem hann hafði fallið fyrir, að
geyma íslandsbankastöðurnar eft-
ir „þægindum seinni tíma“, sleit
bandið milli hans og hinna óháðu
framfaramanna, og knýtti hann
hagsmunaböndum við kyrstöðu-
mennina. þessvegna voru þeir nú
lítið eitt sterkari en Framsókn, í
stað þess að þeir höfðu áður ver-
ið lítið eitt veikari.
Engu að síður hefir þetta þing
gert þjóðinni verulegt gagn. Fá-
ein merkileg nýmæli hafa náð
fram að ganga, svo sem stytting
sveitfestistímans úr 10 niður í 4
ár, og j arðræktarlögin. Hvorugu
þessu máli þorðu kyrstöðumenn
að beita sér móti, nema af hálfum
huga. En fyrir utan þessi mál og
fáein önnur, sem hafa verulega
þýðingu fyrir einstök héruð, hefir
þetta þing gert stórgagn. það
hefir gert þjóðinni auðveldara að
skilja sjálfa sig, og hvert stefnir
með framtíðina. Nú er ekki neinn
vandi fyrir kjósendur að dæma
milli aðalflokkanna. þingtíðindin,
sem nú á að fara að prenta, verða
sú skuggsjá, sem þjóðin getur
horft í til að sjá, hversu þessar
þessar tvær fulltrúasveitir hafa
unnið.
það má segja, að í vetur stæði
einskonar kapphlaup milli flokk-
anna, þar sem annar sagði: Eg vil
lyfta landinu með alhliða framför-
um. Rétta við fjárhaginn, lág-
gengið og atvinnuvegina. Halda
áfengisbölinu í skefjum, minka
dýrtíðina. Bæta samgöngurnar,
póstgöngurnar og mentun þjóðar-
innar.
En hinn flokkurinn (Morgun-
blaðsmenn) sögðu: Við viljum ekk-
ert af þessu. Ekkert nema kyr-
stöðu, lággengi, litlar hömlur á
smyglara, lélega alþýðufræðslu
(sbr. ræðu J. M. um héraðsskól-
ana). Illuthafarnir eiga áfram að
vera fullvalda með alt lánsféð í
íslandsbanka, o. s. frv.
Og þó — því miður — var kyr-
staðan ekki alveg nóg þessum
mönnum. Stundum fóru þeir að
skapa. þeir komu í gegn ..norska
bankanum“. þeir komu upp nýju
embætti með 16—17 þús. kr. laun-
um, handa manni, sem á að líta
eftir fslandsbanka, Sparisjóði Eyr-
arbakka o. fl. slíkum stofnunum.
í þessum tveim málum urðu and-
stæðingar Framsóknar skapandi.
Annað, hið fyrnefnda, var lang-
versta mál þingsins. Hitt dýr,
óundirbúin og óhugsuð ráðstöfun.
Svona var þingið núna. Kosning-
arnai’ eiga að skera úr, hvort
GLASGOW
MIXTURE
er indælt að reykja.
Bmásöluverð kr. 3.50
‘L lbs. bankar.
Samvinnuskélinn.
Kenslan frá byrjun október til aprílloka. Gert er ráð fyrir að
nemendur hafi til inntökuprófs numið í nokki'um námsgreinum sem
hér segir: íslenska: Málfræði Halldórs Briem. Danska: Kenslubók Jóns
Ófeigssonar 1.—2. liefti. Enska: Leskaflar í námsbók G. Zoega. Reikn-
ingur: Brot og tugabrot. Landafræði Karls Finnbogasonar. í íslands-
söguf/Bók Jónasar Jónssonai’, og í mannkynssögu bók Þorleifs H.
Bjarnasonar.
Stéttabarátta.
1. Andstæðingar Tímans hafa
haldið því fi*am oft í ræðu og riti,
að blaðið og samherjar þess væru
að koma hér á illvígri stéttabar-
áttu. Meðhald blaðsins með bænd-
um og landbúnaði stefndi fyrst og
fremst að niðui’lægingu annaia
stétta.
2. En sannleikurinn er sá, að
Tíminn og samvhxnumenn hafa
meir en nokkurt annað blað, eða
annar floltkur, kent þjóðinni að
horfa á landshagsmuni fremur en
hag stétta og einstaklinga.
3. þegar Tíminn hóf göngu sína,
höfðu allar stéttir hér á landi,
nema bændur, einhvern sjálfsvam-
arfélagsskap: Embættismenn,
vei'kamenn, útgerðarmenn, sjó-
rnenn og kaupmemi. Hver stétt
liélt saman innbyrðis. Ef bænda-
stéttin ein var sundruð og varn-
arlaus, hlaut hún að ýfei'ða undir í
troðningi hliðstæði-a stétta. Nú
halda samvinnumenn saman, eins
og aðrar stéttir, í sjálfbjargar-
skyni. En þeir kornu síðastir í her-
klæðin, og þeir horfa hærra en á
sjálfvömina.
4. Samvinnumenn hafa bjargað
sér sjálfum og allri þjóðinni með
landsverslun stríðsáranna, og með
þeirri umbót, sem gerð var á
Landsbankanum 1917—18. Ef
neyðarsala hefði verið hér á mat-
mælum öll stríðsárin, og Lands-
bankinn lent í sömu ófæru og ís-
landsbanki, hefði alment hungur
og gengishrun sett ísland á bekk
með Austurríki.
5. Samvinnumenn hafa á óeigin-
gjarnan hátt hjálpað útgerðar-
mönnum með því að brjóta kúgun-
arfjötrana af steinolíuverslun-
inni, með því að lögleiða lág-
markssvefn á togumnum, sem hef-
ir bætt vinnubrögðin og aukið af-
rakstur útgeiðai-innar, með því að
styðja þór í Vestmannaeyjum, og
sanna nú á þingi í vetur, hvei-su
koma má landhelgisvöm í sæmi-
legt horf, og með því að koma
strandfei'ðunum í gott lag, svo að
unt sé að koma fólki og vömm
liratt á milli hafna. Mesta hjálpin
er þó sú, sem enn er ónotuð. For-
dæmið um að standa saman og
lxjálpa hver öðmm með verslun
sjávarafurðanna, í stað þess að
framleiðendur liggi í innbyi'ðis
stríði og veiði svo handbendi út-
lendinga.
6. Fyrir sjómenn hafa sam-
vinnumenn unnið með því að beit-
ast fyrir að undii'búa rannsókn um
að sjómönnum verði á öllum tím-
um dags send þráðlaus talsíma-
aðvömn um veðurbreytingar. Enn-
fremur með því að sýna, hvei'su
sjá má ekkjurn og börnum diukn-
aðra sjómanna réttilega fai'borða
án sýnilegrar byrði fyrir þjóðfé-
lagið.
7. Fyrir embættismenn hefir
sanivinnuflokkurinn starfað með
því að vinna af alefli móti lág-
genginu, sem sviftir embættis-
menn í bæjum þriðjungi og helm-
ingi af kaupi þeirra, og með því að
reyna að vinna bug á húsaleigu-
okx-inu, sem stéttin er að van-
megnast undir.
8. Samvinnuflokkurinn er einn í
sinni íöð um það hér á landi, að
vemda í einu séi'staka stétt fyrir
ásælni, og leysa um leið mestu
vandamál annara stétta.
deyfðin, kyi-staðan, sljóleikinn og
fleiri slíkir eiginleikar eiga að
gæta stýris á þjóðarskútunni
næstu ár. þeir sem það vilja eiga
að kjósa Morgunblaðsmennina.
Kjósendur geta treyst þeim um
svefninn og sljóleikann. Eina hætt-
an er að þeir fái einn eða tvo
fjöi’kippi á hverju þigi, eins og nú
með „Ottesens“-bankann. Hinir
sem vilja vinna og starfa, verða
að leita í herbúðir Fi'amsóknar-
manna. Dæmin frá í vetur sýna
leiðina. Eftir því sem rúm leyfir
mun Tíminn skýra frá gangi þing-
málanna fram að kosningum. þá
mun verða sönnuð, svo að ekki
verður á móti mælt, sú skoðun,
sem hér hefir verið stuttlega skýrt
frá. J. J.
---o---
Kátlegt er að lesa gi’ein sem birt
ist í Alþýðublaðinu í fyrradag.
það er ádeilugrein á samvinnu-
menn og Fi’amsóknarflokkinn.
Gerir höf. mjög lítið úr Framsókn-
arflokknum og kemst síðast að
þeirri niðui’stöðu, að eini þingmað-
urinn sem socialistar eiga á þingi
„hefir komið meini til vegar en
hinir allir Framsóknarmenn“.
Minnir þetta á ýmsar kátlegar
sögur um kai’lagrobb og verður
ekki tekið í alvöi-u af neinum. —
Síðast í greininni kemur það fram
hvað valda muni þessari ádeilu.
Höf. er bersýnilega reiður yfir því
að Tíminn „í hofmóði sínum ald-
rei sér einn stj órnmálaflokkinn,
Alþýðuflokkinn“. Er það vitanlega
rétt að Tíminn hefir ekki séð
þessi óumræðilega miklu áhrif
sem höf. þessi tileinkar Alþýðu-
„flokknum“ á þingi. En hinsvegar
veit Tíminn að flokkurinn er til.
En einn maður verður varla kall-
aður flokkur. Og kátlegt þótti það
í gamla daga þegar karlinn grobb-
aði yfir veislugestunum og sagði:
„þeir komu einn í hóp og tveir í
lest“. — I gær herðir þessi Alþýðu-
blaðshöf. enn á skömmunum í
Tímans garð og bætir við hnjóðs-
yrðum í garð íslenskra bænda.
Segir hann að að Tímanum standi
„köld og eigingjörn pólitík hroka-
fullra stórbænda“. Og enn talar
hann um „afturhalds- og nurlara-
pólitík bændanna". Og mörg fleiri
samskonar orð eru í greininni. Er
fróðlegt að bera þessi ummæli
saman við ummæli Moi’gunblaðs-
ins um Tímann og getur Tíminn
vel við unað að fá hnjóðsyrðin frá
hvorttveggja aðila kaupstaðavalds
ins: socialistum og kaupmönnum.
En seint mun þeim ganga, þess-
um aðilum, að sannfæra sjálfa sig
og aðra um að íslensku bænda-
stéttinni megi skipa á bekk með
„júnkurunum“ þýsku.
Sigurður Gunnarsson præp. hon.
vai’ð 75 ára í gær og í sumar era'
liðin 50 ár síðan hann tók pi*ests:
vígslu. Ber hann aldui’inn prýði-
lega. Er hann einhver mesti mæt-
isklei’kur þessa lands. þingmaður
Sunn-Mýlinga og síðar Snæfell-
inga var hann langa hríð og hefði
betur fai’ið væri hann enn þing-
maður Snæfellinga.
Orðabálkur.
djasla upp á e-ð, gera við e-ð,
sem bilað er. Suðursv.
ódfli (-s, -i), kl., sem er óstýi'i-
látur (um krakka). Suðui’sv.
busla (-u, -ur), kvk., hákarls-
skinn. Suðursv.
kjaftabusla = busla. Suðui’sv.
fanastokkur (-s, -ar), kk„ há-
karlstálkn. Suðursv.
hákarlahlass (-hlass, -hlöss), kl„
hákarlahlass var það kallað í Suð-
ursveit, er svo margir hákarlar
fengust í einum í'óðri, að tveir
voim bundnir við hverja róðrar-
þóftu, sinn hvorum megin. Á sex-
æringi voru því 6 hákarlar í hlass-
inu, en 8 á áttæi’ingi.
hákarlasveðja (-u, -ur), kvk., =
hákarlabredda. Suðursv.
----o-----