Tíminn - 01.09.1923, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.09.1923, Blaðsíða 3
T I M I N N 118 Svíar voru þar fjölmennastir, þá Danir; íslendingar voru 9 en Norðmenn 11. Stjórnandi náms- skeiðsins var frk. Margerethe Petersen skólastýra í Khöfn. Félagið hafði vandað til náms- skeiðs þessa svo sem frekast mátti verða. Fyrst og fremst var stað- urinn afbragðsvel valinn. Hinds- gavl er gömul og stór greifahöll og liggur hæfilega afsíðis á afar- fögrum stað við Litlabelti, skamt frá Middelfart. Umhverfis höllina er geysistór trjágarður, einn hinna fegurstu í Danmörku, með dásamlegri útsýn yfir beltið. pá skorti ekki húsakynni í höllinni. Hafði námsskeiðið ráð á um 40 sölum og herbergjum, og höfðu all- ir þátttakendur og kennarar þar heimavist. Kennarar og fyrirlesarar náms- skeiðsins voru ýmsir af fremstu mönnum Dana, hver í sinni grein, og var ekkert til sparað að þátt- takendur fengi sem besta og glæsi- legasta mynd af Danmörku og danskri menningu. Morgun hvern var starfið hafið með söng, en síð- an var eins tíma „praktisk“ æfing í dönsku (kennari lektor Tage Nörregaard, Ribe) íyrir gestina og sænsku (kennari lektor H. Celand- er, Gautaborg) fyrir Dani. Síðan voru fluttir 2 fyrirlestrar fyrir morgunverð og einn að kvöldinu. Tímann milli morgun- og miðdags- verðar (kl. 1—5*4) notuðu þátt- takendur til útivistar, og til flokka- æfinga í dönsku og sænsku — og íslensku, sem sá, er þetta ritar, veitti tilsögn í nokkrar stundir. — Á kvöldin var jafnan gleðskapur einhverskonar: Ræður, upplestur, hljómleikar o. þh. J>rjú kvöld sungu þau kammersanger Ejnar Forchhammer og kona hans, dönsk lög eingöngu. Raðir fyrirlestra fluttu þessir menn á námsskeiðinu: Marius Kristensen dr. phil., Askov, um danska tungu; lektor Georg Christ- ensen, Uppsölum, um danskar nú- tímabókmentir; Hans A. Lund. kand. mag., Askov, um sögu Dana frá 1864; dr. Francis Beckett, yfir- vörður listasafns danska ríkisins, um nútímalistir Dana; og dr. Victor Madsen jarðfræðingur og lektor H. V. Clausen, um danska náttúru. Auk þess fluttu eftirtald- ir menn einstaka fyrirlestra um þau efni, er hér greinir: Dr. Ernst Kaper borgarstjóri, IUiöfn: Stærsta stund, sem kynslóð vor hefir lifað (Dybbölhátíðin 1920); Dr. Henrik Bertelsen skólaeftir- litsmaður: Sören Kirkegaard; Al- fred Poulsen lýðháskólastjóri, Ris- linge: Lýðháskólamir dönsku; Klaus Berntsen ráðherra: Christen Kold og frískólarnir dönsku; Mad- sen-Mygdal landbúnaðarráðherra: Danskur landbúnaður; H. Höff- ding prófessor (2 fyrirl.) : Siðferð- ishugsanir Holbergs og Troels Lund, Bakkehus og Solbjerg. J>á flutti Amundsen biskup Suður-. Jóta sunnudagsprédikun. Má sjá af þessari upptalningu, að hér voru valdir menn í hverju hlutverki. Nokkrar smáferðir voru farnar frá námsskeiðinu til staða í ná- grenninu. Einn daginn var náms- skeiðsfólkið t. d. boðið til Fiski- mannaháskólans á Snoghöj, hinum megin Litlabeltis. — Lengsta ferð- in var þó farin sunnudaginn 22. júlí. Fórum við á vélskipi til Kold- ing og þaðan á bílum til Ribe, með stuttum stansi á Foldingbrú, þar sem Kóngsáin var landamæri Dan- merkur og J>ýskalands 1864—1920. Ribebúar höfðu framreiddan handa okkur morgunverð í veit- ingahússgarði einum, og skoðuðum við hinn forna bæ að aflokinni mál- tíðinni og tilheyrandi ræðuhöldum. Síðan var haldið heim á leið, með viðkomu í Skipalundi, Askov og Vejen. Kvöldverð þágum við hjá sænska konsúlnum í Kolding, skoð- uðum hið merka Koldinghús og sigldum síðan heim til Hindsgavl, eftir langan dag og góðan. Yfirleitt tókst námsskeiðið ágæt- lega, svaraði vel tilgangi sínum: J>eim að kynna norrænum kenn- urum Dani og menningu þeirra, og var félaginu „Norden“ mjög til sóma. Að loknu námsskeiðinu fóru 26 þátttakendur fjögra daga ferð um Suður-Jótland, alt til Dybböl, und- ir leiðsögu H. V. Clausens lektors, sem kunnur er frá suðurjósku bar- áttunni. í þeirri för vorum við Is- lendingar fjölmennastir. Svíar héldu samskonar kennara- námsskeið hjá sér (í Brunnsvík) í fyrra. Danska námsskeiðið er ann- að í röðinni, og hið fyrsta, sem ís- lendingar sækja. Næsta ár koma Norðmenn sennilega, og 1925 kem- ur þá röðin að okkur. Verðum við þá menn til þess að bjóða norræn- um kennurum til námsskeiðs hér heima? J>að er metnaðarspurning. En eitt er víst: Engri norrænu þjóðinni ríður jafnmikið á að kynna sig bræðraþjóðum sínum og afla skilnings þeirra á sér, sem íslendingum. pað hefi eg aldrei fundið jafnskýrt og meðal frænd- anna á Hindsgavl. Aðalsteinn Sigmundsson. -o- ------ Frh. Óþarft embætti. Einu atriði enn ætla eg að skjóta inn í þessa löngu upp- talningu út af höfuðafsökun M. G. að lafa á heimild þingsins. — þingið í vetur ákvað að stofna nýtt og feitt em- bætti. Sá nýi embættismaður átti að heita eftirlitsmaður með bönkum og sparisjóðum. Launin voru ákveðin með lögum 10 þús. kr. Og auk þess átti að vera dýrtíðaruppbót á launum þessum. Dýrtíðartalan er nú 60%. Hin föstu árslaun þessa manns yrðu því nú 16 — sextán — þúsund krónur og auk þess átti hann að fá ferðakostnað greiddan eftir reikningi. — Framsókn- arflokkurinn beitti sér fastlega móti þessari nýju embættisstofnun, en það kcm fyrir ekki. Morgunblaðsliðið með tölu og áhangendur Sig. Eggerz kúg- uðu þetta í gegn um þingið. þessi embættisstofnun var vörn þessara manna gegn tillögu Framsóknarflokks- ins um nefndarskipun til að rannsaka fjárhagsaðstöðu Islandsbanka. Hún var vitanlega ekkcrt annað en Pílatus- arþvottur. Embættið er gersamlega óþarft. — Hvað ætli M. G. hefði nú gert? það er engum vafa undirorpið. Hann fylgdi máli þessu fast. Ilann hefði vitanlega þegar í stað veitt ein- hverjum góðum flokksbróður sinum þetta feita embætti. Hann hefði vafa- laust fest þarna nýjan, rándýran og alóþarfan embættismann i þjónustu ríkisins. það er búið að sannreyna hve erfitt er að losna við þá aftur. Heim- ild þingsins er vitanlega í lagi. — Hvað gerir núverandi fjánnálaráð- herra? það er löngu kominn tíminn til að skipa mann í embættið sani- kvæmt heimild þingsins. En það er óveitt enn. það virðist mega draga af því þá ályktun að fjármálaráðherrann ætli að draga að skipa í embættið þangað til næsta þing segir til hvort virkilega eigi að standa við það að stofna þetta nýja, alóþarfa og rándýra embætti. Tíminn vonar sterklega að svo verði. En sem stendur er fjármála- ráðherrann utanlands. — Eg ætla nú að spá því, að þegar M. G. hefir lesið þessi ummæli, þá setjist hann niður og riti harða ádeilu á núverandi fjár- málaráðherra fyrir að hafa ekki veitt þetta embætti. þá er hann að vísu sjálfum sér samkvæmur ef liann ger- ir það. — En Tíminn viil hinsvegar láta það skýrt og afdráttarlaust í ljós, að eins og mál þetta er undir komið beri alls ekki að veita þetta embætti fyr en næsta þing hefir látið álit sitt í ljós. Og Tíminn vill beinlínis skora á landsstjórnina að bera fram frum- varp um að afnema þetta rándýra og óþarfa embætti. — Fari svo, að nú- verandi fjármálaráðherra þyki var- lcgra, fjárhagsins vegna, að draga til næsta þings að skipa í þetta embætti, þá er þetta mjög góður samanburður við M. G. Hvað gerðu þeir t. d. hann og J. M. um Genúalegátann? Samanburður. Mér finst eg hafi nú vikið að nægilega mörgum einstökum atriðum, þótt vitanlega’mætti víkja að Samband ísL mörgum fleirum, sem sýna hversu haldlaus hún er þessi höfuðafsökun Magnúsar Guðmundssonar að skjóta sér bak við heimild þingsins. það lengsta sem hægt var að fara í þvi eíni var að halda sér við liina veittu krónuupphæð i fjárlögunum. Á ótal sviðum var M. G. langar leiðir fyrir ofan. En á þeim alvörutímum sem þá stóðu yfir, var sjálfsagt að reyna að vei’a innan við heimildina. Eg hefi ekki rekið mig á að M. G. hafi nokkru sinni lánast að vera það. — Eg ætla nú, a. m. k. í bili að láta upptalning þessara einstöku atriða nægja, en enda þennan kafla með dálitlum saman- burði. það verður samanburður á út- gjöldum ríkisins árin nafntoguðu 1920 og 1921 og svo árin 1922, 1923 og 1924, samkvæmt upplýsingum og áætlun- um. Sú skrá lítur þá þannig út: Gjöld ríkisins árið 1290, somkvæmt landsreikningi kr. 16111786,41 Gjöld rikisins árið 1921, sömuleiðis samkv. lands- reiknjngi..............kr. 12161785,86 Gjöld rikisins árið 1922 samkvæmt áætlun Magnús- ar Jónssonar fyrverandi fjármálaráðh., sem hann birti i fjármálaræðu sinni í þingbyrjun í ár ca. kr. 9997000,00 Gjöld ríkisins árið 1923, samkvæmt veitingu alþing- is á fjárlögum og fjárauka- lögum..............ca. lcr. 8300000,00 Gjöld ríkisins árið 1924, samkvæmt veitingu alþing- is á fjárlögum þess árs, sem samin voru á síðasta alþingi............ca. kr. 8340000,00 Athugasemdir. Fáeinar athugasemd- ir þurfa að fylgja þessari skrá. Má fyrst geta þess um árin bæði 1920 og Alfa- Laval skilTludnr reynast best Verðið lækkað. Pantanir annast kaupfé- lög út um land, og samv.félaga. 1921, að í landsreikningnum er siðasti gjaldaliðurinn: „tekjuafgangur". Nem- ur þessi liður rúmum 500 þús. kr. fyrra árið og nálega 700 þús. kr. síðara ár- ið. Vitanlega verður að taka fult tillit til þessa. — Áætlun Magnúsar Jóns- sonar ráðherra fyrverandi hefi eg ekki séð vefengda. — Loks má geta þess að ekki er séð hvort stjórnin muni þurfa að fara fram úr áætlun ár- * in 1923 og 1924. En eg ætla að trúa á að það verði ekki ýkja mikið og Tim- inn mun telja sér skylt að vera á verði um það. — Fleii’i athugasemdir þurfa ekki að fylgja tölunum. þær tala sínu máli. Er þaS tilviljun? Hann er stórkost- lega merkilegur þessi samanburður talnanna. Ætli það sé nokkur, sem detti í hug að hann sé tilviljun? Vit- anlega er þess að minnast að dýrtíð- aruppbót embættismanna var hærri árin 1920 og 1921 en hún er nú. Vitan- lega munar það töluvert miklu. En á móti kemur meðal annars eitt stórt at- riði. Verðfall íslensku krónunnar var ekki orðið eins mikið árin 1920 og 1921 og það er nú. Gengið er nú miklu óhagstæðara en þá. — Vitanlega eru þessar tölur ekki alveg að öllu leyti sambærilegar. Síðari tölurnar, einkum tvær hinar siðastnefndu, eru áætlunar- tölur. En munurinn er lika geysimilc- ill. Útgjaldauppliæðin 1920 er nálega helmingi liærri en áætlunarupphæðin bæði árin 1923 og 1924, — Læt eg svo lesandann um að horfa á samanburð- artölur skrárinnar og fjölyrði ekki um þær. En eg bið hann einungis að svara mér: Er þetta tilviljun? Eða stafar þessi geysilegi munur á tölunum frá miður heppilegri fjármálastjórn M. G., að eg ekki kveði fastara að orði. Frh. Tr. p. -----o----- A víð og dreif. Héraðsskólamir. Framsóknarflokkurinn kom á breyt- ingunni með Eiðaskólann, sem hefir gefist svo vel. Gengu þeir þar í farar- broddi þorst. M. Jónsson og Sveinn i Firði. Áður var dauft yfir skólanum, nú er aðsókn mikil, og vantar ekki nema húsaukann, sem átti að byggja fyrir innanlandslánið, sem viltist inn i iandssjóð á dögum M. G. — í Suður- þingeyjarsýslu verður annar skólinn bygður næsta sumar. Standa Fram- sóknarmenn þar í sýslu fast saman um málið, og liafa ágætan íorgöngu- mann, þar sem er Arnór Sigurjónsson. Fenginn staður á hinu forna höfuð- bóli, Grenjaðarstað. Er yndisfagurt þar við Laxá. Samskot eru þar mikil, og mikill hugur i ungum mönnum að leggja á sig gjafavinnu til að koma upp skólanum. Á Núpi hafa þeir sr. Sigtryggur Guðlaugsson og Björn Guðmundsson gert garðinn frægan. Má segja að sá skóli hafi nú þegar mótað fjölda marga unglinga á Vest- fjörðum. Loks er skólinn í Hjarðar- liolti i Dölum, hinum sögufræga stað. þar er ágætur ungmennakennari, Björn Jónsson. Hafa helstu erfiðleik- arnir þar verið þeir, að landið hefir of lítið létt undir með sýslunni. Loks er liéraðsskólinn á Suðurlandi. Ef J'ramsóknarflokkurinn verður í meiri hiuta eftir kosningarnar, verður þeim skóla hrundið á stað undir eins. það er einn þátturinn í þeim miklu breyt- ingum, sem eru að komast i fram- kvæmd á Suðurlandi. Að sjálfsögðu verður skóli sá að vera þar sem sam- an fer hverahiti, góðar samgöngur, og mikil ræktunarskilyrði. Fáist ekki slik jörð fyrir sanngjarnt verð, er ekki ann- að en taka hana eignarnámi. Mbl.- flokkurinn er á móti héraðsskólunum af skiljanlegum ástæðum. þeir óska ekki eftir vaxandi sveitamenningu. Mbl.menn og áfengisgróðinn. Ekki er féndum bannsins nóg að hafa brotið bannið, komið á lækna brennivíninu, afnumið bannið, og komið upp áfengisverslun með alt að 20 vígra manna í þjónustu sinni. þeir vilja lika hafa gróðann af vininu fyrir eyðslueyri, upp í skakkaföll J. M. stjórnarinnar. í vetur bar J. J. fram frv. um að halda víngróðanum sér- stökum, gera hann ekki að almennum eyðslueyri-i embættislaun, heldur nota hann til menningarauka í landinu, einkum með tilliti til þess, að bæta þannig að nokkru úr þeirri siðspill- ingu og heilsutjóni, sem leiðir af vín- inu. Skyldi verja fénu til að halda niðri smyglun með sterka drykki. Er nú sú starfsemi að byrja að tilhlutun Goodtemplara. þar næst til að lækna ofdrykkjumenn. þá til að reisa alþýðu- skóla i sveitum, iþróttastöðvar, lands- spítala, til að gefa út ódýrar fræðibæk- ur handa þjóðinni og til listaverka- kaupa almenningi til handa og rann- sókna á náttúru landsins. Kjósendur geta myndað sér skoðun sjálfir um það, hvort viturlegra var að verja íénu eins og J. J. lagði til, eða eins og J. M. og M. G. eyddu fé samtíðar og fiamtíðar, meðan þeir höfðu landssjóð handa milli. þórarinn á Hjaltabakka lét tvísmala áskorunum í Vestur- Ilúnavatnssýslu og einsmala í átthög- unum. Litið veiddist þar sem menn þektu þórarinn best, og er það undar- legt um svo lipurlegan mann. þórar- inn vildi heldur vera heima, en treyst- ist ekki til fyrir ríki Guðmundar í Ási. í vestursýslunni liafði boðið sig fram fyrir Mbl. vinur þórarins og samherji, Eggert Leví. En svo óvænlegt til sig- urs þótti þórarni móti Guðmundi í Ási, að hann dembdi sér ofan á vin sinn og velgerðarmann frá fyrri lcosn- ingum. Talið er víst, að Eggert muni ekki gugna, enda má þetta heita dæmalaus aðferð, sem þórarinn beitir við stallbróður sinn. Ekki er lieldur sýnilegt, að Vestur-Húnvetningar séu það minni fyrir sér en Austur-Hún- vetningar, að þeir þurfi að sækjast eftir manni, sem ekki er nógu góður í sinum eigin átthögum, til að vera kos- inn þar. AVNEM0LLEN KaupnannahOfn mælir með sínu alviðurkenda rúgmj öli og hveiti. Meíri vörugæði óíáanleg. S. X. S. skiftir ein.g-0n.g-u. ~v±ö olszlsznr. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. inásöliiverð á tóbaki má ekki yera hærrá en hér segir: ~Vindlar: Bonarosa...............50 stk. kassi á kr. 19,00 La Traviata............50 — — - — 18,50 Aspacia. . . .•...... . 50 — — - — 14,50 Reinas, smávindlar.....50 — — - — 11,00 Flor de Valdes.........50 — — - — 10,75 Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2%. I_i andsversl-un.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.