Tíminn - 01.09.1923, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.09.1923, Blaðsíða 4
114 TÍMÍNN Tíl athugunar. Til að fyrirbyggja það, að aðflutt og þvælt kjöt sé selt sem kjöt frá oss, höfum vér samið svo um við dýralækninn í Reykjavík, að hann hér eftir stimpli alt það kjöt er vér ætlum til sölu í bæinn, með vörumerki félagsins, sem er: (með rauðum lit) Pramvegis verður því þessi stimpiil sönnun þess, að kjöt það sem hann er á, sé heilnæmt og gott, og af fje sem slátrað er í húsum félagsins í Reykjavík. Gtætið þess því hér eftir, að þetta merki sé á kjöti því er þér kaupið, þá er vissa fyrir að það er vel með farið og óþvælt, og mun það — auk annara kosta — reynast besta tryggingin fyrir því að saltkjötið hepnist vel. Virðingarfylst. Sláturfélag Suðurlands. Samkvæmt samningi við Sláturfélag Suðurlands í Reykjavík mun eg — og enginn annar — framvegis stimpla kjöt af fé því, sem félagið slátrar hér í Reykjavík, með vörumerki félagsihs, og táknar þá stimpillinn það tvent, að kjötið sé heihiæmt og gott og að það sé Reykjavíkur-slátrað. Reykjavík, 20. ágúst 1923. Magnús Einarson. Sjálíkjömlr Framsóknarmeim. Fullyrt er, að þessir Framsóknar- menn verði kosnir gagnsóknarlaust eða sama sem það: þorleiíur í Hólum, Guðmundur i Ási og Ingólfur í Fjósa- tungu. — í Austur-Skaftafellssýslu er andróður kaupmanna nálega enginn. B. Kr. reyndi að gera þorieif í Hólum tortryggilegan nú i gumar.eftir þvi sem bréf að austan herma. En bsendur þar eystra þekkja B. Kr. nú orðið. Má heita, að hann eigi þar engan, sem ber blak af honum, siðan hann réðist með dylgjum á kaupfélagið í Höfn. þor- ieifur i Hólvnn er gróinn i trausti sveit- unga og héraðsbúa. Harm er óðals- bóndi, hreppsstjóri, sýslunefndarmað- ur, oft settur sýslumaður, aðalpóstaf- greiðslumaður sýslunnar, formaður sparisjóðsins og kaupfélagsins, alþing- ismaður og íormaður Framsóknar- ílokksins. Eru fáir héraðshöfðingjar á íslandi jafnfastir i sessi i öllum kjöm- um trúnaðarstörfum og þorleifur. — Guðmundur i Ási fœr að vísu að nafni til ungan bónda að andstæðingi. En það er öllum ljóst, að sá leikur er svo ójafn, að sama er og sjálfkjör. Sama er sagan með Ingólf Bjarnason. þing- eyjarsýsla og Austur-Húnavatnssýsla eru fremst í tölu þeirra héraða, þar sem samvinnuhreyfingin hefir náð svo mikilli festu, að kaupmenn reyna ekki í alvöru að fara á flot með „dót“ sitt þrjár miljónimar. Mbl.liðið sér að meðferðin á innan- fandsláninu muni ekki bæta fyrir Sig- urði búfr. og sr. Gísla, er þeir koma í Flóann. Lánið var ekki tekið sem eyðslueyrir i veislur, krossa, legáta og dýrtiðaruppbót. það átti að vera i verklegar framkvæmdir, sem allir vissu hverjar voru.Eitt af því var Flóa- áveitan. Landsbankinn setti sem skil- yrði að í hana færi að minsta kosti sú miljón, sem hann lagði fram. Fé þessu átti vitanlega að halda sér, og alls ekki láta það koma nærri daglegri veislueyðslu stjómarinnar. En hvað skeður. Lánið hverfur, en lítið er gert, nema ein brú og tvö íbúðarhús, annað yfir bróður J. M., og eitthvað af síma- álmum, t. d. Iljaltabakkalínan. En þegar M. G. kvaddi ráðherrastólinn, var búið að gleyma Flóanum, og alt farið 1 aðra eyðslu, hafði flækst inn i landssjóðinn og vildi ekki koma út um smn. þessvegna bíður malarhrúgan é Eiöum. Veðsetningln. Mjög einkennilegt siðferðislegt fyr- irbrigði er neitun M. Guðm., að hann hafi veðsett tollana. Greindarbóndi í Ámessýslu sagði um þetta: „Magnús reynir að verja sig með þvi, að þótt tolltekjurnar séu veðsettar, þá er samn íngurinn ekki þinglesinn á neinu hreppaskilaþingi". Sjóndeildarhringur M. G. nær ekki út fyrir hreppinn. Gaman væri að vita hjá Magnúsi, hvers vegna ensku lánardrotnamir sögðu, að þeir vildu fyrir utan ábyrgð landsins hafa sérstaka tryggingu í tolltekjunum, og að meðan nokkuð væri eftir aí láninu, mætti ekki binda tollana hjá öðrum, nema með einskon- ar 2. eða 3. veðrétti. Sömuleiðis ætti M. G. að segja, hvernig færi, ef landið getur ekki staðið í skilum, hvort Bret- ínn muni þá ekki senda menn til að hirða tollana. í þriðja lagi, hvers vegna Bretinn spyr um „trygginguna", eins og sagt var frá í síðasta blaði. Ennfremur væri gaman að vita, hvers vegna hann fór ekki sjálfur og tók lón- ið, í stað þess að eyða minst 100 þús. krónum í Pál Torfason og fleiri, sem gengu á milli. Að síðustu væri gaman pð vita, hvort kjósendur í Skagafirði þefðu ekki heldur viljað lána Héraði vötnin hjá Ökrum, fyrir þessi 100 þús., heldur en að láta þau svona, aðeins til að spara fjórmálaráðherranum ferð- ina til Englands. þvi það þarf víst ckki að gera ráð fyrir að M. G. hafi vantað hæfileika og þekkingu til ferð- arinnar. Mannalæti M. 6. Mbl.liðið reynir að verja það, að M. G. og hans samherjar settust á ýms góð frv., svo sem verndun þingvalla og það að leggja áfengisverslunina undir landsverslun. þykir þetta dugnaður. En það er bara blátt áfram meirihluta- dugnaður. Mbl. var í meirihluta á þing- inu, eins og sást í skiftunum við hlut- liafa íslandsbanka. Og meiri hlutinn notaði vald sitt, eins og þingtíðindin sannæ Vín og tóbak. Mbl.liðið reynir að verja það, að M. Guðm., Jón þorl. og Björn á Rangá svæfðu sameining áfengisverslunar og landsverslunar, sem Sveinn i Firði bar fram. Nú á að verja sig með því, að 1921 hafi Timinn verið á móti slíkri sameiningu. þá var bann hér ó landi, og Tíminn studdi það af alefli. Hann vildi þá enga áfengisverslun í bann- landi. Til að vilja það þurfti einskon- ar „Marðar-lógik“. En eftir að búið er að afnema bannið, og koma á stórri vínverslun, sér Tíminn ekki ástæðu til að eyða stórfé að óþörfu, tugum þús- unda órlega í óþarft mannahald við ófengisverslunina. Yfirsjón M. G. og Mbl. er tvöföld. Fyrst að vilja löghelga ófengissölu í bannlandi, og nú i vetur að halda áfengisverslun, sem spönsku samningarnir leiddu af sér, sem sér- stakri, óþarflega dýrri stofnun, aðeins vegna mannanna, sem vinna þar. ----o---- Yfir landamærin. — Árni frá Höfðahólum, sem nú mun vera sérstakur trúnaðarmaður J. M. við Mbl., hefir sýnt sérstakan óhuga í því blaði fyrir katólskri trú. Má vera að hann ætli að leita í þann garð ó efri órum, til að geta fengið að afplána eitthvað af smósyndum undir eftirliti Hans Framúrskarandi- lieita með föstum og kárínum. Senni- lega hefði Ólafur biskup Rögnvaldsson látið Áma fó nokkuð mikið aðhald. — Litli Lórus er nú að búa sig und- ir þingmensku í Reykjavík. Eitthvað um 50 drengir af götunni hafa skorað á hann til framboðs, og ætlar hann að verða við ósk þeirra. Aðalmál hans mun vera það að koma ameríska stein- olíufélaginu aftur til valda hér á landi. — Litli Láms hefir í einum dilk Morgunblaðsins fórast mikið yfir því, að landsverslun hefir keypt lóð og skúra fyrir steinolíu ó Eyrarbakka. þykir honum illa farið, að eyða þann- ig landsfé. Samt mun Lárus játa, að í minna er ráðist en þegar stjórn J. M. ke-ypti fyrir póstsjóð á Siglufirði, sællar minningar. — Ein Mbl.útgáfan lætur í ljósi, að ullartollurinn i Ameríku muni vera að kenna landsverslun íslendinga með steinolíu. Hart fyrir allar aðrar þjóð- ir, sem skifta við Bandaríkin, að verða fyrir verndartollapólitík auð- mannanna þar, aðeins af því, að ís- lendingar vildu ekki lóta steinolíufé- lagið kúga sig. — Fullsannað er nú, hvemig Norð- menn lita ó kjöttollinn. Öll skeyti frá Sv. B., sem lágu fyrir þinginu í vet- ur, bentu á það, að eini vegurinn til að losna við tollinn, væri só, að lina á sildveiðalögum M. Guðm. fró 1921. — Honum hefir þessvegna tekist að hjálpa landinu jafnt i verslun sem fjármálum. — B. Kr. telur samvinnumennina hér socíalista af því þeir vilja ekki fóma eins miklu og hann vill á altari kaupmenskunnar. En skrýtið er hvað B. Kr. sjólfur hefir haft mikla trú á socíalistum, þegar hann var ó ráð- herraveiðum 1916. þá gekk hann til kosninga með socialistum i Rvík, og það bandalag kom að einum manni, sem B. Kr. bað svo að styðja sig til ráðherratignar. Sama árið hafði hann socíalista fyrir ritstjóra að Landinu. Fróðlegt væri að vita, hversvegna B. Kr. unni jafnaðarmönnum svo sérstak- lcga mikið. X -----O----- Tryggvi þórhallsson fór um miðja vikuna af stað norður í Strandasýslu í kosningaleiðangur. Halda frambjóðendumir báðir sameiginlega fundi með kjósendum um alla sýsluna. Hann gerði ráð fyrir að verða rúmar þrjár vikur í ferðinni. -----o----- Stúdentagarðurinn. Dýrtíðin og húsaleiguokrið hefir á síðustu árum krept svo að námsmönn- um í Reykjavík að það er vart orðið kleift öðrum að stunda þar nám en þeim, sem efnaðir eru eða eiga þar bú- setta foreldra og vandamenn, sem geti styrkt þá. Er nú svo komið að um 2/s — tveir fimtu — allra stúdenta eru Reykvíkingar og telur þó Reýkja- vik eigi nema c: 1/b hluta allra lands- manna. Aðsókn námsmanna úr öðrum landshlutum fer árlega þverrandi og missir þjóðin þannig úr hópi náms- og mentamanna sinna marga þá, sem sist skyldi, en sem heima verða að sitja sakir fátæktar og getuleysis, hversu góðum hæfileikum sem þeir eru búnir. Nú er órlegur náms- og dvalar- kostnaður stúdenta i Rvik 2—3 þús. kr., jafnvel þótt sparlega sé ó haldið. Einstök herbergi hafa verið leigð á 40—60 kr. á mánuði, tóm og allslaus, en 50—100 kr. með húsgögnum. Fæði hefir verið ódýrast ca. 80 kr., en víðast hvar kostar sæmilegt fæði eigi und- ir 95 kr. ó mánuði, og víðast hærra, alt að 120—130 kr. — Verður þvi allur þorri stúdenta að safna allmiklum skuldum ó námsárum sínum, til þess að fá ltiofið þennan mikla lcostnað, og er það algengt, að stúdentar skulda 3—5 þús. kr., og víst nokkrir meira. Sá fjárstyrkur, se.'r' Alþingi hefir veitt til stúdenta, nam á síðastl. ári tæpum 286 krónum aö meðaltali á hvern þann, sem styrk hlaut; hæst voru einstaka manni veittar 519 kr. samtals. Til samanburðar má geta þess, að fram til 1. des. 1918, er ísland fékk viðurkent fullveldi sitt, nutu ís- lenskir stúdentar styrks og forréttinda til „Garð“-vistar i Khöfn. Nam sá styrkur, er hæst var, á stríðsárunum, 125 kr. mánaðarlega á hvern stúdent fyrstu fjögur námsár hans, eða ca. 1500 kr. á ári. Nutu hans órlega ca. 20—30 stúdentar og nemur styrkurinn þannig alls ca. 30—40 þús. kr. á óri hverju. En 1. des. 1918, um leið og sambands- lögin gengu í gildi, voru afnumin öll sérréttindi ísl. stúdenta við Hafnar- háslcóla og allur styrkur af þeim tek- inn. Og þær einu bætur þessa eru 8 þús kr., sem Alþingi hefir veitt þeim stú- dentum einum, sem eigi geta numið hér heima. Er þvi hið mesta nauðsynjaverk sem stúdentar nú hafa beitt sér fyrir, að fá reist í Rvík heimili fyrir fátæka stú- donta utan af landi: stúdentagarð, þar sem þeir geti búið betur og ódýr- ar en 1 leiguhjöllum og haft þar sam- eiginlegt matarfélag, fundar- og sam- komustað. Hófu stúdentar á síðastl. hausti fjársöfnun til þessa meðai allra Islendinga hér á landi og erlendis. Stofnuðu þeir til happdrættis og hafa sent seðla sína víðsvegar út um land til embættismanna og annara, og selja hvern seðil fyrir 1 krónu. En vinning- ai þeir, sem um verður teflt, eru metn- ir ca. 15 þús. kr. Einnig hafa stúdent- ar með höndum bókaútgáfu til ágóða fyrir „Garðinn"; gaf skrifstofustjóri Al- þingis, hr. Jón Sigurðsson, þeim þýð- ingu sína á „Pan“ eftir Knut Hamsun og safna stúdentar nú áskriftum að henni og ætla að gefa hana út í haust í vandaðri tölusettri skrautútgáfu, og selja hvert eintak á 12 kr. Sigvaldi Kaldalóns hefir og samið nýtt lag við kvæðið „þú nafnkunna landið“, og helgað Stúdentagarðinum það og gefið honum 3000 eintök af því fullprentuðu; forsíðan er skrautprentuð og teiknuð af hr. Samúel Eggertssyni; kostar lag- ið kr. 1,50. það mun vera óþarfi að brýna fs- lendinga til stuðnings þessu fyrir- tæki. Svo augljós er nauðsyn þess og hagur þess fyrir þjóðina, og þó eink- um bændur og þá, sem utan Rvíkur búa, og sem nú verða, margir hverjir, að hleypa sér í stórskuldir til þess að koma sonum sínum til menta, að hverjum manni mun vera ljúft að leggja því alt lið sitt og styrkja það sem best, annaðhvort með seðla- eða bókakaupum eða fjórgjöfum, í eitt skifti fyrir öll, eða með árlegum tillög- um um nokkurt áraskeið. K. ----O----- Til ferdamanna sem koma meS gripi sina til R.víkur. „Batnandi er hverjum best að lifa“ má segja um Dýraverndunarfélagið og viðskifti þess við ferðamenn. — Að- sókn ferðamanna hefir verið mjög mik- il að Tungu undanfarin ór, og flestum liefir vel líkað allur viðurgerningur þar, enda má óhætt segja, að ráðs- mönnum félagsins hefir verið umhug- að um að gera gestunum alt til þægð- ar. — En eitt hefir þótt að. Ferðamönnun- um hefir þótt verðiS ó heyinu oi hátt. Nú er gott heyskaparár og heyfall á Tungutúninu óvenju mikið, og nýting ágæt. J>vi sér félagsstjórnin sér nú fært að selja næsta vetur hey við svo lógu verði að kaupendur hljóta að verða ánægðir, því að frá deginum í dag kostar góS og vel verkuS taða 10 aura hálft kíló, og þar með ókeypis hýs- ingu og hirðingu skepnanna. þeir ferðamenn, sem leggja sjálfir til hey, fá eins og undanfarið hirðingu á skepnum sínum og húsnæði í Tungu fyrir sama verð og áður: 1 kr. um sól- arhringinn fyrir stórgripi, og 5 aura fyrir sauðkindina. Farangur ferðamanna er geymdur án sérstaks endurgjalds. Ánægjulegt væri að geta hýst ferða- mennina sjálfa og selt þeim beina. Húsnæðið leyfir það ekki enn, og fé- lagið verður fyrst og fremst að hugsa um skepnurnar. 1. aept. 1923. Jón pórarlnsson. ----o----- Heysala. Feyknin öll af heyi hafa flust hingað til bæjarins undanfar- ið. Margir koma hingað með heyið óselt, lenda þessvegna í vandræð- um með það og verða að selj a fyrir alt of lágt verð. þetta skipulags- leysi er bændum til hins mesta tjóns. Gott úthey hefir jafnvel ver- ið selt fyrir 5 aura pundið. Eins og framleiðslukostnaðurinn er, nær það verð engri átt. Bændur þeir sem hafa þessa aðferð að koma bingað með heyið óselt, þyrftu að mynda með sér félagsskap og leigja eða koma sér upp geymslu- húsi fyrir heyið. Annars er þessi atvinnuvegur algerlega ótryggur. Sá maður, sem bíður með heyið á hafnarbakkanum og sér fyrir rign- ingu, verður að selja hvað sem hann fær fyrir. Sú sala spillir fyr- ir öllum hinum. Reykvíkingar eru jafngóðir af því, þótt þeir verði að borga heyið fullu verði. Morten Hansen, barnaskólastjóri í Reykjavík, er nýlátinn. Hann hefir um langt skeið verið skóla- stjóri og jafnan átt að fagna óvenjulegum vinsældum. Má svo segja, að hann hafi verið kenni- faðir allrar Reykjavíkur. Hann var ófríður maður og næstum krypplingur að vexti, en svo góðan aga hafði hann og svo hlýtt við- mót, að líkamslýtin hurfu í aug- um skólabamanna. Vita þó allir, hversu hætt er við að athygli bama og óþroskaðs fólks hangi fast við hin ytri aukaatriði. Skóla- stjórn hans var einkar farsæl; lægni og lipurð einkendu öll af- skifti hans. Hin síðari árin mun hann þó hafa verið um of íhalds- samur, og eru það engin einsdæmi um gamla menn. Jarðarför hans var einhver hin fjölmennasta, sem dæmi er til í Reykjavík, og var þó fátt manna í bænum. þótti svo mörgum, sem þar var, sem hann væri aftur orðinn barn og kominn í skólann til að votta hinum látna skólastjóra þakklæti sitt og virð- ingu. Húnavatnssýsla. þórarinn á Hjaltabakka tilkynnir að hann bjóði sig fram í Vestur-Húnavatns- sýslu. Fór það að líkindum að hann treystist ekki til að fara fram í Austur-Húnavatnssýslu, þar sem hann er búsettur sjálfur,móti Guð- mundi Ólafssyni í Ási. Er ekki ósennilegt að Guðmundur verði sjálfkjörinn í austursýslunni, enda er hann hiklaust talinn í hóp hinna merkustu, öruggustu og samvisku- sömustu þingmanna og á hinu mesta trausti að fagna í Framsókn- arflokknum. — Fullyrt er, að af Morgunblaðsmönnum verði Eggert Leví líka í kjöri í Vestur-Húna- vatnssýslu. Hafnargarðurinn. Unnið er að því af kappi að bæta skemdina sem varð á hafnargarðinum í vetur. Er búið að leggja undirstöðuna í skarðið og farið að steypa ofan á hana. Tundurdufl rak nýlega á Mýrum. Fylla fór og sprengdi það, og varð af hvellur svo mikill, að heyrðist um alt héraðið. Norskt síldveiðaskip var nýlega staðið að veiðum í landhelgi við Rauðanúp. þór náði því, og var það sektað um 3000 kr. og síldveiðinót- in gerð upptæk. Ritatjóri: Tryggvi þárhaHjDMn. LaufásL Sími 91. Pr—tamiflja Aefca h/t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.