Tíminn - 29.09.1923, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.09.1923, Blaðsíða 1
Reykjayík 29. sept. 1928 Framsóknarílokkurinn og jafnaðarmenskan. %ears ELEPHANT CIGARETTES Sjiáffengar og kaldar að reykja Smáaöluverð 50 aur, pk, Tást alstaðar. THOMAS BEAR & SONS, LTD., L O N D O M. ► <g> <^j> ♦ ♦ 4 ♦ 4 4 4 4 4 4 ©jaíbferi og afgrci6slur"a6ur Cimans er Sigurgetr 5ri&rifsfor>/ Samþanösþúsmu, Reyfjauif. YII. ár. Jafnhliða því sem blað jafnað- armanna hér í bænum hóf svæsna árás á Framsóknarflokkinn og ein- staka menn hans, reyna önnur andstæðingablöð Framsóknar- manna að koma þeirri trú inn hjá kjósendum landsins, að eitthvert leynisamband sé milli Framsókn- armanna og jafnaðarmanna. þó að allir hljóti að sjá, hversu röng hugsun liggur á bak við slíkan málaflutning, þykir þó rétt að víkja enn fáum orðum að þessu at- riði í viðbót við það, sem áður hefir verið gert hér í blaðinu. — Samvinnumennirnir og bændur sérstaklega eru meginstoð Fram- sóknarflokksins. Samvinnubændur hvaðanæfa að af landinu standa undir útgáfu flokksblaðanna Tím- ans og Dags. Efling samvinnu- félagsskaparins í öllum myndum er eitt aðalmál flokksins. Nú eru dæmin um það alkunn frá útlöndum, hvað það er, sem býr til jarðveginn fyrir jafnaðar- menskuna og þann byltingahug og öfgakenningar, sem henni eru jafnan samfara. það er misskift- ing auðsins sem býr til jarðveg- inn. þar sem fá að blómgast í næði hin risavöxnu auðkýfingafyrir- tæki, þar sem hringar og stóriðju- höldar ráða lögum og lofúm og veita atvinnu tiltölulega mjög fjöl- mennum hluta fólksins, þar mynd- ast fjölmenn öreigastétt, mentun- arsnauð, hálfsoltin og sáróánægð. þar verður jarðvegurinn fyrir jafnaðaiTnannakenningamar og byltingahuginn. þar fara menn að trúa á þær þjóðnýtingarkenningar, sem Alþýðublaðið flytur nú hér eins og eitthvert nýtt guðspjall. það eru með öðrum orðum stór- eignamennimir, hinir útlendu stall- bræður Morgunblaðseigendanna hér, sem sjálfir grafa sér gröfina, sem búa sjálfir til jarðveginn fyr- ir j af naðarmenskukenningarnar, sem þeir réttilega óttast. En hver er þá aðstaðan sam- vinnumannanna til þessa mikla máls? Hún er ekki síður alkunn. það er að vísu verslunarhlið sam- vinnustefnunnar ein sem hingað hefir flust enn, en um framleiðslu á hún ekki síður við. Gmndvall- arreglan er sú, að sérhver beri úr býtum í réttu hlutfalli við atorku og hagsýni og án þess að hagnast óeðlilega á vinnu annara. Sam- vinnufélagsskapurinn er algerlega reistur á frjálsum grundvelli, í mótsetningu við þjóðnýtingar- stefnuna, og allir einstaklingar innan félagsskaparins eru jafn- réttháir. Iíinsvegar verður þetta skipulag ekki skálkaskjól fyrir let- ingjann og óreiðumanninn, eins og getur orðið í gullaldarríki jafnað- armenskunnar. Afleiðingarnar af því, að fram- kvæmd er hugsjón samvinnustefn- unnar, era þær, að í þjóðfélaginu verða fjölmargir bj argálnamenn, allir heilbrigðir menn, sem stunda starf sitt vel, og því fleiri, sem fleiri starfa í slíkum félagsskap, en hvorki myndast fámenn ríkis- mannastétt, sem lifir á svita fjöld- ans, né fjölmenn öreigastétt. Með öðrum orðum: Samvinnu- stefnan skapar í þjóðfélaginu fjöl- menni lífsglaðra manna, sem kom- ast vel af og geta mentað vel börn sín. Nærtækasta dæmið dæmið eru samvinnubændurnir og lýðháskól- arnir í Danmörku. Samvinnustefn- an býr til þann jarðveg í þjóðfé- laginu, sem er ómóttækilegur fyrir þjóðnýtingar og byltingakenning- ar jafnaðai-mannanna. Samvinnu- stefnan grefur fyrir rætur þess mikla meins, sem misskifting auðs- ins veldur. Hún skapar heilbrigð- ara þjóðfélagsskipulag reist á frjálsum grundvelli. þetta er sannleikur þessa máls. þessvegna er það ekki óeðlilegt — það skal fyllilega játað — að Rvíkuræsingamennirnir í jafnað- armannahópnum, noti nú tækifær- ið til að ráðast á Framsóknar- flokkinn fyrir kosningamar. þeir vita sem er, að Framsókn- arflokkurinn, pólitiska hliðin á starfsemi samvinnumanna hér á landi, er að grafa undan fótum þeim. þeir vita sem er, að fái Framsóknarmennirnir að fram- kvæma hugsjónir sínar, þá verða j afnaðarmensku æsingamennimir reykvísku gersamlega áhrifalaus- ir. þá verður enginn til lengur sem hlusta vill á þá. þá verður jarðvegurinn alls ekki lengur mót- tækilegur fyrir þjóðnýtingar- og byltingakenningar þeirra. Ef þessir jafnaðarmenn í Rvík hugsa eingöngu um þetta, að ná tökum á hugum verkamannanna með kenningar sínar, þá er hún ofurskiljanleg þessi árás á Fram- sóknarflokkinn. En væru þeir slíkir menn,að vilja fyrst og fremst bera hag verka- mannastéttarinnar fýrir brjósti, þá mættu þeir blygðast sín fyrir að hefja svæsna árás á þann stj órnmálaflokk, Framsóknarflokk inn, sem fyrir því berst að bæta þj óðfélagsskipulagið, þó eftir öðr- um leiðum sé en þeim, sem læri- feður þjóðnýtingar og byltinga benda á. Væru þeir slíkir menn,sem hugs- uðu fremur um að lyfta verka- mannastéttinni sem heild en sjálf- um sér, ættu þeir að leggja alt kapp á að efla samvinnufélags- skap hjá verkalýðnum í Reykja- vík, bæði um verslun og fram- leiðslu, en hætta hinu, að æsa lýð- inn með útlendum öfgakenningum sem ekki eiga neina viðfestu í ís- lenskum jarðvegi. Heimskan er ekki minni á hinu heimilinu, Morgunblaðsliðanna, er sá flokkur bendlar Framsóknar- flokkinn við j afnaðarmennina. það eru einmitt skoðanabræður Morgunblaðsins utanlands, sem þar búa til jarðveginn fyrir jafnaðar- menskuna. Hið sama eru Mo;’gun- blaðsliðarnir að gera hér. Og það leikur ekki á tveim tung- um, að ekkert hefir jafnmikið bú- ið í haginn fyrir jafnaðarmensku- kenningarnar hér á landi, sem sú óstjórn og það fjármálasukk, sem hér hefir liðist undanfarið af stjómmálamönnum Morgunblaðs- liðsins. Ekkert hefir eins og það blásið að óánægjunni hjá öreigun- um í Reykjavík. þeir vita það, þeir hljóta að vita það, skriffinnarnir Morgunblaðsins og kosningablaða þess, að þessi ummæli um skyldleika Framsókn- armanna og jafnaðarmanna er al- veg rótlaus kosningabeita. Ef þeim væri alvara að stemma stigu fyrir framgangi jafnaðar- mensku á íslandi, ættu þeir ekki að ráðast á þann stjórnmálaflokk, Framsóknarflokkinn, sem leggur það til málanna að stemma á að ósi, að búa til það þjóðfélag, sem ekki lætur jafnaðarmenskukenn- ingarnar að þrífast. Framsóknarflokkurinn er rót- tækasti andstæðingur jafnaðar- mannaflokksins. Framsóknarmennimir ætla sér það verkefni að útrýma byltinga- og þjóðnýtingarkenningunum rúss nesku. Ekki með ofbeldi, ekki með valdboði ofan að, heldur með frjálsum samtökum lífsglaðra, heilbrigðra og atorkusamra manna. Hlægileg vitleysa er það, að Framsóknarflokkurinn sé „afleggj- ari“ jafnaðarmanna. Illgjarn kosn- ingarógur er það og ekkert annað, að Framsóknarflokkurinn sé í ein- hverju leynisambandi við jafnað- armennina. En hvorirtveggja öfgamennirnir telja sér skylt að veitast að þeim flokknum, sem er mitt í milli og vill stofna til friðar. Flokkaskift- ingin íslenska er að mótast með nákvæmlega sama hætti og utan- lands. Miðflokkarnir, vinstri mennirn- ir, ráða nú stefnu stjórnanna um flest lönd Norðurálfunnar. Miðflokkurinn íslenski, Fram- sóknarflokkurinn, á að setja aðal- markið á stjórnarstefnu íslenska ríkisins í framtíðinni. Hann á að halda öfgamönnunum í skefjum til beggja hliða. það er hið mikla pólitiska verk- efni, sem forsjónin hefir trúað ís- lenskum bændum og samvinnu- mönnum fyrir. Hjá bændunum á hún að liggja þungamiðjan í íslenskum stjórn- málum. þar er sú festa og forsjá til, sem fleyta mun þjóðarskútunni íslensku hér eftir eins og hingað til. En þá er úti um ísland, ef Reykjavíkur eða Siglufj arðarvald- ið, hvor endinn á því sem upp verður, fær að ráða til lengdar. Hafi þeir svo stór orð sem þeir vilja, öfgamennirnir reykvísku til beggja handa, hægri og vinstri. það kemur fyrir ekki. þeir munu ekki rjúfa skörð í hina þéttu fylk- ingu samvinnumannanna. Hæg- fara en örugglega mun samvinnu- stefnan halda áfram að vaxa og draga til sín fleiri og fleiri, sem enn standa fyrir utan, uns þeir standa eftir, einmana og yfirgefn- ir, eins og ýlustrá á eyðimörku, öfgamennimir til beggja handa. ----o----- Klemens Jónsson atvinnumála- og fjármálaráðherra kom úr utan- för um miðja vikuna. ,11 iiætti erliðti skríls". Einn af merkustu bændum í Rang- árvallasýslu hafði í sumar fengið til- mæli um stuðning við kosningar í haust frá sr. Eggert Pálssyni. Eftir fundinn á Stórólfshvoli skrifaði þessi maður presti og þverneitaði um stuðn- ing. Bar við framkomu sr. Eggerts, að efna til fundarhalda hér á landi „að hætti erlends skríls". Menn vita nú í Rangárvallasýslu, að sr. Eggert og nánasta venslalið hans stóð í sambandi við Mbl.flokk- inn i Reykjavik um að hindra skipu- legar umræður á fundinum. þeir þorðu ekki að beita andlegum vopn- um, viti, þekkingu og rökum. þeir héldu leynifund á heimili sýslumanns- ins, lögreglustjórans og dómarans í sýslunni. þar voru lögð á ráð um framkomu á almennum fundi, sem einn mesti greindarmaður í héraðinu táknar með orðunum að „hætti er- lends skríls". Og þegar hinn litli flokk- ur æsingamannanna er með hávaða, blótsyrðum, ópum og hrindingum bú- inn að setja þann biæ á fundinn, að ræðumenn Framsóknarflokksins neita að taka þátt í umræðunum, þá dreg- ur vesalings lögreglustjórinn upp skrifað slcjal úr vasa sínum, þar sem hann les upp reglur fyrir þann fund, sem hann vill stýra fyrir sr. Eggert. þar með sannaði hann sekt sína, að hann var undirbúinn, að hann stóð í samstarfi við forkólfana, sem fengu þcnnan harða dóm ekki einungis hjá bréfritaranum, heldur hjá öllum hugs- andi mönnum á landinu. Mbl.menn hafa reynt að gera lítið úr þcim 5—6 ræðumönnum Fram- sóknarflokksins, sem ekki vildu taká þátt í æsingafundi með sr. Eggert. Að neita að taka þátt í sliku samstarfi er í Mbl. og dilkum þess kallað að hröklast af fundi. En hvað gekk Mbl.- mönnum til að „hröklast" af lokaða fundinum á Alþingi í vetur? Og hversvegna „hröklaðist" Mbl.liðið úr bæjarstjórn ísafjarðar af fundi þar ný- lega? Og þó var ólíku saman að jafna. Á Alþingi voru skipulegar og rólegai- umræður um hið vandamesta þjóð- mál. Og á ísafirði virðast hafa verið venjulcgar, æsingalausar umræður um bæjarstjórnarmál. Samt „hröklast" Mbl.fulltrúarnir þar frá fundarstörf- um. í báðum þeim tilfellum hefir sjálfsagt verið tilefnislaust að ganga af fundi. Alt öði’u máli er að gegna um samkomu, sem lögreglustjóri og px’ófastur í Rangárvallasýslu undir- búa, almennan umræðufund,þannig að viti’ustu menn héroðsins kalla, að þátttakan sé „að hætti erlends skríls". Alveg eins og enginn Framsóknai’- maður hefir þegið bonkaráðsbitling í íslandsbanka, þó að sr. Eggert hafi gert það. Alveg eins og enginn Fram- sóknamiaður hefir unnið það sér til ítm«ns er i Sambanbsljúítnu. ©1»tn ðaglega 9—12 f. þ. Símt 49«. 34. blað fjár að vera undirtylla hjá Standard Oil, eins og Eggert Claessen, þannig geta þeir nafnamir lika sett þann blæ á fund, sem þeim kenn að þykja sér samboðiiin, en sem fólk með öðruvísi smekk ekki vill vera riðið við. Mbl. vill láta heita svo, að allur þorri kjósenda úr Rangárvallasýslu, sem var á fundinum, hafi tekið þátt í ólátunum, og beri ábyrgð á þeim. það voru tiltölulega fáir menn, eins og Tíminn hefir áður sagt. Allur þorri fundai-manna kom stillilega fram. Og jafnvel annar frambjóðandi Mbl. í sýslunni, Einar á Geldingalæk, mun hafa verið hlutlaus um undirbúning æsinganna, enda dansar hann nú nauð ugur með sr. Eggert. Sömuleiðis er það ósatt, að fundar- boðandi hafi látið nokkrar hnútur falla í garð noltkurs fundarmanns, nerna þeii’ra fáu, sem létu eins og þeir væru ekki með fullu ráði. Og þau skeyti voru meir en sönn. Enginn, sem sá til verkstjórans úr Djúpós, manns- ins, sem stóð þar fyrir kaupskrúfunni i sumar, og vissi ekki, að fram á sið- ustu stund ætlaði verkfræðingurinn að halda ál í ósnum opnum i sumar, gat lxlandast lxugur urn, að hann kom þar fram eins og ómentaður vesalingur. Eitt sinn kom það fyrir í miðfylkjum Bandai’íkjanna, að blaðamaður vítti opinbei’lega fjármálalcúgun Standard Oil. þá di’ó félagið saman utan um hann alla sína leyniþræði. það hafði á sinu valdi dómarana, kirkjuna, stærstu blöðin og skrílinn. par sem misbeiting þjóðfélagsvaldsins náði ekki til,þar var mentunai’lausum vesalingum hleypt af stað til að vinna óhæfuverkin. Bóndanum, sem skrifaði sr. Eggert, mun hafa fundist einhver slík byrjun vera að gerast hér á landi. Og hann for- dæmdi þá byrjun strax. Hið sama munu dugandi menn um alt land gera. Að þessu leyti er fundurinn á Stórólfs- hvoli mai’kasteinn í íslenski’i pólitík. Hann sýnir, að nú er svo komið mál- um fyrir Mbl.flokknum, að hann treyst ir ekki lengur á rök. Hann vill beita ofstopa, æsingum og ofbeldi. Á Selfoss- fundinum ætluðu forvígismenn flokks- ins þar að beita þessari aðferð. Hún mistókst þar, af því þeir voru óundix búnir. Viku siðar höfðu þeir lært nógu mikið til að sýna, á hvaða stig þeir eru komnir, og hvert stefnir með áhrif þeirra í þjóðfélaginu. Sú fræðsla var þjóðinni nauðsynleg. Sá flokkur, sem getur ekki náð tak- mai’ki sinu nema með ofbeldi, gengur með sitt banamein. -----0----- Ritstjóri Tímans kom heim aft- ur um síðustu helgi úr ferð um Strandasýslu og Dali. Héldu þeir frambjóðendurnir í Strandasýslu fimm kosningaundirbúningsfundi sameiginlega. Stóðu flestir 10—12 klukkutíma. Kjósendur sýndu frá- bæran áhuga jmi að sækja fundina. Fundirnir fóru að öllu leyti skipu- lega fram. Vestmannaeyjar. Talið er, að þrír muni verða frambjóðendur í Vestmannaeyjum: Kai'l Einarsson sýslumaður, sem verið hefir þing- maður kjördæmisins undanfarið, Jóhann Jósefsson útgerðarmaður og Ólafur Friðriksson fyrverandi ritstjóri. Mýrasýsla. Talið er, að þar keppi um þingsætið: Pétur þórðarson bóndi í Hjörsey, sem verið hefir þingmaður kjördæmisins, og Jón Sigurðsson bóndi á Haukagili í Hvítársíðu. ----o-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.