Tíminn - 03.11.1923, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.11.1923, Blaðsíða 2
146 T í M I N N Alfa- Laval l skí lvindnr reynast best. Pantanir annast kanpfé lög’ út um land, og Samband ísl. samvlélaga. Mnr um intaL Fyrsta yfirlýsing almennings hér á landi um þetta mál, með Reykjavíkurfundinum 10. okt. vek- ur óhjákvæmilega athygli úti um heiminn, því fjöldi vísindamanna erlendis vita að fsland stendur næst því að teljast eigandi Grænlands, samkvæmt viðurkendum alþjóða- reglum. En þá verðum vér einnig sjálfir hér heima að gefa vandlegan gaum þessu fyrsta spori, sem stigið hef- ir verið í áttina til sóknar um þetta mál, af hálfu þjóðarinnar. — Vér verðum alstaðar og stöðuglega að minnast þess, að hér er að ræða um samhug og samheldni útávið, ef duga skal, og fyrsta skyldan, sem leiðir af þessu er sú, að menn láti ekki heyrast héðan frá íslending- um órökstudd andmæli móti mál- stað lands vors í þessu efni. — Ef einhver hérlend rödd lætur heyra frá sér, svo að til útlanda berist, mótbárur sem styðjast eiga við sögu og rétt gegn kröfu vorri til hins mikla, vestlæga eylands, sem numið var og bygt af þessari þjóð, — þá verður slíkt metið að verð- leikum af því sama heimsáliti, sem að lokum mun gera út um réttmæti íslenskra heimilda í þessu efni. Slíkt sakar ekki svo mjög, enda þótt vér ættum síst sjálfir að ómaka oss um skör fram í þá átt, því áreiðanlega verður alt tínt til af öðrum, sem kynni að geta veikt aðstöðu vora í samanburðinum við tilkall annara þjóða, og að vísu mun öllu þesskyns, sem heyrast kynni frá mönnum af íslensku þjóðerni,verða hampað í blöðum og ritum þeirra, sem hafa eiginhags- hvöt til þess, að skírskota til ósam- lyndis í þessu máli meðal íslend- inga sjálfra. En þrátt fyrir alt þetta verður oss þó langt um hættu legri öll ummæli héðan, sem bera vott um andúð, röksemdalaust og án skýringa, gegn því að ísland haldi fram kröfu til hinnar fomu nýlendu. Og um þetta atriði er þá nauð- syilegt að gera glöggan greinar- mun á tveim gerólíkum leiðum í Grænlandsmálinu. Menn verða vel að minnast þess, að meðan Island var ekki sjálft orðið fullfrjálst, með málaskilnaði frá Danmörku, var eðlilegt að kraía vor færi fyrst og fremst í þá átt að heimta opnun Grænlands fyrir þegna Danakonungs, og var þá auðvitað búist við því, að Is- lendingar stæðu svo að vígi, að í reyndinni mundi þetta verða nýtt landnám héðan. Gi’ein í þessa átt flutti Ingólfur 1914 og var henni tekið illa í Höfn. Sérstaklega má geta þess, að Knud Berlin svaraði einhverju á þá leið, að þessi hreif- ing væri þó varhugaverð ekki síð- ur en fánamálið og virðist rétt að minnast þessa nú, þegar Græn- landsmálið er höfðað hér, á þann hátt, að þjóðum er orðið kunnugt. En frá fullfrjálsu, sjálfstæðu Is- landi getur ekki heyrst nein krafa um afnám strandabanns fyrir oss á Grænlandi — þegar af þeirri ástæðu, að Dönum helst aldrei uppi að gefa einstökum þjóðum undanþágu frá þessu hneykslan- lega forboði. — Gangur þessa máls í norsk-dönsku nefndinni er enn- þá alment ókunnur, enda þótt svo sé látið í blöðum ytra, sem báðir aðiljar séu ánægðir með það, sem gerst hefir þar. En svo mikið er þó orðið uppskátt og á almanna- vitund í Noregi, að þorri mestu þjóðskörunga meðal Austmanna vilja alls ekki láta sér nægja fiski- og fangarétt á nokkrum hluta austurstrandarinnar, eins og aðal- lega var þó sett á oddinn í norsk- um blöðum og ritum meðan verið var að ná áheym stjórnarinnar í Kristianiu fyrir mótmælum út af þeirri tilkynning Dana, sem á sín- um tíma var send öllum þjóðum (nema Norðmönnum) — „að þjóð- irnar hefðu nú viðurkent drottin- vald Dana yfir Grænlandi“ — það sem Noregur í raun og veru virð- ist vilja er algert afnám danskrar kúgunar í Grænlandi, — en hvem- ig ætlast hefir verið til að þessu takmarki yrði náð, er erfitt að geta sér til ennþá. En það er lær- dómsríkt fyrir oss að þetta mál- efni hefir verið rætt og ráðið á leynifundum í Noregi. þar hafa menn skilið hve nauðsynlegt var að láta sem minst bera á ósamræmi meðal landsþjóðarinnar sjálfrar, út á við. En allar líkur eru til þess, að það hafi gagngerð áhrif á rekst- ur þessa máls í Noregi, ef krafa íslands kemur fram eftir að alþingi næsta er komið saman. — Væri það svo, að einhverjir létu sér hugsast að fara nú fram'á opn- un Grænlands fyrir Islendinga, — þá hlyti það að verða dæmt ytra sem vitnisburður um ótrú vora á sögulegum rétti Islands yfir hinni gömlu nýlendu — og ennfremur sem Ijós sönnun þess, að vér gæt- um litið strandabannið danska vin- samlegum augum, svo framarlega sem því yrði ekki beitt á móti oss sjálfum, — hversu hneykslanlegt og ranglátt sem vér höfum dæmt það áður yfirleitt. — Ef þessari lítilvægu kröfu yrði nú haldið fram af oss, mætti og með sanni segja, að oss lægi nær að yrkja upp óbygð, frjósöm lönd hér heima fyrst, áður en seilst væri til Græn- lands frá þessu fólkslausa landi. Og sama mundi að öllum líkum verða sagt um fiski og föng innan græn- lenskrar landhelgi, því svo afarfá- menn er þjóð vor með réttu talin samanborið við hafauðinn á vorum eigin útmiðum og fjörðum. — það er eignarréttur vor yfir Grænlandi sem ber að heimta við- urkendan að öllu leyti — og þá er það aðeins um aðferðina sem deilt kynni að verða hér hjá oss. Lík- legastur til hins besta árangurs er vegurinn sem sýnt hefir verið fram á áður í þessu blaði, sem sé að fela frændum vorum Norð- mönnunum að bera sameiginlegan málstað vorn og þeirra fram í deil- unni við Dani, og síðan að semja við þá til samkomulags, eða skjóta ágreiningi, sem kynni þar að verða á milli, til þjóðadóms. a.-fb. Frá útlöndum. Asquith, fyrverandi forsætisráð- herra á Englandi, hefir ritað bók um tildrög styrjaldarinnar miklu. Er það talin ein merkasta bókin sem rituð hefir verið um það efni. Snýst bókin um það fyrst og fremst að sanna að England hafi gert alt til þess, síðustu árin fyrir stríðið, að koma í veg fyrir að til styrjaldar kæmi, en stefna pýska- lands hafi verið hin gagnstæða. — Spánverjar hafa stofnað til samninga við Englendinga um að fá Gibraltarvígið fræga afhent sér aftur. — Joannes Patursson, foringi sj álf stæðismannanna færeysku, var á fyrirlestraferð í Noregi í síð- astliðnuuhmánuði. í fyrirlestri sem hann flutti í Kristjaníu fórust hon- um orð meðal annars á þessa leið: „Við viljum ekki stofna til neinna samninga sem hindra það að við getum þroskast sem sjálfstæð þjóð. En eg hygg að þróunin muni stefna í þá átt að samvinna verði aftur meiri þeirra í milli sem áður voru saman, en eru nú skildir. Dan- ir mega ekki reiðast því, þótt Fær- eyingar og Norðmenn reyni að leið- rétta misskilninginn sem átti sér stað 1814“. Á stúdentafundi í Kristjaníu tóku stúdentarnir á Lögmáðíðog Lúthersfræðín. 1 Morgunblaðinu 2. ágúst þ. á. hefir síra Jóhannes frá Kvenna- brekku gert að umræðuefni um- mæli, sem höfð eru eftir mér í 22. tbl. „Tímans“ frá kennaraþinginu, um boðorðin og Lútersfræðin. Margt í grein þessari er ekki svaravert: rakalausar fullyrðingar og fleipur sitt á hvað, sem lítið kemur málinu við, svo sem hin fagra lýsing á sjálfum honum sem bamafræðara, söfnuðir, foreldrar og böm beðin að vara sig á sumum prestunum og kennurunum, að- dróttanir um siðspilling, anti- kristilegt eða djöfullegt hugarfar og framferði andstæðinganna, m. ö. o. ný og endurbætt útgáfa af bæn Fariseans, sem stóð með kross lagðar hendur á brjóstinu, ská- skaut augum til himins og sagði: Guð, eg þakka þér að eg er ekki eins og aðrir menn. — það er nú einu sinni svona með marga þessa blessaða rétttrúuðu menn. þeim finst fara svo nota- lega um sig í dómarasætinu, þeir telja sig margir sjálfkjöma dóm- ara yfir náunganum sem ekki vill „dansa alveg eftir pípunni". þeir einir hafa einkaréttinn,rétta stimp- ilmerkið, sbr. auglýsingarnar gömlu um Bramann og Kína-lífs- elexírinn. þeir einir vita hverjir em sauðir og hverjir hafrar, hverj- ir em lærisveinar Krists og hverjir antikristsins. Hinir síðarnefndu auðvitað allir í þjónustu djöfulsins. „Og svo er það enn fram á síð- ustu stund“, eins og Hannes Haf- stein kveður, „er sannleikann vilja menn finna, og grafast að æð hans í andans grunn, svo alheimur sjái þann dýrindisfund, menn óp heyra sveitunga sinna, kirkjan er byrjuð að brenna! menn bannfæra þá, sem ei renna“. Um þetta er ekkert að segja, svona er það og verður sennilega enn um sinn. Sný eg mér þá að því, sem eg tel svaravert í grein sr. Jóh. Eg geri ráð fyrir, að hann tali þarna sem einskonar fulltrúi allra dýrk- enda lögmálsins og Lútersfræð- anna, og verða því þessi orð mín ekki fremur stíluð til hans en ann- ara fylgismanna hans. þau verða jafnframt almennar hugleiðingar um kristindómsfræðslumálið, sem eg tel eitt af alvarlegustu og vandamestu málum vorrar kristnu kirkju. Eg tel það því mjög æski- legt, að síra Jóhannes og aðrir, sem bera þetta mál fyrir brjósti, ræði það og leggi sitt til málanna, og er ekkert um það að segja, þó skoðanirnar séu skiftar. En umræð urnar þurfa að fara fram æsinga- laust, með rólegum og skynsamleg- um rökum, án bannfæringa og sleggjudóma. Höfuðgallinn á grein sr. Jóh. er sá, að hún hefir fremur lítið til brunns að bera til skýringar hinu mikilsverða máli. Sjálfur var hann ekki staddur á kennaraþinginu, þegar rætt var um kverkensluna. Hann veit því ekkert um, í hvaða sambandi orð mín voru töluð, veit ekkert um meininguna í orðunum, sem hann leggur út af og býr sér því sjálfur til, hver skoðun mín hafi verið. Greinin verður því öll í lausu lofti og hin stóru högg hans tóm vindhögg. Eins og Helgi Hjörvar tekur rækilega fram í svari sínu til sr. J., féllu ummæli mín um boðorðin og fræðin í beinu tilefni af því, sem á undan var gengið í umræðunum. Umræður þessar fóru mjög ró- lega og skipulega fram og voru mér yfirleitt til ánægju. Leiðinlegt þótti mér, hve fáir af embættis- bræðrum mínum voru þarna mætt- ir, en ánægjulegt að heyra, hve einróma var álit kennaranna um mikilvægi kristindómsfræðslunnar við barnafræðsluna.*) Meiri hluti fundarmanna vildi fella niður *) Annars hefir víst margan furðað á, að kristindómsfræðslumálið og kvermálið skyldi ekki vera tekið til umræðu á síðustu prestastefnu, eftir alt, sem á undan var gengið um það mál. Heyrst hefir að vísu, að biskup hafi nýtt kver á prjónunum, en senni- lega er það starf ekki einum manni hent. Hefðu tillögur þurft áður að koma frá sem flestum prestum og kennurum, og unnið að kverinu ásamt biskupi af að minsta kosti 4—5 bestu mönnum kirkjunnar. Hefðu þeir somu menn getað haft til athugunar endur- skoðun handbókarinnar og sálmabók- arinnar. kverkensluna í skólunum. Sumir vildu ekkert kver hafa, en aðrir, og þar á meðal var eg, töldu nauð- synlegt að fá nýja kenslubók í kristnum fræðum í stað kveranna, sem nú eru notuð, og eru stórgöll- uð, sem prestamir gætu notað við undirbúning til fermingar og nota mætti ennfremur við heima- fræðslu. þegar rætt var um, hvernig þessi nýja kenslubók skyldi vera úr garði gerð, endurtók eg í ræðu minni sumt af því, sem eg hafði áður lagt til þess máls í „Tíman- um“ í nafnlausri grein út af grein- um Ásgeirs Ásgeirssonar um Helgakver. M. a. tók eg það fram, að mér fyndist boðorð Móse mættu að skaðlausu hverfa úr væntan- legri kenslubók, en í stað þess kæmu hin fullkomnari boðorð og siðakröfur Krists og kenningar, ' eins og þær eru framsettar í fjall- ræðunni og víðar í guðspjöllunum, með stuttum skýringum. Nú hefir þessi uppástunga hneykslað svo sr. Jóhannes, að hann gengur berserksgang í mörg- um dálkum „Mlb.“ og verður nær óðamála, þegar hann veður elginn. þessi góði meistari má þó vera ró- legur fyrir því, að eg hélt því ekki fram, að börnin ættu að hætta að læra boðorð Móse, heldur aðeins að þau þyrftu ekki að læra þau á tveim stöðum, bæði í kveri og biblíusögum, því það ætti þessum mikla bamafræðara, sem sjálfur segist hafa kent kristindóm mest utan kvers, að vera kunnugt um, að móti Patureson með mestu fagnað- arlátum. — Eitt af stærstu loftskipum Frakka flaug nýlega meira og lengra flug en nokkru sinni heflr verið flogið áður. Skipið var 120 klukkutíma á flugi og flaug sam- tals 7000 kílómetra. — Á næsta ári eru 300 ár liðin síðan Kristjanía var reist. Stóð þar áður borgin Osló, en er hún brann 1624 var borgarstæðið dálítið flutt til og nafninu breytt. Nú er mjög um það rætt í Noregi að breyta aftur um nafn og taka aftur upp Oslóar nafnið. Hófst þessi tillaga fyrst hjá ungmennafélögunum í sveitunum, en þvínæst hafa stjórn- málaflokkamir tekið málið að sér og nú síðast hefir það verið sam- þykt í þinginu norska að skifta um nafn á borginni. Er það mjög al- mennur vilji í Noregi að nema sem flest það burt sem minni á stjóm Dana í Noregi. — I síðastliðnum mánuði var haldinn fundur í London, sem sótt- ur var af forsætisráðherrumflestra ríkja hins , breska heimsveldis. Besta samkomulag ríkti á fundin- um, en mesta athygli vakti ræða sem fulltrúi írlands flutti, enda ér það í fyrstaxsinn sem fulltrúi Ir- lands sækir slíkan fund. Lýsti hann yfir innilegri gleði af Irlands hálfu að taka þátt í slíkri sam- vinnu. — Norskur hlaupagarpur, Hoff að nafni, setti nýlega heimsmet í 500 metra hlaupi, á kapphlaupi í Berlín. Hann rann skeiðið á 1 mín- útu og 5 sekúndum. — Nánar fregnir eru nú komnar af j arðskj álftunum í Japan. Er tal- ið að 166 þús. manns hafi tínt lífi. par af látist 110 þús. í Tokíó og 30 þús. í Yokóhama. I Ýokóhama gjörhrundu um 71 þús. hús, en um 100 eru óskemd. I flotaborginni Yakosuka voru 11800 hús. af þeim eru ekki eftir nema 150 uppistand- andi. Áætlað er að 93% af öllum húsum í Tokíó hafi hrunið. Eldur eyddi keisarahöllinni og háskóla- bókasafninu. I því voru 700 þús. eintök af bókum. Japanskur pró- fessor telur að á árunum 1914—21 hafi komið 199 jarðskjálftar á þessum stöðvum, sem ekki hafi gert tjón. — Fregnir ganga um það að Rússar vígbúist af kappi nálægt landamærum Póllands og Letlands. Er giskað á að kommúnistar á boðorð Móse eru líka kend í biblíu- sögunum. Raus sr. Jóh. um, að eg hafi haldið því fram, að „hætta beri að kenna börnum boðorðin", er því markleysa ein, og þar af leið- andi allar staðhæfingar og hug- leiðingar hans í þessu sambandi. Hefði hann því getað sparað sér hina hjartnæmu ræðu sína er hann setur fram í tómum spumingum: hvort óþarft sé að kenna bömun- um að varast lýgina, þjófnaðinn, ótrúmensku innan hjónabands og utan, virða mannhelgina o. s. frv. Mér hefir aldrei komið til hug- ar, að hætta beri að kenna börn- unum þetta, ásamt hinum 10 boð- orðum. En ekki sný eg aftur með það, að enn betur verður þetta alt innrætt barnshjartanu í sambandi við hin enn háleitari boðorð og kenningu Jesú Krists. því verður ekki neitað, að boðorð Móse eru flest neikvæð: J>ú skalt ekki o. s. frv., enda þótt reynt sé í skýring- um Lúters að gera þau jákvæð og toga út úr þeim miklu meira en í þeim felst raunverulega. Siðakröf- ur Krists eru ekki neikvæðar. Hann gerði sig ekki ánægðan með dautt aðgerðaleysi. pess vegna seg- ir hann: „J>ér hafið heyrt, að sagt var: J>ú skalt ekki mann deyða, þú skalt ekki stela o. s. frv., en eg segi yður“ — og setur þá markið svo hátt, að hærra verður það ekki sett. Mætti út af orðum sr. J. draga, að honum finnist hér kenna öfga hjá Kristi, og ekki beri að setja börnunum hærra mark að stefna að en sett er í boðorðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.