Tíminn - 03.11.1923, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.11.1923, Blaðsíða 4
148 T 1 M I N N & Nikkelpeninga erlenda kaupi eg hæðsta verði. Símið til mín og semjið um söhrverðið, og eg mun ávalt bjóða yður best. Sendið svo peninga í pósti, og biðjið póstmann,1 samkv. lögum, að telja þá, því þá er fyrirbygð mistalning. Guðmundur Guðnason, gullsmiður, Vallarstræti 4. Sími 153. Reykjavík. Sparisjóður Árnessýslu. Samkvæmt ályktun fundarins 6. þ. mán. eru innstæðueigendur hér með boðaðir á fund, sem haldinn verður á Eyrarbakka, laugar- daginn 24. nóv. n. k., kl. 12 á hádegi. Þar verður tekin endanleg ákvörðun um framtíð sparisjóðsins. í Árnes- og Rangárvallasýslum gefa hlutaðeigandi hreppstjórar skýringu á tilhögun fundarins. Eyrarbakka, 24. október 1923. Sparisjóðsstjórnin. Pyrsta hefti af ÆFINTÝRUM eftir Sigurjón Jónsson með teikningum eftir Jóhannes S. Kjarval listmálara, er nýkomið til bók- sala í afarvandaðri útgáfu. Styrkið ungan rithöfund og eignist einkenni- lega bók. Bókaverslun Arínbjarnar Sveinbjarnarsonar. þingeyjarsýsla er ein af þeim fáu héruðum, sem ekki hefir feng- ið neina sérstaka mentastofnun. Er það því undarlegra, þar sem í því héraði munu vera fleiri mjög lestrarfúsir menn, bæði karlar og konur, en í nokkrum öðrum jafn- f jölmennum hluta landsins. En fyr- ir nokkrum árum var hafist handa með samskot til héraðsskóia í þingeyjarsýslu. Var því máli vel tekið. Gáfu margir bændur rífleg- ar upphæðir. Auk þess lofuðu sum hreppsfélög í sýslunni nokkru framlagi í stofnkostnað. Einn ung- ur bóndi, Sigurgeir Friðriksson, núverandi ráðsmaður Tímans, gaf til skólabyggingar arf sinn, eitt- hvað um 1000 krónur, áður en i ann flutti úr sýslunni. Að lokum heim- ilaði síðasta Alþingi 35000 krónur í stofnkostnað skólans á næstu fjárlögum. Undanfarin ár hefir skóli þessi starfað, undir erfiðum kringum- stæðum að vísu, í fundahúsi Reyk- dæla að Breiðumýri. En það hefir aðeins verið bráðabirgðastöð. Fundahúsið er of lítið fyrir skól- ann, og ekki bygt til þeirra hluta. 1 köldum vetri myndi vist þar geta verið óholl fyrir unglinga. þörf sveitarinnar til samkomuhúss og þörf skólans fara ekki saman. þar að auki getur skólinn á Breiðumýri enga grasnyt haft, sem þó er óhjá- kvæmilegt. Kennarar við héraðs- skólana verða af mörgum ástæðum að geta haft dálítil bú á þeirri jörð, sem skólinn starfar, eða mjög nærri. Meðal annara hluta munar það miklu viðvíkjandi rekstrar- kostnaði skólanna. Við skólann á Breiðumýri hefir starfað um nokkur undanfarin ár mjög álitlegur kennari, Amór Sig- urjónsson frá Litlu-Laugum. Fyrir mörgum árum vaknaði hjá honum löngun til að vinna að stofnun því- líks skóla í héraðinu. Hann hefir búið sig ágætlega undir starf við slíkan skóla með námi bæði utan- lands og innan. Hann hefir hin síð- ustu ár unnið fyrir skólamálið á margan hátt, en mest þó með því að leggja sjálfur hönd á plóginn og reka sjálfur góðan skóla á Breiðumýri, þótt flest ytri skil- yrði hafi verið óhentug. Vegna áhuga Amórs Sigurjónssonar og þess trausts, er menn hafa fengið á honum, hefir málinu verið þok- að áfram í sitt núverandi horf. Fjárstyrkur sá, er síðasta þing veitti, myndi hafa verið torfengn- ari, ef ýmsir einstakir þingmenn, sem ókunnugir voru ástæðum í þingeyj arsýslu, hefðu ekki látið trúna á forgöngu Arnórs Sigur- jónssonar verða að mikilvægri rök- semd. það má gera sér vonir um, eins og málinu er nú komið, að þingey- ingar fái nú á næsta ári mjög eft- irsóknarverða uppeldisstofnun.Nóg er til af efnilegum lærisveinum. Sýslubúar hafa með samskotunum og á annan hátt sýnt trú sína í verkinu. Að lokum er líka fenginn forgöngumaður, sem hefir sýnt í verkinu, að honum má vel treysta. Einstaka eldri menn eru hræddir um, að hver skóli ali upp að öðr- um þræði leti og vesalmensku. Skólagengna fólkið verði laust við heimilin, nenni síður að vinna o. s. frv. Út frá þessum röksemdum vilja þessir menn enga skóla, ekk- ert gera fyrir unglingana, nema halda þeim við orfið og eldstóna. Vafalaust er þetta einhver hinn háskalegasti misskilningur. það er hægt að beygja en ekki brjóta eðli mannsins. Víða á landinu, þar sem alþýðumentun er lítil, og heimilin andlega dauð, streymir unga fólk- ið burtu á veturna, einkum til Reykjavíkur og annara meiri hátt- ar verstöðva. Mjög margt af þessu fólki kemur aldrei aftur heim í sveit sína. Fólkinu fækkar þar. Á mörgum bæjum er ekkert fólk nema hjónin, ung böm og nákom- in gamalmenni. Fleirbýli myndast ekki á jörðunum. Engin nýbýli eru reist. Sveitin verður fátækari að starfskröftum með hverju ári. Alt öðra vísi er þessu farið í þingeyjarsýslu og nokkrum öðram héruðum, þar sem alþýðumentun er í bestu lagi. Fólkið vill ekki fara alfarið úr sveitinni. Á fjölda mörg- um bæjum er margbýli, t. d. í Mý- vatnssVeit lifa margar fjölskyldur á afurðum sömu jarðarinnar. I þingeyjarsýslu hafa nokkur ný- býli verið reist hin síðustu ár, og gefist vel. Myndu þó fleiri hafa numið land, ef lánskjör hefðu ver- ið heppileg og sniðin eftir þörfum slíkra manna. þingeyjarsýsla er þessvegna ekki eingöngu hérað, þar sem er óvenjulega mikið af bókfróðum og bókhneigðum mönn- um. þar er líka í fólkinu trygð við sveitina og trú á gildi sveitalífsins. þar er hugsanlegt að sveitafólkinu geti f jölgað me|S skynsamlegum að- gerðum, og sveitamenningin náð heilbrigðum þroska. þingeyingar hafa sýnt það í verk inu, að það er hægt að sameina and lega menningu og trygð við sveit- ina. Réttara væri ef til vill að segja: Útstreymi unga fólksins úr Smásöluverð á tóbaki má ekki yera hærra en liér segir: Smávindlar Adonia ......... 10 stk. pakki kr. 1.50 Favorite........ 10 stk. pakki kr. 1.50 "V" imcLlar: Tradition....... 100 stk. kassi kr. 25.30 E1 Garrardo..... 100 stk. kassi kr. 35.10 Liberty........ 100 stk. kassi kr. 36.80 King (Schmidts). 100 stk. kassi kr. 36.80 Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingBkostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2%. I_ia m.d.s'verslTJLXu- Þjóðjarðírnar Brekkugerði og Brekkugerðishús í Fljótsdalshreppi eru lausar til ábúðar í fardögum 1924. Umsækj- endur snúi sér til Sveíns Olafssonar, Firði. Tapast heflr dökkjarpur hestur, síðast í septemb. Mark fjöður á hægra eyra og klipt G. á vinstri síðu. Hesturinn er stór og fax- prúður. Þeir, sem verða hans var- ir, eru vinsamlega beðnir að gera aðvart Guðna Guðmundssyni, Grett. 20 A Sími 408. Reykjavík. Líftryggingarfél. ANDVAKA h.f. Kristianiu — Noregi Allar venjulegar líftryggingar, barnatryggingar og lífrentur. ísla.xi.c3.sc5Leilc3-izx Löggilt af Stjórnarráði Islands í desember 1919. Ábyrgðarskjölin á íslensku! —Varnarþing í Reykjavík! Iðgjöldin lögð inn i Landsbankann og íslenska sparisjóði. Viðskifti öll ábyggileg, hagfeld ög refjalaus! Dýrmætasta eignin er starfsþrek þitt og lífið sjálft. Trygðu það! Gefðu barni þínu líftryggingu! Ef til vill verður það einasti arfurinn! Líftrygging er fræðsluatriðí, en ekki hrossakaup! Leitaðu þér fræðslu! Líftrygging er sparisjóðuri En sparisjóður er engin líftrygging! Hygginn maður tryggir líf sitt! Heimskur lætur það vera! Konur þurfa líftrygging eigi síður en karlar! Með því tryggja þær sjálfstæði sitt! 10.000 króna líftrygging til sextugsaldurs kostar 25 ára gamlan mann um 67 aura á dag! 5000 króna líftrygging kostar þrítugan mann tæpa 30 aura á dag. Forstjóri: Helgi Valtýsson, Pósthólf 533 — Reykjavík — Heima: Grundarstíg 15 — Sími 1250 A.Y. Þeir sem panta tryggingar skriflega sendi forstjóra umsókn og láti getið aldurs sins. Hin heimsfrægu Barratt's baðlyf eru best og ódfrust. héraðinu er minna en úr flestum öðrum sýslum, af því að andlega lífið er fjörugra, af því að heimil- in í sveitunum hafa orðið þroskuð- um konum og körlum engu síður eftirsóknarverð en nábýli við kvik- myndahús og 'dansstaði kauptún- anna. Allir sem eitthvað þekkja til hinna miklu afburða Dana í rækt- un landsins, vita, að sú framför er að langmestu leyti bygð á tvennu: Heppilegum, ódýram sveitaskólum fyrir unga fólkið, og þroskaðri sam vinnu um vöruvöndun og afurða- sölu meðal fullorðna fólksins. í engu landi í Evrópu er sveitalífið jafnblómlegt og í Danmörku. En sú blómgun á sérstaklega rót sína að rekja til heppilegra uppeldisstofn- ana fyrir sveitafólkið. Hin efnalega framför er bygð á andlegri fram- för, ekki á heimsku eða vanþekk- ingu. Áhugi þingeyinga á héraðsskóla- málinu er sprottinn af þeirri trú, að einmitt slík skólastofnun verði liður, og hann stór, í sjálfbjargar- viðleitni sveitanna. þeir vilja koma upp skóla, þar sem unglingarnir geta fengið bóklega og verklega þekkingu, þar sem þeir geta búið sig undir lífsbaráttuna, eins og hún er á hverjum stað. Héráðsskólarn- ir eru sprotnir upp af þörf fólks- ins. þeir geta lagað sig eftir kring- umstæðunum. það er lítill vafi á, að þeir verða meir og meir verk- legir skólar. þingeyingar hafa mik- inn hug á að hafa fljótlega sér- staka deild fyrir húsmæður við sinn skóla. Jafnhliða því gæti kom- ið verkleg kensla fyrir karlmenn- ina. Bændur framtíðarinnar þurfa að búa sig undir nýlendumannslíf- ið, að vera í einu bóndi, læknir, prestur og ýmisíegt fleira, eins og Klettafjallaskáldið lýsir sjálfum sér. Sumum finst, að af því erfitt sé í ári nú, þá megi ekki hugsa um slíka skólastofnun. Ekki litu Finn- lendingar þannig á. þegar Rússa- stjórn kúgaði Finna sem grimmi- legast, sögðu þeirra bestu menn: Okkar eina viðreisn liggur í al- þýðumentuninni. Með því einu að þroska hvern einstakling líkamlega og andlega, getum við haldið við þjóðinni. Einmitt á mestu hörm- ungartímanum komu Finnar fót- um undir eitt hið fullkomnasta uppeldiskerfi, sem til er. þess vegna lifði þjóðin og var sterk, þrátt fyrir ytri hörmungar. Efna- legar framfarir Finnlands eru ávöxtur af framsýni þessara braut- ryðjenda. Sama mun raunin verða hér. Menn vita nú nokkum veginn hvernig á að stofna heppilega hér- aðsskóla. þeir verða að vera reist- ir með samtökum manna og sam- vinnu í héraðinu. Landið verður að leggja fram nokkurn hluta stofn- fjárins. Kennararnir, sem við skól- ann starfa, verða að reka dálítil bú sjálfir, nægilega stór til að vinna að með heimilisfólki sínu á sumr- in, en ekki of stór til að gleypa ekki allan áhugann. Búskapur rekinn fyrir reikning skólans og hans vegna myndi vera fjarstæða. I skólanum væru karlar og konur einn eða tvo vetur. Kenslan væri bæði bókleg og verkleg, og leitast við að undirbúa hina ungu kynslóð karla og konur fyrir sveitalífið, eins og skilyrðin skapa það hér á landi. Mikla áherslu þarf að leggja Tapast hefir dökkjarpur hestur, aljárnaður, mark: tvær fjaðrir aft- an hægra og tvístýft aftan vinstra. Sá sem kynni að verða var við hest þennan, er beðinn að gera að- vart Júlíusi Eiríkssyni, Miðkoti á Miðnesi. á að vinna móti yfirlæti og tildri og hégómaprjáli, með því að láta skólann vera áframhald af þrosk- uðu, óbrotnu heimilislífi. þessir hafa líka orWB' ávextirnir af starfi elsta og helsta héraðsskólans hér á landi. Sr. Sigtryggur Guðlaugs- son og Björn Guðmundsson á Núpi hafa mótað í besta skilningi marga tugi af ungmennunum á Vestfjörð- um. Einstakir menn segja: Við get- um ekki bygt þetta eina hús. Við erum þess ekki megnugir. En þetta eina hús kostar ekki meira en einn dálaglegur vélbátur, sem ekki ber sig. þjóðin hefir haft efni á að kaupa marga slíka báta. Samt á að telja mönnum trú um, að for- eldrar í heilli sýslu geti ekki með góðvild og samvinnu komið upp dálitlu húsi vegna bama sinna. Húsi sem á að geta staðið áratug- um og öldum saman og mótað eft- ir þörfum og kröfum hverrar ald- ar fjölmargar komandi kynslóðir. í Suður-þingeyjarsýslu er fyrsta heimkynni samvinnustefnunnar hér á landi. I því héraði stendur samvinnustarfsemin á elstum og víðtækustum grundvelli. Nú í sum- ar afréðu bændumir í þingeyjar- sýslu að koma upp samvinnufyrir- tæki til að létta undir með ullariðn- aði heimilanna, hinu fyrsta í sinni röð. Og nú í vetur liggur fyrir þessum sömu mönnum að undir- búa þetta nýja samvinnufyrirtæki, sem hér er um að ræða: Héraðs- skólann. þar leggja mörg af heim- ilum sýslunnar á sig litla kvöð til þess að skapa með sameiginlegu átaki heimili fyrir unglingana í hér aðinu, þá sem vilja þroskast heima, undir góðum en ódýrum skilyrð- um, til að geta betur neytt kraft- anna við að rækta og byggja landið. J. J. ■•uw wQni' i ne> 'ww Strandarkirkja varð af stórfé í þessari viku. Ýmsir af helstu vin- um Morgunblaðsins höfðu heitið að gefa henni mikið fé ef þeir féllu við kosningarnar, annarhvor eða báðir, atvinnumálaráðherra og rit- stjóri Tímans. Verst ef það dregur þann dilk á eftir sér að menn hætta að heita á Strandarkirkju þegai’ mikið liggur við. ^ 'jl ’ "• Einar Jónsson myndhöggvari er staddur í Kaupmannahöfn um þessar mundir. Er verið að ljúka við að eirsteypa standmynd hans af Ingólfi Arnarsyni. Verður mynd in send áleiðis hingað innan fárra daga. Er og langt komið að ganga frá reitnum á Arnarhóli, þar sem myndin á að standa. þrír menn hafa horfið hér í bæn- um á stuttum tíma. Er rannsókn hafin út af einu hvarfinu. Ritstjóri: Tryggvi þórhaii'ísnai. PmteaifijB Acfa h/L I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.