Tíminn - 17.11.1923, Qupperneq 2

Tíminn - 17.11.1923, Qupperneq 2
154 T 1 M I N N Hérmeð tilkynnist vinum og vanda- mönnum, að konan min, Guðrún Páls- dóttir, andaðist að heimili sinu, Meium á Kjalarnesi 15. þ. m. pórður Elisson. Fjórir föðurlandsvinir Svo sem kunnugt er voru þeir Bjami frá Vogi, Einar Arnórsson og Jóhannes Jóhannesson kosnir í nefnd 1919, til aö hafa stuttan fund með jafnmörgum dönskum mönnum einu sinni á ári, til að ræða um löggjöf beggja landa, að hún ekki rekist á í einstökum at- riðum. Jón Magnússon, sem er einn í hinu svokallaða sparnaðarbanda- lagi, ánafnaði hverjum þeirra 2000 króna þóknun árlega fyrir starfið, auk ferðakostnaðar, eftir reikn- ingi. Nú mátti heita, að þetta sætti furðu, þar sem allir mennirnir voru áður á landssjóðslaunum og unnu þetta aukastarf á þeim tíma, sem þeir annars voru ráðnir hjá landinu og borgað fyrir. 1 Tíman- um var sýnt fram á, hversu mikil ósvinna þetta var. Treystust Mbl.- þingmennimir ekki að mæla athæfi Jóns eða þeirra þremenninganna bót, svo að laun hvers þeirra um sig vora færð niður í 500 kr. árlega. Var þetta samt of mikið, því að ekki gátu mennimir tvíselt vinnu- kraft sinn. þeir áttu vitanlega að- eins að fá ferðakostnað og annað ekki fyrir þetta litla viðbótarstarf. En Bjarni, Einar og Jóhannes undu þessu hið versta. þeir töldu, að Jón hefði lofað sér peningunum. Landssjóður yrði að borga. Ekki virðist þeim hafa hugkvæmst sjálfsagðasta leiðin, að heimta pen- ingana af Jóni sjálfum. Ósvífni þeirra félaga reið ekki við einteiming. þeir afréðu að fara í mál við landið. Reyna að ná í pen- ingana, hvað sem öðru liði. Eftir kenningu þeirra var fjárveitingar- valdið ekki hjá þinginu, heldur hjá stjórninni. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði mun hafa felt dóminn í undirrétti. Jóhannes gat því miður ekki dæmt í þessu máli, né heldur látið sinn „litla son“ gera það. Og landið vann málið, eins og hver heilvita maður vissi fyrirfram. Ekki létu þessir þrír kumpánar sér segjast að heldur. þeir stefndu málinu fyrir hæstarétt. Dómur þar er ný- fallinn. peir töpuðu enn, og urðu að borga 150 kr. í málskostnað. Aldrei hefir nefnd kosin af þingi íslend- inga, sýnt slíkan smásálarskap, eða fengið verðskuldaðri snoppung fyrir framferði sitt. Mun þess lengi minst, að fégirnd og vöntun á til- finningu fyrir því, hvað sæmilegt er, skyldi leiða þrjá af trúnaðar- mönnum landsins út í slíka ófæru. Eftir að undirdómurinn var kom inn, munu þeir Einar og Jóhannes hafa farið að átta sig á, að þeir myndu tapa málinu. þeir fundu þá nýjan veg til að bjarga sér og þeirra ólögfróða félaga. peir lágu margar vikur aðgerðalausir úti í Khöfn, og heimtuðu að sendiherr- ann greiddi þeim 50 krónur á dag hverjum í ferðakostnað. Með þessu móti tókst þeim að halda kostnað- inum fyrir landið jafnhátt uppi eins og þó hver þeirra hefði haft 2000 kr. í laun. Magnús Guðmundsson er sá fjórði úr „sparnaðarsamtökunum", sem leggur landinu sinn litla fórn- arskerf. Hann kvað vera búinn að tapa einu, ef ekki tveimur málum fyrir hæstarétti, þar sem hann var að reyna að hjálpa einhverjum úr „kærleiksheimilinu" til að sleppa undan að borga tekjuskatt 1 lands- sjóð, samkvæmt þeim lögum, sem hann sjálfur hefir verið með til að gera. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. - X. ——o------ Kosningablað Magnúsar Guð- mundssonar hefir fyrir margra hluta sakir verið einstakt blað á Islandi. Og nú bætist það ofan á, sem alveg er óheyrt áður í íslenskri blaðamensku. Fer hér á eftir opinberlega stað- fest plagg, af fulltrúa bæjarfóget- ans í Reykjavík, sem flettir ofan af blaðamenskunni: EFTIRRIT af grein úr Verði 9. nóv. 1923. Kosningamar. I Skagafjarðarsýslu voru gömlu þingmennimir endurkosnir: Magn- ús Guðmundsson málafærslumað- ur með 901 atkv. og Jún Sigurðs- son bóndi á Reynistað með 839 atkv. Jósep Björnsson, kennari á Hólum fékk 495 atkv. og Pétur Jónsson bóndi á Frostastöðum 423 atkv. Magnús og Jón eru báðir í Morgunblaðinu. í Skagafjarðarsýslu vora gömlu þingmennirnir endurkosnir: Magn- ús Guðmundsson málafærslumao- ur með 901 atkv. og Jón Sigurðs- son bóndi á Reynistað með 839 atkv. Jósep Björnsson kennari á Hólum fékk 495 atkv. og Pétur Jónsson bóndi á Frostastöðum 423 atkv. Að ofan ritað sé algjörlega sam- hljóða mér sýndum frumritum af blaðinu Verði, tveimur blöðum báð- um dagsettum 9. nóv. 1923 vottar notariealiter eftir nákvæman sam- anburð. Notarius publicus 1 Reykjavík 16. nóvember 1923. Kristinn Ölafsson, ftr. Gjald: 1.50 ein króna og fimtíu Greitt. Kr. Öl. Sjá nú allir fljótlega, hvað hér hefir átt sér stað. Af sama tölublaðinu eru gefin út tvö ósamhljóða eintök um það, hvernig sagt er frá úrslitum kosn- ingarinnar í Skagafjarðarsýslu. I fyrra eintakinu er því bætt við frásögnina: „Magnús og Jón eru báðir í Morgunblaðinu“, þ. e. í Morgunblaðsliðinu. I síðara ein- takinu er þessari viðbót slept. Fyrra eintakið keypti ritstjóri Tímans á götu í Reykjavík. það er með öðrum orðum sú útgáfan, sem Reykvíkingum er ætluð. Síðara eintakið barst í pósti fá- um dögum síðar. það er það ein- takið, sem sent er út um land. þetta heitir að leika tveim skjöldum og það gefst aldrei vel til lengdar. Gagnvart Reykvíkingum játar blaðið, það sem og er öllum kunn- ugt hér syðra, að Magnús og Jón eru í Morgunblaðsliðinu. En norður í Skagafirði, og út um sveitir yfirleitt, má sú fregn ekki berast. þessvegna er þetta felt úr bændaútgáfunni. 111 var hin fyrsta ganga kosn- ingasnepilsins Magnúsar Guð- mundssonar. Hefir sá leikur verið leikinn fyrir kosningarnar að þeir töldu sig ekki Mbl.menn M. G. og nánustu fylgifiskar hans. Nú er gríman fallin. Héðanaf mun það ekki takast að leika tveim skjöldum. ----o----- Bækur. Axel Thorsteinsson hefir nýlega gefið út nýja bók: Æfintýri íslendings. Eru það minningar um landa, sem höf. kyntist í New York. — Árni Jóhannesson banka- ritari gefur út fyrirlestur sinn: Vormerki. Eru það hugleiðingar einkum um spádóma Daníels og Opinberunarbókarinnar. Niðurstað an er sú, að „hver samviskusamur maður hlýtur að játa: að spádóm- arnir eru hvorki meira né minna en fyrir fram skrifuð veraldar- saga — að veraldarsagan er ekk- ert annað en uppfylling spádóm- anna“. —-—o------ Vantraustsyfirlýsing. I þessa árs árgangi Illínar, sem er ársrit Sambands norðlenskra kvenna, er birt fundargerð sam- bandsfundar norðlenskra kvenna, sem haldinn var í hátíðasal gagn- fræðaskólans á Akureyri í júlí- mánuði síðastliðnum. Er fundur þessi hinn tíundi sem Sambandið hefir haldið. Fundinn sátu fulltrúar frá níu kvenfélögum og voru þar rædd mörg merk áhugamál kvenna, eiris og fundargerðin ber með sér. En 17. liður fundargerðarinnar hljóðar á þessa leið: „Nokkrar umræður urðu um framkomu kvenfulltrúans, Ingi- bjargar H. Bjarnason, á Alþingi, í bannmálinu og hússtjórnarskóla- málinu. Frummælandi Elísabet Eiríksdóttir frá Sveðjustöðum. Létu fundarkonur almenna óá- nægju í ljós, sérstaklega yfir því, að fyrsti kvenfulltrúi íslands skyldi greiða atkvæði með tillögu sem er bannlögunum til niður- dreps“. ----o---- Yfir landamærin. Bjarni frá Vogi sagði nýlega vestur í Dölum frá vísu, sem hann hefði gert 10 ára. pá sagði einn, sem viðstaddur var, sem vissi um 60 ára afmælið: „Er yður ekki far- ið að leiðast að hnoða leirinn í 50 ár?“ I Ameríku leggja auðfélögin oft stórfé fram til kosninga, og hafa svo heila hópa af þingmönnum upp á vasann. Grunur leikur á, að ame- rískt félag, sem telur sig hafa hér hagsmuna að gæta, hafi ausið hér út fé til styrktar sumum Mbl.- mönnum. Ef einhverjir af þessum mönnum, eða flokkurinn í heild sinni fer beint eða óbeint að vinna á þingi fyrir þessa útlendu hags- muni, er sökin sönnuð. þá sannast I á sjálfstæði Islands hið forna orð Kaupið íslenskar vörur! HreinS. Blautsápa HreinS. Stangasápa Hreini Handsápur Hrein® K e rti Hrein£ Skósverta Hreins. Gólfáburður Styðjið íslenskan iðnaðl Filippusar konungs: pað er auðvelt að vinna þá borg, þar sem asni, klyfjaður af gulli, kemst inn um borgarhliðin. X. ---a-- Tilkynning um happdrætti stúdenta. Sökum ófullnægjandi skila frá útsölumönnum happdrættisseðla vorra, gátum vér eigi dregið um happdrættið þ. 1. nóv., eins og fyrst var ákveðið. Megum vér eigi láta drátt fara fram um aðra seðla en þá, sem seldir eru og full skilagrein er fengin fyrir. Nú hef- ir Stjórnarráðið veitt oss frest til 1. febr., og skorum vér á alla út- sölumenn, sem ennþá eiga eftir að gera skil, að láta það eigi dragast, og gera það eigi síðar en svo, að lokaskil séu komin í vorar hendur þ. 25 janúar n. k. Séu engin skil komin fyrir þann tíma, verðum vér að líta svo á, að hlutaðeigandi útsölumenn séu því samþykkir, að vér skuldum þá fyrir þeim seðlum, sem þá liggja hjá þeim. Virðingarfylst Reykjavík þ. 16. nóv. 1923. Happdrættisnefnd stúdentaráðsins. ----o----- Bruni. I Götu í Ásahreppi í Rangárvallasýslu kviknaði nýlega í íbúðarhúsi, frá ofnpípu, og brann til kaldra kola. Nokkuð brann af innanstokksmunum. Húsið var lágt vátrygt. Látinn er hér í bænum síðastlið- inn sunnudagsmorgun síra Jón Thorsteinsen; lét hann af prests- skap í síðastliðnum fardögum og fluttist hingað. Hafði þá þjónað pingvöllum í 37 ár. Síra Jón var sonur Jónasar Thorsteinsen sýslu- manns á Eskifirði, bróðir frú Elín- ar konu Magnúsar landshöfðingja. Skörungur var hann ekki, en fram- TAPAST hafa frá Elliðavatni í september 3 hestar: 1. Ljósgrár (hvítur) 11 vetra. Mark: tvírifað í stúf vinstra, biti framan. 2. Ljós-blágrár 10 vetra. Mark: biti aftan vinstra. 3. Jarpskjóttur 5 vetra. Hestarnir era allir aljárnaðir. Upplýsingar óskast símaöar hið allra fyrsta til Steiiidórs Gunnlaugssonar lögfræðings, Reykjavík. Jörð óskast til kaups og ábúðar helst austanfjalls eða í Borgar- firði. Tilboð merkt: Sauðjörð, með nákvæmum upplýsingum og sölu- skilyrðum afhendist afgreiðslu Tímans. Tapast hefir hnakkur á vegin- um frá pjórsá að Ægissíðu. Fimi- andi vinsamlegast beðinn að gera aðvart að Hemlu. úrskarandi vandaður maður, grandvar um alla hluti og til fylsta sóma stétt sinni. Kona hans lifir hann, Guðbjörg dóttir Hermanníus ar sýslumanns Johnsens, og eiga þau fjögur börn á lífi. Er elsta dóttir þeirra gift Helga Bergs bók- haldara í Sláturfélaginu. Látin er aðfaranótt 15. þ. m. Ingiríður húsfreyja Gunnarsdóttir á Selalæk, ekkja hins merka bónda Sigurðar Guðmundssonar á Sela- læk. liún var stórmerk kona. Gunnar lögfræðingur er sonur þeirra og dætur nokkrar. Norður-Múlasýsla. Kosnir eru Haildór Stelansson bóndi á Torfa- stöðum með 416 atkv. og Árni Jóns son frá Múla, verslunarstjóri með 414 atkv. porsteinn M. Jónsson fékk 311 atkv., Björn Hallsson 293 atkv. og Jón Sveinsson 280 atkv. Halldór er Framsóknarflokks maður, en óvíst mun vera hvar Árni skipar sér í flokk. Smyglun sannaðist nýlega á yf- irþjóninn á Esjunni, danskan mann, Victor Overbye að nafni. Fundust hjá honum 13 flöskur af spíritus og tollsviknar sígarettur. Slíkan mann getur landið ekki haft lengur í þjónustu sinni. Alvarlegt mál. Enska stjórnin hefir rofið þingið og fara nýjar kosningar fram 6. næsta mánaðar. Kosningarnar snúast um verndar- tollastefnu stjórnarinnar. Eru úr- slit þeirra kosninga næsta alvar- legt mál fyrir okkar land. Verði verndartollastefnan sigursælli, er lítill vafi á, að tollur verður lagð- ur á ísfiskinn, sem togararnir okk- ar flytja til Englands og sömuleið- is á kældakjötið sem Sambandið er byrjað að flytja þangað. Gæti og hugsast, að tollur yrði lagður á innflutta hesta. Verður nánar skýrt frá máli þessu í næsta blaði. Ófrétt er nú aðeins um kosn- ingaúrslitin í Barðastrandarsýslu. Hefir frést að telja eigi 20. þ. m. Sigurður Kristinsson forstjóri Sambands íslenskra samvinnufé- laga fór utan nýlega. Sigurjón Sigurðsson kaupfélags- stjóri á Ilólmavík lætur af því starfi í vetur. Tekur við því starfi Jónatan Benediktsson frá Smá- hömram í Tungusveit í Stein- grímsfirði. Kaupið þér Iðunni? Hún kostar aðeins 7 kr. Afgreiðsla Bergstaðastræti 9, Reykjavík. Ritstjóri: Tryggvi pórhallsson. Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta h/f. Smásöluverð á tóbaki má ekki vera hærra en liér segir: lE^eyrlctó'ba.lc: Westward Ho.......... pr. lbs. kr. 12.10 Bright Birds Eye..... pr. lbs. kr. 11.50 Best Birds Eye....... pr. lbs. kr. 13.25 Queen of the City.... pr. lbs. kr. 8.65 Pioneer Brand........ pr. lbs. kr. 13.80 Traveller Brand...... pr. Ibs. kr. 13.80 Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. Xjsm.d.svrersluLia.. Baraasöngvar, (safnað hafa Elín og Jón Laxdal 1917—18) sem öll böra þurfa að eígnast fyrír jólín. Fást hjá öllum bóksölum landsins. Aðalútsala: Bókaverslun ísafoldar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.