Tíminn - 01.12.1923, Side 1

Tíminn - 01.12.1923, Side 1
<§>fa íbferi og afg,ret?)5lur'a6ui' Cimartí er Stgurgeir ^riörifsfon, Sambanösbúsiuu, J\eYfjar>íf. Cimans er i Sambanfcsþúsínu. 0pin öaglega 9—\2 f. \ Sími 496. VII. ár. Reykjavík 1. des. 1923 ÆLttjarðarást — eða hvað? Morgunblaðið ritar um kjöttollsmálið. I. Kjöttollsmálið er nú langalvar- legasta hagsmunamál fjölmenn- ustu framleiðendastéttar Islands — bændanna. Tíminn hefir leitt rök að því að telja megi að í ár skaðist íslenskir bændur um hálfa aðra miljón króns vegna kjöttollsins í Noregi. Bændur eru taldir 6500. Sé þessu jafnað niður á heimili, lætur nærri að meðalbóndinn skaðist um 230 kr. vegna kjöttolisins. þar sem urn svo stórkostlegt hagsmunamál er að ræða, skyldi maður ætla, að a. m. k. allir þeir, sem opinberlega rita um málið á íslandi, allir góðir Islendingar, létu sér aiveg sérstaklega ant um, að láta engin orð falla sem spilt gætu aðstöðu íslenskra stjórnarvalda um að ná góðum samningum fyrir bændanna hönd í svo stórfeldu hagsmunamáli. I öðrum löndum er almenningur svo vakandi í þessu efni og tilfinn- ing manna svo ljós fyrir því, að þetta er blátt áfram borgaraleg skylda, að dæmin munu vart finn- ast að mistök eigi sér stað. þess hefði og mátt vænta hér á landi. pangað til nú alveg nýlega hefir ekki út af þessu brugðið hér á landi. Að vísu hafa sum blöðin van- rækt skyldu sína í þessu efni, að því leyti, að þau hafa ekki stutt kröfur íslenskra bænda eins öflug- lega og þau hefðu átt að gera. En þau hafa þó fátt eða ekkert sagt sem beinlínis hefir spilt fyrir. þau hafa löngum þagað. En um síðustu helgi birtist grein í Morgunblaðinu, sem því miður er þannig rituð, að þá veldur gæfa en ekki gjörfileiki, ef hún verður ís- lenskum bændum ekki til tjóns í máli þessu. H. þessi umrædda grein í Morgun- blaðinu, föstudag og laugardag í síðustu viku, er rituð af dulnefnis- manni sem nefnir sig „Agr.“ því verður að telja hana ritaða á ábyrgð blaðsins a. m. k. þangað til höf. kemur fram úr skugganum. og aidrei verður þungri ábyrgð létt af Morgunblaðinu fyrir að hafa birt grein þessa. Aðaltilgangur greinarinnar er að sýna að norskum bændum sé nauosyn á kjöttollinum, og því séu hinar háværu kröfur, sem bornar séu fram af íslendinga hálfu, um lækkun eða afnám kjöttollsins vart drengilegar, enda muni þær a. m. k. að miklu leyti reynast árangurs- lausar. Má Tíminn vafalaust taka til sín bróðurpartinn af hnútunum fyrir að hafa verið of kröfuharður í þessu efni. Margt fleira kemur fram í grein- inni sem þörf er að athuga, og er rétt að taka það lið fyrir lið. 1. Höf. birtir margar tölur um kjötfi-amleiðslu norskra bænda og um innflutning kjöts til Noregs. Engin ástæða er til að ætla, að töl- ur þessar séu rangar. En ályktan- irnar eru einkennilegar. Höf. full- yrðir „að markaður fyrir útlent kjöt er þá og þegar horfinn í Nor- egi“. Á þessi staðhæfing hans vit- anlega að vera einn liðurinn í að- altilraun hans, að fá íslenska bænd- ur til að falla frá kröfu sinni, því að það þýði ekkert hvort sem er. En hvað segja svo tölumar sem höf. birtir ? þær sýna: a. að sauðfénaði hefir verið að fækka í Noregi alt fram að þessu, og b. að alt fram á árið 1922 hefir innfiutningur kjöts til Noregs alt- af verið að aukast, og frá bestu heimild getur Tíminn bætt því við að um íslenskt kjöt gildir það alveg sérstaklega, að ixuiflutningurinn hefir vaxið mikið. Loks á þessu ári minkar innflutningurinn dálít- ið. En það stafar vitanlega af hin- um háa kjöttolli. Hann veldur því að fátækara fólkið hefir ekki ráð á því að borða eins mikið kjöt og áður. þessar tölur höf. sanna því ná- kvæmilega það öfuga við það sem hann lætur þær sanna. Tölurnar sanna það sama sem reynsla und- anfarinna ára hefir sannað: að norski kjötmarkaðurinn er íslensk- um bændum ákafiega þýðingar- inikill enn og verður fyrst um sinn. Vitanlega má það ekki og mun það ekki svæfa áhuga bænda um að afla sér nýs markaðs. En hugleiðingar höf. urn aukna kjöt- framleiðslu í Noregi eru ekkert annað en spádómar. þessi tilraun höf. að villa bænd- um beinlínis sýn um þetta þýðing- armikla mál er fullkomlega víta- verð. Og það er vítavert af íslensku blaði að birta slík ummæli. 2. pá segir þessi Mbl.höf.: „Heyrst hafa raddir um það, að kjöttollurinn væri þvingunartollur, settur aðallega til þess að neyða íslenainga til að breyta fisltiveiða- löggjöf sinni“. Og svo bætir hann við, að þetta lýsi „átakanlega ó- kunnugleikum á aðdraganda máls- ins“ 0. s. frv. Er þetta annar lið- urinn í því aðalerindi höf. að draga kj ark úr íslenskum bændum um að sækja málið fast. þetta á sem sé að sanna það, að kjöttollurinn fáist ekki lækkaður með samningi um að bæta hag Norðmanna hér við land. Fer höf. hér með rangt mál eins og öllum lesendum Tímans er kunn- ugt, og skulu rök leidd að því stuttlega. Snemma á þessu ári birtist rit- stjórnargrein í Verslunartíðindun- um, þar sem það er talið sann- frétt, að kjöttollurinn stafi ein- mitt af þessum ástæðum. Ætti Morgunblaðið að trúa því blaði, þótt það trúi ekki Tímanum. Eftir sömu heimildum var þessi fregn flutt í 5. tbl. Tímans þetta ár. I 22. tbl. Tímans þ. á. er enn- fremur birt yfirlýsing frá tolla- nefndinni norsku um málið. Yfir- lýsingin er tekin úr einu ht-lsta bændablaðinu norska „Norges Bondeblad". Segir svo meðal annars í yfir- lýsingunni: „þaö er álit nefndaiinnar að fiskiveiðahagsmunir vorir við ís- land séu svo miklir, að vissar íviln- anir af Islands hálfu á þvi sviði gætu vegið á móti ívilnun í norska tollinum á íslensltt kindakjöt“. „Norges Bondeblad“ segir að yf- irlýsing nefndarinnar hafi verið einróma. Loks má geta þess að norsku blöðin í haust sýndu það berlegast að Norðmenn setja þetta tvent í beint samband: fiskiveiðalöggjöf- ina og kjöttollinn. þeir voru afar- óánægðir jTir veru sinni hé ' við land í sumar. það er meir að segja líklegt mjög að þær óánægjuradd- ir hafi spilt því að samningar tækjust í haust um lækkun tolls- ins. Fleira þarf ekki að telja. Eins og áður er sannleikurinn þveröfugur við ummæli þessa Mbl.- höf. Með orðum sjálfrar tolla- nefndarinnar er það sannað að toli- ívilnun myndi líklega fást fyrir rýmkun á fiskiveiðalöggjöfmni. það er stórlega vítavert af höf. þessum að vilja þannig stinga ís- lenskum bændum svefnþorn um mesta hagsmunamál þeirra. með slíkum blekkjandi ummælum. það er stórlega vítavert af Mbl. að birta slík ummæli. 3. Enn kemur fram í þessari Mbl.grein mjög merkileg hugsun. Hún er sú, að eiginlega s: það ódrenglyndi af íslenskum bændum yfirleitt, að sækja þetta mái við Norðmenn. Og vitanlega þá allra verst að sækja þetta jafnfast og Tíminn hefir gert. Vafalaust er það Islendingur sem ritað hefir grein þessa. Tim- inn vill alls ekki trúa því, að Morg- unblaðið hafi látið einhvern útlend- ing rita í dálka sína um mál þetta. En það er fróðlegt að taka til samanburðar það sem heyrst hef- ir frá Norðmönnum um málið: Fyrst má þá geta aftur ummæla tollanefndarinnar. Hún ljær fylli lega máls á því að lækka tollinn. Samskonai' orð fóru af munni prófessors Paasche er hann var hér á ferð síðast. þá má minna á símskeytið frá „Gulatidende“ sem birt er í síðasta blaði Tímans. Er ljóst af því skeyti að ritstjóri þess merka blaðs vill að því vinna beinlínis að samningar takist um lækkun tollsins. Loks má minna á ummæli ein- hvers liins merkasta núlifandi Norðmanns: Lars Eskelands skóla- stjóra á Voss, sem birt voni í 24. tbl. Tímans þ. á. Farast honum orð meðal annars á þessa leið: „Við eigum tvímælalaust að nema þennan toll burt. Við eigum að gera það vegna samvinnunnar sem við þráum og vinnum að beggja megin hafs. Sennilega mund um við og hagnast á því f járhags- lega. Við viljum gjarnan reka fiski- veiðar við ísland með góðum og hagstæðum kjörum. það væri rang látt ef við veittum Islendingum ekki eitthvað í staðinn. Best væri ef við færum að fornum vana og létum íslendinga eiga meiri rétt í Noregi en nokkra aðra þjóð. Eg vona að þetta verði jafnframt því sem við hef jumst á öllum sviðum. þessi tolllækkun, sem þeir biðja okltur um, mun auka verslunar- viðskiftin milli landanna og það er mjög merkilegt atriði“. þetta segja og gera þessir Norð- menn. Er það ekki merkilegt að íslensk ur maður í íslensku blaði, skuli segja annað eins, láta í ljós aðra eins hugsun og þá, sem kemur fram í þessari Mbl.grein. það er stórlega vítavert. 4. Loks fáein orð út af hnútum þeim, sem Tímanum eru sendar, bæði í þessari grein og annari Mbl.- grein, sem vikið verður að hér á eftir, fyrir það, hvernig Tíminn hafi flutt mál þetta af hálfu ís- lenskra bænda. það sem Tíminn hefir vítt í framkomu Norðmanna er einungis sá óhæfilegi dráttur, sem þeir hafa 43. blaö látið verða á rnálinu, það að þeir hafa ekki virt okkur svars enn. Og í annan stað skal það afdrátt- arlaust tekið fram, að Tíminn hefir ekki krafist lækkunar eða afnáms kjöttollsins fyrir ekkert. Hann hefir ekki farið neina bónarleið að Norðmönnum. Hann hefir talið það sjálfsagt að greiði kæmi greiða á mót. því að „gjöf skal gjalda, ef vinátta á að haldast“. Og að öllu leyti hefir Tíminn viljað halda þannig á málinu, að full vinátta héldist við þessa nákomnustu frændþjóð okkar. það munu vera íair menn á Islandi, sem síður vildu hugsa til þess, en sá, sem þetta mál hefir flutt í Tímanum, að af hlytust flaumslit milli Norð- manna og Islendinga. III. Enn birtist grein í Morgunblað- inu um málið á þriðjudaginn var. Höf. nefnir sig nú „a“ og er líklega hinn sami og að fyrri greininni. Blærinn yfir báðum er einkar lík- ur. Miklu í þeirri grein er svarað hér að framan og má vísa til þess. En fáu verður hér við bætt: 1. Höf. þessi segir: „það virðist svo sem Tíminn álíti, að kjöttolls- ákvæðunum norsku sé eingöngu beint að íslendingum. Máske veit hann ekki að aðrar þjóðir verða engu síður hart úti en við og hafa þær þó ekki hótað tollstríði ennþá“. þessu er því að svara að Tíminn heldur fast við að íslenskir bændur verða einmitt harðara úti en aðrir. Tollurinn er sem sé þungatollur, en ekki verðtollur. íslenska saltkjötið er verðlægra en nýja kjötið sem flestir aðrir innflytjendur hafa á boðstólum í Noregi. Hver meðal- greindur maður sér því að við verðum einmitt harðast úti. 2. Höf. lætur í ljós efa um að drátturinn sé Norðmönnum að kenna. þó talar hann, í sömu and- ránni, um alla þá leiðangra, sem við höfum gert út til Noregs. Við höfum altaf verið að biðja um samninga, en ekki fengið þá. það hefir altaf staðið á Norðmönnum. 3. Ummæli höf. um fiskiveiða- löggjöf okkar í þessu sambandi verða athuguð síðar. IV. Kosningamar eru um garð gengnar. það er auðséð af þessum Morgunblaðsskrifum. Fyrir kosn- ingarnar dirfðist Morgunblaðið ekki að láta annað eins í ljós í garð íslenskra bænda, sem skín út úr greinum þessum. það er vel að bændur sjá nú hvern hug blað þetta elur í þeirra garð, er það kastar gæranni sem það huldi sig í fyrir kosningarnar. það er vel — þó að um seinan sé — að bændur sjái hversu ant blaði þessu er um það að mikilvæg- asta hagsmunamáli fjölmennustu framleiðendastéttarinnar sé ráðið farsællega til lykta. það þýtur öðruvísi í þeim skjá sé um eyrishagnað að ræða fyrir einhvern Reykj avíkurheildsalann. Póstkort hefir Samúel Eggerts- son gefið út er sýnir landnám Is- lands, helstu ferðir landnáms- manna 0. s. frv. Er það haglega gert og skemtilegt. Kortin má panta frá Samúel sjálfum á Grett- isgötu 1. Kostar 1 kort 25 aura, 10 kosta 20 aura hvert, en 100 15 aura hvert. Ef þetta kort selst, koma smátt og smátt út fleiri úr sögu íslands: Söguöldin, Sturlungaöld- in, siðaskiftaöldin, endurreisnar- tímabilið, nútíminn og ef til vill fleira. ——o------- Magnús Guðmundsson mál- færslumaður hefir ráðist harðlega á eftirmann sinn í fjármálaráð- herraembættinu, Magnús Jónsson, mann sem og hefir látið af því em- bætti. Er það sjálfsagður réttur og skyldi stjórnmálamanna að hafa gætur á stjórnarfarinu og finna að því, sem þykir aðfinsluvert. En þessi árás M. G. er með tölu- vert einstökum blæ. Magnús Guðmundsson birtir mesta fjölda af tölum úr lands- reikningnum 1922 og rökstyður með þeim árás sína. Magnús Guðmundsson er endur- skoðunarmaður landsreikninganna og hefir þar af leiðandi aðgang að þeim gögnum öllum löngu áður en aðrir menn. Landsreikningurinn fyrir árið 1922 er ekki kominn út enn og líð- ur nokkuð enn þangað til hann kemur út. Engir aðrir en endurskoðunar- menn landsreilcninganna og örfáir starfsmenn í stjómarráðinu hafa aðgang að þessum tölum og skjöl- um sem M. G. notar til árásar á eftirmann sinn. M. J. hefir engan aðgang að þessum plöggum. þetta mun M. G. kalla heiðarlega framkomu og sanngimi gagnvart eftirmanninum. En flestum mun finnast þetta alveg einstök fram- koma. Og enn meiri „sanngirni" sýnir M. G. í þessari árásargrein sinni. M. G. minnist á vin sinn Tímann í þessu sambandi. M. G. skammar Tímann fyrir að „steinþegja“ um þetta mál. Hann segir að það, að Tíminn „stein- þegi“, eigi „víst að vera nýtt inn- sigli undir yfirlýsingu hans um það, að hann hafi sterkar gætur á athöfnum allra fjármálaráðiierra. hverjum flokki sem þeir tilheyra“. Og áfellisorðin eru þung í Tímans garð. Er þetta ekki alveg einstök sanngimi ? það er ekki nóg með það að M. G. lætur sér sæma að ráðast á eft- irmann sinn, áður en eftirmaður- inn getur varið sig. M. G. leyfir sér líka að skamma Tímann fyrir að hef ja ekki samskonar árás áður en nokkur skjöl eni komin út sem Tíminn gæti reist á slíka árás. Ritstjóri Tímans fær ekki að sjá landsreikninginn 1922 fyr en eftir alllangan tíma. þangað til getur Tíminn enga afstöðu tekið til þessa máls. Tíminn mun engan mann dæma óséð. Einn íslendinga má M. G. eiga þann heiður að ráðast á mann sem ekki getur varið sig fyr en eftir all- langan tíma. Einn íslendinga má M. G. eiga þann heiður að heimta það af blaði að það ráðist á mann án þess að hafa nokkur gögn í hendi til þess. Ætli nokkur ráðherra á Islandi hafi fyr sýnt eftirmanni sínum slíka „sanngirni“ og notað aðstöðu sína við endurskoðun landsreikn- inganna á þennan hátt ? Spyr sá sem ekki veit. ^-r—a------

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.