Tíminn - 01.12.1923, Side 2
160
T I M I N N
Mjólkurverðið
í Reykjavík.
Einn af helstu útgerðarmönnun-
um í Reykjavík, Thor Jensen, hefir
efnt til kúabús í grend við bæinn í
mjög stórum stíl. Má geta þess til
verðugs lofs, að hann hefir og
stofnað til jarðræktarframkvæmda
í stórum stíl. En nú nýlega setur
hann mjólkurverðið í bænum langt
niður fyrir eðlilegt verð, miklu
neðar en félag bænda um mjólkur-
söluna hafði ákveðið. par eð sá
tími nálgast, er mjólkin verður of
mikil í bænum og þar eð framleið-
andi þessi ræður yfir svo miklu
mjólkurmagni, hafa bændur neyðst
til að lækka verðið jafnmikið, til
þess að sitja ekki með mjólk sína
óselda. I allan vetur verða þeir að
selja mjólk til bæjarins við lægra
verði en framleiðslan kostar. —
þetta mun vera sú bróðurlega sam-
vinna milli atvinnuveganna, sem
Morgunblaðið talar svo oft um. því
að vitanlega er þessi búskapur
Thors Jensens ekki rekinn á eðli-
legum grundvelli. Gróðinn af út-
gerðinni gerir honum þetta mögu-
legt að selja mjólk lægra verði en
framleiðslan kostar. Og afleiðingin
verður sú, að bændurnir í kringum
Reykjavík bíða allir tjón.
---o——
Á víð og dreíf.
Sparisjóður Árnesinga.
Hinir fáu fylgismenn Mbl. á Eyrar-
bakka hafa staðið þar fyrir tveim fyr-
irtækjum: Spítalabyggingunni al-
kunnu og Sparisjóði Árnesinga. það
var orðinn stærsti sparisjóður lands-
ins. Innieign um 1 y2 milj. kr., mest úr
Ames- og Kangárvallasýslum. En
stjórn sjóðsins hefir verið herfileg.
Sumum alþektustu bröslcurum lánað-
ar stórupphæðir. Tap á einum talið um
eða yfir 100 þús. kr. Varasjóður allur
horfinn, og liklega a. m. k. 15% af
hlutafénu. Um iangt skeið hefir spari-
sjóðurinn verið lamaður, búinn að
missa alla tiltrú. Innstæðueigendur
dauðhræddir um innieign sína. Stjórn-
in lét í sumar rannsaka sjóðinn, og
stöðvaði hann raunar. En sparisjóðs-
lögin frá 1915 eru svo ófullkomin, að
þau greina ekki frá hvað gera skuli i
svipuðum tilfellum. Sparisjóðurinn iá
þvi ósjálfbjarga eins og flak. Gamla
sparisjóðsstjórnin fékk þá einskonar
skottulæknir úr Rvík til að eegja álit
sitt. Hann lagði til að sparisjóðurinn
svæfi nokkur ár á sínum gömlu lár-
berjum. Nýr fundur var haldinn.
Bændur eystra komu þar djarflega
fram, sendu skottulækninn burtu og
báðu atvinnumálaráðherra og Lands-
bankastjórn um stuðning og hand-
leiðslu. Var því máli allvel svarað þar
á fundinum. Er nú helsta bjargráða-
vörnin fyrir héraðið að úr þessu verði:
Að Landsbankinn taki að sér sparisjóð-
inn, með sanngjömum afföllum. Verða
eigendur sjóðsins fegnir, ef þeir bjarga
megineign sinni, og sleppa úr klóm
sinni gömlu trúnaðarmanna.
,4 MorgunblaSinu".
Einn af kosningapésum Mbl. lýsti
hreinskilnislega yfir um tvo af þing-
mönnum þess flokks, er þeir voru ný-
kosnir, að þeir væru „í Morgunblað-
inu“. þetta var dagsatt. En svo mikil
eru óheilindin í Mbl.flokknum, að fyr-
ir þessi tvö orð varð, að sögn hlutað-
eigenda, að brenna alt upplagið. Eig-
endur Mbl. sjá á þessu dóminn um
verk þeirra. þingmenn sem Mbl. hefir
talið sér, og barist fyrir, afneita því
svona kröftuglega frammi fyrir þjóð-
inni. Fylgismenn blaðsins standast
ekki reiðari, en ef því er dróttað að
þeim, að þeir séu „í Morgunblaðinu".
þetta hneikslismál sýnir tvent: 1. Að
þingmenn í Mbl.liðinu sárskammast
sín fyrir hið eina flokkstákn, sem bind-
ur þá saman. 2. Að flokkur Mbl. er
hálfgrotnaður sundur þegar áður en
þing kemur saman. Aldrei hefir sést
í noklcru íslensku flokksbroti ljósari
vottur um bjánaskap og vesalmann-
legt sundurlyndi heldur en í þessu
nýja „fermingarvottorðsmáli". **
Frá útlöndum.
Bágindin og örðugleikarnir á
þýskalandi nú minna mjög á
ástandið sem var þar í landi eftir
þrjátíu ára stríðið. Og nú eins og
þá logar alt landið í innanlands-
óeyrðum og liggur við sjálft að
ríkið liðist alt í sundur. Fyrst eft-
ir ósigurinn urðu þær skærur harð-
astar og nú í október og fram eft-
ir nóvember síðastliðnum urðu þær
aftur miklu harðari og meiri en
þær haf verið um langan tíma.
Fer hér á eftir stutt frásögn um
helstu viðburðina.
— í Rínarlöndunum róa Frakk-
ar undir um að þar verði stofnað
sérstakt ríki. Hyggjast með því
móti veikja þýskaland, sem eðli-
legt er. Hefir það og löngum verið
svo, að ýmsir í Rínarlöndunum
hafa verið óánægðir með stjórn
Prússa, en Prússar hafa verið for-
gangsþjóðflokkur þýska ríkisins.
Við og við undanfarið hefir gosið
upp kvittur um stofnun lýðveldis í
Rínarlöndunum, en 21. október síð-
astliðinn náði hreyfingin hámarki
sínu. Var því þá lýst yfir, í Aach-
en, að Rínarlöndin væra orðin sér-
stakt lýðveldi. 1 nokkra daga
höfðu þessir uppreistarmenn allar
opinberar byggingar í Aachen, og
fleiri borgum, á valdi sínu, enda
skiftu hermenn þeirra nokkrum
þúsundum. Átti Aachen að vera
höfuðborg hins nýja ríkis. Og sú
hugsun átti nokkra viðfestu hjá al-
menningi vegna sögulegra ástæða.
Aachen er ein elsta, ef ekki allra
elsta borg á þýskalandi, sem sögur
fara af. Eru þar enn brennisteins-
laugar, sem þóttu heilnæmar, og
sóttu Rómverjar forðum þangað
lækningu. þá er Karl mikli
stofnaði sitt mikla keisaradæmi,
var Aachen höfuðborg hans og þar
er Karl mikli grafinn undir turni
hinnar frægu dómkirkju. Síðar
voru keisararnir þýsku krýndir í
Aachen í hálfa áttundu öld. Enn í
dag er Aachen ein af mestu borg-
um þýskalands, ullariðnaður er þar
geysimikill og kolanámur miklar í
nánd við borgina. — Leit svo út í
fyrstu sem Rínarlýðveldið mundi
eiga lengri aldur. En það sem olli
að þetta stóð ekki nema fáa daga,
eru vafalaust afskifti Frakka.þó að
Rínarbúar vildu gjarna verða
sjálfstætt ríki, vill almenningur
ekki ganga erindi Frakka. Varð
það ljóst, að uppx eistarmenn
höfðu allan þorra almennings á
móti sér, allra helst verkalýðsfé-
lögin, og treystust Frakkar þá ekki
að veita það lið sem þurfti. það
mun og víst, að Englendingar litu
þessa hreyfingu engu velvildar-
auga.
— Um sama leyti ui’ðu önnur
og engu minni tíðindi í Bæjara-
landi, og voru þau tíðindi því al-
varlegri fyrir þýsku stjórnina, sem
þau gerðust í þeim hluta landsins.
sem ekki er á valdi Frakka. í Bæj-
aralandi hafa keisarasinnar jafnan
verið langöflugastir. Hefir oft
slegið í hart milli lýðveldisstjórn-
arinnar í Berlín og ríkisstjórnar
Bæjaralands. Nokkru fyr en upp-
reistin hófst við Rín gerðu keis-
arasinnar stjórnarbyltingu í Bæj-
aralandi og náðu greiðlega völd-
unum. Stóðu að byltingunni sumir
lengmerkustu menn keisarasinna.
Var af öllu auðséð að bylting þessi
átti að verða byrjun meiri tíðinda,
þeirra að steypa þýska lýðveldinu
og koma aftur á keisarastjórn og
Stór-þ j óðver j aveldi. Bæj araland
átti að verða frumkvöðull viðreisn-
ar herveldisins þýska. Miklu öfl-
ugri stoðir runnu undir byltingu
þessa en Rínarlandabyltinguna,
enda stóð hún lengur. En þó mis-
tókst hún, í þetta sinn a. m. k. Bar
tvent til. Fyrst og fremst andstaða
annarsstaðar frá á þýskalandi. 011-
um þorra manna utan Bæjaralands
er það Ijóst, hvern dilk það myndi
draga á eftir sér, ef endurreist yrði
keisarastjórn á þýskalandi það
myndi boða nýja styrjöld við
Frakkland, enda heyrðust raddir
þAKKARORÐ.
Með línum þessum langar mig til
að láta í ljós hjartanlegt þakklæti
mitt fyrir þá miklu velvild, hjálp
og vinsemd, sem mér var auðsýnd
í minni löngu vanheilsu. — Er það
fyrst og fremst systir mín, Kristín
og mágkona Jóna Bjarnadóttir, svo
og börn mín öll og tengdabörn, sem
hafa látið sér sérstaklega ant um
mig. Vil eg þó sérstaklega ne‘na
Ásgeir son minn, sem mest þeivra
allra hefir sýnt mér umhyggju og
hjálpsemi.
Öllum þessum og mörgum fleir-
um ónefndum bið eg góðan guð að
launa þeirra velgerðir, sem mér
hafa auðsýnt hjálp sína og velvild
á skuggatímum æfi minnar, er
mér finst að nú séu uppleystir og
umliðnir.
Sæbóli 24. október.
þorbjörg Ásgeirsdóttir.
Alfa-
Laval
skilvindur
reynast best.
Fantanir annast kaupfé-
lög út um land, og
Samband ísl. samviélaga.
Rauðstjörnóttan hest vantar
mig, 7 vetra gamlan. Mark: blað-
stýft íraman, biti aftan hægra.
R. P. Leví, Reykjavík.
má ekki vera hærra en hér segir:
IR/eyktó'ba.k::
Latakia.........
King of the Blue
Marigold Flake . .
B. D. V..........
Pinnaie.........
Saylor Boy .. . .
pr. lbs. kr. 19.55
pr. lbs. kr. 17.25
pr. lbs. kr. 12.10
pr. lbs. kr. 11.50
pr. lbs. kr. 12.10
pr. lbs. kr. 11.50
Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn-
ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2%.
Iua.xi_d.s'versl’u.xi_„
Kaupið
íslenskar vörur!
Hrein®. Blautsápa
Hrein£ Stangasápa
Hreinl Handsápur
Hrein£ K e rt i
Hreina Skósverta
HreinE Gólfáburður
r,Pum Styójið íslenskan
HLINN iðnaðl
SSSfiv
um það frá Frökkum. í anuan stað
risu verkamenn í Bæjaralandi ná-
iega sem einn maður gegn bylting-
unni. Um hríð leit svo út sem lýð-
veldisstjórnin í Be>"i; í myndi ætla
að bæla byltinguna niður með her-
afla. En áður en að því ræki sáu
byltingamenn sitt óvænna. Mót-
stöðuþunginn utan frá, og innan
landsins af hálfu verkamanna varð
þeim ofjarl. En þótt svo færi í
þetta sinn, er það víst, að í Bæj-
aralandi er mikill jarðvegur enn
fyrir slíka hreyfingu.
— Enn urðu svipaðir atburðir í
Pfals um líkt leyti. Hefir Pfals
verið áhangandi Bæjaralandi og
meðan keisarasinnar frömdu bylt-
ing sína þar, hófu lýðveldissinnar
byltingatilraun í Pfals. En Pfals
er eitt þeirra héraða, sem Frakkar
hafa hernumið og munu Frakkar
hafa stutt að hreyfingu þessari.
Stuttu síðar hófust miklar óeyrðir
í Hamborg. Gerðu kommúnistar
tilraun til að ná völdum í borginni.
Var þar barist á götunum. Hlóðu
kommúnistar víggirðingar á götun-
um og grófu jafnvel skotgrafir um
borgina. Við töluvert mannfall
voru þeir bældir niður.
— þegar jarðskjálftinn mikli
hófst í Tokíó flýðu meðal annars
rúmlega 30 þús. manns inn í
skemtigarð, sem var í miðri borg-
inni. þegar eldurinn síðan fór að
geysa, gat enginn sloppið þaðan
aftur. Logandi eldur umkringdi
garðinn á alla vegu. Eldur og hiti
varð að bana öllum sem í garðinum
voru.
— Fyrir þingi Bandaríkjanna
liggur nú tillaga um eitt af tvennu:
að víkka stórum Panamaskurðinn
eða að grafa annan skurð milli
hafa. Hefir umferðin reynst miklu
meiri en áður var.
— Lloyd George lét hafa það eft-
ir sér á ferð sinni um Bandaríkin,
að vafalaust væri að Frakkar
styrktu lýðveldishreyfinguna í
Rínarlöndunum með fjárframlög-
um. Sama segja mörg blöð á Eng-
landi.
— Forsætisráðherra Suður-Af-
ríkuríkisins, Smuts, flutti ræðu ný-
lega í London og sagði meðal ann-
ars: Friðurinn er ókominn enn,
þótt 4 ár séu liðin síðan friðurinn
var saminn í Versölum. ófriðurinn
er nú háður á fjármálasviðinu. Við
erum öll á leiðinni út í ófæruna.
það er kominn tími til að kveðja
til allsherjarfundar með öllum
þeim ríkjum, sem eru viðriðin
skaðabæturnar. Skaðabótanefndin
og alþjóðabandalagsráðið hafa
reynst óhæf. Eg veit, að verið er
að hugsa urn slíkan fund og vona
að öll hlutaðeigandi ríki sendi full-
trúa. En mest er undir því komið,
að Bandaríkin taki þátt í honum.
það verður að lækka skaðabóta-
upphæðina og þýskaland verður að
fá greiðslufrest í 2 ár. Óhugsandi
er að nokkrar skaðabætur verði
greiddar meðan Frakkar hernema
hluta af þýskalandi. Hættan að
þýskaland liðist alveg í sundur
stafar af hinni ógurlegu framkomu
Frakka. Ábyrgðin sem á Frakk-
landi hvílir í þessu efni er þung.
Herbúnaður Frakklands til lands
og lofts hlýtur að vekja ugg og
ótta. Og enn hefir Frakkland lán-
að ýmsum smáríkjum of fjár til
vígbúnaðar. Fari svo fram enn
verður England að herða á vígbún-
aði sínum í sjálfsvarnarskyni.
— Fyrir fáum vikum var full-
gengið frá hinni miklu flugstöð í
Berlín. Liggur hún rétt hjá miðri
borginni og er einmitt á þeim stað
þar sem Zeppelin greifi lenti á
fyrstu flugferð sinni, og þaðan
hóf fyrsti þjóðverjinn sig til flugs
á flugvél sem var þyngri en loftið.
Eru þarna á flugstöðinni öll hin
sömu þægindi og tíðkast á járn-
brautastöðvum. Héðan af eiga allar
reglubundnar flugferðir frá og til
Berlínar að fara fram frá þessari
stöð. Sjö tíma flugferð er nú frá
Berlín til Geneve í Sviss, ellefu
tíma ferð frá Berlín til Helsing-
fors, höfuðborgar Finnlands. þris-
var í viku fer flugvél frá Berlín til
Moskva. Venjan er sú að vera nótt-
ina í Königsberg. Flugvélar annast
allan póstflutning milli stjórnar-
innar í Moskva og erendreka henn-
ar 1 Berlín. Fjarlægðin milli Ber-
línar og Moskva er 1718 kílómetr-
ar. Á veturna hafa flugvélarnar
skíði í stað hjóla, til þess að geta
lent á snjó. Reglubundnar flug-
ferðir eru nýlega byrjaðar milli
Moskva og Tekeran, höfuðborgar-
innar í Persíu. Er flogið yfir Ká-
kasuslöndin. Fjarlægðin er 6400
kílómetrar. Og enn hefir Rússa-
stjórn í hyggju að stofna til reglu-
legra flugferða milli Moskva og
Wladivostok, sem er mesta versl-
unarborg í Síberíu við Kyrrahaf.
Fjarlægðin er 9213 kílómetrar.
Með járnbraut tekur ferðin 18
daga. Verði sú leið flogin látlaust,
nótt og dag, með 120 kílómetra
hraða á klukkutíma, væri leiðin
farin á rúmum þrem sólarhring-
um.
-----o----
f Ragnheiður Einarsdóttir, syst-
ir þeirra síra Gísla Einarssonar og
Indriða Einarssonar, lést í Staf-
holti hjá bróður sínum 26. f. m.
Ilún var fædd 29. júlí 1836 og varð
87 ára gömul. Hún hafði verið gift
skamma stund á yngri árunum, en
varð ekki barna auðið. Ragnheiðui'
sáluga var fríðleiks kona, og bar
þess sýnileg merkin til dauðadags.
Hún var vaxin upp á endurreisnar-
tíma lands vors, frá 1830 til 50, og
dugnaður hennar og starfsþrek
var fyrir þeim, sem hana þektu,
lundarlag og einkenni frá góðri
horfinni öld.
Kaupið þér Iðunni?
Ilún kostar aðeins 7 kr.
Afgreiðsla Bergstaðastræti 9,
Reykjavík.
Ritstjóri: Ti’yggvi þórhallsson.
Laufási. Sími 91.
Prenfsmiðjan Acta h/f.