Tíminn - 08.12.1923, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.12.1923, Blaðsíða 4
164 T 1 M I N N Alfa- Laval skilvindnr reynast best. ’í:' "^iiliIllifflilP1 iIihééHM Pantanir annast kaupfé- lög út um land, og Samband ísL samviélaga. Smásöluverð á tobaki má ekki vera hærra en hér segir: "V" incLla/r: Advokat......... 50 stk. kassi kr. 21.00 Amata........... 50 stk. kassi kr. 15.55 Hermes.......... 50 stk. kassi kr. 11.50 Terminus........ 50 stk. kassi kr. 10.95 Dream........... 25 stk. kassi kr. 12.10 Pyramide........ 50 stk. kassi kr. 16.10 Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. ZL4axa.d.svex*sluLxa. "gprentem. ^icta Dér þöfum nú fengiö mtflar birgÖir af margsfonar papptr, þoítum og mislitum mtRiÖ óö^rari ett áóur iTefna má 38 teg. af sfrifs og ritDéla* pappír frá fr. 4.80 pr. paffa (48O blöö 4to), 33 teg. umslög frá fr. 7.00 pr. þúsv prentpappír 17 tegv nafnspjölö, farton. ■gjJtÖísfiiffammn uorir Cofa r»ef umttó oerR DerÖiÖ er þó sannanlega þoergi Iœgra. pó fylgir þappörœttismiöi StúöentaráÖs« ins Iperjum IO fróna uiÖsfiftum díö oss til áramóía. — Slíf fjðr býÖur aö eins 'gfrentem. Jlcta Framh. af 1. síðu. menn gætu haldið áfram að tapa. Er nú nokkurt vit í slíku?“ (Alþt. D. 395 — 1921. Til þess að vinna upp miljóna- tap, sem jafnvel að áliti eins Morgunblaðsþingmannsins er þann ig til komið, leyfist bankanum það, án hindrunar af hálfu þings og stjórnar, að skattleggja atvinnu- vegina svo mjög. Og í ár byrjar bankinn aftur að útborga hluthöfunum vexti af hlutafénu. Hann þykist svo sem orðinn viss um það, að geta velt öllu tapinu yfir á landsmenn og trygt hluthöfunum áfram álitlegan gróða. þannig leyfir bankinn sér að skattleggja atvinnuvegina, þótt hann njóti alveg sérstakra hlunn- inda, t. d. skattfrelsis og fái að láni hjá þjóðinni margar miljónir króna í seðlum með sérstökum vildarkjörum. þetta leyfir bankinn sér að gera þó að landið hafi lánað honum stór- fé að auki og bundið lánstraust sitt með hinu óhagstæðasta láni sem nokkru sinni hefir verið tekið fyrir ísland. „Er nokkurt vit í þessu?“ sagði þórarinn. Og það munu fleiri segja. Krafa Framsóknarflokksins á síðasta þingi að fá nefnd skipaða til að athuga fjárhagsaðstöðu bankans gagnvart íslenska ríkinu, miðaði að því að fá lagðan grund- völl að nýrri stefnu. þeirri, að gert væri upp milli gamals og nýs. Hluthafarnir yrðu látnir bera ábyrgð á hinum miklu töpum, en þeim yrði ekki velt yfir á allan al- menning, skilamennina sem skifta við Islandsbanka og þvínæst að koma bankanum algerlega undir ís- lensk yfirráð og láta reka hann með hagsmuni íslands fyrir aug- um en ekki hagsmuni hluthafanna. Að ná þessu marki er mesta f jár- hagslega sjálfstæðismálið sem nú- verandi kynslóð verður að koma í framkvæmd. Fyrst og fremst af því, að það er banamein hverrar þjóðar að fela aðalforstöðu fjármála sinna stofn- un sem ekki eingöngu lætur stjóm ast af hagsmunum landsins. pvínæst er þetta blátt áfram lífs- spursmál til þess að bjarga fram- leiðslunni. Örðugleikamir til lands og sjávar em sannarlega nógu mikl ir þótt framleiðendum sé ekki gert að borga miljónatöp sem eru þeim óviðkomandi, sem hluthafar ís- landsbanka bera siðferðilega og lagalega ábyrgð á og eiga að greiða með hlutafé sínu og varasjóði bankans. Af hálfu og í umboði hlut- hafanna hafa fyrverandi banka- stjórar Islandsbanka stofnað til lánveitinganna sem töpin stafa af. Á þingmálafundum gætu kjós- endur veitt hinum nýkosnu þing- mönnum mikið aðhald í þessu efni. Og á þingi mun Framsóknar- flokkurinn enn einu sinni láta þjóðina fá að sjá það svart á hvítu, hverjir þingfulltrúanna vilja hjálpa til að þjóðin verði fjárhags- lega sjálfstæð í þessu efni, og hverjir vilja það ekki. ----0---- Úr bréfutn. Úr Skagafirði: „Jón og Magnús eyddu miklum tíma á sumum fundunum til að sanna það, að Jón væri ekki í vasa Magnúsar. Fyrst lýsti Magnús hátíðlega yfir, að þessi orðrómur væri ástæðulaus. og Jón sagði hið sama fyrir sitt leyti. Annars hélt Jón því fram, út af aðfinslum, sem komu fram í til- efni af aðstöðu hans í mentaskóla- máli Norðlendinga, að hann áliti, að þeir einir ættu að ganga í skóla sem væru ríkir. þeir fátæku kæmu þar ekki til greina. Mönnum skild- ist á ræðumanninum, að hæfileikar fylgdu peningunum. Sumir eiga von á, að nú verði farið að búa til gáfumenn úr íslandsbankaseðlum, eins og strákar búa til kerlingar úr snjó“. Vestur-Skaftfellingur skrifar: -----„Skrítið er það, að fáir vilja kannast við nýja þingmanninn okkar. Frammistaða hans á fund- unum þótti líka þunn. Hann vildi spara, og nefndi tvö embætti við háskólann, grískuna og vinnuvís- indin. Eiginlega lofaði hann að fella þessi tvö embætti, hvað sem efndunum líður. þá treysta fylgis- menn hans honum líka vel til að spara annanhvorn póstmeistarann í Reykjavík og að fá lagðar niður þær 4000 kr., sem öðrum þeirra er nú goldið fram yfir lögmælt laun. Ef hann gerir þetta, getur skeð að fylgismenn hans verði kjarkbetri og hætti að afneita honum“. Mýramaður skrifar: „Kaupmenn í Borgarnesi og allir þeirra fylgi- fiskar náðu ekki upp í nefið á sér þegar Jón á Haukagili hætti við framboð, svo að Pétur í Hjörsey varð sjálfkjörinn. Reyndar höfðu þeir enga von um að vinna, en þeim hefði þótt sæmilegra að láta einhvern reyna. Sýslumann langaði mikið, en þorði ekki. Vissi, að hann var gersamlega fylgislaus“. Bréfkafli úr Ámessýslu: „Vel má Framsóknarflokkurinn una við úrslitin hér, eins og alt var í pott- inn búið. Við þykjumst hafa hreinsað laglega til fyrir okkar eld- húsdyrum, að senda þá fóstursyni Mbl., sr. Gísla og Sigurð búfræð- ing, öfuga heim. Sigurður mundi hafa haft töluvert fylgi og líklega unnið, ef hann hefði ekki hengt sig aftan í Jón í fyrravor. Sýslumað- ur þóttist vera Framsóknarmaður, en nú hefir heyrst, að hann ætli að ganga undir jarðarmen hjá Sig. Eggerz. Var þó ekki að sjá sam- drátt milli þeirra á fundi hér við brúna í sumar. Annars má sýslu- maður gæta sín, ef hann gengur móti hagsmunum bændanna, enda tr'úum við því í seinustu lög. Hér þótti bændum einna mestu skifta að losna við Bjarna úr þinginu. Hann á mikla, og kanske mesta sök á því skuldafeni, sem landið er sokkið í. Ef Bjarni byði sig fram í Árnessýslu, fengi hann ekki 10 at- kvæði. Fólk hér skilur ekki í því, að til skuli vera nokkur maður eða kona í sveit, sem vill hafa þann pilt á þingi“. Úr Suður-Múlasýslu: „Magnús sýslumaður trúði fram á síðustu stund að hann mundi vinna. Og Kvaran var nógu vitlaus til að gera sér vonir. Meðan verið var að telja, rauk upp af skallanum á karli eins og upp úr fjárhússtrompi er hann sá, hvað verða vildi. Sýslu- maður skaðaðist mikið á að vera með Sigurði, en mest átti hann þó fall sitt að kenna sínum eigin blekkingavef. Hann var til skiftis bóndi, verkamaður, kaupmaður og embættismaður, alt eftir því sem hann hélt að við ætti á hverjum stað. Og þá margfeldni láta kjós- endur ekki bjóða sér“. -----o---- Krossaregn. Forsætisráðherra hefir dvalist í Kaupmannahöfn undanfarna daga og er nú á heim- leið. Hefir rignt íslenskum kross- um yfir ýmsa meiri eða minni háttar Spánverja. Munu þá flestir sannfærast um nauðsyn krossanna sem áður efuðust, því að víst munu þeir telja Spánverja sérstak- lega góðs maklega af oss. Einhver fagur moli hafði og hrotið að for- sætisráðherranum. Með mikilli samúð og hrifningu segir Morgun- blaðið frá tíðindum þessum, sem vonlegt er. Jóhannes Kjarval málari hefir haft sýningu opna í Listvinafélags- húsinu. Verður getið síðar. „19. júní“, kvennablaðið sem ungfrú Inga Lára Lárusdóttir stjórnar, ásakar norðlenskar kon- ur þunglega fyrir vantraustsyfir- lýsingu þá, er þær sendu alþingis- manni kvenna Ingibjörgu H. Bjaríiason, og birt var hér í blað- inu eftir tímariti norðlenskra kvenna. — Ekki mun Tíminn leggja neitt til þeirra mála. ——<1----- Gott að rifja það upp. „Frjáls verslun“. Eitt helsta viðkvæðið hjá kaup- mannaliðinu í kosningunum var það, að þeir einir væru með „frjálsri verslun“. Allir aðrir væru meir eða minna smitaðir af „ein- okun“. Kaupmennimir sögðu þetta synkt og heilagt og útsendarar þeirra. „öðruvísi mér áður brá“. Er gaman að rifja upp það sem faðir frjálsu verslunarinnar á Islandi segir um kaupmenn 0g frjálsa verslun. það er alkunnugt að Jón Sigurðsson er sá maður sem fyrst og fremst bar það mál fram til sig- urs fyrir Islendinga. Jóni Sigurðssyni farast svo orð um kaupmenn og frjálsa verslun árið 1840: „Allir eru hér (meðal Islendinga í Kaupmannahöfn) nema kaup- menn á því, að íslendingar fái frjálsa verslun, og að vísu held eg ekki að þyrfti annað en góðar petitionir (bænaskrár) frá þeim, um alt land, hvar í þeir segðu fyrir hversu lina ætti verslunarokið, eða létta af með öllu“. Bréf bls. 18. Allir, nema kaupmenn! segir Jón Sigurðsson. Mikið eru þeir breytt- ir orðnir blessaðir, að nú skuli þeir einir vera orðnir hinir rétttrúuðu! Embættismenn og réttindi lands- ins. Sumum mönnum hefir þótt það einkennilegt, hvemig embættis- menn þjóðarinnar, langflestir, og allra helst hinir æðri, hafa skipað sér við kosningamar nýafstöðnu. Að þeir t. d. flestir vom á móti því að gerð væri ítarleg tilraun til að gæta hagsmuna landsins gagnvart Islandsbanka. Ætli það sé eitthvað áður nýtt og óþekt að embættismennirnir reynist deigir um að gæta réttinda landsins ? Er fróðlegt að heyra hvað Jón Sigurðsson segir um embættis- mennina og réttindi landsins. Eng- inn hefir, sem hann, orðið að reyna á þolrif landsmanna um að berjast fyrir réttindum landsins. Ummæli hans um það hvemig þeir hafi reynst, verða því ekki kölluð sleggjudómur. Jóni Sigurðssyni farast svo orð: „Víst er það að tilraunin frá 1851 (kúgunartilraunin á þjóð- fundinum) verður ítrekuð og á embættismenn vora getum við ekki Hugheilar þakkir flytjum við undirrituð hjón hinum kæru sveitungum okkar fyrir drengilega hjálp og fégjafir er þeir létu okkur í té á síðastliðnu sumri, þegar eg meðundirrituð varð fyrir heilsubilun, og var flutt til Reykjavíkur, til hins ágæta læknis Halldórs Hansens, sem með guðs hjálp bætti heilsubrest minn. Guð launi þeim öllum, er okkur réttu þá hjálparhönd. Tunguhlíð í Geithellnahreppi 18. nóv. 1923. Björg Antoníusdóttir. Albert J. Sigurðsson. stólað, síst þá sem eru í æðri röð- inni; þeir álíta sig selda og em það, og mega líka gjarna vera það, þegar þeir passa embætti sín og enginn ætlast til að hafa þá til ann- ars. peir em góðir til að vaka yfir ancienniteti (embættisaldri) sjálfra sín, en ekki yfir réttindum þjóðar sinnar“. Bréf bls. 208. Hann er ekki myrkur í máli for- setinn, í þetta sinn frekar en endra nær. ----0---- Æfisaga Guðmundar Hjaltason- ar, hins kunna fyrirlesara, skráð af honum sjálfum, er nýkomin út. Samband Ungmennafélaganna gef- ur bókina út. Allstór bók er þetta. Kemur höf. víða við, því að margt bar við á æfi hans og mörgum merkum mönnum kyntist hann á þeirri leið. Bókin er spegilmynd af höfundi sjálfum og verður vinsæl af alþýðu. Mikil vandræði stafa af því fyr- ir bæinn og óþægindi, hve illa gengur með rafmagnið. Um lang- an tíma má heita að ekki hafi ver- ið nema hálf birta. Enn verra er ástandið fyrir ýmsa iðnrekendur sem nota rafmagnið til véla. Ekki ber á því á yfirborðinu að nein vandræði eða fjárþröng sé hér í höfuðstaðnum. Búðargluggarnir ætla ekki að verða miður glæsileg- ir en í fyrra, alt sem glingur og óþarfi heitir, milli himins og jarð- ar, er þar á boðstólum og aldrei hafa verslanimar verið jafnmarg- ar og nú. — En á hinu leytinu er bæjarstjórnin að skipa nefnd til að athuga heimili hinna atvinnulausu manna og fullyrt í blöðunum að víða sé fólk farið að svelta. Sjaldan hefir verið eins imkið um allskonar skemtanir í bænur.i og í haust. Sjónleikar margskorar, sýningar og hljómleikar. En aö - sóknin er ekki að sama skapi Glímumennirnir munu t. d. hr.fa. tapað á því að leika Hellismennin?. Ensku kosningarnar. Fregn barst um ensku kosningarnar frá CenL- ral News þegar blaðið var ao fara í vélina. Hefir verndartolla- stefna afturhaldsstjómarinnar orð ið algerlega undir. 253 afturhalds- menn náðu kosningu, 150 frjáls- lyndir menn, 190 verkamenn og 8 utan flokka. Ófrétt var um kosn- ingu 14 þingmanna. Vafalaust er að upp úr þessum kosningum verða stjórnarskifti á Englandi. Frjáls- lyndi flokkurinn tekur vafalaust við stjórninni með stuðningi verka- manna. Úrskurður kjósendanna mótiverndartollastefnunni er mjög skýr, einkum þegar þess er gætt, að afturhaldsflokkurinn var í mjög miklum meiri hluta fyrir kosning- arnar. Kosningarnar höfðu verið afbragðs vel sóttar. Winston Churchill, sem var flotamálaráð- herra frjálslynda flokksins á stríðsárunum, féll við kosningam- ar. Kaupið þér Iðunni? Hún kostar aðeins 7 kr. Afgreiðsla Bergstaðastræti 9, Reykjavík. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta h/f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.