Tíminn - 08.12.1923, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.12.1923, Blaðsíða 3
TIMINN 163 ®E AVHEMOLLEN Kaupmannahðfn mælir með sínu alviðurkenda rúgmjöli ofe nveiti. Meíri vörugæði ófáanleg. S. I. S. sfeiftir eixig'öxLg'UL -v±<3 olkzlsnjLr. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. meslu lokið. Hcíir Eiriar Jónsson sagt fyrir uin alt, er laut að verkinu, og er írágangurinn allur hinn prýðilegasti. Verður lands- og bæjarprýði að Ing- ólfsmyndinni. Verður siðar sagt frá verki þessu, þegar það er fullgert. Yngsta samvinnufélagið. Nemendur úr tveim skólum í Rvík, Kennara- og Samvinnuskólanum, hafa efnt til mötunevtis sameiginlega í húsi U. M. F. R. Eru húsakynni og allur út- búnaður í besta lagi. Miðstöðvarhitun, rafmagn, smáborð um allan salinn, og á veggjunum nokkur ágæt málverk, sem Ásgrímur og aðrir^njallir málar- ar hafa lánað þangað um stundarsak- ir. Eftir fenginn reynslu virðist fæðið liklegt til að verða betra og ódýrara heldur en gerist i bænum. Póstkröfur. í fyrra samþykti þingið að innheimta mætti póstkröfur á hverri bréfhirðing- arstöð. petta munu blöð og tímarit nota sér, til að gera skilvísum kaup- endum létt fyrir að borga. Mikið af vanskilum blaðanna er að kenna því, að kaupendur eiga ógreitt með að koma andvirðinu til skila. Nú þarf ekki því um að kenna. Tíminn mun nota póstkröfu við innheimtuna, þar sem eklci eru sérstakir innheimtu- menn. Iíaupendur munu viðurkenna, að eðlilegt sé að blöðin þurfi að fá sín- ar skuldir goldnar. Sérstaklega á þetta við um óháð blöð, sem ekki fóma neinum málstað fyrir auglýs- ingar eða önnur óbein fríðindi. prosk- aðir kaupendur munu heldur vilja borga blöð sem segja satt, heldur en þiggja ókeypis blöð, sem eru háð þeim, sem auglýsa. ----o---* Samsöngur. Um miðja þessa viku söng karlakór K. F. U. M. í Báruhúsinu. Söngstjórinn er hinn sami og áður, Jón Halldórsson ríkisféhirðir, og söngmennirnir flestir hinir sömu, sem áður hafa sungið undir stjórn hans. þetta mun vera fjórða árið sem söngflokkur þessi syngur opinber- lega. Hefir þess áður verið getið hér í blaðinu að söngflokkur þessi hefir tekið miklum framförum. En þó bar mest af í þetta sinn. Margoft hafa áður góð söngfé- lög sungið hér í bænum. Og stund- um hafa söngkraftarnir verið meiri en í þessum hóp. En hitt mun óhætt að fullyrða, að aldrei hefir fyr sungið hér betur sam- æfður flokkur en þessi, aldrei hefir söngstjóri fyr náð jafnmiklu valdi yfir söngmönnunum og tekist eins vel að framsetja sinn skilning á tónsmíðunum um barka söng- valdhöfunum að þeir lini á þeim lagaboðum, sem sett hafa verið til að tryggja rétt skepnanna. Svo hörð meðferð virðist mér þetta á hrossunum, að ekki geti söluþörf réttlætt þetta og það eftir að mark- aðir voru haldnir í sumar, því altaf hljóta að vera nokkuð glögg þau takmörk sem heiðarlegur og göf- ugur maður gengur ekki út fyrir, þó peningar séu í boði — Fram- tíðarvonin hlýtur að verða sú, ef hægt er að halda lífinu í nokkurri, að öll bændastéttin vaxi upp í þá göfgi, að finna til skyldunnar sem á henni hvílir gagnvart skepnunum samkvæmt þeim réttindum er hún hafi til þeirra, því réttindi og skyldur hljóta, þar sem annar- staðar, að eiga að haldast í jafn- vægi. Enda svo þessar línur með þeirri áskorun til háttvirtra þing- manna, að þeir bæti þessa gloppu á útflutningslögunum, svo vel, að ekki verði rekin hundruð af hross- um í gegn um hana. Rvík 5. des. 1923. Theódór Arnbjörnsson. frá ósi. ----o----- inannanna og í þetta sinn. Iilýtur að liggja sérstaklega mikil vinna og alúð að baki og er það mikið hrósuharefni bæði fyrir söngstjóra og söngmenn. Að þessu leyti er þessi samsöng- ur mjög merkur viðburður í söng- mentalífi Reykjavíkur. Hann ber vott um að hér er til mikil söng- ment og er gaman að minnast þess í því sambandi að söngstjórinn er dóttursonur Péturs Guðjónssens, sem nefndur hefir verið faðir ís- lenskrar sönglistar. Með fjögra ára vinnu hefir þessi söngflokkur náð þessari fullkomn- un. Má það vera tilhlökkunarefni allra söngvina að fylgjast með hon- um framvegis. því að vitanlega á það ekki síst við um söngmentina að hvorki með áhlaupum né í hend- ingskasti verður náð miklu tak- marki, heldur fyrst og fremst með langri vinnu og vitsmunum. -----o---- — Dæmi um peningaverðfallið þýska er það, að 21. október kost- aði eitt brauð 2500 miljónir marka, en tveim dögum síðar kostaði það 5500 miljónir marka. Fyxúr sti’íðið jafngilti eitt mark 90 aurum. — Tveim dögum eftir að Srnuts forsætisráðherra Suður-Afríku flutti ræðu þá, sem getið hefir ver- ið fyr, flutti Baldwin, foi’sætis- ráðherra Englands, aðra ræðu, sem og hefir vakið eftirtekt. í nafni alls heimsins og frönsku og ensku þjóðarinnar skoraði hann á Poin- caré, forsætisráðherra Frakka, að spyi’na ekki á móti allherjai’fundi um skaðabótamálið, enda myndu Bandai’íkin og taka þátt í honum. — Washingtonfundurinn marg- umtalaði ákvað um fjölda hinna stóru herskipa sem stórveldin mættu eiga og við sig bæta, en samkomulag fékst ekki um fjölda hinna minni beitiskipa. Reynslan hefir þai’afleiðandi orðið sú að nú er háð hin harðasta samkepni milli stórþjóðanna um þessi skip, eink- um um það að gera þau sem allra hi’aðskreiðust. Reynslan á stríðsár- unum vai’ð og sú, að litlu beitiskip- in gátu unnið afarmikið vei’k um að gera siglingaleiðirnar ótryggar og t. d. þýska beitiskipið Emden gerði Bandamönnum gríðarlegt tjón og til þess að ná því þui’ftu Bandamenn að stefna gegn því heilum flota. Síðustu árin hafa Japanar einkum lagt hina mestu áherslu á að eignast hraðski’eið beitiskip. Eiga þeir nokkur sem fara 34 sjómílur á vöku. En flest ensku beitiskipin fara ekki nema 30 sjómílur á vöku. Frakkar hafa mörg slík skip í smíðum. En þetta eru dýr skip. þegar einhver ný upp- götvun hefir valdið því, að hraði nýju skipanna verður dálítið meiri verða gömlu skipin fljótt lítils virði. Yfirburðir hraðskreiðara skipsins eru svo afarmiklir. — Sum helstu blöðin í Bandaríkj unum ákæra Frakka harðlega fyr- ir það, að þeir séu að ganga milli bols og höfuðs á pýskalandi. Segja að enginn friður geti nokkni sinni orðið í Norðurálfunni eins og nú stefni. — Samvinnufélögin í Lithauga- landi hafa nýlega keypt landbún- aðarvélar og smjörbúaáhöld í Sví- þjóð fyrir um eina miljón króna. 25% af upphæðinni á að greiða strax, en stjóm Lithaugalands ábyrgist greiðslu á hinu, sem á að greiðast á sex árum. — Fáum dögum eftir að þeir fluttu ræður þær, er að framan getur, forsætisráðherrarnir Smuts og Baldwin, svaraði Poincaré for- sætisráðherra Frakka meðal ann- ars á þessa leið: Við væntum þess að Bandamenn haldi fullkomlega samninga þá, sem þeir hafa undir- ritað. Eftir ítarlega rannsókn ákvað skaðabótanefndin upphæð skaðabótakröfunnar. Ákvörðunin sem um það var tekin 5. maí 1921 var tekin af Bandamönnum öllum, samkvæmt tillögu sem kom frá ensku stjórninni. Hún er endanleg og henni verður ekki breytt nema með samþykki okkar. Héðan af verður þjóðverjum engin ívilnun gefin nema með einróma sam- þykki Bandamanna og Frakkland hefir beðiö svo mikið tjón að það getur enga ívilnun veitt. það er alt- af verið að biðja okkur um rann- sókn á því, hvað þýskaland geti borgað. Eigi sú rannsókn að leiða í ljós niðurfærslu, getum við ekki samþykt hana. Stanley Baldwin hefir mjög alvarlega skorað á mig að samþykkja nýtt fundarhald og nýja rannsókn. En hvað ætti slíkur fundur að ræða? Hvaða samband ætti aö vera milli hans og skaða- bótanefndarinnar ? — Atburðirnir hafa sýnt að við fórum hyggilega að er við hernámum hluta þýska- lands. Heíðum við gefið greiðslu- frest, hefði þýskaland fyrst og fremst ekkert borgað okkur og sömuleiðis notað frestinn til að auðga sig- á okkar kostnað. Nú verður þýskaland aftur á móti að leggja alt kapp á að stanaa í skil- um. — Frönsku blöðin hafa mjög eindregið tekið í sama strenginn og Poincaré. — Foringjar vinstrimanna, jafnaðarmanna og kommúnista í norska þinginu hafa sameiginlega borið fram tillögu um það í norska þinginu að frá 1. janúar 1925 skuli Kristjanía heita Osló. Flokkar þesir hafa meiri hluta í þinginu og er því líklegt að tillagan nái fram að ganga. — þjóðfundurinn tyrkneski í Angora lýsti því yfir í lok október- mánaðar að Tyrkland væri lýðveldi og Mustafa Kemal forseti þess. — Bolchewickarnir rússnesku hafa lagt mikið kapp á að vinna fylgi Múhameðstrúarmanna. Eiga þeir og mikil lönd í Asíu, sem Mú- hameðstrúarmenn byggja, t. d. í Turkestan, Norður-Persíu, Kákas- us og víðar. Framtíðarhugsjónin mun hafa verið sú, að vinna fylgi þjóðflokka þessara til áframhald- andi sigra fyrir Bolchewickastefn- una austur og suður eftir álfunni, í Afganistan, Indlandi, Mongóla- landi og víðar. Tyrkir tóku vel vin- áttuhótum Rússa og þágu banda- lag þeirra meðan þeir voru að hrinda Grikkjum af höndum sér. En meiri samleið vildu þeir ekki eiga við Rússa. I sínum eigin Asíu- löndum breyttu Rússar alveg um aðbúðina við Múhameðstrúarmenn ina. Stofnuð voru lýðveldi sem hétu að vera sjálfstæð, undir yfir- stjórn Rússa. Réttarfarsreglur Mú- hameðstrúarmanna urðu viður- kendar. Föstudagurinn var löggilt- ur helgidagur í stað sunnudagsins. Tunga íbúanna var löggilt í öllum skólum. Sumsstaðar voru rúss- nesku innflytjendurnir fluttir burt úr þorpum og þau fengin í hendur Múhameðstrúarmönnum. þannig átti að vinna vináttu íbúanna og tryggja þá ráðstjórnarhugsjónun- um. En það fór á annan veg. Alt gekk vel í fyrstu að vísu. Lands- menn voru himinlifandi glaðir. þjóðernistilfinningin vaknaði og hún varð sterkari með degi hverj- um. Mikið vill meira. Fullkomið sjálfstæði vildu þeir fá. Og svo bættust fjárhagsörðugleikar ofan á. I löndum þessum hafði verið mikil baðmullarrækt og iðnaður fyrir stríðið. En á stríðsárunum varð að breyta baðmullarökrunum í kornakra, því að korn fékst ekki utanlands frá. Nú var það nauð- syn að breyta aftur til. En þá þurfti að fá fé til að greiða fyrir kornið meðan verið væri að koma fótum undir baðmullariðnaðinn aftur. Fé hafði ráðstjórnin rúss- neska ekki aflögum. Hún átti nóg meo sig. þessi vandræði, sem náðu nálega til hvers heimilis, og hin vaknandi þjóðernistilfinning kveiktu uppreistarbál um alt land- ið. Nú urðu Rússar að snúa við blaðinu. Herlið var sent frá Rúss- landi og uppreistin var bæld niður á stuttum tíma með harðri hendi. Og nú er úti um pappírssj álfstæðið Múhameðstrúarmannanna austur þar. Rússar stjórna þar óskorað og nú gera þeir það með sverðinu. 1 stað þess sem áður átti að vinna hjörtun með hugsjónum ráðstjórn- arríkisins, er það nú sverðið sem stjórnar — alveg eins og meðan keisarastjórnin gamla fór með Rússavald. — Fyrir rúmum mánuði síðan hélt IJedenstjerna, utanríkisráð- herra Svía, ræðu í Stokkhólmi sem vakið hefir mikla eftirtekt. Hann tók það fram að Svíar hlytu að telja sér það mjög mikils varðandi að Finnland fengi að halda sjálf- stæði sínu óskorað. því ætti það að vera stefna Svíþjóðar, stæði Finn- um hætta af Rússum, að veita Finn um öflugan stuðning. Vildi beinlín- is hugsa sér þann möguleika, að Svíþjóð og Finnland gerðu banda- lag um það, að réðust Rússar að ósekju á Finna, þá skyldu Svíar berjast með þeim. Vitanlega yrði slíkur samningur ekki gerður án óskoraðs fylgis sænsku þjóðar- innar, en þess hefði ekki verið leit- að enn. par sem ræðumaður er ut- anríkisráðherra Svía, ræður að lík- indum að þetta hefir valtið athygli. — þjóðverjar leggja afarmikið kapp á að auka aftur verslunar- flota sinn. Hafa bæði smíðað mik- ið af nýjum skipum og keypt geysi mörg frá útlöndum. Ber ekki á fjár skorti hjá þjóðverjum um þetta. Skýrslur um umferðina um Súes- skurðinn sýna ljóslega hinn geysi- mikla vöxt sjóverslunar þjóðverja. Árið 1920 fóru aðeins 3 þýsk skip um Súesskurðinn og báru samtals 15 þús. smálestir. Árið 1921 voru þau 35 og báru 171 þús. smálestir og árið 1922 voru þau 149 og báru 735 þús. smálestir. Loks hefir sigl- ing þýsku skipanna um skurðinn á þessu ári vaxið svo, að fyrstu 8 mánuðina fóni fleiri og stærri skip um hann en alt árið 1922. Lang- samlega flest og stærst ensk skip fara um Súesskurðinn. Árið 1921 voru hollensku skipin næst, þá japönsk, þá ítölsk, þá frönsk og þýsku skipin voru tíu sinnum minni að smálestatali er; þau frönsku og ítölsku. það sem af er í ár eru pjóðverjar orðnir þriðju í röðinni. — Mikill stormur hefir orðið í sænsku blöðunum út af ummælum utanríkisráðherrans um vamar- samband milli Svíþjóðar og Finn- lands. Forsætisráðherrann hefir lýst því yfir, að þessi ummæli séu aðeins persónuleg skoðun utanrík- isráðherrans. En sum sænsku blöð- in halda því fram, að utanríkisráð- herrann megi ekki í slíkum málum tala opinberlega á þessa leið, nema hann sé í samræmi við stjórn ina. Liggur við borð, að ráðherr- ann verði að fara frá fyrir þessa sök. — Haldinn var nýlega i Ameríku alþjóðafundur mjólkurframleið- enda. Sóttu fundinn fulltrúar frá 40 löndum. Var rætt meðal annars um alþjóðalöggjöf um mjólkur- framleiðslu, t. d. ákvæði um vatns- magn í mjólk, fitu-„procent“ í osti, ákveðin nöfn á ostategundum o. s. frv. Fulltrúarnir frá Norður- löndum láta mikið af því, hve amerísku bændumir hafi náð mik- illi fullkomnun á þessu sviði. — 1 Danmörku og Svíþjóð hafa jafnaðarmannaflokkamir alger- lega afneitað stefnu Bolchewick- anna rússnesku og verið fjand- samlegir í þeirra garð. öðru máli hefir verið að gegna um norsku jafnaðarmennina. Megin- hluti þeirra hefir til skamms tíma verið mjög nákominn Bolche- wickum, en á því er nú orðin breyting. Gerðu Bolchewickar harða kröfu um takmarkalausa hlýðni norska flokksins við stjórn- ina í Moskva og á því brast. Hefir meirihluti norska flokksins nú sagt sig úr lögum við Bolehewicka. Yf- irleitt er það svo orðið um öll lönd að Bolchewickastefnan er „altaf að tapa“. — Stórflóð hefir valdið miklu tjóni á Norður-Italíu. Gleno-vatn- ið hefir brotið flóðgarðana og Tætt yfii þorpin í kring. Um sex hundr- uð manns er saknað. — Bandaríkin ætla að veita pýskalandi stórt dollaralán. — Fjölmennir fundir á Grikk- landi skora á Venizelos, hinr. forna le'ðtoga, að hverfa aftur heim til Grikklands. Hefir hann dvalisr í útlegð síðan Konstantín konungur braust aftur til valda. — Myrtur var nýlega á Fvalck- landi, með skammbyssuskoti, ungur sveinn, 15 ára gamall, son- ur eins af helstu þingmönnum konungssinnanna frönsku. Er búist við að úr máli þessu geti orðið stórpólitískt æsingamál. — Mussolini forsætisráðheri'a ítala, og Primo de Rivera, forsætis- ráðherra Spánverja, hafa ákveðið að stofna „latneskt bandalag“ milli Ítalíu og Spánar. Ráðgert er að hafa ríkin í Suður-Ameríku með í bandalaginu. Bandalagið æt1- ar að ganga úr alþjóðabandalag- inu. ----o----- Ljósmyndasýning. Blaðamanna- félagið hélt aftur nú í vikunni samskonar ljósmyndasýningu og í fyrra. Sýningin var ágæt. Fjölda margar myndir voru verulega skemtilegar. Vísnakver Fomólfs heitir ný kvæðabók, sem Ársæll Árnason sendir á markaðinn, alveg sérstak- lega smekklega og vandaða að öll- um frágangi. Höfund kvæðanna munu allir kannast við, þótt nefn- ist þessu nafni. Verður þessarar merku bókar nánar getið síðar. Harðindi mikil eru nú sögð um alt Norðurland. Prófessorar Háskólans, Sigurður Nordal og Guðmundur Finnboga- son, héldu ræður á hátíð stúdenta 1. des. og notuðu báðir tækifærið til að hnýta í þá menn, sem vilja stofna til spamaðar á embættis- mönnum, meðal annars við Há- skólann. — þykir nú mikils við þurfa er slík tækifæri era notuð sem þetta. K. F. U. M. hefir nýlega keypt húseignir Daníels Bernhöfts bak- ara, við Bankastræti, með mikilli lóð. Mun félagið ætla sér að reisa þar fundahús. Er staðurinn ein- hver hinn besti í bænum sem til þess gat fengist, og væri ánægju- legt að hugsa til þess að þar risi bráðlega myndarlegt hús. Ingólfslíkneskið er nú komið heim. Er búið að flytja það á stað- inn, þar sem það á að standa, en ógengið frá enn til fullnustu. Skuggasveinn. íþróttamenn eru aftur famir að leika Skuggasvein og verður jafnan vinsælt. Nýtt blað er farið að koma út á Seyðisfirði og heitir „Hænir“. Rit- stjóri er Sigurður Árngrímsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.