Tíminn - 29.12.1923, Síða 2
174
T 1 M I N N
Bændanámsskeið
verðnr háð á Hvanneyrí frá 20.
tíi 26. janúar næstkomandí.
Alfa-
Lav
skilvindur
reynast best
Pantanir annast kaupfé-
lög út um land, og
Samband ísL samv.íélaga.
Líftryggingarfél. ANDVAKA h.f.
Kristianiu — Noregi
Allar venjulegar líftryggingar, barnatryggingar
og lífrentur.
isla.xi-cisc3.ollc3.iiA.
Löggilt af Stjórnarráði Islands í desember 1919.
Ábyrgðarskjölin á íslensku! —Varnarþing í Reykjavík!
Iðgjöldin lögð inn í Landsbankann og íslenska soarisjóði.
Viðskifti öll ábyggileg, hagfeld ög refjalaus!
Dýrmætasta eignin er starfsþrek þitt og lífið sjálft. Trygðu það!
Gefðu barni þínu líftryggingu! Ef til vill verður það einasti arfurinn!
Líftrygging er fræðsiuatriðí, en ekki hrossakaup! Leitaðu þér fræðslu!
Líftrygging er sparisjóður! En sparisjóður er engin líftrygging!
Hygginn maður tryggir líf sitt! Heimskur lætur það vera!
Konur þurfa líftrygging eigi síður en karlar!
Með því tryggja þær sjálfstæði sitt!
10.000 króna líftrygging til sextugsaldurs kostar 25 ára gamlan mann
um 67 aura á dag!
5000 króna líftrygging kostar þrítugan mann tæpa 30 aura á dag.
Forstjóri: Helgí Valtýsson,
Pósthólf 533 — Reykjavíi — Heima: Grundarstíg 15 — Sími 1250
A.Y. Þeir sem panta tryggingar skriflega sendi forstjóra umsókn og
láti getið aldurs sins.
ar á kíló, eða um 70 krónur á
hverja saltkjötstunnu. petta er
nærri helmings hækkun.
þessi er þá orðinn árangurinn af
hálfs annars árs samningaumleit-
unum fslendinga við frændurna
norsku. Dag frá degi höfum við
verið dregnir á eyrunum með fögr-
um loforðum, og jafnt og þétt hef-
ir tollurinn hækkað. Nú síðast ná-
lega um helming.
þessi síðasta tollhækkun er í
rauninni sama sem að loka kjöt-
markaðnum norska.
II.
Eftir hálfan annan mánuð kem-
uru alþingi saman. Við þetta kjöt-
tollsmál má það ekki skiljast nema
annað fáist af tvennu:
a. að Norðmenn fáist til að af-
nema eða lækka kjöttollinn stór-
kostlega, eða
b. að svo háir tollar verði lagðir
á viðskifti Norðmanna við fsland,
að mikið vinnist upp af því geysi-
mikla tjóni, sem íslenskir bændur
bíða við kjöttollinn.
Um þetta munu a. m. k. allir full-
trúar bændakjördæmanna á al-
þingi standa saman og vafalaust
miklu fleiri.
þótt mörlandinn hafi verið talinn
tómlátur mun hann nú sýna það,
að hann lætur ekki loka markaði
fyrir einni aðalframleiðsluvörunni,
án þess að eitthvað komi á móti.
Samkvæmt skýrslum Hagstof-
unnar hafa norsk skip flutt 78—
85 þús. smálestir af vörum fyrir fs-
lendinga síðustu árin fyrir stríðið.
Skýrslur eru ekki komnar út um
árin síðan stríðinu lauk. En það
er alveg vafalaust, að þeir flutn-
ingar hafa aukist mjög mikið síð-
ustu árin, líklega um helming.
Ennfremur sýna skýrslur Hag-
stofunnar að árið 19Í4 fluttust
hingað norskar vörur fyrir 1 milj.
og 100 þús. kr. Árið 1916 fyrir 4
milj. kr. og árið 1919 fyrir 1 milj.
og 400 þús. kr. Skýrslur eru ekki
komnar um síðustu árin. En þar
sem fullvíst er, að siglingar frá
Noregi hingað hafa stórum vaxið,
er og fullvíst, að innflutningur
norskra vara hefir vaxið.
þarna mun verða gripið niður
um að ná sér niðri fyrir meðferð-
ina, sem íslenskir bændur fá í
Noregi.
— Og við eigum eftir að tala í
Grænlandsmálinu fslendingar. þar
eigast nú við Danir og Norðmenn.
En sé spurt um sögulegan rétt, þá
er þess að minnast að íslendingar
og íslendingar einir námu Græn-
land og settu þar íslenskan rétt.
-o-
Eftir kosningarnar.
Nú eru alþingiskosningar um
garð gengnar, með öllum sínum
gauragangi, og úrslit þeirra orðin
alþjóð kunn.
Fáir hafa þeir sjálfsagt verið,
sem ekki hafa fylgt þessum kosn-
ingum með athygli og beðið úrslit-
anna með eftirvæntingu.
Margir munu telja forvitni
sinni svalað og álíta, að ekki sé
meira um þessi mál að tala, úrslit-
in séu þannig, að alt höggvi í sama
farið. Flokkaskipun muni verða lik
og áður, og margt séu sömu þing-
mennirnir. því miður er þetta líka
svo, að ekki er von á að neinn
meirihlutaflokkur taki nú í taum-
ana fremur en áður, nema að allir
andstæðingar Framsóknarflokks-
ins sameinist í einn fastan flokk.
það er vafalaust vilji- sumra, sem
þá hafa kosið, að þeir taki nú
stjórnina í sínar hendur með fullri
ábyrgð.
Ekki mun ástæða til að sleppa
allri von um lagfæringu á stjórn
þjóðarbúsins, þótt kosningarnar
hafi farið svo sem kunnugt er. því
hvað sem allri flokkaskiftingu líð-
ur, verður því ekki neitað, að hér
eru nú kvaddir til að ráða fram úr
vandamálum þjóðarinnar þeir
menn, sem þjóðin treystir best til
þess. Og eg efa ekki, að þeir vilji
allir vinna þjóðinni gagn, þótt þá
greini á um leiðir til þess, og mörg
smáatriði valdi deilum. það þýðir
ekki að tala um, hvað hefði átt að
gera, eða æðrast yfir því, sem orð-
ið er, þessu, að við erum nú komn-
ir á barm glötunar með alt okkar
frelsi og fullveldi. Glötun f járhags-
legs sjálfstæðis stendur fyrir dyr-
um. Og þá verður lítið úr pappírs-
sjálfstæðinu. það sem hér skiftir
því máli er þetta: Munu hinir
nýju þjóðfulltrúar hafa dug og
samheldni til að rétta við fjárhag-
inn? Og munu þeir finna þau ráð,
sem duga til þess, og geta orðið
sammála um þau? Svarið getur
ekki orðið nema eitt: þeir verða að
gera það. Allir sem elska ættjörð-
ina köldu og íslenskt þjóðerni,
krefjast þess. Og þeir bíða með eft-
irvæntingu þess, að sjá hin nýju
vinnubrögð við viðreisnarstarfið.
Hver þau ráð eru, sem hér geta
komið að fullu haldi, ætti ekki að
þurfa að segja mönnum oftar en
búið er. það liggur opið fyrir þeim,
sem eitthvað hafa kynt sér sögu
þjóðarinnar. Og einnig fyrir þeim,
sem aðeins hafa sitt landsmálavit
úr dagblöðunum, ef þeir bera sam-
an niðurstöður þeirra út af fjár-
hagsvandræðunum og gengishruni
íslenskrar krónu.
Sparnaður! Samtaka sparnaður
heillar þjóðar. það er ráðið, sem
Hallgrímur Kristinsson og aðrir
bestu menn þjóðarinnar hafa alt af
verið að brýna fyrir fólki, þessi ár,
sem landið hefir verið að sökkva
dýpra og dýpra í skuldafenið. En
þingið hefir ekkert gert til að
koma þjóðarsparnaði í fram-
kvæmd. þvert á móti hert á eyðsl-
unni. Svona hefir það farið vegna
sundurlyndisins á undanförnum
þingum. Sundurlyndið er erfða-
ógæfa okkar fslendinga.
það er nú sýnt og sannað með
reynslu liðinna ára, að til þess að
rétta við þjóðarhaginn dugir ekk-
ert þótt forsjálustu einstaklingar
þjóðfélagsins spari eitthvað við
sig, og þó að slíkt nái yfir heil
héröð.
það eina sem dugir er lögboðinn
sparnaður fyrir alla. — Róttæk
innflutningshöft, sem framfylgt
væri með festu og án undanþágu.
það verður að lögbanna öll inn-
kaup frá útlöndum, nema brýnustu
nauðsynjavörur, þ. e. a. s. alt það,
sem nauðsynlegt er að nota við
framleiðsluna — slitfataefni og
matvörur. Alt annað verður að úti-
loka, þar til við höfum greitt skuld-
ir okkar við útlönd. Verklegar
framkvæmdir má ekki hætta við að
öllu leyti, að minsta kosti verður
að halda við þeim mannvirkjum,
sem þegar eru gerð. — þjóð sem
hefir lifað í 1000 ár með því að
neita sér um nær alt það, sem nú
er flutt inn í landið, að undanskild-
um örfáum allra nauðsynlegustu
tegundunum, hún getur enn neitað
sér um allan munað, skraut og
skriffinskutæki, án þess að glata
fyrir það manndómi sínum.
Hvað þýðir þá alt orðagjálfrið
um frelsi og föðurlandsást, ef fólk-
ið vill ekkert á sig leggja til þess
að bjarga landinu og sjálfu sér frá
glötun? Hvað gera aðrar þjóðir til
að verja frelsi sitt? þær fórna lífi
sona sinna í þúsundatali á vígvöll-
unum, og taka þá árum saman frá
heimilisstörfunum.
það eru sjálfsagt allir sammála
um það, að best hefði verið að
þessi alþjóðar sparnaður yrði
framkvæmdur án lagaboðs. En til
þess er ekki hugsandi lengur. það
sem ekki á við á heilbrigðum tím-
um, getur verið sjálfsagt og nauð-
synlegt á neyðartímum, og svo er
nú ástatt, þegar á að lækna hinn
sjúka fjárhag þjóðarinnar.
Taki hinir nýkosnu þjóðfulltrú-
ar ekki þetta ráð strax í vetur, að
lögleiða innflutningshöftin, má bú-
ast við öðru síðar, sem verkar í
sömu átt — hallæri. Sá verður
bara munurinn, að það bannar alt,
einnig matvöruna.
Til hvers höfum við þá haft lög-
gjafarþing á hverju ári?
Sigurður Jónsson
Stafafelli.
-----o-----
Leikhúsíð.
Leikfélag Reykjavíkur byrjaði á
annan jóladag að sýna gamalt, en
mjög frægt þýskt leikrit, „Heidel-
berg“. Fyrir nálega 20 árum var
það sýnt í Rvík og vakti þá geysi-
mikla eftirtekt.
Efni leiksins er það, að þýskur
ríkiserfingi frá einni smáhirðinni
hefir verið alinn upp eins og fangi
í höll fóstra síns. Hirðsiðirnir hafa
verið óslítandi fjötrar um æsku-
manninn. En skyndilega er ákveð-
ið að senda hinn unga mann til
náms í háskólann í Heidelberg. þar
kemur prinsinn í nýjan heim, glað-
væra, fallega borg, þar sem þús-
undir æskumanna, jafnaldrar hans,
njóta í löngum dráttum gleði vors-
ins. En eftir nokkra mánuði deyr
þjóðhöfðinginn. Prinsinn verður að
koma heim í hina dauðu og köldu
höll og verða aftur æfilangt fangi
hirðsiðanna og æfagamallar dauðr-
ar venju. Námslífið í Heidelberg
stendur í endurminningunni í
ljóma fyrir prinsinum. Seinast af-
ræður hann að strjúka þangað og
lifa aftur nokkra klukkutíma í hóp
ungra, lifandi manna. Hann fer, en
finnur ekki æskuna aftur. Sjálfur
er hann breyttur, gömlu félagarnir
farnir. Alt er breytt nema vin-
stúlka hans, hin unga, fallega
frænka veitingamannsins, þar sem
prinsinn hafði fyr búið.
Leiktjöldin eru prýðileg. Mynd-
in frá Heidelberg gefur ágæta hug-
mynd um fegurð Rínarlandanna.
Frú Guðrún Indriðadóttir leikur
annað aðalhlutverkið, frænku veit-
ingamannsins, en Óskar Borg hitt,
prinsinn. Leikur þeirra beggja er
ágætur. íslendingur, nýkominn frá
Hamborg, sem sá leikinn þar í
stærsta leikhúsinu, gerði lítinn
mun eða engan á leik frú Guðrún-
ar og ungfrú Bauer, sem þó er
fræg leikkona í stóru landi. Óskari
Borg tókst mjög vel að sýna þró-
un hins unga manns: Heima feim-
inn og innibyrgður, í háskólanum
drukkinn í að njóta æskugleðinnar,
og seinast hið þögula vonleysi þjóð-
höfðingjans, sem lifir eins og út-
lagi, einmana, í höll sinni.
Ágúst Kvaran lék mjög vel þjón
prinsins. Friðfinnur Guðjónsson
hafði að þessu sinni svo lítið hlut-
verk, að hans gætti ekki verulega.
Leikfélagið á miklar þakkir skildar
fyrir að sýna slíkt leikrit í lculdan-
um og skammdegismyrkrinu. það
flytur dálítið af sól Suðurlanda
norður að heimskautinu.
Áhorfandi.
----o-----
Fréttir.
Sigurður Sigurðsson búnaðar-
málastjóri kom heim úr Græn-
landsför sinni með Gullfossi á að-
Utskornir munir.
Kaupið útskornar íslenskar tæki-
færisgjafir, heiðursgjafir, afmælis-
gjafir, jólagjafir, sumargjafir trú-
lofunargjafir, giftingargjafir, silfur-
brúðkaupsgjafir og gullbrúðkaups-
gjafir, hjá
Bíkardi Jónssyni,
listamanni í Reylcjavík.
Hvítt gimbrarlamb, mark: stífð-
ur helmingur framan hægra,stand-
fjöður aftan og sneitt framan
vinstra, var mér dregið síðastliðið
haust, en sem eg ekki á.
Réttur eigandi vitji til Valdi-
mars Stefánssonar, Króki, Iiraun-
gerðishreppi.
fangadag jóla. Tíminn væntir
þess að geta flutt fregnir af ferða-
lagi hans innan skamms.
Norsku blöðin ræða nú mjög um
íslenska kjöttollinn. Kemur þar
berlega í ljós að Norðmenn vita að
þeir eiga hér mikilla hagsmuna að
gæta. f einu stórblaðinu er látin í
ljós mikil undrun yfir því, hvern-
ig Morgunblaðið hafi tekið í
málið.
íslenskur kaffibætir. Pétur M.
Bjarnason verksmiðjueigandi, sem
áður er kunnur af starfsemi sinni
við niðursuðuverksmiðjuna á fsa-
firði og nú rekur kaffibrenslunsi
hér í bænum, er að stofna nýja inn-
lenda verksmiðju, sem býr til kaffi-
bæti. þýskir menn hafa grætt
stórfé á því árlega að framleiða
vöru þessa handa íslendingum.
Væru það hin bestu tíðindi gæti
þessi framleiðsla orðið innlend.
Verður nánar sagt frá fyrirtæki
þessu bráðlega, en óhætt er að
segja það strax, að það sem búið er
að framleiða þar af nýja kaffibæt-
inum, er alveg afbragðs gott.
Að gefnu tilefni:
Sprænur þær og ár sem eru runnar
undan heimsku jöklum gamla
Fróns,
sumar nýjar, aðrar áður kunnar
augum spaks og nasasjónum flóns,
lygnar, djúpar, strangar, grýttar,
grunnar,
grafnar fram til Heljar Kaldalóns,
vart eg nokkurn vitað hef sem
Gunnar,
vaða sér til andlegs heilsutjóns.
Bóndi.
„Síðkvöld“ heitir nýútkomin
kvæðabók. Höfundur er ungur stú-
dent, Magnús Ásgeirsson frá
Reykjum í Lundareykjadal og út-
gefandi annar ungur stúdent, Lúð-
vík Guðmundsson, sá stúdentanna,
sem mest lætur að sér kveða um
að safna fé í Stúdentagarðinn.
Bókin er lítil, enda eru kvæðin flest
stutt. En margt er þar laglega sagt
og má vel vera að Magnús geti orð-
ið skáld.
Hjúkrunarfélagið „Líkn“ hefir
gefið út kort, sem ætlað er til
heillaóska á afmælum, hátíðum o.
s. frv. Myndin er af börnum sem
eru að baða sig í sjó, eftir Jóhann-
es Kjarval málara og er ljómandi
falleg’. Miklu ánægjulegra er að
senda slíkt kort en útlenda ruslið,
sem alstaðar er og ekkert er við.
— Kortið fæst í öllum bókaversl-
unum.
Hátíðaveðrið hefir verið með af-
brigðum skemtilegt hér um slóðir,
mesta kyrð á veðri og frostlítið.
fsfisksala togaranna á Englandi
gengur nú aftur ágætlega um hríð.
Kaupið þér Iðunni?
Hún kostar aðeins 7 kr.
Afgreiðsla Bergstaðastræti 9,
Reykjavík.
Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson.
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðjan Acta h/f.