Tíminn - 02.02.1924, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.02.1924, Blaðsíða 3
T I M I K K Hin heimsfrægu Barratt’s baðlyI eru best og ódýrust. arkostnaði og læknishjálp, en ekki fyrir fatnað, er ýmsir þurfa að fá sér, sem að heiman fara. Á Rönt- genstoíunni í Rvík fá geitnasjúkir framvegis ókeypis lækningu. Er með þessari hjálp létt svo undir, að hverju sveitarfélagi ætti að vera vorkunnarlítið að koma sjúkling- unum á framfæri, ef þeir ekki geta kostað sig sjálfir. Sumstaðar hefir líka verið brugðið vel við, eftir að hreyfing komst á þetta mál, og má geta þess, að hreppsnefnd ein sunnanlands kom nýlega hingað til lækninga 7 systkinum, sem öll höfðu geitur. Var það metnaður sveitarfélagsins að hreinsa sveit- ina al' þessum sjúkdómi. Alls hafa 19 geitnasjúkir verið til lækninga á Röntgenstofunni á síðastliðnu ári. Fáir sjúklingar eru ógæfusamari en þeir, sem hafa geitur. Sé þeim ekki hjálpað, eiga þeir sér ekki batavon, og venjulega sýkja geitna- sjúkir foreldrar börnin sín. þessi sjúkdómur er ekki sj álfskaparvíti, og heimskulegt er að líta niður á menn fyrir, að þeir hafa orðið fyr- ir því óláni, venjulega á barnsár- um, að sýkjast af þessari veiki. Gunnlaugur Claessen. ■ V,. Frá útlöndum. Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna hefir aftur látið niður falla samningatilraunir við Rússa. Segir um leið frá því, að upp hafi komist um hvatningar sem Rússastjórn hafi sent verkamönnum í Banda- ríkjunum um að undirbúa byltingu þar í landi. Telja Bandaríkjamenn sér ósamboðið að semja við þá erlenda stjórn, sem styður undir- róður til landráða og byltingar í Bandaríkjunum. — Afganistanríkið liggur við vesturlandamæri Vestur-Indlands og hefir að nafni til verið talið sjálfstætt ríki. En fyrir norðan Af- ganista taka við Rússalönd í Asíu. þannig skilur ríki þetta lönd Eng- lendinga og Rússa og toga báðir í fast. Barst sú fregn frá Rúss- landi rétt fyrir jólin, að Englend- ingar hefðu krafist þess af stjórn- inni í Afganistan, að hún sliti öllu sambandi við Rússland og væri lát- ið skína í, að ella legðu Englend- ingar landið undir sig. Væri þá óséð nefndir, munu ráða stefnu stjórn- arinnar og hafa þar mest völd. En ekki er gott að vita, hversu góð samvinna verður með þeim. Stjórnin er mynduð af tvennskon- ar efnivið. öðrumegin eru hinir „lærðu“ jafnaðarmenn, rithöfund- arnir og blaðamennirnir, Macdon- ald, Webb og Snowden, en hinu- megin hinir virkilegu verkamanna- fulltrúar, Clynes, Thomas og Henderson. Mennimir, sem sjálfir hafa verið verkamenn, og eru fjarri öllum byltingakenningum. Líklega verður þó veikleiki stjórn- arinnar í þinginu samt til þess að styrkja samheldni hennar. En varla mun hún geta afkastað miklu í löggjöf og innanlandsmál- um. Áhrif hennar verða sennilega meiri í nýlendumálum og milliríkja pólitík. Einkum virðist líklegt, að þessi stjóm muni verða andvígari heimsveldispólitík Frakka og vin- veittari þjóðverjum, heldur en þau ráðuneyti, sem stjórnað hafa Englandi undanfarin ár. H. H. ----o---- K. F. U. M. 25 ára. það eru nú liðin 25 ár frá því að K. F. U. M. var stofnað hér á landi, og í tilefni af því hélt félagið hátíð nýlega. Stofndagur þess var 2. jan- úar árið 1899. Stofnendurnir voru 57 að tölu, flest fermingardrengir um afleiðingarnar, því að ekki sætu Rússar hjá slíkum atburðum. Mundi það vera herbragð aftur- haldsstjórnarinnar ensku að láta hina væntanlegu verkamanna- stjórn á Englandi taka við slíkri yfirvofandi styrjöld við Rússland. Utanríkisstjórnin enska telur fregnir þessar eintóman heila- spuna. Englendingum komi ekki til hugar að leggja Afganistan undir sig, þó að hinu verði ekki neitað, að þeir geti ekki unað fullkomlega við framkomu stjórnarinnar í Af- ganistan. — Efri málstofa enska þingsins — lávarðadeildin — er ekki þjóð- kjörin, eins og kunnugt er, heldur eiga þar aðeins sæti hinir tignustu aðalsmenn, prinsar, biskupar o. s. frv. Er iiú mjög um það talað á Englandi, taki verkamenn við stjórn þar, að einungis 5 lávarðar, þeirra mörgu hundraða, sem sæti eiga í efri málstofunni, muni tala þar máli stjórnarinnar. — Ekki minkar enn hatur það, sem hvítir menn leggja á svert- ingja í suðurríkjum Bandaríkj- anna. Oklahama ríkið liggur nálega í miðjum Bandaríkjunum, Texas er fyrir sunnan en Kansas fyrir norðan. þar liggur borgin Marlow og hafa það verið óskráð lög borg- arinnar, að aldrei mætti svertingi vera þar nætursakir. Voru tilkynn- ingar festar upp víða um borgina með þessari áletrun: „Svertingi! Lát ekki sólina ganga til viðar yfir þér hér“. Hefir þessu verið hlýtt þangað til um miðjan desember. þá réði borgai'i einn svertingja í þjónustu sína. Á öðrum degi réð- ust 15 borgarmanna á hús manns þessa. Enga tilraun gerðu þeir til að felast. þeir tóku svertingjann og hengdu hann, og þegar húsbóndi hans vildi koma honum til hjálpar, var hann skotinn. — Helmingi færri og minni skip voru smíðuð á skipasmíðastöðvun- um skosku árið 1923 en árið 1922. — Lloyd George ritar langar greinar í heimsblöðin um ferð sína til Ameríku. Gerir einkum mikið úr hinni geysimiklu náttúruauðlegð Bandaríkjanna. Kornræktar og baðmullarræktarmöguleikarnir séu meiri en nokkursstaðar annars- staðar í heiminum. Málmarnir í jörðu séu geysimiklir og þótt Bandaríkin séu orðin eitt mesta iðnaðarland heimsins, megi svo segja, að kolanámurnar séu ósnert- ar enn. Loks séu hinir geysimiklu frá því árið áður, og fáeinir aðrir, auk sjálfs aðalstofnandans, sr. Friðriks Friðrikssonar, sem hefir stjórnað því síðan. Af þessum fyrstu stoínendum eru 34 lifandi hér í bænum og nokkrir í öðrum löndum. þeir höfðu ekki fullar hendur fjár, fyrstu félagarnir í K. F. U. M., og urðu því fyrst að sætta sig við ófullkomið húsnæði og annan ytri aðbúnað. Stofnfundur þess var haldinn í húsi ,er Framfarafélagið átti við Vesturgötu 51, en aðrir fundir þann vetur voru haldnir í hegning- arhúsinu, er bæjarstjórnin lánaði til þess. Fyrst starfaði félagið sem unglingafélag, til 1902, að því var skift í tvær deildir, aðaldeild og yngri deild, og skiftist um 17 ára aldurinn. Hafði félagið þá eignast svonefnt „Melsteðshús“ við Lækj- artorg. það hús gáfu danslúr fé- lagsbræður. En árið 1906 hafði því vaxið svo fiskur um hrygg, að það gat ráðist í að byggja hús það, er það á nú, við Amtmannsstíg, og flutt þangað á næsta vori, 1907, og hefir búið þar síðan. Undir forystu hins óeigingjarna kristindóms- og mannvinar, Fr. Fr., sem hefir stjórnað því frá byi'jun, hefir það þroskast óskilj- anlega á skömmum tíma, og orðið mörgum til blessunar. Nú er það orðið stórt og voldugt félag, með um 1200 félögum, og þar á meðal eru ýmsir. af nýtustu borgurum bæjarins. Nú er því skift í fjórar skógar og vatnsaflið ótæmandi í hinum miklu ám. -Hann getur þess enn fremur, að væri hlutfallslega jafnmargt fólk í Bandaríkjunum og nú er í Englandi, þá væru íbú- arnir 15 hundruð miljónir, og væri Canada jafn þéttbygt land og Skotland, þá væru þar 600 miljón- ir manna. 1 einu einstöku ríki í Bandaríkjunum eru fleiri mótor- vagnar en á öllu Stóra Bretlandi. — Amerískir bankamenn hafa að undangenginni rannsókn kom- ist að þeirri niðurstöðu, að land- eignir þjóðverja í Bandaríkj unum muni vera 200 miljóna dollara virði. Gætu þær verið trygging fyrir miklu verslunarláni frá Bandaríkjunum til þýskalands. — þeirri reglu hefir hingað til verið fylgt um sporvagnana í Miklagarði, að konur væri í sér- stökum afþiljuðum vagni og þykk gluggatjöld fyrir gluggunum. Nú he'fir það verið leyft að giftar kon- ur mættu sitja hjá mönnum sínum hvar sem er í vögnunum og tillaga er komin fram um að taka burtu gluggatjöldin. — Árið 1919 komu stórveldin sér saman um að hindra innflutn- ing vopna og hergagna til Kína og stendur sá samningur enn á papp- írnum. Englendingar einir hafa reynt að standa við samninginn, en einkum er orð á gert að Frakkar brjóti. Liggur orð á að franskar hergagnaverksmiðjur flytji ó- grynni af hergögnum til Kína. Meðal annars komu nýlega 12 her- flugvélar til Kína frá Frakklandi. — þýska stjórnin hefir nú enn strangara eftirlit en áður með gagnbyltingamönnum og keisara- sinnum. Hilter, foringi keisara- sinni á Suður-þýskalandi, situr í fangelsi og er hans gætt mjög stranglega, því að stjómin óttast að fylgismenn hans muni gera til- raun til að frelsa hann úr fangels- inu. Ludendorff, er síðast var yfir- hershöfðingi þýska hersins, er að deildir: Aðaldeild (piltar 17 ára og eldri), Unglingadeild (piltar 14— 17 ára), Yngsta deild (piltar 10— 14 ára), og Vinadeild (drengir 7—• 10 ára). Félagið stefnir að sama marki og samskonar félög erlendis, að beina huga ungra manna að því, sem gott er og háleitt, en draga þá j afn- framt frá því spilta og óhreina í hversdagslífinu. Annars er tilgang- ur félagsstarfseminnar alþjóð svo kunnur, að ekki þarf að fjölyrða um hann. Starfsemi félagsins er orðin miklu umfangsmeiri en hún var í upphafi. Má geta þess, að nú held- ui' það um 120 fundi og æfingar á hverjum mánuði. Á A-deildar- fundi (sem haldnir eru á fimtud.) er öllum karlmönnum velkomið að koma, og á kveldfundina á sunnu- dögum eru allir velkomnir. Sökum þess, hve starfssvið er orðið mavg- brotið, er húsnæði löngu hætt að fullnægja þörfunum, og hefir félag ið því nýlega ráðist í að kaupa eignina „Bernhöfts-bakarí“ og hygst að reisa þar stórhýsi þegar um hægist. K. F. U. M. hér í Rvík er í al- þjóðabandalagi K. F. U. M., serr: hefir aðsetur sitt og skrifslofur í Geneve í Sviss, og hefir sent full- trúa á alþjóðafundi, sem halcínir eru að tilhlutun þess bandalags. Loks starfa hér í samvinnu við K. F. U. M. eða innan vébanda þess, ýms félög. Má þar til nefna, að 29. apríl 1899 var hér stofnað K. F. U. vísu ekki í fangelsi, en sterkur hervörðui' er jafnan um hús hans, engir fá að tala við hann og bréf bæði til hans og frá honum eru opnuð og lesin. — Rétt fyrir jólin fór páfinn þess opinberlega á leit við frönsku stjórnina, að hún náðaði þá fanga, sem teknir hafa verið í hinum her- numdu héröðum þýskalands af pólitiskum ástæðum. Að einhverju leyti bar þetta árangur. — Árið 1878 var franskur lyf- sali dæmdur til dauða og var þeim dómi breytt í æfilanga þrælkun. Hann var ákærður um að hafa myrt konu sína með rottueitri (arsenik), en neitnði altaf. En læknarnir fundu eitt millígramm af eitrinu í maga konunnar, full- yrtu að þangað gæti það ekki ver- ið komið á eðlilegan hátt, og væri það orsök dauðans. Á þessum gi'undvelli var lyfsalinn dæmdur og sendur í þrælkunarvinnu til Nýju Caledóníu. Nú hafa lækna- vísindin aftur á móti komist að því, að fyrst og fremst sé eitt millígramm ekki nægilega stór skamtur eitursins til þess að valda dauða, og í annan stað geti eitrið myndast í líkamanum. Forsend- urnar fyrir dóminum eru með öðr- um orðum gjörfallnar. Var málið tekið fyrir að nýju, lyfsalinn sýkn- aður, ákveðið að borga honum 24 þús. franka skaðabætur og 12 þús. franka lífeyri á ári þann tíma sem hann á eftir að lifa. Svo örugg reynast vísindin! — Háskólinn í Vínarborg hefir átt við mesta eymdarhag að búa undanfarið. Ríkið hefir ekki haft ráð á að kosta hann. Nú hafa nokkr ir mestu auðmenn Austurríkis tekið að sér að kosta hann og ætla að leggja honum c. 12 miljónir króna á ári, þangað til ríkið hefir ráð á að taka við honum aftur. — Nítján ára gömul stúlka, Lilian Harrison, af enskum ættum, vann það þrekvirki rétt fyrir jól- K., er starfar að því sama fyrir ungar konur, sem K. F. U. M. fyrir unga menn. Af félagsmönnum í K. F. U. M. hefir verið stofnað knattspyrnufé- lag, sem nefnist Valur, og' svo hefir félagið karlakór, er unnið hefir al- menna hylli bæjarbúa. Loks hefir félagið komið sór upp álitlegu bókasafni, til útlána fyrir félaga, og á það nú á fjórða þús- und bindi. Ennfremur hefir ]?að eignast landsspildu við þvottalaug- arnar, og vinna félagar að ræktun þess lands á sumarkveldum (ekki sunnudagakveldum). Síðast en ekki síst má nefna sunnudagaskóla félagsins, er Knud Zimsen borgar- stjóri hefir staðið fyrir. Innan fé- lagsins var ennfremur stofnuð væringjaregla. Starfaði hún fyrst á mjög þjóðlegum grundvelli, og með sérstaklega þjóðlegu sniði. Báru væringjar búninga líka þeim, er forfeður vorir klæddust á gull- öldinni. Nú hefir þetta breyst, og væringjai’ eru nú búnir að taka upp siðu og reglur alþjóða skátafélags- ins. þegar litið er yfir þessa stuttu sögu K. F. U. M. hér á landi, undi’- ast maður, það mest, hversu saga þess er viðburðarík, svo stutt sem hún er, og hversu stórt það er orð- ið, "eins lítið og það var í upphafi. En ekki verður undrunin minni, ef þess er gætt, að allur þessi mikli þroski félagsins sjálfs og hinna ýmsu greina þess er að miklu leyti að þakka (að minsta kosti hvað 19 in, í La Plata fljótinu í Suður- Ameríku, að synda 42,6 kílómetra langa leið. Hún var rúmlega 24 klukkutíma á sundinu án þess að hvílast. — Æðsti maður ensku biskupa- kirkjunnar, erkibiskupinn í Kant- araborg, hefir sagt frá því, að síð- astliðin þrjú ár hafa verið haldnir þrír fundir í Belgíu, er sóttir voru af fulltrúum rómversk-katólsku kirkjunnar annarsvegar og fulltrú- um biskupakirkjunnar hinsvegar. Páfinn og erkibiskupinn höfðu til- nefnt fulltrúana og umræðuefnið var sameining biskupakirkjunnar og katólsku kirkjunnar. Lengra er þeim málum ekki komið, en mikið er um þetta talað. — A þriðja í jólum ók ríkisstjór- inn.í Japaná bifreið til þinghúss- ins í Tokíó til þess að setja þingið. Réðist þá á bifreiðina hópur vopn- aðra uppreistarmanna. Var skotið á bifreiðina og fór ein kúlan aðeins fram hjá höfði rkisstjórans. Einn förunauta hans var drepinn en sjálfur slapp hann ósærður. — Ekki er ein báran stök í Jap- an. Milli jóla og nýárs komu enn snarpir jarðskjálftakippir í Tokíó, en gerðu þó ekki miltið tjón, og um sama leyti brann einn stærsti há- sltóli, ríkisins til kaldra kola. — Lloyd George lætur mikið yf- ir ]jví, hve vel sér hafi verið tekið af hinum fjölmennu írum í Banda- ríkjunum og segir að fát; hafi glatfc sig meir á ferðalaginu. Fyrir þrem árum, segir hann, hefðu viðtökurn- ar orðið allar aðrar, sem írar í Ameríku hefðu veitt fyrverandi enskum ráðherra. En eftir stofn- un írska: fríríkisins er þetta orðið uppi á teningnum. — Enskt gufuskip var á ferð skamt frá Hongkong í Kína. Höfðu margir nýir farþegar komið á skip- ið á síðustu höfn. pað var dulbú- inn kínverskur ræningj aflokkur. Tókst þeim að yfirbuga skipshöfn- ina, sigldu skipinu í strand og sluppu á land með mikið herfang. — Frakkaforsetinn Millerand ætlar á þessu ári að heimsækja höfuðborgir Póllands, Tjekkó- Slafalands, Rúmeníu og Suður- Slafalands, í því sltyni vitanlega að tryggja hið nána samband sem er milli þessara ríkja og Frakklands. — Kommúnistaflokkurinn í Búlgaríu hefir ákveðið að samein- ast jafnaðarmannaflokknum og jafnframt slitið öllu sambandi við Bolchewickana rússnesku. það snertir, er mennirnir geta að gert) einum manni, sr. Fr. Fr. Hún er sönn og óræk sönnun þess, hve einn maður, er fórnar sjálfum sér og öllu starfi sínu fyrir göfuga hugsjón, getur komið miklu til leiðar. Að vísu hefir hann notið aðstoðar ýmsra góðra manna, en aðarstarfið er þó hans. Sr. Fr. Fr. hefir alt .af haft bjargfasta trú á guði og sigri góðs málefnis. Hann er líka gæddur miklu starfsþreki, og svo hefir hann kunnað að tak- marka sig. pví er það, að hann hef- ir afkastað svo miklu. Eigingirni og aðrar hégómlegar hvatir hafa ekki fengið neitt rúm hjá honum. Um það verður ekki deilt, að það er ómetanlegt lán fyrir unga menn að kynnast og læra af slíkum manni, og þá ekki um hitt, að fé- lagið hefir orðið til góðs. Vonandi hlotnast félaginu og þjóðinni það lán, að fá lengi að njóta sr. Fr. Fr. og áhrifa hans lengi enn, og K. F. U. M. að þrosk- ast jafn stórkostlega hér eftir eins og hingað til. Ef þetta hvort- tveggja rætist, verður þjóðin okk- ar rík mitt í fátækt sinni. H. ’T— —CV- — Bruni. Járnvarinn skúr brann á Ólafsfirði um miðja síðustu viku. Voru í honum vörur vátrygðar fyr- ir 10 þús. kr. Er rannsókn hafin út af brunanum, enda þykist eng- inn hafa verið í skúrnum stuttu áður en brann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.