Tíminn - 09.02.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.02.1924, Blaðsíða 1
<S)aíbfeti 09 afgrei6slur,a6ur límans er Sigurgetr ^ritrtfsfon, Sambanösfyúsinu, KeYfjaoíf. VIII. ár. Reykjavík 9. febrúar 1924 ^fgteibdía iC í nt a n s er í Sambanösþúwnu. ©pin baglega 9~I2 f. b- Sími 496. 0. blað o o ears ELEPHANT CIGARETTES Mest reyktar. Pást allsstaðar. Smásoluverð 55 aura pakkiuu. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ THÖMAS BEaR & SONS, LTD., i Í.ONDON. Mestar birgðir af fata- og frakkaefnum Hinn 31. f. m. lést á heimili sínu, Stóra-V atnsskarði í Skagafirði, Guðrún húsfreyja' porvaldsdóttir, dóttir þorvalds bónda í Framnesi, er var dóttursonur síra porvalds Böðvarssonar prests í Holti undir Eyjafjöllum, en Ingibjörg móðir Guðrúnar var sonardóttir síra Björns í Bólstaðahlíð. — Var Guð- rún tvígift. Fyrri maður hennar var Árni bóndi Jónsson á Stóra- Vatnsskarði, og þeirra son er Jón Árnason framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra samvinnufélaga. Síðari maður hennar var Pétur bóndi Gunnarsson í Stóra-Vatns- skarði, fyrir skömmu látinn, og eiga þau 3 börn á lífi. Guðrún heitin vai' merk kona og mikilhæf. Var við brugðið rausn og myndarbrag á heimili hennar. Ilún var komin hátt á sjötugs- aldur. ---0--- Utan úr heimi. Wilson forseti. Nú í vikunni barst andlátsfregn hans um heiminn. Síðustu árin hafði hann verið heilsulaus og far- lama maður, og veröldin hafði næstum því gleymt að í nokkur missiri, frá 1917—1919, hafði Wil- son ekki einungis verið áhrifamesti maður í heimi, heldur einnig átrún- aðargoð og vonarstjarna ekki ein- göngu í sínu eigin landi, eða hjá bandamönnum sínum, heldur engu síður í löndum ovinaþjóðanna, sem hann hafði hjálpað til að brjóta á bak aftur. Hvað var það, sem lyfti þessum manni svo hátt, og hvað var það, sem svifti hann aftur skyndilega heilsu, valdi og áhrifum á samtíð sína? því er fljótsvarað. J>að voru hugsjónir hans. Á heppilegu augna bliki báru þær hann fram úr öllum samtíðai-mönnum sínum. En er á reyndi var hann framar sinni sam- tíð og hlaut að falla. Wilson varð tiltölulega snemma háskólakennari í Bandaríkjunum og nafnkendur rithöfundur, bæði í sagnfræði og stjórnlagafræði.Hann varð skólastjóri í Princeton-háskól- anum og þótti mikið að honum kg/sða. par lenti hann í andstöðu við auðmenn, sem gefið höfðu fé til háskólans og vildu líka ráða þar. því kunni Wilson ekki. Hann vildi að vitið réði, en ekki peningar. Lét hann þá af stöðu sinni við skól- ann og gaf sig við stjórnmálum. 1913 var hann kjörinh forseti Bandaríkjanna. Hin fyrri ár stríðs- ins sátu Bandaríkin hjá. þjóðin var vön friði 0g einangrun og skildi ekki • deilur. Evrópuþjóðanna. Skömmu eftir að Wilson hafði ver- ið endurkosinn forseti, hófu þjóð- verjar hinn ótakmarkaða kafbáta- hernað. Urðu Bandaríkjamenn þá fyrir þungum búsifjum. Wilson hallaðist þá meir og meir að því,- að heimsfriðnum og menningunni væri hætta búin, ef þjóðverjar sigruðu. Styrjaldir væru hræðilegt böl, og þyrftu að hverfa. Deilur milli þjóða yrði að dæma eins og mál einstakra manna, eftir mál- stað. Réttur en ekki máttur ætti að ráða. Átti Wilson mikinn þátt í að Bandaríkin fóru í stríðið og að gengið var milli bols og höfuðs á þjóðverjum 1918, svo að þeir urðu að gefast upp. Wilson forseti hafði síðustu árin í ræðum og opinber- um tilkynningum boðað nýja stjórnmálatrú. Frægastar voru hin ar 14 greinar. Hver mentuð þjóð skyldi ráða sínum forlögum. Ný- lendur ekki lengur kúgaðar. Engir leynisamningar milli þjóða. En í stað þess skyldu allar þjóðir ganga í réttlátt bandalag. Dómstóll þess skera úr öllum milliríkjaafskiftum og friðarríkið byi’ja. Fjórtán boðorð Wilsons voru um stund fagnaðarerindi fyrir stríðs- þjóðirnar í Evrópu, sem flakandi voru í sárum. þegar vamir voru þrotnar í þýskalandi, gafst þjóðin upp í þeirri von, að friðurinn yrði bygður á stefnu Wilsons forseta. í lífi flestra mikilmenna sögunn- ar er hægt eftir á að nefna eitt- hvert augnablik, þegar þeir hefðu átt að deyja. Ef Napóleon hefði fallið í orustu laust fyrir Rúss- landsferðina, ef Karl 12. hefði fall- ið í Póllandi, ef Wilsonforseti hefði andast áður en hann fór til París- ar á friðarfundinn, þá hefði æfi- braut þessara manna verið síhækk- andi lína að hinum óhjákvæmilega endalokum æfinnar. þá hefðu ósigrar síðustu áranna ekki dreg- ið neitt úr frægðarljóma undan- genginnar æfi. En Wilson lifði og fór á friðar- fundinn og kom nálega engu til leiðar af fyrirætlunum sínum, nema því að stofna að nafni til þjóðbandalagið, sem fram að þessu hefir þó verið lítið annað en samtök sigui’vegaranna. Wilson kom heim sem sigraður maður. Ilans eigin þjóð snerist á móti því eina, sem honum hafði tekist að ávinna á friðarfundinum. Banda- ríkin vildu ekki ganga í þjóðbanda- lagið og vilja það ekki enn. Wilson misti heilsuna og varð að hætta for setastörfum áður en tími hans var útrunninn. Síðan heyrðist hans að engu getið í nokkur missiri. En fyrir fáum vikum kom eins og heí- fró yfir hann. Wilson reis á fætur og hélt einu sinni enn mikla ræðu til þjóðar sinnar. Tvær miljónir manna víðsvegar í Bandaríkjunum heyrðu ræðuna með víðboði (bi’oadcasting). Enn einu sinni áminti forsetinn þjóð sína um samábyrgð þjóðanna og áfeldi leiðandi menn hennar fyrir að hafa reynt að svíkjast undan skyldunum við samtíð og eftirtíð í friðarmálinu. Litlu síðar andaðist Wilson, saddur lífdaga. Ef til vill hefir hann sprungið af harmi yfir því, að tengdasonur hans, sem verið hafði ráðherra og mikill trúnaðarmaður Wilsons, dróst inn í hið mikla mútumál steinolíufé- lagsins, og hafa sannast á hann einna þyngstar sakir. Frægð Wilsons hvílir á traustum grundvelli. Hann er hinn eini mikli valdamaður í heimi, sem hef- ir í alvöru viljað útrýma styrjöld- um og kúgun smáþjóða, vildi láta réttinn ráða, en ekki máttinn. En ósigur hans var eðlilegur og óhjá- kvæmilegur. Wilson var of langt á undan þjóð sinni og samtíð. Við friðarsamningana otaði hver ein- asti stjórnmálamaður tota sinnar þjóðar. Og það vildu landar Wil- sons líka láta gera. þeim var meir í hug að fá aftui' frá Evrópu pen- inga sína, heldur en að stofna frið- arríkið. Kraftur Wilsons bilaði.af því hann einn gat ekki bjargað þeirri samtíð, sem ekki vildi bjarga sér sjálf. ** Sanngjarnt verð. G. Bjarnason Utan úr lieiminum berast hingað að j afnaði fréttirnar um mátt pen- inganna. Óvenjutíðar hafa þær verið undanfarið fregnirnar um það, hve peningarnir hafa leitt menn á glapstigu. Um öll iönd kom- ast nú upp klækirnir frá góðu ár- unum. það er svo miklu erfiðara að halda spilinu „gangandi“ á krepputímunum. Nú síðast berast fregnir frá Bandaríkjunum um sérstaka að- ferð til að beita peningavaldinu. Að vísu þykja það ekki eins einstak- ar fréttir ytra, sem hér, því að þar vita allir að peningamennirnir nota peningana ærið oft til mútu- gjafa. það hefir komist upp um ýmsa af' nafnkendustu mönnum Banda- ríkjanna, að þeir hafa þegið mút- ur í stórum stíl. það eru steinolíu- kóngarnir, sem múturnar greiddu. það eru stjórnmálamennirnir sem Iáta múta sér. Innanríkisráðherrar Bandaríkj - anna, hvor á fætur öðrum, hafa þegið mútur frá olíukóngunum. Jafnvel .einn merkasti stjórnmála- maður Bandaríkjanna, fyrverandi ráðherra og tengdasonui' Wilsons forseta, hefir þegið mútur stein- olíukónganna. Hundruðum þús- unda, jafnvel miljónum dollara 'hafa steinolíukóngarnir varið í mútur. Vitanlega vekur það mikla eftir- tekt, þegar slíkt kemst upp. En hitt er alveg áreiðanlegt, að margsinn- is oftar kemst það ekki upp. Ligg- ur við að sérstök slysni þurfi að koma til, til þess að það komist upp. Svona er þá siðferðið í hinni frjálsu og ríku Ameríku. En hvar er það land, sem getur talið sig hreint af slíku? Um sum gildir áreiðanlega það, að munurinn á þeim og Bandaríkjunum er aðeins sá, að hjá þeim komast mútugjaf- irnar ekki upp. — Mútuhneikslið í Bandaríkjunum minnii' á annað. það sýnir hversu afskaplega hörð samkepni er háð á steinolíumarkaðinum. . Ilundruðum þúsunda, jafnvel miljónum dollara kasta steinolíu- kóngarnir í mútur. Svo harðlega berjast þeir um markaðina og fram leiðsluna. Svo stórkostlega fast gæta þeir hagsmuna sinna. Mundi það vera sennilegt að þeir fremdu þessa iðju eingöngu í Bandaríkjunum? Mundi það vera sennilegt að þeim þættu ráðherrar Fljót afgreiðsla. & Fjeldsted, Bandaríkjanna líklegastir allra til að taka við mútugjöfum? Mundi það vera óhugsandi að þeir létu einhverja „mola hrynja“ til fjar- lægra landa, þótt lítil séu, sem eru að færast það í fang að losna úr einokunarklóm steinolíukónganna ? Trúi þeir sem trúa vilja á heið- arlegu bardagaaðferðina steinolíu- félaganna. ----0---- V öluspá. Sigurður Nordal prófessor var háskólarektor skólaárið 1922—23. Ritar þess tilefnis fylgirit með Ár- bók Háskólans. Gefur þar enn út af nýju „frægasta kvæði Norður- landa“, Völuspá. Gerir grein fyrir handritum, ferli, umgerð og uppi- stöðu kvæðisins. þá kemur texti kvæðisins og rækilegar skýringar, síðan textinn eins og höf. kemst næst að hann muni upphaflega hafa verið. Loks er rætt sérstak- xlega um hinn ókunna höfund kvæðisins. f formála gerir höf. grein fyrir því, að þessi Völuspárútgáfa er með nokkuð öðrum hætti en áður hefir tíðkast. Hún er- fyrst og fremst gerð handa íslenskri al- þý'ðu. Segir höf.: „Eftir þeim til- gangi vil eg láta dæma rit þetta. Eg hefi ekki vegna þeirra lesenda slakað neinsstaðar til um vísinda- lega nákvæmni, þar sem mér þótti nokkru máli skifta. En eg hefi reynt að gera bókina eins ljósa og læsilega og efnið leyfði. Fylgirit Árbókar Háskólans ........ eiga smámsaman að flytja hið algild- asta af háskólafræðunum heim á bóndans bæ — viðfangsefni, sem eru nógu torveld til að honum vaxi brekkumegin við lesturinn, en í þeim búningi, að hvergi sé ókleift að skilja þessari útgáfu er m. a. ætlað að brýna fyrir mönnum list- ina að lesa, benda á, hve margar geti verið tálgryfjurnar — og mat- arholurnar". Sigurður Nordal er áður frægur af uppástungunni um að gefa út þýðingar úrvalsrita útlendra í ódýrum alþýðlegum útgáfum, og er það nú að verða að veruleika. En sá er þetta skrifar er honum enn þakklátari fyrir þessa Völuspár- útgáfu handa íslenskri alþýðu. í þúsund ár hafa Islendingar verið söguþjóðin. þaðan hefir þjóðinni fyrst og fremst komið virðing og álit. Til þeirra iðkana hefir íslenski þjóðstofninn átt sérstaka hæfi- leika. Svo mun vera enn. þessvegna vinna vísindamennirnir hið þarf- asta verk, er þeir stuðla að þeim iðkunum. Má nú ekki með neinu móti fara svo um þessa Völuspárritgjörð, sem farið hefir um langflest fylgi- rit Háskólans, að þau liggja grafin í bókahyllum örfárra mentamamia. Háskólinn verður að sjá svo um að hún verði fáanleg með lágu verði, sem sérstakt rit. Hún á að komast „inn á hvert einasta heimili" þeirra mörgu, sem unna þjóðleg- um fræðum. Er ekki vafi á, að hún mun þá vekja marga til nýrrar umhugsunar og iðkana í fornbók- mentunum. — „Völuspá er það Eddukvæði, sem gildust rök verða færð fyrir, að ort sé á fslandi", segir Sig. Nordal. Hafa miklar deilur staðið um það, eins og kunnugt er. Segir Nordal um þær deilur, að þær sýndu ljós- lega ,,að auðveldara er að hrekja rök um slíkt efni en finna önnur gildari í staðinn. En hnigi allar lík- ur í eina skál, þótt einstakar séu léttvægar, leikur ekki vafi á, hvert mundangið hallast“. Færir hann enn ný rök fyrir því, að Völuspá sé ort á íslandi, um það leyti sem kristni var lögtekin, og gengur þó feti lengra, því að hann giskar á hver höfundurinn muni vera, eins og síðar verður að vikið. Sigurður Nordal hefir tekið sér fyrir hendur að vera forgöngumað ur um tvö stórmerk atriði í menningarmálum fslands: þýðing- arnar á útlendum úrvalsritum í ódýrum útgáfum, og nú byrjar hann svo glæsilega að hvetja ís- lenska alþýðu til meiri og ræki- legra iðkana á fornbókmentunum. . Óhætt mun að fullyrða, að á honum rætist ekki hið fom- kveðna, að enginn er spámaður í sínu föðurlandi. þjóðin er byrjuð að framkvæma fyrri tillöguna. 0g ef Sigurður Nordal rær allvel fram í um að hvetja íslenska alþýðu til fornbókmentaiðkana, hygg eg, að ekki muni skuturinn eftir liggja. Eg hygg að Sigurður Nordal hafi hitt á óskastundina um að bera fram hvorttveggja þetta mál. Hann er hinn sjálfkjörni leiðtogi um að fara með þau áfram við góða fylgd. Eilitla hönk á íslenska alþýðan þá upp í bakið á honum, og væri skarð fyrir skildi, ef hann teldi sig þurfa að hverfa aí landi burt. (Frh.) ----o---- í grein Jóns Árnasonar fi’am- kvæmdastjóra um kjötmrakaðinn í síðasta blaði, hafa fallið úr tvö orð, sem að vísu valda ekki misskiln- ingi nema fljótt sé á litið. Segir frá því, að verðið á kælda kjötinu, er flutt var til Englands, hafi verið að meðaltali 71/0 d. fyrir enskt pund, en af því frysta 63/4 d., að öllum kostnaði frádregnum, og svo átti að standa í svigum á eftir „ca. kr. 2,25 og 2,00 á kíló eftir núver- andi gengi“ — en orðin „á kíló“ höfðu fallið úr. Esja kom í gær og með henni þessir þingmenn: þorleifur Jóns- son, Sveinn Ólafsson, Ingvar Pálma son, Ilalldór Stefánsson, Árni Jónsson, Sigurður Jónsson, Ingólf- ur Bjamason, Einar Árnason, Bernharð Stefánsson, Björn Lín- dal, Guðmundur Ólafsson, Jón A. Jónsson, Sigurjón Jónsson, Hákon Kristófersson og Halldór Steins- son. -----0----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.