Tíminn - 09.02.1924, Blaðsíða 3
T I M I N N
28
Innilegt þakklæti til allra þeirra, er sýndu mér samúð og hlut-
tekningu, við fráfall og jarðarför elsku mannsins míns, Tómasar
Sigurðssonar. —
Fyrir hönd mína og barna minna.
Margrét Árnadóttir, Barkarstöðum.
Alfa-
Laval
skilvindnr
reynast best.
Pantanir annast kaupfé-
lög út um land, og
Samband ísL samviélaga.
henni bandið samdægurs. Mér er
ekki kunnugt um, hvort eitthvað
svipað hafi átt sér stað á Thorvald-
sensútsölunni, en vel mætti ætla að
svo væri, eftir >ví, hve frú Guðrún
J. Briem var fljót að taka þetta ein-
mitt til hennar. Fjölyrði eg svo
ekki meira um það að sinni, vil
bara taka það fram einu sinni enn,
að útsölumálið heyrir undir verka-
hring heimilisiðnaðarfélaganna,
hve lengi sem þau láta hjá líða að
lofa almenningi að heyra álit sitt á
>ví, og hve margar áskoranir sem
þau fá frá félögum og einstakling-
um, án þess að stíga nokkurt spor
til framkvæmda.
Hversvegna ekki að taka sér
reynslu annara þjóða, sem berjast
fyrir sama málefni, til fyrirmynd-
ar? Svíar og Norðmenn eiga sínar
heimilisiðnaðarsögur, sem að
mörgu leyti eru líkar sögu okkar
íslendinga á því sviði. En þær þjóð
ir eru lcomnar lengra en við, búnar
að yfirstíga ýmsa örðugleika, sem
við eigum eftir að berjast við og
sigra. þær byrjuðu líka sínar
heimilisiðnaðarútsölur með því
fyrirkomulagi, sem enn viðgengst
hér, en þær sáu fljótt, að því varð
að breyta, og þær breyttu því
þannig, að framleiðendur fengu
andvii’ði vöru sinnar þegar þeir af-
hentu hana. Síðan hefir alt gengið
vel. Og við íslendingar tökum sann-
arlega margt eftir útlendingum
sem síður á við, en það, þó við
tækjum þessar frændþjóðir okkar
til fyrirmyndar í þessu nauðsynja-
máli. Unnur Jakobsdóttir.
----o----
Frá útlönduni.
Ensku prestarnir ræða mjög
fregnina um sameining ensku
kirkjunnar og hinnar katólsku.
Láta mjög margir í ljós ótta við
það. Telja^að úr yrði fullkomin
sundrung innan ensku kirkjunnar.
Aftur á móti láta katólskir menn
á Englandi mjög vel yfir.
— Um áramótin varð svo inik-
il snjókoma í Suður-pýskalandi og
Sviss að víða gerðu snjóflóð mikið
tjón og járnbrautaríerðir'trufluð-
ust eða lögðust niður í bili. Á stór-
um svæðum var snjórinn 2—3
metra á dýpt.
— Gullnáma er nýfundin í
Quebeckfylkinu í Canada. Er mikið
látið yfir hve hún sé gullauðug.
— Mjög miklar fregnir ganga
um ósamkomulag í eigin herbúðum
Bólchéwickanna í Moskva. Um að-
almálgagn flokksins hefir bardag-
inn staðið og margir búast við
meiri tíðindum þaðan innan
skamms.
— Gengishrunið þýska var orð-
ið svo gríðarlegt um áramótin, að
fyrir þá upphæð í mörkum, sem
fyrir stríðið var öll seðlaumferð
N þýska ríkisins mátti nú fá keypt
eitt einasta pund af osti.
— Nýlega hefir utanríkisráðu-
n^JJtið þýska birt ýms skjöl frá
tímum Bismarcks gamla og frá
hans eigin hendi. Meðal þeirra er
skjal sem hann ritaði Vilhjálmi
keisara fyrsta í árslokin 1887. Hef-
ir skjal þetta verið kallað hin
pólitiska erfðaskrá Bismarcks til
keisaraættarinnar og vakið mikið
umtal. Segir Bismarck meðal ann-
ars í skjali þessu, að( eigi Frakk-
land eftir að vinna sigur í mikilli
styrjöld, myndi það veita ein-
hverjum sigursælum herforingja
tækifæri til að endurreisa konung-
dóminn þar í landi. Bíði Austur-
ríki ósigur, myndi keisarastjórnin
líða undir lok og ríkið leysast sund
ur í lýðveldi. Konungarnir ættu að
forðast stríð, því að þeir verða
látnir bera ábyrgðina á ósigrinum.
Konungdómurinn mun ekki þola
ósigur hvorki í Italíu né á Spáni, og
færi svo, mót von, að þýskaland
biði ósigur í stríði, munu jafnað-
armennirnir lyfta kolli. Sannast
um þetta hið fornkveðna, að 'spá
er spaks geta.
— Stjórnmálaleiðtogarnir á Ind-
landi vinna mjög að því að sam-
eina í einn hóp, um sjálfstæðis-
kröfu Indlands, hina tvo ólíku afar-
fjölmennu trúarflokka: Múham-
eðstrúarmennina og Hindúana.
Hafa stjórnmálaforingjar beggja
átt fundi saman um þetta efni og
mestu velvildarorð farið á milli,
enda er slíkt samstarf vitanlega
öruggasta leiðin til sigurs í sjálf-
stæðisbaráttunni. En stjórnmála-
leiðtogarnir ráða ekki við fólkið.
Bar við sá atburður um áramótin í
höfuðborg Indlands, Kalkútta, að
dautt svín fanst í garði eins must-
eris Múhameðstrúarmanna, en
svín eru Múhameðstrúarmönnum
afskaplega andstyggileg dýr (eins
og Gyðingum) og töldu þeir þetta
hina mestu helgidómssaurgun og
sneru fjandskapnum á hendur
Hindúum. I tugum þúsunda þustu
Múhameðstrúarmennirnir út á
götur og torg borgarinnar og æs-
ingamenn æstu lýðinn með ræðum.
Samtímis hópuðust Hindúar saman
og leiðtogar þeirra fluttu ræður
yfir þeim, en Múhameðstrúar-
menn réðust inn í hús þeirra, í
nánd við musterið, og rændu þar
og drápu. Varð lögreglan að sker-
ast í leikinn við mikinn mannafla.
— Árið sem leið fóru fleiri skip
um Panamaskurðinn en nokkurt ár
áður. Verslunarskipin voru alls
5046. Tekjur skurðarins voru um
það bil 23 miljónir dollara.
— Verslunarráðherra Banda-
ríkjanna telur árið 1923 besta ár
Bandaríkjanna síðan stríðinu lauk.
Mesta fjör hefir verið um allar
framkvæmdir og laun verkalýðsins
há. Inneignir í sparisjóðum hafa
stórum aukist, járnbrautum hefir
fjölgað meir en nokkru sinni áður.
Ríkistekjurnar urðu 4164 miljónir
dollara, 500 miljónum dollara hærri
en í fyrra. Má geta þess til saman-
burðar að þjóðverjar ljúka upp ein-
um munni um það, að árið 1923 sé
versta árið sem yfir pýskaland
hefir komið. ^
— Um áramótin síðustu voru
175 ár liðin síðan elsta blað Dana,
sem enn kemur út, Berlingske
Tidende, var stofnað.
— Altaf aukast framfarirnar um
loftskeytin. Fjórar viðtökustöðvar
í Minneapolis og Suður-Dakota í
Bandaríkjunum heyrðu nýlega
bæði tal og hljóðfæraslátt frá loft-
skeytastöðinni í Glasgow á Skot-
landi. Fjarlægðin er 4750 mílur
enskar.
— Geysimikið vatnsflóð varð í
Signu snemma í síðastliðnum mán-
uði. Flóðið olli geysimiklu tjóni og
óþægindum í París og nágrenni
hennar.
— Hugo Stinnes, mesti auðkýf-
ingur pýskalands, hefir keypt
geysimikil kvikmyndaleikhús og
ætlar jafnframt að stofna til
kvikmyndagerðar í stórum stíl.
— Grunt er á því góða milli
Serba og Búlgara. Telja Búlgarar
til mikilla landa, sem Serbar fengu
við friðarsamningana í Versölum.
Lét forsætisráðherra Búlgara orð
falla um það nýlega, og er svarað
fullum hálsi í Serbíu.
— Snjóskriða féll í Bæjaralandi
stuttu eftir nýárið og varð 50
mönnum að bana.
— Rússnesk furstafrú, af hin-
um tignustu ættum rússneskum
var handtekin nýlega í Kaup-
mannahöfn fyrir þjófnað á skraut-
gripum. Hefir hún játað þjófnað-
inn, en lögreglan hefir grun um að
hún hafi stolið miklu víðar. þegar
byltingin varð á Rússlandi, varð
kona þessi að flýja land og misti
eignir sínar.
— 3660 stúdentar eru nú á Kaup-
mannahafnar háskólanum. Rúmur
sjötti partur þeii’ra eru konur. 843
nýir stúdentar bættust við síðast-
liðið ár.
— I Rúmeníu voru framkvæmd
mjög ströng innflutningshöft árið
sem leið. Árangurinn hefir orðið
mjög mikill. Talið er að útfluttar
afurðir hafi numið rúmum 17
miljörðum lei -(c. 70 auray fyrir
stríðið), en innflutningurinn c. 10
miljörðum lei. Verð innfluttu var-
anna er þannig 7 miljörðum lei
lægra en verð útfluttu vai’anna.
— Pasteurstofnunin franska
telur nú fundið meðal sem lækni
sárasótt (syfilis) og sem sé full-
komlega örugt um að verja menn
smitun. Heitir meðalið „Stovarsol“.
Ilefir það verið reynt á fjölmörg-
um mönnum og dýrum með ágæt-
um árangri. Frægur læknir lætur
svo um mælt í sambandi við þetta
að að fáum árum liðnum verði sára
sóttin, eins og holdsveiki er nú
þegar, aðeins sorgleg endurminn-
ing sögunnar.
— Venizelos hvarf heim aftur til
ættlands síns um nýárið, úr útlegð-
inni, samkvæmt eindreginni ósk
þjóðarinnar. Hafði flokkur hans
gersigi’að við kosningarnar. Hefir
Venizelos tekið við stjómartaum-
unum og lætur það eindregið í ljós,
að hann vilji hafa konungsstjórn
á Grikklandi, en ekki lýðveldi.
— Persastjórn hefir nýlega
keypt á Frakklandi 12 flugvélar
handa hemum.
— Frakklandi, .Spánn og Ítalía
eru stundum kölluð „latnesku syst-
urnar“. Löndin liggja hlið við hlið-
við Miðjarðarhaf og eiga öll ný-
lendur og þar af leiðandi hinna
mestu hagsmuna að gæta fyrir
handan hafið. Nú hafa tvær systr-
anna, Spánn og Italía, gengið í sér-
stakt bandalag. Að vísu verður
ekki sagt að Frökkum standi bein-
línis stuggur af, en hinsvegar
mega Frakkar ekkert eiga á
hættu um að sambandið vei’ði
ótrygt við hið mikla nýlenduríki
þeirra á norðurströnd Afríku. Ef
bornir eru sameinaðir flotar Spán-
ar og Ítalíu saman við flota
Frakka, kfemur það í ljós, að Frakk
ar eiga færri hei’skip af flestum
tegundum. En bæði er það að
frönsku skipin eru stærri og talin
miklu betri, og svo eru Spánverj-
ar í mjög litlu áliti sem sjómenn,
floti þeirra talinn lítils virði, enda
hefir hann öldum saman beðið
ósigra, en enga sigra unnið. Loks
er flugherinn franski langsamlega
miklu voldugri en flugher Spánar
og Ítalíu sameinaður. En þrátt fyr-
ir þetta er búist við að Frakkar
auki vígbúnað sinn í Miðjarðarhafi.
— Albert Engström, hinn frægi
sænski teiknari og rithöfundur
ferðaðist nýlega til Moskva. Hann
lýsir mjög átakanlega ástandinu í
fátæklingahverfum borgarinnar.
Einkum fanst honum til um, hve
kokaínnautnin væri almenn hjá
aumasta fólkinu.
— Frumvarp er til umræðu í
tyrkneska þinginu í Angora sem
toannar fjölkvæni og kveður svo á
að konan skuli vera jafnrétthá
manninum. Geysimikil breyting
myndi af þessu stafa um háttu
Tyrkja. Er talið að það hafi haft
mikil áhrif að Mustafa Kemal for-
seti Tyrkjaveldis er aðeins kvænt-
ur einni konu.
— Hvalaveiðar Norðmanna í
suðurhöfum hafa gengið afbragðs
vel síðastliðið ár. Hlutabréfin í
hvalveiðastöðvunum hafa tvöfald-
ast í verði á kauphöllinni í Krist-
janíu síðustu fjóra mánuðina.
— Rétt eftir áramótin var rík-
iserfingjanum í Japan enn á ný
veitt banatilræði. Tilræðismaður-
inn var frá Kóreu.
— Nýafstaðnar kosningar til
efri málstofunnar frönsku gengu
Poincaré forsætisráðherra mjög í
vil.
— Víða um heim komast upp til-
raunir til að falsa peningaseðla, en
oft hefir fölsunin tekist svo vel, að
mikið af hinum fölsuðu seðlum
var komið í umferð áður en upp
komst.
— Mustafa Kemal Tyrkjaforseta
var veitt banatilræði í Smyrna á
prettándanum. Var sprengikúlu
kastað eftir vagni sem hann ók í
með konu sinni. Kemal slapp
ómeiddur, en kona hans særðist
töluvert.
— Snemma í síðastliðnum mán-
uði varð stórbruni í skipakvíunum
í London. Geysistórt vörugeymslu-
hús brann til kaldra kola. Mikið
gúmmí var geymt í húsinu. Bráðn-
aði það við hitann, rann út um göt-
urnar og stýflaði skolpleiðslurnar.
Fyltust göturnar af skítugu vatni.
50 gufuknúðar vatnsdælur -voru að
verki við að slökkva eldinn.
-— Stórviðri geysaði yfir Svarta-
hafið snemma í janúar. Týndist
fjöldi skipa og járnbrautarlest
með 22 vögnum fauk á haf út.
— Fregnir hafa verið á lofti um
það, að Venizelos ætli að fá enskan
prins, náfrænda Georgs Englands-
konungs, til konungs á Grikklandi.
Ensku blöðin bera þetta eindregið
til baka.
Kappglíma um Ármannsskjöld-
inn fór fram að vanda 1. þ. m. þátt-
takendur voru færri en oft áður,
og er leitt e.f það bendir á að aft-
ur sé að dofna yfir glímunum. Sig,-
urvegarinn várð hinn sami sem í
fyrra, Magnús Sigurðsson, en þor-
steinn Kristjánsson fékk verðlaun
fyrir fegurðai’glímu.
Hlaða fauk í Stykkishólmi í of-
viðri, en heyjum varð að mestu
bjargað.
Vítnísburður
Þorv. Thoroddsen.
Frh. -----
III.
Sú ánægja, sem höf. hefir af
sjálfum sér og vandamönnum sín-
um, hverfur fljótt, þegar komið er
til annara. Kennurum sínum lýsir
hann yfirleitt mjög spélega, en
verst þó Halldóri Friðrikssyni.
Segir m. a. að hann hafi komið
óhreinn í kenslustundir. „Auk-
nefni það, sem hann hafði, mun
hafa verið dregið af þessum hrein-
lætisbresti“. þannig kemur hann að
uppnefni pilta. (I. 76). Um son
Halldórs, sem á engan hátt var á
vegum p. Th., er sagt frá, að hann
hafi lent í óláni. Út af umræðum
um ferðalög þorv. minnist hann
enn á þennan kennara sinn: „pá
sagði Halldór og skældi sig“ (II —
93).
Hinum nafntogaða gáfumanni,
sr. Jóni Bjarnasyni, er var stunda-
kennari við skólann, er lýst svo, að
„hann var ekki kennai’i nema í
meðallagi“, „strangur og hrotta-
legur“, og að kjarklitlum piltum
hafi ekki orðið um sel, er hann
hvesti á þá augun og glenti þau
upp, svo að hvítmataði alt í kring“
(1-87).
Um aðra merka menn eru end-
urminningarnar-af sama tægi. —
Um Kristján Jónsson skáld man p.
Th. það, að Kr. hafi í skóla ætlað að
fremja sjálfsmorð, en síðar tekist
það austur á landi (I — 99). Bene-
dikt Sveinsson sýslumaður fær
skrítna mynd. p. Th. sér það fyrst
til B. Sv., að rektor mentaskólans,
Bjarni sterki, „tók í hnakkadramb-
ið á Benedikt og kastaði honum út
úr dyrunum í skafj fyrir neðan
tröppumar“ (I — 62). B. Sv. var
þá yfirdómari. Um ræðulist B. Sv.
er sagt: „Benedikt var háróma og
glymjandi, en framsetningin
vanalega óskýr, efnið alt í þoku“.
Ennfremur að mál hans hafi verið
með „háum og hvellum ringjum"
(I — 93). Samferð B. Sv. úr Rvík
á þingvallafund 1885 lýsir p. Th.
svo, að Benedikt „var fullur strax,
þegar við fói’um af stað“. Á leið-
inni söng hann líksöngssálma. „Alt
í einu sprettur Bensi upp í Selja-
dalnum“ og þýtur á undan öðmm,
yfir Mosfellsheiði, og söng til skift-
is „Nú látum oss líkamann grafa“
og „Alt eins og blómstrið eina“.
Hjá Kárastöðum hleypir B. hestin-
um í pytt.,þ. Th. kom til hans. pá
segir Benedikt við hestinn: „Ertu
dauður a......þinn, það gerir
ekkert til, úr því þú ert bara láns-
hestur“ (II — 35). Um Hjónaband
Kristjönu, móður H. Hafsteins,
sem enn er á lífi, er sagt að það
hafi verið svo ilt, að bræður henn-
ar Tryggvi og Eggert Gunnarssyn-
ir hafi ætlað að taka hana úr heim-
ilinu (II — 7). þegar sagt er frá
því, að Jón Hjaltalín varð skóla-
stjóri á Möðruvöllum, er það tekið
fram, að hann hafi haft lélega at-
vinnu erlendis og verið atvinnulaus
um það leyti, sem veitt var (I —
156). Um skólamensku Hjaltalíns,
sem að mörgu leyti var alveg frá-
bær, er nálega ekkert sagt. Aftur
er rækilega sagt frá því, að stjúpa
Hjaltalíns, Eggþóia að nafni, sem
bjó í Koti nálægt Möðruvöllum,
hafi verið „subba“ með afbrigðum
og. orðið að umtali á strandferða-
skipi, af því hún flutti kú með sér
vestan af landi (II — 9). Helsta
vitneskjan um uppeldismál Hjalta-
líns er saga um að hann hafi kvöld
eitt í góðu veðri komið syngjandi
og fullur frá Akureyri. Nemendur
hans og p. heyra sönginn heim að
bæ. Svo dettur alt í einu í dúna-
logn. Hestur. „Hjalta“, eins og p.
Th. kemst að orði, hefir dottið 1
pytt og nemendur koma til bjarg-
ar (II — 14). Gröndal er lýst sem
líkamlegum og andlegum aum-
ingja. Hann er hræddur við að láta
róa með sig út í skip á Rvíkurhöfn,
dauðhræddur að fara fyrir Horn-
bjaig. Og til að gera Gröndal sem
best skil, rökstyður hann brigð-
mælgi skáldsins með þessum orð-