Tíminn - 23.02.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.02.1924, Blaðsíða 1
©jaíbferí afgret&slur"a6ur Ctmans ec S t $ u r <} e i r ^ri&tiísfon, Sambanösþú&mu, Hetfjapif. iZ^fgrclböía Cimans er i Sambanös^Afimt, ®pin öa$Iega 9—fl f. $. Siirri 4^9«. YIII. ár. Reykjavík 23. febrúar 1924 8. blaO Utan úr heimi. Grænlandsdeilan. Um alllanga hríð hefir staðið hörð deila milli Danmerkur og Noregs um yfirráðin á Grænlandi. Danir telja sig eiga landið með öll- um þess gögnum og gæðum. Norð- menn draga þetta í efa. peir telja landið fundið og bygt af Norð- mönnum. Segja að það hafi verið norskt skattland á miðöldunum, þegar Danmörk og Noregur lentu undir einum konungi. þessvegna eigi það að fylgja Noregi enn. Ef fylgt væri sögulegum rökum, hefði þriðja þjóðin átt að~ koma einna helst til greina, íslendingar. Forn-lslendingar fundu Grænland og bygðu það. Stjórnarform Græn- lendinga í fornöld var eftirmynd hins íslenska þjóðveldis. Bygð Grænlands var hold af holdi hins íslenska ríkis. því miður hefir stjórn Islands ekki komið fram sem réttur aðili í málinu við um- ræður þær, sem nú hafa orðið um Grænlandsmálið. Norðmenn hafa mjög sótt á í þessu efni. þeir em siglinga- og veiðiþjóð miklu meiri en Danir. Um langa stund hafa hvalveiða-, og þó einkum selveiðamenn frá Nor- egi stundað atvinnu sína við Græn- landsstrendur, einkum við austur- ströndina, og haft þar vetursetu. Norska þjóðin er ung, ásækin og djörf til átaka. Norðmenn hafa náð góðri aðstöðu á Spitsbergen, vilja fá Grænland, og einskonar samband við ísland og Færeyjar. Norska þjóðin vill vera drotning fshafsins, og heimta aftur það, sem hún telur sinn sögulega rétt. En Danir hafa ekki viljað láta sinn hlut. 1 norskum blöðum hefir ver- ið mjög fast sótt á 0g með mikilli óhlífni. Hafa nálega allar stéttir og allir flokkar sameinast um þetta mál. Hefir sumstaðar komið fram Danahatur á háu stigi. Flokkur danskra leikara var á ferð í Noregi í sumar sem leið. Létu þeir hið versta yfir ferðinni. þóttust hafa verið hæddir og óvirtir opinberlega og í kyrþey. Fleiri dæmi voru sögð svipuð. Og ástæðan var jafnan hin sama: Grænlandsmálið. Danir tóku yfirleitt hóglega í málið, þó að ein- staka sinnum hafi líka frá þeirra hálfu hrotið harðyrði í garð Norð- manna, þá hefir þess gætt minna, enda urðu hinir að sækja á. Nú hefir dansk-norsk nefnd set- ið á rökstólum og reynt að leysa úr Grænlandsmálinu. Tillögur hennar eru nýlega komnar út, en hvorugt þingið hefir samþykt þær enn. Niðurstaðan er sú; að samning má gera til 20 ára milli Dana og Norð- manna um veiðirétt við Austur- Grænland. Strandlengjan nálega öll verður með vissum óbrotnum skilyrðum opin til afnota fyrir all- ar þjóðir. Fáir munu nota sér þenn- an rétt nema norskir veiðimenn og ef til vill íslendingar. Hafa Norð- menn líka með baráttu sinni mest til fengsins unnið. — En í aðalmál- inu, um eignaryfirráð Grænlands, hafa Danir hvergi látið undan síga. Nefndin sá, að um það mál varð engu um þokað. Hafa Norðmenn- irnir þá snúið sér að því, sem næst best var, að tryggja sér aðstöðu til veiða við austurströnd Græn- lands. En vesturströndin er enn harðlokuð fyrir öllum nema Græn- landsfélaginu danska. En með hverju ári gerast háværari þær raddir meðal frjálslyndra manna í Danmörku, sem vilja að landið sé opnað. Aldrei mun geta komið til styrjaldar með frændþjóðunum, Dönum og Norðmönnum, hvorki út af Grænlandi eða öðrum málum. En bróðurhugurinn milli þessara þjóða hefir kólnað meir en fyr hefði þótt líklegt, við átökin um Grænland. ** 9 —-—o---- Dr. Jón Þorkelsson þjóðslgalavörður. Dr. Jón þorkelsson var fæddur að Ásum í Skaftártungu 16. apríl 1859, sonur þorkels Eyjólfssonar er þar var þá prestur og konu hans Ragnheiðar Pálsdóttur. Fluttist síra þorkell að Borg á Mýrum stuttu eftir að Jón fæddist, og var síðast prestur á Staðastað — en Jón var eftir eystra, alinn upp hjá frændfólki sínu í Skaftafellssýslu, á Hlíð í Skaftártungu. Hann gekk í skóla 1876, varð stúdent 1882 og mun það þegar hafa komið í ljós á skólaárum hans, að hann var ekki við hvers manns skap og eitt- hvað sérstakt í hann spunnið. Að stúdentsprófi afloknu fór hann til Kaupmannahafnar og dvaldist þar síðan í mjög mörg ár, fyrst við nám, en síðar við vísinda- störf. Hann lagði stund á íslensk fræði, sögu lands og bókmentir, og tók meistarapróf í þeim fræðum 1886 og á þau fræði lagði hann stund alla æfi síðan, með alveg óvenju- legri elju og dugnaði. Hann réðist þar á garðinn sem þörfin var mest, því að fáir eða engir höfðu þar á runnið áður svo teljandi sé, nema Árni Magnús- son. Hann tók fyrir miðaldasög- una, hina almennu sögu þeirra og bókmentanna. Fornaldarsaga Islands og forn- bókmentir hafa verið viðfangsefni fjölda vísindamanna, en fyrir daga dr. Jóns þorkelssonar mátti svo að orði kveða, að fræðimennirnir ná- lega gleymdu mörgum öldum í sögu fslands. Að vísu hafði Jón Sigurðsson byrjað það verk sem stefndi í miðaldasöguna, með út- gáfu fornbréfasafnsins, en honum entist ekki aldur til að koma út nema fyrsta bindi þess. Jón þor- kelsson var hinn sjálfkjörni arf- taki nafna síns um það verk og doktorsritgjörð hans um skáldskap íslendinga á 15. og 16. öld og út- gáfa hans á Fornbréfasafninu, sem nú er að verða 12 bindi, hafa rutt brautina að rannsókn þess tíma- bils. Mun dr. Jón einhverntíma hafa orðað það svo, að hann hafi viljað brúa gjána milli fomrar og nýrrar sögu íslands, og það hefir hann gert með alveg sérstökum myndarskap, og því aðeins gat hann gert það, að hann var öllum mönnum fróðari og þrautkunnugri fornskjölunum. Svo sem Áma Magnússonar verður jafnan minst, því að hann er sá, er safnaði sam- an og varði glötun ótal gögnum um fyrri sögu landsins, svo verður dr. Jón þorkelsson ódauðlegur í sögu þessa lands, því að hann hefir bor- ið þetta alt á borð fyrir alþjóð Is- lendinga og gert það að alþjóðar- eign og hverjum manni handhægt til rannsóknar sem áður var graf- ið og margsundrað í söfnunum víðsvegar um heim. Og jafnframt t Dr. Jón Þorkelsson, þjóðskjalayörður Þá er höggl þjóð var slegin þungu og snöggu, og fram á veginn felmtuð horfir fræðadís. Telja mun í salnum Saga sólarlitla þessa daga. Fágætt horfið blað er Braga. — Burt er kempa snjöll og vís. Liðnar aldir þöglar þykja, þéttu haldi plöggin lykja, keim og eim síns aldarfars; veita flestum viðmótstrega, en vinum sínum kompánlega alt þær segja og alla vega einatt þenna virtu svars. • Fengsæll úti’ á fræðamari framúr keppinn sjósóknari djúpt á miðum löngum lá. Köllun sinni og iðju unni, ómenskunni lítið kunni. Lók í æsku lyftingunni líf sitt alt með fjöri og þrá. Sórhvað frónskt að sjá og heyra sjón var hvöss og þunt var eyra, minnið jafnframt meginríkt. — Þekti’ hann gis og þvaðrið tóma þjóðernis um helga dóma, söng í þungrar þykkju skjóma, þoldi’ hann engum fleipur slíkt. Hann var ímynd áberandi ýmsra veðra hér á landi, skapið bæði vetur og vor. Til var þorra þysinn stríði, er þyrlar mjöll og espar víði; steig þó júní blærinn blíði blómum hollur annað spor. Einatt léku létt á vörum leiftrin fjörs í snillisvömm, — orðin valin gild og góð. Sá bar ekki sínu landi sónarmjöð í daufu blandi. — Þú átt ýmsa ógleymandi, og einn er þessi — strjála þjóð. I • Yfirbragðið átti ’hann sanna öldnu, horfnu slcörunganna, þeirra greip nú hinstan hel. Sof þá, maður, mær og slyngur, mikli, sanni Islendingur. öllu mold und stól ei stingur, stórfeld minning endist vel. Jak. Thor. hefir hann með skarpleik unnið mikið úr þessu mikla efni. Fyrir stuttu var hann byrjaður á að gera kvæðunum sömu skil með útgáfu Kvæðasafnsins, sem hann hafði skjölunum gert með útgáfu Fornbréfasafnsins. Er það mikið tjón, að honum entist ekki aldur til þess og hins, að koma Fornbréfa safninu lengra áleiðis. En einhver verður þá að fara í fötin hans. Vinna hans við þetta tvent er aðallífsstarf hans. En auk þess liggur fjölmargt eftir hann ann- að, sem eitt fyrir sig mætti þykja mikið eftir hvern meðalmann. Hann hefir gefið út t. d. Hylling- arskjölin fyrir Kópavogsfund, Tyrkjaránssögu, Morðbréfabækl- ing Guðbrands biskups, Búalög, kvæði Stefáns Ólafssonar og Bólu- Hjálmars og byrjað á útgáfu Bréfabókar Guðbrands biskups og Alþingisbókanna. Og auk þessa verður það seint talið sem hann hefir frumsamið, þó að hér verði nokkuð nefnt: Saga Magnúsar prúða, Jóns Espólíns og Jörundar hundadagakóngs og fjöldi ritgerða í Blöndu, Andvara, Tímariti Bók- mentafélagsins, Ríkisréttindum Is- lands o. fl. Enn gaf dr. Jón út Sunn- anfara bæði í Kaupmannahöfn og síðar hér heima, safnaði miklu handritasafni, er hann seldi land- inu, var forseti Sögufélagsins alla tíð, þj óðvinafélagsins 1911—13 og Bókmentafélagsins síðan 1918. Mun ekki ofmælt að enginn maður íslenskur hefir staðið fyrir jafn- mikilli bókaútgáfu sem hann. Við stjómmál fékst dr. Jón nokkuð. Var þingmaður Snæfell- inga 1893, og er sambandslaga- málið kom á dagskrá 1908, varð hann þingmaður Reykvíkinga og sat þingin 1909 og 1911. Minnir mig, að dr. Jón gæti þess í ræðu í samsæti, er honum var haldið sex- tugum, að þá hefði hann „tekið fram hjá“ vísindunum er haxm fór að fást við þau störf. En víst er þó hitt, að sinn mikla þátt átti hann í úrslitum sambandslagamáls ins. það gat ekki hjá því farið, að þjóðin tæki mikið tillit til tillaga hans einmitt um það mál. Má hik- laust telja hann í fremstu röð sjálfstæðismannanna á þeim árum. Rétt fyrir lát dr. Jóns kom kvæðabók hans sjálfs út. Hefir hennar nýlega verið getið hér í blaðinu. — Hefði sá, er þetta ritar, gjama viljað rita rækilega um þennan stórmerka mann, en í tómstundun- um milli þingstarfanna verður lítt úr verki. En af færum manni verð- ur um hann ritað rækilega án efa, annaðhvort í Skírni eða Andvara. Persónuleg kynni hafði eg nokk- ur af dr. Jóni síðustu árin og þó helst allra síðast. það var alveg sérstök unun fyrir þann, sem ann íslenskum fræðum, að fá að spjalla um þau við dr. Jón í skrifstofu hans í Landsskjalasafninu. Eg get ekki hugsað mér að tala nokkru sinni við svo stórfróðan mann og skemtilegan. Og þótt hann hafi unnið með afbrigðum mikið og miðlað þjóð sinni afburða miklu af fróðleik sínum, þá er hitt mikið sem fer með honum í gröfina, því að enginn hefir svo sem hann lif- að sögu miðaldanna íslensku. ----o----- Látin er 30. f. m. að heimili sínu Kirkjubóli í Hvítársíðu Ragnhildur þórðardóttir kona Jóns Eyjólfsson- ar fyrrum bónda á Háreksstöðum í Norðurárdal, dugnaðar og sóma- kona.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.