Tíminn - 23.02.1924, Blaðsíða 2
30
T 1 M I N N
Klemensar Jónssonar fjármálaráðherra við 1. umræðu
fjárlaganna.
Um leið og eg legg þetta frum-
varp fyrir hv. deild mun það
þykja tilhlýðilegt að eg fylgi því
úr hlaði með nokkrum orðum.
Fjárlagafrv. fyrir 1925 er aðal-
lega bygt á útkomu ársins 1922,
því það var samið fyrir áramót
1924, og því ómögulegt að nota ár-
ið 1923 nema aðeins til hliðsjónar,
útkomuna 9 mánuði ársins. Eitt-
hvað lítið mundi tekjuhliðin hafa
breyst, ef fullkomin uppgerð fyr-
ir alt árið hefði legið fyrir hendi,
er frumvarpið var samið, eins og
síðar verður drepið á.
það er ógerningur að semja svo
fj árlagafrumvarp, sem á nokkru
viti sé bygt, án þess að taka til-
lit til afkomunnar undanfarin ár.
Hvað langt eigi að fara aptur í
tímann getur verið álitamál, mér
hefir fundist nægilegt að fara aft-
ur til 1920 og það kemur þá þegar
í ljós að öll árin síðan hefir verið
tekjuhalli árlega og hann gífur-
legur. þegar eg fór, í sambandi
við frumvarp, sem verður iagt fyr-
ir þingið innan fárra daga, að at-
huga þetta mál, taldist mér svo til,
að árið 1920 hefði hann numið
2i/2 miljón, árið 1921 rúmum 2
miljónum og 1922 tæpum 2 milj-
ónum, eða alls á 3 árum um 6V2
miljón. En eg trúði ekki þessu og
fór að rannsaka málið á ný, og
fanst þá, að draga mætti frá ýms-
ar upphæðir, afborgun á lánum
einkum, en lengra niðui’ en í und-
ir 4 miljónir komst eg þó ekki. En
nú hefir hv. 1. þm. Reykvíkinga
(J. þorl.), sem ítarlega hefir rann-
sakað alt fjárhagsástandið, kom-
ist að þeirri niðurstöðu, að tekju-
haihnn væri enn meiri, en eg hafði
í fyrstu áætlað hann, nefnilega ár-
ið 1920 2,2 miljón, 1921 2,6 og
1922 2,6 eða alls 7,4 miljón, tæpii
miljón hærra en eg hafði áætlað,
og vil eg alls ekki vefengja þær
tölur, en hvaða tölur sem teknar
ei*u, þá er þetta gífurlegur tekju-
halli, þar við bætist svo halli á ár-
inu 1923 1 miljón 381 þús. kr.,
eða á fjórum árum minst 7V4
miljón. Hann er það eftir bráða-
birgðaskýrslum, og eg býst ekki
við að hann verði minni en 5*4
miljón til 8 V2 miljón, eftir því
hvaða tölur maður tekur. það sjá
allir, að þetta getur ekki gengið
til lengdar, það hlýtur að leiða til
gjaldþrots innan skamms, um það
geta ekki verið skiftar skoðanir,
svo að óþarft virðist að fjölyrða
frekar um það.
þegar eg tók við fjármálaráð-
herraembætti seint í apríl í fyrra
var mér það ljóst, að fjárhagur-
inn var mjög bágborinn, en að
hann væri jafn slæmur og hann
var í raun og veru, hafði eg enga
hugmynd um þá, annars hefði eg
vissulega ekki tekið í mál að tak-
ast það embætti á hendur. þegar
svo þinginu um sama leyti tókst
að fá vilja sínum framgengt um
það að stjórnin legði fyrir frv. til
fjáraukalaga fyrir árið 1923, sem
aldrei skyldi verið hafa, lýsti eg
fjárhag landsins nokkuð og taldi
það óhugsandi að komast af án
þess að taka lán, og það hefir
reynst nauðsynlegt til bráðabirgða
því oft hefir verið örðugt að kom-
ast yfir mánaðarmót, og mun það
að vísu hafa komið fyrir áður, en
samt hef eg oft um mánaðamót
hugsað um hvað Árni gamli land-
fógeti hefði sagt um það að hafa
ef til vill einar 20—30 þúsund kr.
í sjóði, þegar fyrstu dagar mán-
aðarins voru liðnir. Hann sem
ekki var vel rólegur nema hann
hefði yfir 100 þús. kr. minst í
sjóði, og þó hljóðuðu fjárlögin þá
varla upp á meira en á aðra milj.
króna árlega.
Aðalhjálpin á þrengslatímun-
um kom frá Landsverslun, því
hún greiddi 435 þús. kr. meira en
áætlað var. það var skuld sem rík-
issjóður átti, og varð að nota sem
eyðslueyri, í stað þess að nota það
til aíborgana á sínum eigin lánum.
þegar mér var orðið ljóst eftir
miðjan júní, hvernig ástandið var
í raun og veru, ákvað eg að draga
úr öllum verklegum framkvæmd-
um, að svo miklu leyti, sem það
var hægt, en það munaði ekki að
verulegu ráði, bæði af því, að þá
var þegar búið að vinna mikið,
sumstaðar nálega alt, sem vinna
þurfti, og annai'staðar var ekki
hægt að hætta alt í einu, nema með
stórskaða. þar við bættist svo, að
verkamenn höfðu sumstaðar reitt
sig á að hafa þessa vinnu alt sum-
arið og hafnað annari vinnu, t. a.
m. kaupavinnu. Lá því ekki annað
fyrir en sultur og eymd, ef tekið
væri alveg fyrir vinnuna, og því
neyddist eg til að láta vinna meira
en eg hafði til ætlast, einkum við
Flóaáveituna. Sparnaðurinn við
þessar ráðstafanir varð því 1923
ekki eins mikill og hann hefði get-
að orðið, ef til þeirra hefði verið
gripið fyr. En það tekur altaf
nokkurn tíma að setja sig alveg
inn í fjárhag landsins, og það jafn-
vel fyrir mann honum kunnugan,
eins og eg þykist vera.
Aftur á móti gerði eg í haust
ráðstafanir til að engar símalínur
yrðu bygðar á þessu ári samkv.
heimild í 13. gr. D. III núgild-
andi fjárlaga, og að því er vega-
gerðir snertir, þá er það sam-
komulag milli mín og vegamála-
stjóra, að mjög lítið verði unnið
í sumar að framhaldsbyggingu
flutningabrauta og þjóðvega, en
nauðsynlegt viðhald er óhjákvæmi-
legt, og það verður framkvæmt.
Fyrir þessar ráðstafanir ætti því
að sparast talsvert fé á þessu ári
0g tekjuafgangur að verða á fjár-
lögunum 1924, ef tekjuáætlunin
reynist nokkurn veginn ábyggileg.
Auk þess geri eg auðvitað ráð fyr-
ir, að þau verk, sem heimilt er að
vinna samkvæmt sérstökum lög-
um verði ekki framkvæmd í ár.
þau átti að framkvæma fyrir láns-
fé, en það fé var þegar fyrir
löngu, fyrir tveim árum, upp-
gengið þegar núverandi stjórn tók
við, á eg hér sérstaklega við Flóa-
áveituna.
Með þetta ástand fyrir augun-
um, sem eg hefi nú lýst, samdi eg
frumvarpið fyrir 1925, með tals-
verðum tekjuafgangi. Eg hefi tal-
ið það eina skilyrðið fyrir því, að
geta komist á réttan kjöl aftur, að
fjárlögin verði ekki einungis
tekjuhallalaus, heldur með tals-
verðum tekjuafgangi. þessu verð-
ur náð með því tvennu, að tekju-
hliðin sé áætluð svo varlega, að
full vissa sé fyrir því, að tekjurn-
ar komi inn, og hinu, að dregið sé
úr útgjöldunum sem mest má
verða. þegar þess er nú gætt, að
tekjurnar eru áætlaðar 7,8 milj.,
að þar frá dregst tæpar 2 miljón-
ir til afborgunar og vaxtagreiðslu
af lánum ríkisins, að flestar út-
gjaldagreinar fjárlaganna eru lög-
boðin gjöld, embættislaun eða út-
gjöld til stofnana, spítala 0. s.frv.,
þá er auðsætt, að það eitt er hægt
að spara, sem ekki er beinlínis fyr-
irskipað í lögum að greiða, en það
verða þá aðallega verklegar fram-
kvæmdir, vegagerðir, símalagning
ar og þessháttar, enda munar mest
um það.
þótt það hafi verið mér sárnauð-
ugt að leggja niður allar slíkar
framkvæmdir, þá hefi eg ekki séð
annan kost eins og frumvarpið ber
með sér. Eg hefi slept gjörsamlega
öllum verklegum framkvæmdum
árið 1925, en nauðsynlegu viðhaldi
hefir ekki þótt hlýða að sleppa.
þær einu verulegu verklegar fram-
kvæmdir, sem eftir frv. geta þá
orðið, verður Búnaðarfélagið og
Fiskifélagið að annast, og er þó
klipið af tillagi til þeirra félaga.
Eg skal fúslega játa það, að
auðvelt hefði verið, að strika alveg
út ýmsa bitlinga og styrki á 15.
gr., því þar hafa staðið árum sam-
an styrkii’, sem vissulega var ekki
upphaflega ætlast til, að stæðu til
langframa, en það er hvorttveggja
að niðurfelling slíkra bitlinga hef-
ir ekki mikinn sparnað í för með
sér, og að erfitt er að vinsa úr,
hverir megi fjúka, og hverir
standa, þessvegna hefi eg lítið
Sé nú þetta yfirlit athugað, þá
kemur það í ljós, að þessir tekju-
liðir í 2. gr. hafa farið fram úr
áætlun: Vitagjald um 46 þús. kr.,
útflutningsgjald um 267 þús kr.,
áfengistollur um 222 þús. kr.,
vörutollur um 52 þús. kr. og ann-
að aðflutningsgjald um 50 þús. kr.,
alls hækkun á þessum liðum 633
þús. króna. Hinsvegar hafa þess-
ir liðir orðið undir áætlun: Tó-
bakstollur um 70 þús. kr., stimpil-
gjald 179 þús. kr., símatekjur 39
þús. kr., alls lækkun á þessum lið-
um 288 þús. kr. Aðrir liðir hafa
reynst nokkuð svipaðir áætlun.
Allar tekjur eftir 2. gr. fjárlag-
anna voru áætlaðar 7.025 þús. kr.,
en reyndust eftir þessari bráða-
birgðauppgerð 7.404 þús. kr., svo
hróflað við þeim, en mun sem
þingmaður greiða atkvæði með
hverri þeirri breytingartillögu sem
miðar til þess að minka eða fella,
það sem eg kalla bitlinga.
Eg skal því næst eins og venja
er til gefa yfirlit yfir útkomu árs-
ins 1923, það er auðvitað aðeins
bráðabirgðauppgerð bygð á upp-
lýsingum frá innheimtumönnum
ríkissjóðs. Hún getur auðvitað
ekki verið alveg nákvæm, en það
ætti aldrei að muna miklu.
að því leytinu til er útkoman góð.
Tekjur eftir 3. gr. hafa farið lítið
eitt fram úr áætlun. Um 4. gr. er
það að segja, að þar voru tekjur
af bönkum áætlaðar 250 þús. kr.
en reyndust aðeins 52 þús. kr. Aft-
ur á móti voru greiðslur af Lands-
verslun áætlaðar 240 þús. kr. en
urðu 675 þús. kr., þar af má telja
um 50.000 kr. hagnað af steinolíu-
versluninni. Verður því útkoman
eftir þessari grein 827 þús. kr. í
stað 576 þús. kr. eftir fjárlögun-
um. Loks skal eg geta þess, að
tekjur af áfengisverslun hafa orð-
ið 280 þús. kr. og innborgað er í
skiftimynt liðugar 106 þús. kr.
Að því nú er útgjöldin snertir
þá hafa þessir liðir farið fram úr
áætlun: Vextir af lánum áætlaðir
729 þús. kr. urðu full miljón. Er
það vafalaust gengislækkuninni
að kenna, að því er útlend lán
snertir. Alþingiskostnaður áætlað-
ur 227 þús. varð 246 þús. Gefur
þetta mér tilefni til þess að beina
þeirri ósk til hæstvirta forseta að
viðhafa alla sparneytni. Væri það
gott til eftirdæmis, ef þingið og
þingmenn gengju á undan öðrum
með allskonar sparnaði, enda er eg
sannfærður um að það má spara
á ýmsum liðum við alþingishaldið.
Ýmisleg gjöld 11. gr. B. áætluð
163 þús. kr. en urðu 314 þús. kr.
eða nærri tvöfalt hærri en áætlað.
það var vitanlegt að þessi gjöld
mundu reynast alt of lág.Á þessum
lið er burðareyrir og embættis-
skeyti, sem altaf eru oflágt áætl-
uð, og landhelgisgæsla, sem var
mjög aukin í fyrra eftir ósk lands-
búa. Vegabætur hafa farið liðugar
53 þús. kr. fram úr áætlun og hrað-
skeyta- og talsímasamband 300
þúsund fram úr áætlun. Eg skal
strax skýra frá því hvernig á því
stendur. Árið 1922 var veitt til
ákveðinna símalína 167 þús. kr.,
en á því ári voru keyptir staurar
í þær fyrir 40.000 kr., en afgangur-
inn 127.000 kr. voru notaðar og
borgaðar út 1923. Á fjárlögun-
um 1923 voru veittar til bæjar-
símans í Reykjavík 68.000 kr. til
starfrækslunnar, en þar að auki
var notað til stækkunar kerfisins
hér: jarðsíma, miðstöðvarborðs
og áhalda um 100 þús. kr., það sem
er umfram um 70 þús. kr. gekk
til flutnings stöðvarinnar á Akur-
eyri (10.000 kr.) og til viðbóta og
viðhalds stöðvanna. Kostnaður
við vitamál fór tæpar 40.000 kr.
fram úr áætlun. Gjöld til andlegu
stéttarinnar (14. gr. A.) fór 84
þús. kr. fram úr áætlun. Loks urðu
greiðslur samkv. lögum (Flóa-
áveitan), fjáraukalögum og
þingsályktunum 114 miljón kr.,
eða rúmlega tekjuhallinn á árinu.
það sést á þessu yfirliti, að árið
1923 hefði borið sig og vel það, ef
ekki hefði þurft að greiða af tekj-
um ársins stórar upphæðir sam-
kvæmt sérstökum lögum, sem nota
átti lán til, og ef fjáraukalögin fyr-
ir 1923 hefðu aldrei komið fram.
Eg gat þess áðan, að tekjuhlið-
in í fjárlagafrv. 1925 væri bygð á
afkomunni 1922, en eftir að nú er
búið að fá yfirlit yfir tekjurnar
1923, vil eg athuga, hvort tekju-
hliðin 1925 muni reynast ábyggi-
leg- samkv. útkomunni 1923.
það sést fljótlega, að yfirleitt
munu tekjurnar vera sæmilega
varlega áætlaðar. þó eru einstakir
liðir sem eg vafalaust hefði áætl-
að lægri, t. a. m. reyndust auka-
tekjur árið 1923, 296 þús. kr., en
eru hér áætlaðar 300 þús. kr., og
er það fullhátt, þó þessi tekju-
grein sé reyndar æði óviss og
flögrandi, fer mikið eftir árferð-
inu. Sama má segja um kaffi- og
sykurtollinn, að hann er fullhátt
settur í samanburði við afkomuna
1923,en einkum á þetta þó við vöru
tollinn. Hann varð einungis 1 milj.
62 þús. 1923, en er áætlaður nærri
200 þús. kr. hærri í fjárlagafrv.
1925. Eg skýt því til fjárveitinga-
nefndar að athuga sérstaklega
þennan lið gaumgæfilega. Aftur
á móti kynni einhverjum að virð-
ast, sem útflutningsgjaldið sé
óþarflega varlega áætlað, þar sem
það reyndist 1923 163 þús. kr.
hærra en ráðgert er eftir fjárlaga-
frumvarpinu. En af öllum tollum,
er þetta gjald einmitt hið allra
óvissasta, svo að eg álít ógerning
að raska við því. Aftur á móti er
eg ekki frá því, að áfengistoll og
tóbakstoll mætti hækka eitthvað
lítillega miðað við útkomuna 1923.
Eg hygg því að af þessu yfirliti
hljóti öllum að vera það ljóst, að
hafi ekki fyr verið þörf á að spara,
þá sé það þó nauðsynlegt nú, já
alveg lífsskilyrði, en það má þá
ekki vera aðeins í orði heldur líka
á borði, og þessi sparnaður ætti
einkum að koma fram í fækkun
embætta, sem vissulega má víða
Bráðabirgðaruppgerö á tekjum cg’ gjöldum ríkissjóðs
árið 1923.
T e k j u r Áætlun Reikningur
Kr. a. Kr. a. Kr. a.
Fasteignaskattur 210.000 00 225.051 00
Tekju- og eignaskattur 900.000 00 884.967 00
Aukaskattur 250,000 00 296.612 00
Erfðafjárskattur 55,000 00 43.900 00
Vitagjald 150.000 00 196.097 00
Leyfisbréfagjöld 10.000 00 14.282 (H)
Utflutningsgjald 600.000 00 863 448 00
Al'engistollur 250.000 00 471.905 00
Tóbakstollur 500.000 00 429.758 00
Kaffi- og sykurtollur 800.000 00 811.372 00
Vörutollur 1.000.000 00 1.052.101 00
Annað aðflutningsgjald 60.000 00 110.986 00
Gjald af konfekt og brjóstsykursgerð . . . 20.000 00 16.000 00
Stimpilgjald 500.000 00 321.810 00
Lestagjald af skipum 40.0U0 00 36.600 00
Pósttekjur 400.000 00 386.258 00
Simatekjur 1.075.000 00 1.036.000 00
Tóbakseinkasala 200.000 00 200.000 00
Skólag'jöld 5.000 00 bC © o 00 7.404.347 00
Eftirgj. eftir jarðeignir ríkissjóðs 30.000 00 ca. 45.000 00
Tekjur af kirkjum 50 oo n V
Tekjur af silfurbergsnám. i Helgustaðafjalli 10.000 00 10.000 00
Tekjur af skipum 150.000 00 181.846 00 236.846 00
Tekjur af bönkum 250.000 00 52.153 00
Tekjur af Ræktunarsjóði 20.000 00 24.948 00
Vextir af bankav.br. samkv. b. nr. 14. 1909 . 40.000 00 34.204 00
Væntanl. útdregið af þeim bréfum .... 15.000 00 35.900 00
Arður af hlutafé (100.000 kr.) i Eimsk.fél. ísl. 6.000 00 V »
Vextir af innstæðum i bönkum 5.000 00 5.129 (10
Greiðslur frá Landsverzluninni 240.000 00 675.000 00 827.334 00
Ovissar tekjur 20.000 00 97.951 00
Endurgr. skyndilán til embættismanna . . 400 00 V V
Endurgr. aðrar fyrirframgreiðslur .... 2.000 00 5.607 00 103.558 00
Tekjur af áfengisversluninni V V 280.000 00
Skiftimynt n V 106.200 00 386.200 00
Tekjuhalli 1.381.296 00
Kr. 7.813.450 00 V V 10.339.581 00
G j ö 1 d Fjárveiting Reikningur
Kr. a. Kr. a. Kr. a.
Greiðslur af lánum rikissjóðs:
Vextir . 729.400 41 1.000.352 00
Afborganir 879.913 54 948.904 00
Framlag til Landsbankans 100.000 00 100.000 00 2.049.256 00
Borðfé konungs 60.000 00 n n 60.000 00
Til alþingiskostn. og yfirsk. landsreikninga . 223.000 OO1 n n 246.274 00
Ráðuneytið, rikisféh. o. fl 182.280 00 180.699 00
Hagstofan 47.800 00 46.300 00
Sendih., utanrikismál og rikisráðskostn. . . 67.500 00 75.610 00 302.609 00
Dómgæsla og lögreglustjórn 439.820 00 379.804 00
Ýmisleg g'jöld 163.600 001 314.436 00 694.240 00
Læknaskipunin 695.556 00 » n 644.992 00
Póstmál .... 422.900 00 421.839 00
Vegabætur 330.940 00 383.856 00
Samgöngur á sjó 300.000 00 247.900 00
Hraðskeyta og talsimasamband 766.100 00 1.066.000 00
Vitamál 120.600 00 159.893 00 2.279.488 00
Andlega stéttin 295.308 28 379.233 00
Kenslumál 1.009.880 00 947.014 0(1 1.326.247 00
Til visinda, bókmenta og lista 219.150 00 n n 206.626 00
Tii verklegra fyrirtækja 561.920 00 V V 505.977 00
Til skyndilána handa embættism. og lögboð-
inna fyrirframgreiðslna 4.000 00 n n n n
Eftirlaun og' styrktarfé 202.660 99 n n 178.008 00
Óviss útgjöld 100.000 OO r> n 128.399 00
Fjárgreiðslur samkv. lögum, fjáraukalögum
og þingsályktunum r> r> r> n 1.503.465 00
Gengismunur á greiðslum erlendis áætlað r> r r> n 214.000 00
Kr. 7.922.329 V r> n 10.339.581 00