Tíminn - 22.03.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.03.1924, Blaðsíða 1
©jaíöfeti 03 afgrei&síup’aöur Cimans er Sigurgeit ^ri&rifsfon, Sarrtbanðsþúsinu, KeYfjaoif. ^fetei&sía íimans er í Sambanösbúshtu. ©ptn ðaglega 9—\2 f. t>- Sími ^96. VIII. ár. Reykjavík 22. mars 1924 12. bíaö Stjórnarskiftin. Stjórnarfarið frá 1920 og 1921 endurreist. Afstaða Framsóknarflokksins. pess er áður lauslega getið hér í blaðinu að laust eftir þingsetningu kom stjórn Ihaldsflokksins til for- sætisráðherra, skoraði á hann að beiðast lausnar og tjáði sig reiðu- búna til að mynda nýja stjórn. Um líkt leyti dró ráðherra Framsóknarflokksins sig til baka í samráði við þann flokk og síðan sagði öll stjórnin af sér. Var formanni Ihaldsins þá falið það af konungi að mynda nýju stjórnina, samkvæmt yfirlýsingu Ihaldsflokksins. Tók J. p. við feg- inshendi og þóttist hafa himin höndum tekið. En reyndin varð sú, að Jóni var sýnd gæs en ekki gefin. Hann knúði á hurðir hvar sem minsta von var um að upp lykist. En það lukust ekki upp nægilega margar hurðir. Eða — eins og einhver orð- aði það — það reyndist J. p. nú, eins og sagt er að einhverntíma hafi reynst öðrum ákveðnum manni áður — það varð ekki „nóg vatn í pípunum“. Eftir hartnær tveggja vikna þungan róður og mikil vonbrigði varð J. p. að gefast upp. pað hafði reynst missögn að foringi íhalds- ins væri „reiðubúinn“ að geta myndað stjórn. Hitt vissu allir að hann mun hafa verið reiðubúinn til að vilja mynda stjórn. I fyrstá sinn urðu þau tíðindi á íslandi að konungi höfðu borist óábyggilegar fréttir um það hver ætti að fara með hið æðsta vald. Aldrei fyr hefir það mistekist að mynda stjórn, þeim manni, sem konungur hefir falið það starf. Einsdæmin eni verst. Laust fyrir síðustu helgi munu þau tíðindi hafa flogið út yfir poll- inn að J. p. væri búinn að gefast upp og að því yrði að taka til nýrra ráða. Og að sjálfsögðu var nú for- seta sameinaðs Alþingis falið að spyrja þingflokkana hver afstaðan væri til myndunar nýrrar stjórnar. Bar forseti sameinaðs Alþingis þá málaleitun fyrir Framsóknar- flokkinn. Lét Framsóknarflokkur- inn ekki lengi á svarinu standa, því að það var afhent forseta mið- vikudag síðastl. og var svohljóð- andi: „Út af fyrirspurn frá forseta sameinaðs Alþingis um afstöðu Framsóknarflokksins til myndun- ar væntanlegrar nýrrar stjórnar ályktar flokkurinn að lýsa yfir: Meðan ekki er séð hvernig fara muni samningar við Norðmenn um tollinn á íslensku saltkjöti í Nor- egi og meðan ekki er séð um af- stöðu þingmanna til hinna þýðing- armestu mála sem fyrir þinginu liggja, einkum viðskiftamálanna, tekur Framsóknarflokkurinn enga afstöðu til myndunar nýrrar stjórnar“. Yfirlýsingin var samþykt með samhljóða atkvæðum allra flokks- manna. pessi yfirlýsing segir skýrt til um afstöðu Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn telur að stofna eigi til stjórnarmyndunar í því skyni að koma fram ákveðn- um málefnum. Framsóknarflokkurinn setur kjöt tollsmálið efst þeirra mála sem eigi að ráða athöfnum flokksins. I bili er afkoma íslenskra bænda undir engu máli eins kominn sem úrslit- um kj öttollsmálsins. pessvegna telur Framsóknar- flokkurinn það sína æðstu skyldu, sem stjórnmálaflokks, að láta af- stöðu sína til stjórnarmyndunar mótast af því máli. I annan stað eru viðskiftamálin hin næst þýðingarmestu mál sem fyrir þinginu liggja: Viðskifta- höftin, gengismálið, eftirlit með meðferð gjaldeyrisins, landsversl- unin o. fl. I málum þessum er þjóðkunn stefna Framsóknarflokksins. Flokkurinn telur að framtíð eigi sömuleiðis að ráða næsta miklu um það, hverjir skuli fara með stjórn landsins. Flokkurinn telru að framtíð landsins sé að afarmiklu leyti und- ir því komin hver stefna verður nú tekin um þessi mál og hver for- ysta verður nú fengin um fram- kvæmd þeirra. pessa framkomu sína leggur Framsóknarflokkurinn óhikað und- ir dóm hinnar íslensku þjóðai'. Til þess að vinna að þessum málum hafa þingmenn flokksins verið kosnir fyrst og fremst. pessvegna setur flokkurinn nú mál þessi á oddinn. Framsóknarflokkurinn hefir ekki einungis lýst því yfir, hann hefir líka sýnt það í verkinu, að hann heldur fast við stefnuskrá sína og lætur málefnin ráða öilum athöfn- um sínum. Nýja stjómin. Nú víkur sögunni aftur til íhaldsins. Undir eins og yfirlýsing Fram- sóknarflokksins varð kunn, fóru íhaldsmenn aftur á stúfana. En nú var Jón porláksson orðinn undir. Um allan bæinn, utan og innan íhalds, hafði verið hlegið að framkomu hans,herhlaupinu mikla á fyrsta spretti, sem síðan varð ekkert úr. Annar, vanari að sigla á þeim pólitisku ólgusjóum, skaut nú höfði upp. pað var hinn gamli marghrjáði fyrverandi ráðherra Jón Magnússon. Nú var það hann sem tók við forystunni. Með hvaða meðölum það tókst — er þeim ókunnugt sem þetta skrifar. Verður tækifæri til þess eflaust síðar, en óhætt mun að fullyrða, að aldrei fyr hafi lagt ver ið út á veikari ís um stjórnar- myndun á íslandi. Eftir bestu heimildum þykir mega telja víst, að stjórnarmynd- unin reynist sem hér segir: Jón Magnússon forsætisráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra. Jón porláksson fjármálaráðherra og Magnús Guðmundsson atvinnu- málaráðherra. pað er með öðrum orðum endur- reisn hinnar frægu stjórnar frá 1920—1921 með þeirri manna- breytingu einni, að Jón porláksson er kominn í stað Péturs heitins Jónssonar frá Gautlöndum. Gengið undir ok. Örlög þau, sem formaður Ihalds- flokksins, Jón porláksson, hefir _ hlotið að þessu sinni, minna á far- í ir Órækju Snorrasonar. '.3íe- 409» -*<► ears ELEPHANT CIGARETTES Mest reyktar. Fást allsstaðar. Smáseluverð 55 aura pakkinn. THOMAS BEÁR & SONS, LTD., LOÍNDON.^ 1 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Hann var sonur hins ríkasta manns á íslandi á sinni tíð. Styrk- ari mægðir og frændstyrk átti hann en nokkur annar Islendingur. Harðsnúinn flokk hafði hann í kringum sig og mikið veldi. En saga hans reyndist óslitinn hrakfallabálkur. Hann gekk á vald óvina sinna, eins á fætur öðrum. Fyrst lenti hann í klóm Sturlu frænda síns Sighvatssonar og hlaut hin hörð- ustu meiðsl. Á vald Sighvats og Kolbeins unga hlaut hann að ganga. Og þá er faðir hans hafði verið myrtur og hann 1 fyrstu hafði stofnað til hins mesta ófrið- ar gegn banamönnum hans — þá varð hann að ganga slyppur á vald þeirra, vera í gæslu þeirra um hríð og þola svo burtrekstur úr landi og kom aldrei aftur. — Foringi íhaldsflokksins stofnaði til mikilla tíðinda í byrjun þings. Hann samdi yfirlit yfir fjár- málastjórn landsins og var í því fólgin hin harðasta ádeila á þriggj a ráðherra fyrirkomulagið og eink- anlega á Jón Magnússon og Magn- ús Guðmundsson fyrir stjórn þeirra á landinu. Síðan fær hann það umboð í hendur að mynda nýja stjórn. Og hann gerir vafalaust alt sem hann getur til þess, en hann getur það ekki. Látum svo vera, ef við þetta hefði setið. pá var ekki annað að segja en það, að Jón porláksson barðist sinni baráttu, eins og hann gat og beið lægri hlut. pað er við- urkent af öllum, að það er til sem heitir að falla með sóma. En Jón porláksson lét ekki við svo búið standa. Hann gengur fyrst undir það ok að verða ráðherra einn af þrem. Hann viðurkennir með því fyrst og fremst í verkinu það fyrirkomulag sem hann hefir fordæmt. Og þvínæst gerist hann undir- ráðherra Jóns Magnússonar og samverkamaður Jóns Magnússon- ar og Magnúsar Guðmundssonar, ráðherranna, sem hann hefir for- dæmt svo freklega fyrir fyrri stjórn þeirra. petta er það, sem hann leggur nú undir dóm þjóðarinnar. Beri menn það saman við þá framkomu sem Framsóknarflokkurinn leggur nú undir þjóðarinnar dóm. Undir slíkt ok er hann nú geng- inn foringi íhaldsflokksins. Mætti snúa við frægum orðum og segja: Aldrei hefir enn í manna minnum meira bognað nokkur Islendingur. Byrjað með ósköpum. En það er ekki með þessum ósköpum einum sem nýja stjórn- in sest í sætin. pað er á allra vitorði, sem nokk- uð hafa fylgst með á þingi, að ástæðan til þess að Jóniporlákssyni tókst ekki að mynda stjórn var sú að Jón Magnússon beitti sér gegn honum á bak 'Við tjöldin. Er þetta ein myndin af ástand- inu á „kærleiksheimilinu“ því. Hefir J. M. að þessu leyti unnið fullan sigur á nafna sínum. En þá náði J. p. sér niðri á öðru sviði. Hann þóttist hafa beygt sig nógu djúpt og vildi ekki lúta lægra. Ilann heimtaði að fá að vera fjár- málaráðherra. Og þann beiska bik- ar varð Magnús Guðmundsson að tæma til botns. Fyrst varð M. G. að hlusta þegjandi á ádeilu J. p. -fyrir fjármálastjórnina 1920— 1921, og nú að þiggja þetta magn- aða vantraust að verða að víkja úr fjármálaráðherrasæti fyrir mann- inum sem dæmt hafði fjármála- stjórnina hans svo þunglega. pannig hafa þeir stangast inn- byrðis ráðherrarnir nýju. peir menn, sem að einhverju loyti marka framtíð af fortíð, munu af þessu draga ákveðnar ályktanir um sambúðina í framtíðinni. Menn en ekki málefni. pessi stjórnarmyndun Ihaldsins er reist á þveröfugum grundvelli, þeim sem Framsóknarflokkurinn vildi vera láta um stjórnarmyndun. Nýja stjómin er mynduð vegna manna en ekki málefna. Ekkert sameiginlegt málefni bindur þessa nýju stjórnendur saman. Heldur þvert á móti. Liggur beinast við að taka ein- hver stærstu málin, viðskiftamálin. Magnús Guðmundsson hefir a. m. k. talað svo, sem hann sé nú ein- dregið fylgjandi viðskiftahöftum. Um Jónana báða er það marg- kunnugt, að þeir eru þeim alveg andstæðir. Sami M. G. er faðir tó- bakseinkasölunnar, en J. p. a. m. k. einhver eindregnasti andstæðingur hennar. Hvað blasir við? pað er hægt að segja með nálega fullri vissu hvað muni blasa við að mörgu leyti um hina nýju íhalds- stjórn. Endurreisn ástandsins frá 1920 —1921 blasir við. Endurreisn þess stjórnarfars, sem verst hefir reynst síðan stjórnin varð innlend. pað blasir við í annan stað, með nálega fullri vissu, að Magnús Guðmundsson á í annað sinn að af- neita verslunarstefnu sinni: höft- unum og tóbakseinkasölunni. pað má ennfremur telja öldungis víst að engar verulegar ráðstafanir verð^ gerðar til viðréttingar geng- inu. Fyrst og fremst er Jón Magn- ússon af því margkunnugur að gera aldrei neitt verk nema til hálfs og taka aftur með annari hendi sem hann gefur með hinni, en Jón porláksson er tryggingin sem kaupmennirnir hafa fyrir sín- x um hagsmunum og skoðunum. íhald blasir við. íhald í verstu merkingu. Kaupmannaíhald. Ihaíd- ið frá 1920—1921, þá er þeir sýndu verkin sín Jón Magnússon og Magnús Guðmundsson í fjár- aukalögunum miklu. pað á nú að tialda í ástandiö frá 1920 og 1921. Örlög Brennu-Flosa. Svo er frá sagt í niðurlagi Njálu að þá er Brennu-Flosi vai- orðiun gamall fór hann utan að sækja sér skálavið. Hann varð síðbúinn heim sumarið eftir. Mexm ræddu um að vont væri skip hans. Flosi sagði vera ærið gott gömlum og feigum og sté á skip og lét í haf — og hef- ir til þess skips aldrei spurst síðan. Jón Magnússon er orðinn gamall maður og beygður. pað er næsta furðulegt að hann skuli á gamals aldri stofna til stjórnarmyndunar á svo afarveikum grundvelli, með svo afskaplega sundurleitum efni- við. Eru það hin sömu örlög sem bíða hans sem Brennu-Flosi fann á 3ér. Er þetta síðasta verk Jóns Magn- ússonar fyrirboði hans pólitisku feigðar. Hún er góð gömlum og feigum stjórnmálamönnum stjórnarskút- an nýja — en engum öðrum er hún góð. ----o--- Brottrekstur Þorsteins G-íslasonar. Úrskurður fallinn hjá hinum dönsku og íslensku eigendum Morgunblaðsins. Erfiðar hafa þær verið fæðing- arhríðir Ihaldsstjórnarinnar á Al- þingi. En það hafa ekki verið eiuu ljósmóðurstörfin sem Ihaldið hefir orðið í að standa þessa dagana. Og það hefir ekki verið eina pólitiska fæðingin í herbúðunum þeim, er alt hefir borið öfugt að. Við blaðið hefir fæðingin staðið lengi yfir, en er nú farsællega um garð gengin og fæddir tvíburar, eða þríburar, og getur Tíminn ekki fullyrt með vissu hvort er. Fyrir löngu var það ráðið að porsteinn Gíslason skyldi rækur ger. En um hitt stóð orustan hver eða hverir skyldu taka við. Dönsku eigendurnir úr kaup- mannahópnum reykvíska réðu mestu um það að porsteinn færi. peir munu og hafa ráðið mestu um það hverir nú taka við, þótt þeir hafi ekki haft dirfsku til að framkvæma það áform að setja danskan mann sem opinberan með- ritstjóra. Mennirnir sem ráðnir eru til að veita forstöðu þessu hálf- eða al- danska málgagni, Morgunblaðinu, eru: Jón Kjartansson, þingmaður bændanna í Vestur-Skaftafells- sýslu og Valtýr Stefánsson fyrver- andi ráðunautur Búnaðarfélags Is- lands um áveitur. Hitt er meiri vafa undirorpið og verður ekki full- yrt hér, að þriðji maðurinn sé Jón Bergsveinsson, hinn afsetti for- maður Fiskifélags íslands, tals- maður kaupmannavaldsins og hins alræmda steinolíufélags ameríska. Ennfremur er fullyrt, að þar sem porsteinn Gíslason á Lögréttu og sambandi hennar og Morgunblaðs- ins er að sjálfsögðu slitið hér eft- ir, þá eigi að endurreisa ísafold gömlu og gera hana að vikuútgáfu Morgunblaðsins, sem ætluð er bændum, eins og Lögrétta hefir verið undanfárið. VerSur fróðlegt að sjá hvernig þeim reynist það dönsku kaupmönnunum að nota Frh. á 4. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.