Tíminn - 22.03.1924, Blaðsíða 2
46
T í M I N N
Norski kjöttollurinn.
Eftir Halldór Yilhjálmsson skólastjóra, Hyaimeyri.
Hann er nú orðinn 64 aurar á kg.
Nálega helmingur af brúttóverði
saltkjötsins, miðað við kjötsöluna
í haust, eða 1,9 milj. kr., af út-
fluttu kjöti, væri alt saltkjötið
fiutt til Noregs.
pað hefir verið undarlega hljótt
um þennan mikla kjöttoll, sérstak-
lega frá bænda hálfu. pað er rit-
stjóri Tímans, sem aðallega hefir
barist gegn honum í blaði sínu, en
bændur hafa setið hjá altof af-
skiftalausir.
pað er því merkilegra, sem
menn venjulega kvarta undan
sköttum og álögum, sem ríkissjóð-
ur verður að taka af landsmönn-
um, þó ekki sé hann nema lítilræði
í samanburði við þennan stórskatt,
sem Norðmenn ætla sér að taka af
okkur.
pað lætur nærri, að af hverjum
10 dilkum, sem til slátrunar eru
reknir, heimti þeir 6.
1 þessu stórmáh verðum við
bændurnir að minsta kosti að vera
vel vakandi og gef a vandlega gaum
að því, hvernig fulltrúar okkar á
þingi haga sér í þessu máh.
1 5. tbl. Tímans þ. á. hefir Jón
Ámason ritað mjög góða grein um
kjötmarkaðinn. Sýnir haxm fram á
þann augljósa sannleika, að með
þessum háa tolli verði kjötið alt of
dýrt fyrir allan fjöldann, er þá
frekar kaupir ódýrari fæðuteg-
undir.
pað er því bersýnilegt, að náist
ekki samningar við Norðmenn,
verðum við annaðhvort að lækka
kjötverðið stórkostlega, eða hætta
saltkjötsverkun að mestu.
Nú er þeim altaf að fækka, sem
neyta vilja saltkjöts, og þó að
Norðmönnum þyki saltkjötið okk-
ar gott, eins og nú standa sakir,
er mjög sennilegt, að þeir muni
smátt og smátt hætta saltkjötsáti
eins og aðrar þjóðir, og þá er salt-
kjötsmarkaður okkar þrotinn.
Frá hagfræðilegu sjónarmiði
verður saltkjötsverkunin hka að
teljast úrelt og óhafandi, sé um
aðrar betri aðferðir að ræða, því
henni er ávalt samfara mikil rým-
un á verðmætum næringarefnum
kjötsins.
Jón Árnason lýsir stuttlega í áð-
urnefndri grein tilraunum, sem
Sambandið hefir gert á útflutningi
á kældu kjöti. Hann segir um til-
raunina, sem gerð var haustið
1922, að hún hafi mistekist að
mestu. Kjötið skemst á leiðixmi í
mjög lélegum kæliklefa, og þó hafi
J. C. Christensen.
Kosningar til Ríkisdags Dana
eiga að fara fram í vor, og þá ætl-
ar foringi Vinstrimanna, J. C.
Christensen, ekki að bjóða sig fram
aftur og ætlar að hætta allri
stjórnmálastarísemi. Hverfur þar
af leiksviðinu sá maður, sem í full
30 ár hefir verið voldugastur allra
danskra stjómmálamanna.
Christensen er fæddur 1856.
Bóndason frá Vesturjótlandi. Var
bamakennari framan af æfinni.
Kom á þing 1890 og hefir alt af
síðan verið þingmaður sama kjör-
dæmis. Varð formaður Vinstri-
í hinu fyrsta ráðuneyti þeirra
manna 1891. Mentamálaráðherra
1901—1905.Forsætisráðherra 1905
—1908 og hermálaráðherra 1909
skamma stund. Vegna Albertímáls-
ins var hann ekki í ráðuneyti
Berntsens 1910—13, en var þá for-
seti Fólksþingsins og alt af for-
maður flokksins. Áxin 1916—18
var hann „eftirlitsráðherra" í
stjórn Zahles, og þegar Vinstri-
menn komust til valda 1920, varð
hann kirkjumálaráðherra, en lagði
það embætti xxiður í fyrra, enda var
salan orðið tiltölulega htlu lakari
en á saltkjöti, sem selt var á sama
tíma í Noregi.
pessi mishepnaða tilraun ætti að
verða okkur stórkostlega lærdóms-
rík. Hún kennir okkur, að erlendi
markaðurinn skipar saltkjötinu
okkar á bekk með skemdu, kældu
kjöti.
í haust voru gerðar tvær smá-
tilraunir. Sú fyrri hepnaðist prýði-
lega. „Kjötið líkaði mjög vel og
seldist fyrir hátt verð“, eða kr.
2,50 pr. kg., „að öllum erlendum
kostnaði frádregnum“.
Benim nú þetta verð saman við
það verð, sem Sláturfélag Borg-
firðinga fékk fyrir saltkjöt sitt í
haust. pað seldi 1430 tuimur og
fékk kr. 223,000 (ísl.) að frádregn-
um útlendum kostnaði, það er kr.
1,38 pr. kg.
Verðmismunur er geysimikih,
eða kr. 1,12 á kg. Meðalútflutning-
ur á saltkjöti í 8 ár (1912—19,
bæði meðtalin) hefir verið 24450
tn., en 1912—15 26700 tn., en það
er svipað kjötmagn og Jón talar
um í grein sinni: „200,000 skrokk-
ar að meðaltali á ári“, eða ca. 3
milj. kg. Eftir þessu er þá verð-
mismunurinn á saltaða kjötinu og
nýja, kælda kjötinu, hvorttveggja
komið til útlanda, kr. 3,360,000.
Nú er vitanlega miklu meiri
kostnaður því samfara, að flytja
kjötið út kælt eða frosið, en salt-
að í tunnur. Jón getur því miður
ekkert um það, hversu mikih flutn-
ingskostnaðurinn hafi verið á þess-
um litlu tilraunasendingum. Segir
aðeins, að hann hafi verið „mjög
mikill“, en mundi minka, ef út væri
flutt í stórum stíl.
Auk hins mikla verðmismunar
er ýmsislegt, sem sparaðist alveg,
væri hætt við saltkjötsverkunina.
par má nefna:
Kjöttunna...............kr. 17,00
salt 15 kg. á 0,07 .... — 1,05
söltun, pæklun á tn. .. — 0,95
útflutn.kostn. á kjöttn. — 6,00
Samtals á tunnu kr. 25,00
par af eru 19 kr. á tunnu hreinn
spamaður. Nemur það y% milj. kr.
(19.26700) á hverju ári. Er þeim
peningum afarilla varið, sé um
aðra og betri leið að ræða. Með
söltunaraðferðinni rýnim við það
verðmæti, sem mikill hluti lands-
manna er árið um kring að afla
sér. Nær væri að verja þessu fjár-
magni th þess, að auka verðmæti
hann orðinn þreyttur og heilsu-
lítill.
Chi’istensen hóf þingstörf sín
með því að lesa þingtíðindin, segir
sagan. Hann fann, að hann skorti
lærdóm á við suma andstæðinga
sína, og úr því vildi hann bæta,
enda varð hann á skömmum tíma
lærðastur allra danskra stjóm-
málamanna, í öllu, er að þingmál-
um laut. Að spyrja hann, var eins
og að fletta upp í orðabók. Fag-
þekking, gáfur hans og mannkost-
ir öfluðu honum fljótt álits, svo
segja má, að í nærfelt mannsaldur
hafi ekkert mikilsvarðandi mál
verið afgreitt frá þinginu, svo að
hann hafi ekki sett mark sitt á
það að meira eða minna leyti.
1 hvert skifti, sem eitthvert ný-
mæli kom fram, spurðu blöðin og
fólkið: „Hvað segir Christensen
um það? Hver er skoðun hans á
málinu ?“ pegar hann talaði, hlust-
aði öll danska þjóðin.
Æfiferill Christensens er alveg
einstakur í danskri stjórnmála-
sögu. Hann er hinn fyrsti alþýðu-
maður, sem verður forsætisráð-
herra. Áður voru það aðeins stór-
höfðingjar, sem til slíkra valda
komust. Með dæmi sínu hefir hann
„demókratiserað“ Danmörku meir
fHReinn
vörunnar, koma henni óskemdri á
mai’kaðinn.
Til þess höfum við í fyrsta lagi
verðmismun nýja og saltaða kjöts-
ins................kr. 3,360,000
sparnað á tn., salti
og söltun..........— 500,000
flutningskostn.á 26,-
700 tn. á 6 kr.....— 160,000
Samtals kr. 4,020,000
eða sem svarar 20 kr. á hverjum
dilkskrokk, og stöndum þó ekki ver
að vígi en við gerðum í haust með
saltkj ötsverkuninni.
pað verður vafalaust langt þang-
að til við getum alveg hætt við
saltkjötsverkunina, en að því verð-
um við að stefna, eða a. m. k. draga
mikið úr henni. Markaður fyrir
nýtt, gott kjöt er miklu víðtækari
en fyrir saltkjöt.
Einmitt þessvegna er það mjög
æskilegt, ef við nú getum náð
hagfeldum samningum við Norð-
menn, þó ekki væri að ræða um
nema nokkur ár, á meðan verið
væri að undirbúa og koma lagi á
útílutning á kældu (frystu) kjöti,
— vinna markað, byggja íshús,
sláturhús, kaupa kæliskip til flutn-
inga o. s. frv.
En fari nú svo, að ekki náist
samningar, nema með því móti að
við greiðum tvo peninga fyrir einn,
verður íslenska þjóðin að sýna al-
vöru og festu. Láta hart mæta
hörðu og treysta sinni eigin getu.
pað verða í bili allmiklir örðugleik-
ar, en það er leikur einn að yfir-
stíga þá, ef þjóðin er virkilega sam-
taka, ef í henni býr sá rétti andi
sjálfsmetnaðar til varnar og sókn-
ar fram á við.
pjóðin þarf að læra betur en
orðið er sjálfsafneitun og saxn-
heldni.
ping og stjóm verður að táka
að sér þetta mál. Styrkja það með
í’áðum og fjáríramlögum. En
þjóðin verður líka að fylgja fast á
eftir með fullum skilningi og fús-
en nokkur annar maður. Hann
varð einskonar persónugjörvingur
danskrar bændamenningar, og
þrátt fyrir alla þá upphefð, sem
hann hefir hlotið, hefir hann altaf
verið sami bóndinn inst í eðli sínu.
Hann hefir jafnan trúað á bænd-
urna og ræktun landsins, sem und-
irstöðu velmegunar og menningar
þess, og hann elskar ei’fikenning-
ar og sögu þjóðar sir.n"r og það
hefir víst engin andleg né efnaleg
hreyfing komið svo fram, meðal
danskra bænda á hans tímum, að
hann hafi ekki á einhvern hátt ver-
ið þar viðriðinn. Hann er trú-
hneygður maður, sem hefir lifað
ríku innra lífi, enda eru andlits-
drættir hans mótaðir af hugsun-
um og viljaþreki. Seiglan og mann-
vitið skína út úr svip hans, og svo
bætist hér við óvenjulegt starfs-
þrek og gætni, og er því ekki að
furða, að hann hafi komist hátt.
Christensen er hinn lang leikn-
asti samningamaður, sem tekið
hefir þátt í dönskum stjórnmálum
á síðari tímum. Mannþekking hans
er viðbrugðið og kænsku hans ekki
síður. pað er algeng saga í danska
þinginu, að þegar flokkamir áttu
í hörðum deilum og engum árangri
varð náð, þá kom hann alt í einu
Kaupið
íslenskar vörur!
Hreini Blautsápa
Hreini Stangasápa
Hreins. Handsápur
Hreins. Ke rti
HreinS. Skósverta
Hreini Gólfáburður
Styðjið íslenskan
iðnað!
um vilja, að ráða farsællega og vel
fram úr þessu mikla þjóðhagsmáli.
---o---
Á víð og dreif.
Læknishús og skóli.
Til stendur að Borgfirðingar og
þingeyingar reisi nú á næstunni tvö
liús, með mikilli áreynslu, til al-
mennra þarfa. Borgfirðingar ætla að
reisa læknisbústað og sjúkrahús við
hver skamt frá Deildartungu. Fjár-
veitinganefnd Nd. mælir með allmikl-
um styrk til þess. En meiri hlutann
loggja héraðsbúar fram. þeir vita, að
með þessu geta þeir með viðráðanleg-
um kostnaði trygt þeim sjúku sameig-
inlegt hæli innanhéraðs. Heita vatnið
sparar þúsundir króna á ári við rekst-
urinn. — þingeyingar byggja í sumar
sinn lengi umtalaða héraðsskóla.
Meiri hluta kostnaðarins leggja þing-
eyingar fram með samskotum og
gjafavinnu. þeir vilja geta aflað ung-
lingunum almennrar fræðslu á góðu
sveitaheimili í sýslunni sjálfri. þá er
litil hætta á útstroymi. Héraðsskólinn
á að hjálpa til að búa ungu kynslóð-
ina undir lífsbaráttuna, án þess að
fjarlægja hana sveitalífinu. Ekki mun
enn fastákveðið, hvort skólinn verður
við heita uppsprettu á Laugum eða á
Grenjaðarstað. Betra til búskapar á
prestssetrinu, en ódýrari rekstur við
jarðhitann. Afgjaldið af þrem góðum
skólajörðum, Hólum, Hvítárbakka og
Hvanneyri hreklcur hvergi nærri fyrir
hitaþörf skólanna. Er þó víðast hvar í
sveitaskólunum sparað meir en skyldi
með hitann.
Gengismálið.
í flestum sveitum landsins finna
menn, að mesta hættan liggur nú í
hruni krónunnar. þessvegna hafa
bændur víðast hvar kringum land
heimtað hörð innflutningshöft. Og
sumstaðar úr kauptúnunum hefir
komið sama krafan. En kaupsýslu-
fram með miðlunartillögur, sem
urðu samþyktar, og svo urðu allir
eða flestir sammála um á eftir, að
það hefði verið það eina, sem hægt
hefði verið að gera.
Enginn danskur stjórnmálamað-
ur hefir verið jafn hataður af and-
stæðingum sínum og Christensen.
Sýnir þetta, að hann er mikill
maður. Smámenni orsaka sjaldan
mikið, og síst langvarandi hatur.
pó hann hafi sætt meiri árásum
en nokkur annar danskur stjórn-
málamaður á síðari tímum, þá full-
yrða þeir menn, sem best þekkja
til, að hann hati engan mann. Hjá
svo heilbrigðum manni þrífst ekki
hatur. Árásirnar hafa heldur ekki
megnað að veikja traust fólksins á
honum. Hann hefir verið of mikil
persóna til þess, að rógur og
skammir gæti unnið bug á honum.
Allir flokkar hafa líka viðurkent
hann, einkum á síðari tímum, og
þegar mikil vandamál hefir borið
að höndum, hefir jafnan verið til
hans leitað. Nú síðast var hann
formaður í nefnd þeirri, sem
samdi við Norðmenn um Græn-
landsmálin.
Enginn danskur stjórnmálamað-
ur hefir kynst íslandi jafnmikið og
Christensen. Hann átti sæti í báð-
stéttin er á móti. Hún þarf að versla
til að lifa. ískyggilegt er það, að and-
stöðuflokkur Framsóknar tefur fyrir
haftafrumvarpi Halldórs Stefánssonar
og Péturs þórðarsonar. Ota í þess stað
stað fram tollhækkun á nokkrum vör-
um. Kl. Jónsson gerði sitt ítrasta tii
að beina málinu í rétt horf, með því
að banna innflutning á öllu nema
nauðsynjavörum meðan þing stendur.
þingið getur þessvegna bjargað mál-
inu ef það vill. Framsóknarmennirnir
allir, 15, eru einliuga fylgjandi höft-
um. Væntanlega verða einhverjir úr
öðrum flokkum tii að hallast á þá
sveif. Alt er undir þvi komið, hvort
þeir verða nógu margir. Úrslitagliman
á þessu þingi verður um gengismálið.
þeir sem vilja rétta við gengið, munu
berjast til þrautar fyrir að fá bannað
um 3 ára skeið alt, sem ekki er lífs-
nauðsynlegt, og að koma skipulagi á
meðferð gjaldeyrisins. Iiinir sem vilja
bjarga við atvinnu alira þeirra sem
nú stunda verslun, munu reyna að
eyða málinu.
Einkemhley vöm.
Sr. Magnús Helgason hefir tekið upp
einkennilega bardagaaðferð út af
árásarbók þ. Th. Honum, eins og öll-
um, sem æfisöguna lesa, er ljóst, að
bók þ. Th. er mesta mannskemdarrit
sem komið hefir út á islensku. þar er
haugað saman dylgjum og ófrægjandi
ásökunum um fjölda af nafnkendustu
samtiðarmönnum höf. bæði dauða og
lifandi. þessa kveðju sendir þ. Th. upp
úr gröfinni. í Timanum hefir verið
tekið til andmæla, höf. hælt að mak-
legleikum, og sist dregið úr viðurkenn-
ingunni fyrir það, sem hann hefir vel
gert, en bent á gallana á framkomu
þ. Th. og alt rökstutt með tilvitnun-
um í eigin orð höf. þetta þolir ekki
einn af vinum og venslamönnum þ.
Th. og Péturs biskups. Hann verður
æfareiður og kann sér ekki hóf með
stóryrði og illyrði. Hann kemst svo
langt niður með orðbragðið, að auð-
virðilegasti leigulygari bæjarins
smjattar á orðum lians eins og illa
vaninn krakki á sætindum. þeim sem
áður þektu síra M. H., myndi varla
hafa komið til hugar, að orð hans og
hugsanir yrðu hátíðamatur fyrir
„Mörð" 20. aldarinnar. Við tækifæri
mun athugað, hvernig sr. M. H. kemst
á þessar villigötur. Hann reiðist fyrir
þ. Th. og kallað það níð um hann lát-
inn, þegar prentuð eru upp árásarorð
þ. Th. sjálfs um aðra menn, flesta
dána, til að mótmæla þeim. Sr. M. H.
kallar það drengskaparleysi að í Tím-
anum hefir verið hrundið hinum stór-
feldu og óviðurkvæmilegu árásum á
fjölmarga samtíðarmenn þ. Th. og sr.
M. H. Ef til vill er sr. M. H. ekki alveg
ljóst, að hann er í nafni drengskapar
og góðra siða að verja þá ósiðlegustu
bók og ódrengilegustu, sem komið hef-
ir út á islensku i tið núlifandi manna.
um milliþinganefndunum, 1908 og
1918. Hann hefir tvisvar komið
hingað til lands. Fyrst með kon-
ungi 1907 og svo með nefndinni
1918. Hann eignaðist marga vini
hér, og fylgdist vel með íslenskum
stjórnmálum. Vér eigum honum
fremur en nokkrum öðrum dönsk-
um stjórnmálamanni það að þakka,
að vér fengum fullveldi vort.
Margir þingmenn Vinstriflokksins
voru andstæðir „Nýja sáttmála“,
en Christensen beygði þá alla und-
ir vilja sinn að lokum, og kom því
þannig til leiðar, að málið var sam-
þykt í Landsþinginu.
Christensen hefir oft sagt, að
hann vildi eyða sínum síðustu ár-
um heima í sinni sveit. Nú hefir
hann tekið við stjórn Heiðafélags-
ins danska og hefir fengið þar gott
verksvið fyrir krafta sína. Pað hef-
ir ávalt verið besta skemtun hans
í tómstundunum, að gróðursetja
tré, og þetta starf, að breyta hin-
um ófrjóvu jósku lyngheiðum í
skrúðgræna skóga, virðist vera
hæfilegur endir á æfistarfi þessa
danskabændahöfðingja. H. H.
-----o----