Tíminn - 29.03.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.03.1924, Blaðsíða 1
©jaíbfeti og afgrci6slur»»a6ur Cimans er Sigurgeir ^riftrifsfon, Samban&sþúsmu, KeYfíooif. J2tygteifcð(a Cimans er i Samban&sþústnu. ©pin öoglega 9—\2 f. f?. Sími 496. YIII. ár. Svar gegn árásum á tóbaks- einkasöluna. frá M. J. Ki’istjánssyni. Björn nokkur ólafsson hefir gert stétt sinni „bjarnargreiða“ með skrifum sínum í 119. tölubl. Morgunblaðsins um tóbakseinka- söluna. pað vill svo illa til, að mað- urinn er naumast vitnisbær í þessu máli, því að eins og kunnugt er var hann um skeið minniháttar um- boðssali hér á landi fyrir erlendar tóbaksverslanir, og mun því hafa hagsmuna að gæta í þessu efni. það sem greinai-höfundur tekur sér fyrir hendur að reyna að sanna er þetta: 1. Að innflutningur tóbaks hafi minkað óeðlilega síðan einkasalan hófst. 2. Að tekjur ríkissjóðs af tóbak- inu fari minkandi vegna einkasöl- unnar. 3. Að óhæfilega hátt verðlag sé á tóbakinu. 4. Að skortur sé á algengustu tóbakstegundum. 5. Að varan sé lélegri tegundar en áður hafi átt sér stað. 6. Að áhætta mikil fylgi einka- sölunni fyrir ríkissjóð vegna veltu- fjárframlaga. 7. Yfirburði skipulagslausrar tó- baksverslunar yfir einkasölu. Ástæður þær, er hann færir fram, máli sínu til stuðnings, skulu nú athugaðar og hraktar hver fyrir sig. Um fyrsta atriði þessa máls mun vera litið svo á af flestum, að það verði tæplega talið þjóðarböl á þessum tímum, þó að innflutning- ur á tóbaki færi þverrandi heldur en hitt, þegar svo lítur út, að þjóð- in þurfi jafnvel að neyta sér um innkaup á nauðsynjavörutegund- um. J>að væri því enginn skaði skeður, hvorki frá fjárhagslegu eða heilsufræðislegu sjónarmiði, fyrir þjóðarheildina, þó að tóbaks- notkunin og innflutningur þess takmarkaðist fremur, að minsta kosti á þann hátt að unglingamir sneiddu hjá því. það mundi þeim hollara en vindlingaskrumauglýs- ingar greinarhöf. fyrrum. þegar löggjafarþingið er að fjalla um innflutningstakmarkanir eða tollhækkun á vörum, til að draga úr kaupunum, þá virðist það nokkuð hjáróma að krefjast þess, að það láti tóbakssöluna frjálsa, í þeim tilgangi að auka sölu á því í landinu, og minka tekjur ríkissjóðs af því. En sá samanburður, sem grein- arhöfundur gerir, því máli sínu til stuðnings að innflutningur tóbaks hafi farið óeðlilega þverrandi síðan einkasalan hófst, sannar ekki það, sem hann ætlast til. 1 fyrsta lagi af því, að kaup- menn gerðu sér mikið far um að flytja inn áður en einkasalan hófst sérstaklega mikið af vindlum og vindlingum. Ætlun þeirra var að byrgja sig áður en einkasalan tæki til starfa. J>að kemur skýrt í Ijós þegar þess er gætt, að við taln- ingu reyndust birgðir kaupmanna í árslok 1921, að verðmæti talsvert á aðra miljón kr., eða með öðrum orðum ekki minna en heils árs forði. J>essar birgðir leyfði stjóm- in þeim að selja. J>ess vegna er ekki að undra þó að innflutningur og sala Landsverslunar á tóbaki væri nokkru minni en venjulega Reykjavík 29. mars 1924 %ear? ELEPHANT CIGARETTES Mest reyktar. Pást allsstaðar. Smáseluverð 55 aura pakkinn. THOMAS BEAR & SONS, LTD., LONDON. 1 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Frentsm. Acta. Þessi tvö orð eru ávalt efst í huga þeirra sem eitthvað þurfa að láta prenta og sem vilja fá b e s t a fráganginn fyrir 1 æ g s t a verð, því þótt prentsmiðjan hafi starfað aðeins í rúm þrjú ár, er hún þegar orðin landsfræg fyrir vinnuvöndun sína og verðlag. Spyrjið þá sem skifta við oss. Yér vitum hver er dómur almennings og beygjum oss með gleði undir hann, því hann er trygging fyrir viðskiftamennina og besta auglýsingin fyrir oss. Vörur sendar um alt land gegn eftirkröfu. Skrifið, símið eða komið. Pósthólf 552. — Símneíni Acta. — Talsími 948. Reykjavík, Mjóstræti 6. Frentsmidjjan Acta. fyrsta starfsárið, þar sem þessi áð- umefndi ársforði var boðixm fram á markaðinn allfreklega; enda get- ur engum óvilhöllum skynsömum mönnum komið annað til hugar en að fyrsta starfsárið verði skoðað sem tilraunaár, eins og alt var í pottinn búið. J>ótt ólíklegt megi virðast, þá hefir 2. rekstursárið nálgast mjög að vera meðalár, að því er snertir innflutningsmagn og útsölu á tó- baki, jafnvel þó að þessar eldri birgðir, sem algerlega var ofaukið, hafi verið að þvælast fyrir fram að þessum tíma. Hinar gífurlegu birgðir, sem voru í landinu í árs- lok 1921 sanna það ennfremur, að óeðlilegur innflutningur hafi átt sér stað næstu árin á undan, því að eðlilegar birgðir í landinu um hver áramót eiga hvorki né þurfa að vera meiri en sem svarar 3—400 þús. kr. virði. 2. Greinarhöfundur sýnist hafa ætlað sér að færa fram rök fyrir því að tekjur ríkissjóðs af tóbak- inu færu minkandi eftir að einka- salan gekk í gildi, og ætlast til að það hafi mest áhrif í málinu. Til þess að fá út niðurstöðu í þá átt hefir hann vitanlega orðið að færa fram rangar tölur í samanburði sínum um tolltekjurnar. Árið 1922 telur hann tolltekjurnar 312 þús. kr., en það ár voru þær samkvæmt Landsreikningnum 339.288,00 kr. Árið 1923 telur hann tollinn 384 þús., en hann var 429 þús. kr. Töl- ur hans eru því of lágar, sem svar- ar 30 þús. kr. fyrra árið og 45 þús. kr. síðara árið, samt. 75 þús. kr. á tollinum einum. Auk þess sleppir hann, í samanburðinum við árið 1921, hagnaði tveggja síðari ár- anna af einkasölunni ca. 330 þús. kr. Síðastliðið ár hafa tóbakstekj- urnar í ríkissjóð verið samtals um 650 þús. kr. og hafa þó eldri tó- baksbirgðir hjá kaupmönnum dreg ið mjög úr árangri af starfsemi einkasölunnar. Borið saman við árið 1921, sem var fyllilega meðal- ár um innflutning og sölu og gaf 396.760.00 kr. tekjur í ríkissjóð, veitir síðastliðið ár 253.240.00 kr. meira í ríkissjóð. Ef að tekið er meðaltal af tekjum landsins af tó- bakinu síðustu 25 árin, verður það ekki yfir 215 þús. kr. og gefur þetta alt nokkra hugmynd um hvort einkasalan þolir ekki saman- burðinn að því er snertir tekjur fyrir ríkið. J>etta er aðeins lítið sýnishorn af því, hversu óvand- virknislega greinarhöf. hefir unnið að þessari ritsmíð. 3. Greinarhöf. fer heldur gönu- hlaup út í öfgarnar, þegar hann er að leitast við að sanna, að verðlag Landsv. hafi verið óhagkvæmara en hjá kaupmönnum. Hann getur alls ekki um það, að um leið og einkasalan tók til starfa, hækkaði gengi erlenda gjaldeyrisins um 30%. J>etta mundi að sjálfsögðu hafa orðið til að hækka vöruna í frjálsri sölu, það sem þessu nam, en Landsv. hefir tekist að halda tó- bakinu í nokkurn veginn sama verði og var áður en gengishrunið dundi yfir. Eitt dæmi má nefna, sem sýnir hve rakalaus sú staðhæfing grein- arhöf. er, að almenningur hafi, eft- ir atvikum, sætt verri viðskifta- kjörum á tóbakinu en áður, og það er þetta: Greinarhöf. hafði sjálfur í nokkur undanfarin ár unnið mjög kappsamlega, með skrum- auglýsingum og kaupbætisloforð- um, að því að margfalda sölu einn- ar vindlingategundar sérstaklega, og hafði það tekist svo, að nálega var ekki um aðrar tegundir beðið af almenningi. En þegar einkasal- an tók til starfa brá svo við, að ný tegund vindlinga, sem hún flutti inn, reyndist bæði ódýrari og betri, svo að hún útiýmdi þessari mjög eftirspurðu tegund, sem hann hafði útbreitt, og voru þær þó báð- ar á boðstólum jöfnum höndum bæði hjá Landsv. og öðrum. J>etta virðist koma mjög í bága við það, er greinarhöf. telur vera allsherjar afleiðingu einkasölu. „Neytendur fái þá bæði verri vöru og hærra verðlag“. Samkepni þessara teg- unda sannar það gagnstæða. Til hnekkis öllum dylgjum grein- arhöf. um álagningu einkasölunn- ar skal það tekið fram, að álagn- ingin hefir verið síðastliðið ár sem næst 25%. En þess ber að gæta, að álagning þessi er á innkaups- verð án tolls, en þetta mundi gera sem svarar um 15% að viðlögðum tollinum. Hitt mun aftur á móti sannanlegt, að álagning kaup- manna áður fyr var í ýmsum til- fellum 50% og þar yfir. Verður þá augljóst hve sá samanburður er kaupmönnum óhagstæður,en einka sölunni í vil. Áður þurfti þó eigi að gera fyrir gengismun neitt á líkan hátt og nú, sem gert hefir einkasölunni erfiðast fyrir. Með þessu er það sannað að fullyrðing hans um að óhófleg álagning Landsverslunar hafi orsakað minni innflutning og lakari tóbaksteg- undir er tóm lokleysa og staðleysu stafir. 4. J>að virðist furðu djarft af greinarhöfundi, að ætla að telja mönnum trú um, að jafnaðarlega sé skortur á algengustu tóbaksteg- undum hjá Landsv. J>etta er svo fjarri öllum sanni, að það hefir þvert á móti verið lögð rík áhersla á að hafa jafnan fyrirliggjandi samskonar tegundir og áður voru innfluttar, enda getur hver sem vill sannfært sig um að ávalt eru fyrirliggjandi tegundir svo hundr- uðum skiftir frá hinum alþektu verslunarhúsum: 1 Danmörku: Brödrene Braun, De danske Cigar- og Tobaksfa- brikker (E. Nobel, Chr. Augustin- us og Horv. & Kattentid), N. Törring, C. W. Obel, Ph. U. Strengberg & Co. (Heinr. Marsmann), Herman Krúger, A. M. Hirschsprung & Sönner, W. ö. Larsen. í Englandi: British American Tobacco Co. Westminster Tobacco Co. Thomas Bear & Sons, Teofani & Co. R. &. J. Hill, Abdulla & Co. Philip Morris & Co. Major Drapkin & Co., Ardath. Tobacco Co. í Hollandi: Kreyns & Co., Naseman & Co., Helco Cigarworks, Spaan & Bertram, J. Gruno, Groningen, Hagen, H. M. & M. A. „Columbia“, Mignot & de Block. Ennfremur fjölda annara firma bæði í áðurtöldum löndum og enn- fremur í J>ýskalandi, Noregi, Ame- ríku og víðar. 5. Um vörugæðin þýðir ekki að fjölyrða meira en gert hefir verið í framangreinduji liðum, þar hafa verið færð svo sterk rök fyrir því, að ekki verður á móti mælt, bæði að tóbakstegundir einkasölunnar standast fyllilega samkepni við það sem áður var verslað með hér á landi, og að áðurgreind verslunar- hús veita fulla tryggingu fyrir vörugæðunum. 6. J>ví hefir áður verið lýst yfir að ríkissjóður hafi ekki lagt tó- bakseinkasölunni veltufé, heldur hafi einkasalan nægilegt lánstraust í útlöndum. J>etta þykir greinar- höf. varhugavert. Hann hefir lík- lega ekki verið vanur því sjálfur að nota lánsfé eða lánstraust?, jafn- vel þó að menn hafi haldið að eigi ættu sér ætíð stað fyriframgreiðsl- ur í viðskiftum hans. J>essi vand- lætingasemi hans og yfirdreps- skapur eru raunar framsett í þeim tilgangi að vekja tortrygni ef mögulegt væri. Sú rökfærsla að eigi sé gerlegt að nota lánstraust í slíkum viðskiftum, hlýtur að vera sprottið af þeim hugsunarhætti, að gjaldeyrir sé svo gersamlega verð- laus, að vonlítið sé um að hann 13. blað verði við reistur. Með alveg eins miklum rétti mætti vænta þess, að viðskiftaástandið færi eitthvað batnandi úr þessu, og gæti þá ekki síður verið um hagnaðarvon að ræða. Enda ætti einkasölunni ekki að vera vandara um en öðrum verslunarfyrirtækjum, að láta vör- una njóta eða bera afleiðingarnar af gengissveiflunum, svo að skakkaföll og áhætta fyrir ríkis- sjóð geti ekki komið til mála. Slíkar hugleiðingar greinarhöf. eru því einber heilaspuni. Rökvillur greinarhöf. um það að einkasalan muni verða ríkissjóðs- baggi með tímanum eru svo fárán- legar, að þær eru ekki svaraverð- ar. Svo sem staðhæfingin um veltu- fé, sem ekki kemur til greina, og vexti af því, sem hann gerir ráð fyrir að muni þurfa að vera 10%. En þessir 10% vextir geta ekki orð ið mjög tilfinnanlegir, þar sem ekki er um neinn höfuðstól að ræða, sem vextir verði greiddir af. J>á fer greinarhöf. að þukla fyr- ir sér um það, hvemig sömu tekj- um og nú eru verði náð með frjálsri verslun á tóbakinu, en lendir þar út á hálan ís, sem hann getur ekki fótað sig á, eins og sjá má á þeim hugsanaruglingi hans, að hann telur að tollhækkun, sem næmi í mesta lagi 18% nægi til þess að veita sömu tekjur. En það sanna í þessu máli er, að til þess að ná síðasta árs tekjum yrði að hækka tollinn um að minsta kosti 50—60%, og mundi þá ekki síður ástæða til að ætla að það drægi úr innflutningnum, eins og hann tal- ar um í öðru sambandi. J>egar svo hér við bætist, að þá koma milli- liðirnir til sögunnar, umboðsmenn erlendra verslunarhúsa, og heild- salar, sem þurfa sína alkunnu álagningu, þá liggur það í augum uppi, að tóbaksverðið hlýtur að hækka mikið frá því sem nú er. Með öðrum orðum, frjáls verslun mundi hafa þveröfug áhrif við það sem hann ætlast til. J>á vill hann vefengja að raun- verulegur gróði af einkasölunni sé 200 þús. kr. J>að er rétt að því leyti, að hann var yfir 220 þús. kr. árið sem leið. En hitt getur eigi skoð- ast annað en ósvífnislegar dylgjur, að gróðinn muni reynast rýrari eft- irá, eins og sýnt hefir verið hér að framan, og einnig með tilliti til þess, að einkasalan á nú allálitleg- an varasjóð. J>að getur eigi komið til nokk- urra mála að tóbakssalan verði fengin í hendur verslunarstéttinni aftur, því að reynslan er búin að margsanna, að tollheimta hennar er altof dýr þjóðinni. Ef einhvern- tíma kæmi til mála að tóbakseinka- salan yrði lögð niður, ætti það að verða aðeins undir þeim kringum- stæðum, að einhvemtíma í fram- tíðinni þyki fært að hætta innflutn- ingi tóbaks. Að endingu skal þess getið, að í raun og veru er með þessu einnig svarað þeim ómerkingum, sem hafa tekið þátt í þessum árásum á tóbakseinkasöluna í dagblöðunum, en þó má vera að síðar verði vikið að því nánar, ef tími vinst til. Reykjavík 28. mars 1924. ■ O'— ■ ■- Gjaldkeraembættið við sparisjóð Landsbankans hefir verið veitt A. J. Johnson, sem undanfarið hefir gegnt því embætti. ----0----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.