Tíminn - 05.04.1924, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.04.1924, Blaðsíða 3
T ! M I N N 55 safnsins. Voru undir það ritaðir þrír háskólakennarar, sem þá voru, L. H. B., H. Níelsson og Guðm. Hannesson. þessir þrír menn voru þá í „ráðgjafarnefnd“ við safnið. Sögðu þeir af sér, og hefir háskólinn enga fengið til að gæta starfsins síðan. Lá þar í fólg- in krafa um mannaskifti við safn- ið. En stjórnirnar hafa daufheyrst síðan þá og situr alt við það sem var, en raunar er safnið stjórn- laust til hálfs síðan nefndin sagði af sér. Máli þessu var þannig hátt- að, að það varð naumlega svæft lengur, en óséð er enn, hvað úr breytingum verður. pá hefir J. J. borið fram tillögu um, að stjórnin undirbúi fyrir næsta þing breytingu á Söfnunar- sjóðnum þannig að hér eftir verði eignir hans eingöngu bundnar í lánum til landbúnaðarins. Hefir sj óðurinn mikið fé til geymslu, og hefir broddborgurum í Rvík oft verið mikil hjálp að því, að fá þar ódýr lán, einkum til húsa. Málinu var vísað til nefndar. Óséð hvort íhaldsflokkurinn reynir að eyða því. Sami þingmaður bar enn fram frv. um að leggja niður 4 óþörf embætti: Aðstoðarlæknir á ísa- firði, aðstoðarverkfræðingsstöður hjá vega- og vitamálastjóra, svo og embætti skógræktarstjóra. í stað hans á búnaðarmálastjóri að hafa yfirumsjón skógarmála. Neðii deild. Breyting samvinnulaganna. P. Ott. flutti sama frv. og í fyrra um breyting á samvinnulögunum. Eins og áður lögðust samvinnumenn mjög eindregið gegn frv., töldu það hættulegan fleyg í samvinnulög- gjöfina, sem gæti dregið margan slæman dilk á eftir sér. Ingólfur Bjarnarson, Halldór Stefánsson, Bernharð Stefánsson, Jörundur Brynjólfsson og Tr. p. lögðust þunglega gegn frv. Má P. Ott. eiga það, að hann fylgdi frv. þessu ákafalaust og virtist fremur gera fyrir annara hvöt að taka að sér. En honum barst liðsstyrkur frá Birni Líndal og með þeim hætti, að Björn gerði árás á samvinnufélags- skapinn 1 heild sinni. Lenti í harðri rimmu milli B. L. og Tr. p. og endaði þó í bróðerni og kallaði B. L. Tímann „virðulegt blað“ og „hættulegan" andstæðing. En svo fóru leikar, að frv. þetta var drep- ið þegar við fyrstu umræðu. innanlandsviðskiftum okkar fult eins vel nú, og 3V4 milj. gerðu áð- ur, þ. e. a. s., ef krónan væri komin í ákvæðisverð. Lággengið sjálft, eða vöruverðhækkun sú, sem það hefir í för með sér, hefir að vísu skapað meiri gangmiðilsþörf, en hún er fölsk og óeiginleg, því að baki hennar stendur ekki aukin vöruvelta eða viðskifti í landinu. Sennilega má þó álíta, að meðan mest var um verslun og verklega starfsemi hér á landi á þessu tíma- bili, hafi eðlileg gangmiðilsþörf verið öllu meir: en hér var tiltekið; ef til vill alt að 5 miljónum. það hefir verið örlagastundin í gengismáli okkar, þegar fram úr þessu marki, 4—5 miljónum kr. alls, var farið með seðlaútgáfuna. Nú er það vitanlegt, að ósleiti- lega var haldið áfram útgáfu seðl- anna, svo að í umferð munu hafa orðið fast að 9 milj. kr. (með krónuseðlum ríkissjóðs). *Var þá ekki furða þó illa færi, því þegar „hitasótt" stríðsáranna rénaði og íslandsbanki brást með yfirfærslur til útlanda, þá var vöruinnflytjend- um, sem ekki höfðu innlenda gjaldeyrisvöru út að flytja, sá einn kostur nauðugur, að láta þessa óinnleysanlegu seðla' til lúkningar viðskiftum í útlöndum. þá lét verð- fall krónunnar ekki bíða eftir sér. Ilvort seðlarnir voru sendir til út- landa eða látnir hér með afföllum í skiftum fyrir útlenda peninga, skiftir ekki máli. Hvorttveggja Ýmislegt. Ásgeir Ásgeirsson o. fl. flytja þingsályktuiiartillögu um bann gegn innflutningi útlendinga í atvinnuskyni. Er það rökstutt svo í greinargerð, að „meðan slíkt atvinnuleysi er ríkjandi, sem nú á sér stað, virðist full ástæða til að koma í veg fyrir, að útlendingar keppi um vinnu við landsfólkið — enda er sá siður annara ríkja“. — Jón Kjartansson flytur frv. um að stofna 5. flokk bankavaxtabréfa við veðdeildina. Lánstíminn má ekki vera lengri en 25 ár. Vaxta- hæðin er óákveðin en lána eingöngu út á jarðarveð. í greinargerð er þess getið, að þetta frv. geti kom- ið í staðinn fyrir Búnaðarlána- deildarfrumvarpið frá Tr. þ. Við fyrstu umræðu mótmælti Tr. þ. því að þetta frv. gæti bætt úr lánaþörf bænda á svipaðan hátt og Búnaðarlánadeildin. Fyrst og fremst væri ein miljón króna eftir af 4. flokki veðdeildarinnar og því vart tímabært að stofna nýjan ílokk. I annan stað hefði reynslan sýnt að aðeins mjög hverfandi upphæð af 4. flokki hefði gengið til landbúnaðar. Væru veðdeildarlánin bændum svo dýr og óhagstæð að þeir gætu alls ekki notað þau. Skoraði loks á landbúnaðarnefnd að halda fest við stofnun Búnað- arlánadeildarinnar, því að það væri eina leiðin sem til væri eins og stæði til að bæta úr lánaþörf bænda. — Pétur þórðarson flytur frv. um breyting á sveitarstjórn- arlögunum. Segir þar: „Einnig má leggja útsvar á hvalveiði, síld- veiði með nót, á atvinnu útlendra skipa við verkun á síld á höfnum inni eða í landhelgi, laxveiðiafnot, hvort sem laxveiðin er rekin sem atvinna eða aðeins til skemtunar og á hvern hátt sem veiðin er stunduð, afnot jarða, jarðarhluta, hlunninda, ítaka lóða innan hrepps, svo sem slægjuafnot o. fl., sem ein- hvern arð gefa, þótt engin ábúð fylgi og hvar sem nothafi er bú- settur og þótt hlunnindi eða ítak sé metið með jörð í öðrum hreppi og á hvern hátt og á hve stuttum tíma sem sú atvinna eða afnot eru stunduð“. — Ásgeir Ásgeirsson o. fl. flytja frv. um að sektir fyrir landhelgisbrot skuli greiðast í gull- krónum. Vegna gengisfallsins hafa sektir þessar vitanlega lækkað. Við umræðu gat Tr. þ. þess o. fl., að rétt væri að athuga hvort ekki væri ástæða til að hækka með sama hætti aðrar sektir. Hefðu tilmæli mun hafa átt sér stað, og gert gengismuninn sýnilegan. þvílík gegndarlaus seðlaútgáfa, sem hvorki byggist á gulltrygg- ingu, né aukinni gangmiðilsþörf vegna vaxandi viðskifta og vöru- veltu í landinu, er á útlendu máli kölluð „Inflation“. það þýðir upp- blástur eða útþynning.*) Hefir svo farið fyrir öllum Norðurálfuþjóð- um — nema síst Svíum og Bret- um — að þær hafa fallið fyrir þeirri freistni, að gefa út slíka pappírspeninga, í bága við heil- brigt og órjúfanlegt viðskiftalög- mál, til að greiða úr fjárvandræð- um yfirstandandi dags, en sum- staðar af gróðagræðgi seðlabank- anna. Má hverjum manni liggja í augum uppi það samræmi, sem er milli gengisins og seðlaútgáfunnar í hverju landi, og þarf í rauninni ekki frekari vitna við um upphafs- orsök gengis, samkvæmt því sem hér var og haldið fram. Verð ísl. krónu móti gulli, eða útl. peningum í „pari“, er nú c. 55 aurar, ef 33 krónur íslenskar eru teknar fyrir sterlingpund og kr. 6.75 fyrir dollar. Lætur þá nærri *) Svo er talið, að orðið „Inflation" sé í upphafi þannig til komið, að fyr- ir c. 100 árum lélc gripasali einn, í nánd við New York, þann hrekk, að gefa slátrunargripum sínum brimsalt hey, áður en hann rak þá til slátrun- ar, en brynti þeim svo rækilega á leið- inni. Gripirnir voru nefnilega keyptir eftir því, sem þeir vógu lifandi. tim það komið frá selveiðaeigend- um í Strandasýslu. Mæltist til að nefnd tæki þetta til athugunar. — Sveinn Ólafsson og Ingólfur Bjarn- arson flytja þingsályktunartillögu svohljóðandi: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um, að keyptur verði á þessu ári gullforði sá, sem laus er og losn- ar fram til októberloka næstk. úr seðlatryggingu við inndrátt seðla íslandsbanka eftir ákvæðum 3. og 5. gr. laga nr. 6, 31. maí 1921. — Tr. þ. og Benedikt Sveinsson flytja þingsályktunartillögu um endur- heimt ýmsra skjala og handrita, sem enn eru í söfnum í Kaup- mannahöf. Hefir það mál áður ver- ið rækilega rætt hér í blaðinu. ----o--- Frá úílöndum. Grikkíand hefir verið gert að lýðveldi og þjóðþingið gríska hefir samþykt að reka konungsættina úr landi og gera eignir hennar upp- tækar. Eins og menn munu kann- ast við, er konungur Grikkja, Ge- org II., af dönskum ættum, sonar- sonur Georgs I., sem var bróðir Friðriks VIII. — þingkosningar eiga bráðlega að fara fram á Ítalíu og Frakk- landi. Ekki er búist við neinum umskiítum á ftalíu, því Fascistar munu beita sterkri kjörþvingun, en talið er líklegt, að á Frakklandi verði algerð stefnubreyting. Vald Poncaré’s er óðum að minka, þjóð- in er orðin þreytt á hervaldsstefnu hans, enda hefir árangurinn út á . i því, sem hér var áður gert ráð fyr- ir, að nálega helmingi seðlamagns- ins sé ofaukið í veltunni, og að verð krónunnar myndi dragast niður í beinu hlutfalli við það. Hver á nú sök á, að svona er ástatt orðið ? Samkvæmt reglugerð fslands- banka (síðast staðfest með breyt- ingum 6. júní 1923) hefir bankinn „rétt til þess, eftir því sem við- skiftaþörfin ki-efur,*) að gefa út seðla, er greiðast handhafa með gulli, þegar kra'fist er“. (Sbr. jfr. lög frá 31. maí 1921). Engin nán- ari skilgreining er á því gerð, á hverju sú þörf ætti að byggjast, eða við hvað hún ætti að miðast. Lítur út fyrir, að forstöðumönnum íslandsbanka hafi verið best treyst til að skilja það, þekkja og meta, hve mikil og réttmæt sú þörf væri, og hvenær henni væri hæfilega fullnægt. það læt eg ódæmt, hvort úrskurðarvaldið í því máli, frá degi til dags, hefði verið betur komið í höndum ríkisstjórnar eða Alþing- is, en hitt er fyllilega á daginn komið, að íslandsbanki hefir al- gerlega brugðist því trausti, sem honum, eða forráðamönnum hans, var sýnt við afhendingu þessa máls. Ef til vill hefir þeim verið það ósjálfrátt, ef þeir hafa ekki skilið hlutverk sitt né almenn við- skiftalögmál, sem segja til, ef seðlaútgáfuvaldinu er misbeitt. En sú skýring liggur líka nærri, að *) Auðkent hér. Höf. Kaupið íslenskar vörur! Hreini Blautsápa Hreina Stangasápa HreinS. Handsápur Hreini K e rt i Hreins. Skósverta Hreinl Gólfáburður Styðjið íslenskan iðnað! Ú við ekki orðið eins glæsilegur og við var búist. Bretastjórn er líka í mesta máta andvíg Poincaré, og hefir það nokkur áhrif. það má því telja líklegt, að Vinstriflokkarnir komist til valda eftir kosningarn- ar, og þá verður algerð breyting á afstöðu Frakklands til annara ríkja. — Skipasmíðar heimsins árið 1923 voru á þessa leið: Bretland 644,651 smál., þýskaland 358,273, Bandaríkin 172,817, Frakkland 96,644, Japan 74,475, Italía 66,523, llolland 65,632, Enskar nýlendur 41,263, Norðurlönd 112,216 smál. Skipasmíðar voru miklu minni en árið 1922. England hefir aftur tek- ið öndvegissæti meðal þjóðanna í skipagerð, en annai's er það all- merkilegt, hve mikið er smíðað af skipum á þýskalandi og Norður- löndum. Aítur á móti eru skipa- smíðar Bandaríkjanna og Japana komnar í mikla niðurlægingu. Mik- ið af þeim skipum, sem smíðuð voru í Bandaríkjunum, eru ekki hafskip, heldur ætluð til siglinga á ám og- vötnum innanlands. Kaup- skipafloti Breta er nú orðinn bæði stærri og betri en fyrir stríðið. Hefir nú enn komið á daginn hinn gamli dugnaður þeirra í öllu, er lýtur að siglingum og skipasmíð- um. — Fylgi jafnaðarmanna á þýska landi virðist mjög í rénun. Við kosningar til fylkjaþinga í Thú- ringen, Lubeck og víðar hafa þeir beðið mikinn ósigur. Nú hefir þýska ríkisþingið verið rofið og eiga kosningar að fara fram 11. maí næstkomandi, og má þá búast við miklum umskiftum. — Egiftaland hefir 1 40 ár verið hér hafi komið til sú freistni, að láta bankann græða sem mest á seðlaútgáfuréttinum. það er óneit- anlega ódýrt starfsfé, sem fæst með því að prenta pappírspeninga, þó ríkið áskildi sér að vísu væna sneið af þeim falsgróða. En þar eð hægt var að lána þetta fé út með okurvöxtum og stuttum lánsfrest- um, er það dæmi auðreiknað, að seðlaflóðið liefir, jöfnum höndum, og jafnvel fremur en hið ódýra sparisjóðsfé, sem Islandsbanki hefir til umráða, orðið til að skapa þann pappírságóða, sem reikning- ar bankans sýna á hverju ári. En illu heilli miðuðust bankastjóra- launin ekki að svo litlu leyti við árságóðann, eins og kunnugt er. þessi stjórnlausa seðlaútgáfa hefir orkað tvennu, sem hefir haft stórfeld áhrif á hagsmuni lýðs og lands: Annað er verðfall krónunn- ar, sem hér hefir verið gerð grein fyrir. Hitt er sá óheillavænlegi of- vöxtur, sem seðlaflóðið — og það eitt — gat hleypt í fasteignabrask og undirstöðulausan útvegsrekst- ur, sem nú hefir dagað uppi með eignatjón, gjaldþrot og önnur því- lík spjöll í slóð sinni. Hvaðan hefði fjárglæframönnum og jafnvel ómyndugum óráðsmönnum átt að geta komið lánsfé til að reisa slík- ar vindmyllur, ef forráðamenn seðlabankans hefðu skilið hlutverk sitt, og miðað seðlaútgáfuna við eðlilega viðskiftaþörf — þ. e. gjaldmiðilsþörfina eina — en ekki við lánsþörf braskara og bruðlara? undir Bretastjórn, en fyrir rúmu ári síðan fékk það þvínær fult sjálfstæði. Aðeins hermál og utan- ríkismál eru að nokkru leyti undir bresku eftirliti. Sjálfstæðishreyf- ingin hafði aukist og magnast í landinu á ófriðarárunum, og Bret- ar töldu heppilegast að láta Egifta stjórna sér sjálfa. Enda er það í fullu samræmi við enskar stjórn- arvenjur, að láta nýlendurnar fá sjálfsforræði, jafnskjótt og nokk- ur von er um, að þær geti stjórn- að sér sjálfar. Eins og siður er til, var breska stjórnarfyrirkomulagið tekið til fyrirmyndai’. Konungs- stjórn og þjóðkjörið þing, og nú var hið fyrsta þing Egifta sett 16. f. m. Var þá mikið um dýrðir í Kairó. Konungurinn, Fuad I., hélt setningarræðuna og sagði, að hlut- verk þingsins væri að vinna að fullkomnu sjálfstæði landsins og undirbúa upptöku þess í þjóða- bandalagið. Virðist það vera áform konungs og stuðningsmanna hans, að sníða alt stjórnskipulag Egifta eftir evrópískri fyrirmynd, en óvíst er, hvernig það muni lánast. þingstjórn hefir hvergi blessast í Austurlöndum, og auk þess eru margar ástæður, trúarlegar og þjóðernislegar, sem valda því, að erfitt mun að koma friðsamlegri og frjálslegri stjórnarskipun á fót á Egiftalandi, en heimurinn bíður með óþreyju eftir því, að sjá hvernig þessi tilraun Breta hepn- ast. — Fjármál Frakka er eitt af þeim málum, sem mest hefir ver- ið talað um nú undanfarið. Gildi frankans var orðið afarlágt og traust annara þjóða á fjárhag Frakklands farið að veikjast. En nú hafa amerískir auðmenn veitt Frökkum 100 miljón dollara lán og hefir helmingi þess verið varið til þess að kaupa inn franskan gjald- eyri. þetta hefir haft þær afleið- ingar, að gengi frankans hefir hækkað afarmikið. Nýlega hefir einnig verið birt skýrsla um end- urreisnarstarfið í hinum eyddu héröðum í norðurhluta Frakklands. Er það ljóst, að afarmikið hefir verið gert til þess að reisa landið úr rústum, og gott útlit með góð- an árangur. Morgan, auðmaðurinn ameríski, hefir nú sagt, að hagur Frakka sé góður, og innan skamms muni Frakkland taka aftur sinn forna sess í fjármálalífi þjóðanna. ----o----- Ef til vill hafa þeir talið þetta, sem nú var nefnt, til „þarfanna", sem þeim var falið að meta, og þarf þá ekki fleiri vitni að leiða um það, hversu þeir hafi verið starfi sínu vaxnir. Eitt hefðu þeir þó átt að vita: að á banka með seðlaútgáfurétti, — þó hlutafélagseign sé — hvílir meiri almenn ábyrgð, en á réttum og sléttum „spekúlations“-banka. það skiftir engu fyrir fjárhags- lega niðurstöðu og áhrif þessa máls, hvort meðferð þess hefir mótast af fávisku sinni, eða ósvíf- inni gróðakænsku jafnframt. það gildir líka einu frá því sjónarmiði, að bæði þessi einkenni þarf að forðast, að sé í fari þeirra manna, sem leyft er að fara með ábyrgð- armikil trúnaðarstörf, eins og bankamálin. Nú er komið sem komið er; liðn- ir atburðir verða ekki aftur kallað- ir né að engu gerðir. Síst má vita hvar að landi rekur, ef hvorki er stýrt né róið, en betri von er fyrir því að ná höfn og réttum áttum, ef vitað er, hvaðan sá undirstraumur kemur, sem borið hefir bátinn af leið. Við höfum hrakist undan straumi og vindi í öllum okkar fjárhagsmálum, en aldrei hefir sett dimmri þoku yfir þau, en með gengismálunum. Af umræðum þess máls hér virðist helst mega ætla, að þeir sem mest kljást um stjórn- málin hér á landi megi aldrei gefa sér stund til að íhuga það ofan í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.