Tíminn - 05.04.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.04.1924, Blaðsíða 1
©jaíbfeti og afgteiðsIur"aÖur Cimans er Sigurgeir ^ri&rtfsfon, Sambanöstjúsinu, HeYffaoíf. ^fjgreibsía íímans er í Sambanösljústnu. 0pin öaglega 9—\2 f. b- Sími ^96. VIII. ár. Heykjavík 5. aprfl 1924 14. bl&ö Haftainálið. Um ekkert eru dugandi menn í sveitunum nú eins sammála og það, að hindra beri um nokkur ár innflutning allrar erlendrar vöru, sem án verður komist. Tilgangur- inn að rétta við fjárhag einstakl- inganna, en þar með fjárhag þjóð- arinnar og gengið. Með frumvarpi Halldórs Stef- ánssonar og Péturs þórðarsonar fylgdu á veg einlægar óskir sam- vinnumanna um alt land. En í þing- inu varð brátt vart þungrar mót- stöðu frá kaupmannaflokknum. Málið lá vikum saman hjá fjár- hagsnefnd Nd. Jón þorl. var form. áður en hann varð ráðherra, og hafði mörgu öðru að sinna. En í hjáverkum sínum bjó hann til með stuðningi samherja sinna líklega bæði utan þings og innan, frv. um 20% verðtoll á flestallar innflutt- ar vörur nema matvöru, bygging- arefni og hinar helstu efnisvörur til atvinnureksturs. Fi*v. þessu fylgdi allur íhalds- flokkurinn og að því er séð verður allur sjálfstæðisflokkurinn. Fram- sóknarmenn voru yfirleitt mót- fallnir frv., en höfðu vitanlega ekki bolmagn til að hindra fram- gang þess. það eina, sem þeir hefðu getað gert, var að neita um afbrigði frá þingsköpunum og tefja málið nokkra daga. En þá hefðu kaupmenn en ekki landið fengið mörg hundruð þúsund króna tekjur af tollskyldum vör- um, sem voru á leið til landsins. Við umræðurnar um þetta mál urðu samt sviftingar allmiklar milli íhaldsmanna og Framsóknar í báðum deildum. Skýrðist þá af- staða flokkanna. Jón þorl. og M. Guðm. töldu sig vilja hefta inn- flutning, en ekki meira en tekjur ríkissjóðs leyfðu. Samkvæmt því gengur íhaldsflokkurinn inn á að flytja inn 4—5 miljóna virði af vöru, sem hægt er að komast af án, til að fá eina miljón í ríkissjóð. Framsóknarmenn sögðu aftur á móti: Fyrst bönnum við alt sem unt er, til að minka straum verð- mætis úr landi. Síðan hjálpum við stjórninni til að ná nauðsynlegum tekjum. þá verður efnahagur ein- staklinganna betri og af meiru að taka. En þetta vildu M. G. og J. þorl. ekki tala um. þeir vildu ber- sýnilega ekki svifta kaupmanna- stéttina atvinnu við verslun með óþarfa voru, og jafnframt ná pen- ingum í kassann, við óhófsverslun einstaklinganna. Framsóknarmenn þrautspurðu stjórnina um aðstöðu hennar til haftanna. Svör voru loðin, en helst það, að þeir vildu engin lög um þetta efni, heldur ætlaði M. G. að koma með reglugerð um það, sem henta þætti. Jón Magnússon leiddi að mestu hjá sér þessar umræður, með því að víkjast undan að skýra aðstöðu sína. Tollurinn er nú kominn á. Kaup- menn eru sem óðast að hækka vör- ur sínar og innbyrða óhemjugróða á vörubirgðum sínum. Dýrtíðin vex og bágindi almennings. Frum- varp Halldórs og Péturs verður vafalaust drepið. Kaupmenn fá verðhækkun á byrgðum, fá tæki- færi til að versla með óþarfa vör- ur áfram og græða á þeim. þrátt fyrir það að sá innflutningur fell- ir krónuna og eykur bágindi al- mennings. Að lokum koma svo ein- hver þau höft, sem verslunarstétt- in getur látið sér líka, höft sem henta sérhagsmunum stéttarinn- ar. Engan þarf að furða þó að þessi stétt leggi ríflega fram pen- inga til að gefa út blöð og koma á þing mönnum, sem eru hlýðnir húsbændum sínum. J. J. ——0------ Stóra máiið. Skamt er að minnast stóru orð- anna kosningablaðanna kaup- manna og frambjóðenda fhaldsins við kosningarnar. Um eitt mál voru raddirnar allra háværastar. Eitt mál var öllum öðrum fremur kosningamálið af þessara aðilja hálfu. því var barið inn í þjóðina í blöðum og á fundum, hversu geysi- leg hætta henni stæði af einkasöl- um ríkisins: tóbakseinkasölunni og steinolíueinkasölunni sérstaklega. Framsóknaimenn voru kallaðir Bolchewickar og öðrum líkum nöfn um, af því að þeir vildu halda þess- um stofnunum við líði — fyrst um sinn a. m. k. — til þess að afla rík- inu tekna og til þess að verja land- ið okurklóm erlends gróðahrings. Frambjóðendur kaupmannaflokks ins væru hinir einu réttlátu í land- inu: „Frjálsir menn í frjálsu landi“! var viðkvæðið 0. s. frv. þetta vai' stóra málið, helsta kosningamál kaupmannamálgagn- anna og íhaldsframbjóðendanna. Og þegar íhaldsstjórnin var mynduð á dögunum, þá var gleði í kaupmannaherbúðunum um alt land. Fyrsta sigursporið átti að vera afnáin tóbakseinkasölunnar. Frumvarp um afnám hennar var borið frarn í neðri deild og í’ætt í þessari viku. Og það ui'ðu skjót og röskleg afdrif málsins þegar á fyrsta fundi. Einn af ráðherrum fhaldsins, M. G., mælti harðlega á móti af- námi tóbakseinkasölunnar, og verður honum ekki hverflyndi um nasir núið í þessu efni, því að hann ei' faðir tóbakseinkasölunnar. Annar ráðherra íhaldsins, J. þorl., átrúnaðargoð kaupmanna í Reykjavík og efstur á kosninga- lista þeirra, var mjög loðinn í mál- inu, andvígur því a. m. k., eins og það var borið fram. þriðji höfuðpaur i íhaldsins, Björn Líndal, átrúnaðargoð kaup- manna á Akureyri, var á móti af- námi einkasölunnar eins og sakir stæðu nú. Og niðurstaðan var sú, að þótt hvorugur hinna síðarnefndu greiddi atkvæði gegn málinu í þetta sinn, þá var það steindrepið þegar við þessa fyrstu umræðu. Hefðu þeir nokkurn pólitiskan metnað íhaldsmenn, þá hefðu þeir látið stjórn sína þegar leggja nið- ur völd við slík tíðindi, er aðal- kosningamáli þeirra voru gerð slík skil þegar við fyrstu umræðu. En þessi úrslit, og þessi fram- koma íhaldsforkólfanna er næsta lærdómsrík. Fyrir kjósendur lands- ins er þetta næsta eftirtektavert. þegar á Alþing kemur, reynist það svo, að alt skrafið um þetta stóra mál, þetta mikla kosninga- mál, um það, hvort hér ættu að vera frjálsir menn í frjálsu landi, það hefir ekkert verið annað en blekking. í þeir eru þá sömu Bolchewick- arnir íhaldsmennirnir eins og Framsóknarmennirnir. það er óhætt að segja þeim það íhaldsmönnum, að þessi leikur er hættulegur leikui'. ‘ það er hættulegur leikur að leika slíkan skrípaleik frammi fyrir al- þjóð, að gera slíkt mál að hinu stærsta kosningamáli og svíkja það svo gjörsamlega þegar þeir hafa tekið við stjórn og eiga að fara að beita völdunum. það er hættulegur leikur að telja þjóðinni fyrst trú um, að eitthvert mál sé hið alvarlegasta mál, sem afkoma hennar sé að miklu leyti undir komin hvernig ráðið er til lykta, og svíkjast svo frá öllu sam- an þegar á hólminn er komið. Flokkur sem staðinn er að slík- um blekkmgum við þjóðina, flokk- ur sem staðinn er að því að hafa beitt svo stórkostlega flárri bai- dagaaðferð — slíkui' flokkur hlýt- ur að missa alt traust þjóðarinn- ar. ----o---- Kaupmannafloickur di'epur sína eig’in stjórnar- skrárbreyting'u. Lesendur Tímans hafa fengið greinilegar fréttir af gangi þess máls í þinginu, þar til leið að enda- lokum. En þau urðu sorgleg. Mbl.- flokkurinn vildi ekki breyta stjórn- arskránni og koma á þinghaldi annaðhvort ár. Allir tilburðir í breytingaáttina hafa verið láta- læti. Alt sýnist benda á, að Mbl.- flokkurinn hafi haft samtök um að drepa stjórnarskrána, til að forð- ast nýjar kosningar nú í vor. Valdagirnin hefir leitt stjórnar- flokkinn á glapstigu. Fyrstu frv. í Ed. voru breyting- ar á stjórnarskránni. Að annari breytingunni stóðu allir Framsókn- armenn í deildinni. þeirra tillaga var: þing annaðhvort ár. Tveir ráðherrar. Flokkurinn hafði síðast- liðið ár lagt áherslu á að ráðherr- ar væru ekki nema tveir. Sú venja var viðurkend. Jón Magnússon bar fram annað frumvarp: þing annaðhvort ár. Einn ráðherra og landritari. Kjör- tímabil 6 og 12 ár. Ætlaði að lengja umboð sitt og annara landkjör- inna um nokkur ár, án þess þjóð- in væri að spurð. Framsóknarmenn bentu á, að breytingin um að minka áhrif kjósenda á þingið og þingsins á stjórnina væri afturför og hættu- leg fyrir stjórnarfar landsins. Mót- staða væri mikil gegn þessum breytingum, bæði utan þings og innan. Enginn sparnaður væri fyr- ir landið nema af þingafækkun- inni. Málið hefði fallið í Nd. í fyrra á þessum óheppilegu viðbótum. Hvað eftir annað reyndu Fram- sóknarmenn að fá J. M. til að falla frá „fleygum" þessum og halda málinu á réttum kili. Leggja áhersluna á þingafækkun eina. En J. M. og flokksbræður hans neit- uðu bæði við 1. og 2. umræðu og í nefndinni. Við 3. umræðu bera tveir Fram- sóknarmenn, Guðm. ólafsson og Einar Árnason fram br.till. Að fækka þingmönnum um 6, og' láta það vera þá landkjörnu. Sýndu þeir fram á, að úr því ætti að fara að gera miklar efnisbreytingar á stjórnarskránni, óbeðið af kjós- endum og til einskis sparnaðar, þá væri rétt að bæta við till. sem veru- lega munaði um í sparnaðaráttina. Töldu þeir óhæfilegt að kjósa full- trúa til 12 ára. Og úr því J. M. vildi víggirða sig og suma nánustu stuðningsmenn sína í þingsætun- um á svo óviðeigandi hátt, þá væri bes t að spara allan hópinn. Ef kjörtímabilið ætti að vera 6 ár, þá væri þó betur við unandi, ef ekki væru enn aðrir fastir í sessi í 12 ár. Einn af forkólfum íhaldsmanna, Halldór Steinsson, var mjög fylgj- andi þessari breytingu. Hefðu þeir G. Ó. og E. Á. varla komið með tillöguna, nema af því að þar var von liðsauka. Síðar reyndist að B. Kr. var líka með tillögunni, svo og Hjörtur gamli. J. M. og félögum hans brá mjög við þessa tillögu. þótti ilt, ef í stað þess að tryggja völd sín í þinginu yrðu þeir að missa þingsætin að ári, og eiga víst að ná hvergi end- urkosningu. þeim hafði aldrei dottið í hug að láta stjórnarskrána ná fram að ganga. þeir höfðu von- ast eftir því, að ráðherra- fækkunin og langa kjörtímabilið yrði frv. að fótakefli hjá Fram- sóknarmönnum. Síðan væri hægt að kasta á þá skuldinni fyrir eyðsl- una við þing annaðhvort ár. Framsóknarmenn sögðust treysta því, að Nd. lagaði verstu ágallana á frumvarpinu. þessvegna fylgdu þeir því við allar umræður. Og þeir hefðu enga breytingartillögu flutt, ef Mbl.menn hefðu viljað falla frá „fleygum“ sínum. En úr því þeir vildu ekki samkomulag, þá var Framsókn óbundin að koma fram með þær breytingar, sem við gátu átt. Jón Magnússon lagðist mjög á móti því að missa umboð sitt. Við 3. umræðu var einhver flótta-órói yfir honum og liði hans öllu. Sama kom fram við atkvæðagreiðsluna. Auðséð var, að beygur var í öllum hópnum við að gera það, sem Mbl.- menn töldu nú að gera þyrfti. Nú var aðeins samkomulag um eitt: Að Mbl.menn skyldu láta 5 af sínum mönnum hjálpa Sjálfstæð- ismönnunum S. E. og Hirti til að drepa stjórnarskrána. Til þess voru valdir B. Kr., I. H. B., Jóh. Jóh., Jóh. Jós. og Staðarklerkur Eggert. En með Framsókn var af sannfæringu H. St., sem var alvara með stjómarskr.br. eins og hún nú var orðin, og J. M., sem var með að yfirvarpi, því að ef hann hefði verið með málinu af áhuga, myndi ekki hin trúu atkvæði hans hafa yfirgefið hann fremur en endra- nær. Eftir á hefir málaliðsdáti kaup- manna haldið fram, að afnám landkjörsins hafi orðið banabein- ið. En því fylgdu þá B. Kr. og H. St. þeirri breytingu? Sjálfur J. M. er með stjórnarskránni út úr deildinni, þó að þeir landkjömu væra fallnir úr. Ef íhaldsflokkur- inn hefði álitið þá breytingu hættu lega, þá gátu þeir felt hana strax í Ed. og án efa komið á breytingu í Nd., ef þeir hefðu lagt stund á að fella niður allar breytingar nema þinghald annaðhvert ár. Dráp stjórnarskrárinnar nú ofan á þráa M. G. og J. M. við „fleyga“ sína bæði í fyrra og vetur sýnir, að Mbl.menn vilja ekki þingafækkun. Og þeir sem vita, að þennan von- lausa málstað eiga að verja tveir málaliðsmenn, sem Hagalín á að hafa sagt um, að annar væri ekki skrifandi og hinn ekki læs, þá get- ur jafnvel mótstöðumönnunum runnið til rifja eymd þess flokks, sem hefir sjálfur drepið sitt eina svonefnda áhugamál, og verður svo að hlíta vörn þeirra manna, sem áðurnefndur hagyrðingur lýs- ir svo ömurlega. En þeim af borg- urum landsins, sem trúað hafa fag- urgala íhaldsflokksins um sparn- að við þinghaldið, er nú sýnt, hversu vel er farið með umboðið fyrir þeirra hönd. ** ----0-7— íhaldsflokkurinn drepur stjómar- skrána. Nú er sannað að kaupmannaflokk- urinn vill ekki fækka þingum. Foringi flokksins flýtir sér með að bera fram frv. i þá átt að breyta stjórnai ikránni. það var fyrsta þingmannaíiv. í Ed. En J. M. laumar inn í með fækkun þinga tveim „fleygum", sem vita mátti fyrirfram að sett gátu málið i hættu, og enginn hafði um beðið. Fyrst að fækka ráðherrum, en auka að sama skapi skrifstofuvaldið í Rvík. I öðru lagi að lengja kjörtímabilið um þriðjung, og minka þannig áhrif og aðhald kjósenda. Langósvifnast var þó, er J. M. ætlaði heimildarlaust að lengja um mörg ár þingumboð sitt og tveggja af sínum vissustu atkvæðum. J. M. vissi vel, að allar þessar breyt- ingar voru mjög óvinsælar, að þeim fylgdi enginn sparnaður, að sumar þeirra höfðu orðið málinu að falli í Nd. í fyrra. Framsóknarmenn miðuðu sitt frv. fyrst og síðast viö þing ann- aðlivort ár. Hvað eftir annað buðu þeir J. M. og fylgismönnum hans að gera alt til að koma fram þeirri breytingu, ef J. M. félli frá „fleygum" sínum. þetta var boðið við 1. umræðu, í nefnd- inni, við 2. og 3. umræðu. En Jón sat við sinn keip. En við 3. umræðu kem- ur svo það óvænta, að J. M. lætur sína dyggustu fylgismenn drepa frumvarp- ið, en greiddi svo sem fyrir siðasakir atkvæði með frv. út úr deildinni, með öllum Framsóknarmönnum, sem ekki vildu stöðva málið, þó að þeir væru sáróánægðir með „fleyga" Jóns. Von- uðu að þeir yrðu lagaðir i Nd. Hvar sem væri erlendis myndi ráðuneyti segja af sér tafarlaust, ef aðalfrv. stjórnarinnar er felt, og það sérstak- lega, þegar það eru eigin stuðnings- menn stjórnarinnar, sem sýna van- traustið svo áþreifanlega. ** ----o----- Bæjarstjóri var kosinn í Vest- mannaeyjum Kristinn ólafsson bæj arfóg-etafulltrúi í Reykjavík. Bankastjórar eru skipaðir í Is- landsbanka frá 1. þessa mánaðar Sigurður Eggerz og Jens B.Waage. Tvö lík og hluta úr skipi hefir rekið í Grindavík. Líklega af fær- eysku skipi. ——0------- — Fréttir frá Rússlandi herma, að ráðstjórnarfulltrúarnir í Moskva leggi kapp á að fá Trotsky til þess að taka sæti í stjórninni, þareð nafn hans sé vinsælast allra og þektast meðal alþýðu síðan Len- in leið. Svíþjóð og fleiri smáríki hafa opinbrelega viðurkent ráð- stjórnina í Rússlandi. — Búist er við, að þingkosning- ar fari fram í Danmörku um miðj- an næsta mánuð. Viðskiftamálin og fjármálin eru aðaldeiluefni flokkanna. Fyrir viku síðan voru 57,345 menn taldir atvinnulausir í landinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.