Tíminn - 17.05.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.05.1924, Blaðsíða 1
Reykjavík 17. maí 1924 Fvamsóknavflokkuvinn á Alþingi. Gruðmundur Ólafsson, bóndi i Asi, ' þm. A.-Hún. Jónas Jónsson, skólastjóri Rvik, 5. landskj. þm. Halldór Stefánsson, bóndi á Torfastöðum, 1. þm. N.-Múl. Ingvar Pálmason, bóndi i Nesstekk, 2. þm. S.-Múl. Bernh. Stefánsson, Ásg. Ásgeirsson, Einar Árnason, Ingólfur Bjarnarson, Jör. Brynjólfsson, Pétur Þórðarson, bóndi á Þverá, kennari I Laufási, bóndi á Eyrarlandi, bóndi i Fjósatungu, bóndi i Skálholti, bóndi i Hjörsey, 2. þm. Eyf. þm. Y.-ísf. 1. þm. Eyf. þm. S.-Þing. 2. þm. Árn. þm. Mýr. Tryggvi Þórhallsson, Klemens Jónsson, Þorleifur Jónsson, Sigurður Jónsson, Sveiun Ólafsson, ritstjóri i Laufási, fyrv. ráðh. Rvík, bóndi á Hólum, fyrv. ráðh. Ystafelli, bóndi i Firði, þm. Strand. 2. þm, Rang. þm. A.-Skaft. 2. landslij. þm. 1. þm. S.-Múl. ©)aíbfer! 09 afgretðslur’aður (Eimans er Stgurgetr ^riftrtfsfori, Sambanósþúsinu, Heyfjauíf. YIII. ár. Búnaðarlánadeild Landsbanlcans. Ein höfuðástæðan til þess hve landbúnaðurinn hefir dregist aft- ur úr í samkepninni við sjávarút- veginn, er sú, að engin stofnun hefir verið til, sem veitti bændum lán við atvinnuvegarins hæfi. Sjávarútvegurinn og kaupstaðabú- arnir hafa notað langsamlega mestan hlutann af veltufé landsins. Svo hefir lengi verið og búið bændum þröngan kost. En fjár- kreppan, töp bankanna og verðfall krónunnar, hafa Isitt af sér geysi- mikla hækkun á vöxtum. Eins og vant er rignir jafnt yfir réttláta sem rangláta. þótt háu vextirnir séu á engan hátt bændum að kenna, koma afleiðingarnar niður á öllum sem lána vildu leita í bönk- unum. þessvegna hefir það verið svo allra síðustu árin, að bankarn- ir hafa nálega verið lokaðir fyrir bændum. Landbúnaðurinn hefir ekki getað notað þau lánskjör sem bankarnir hafa boðið. — Nú á að vera svo frá gengið, að bráðla verði bætt úr þessum vand- ræðum. Síðustu þingdagana af- greiddi Alþingi lög um stofnun Búnaðarlánadeildai við Lands- bankann. Framtíðarskipulag er ekki sett með lögum þessum. En með þeim á að geta fengist merki- leg reynsla. Með þeim á að vera hægt að bæta úr brýnustu lánsþörf bænda í bili. Og á grundvelli þeirr- ar reynslu, sem þá fæst, á að mega reisa frambúðarskipulag um slík- ar lánveitingar. Lögin mæla svo fyrir, að Bún- aðarlánadeildin verði stofnuð 1. júlí í ár og taki þá þegar til starfa. Skal Landsbankinn í ár leggja deildinni alt að 250 þús. kr., sem verja má til útlána og ennfremur hálfa miljón króna á ári næstu tvö árin. Lánin veitast fyrst og fremst til hverskonar jarðabóta og enn- fremur til stofnunar nýbýla, til stofnunar mjólkurbúa, til smjör- og ostagerðar — trygð með ábyrgð bæjar-, sýslu- eða sveitarfélaga, til félaga sem hafa með höndum sam- vinnumannvirki til jarðabóta, áveitu eða samgirðinga og loks til varanlegra húsabóta í sveitum. Um tryggingar gilda sðalreglurnar sem settar eru í Ríkisveðbankalögun- um. Lánbeiðni á að fylgja áætlun um kostnað við þá landbúnaðarfram- kvæmd, sem lánið er tekið til, gerð af manni sem Búnaðarfélag Is- lands tekur gildan og ennfremur áætlun um væntanlegan arð af end- urbótinni og væntanlega verð- hækkun hennar vegna. Umsókn um lán til húsabóta í sveit skal fylgja áætlun um kostnað frá byggingarfróðum manni og skulu húsin reist eftir fyrirsögn og und- ir eftirliti hans. Búnaðarfélag íslands á að láta sína umsögn í té um lánveitingar þessar. Lántakandi skal a. m. k. leggja fram V3 kostnaðar við þá framkvæmd, sem lánið er veitt til. Bankinn má greiða helming lánsins strax en afganginn er lokið er og skoðun hefir farið fram af hálfu manns, sem Búnaðarfélag Islands tekur gildan. Sé um stærri fyrir- tæki að ræða, má greiða lánið í fleiri hlutum jafnóðum og verki miðar áfram, eftir tillögum Búnað- arfélags Islands. Vextir af lánunum mega vera alt að 1% hærri en venjulegir sparisjóðsvextir bankans, þó ekki hærri en 6%, og lánstíminn eigi skemri en 25 ár og lánin afborg- unarlaus fyrstu 5 árin. Alþingi hefir með þessari Iaga- setning viðurkent kröfur þær sem fram hafa verið bornar af bænda hálfu um aðgengileg lánskjör. pessi lánskjör eru vitanlega miklu betri en fengist hafa áður. þessi sérstöku kjör réttlætast af því þrennu: að þjóðfélaginu beri sérstök nauðsyn til að stuðla að viðgangi landbúnaðarins, að lán til landbúnaðar séu trygg- ari en önnur lán og að þær orsakir, sem nú valda fjárkreppu og vaxtahækkun, séu ekki landbúnaðinum að kenna. Ríður nú mikið á hvernig farið verður af stað um framkvæmd lag- anna. Fyrst og fremst er það vit- anlega á valdi Landsbankastjóm- arinnar að leggja nú landbúnaðin- um lið sem honum getur orðið hvað heilladrýgst. En á Búnaðar- félagi íslands hvílir sú ábyrgð fyrst og fremst, að þær fram- kvæmdir verði á góðu viti bygðar, sem lána eiga að njóta samkvæmt lögum þessum. það tala margir um, að nú séu betri tímar framundan fyrir at- vinnuvegi okkar og munu allir gjarna vilja trúa. Mætti því sam- fara hefjast alhliða hyggilega framkvæmdar landbúnaðarfram- kvæmdir. Verður vart um það deilt að vai’t verður veltufé landsins til annars betur varið en að styðja með hagfeldum lánum þær fram- kvæmdir. ----o----- Kæliskip. Undir þinglokin var samþykt þingsályktunartillaga frá fiárveitinganefnd neðri deildar um kæliskip. Er landsstjórninni falið að skipa fimm manna nefnd til að undirbúa málið fyrir næsta þing. Einn nefndarmanna tilnefni Bún- aðarfélag íslands, annan Samband íslenskra samvinnufélaga, þriðja verslunarráðið, fjórða Fiskifélag- ið, en atvinnumálaráðherra hinn fimta. Fyrst og fremst er hugsun- in sú, að skipið flytji kælt kjöt á enska markaðinn, en því næst von- ir um að nota megi og til fisk- flutninga og annars. þetta mál er eitt hið þýðingarmesta mál land- búnaðarins og verður að rannsak- ast með sérstakri gaumgæfni. Ríð- ur mikið á að vel takist val á mönnum í nefndina. I gæsalöppum. Margur hefir orð á því, hve „ritstjórar" Morgun- blaðsins nota mikið af gæsalöpp- um í greinum sínum, og fróðlegt er að athuga, að langoftast eru gæsa- lappirnar settar við ramíslensk orð eða talshætti. Sumir ætla að þessi ritháttur stafi af virðingarverðri blygðunartilf inningu „ritst j ór- anna“. þar sem afstaða þeirra til Aage Berléme og Co. sé nú alkunn orðin, fyrirverði þeir sig hálfgert fyrir að nota ramíslensk orð og setji þau því í gæsalappir. Aðrir giska á, að gæsalappirnar séu eink- um settar við þau orð, sem ætla má að útlendu eigendurnir eigi bágt með að skilja og séu því til afsök- unar. þingstörfin. Frumvörp 111 voru lögð fyrir þingið, þar af 24 stjóm- arfrumvörp. Af þeim urðu 47 að lögum, feld voru 16, afgreidd með rökstuddri dagskrá 6, vísað 3 til stjórnarinnar en 39 urðu ekki út- rædd. þingsályktunartillögur voru bornar fram 36, voru 16 þeirra samþyktar. Fyrirspurnir til stjóm- arinnar urðu þrjár. Tveim var svarað. Hinni þriðju þorði stjórn- in ekki að svara. Sú var um af- stöðu stjórnarinnar til danska Mogga. í neðri deild voru haldnir 67 fundir, 65 í efri deild og 7 í sam- einuðu þingi. Kjöttollurinn. Helgi Valtýsson ritar um kjöttollsmálið í Vísi í gær. Segir meðal annars, að hin „her- skáu tollstríðsfrumvörp alþm. Tr. þ.“ hafi „skapað nýja aðstöðu í málinu“. H. V. segir ekki meira. Gamla aðstaðan í málinu var sú, að Norðmenn drógu málið. Nýja aðstaðan er sú, að samningar tak- ast og tollurinn lækkar stórkost- lega. — Bændunum íslensku þykir áreiðanlega betri nýja aðstaðan. Grauslund yfirmaður Hjálpræð- ishersins hér á landi og kona hans eru að fara alfarin af landi burt. Eru kvödd til annars starfs í þjón- ustu Hersins. Hafa starfað hér í 10 ár og unnið margt ágætt verk. I tíð Grauslunds hefir Herinn mjög fært út kvíarnar hér á landi, reist gesta- og sjómanuaheimili víða og unnið margháttað mannúðarstarf. Skiftir mjög í tvö horn um álit Hersins nú og fyrst er hann hóf starf sitt. Átti hann þá formælend ur fá, en hina æðimarga, sem hæddu og ofsóttu. Nú ljúka allir upp einum munni um þessa nyt- semdarstarfsemi. Afetetbsía ÍT í m a n s er í Sambanösþúsinu. 0ptn öaglega 9—\2 f. þ. Simi 496. 20. blað Innflutningshöft. Landsstjórnin hefir gefið út nýja reglugerð um mjög víðtækt innflutningsbann á ónauðsynlegum og miður nauðsynlegum varningi. Um einstök atriði í slíkri reglugerð má vitanlega ávalt deila, en verð- ur ekki gert hér. Aðalatriðið er það að með reglugerð þessari hef- iv landsstjórnin orðið við vilja vit- anlegs meirihluta Alþingis um itijög víðtæk innflutningshöft, þrátt fyrir þá merkilegu af- greiðslu sem málið fékk í neðri deild. Verði framkvæmd haftanna í aðalatriðum sú, er svo víðtæk Lönn benda til, verður Tíminn að telja þetta mjög vel farið. En því miður getur það ekki tal- ist víst að svo verði. Er alkunn að- staða fjármálaráðherra í máli þessu og eigi síður hitt, að forsæt- isráðherra lýsti því skýlaust yfir við fjárlagaumræðu í efri deild, að hann hefði enga trú á innflutnings- höftum. Frá þessum ráðherrum báðum má því vænta mikillar mót- spyrnu gegn öruggri framkvæmd haftanna. En sá böggull fylgir skammrifi, að þessi reglugerð heimilar undanþágur um innfiutn- ing allra hinna bönnuðu vara. Reynsla innflutningshaftanna í fyrra sinn sýndi ljóslega hversu erfitt var að fást við undanþág- urnar. það voru þær sem langmest- an þáttinn áttu í því að gera höft- in óvinsæl. það er mikil hætta á því, að svo reynist enn. Hefir það og verið mjög á orði meðal hinna eindregnustu fylgismanna haft- anna að hafa sem flest af þeim undanþágulaus. Undarlegt er það þessvegna, að stjómin skuli hníga að þessu ráði að leyfa undanþágur um alt. það er vafalaust með öllu, að hún bind- ur myllustein um sinn eigin háls með því. Framkvæmdin verður margfalt erfiðari. það verður áreiðanlega mjög erfitt að standa í gegn ásókn kaupahéðnanna um undanþágur. Ekki síst mun stjórn- in skapa sjálfri sér óvinsældir með þessu. því að þótt hún væri öll af vilja gjör, þá mun hún trauðla geta orðið réttlát um veiting undanþág- anna. I miklu meira tvísýni er því teflt en vera þyrfti um gagnið af innflutningshöftunum. Alt er und- ir framkvæmdinni komið. Áreið- anlegt er að mikill meirihluti þjóð- arinnar er því eindregið fylgjandi að framkvæmdin sé sem eindregn- ust — að undanþáguheimildin sé sem allra minst notuð. Dómur þjóðarinnar um landsstjómina mun að töluverðu leyti á því reist- ur verða, hversu þessi allsherjar- sparnaðarráðstöfun á þjóðarbúinu verður framkvæmd. Að vísu er ver úr hlaði riðið en vera þyrfti — en framkvæmdin er þó aðalatriðið. ----0---- Prófi luku nýlega við landbúnað- arháskóla Dana í Kaupmannahöfn Ólafur Jónsson og Steingrímur Steinþórsson, báðir með fyrstu einkunn. Ólafur tekst á hendur framkvæmdastjórastöðu við Rækt- unarfélag Norðurlands þegar í vor en Steingrímur verður kenn- ari við Hvanneyrarskólann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.