Tíminn - 24.05.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.05.1924, Blaðsíða 1
C2>ja(b£eti 09 afgreiðslur'aóur QTimans er Stgurgeir ^ri^rtfsfori, Sambanósíjústnu, Keyfjaoíf. limans er í Sambanós^úsinu. ®pin óaglega 9—12 f. íj. Símt <196. Reykjarík 24. maí 1924 v w - w %ears’ ELEPHANT CIGARETTES Mest reyktar. Fást allsstaðar. Smásoluverð 55 aura pakkinn. THOMAS BEAR & SONS, LTD., LONDON. 1 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ VIII. ár. Ihaldsblöðin dönsku hafa frétt um Morgunblaðshneikslið héðan. Með viðeigandi skýringum frá Stór Dönum ytra leggja þau út af því, að Tíminn og Lögrétta séu að blása að kolum Danahaturs á íslandi. þykir rétt að víkja að því efni í eitt skifti fyrir öll. — Danahatur er ekki til lengur á Islandi. En Danahatur var til hér, meðan þeir menn réðu þar lögum og lofum, sem litu á Island eins og danska nýlendu, sem danskir kaupmenn ættu að halda áfram að mjólka og dönsk stjórn ætti áfram að sjá fyrir náðarsamlegast. það voru íhaldsmennirnir dönsku sem þessar tilfinningar ólu í brjósti, og ala sumir enn í brjósti, þótt nú fái engu ráðið, sem betur fer. Ekkert íslenskt blað hefir af- dráttarlausar en Tíminn viðurkent drengskap mikils meirihluta dönsku þjóðarinnar, er fullveldi Is- lands var viðurkent 1918. Ekkert íslenskt blað hefir farið hlýrri orð- um en Tíminn um J. C. Christen- sen oddvita danskra bænda og sam vinnumanna, sem fór með umboð þeirra þá, með fullum drengskap og skilningi. Hið sama átti við um stjórn hinna róttækari vinstri- manna, er þá fór með völd í Dan- mörku, og hið sama átti við um verkamannaflokkinn. Fylsta vinarhug og samúð mun Tíminn jafnan sýna þeim marg- falda meirihluta dönsku þjóðarinn- ar, sem þama var að verki. Tíminn óttast engan yfirgang í neinni mynd af dönsku þjóðinni sem heild, heldpr þvert á móti. Jafnfúslega mun Tíminn og við- urkenna hitt, að hingað til lands hafa flust margir danskir menn og konur, bæði fyr og síðar, sem hafa þýðst Island og Islendinga, komið hingað til þess að vinna með Is- lendingum og unnið íslandi mikið gagn. Schierbeck landlæknir, E. Nielsen forstjóri, L. Kaaber banka- stjóri og margir fleiri eru menn, sem íslendingar munu jafnan bjóða velkomna og telja sér mik- inn feng að fá. Síst af öllu munu íslenskir sam- vinnumenn ala í brjósti Danahat- ur, því að af dönsku bændunum hafa þeir lært hin þörfustu fræði bæði um búskap, verslunarskipu- lag og margt fleira. Ásökunin um Danahatur í Tím- ans garð er svo úr lausu lofti grip- in sem vera má. — En það var partur af dcnsku þjóðinni, sem fullkomlega vildi neita Islandi um fullveldisviður- kenninguna 1918 og hefði gert það óhikað, hefði hann haft bolmagn til. þeir menn voru í hóp Ihalds- mannanna dönsku. það hefir alla tíð undanfarið ver ið ’nópur manna í Danmörku, þar nefndir „íslenskir kaupmenn", sem hafa viljað nota Island eins og mjólkurkú, sem hafa viljað eiga sem fylstan íhlutunarrétt um með- ferð íslenskra mála eftir einhverj- um leiðum. Síðast nú í kosningabaráttunni dönslcu, í síðastliðnum mánuði, skaut jarminum upp í helsta blaði íhaldsmannahna yfir því, að að- staðan væri önnur en áður var milli Islands og Danmerkur. það eitt heldur þessum Stór- Dönum niðri, að mikill meiri hluti dönsku þjóðarinnar er drenglund- aður, frjálslyndur og svo vel ment- ur, að hann lætur Ihaldsmennina engu ráða. Af dönsku þjóðinni sem heild þurfum við einkis annars að vænta íslendingar en vináttu og dreng- skapar. En íhaldslundin Stór-Danaxma verður jafnan söm við sig í íslands garð. þeir menn hafa ekkert lært og engu gleymt. „Islensku kaup- mennimir" svonefndu munu flest- ir véra þar í hóp. Penin'gavaldið mesta er og þar í hóp. Og þessi fá- menna klíka, sem á engan hátt get- ur komið fram af hálfu hinnar dönsku þjóðar, sem danska þjóðin hefir hrist af sér og mun aldrei yf-. ir sér þola, fáeinir menn með þess- um hugsunarhætti eru það, sem nú leita eftir nýjum leiðum til þess að koma ár sinni fyrir borð á ís- landi — með því að kaupa íslensk blöð, ná þar undirtökum og gera otjórmnálaflokk og landsstjórn meir eða minna að sínu handoendi. þetta er það sem Tíminn hefir átalið og telur óþolandi. Slíka að- íerð myndu öll blöð frjálslyndra manna í Danmörku líka telja óþol- andi. Sem einn maður myndu þau rísá upp til mótmæla ef Stór- þjóðverjar efndu til líkrar aðstöðu við eitt höfuðmálgagn Danmerkur, sem danskir kaupmenn hafa efnt til við Morgunblaðið og Isafold. Sem einn maður myndu frjáls- lyndir menn í Danmörku rísa gegn þeirri landsstjórn, sem hefði slíkt blað fyrir aðalmálgagn sitt. „Danahatur" Tímans í þessu máli er samskonar „Danahatur" sem frjálslyndir menn í Danmörku sjálfri beindu gegn Ihaldinu danska, Estrup og félögum hans. það er mótspyrna gegn yfirdrotn- un og ásælni peningavaldsins, hvort sem er innlent eða útlent. Með hinum frjálslyndu dónsku bræðrum, bændum, verkamönnum og mentamönnum, vill Tíminn berjast í fullu bróðerni við yfir- gangsstefnu Ihaldsins og einstakra fésýslumanna, hvaðan sem sú alda er runnin. þá afstöðu munu allir frjálslyndir danskir íslandsvinir skilja vel. ----0---- Rangur sðguburður. Mánaðarrit er gefið út í Kaup- mannahöfn, sem heitir „Det nye Nord“. Verkefnið er að auka sam- vinnu Norðurlandaþjóðanna, auka þekkingu þeirra hverri á annari 0. s. frv. þessvegna flytur ritið að jafnaði yfirlitsgreinar um helstu viðburði í hverju landinu fyrir sig. Vitanlega er það sjálfsögð krafa að slíkar fregnir séu réttar og hlutdrægnislausar. Ritið er um margt merkilegt og er því enn meir áríðandi, þar sem gera má ráð fyrir að tillit sé tekið til þess á öðrum sviðum, að það flytji réttar fregnir héðan. Sigfús Blöndal bókavörður hefir int það starf af hendi undanfarið að rita slíkar yfirlitsgreinar um íslenska viðburði í „Det nye Nord“. Vissulega hefði mátt fá til þess hæfari mann. En þó hefir svo ver- ið til þessa, að þótt þessar grein- ar S. Bl. hafi verið mjög tilkomu- litlar, þá hefir ekki í þeim verið svo mikið af vitleysum, að þótt hafi taka því að leiðrétta. En í síðasta tölublaði rítsins, aprílheftinu, ritar hann grein um stjórnmál á íslandi síðustu mán- uðina, sem verður að mótmæla, því að hún er langt fyrir neðan þær kröfur, sem verður að gera til ís- lendings, sem ritar um landa síná í erlend blöð. Greinin er löng og ítarleg og mörgu sönnu, réttu og gagnlegu hefði mátt koma þar að um Is- land, er útlent blað ljær svo mikið rúm um íslensk mál. En í stað þess að rita óhlutdrægt er það svo, að þessi grein S. Bl. er einhliða lofgrein og „agitations" grein fyrir Ihaldsflokkinn og Jón þorláksson sérstaklega. það er með öllu ófyrirgefanlegt er íslendingur ritar þannig í út- lent blað. Langmestur hluti greinarinnar er lofgerðai’rolla um orð og athafn- ir Jóns þorlákssonar. Enginn set- ur út á það, þótt S. Bl. hafi miklar mætur á mági sínum, Jóni þorláks- syni. En þá ofurást má hann ekki láta lita alla frásögnina um stjórn- málalíf á íslandi. Sá maður er með öllu óhæfur að rita um stjórnmál, sem lætur mágsemdimar stýra pennanum. I höndum S. Bl. er stjórnmálasaga Islands síðustu mánuðina lítið annað en sagan um það, sem J. þ. hefir sagt og gert. Auk þessa höfuðlýtis á frásögn- inni úir og grúir af vitleysum. Ein er þannig, að að henni verður hleg- ið um alt Island, enda er sannleik- urinn þar sagður öfugur um tvö meginatriði. S. Bl. segir frá stjórn- arskrárbreytingunni, sem kom fram í efri deild og getur þess að afleiðingin af samþykt hennar hefði orðið nýjar kosningar. Segir hann að það hafi einmitt verið til- gangurinn. „Ihaldsflokkurinn er sem sé greinilega þeirrar skoðun- ar, að kosningar myndu styrkja aðstöðu hans og ef til vill gefa hon um fullan meirihluta", segir S. Bl., og bætir svo við: „En hinum tveim flokkunum kom þetta ekki og nið- urstaðan varð að þessar breyting- ar féllu með jöfnum atkvæðum í efri deild“. Hér er það beinlínis sagt, eða a. m. k. fullkomlega gefið í skyn, að Framsóknarflokkurinn hafi drepið stjórnarskrárbreytinguna. Svo fullkomlega leyfir S. Bl. sér að ranghverfa sannleikanum. Og hitt er líka á allra vitorði, að Ihaldið drap stjói-nai’ski-árbreytinguna fyrst og fremst af hræðslu við nýjar kosningar. — Kalt var milli þeirra fjand- mannanna þórðar kakala og Giss- urar þorvaldssonar og það svo, að er Hákon konungur spurði þórð hvort hann vildi vera í himnaríki ef Gissur væri þar fyrir, þá svaraði þórður: „Vera gjarna, herra, og væri þó langt í milli okkar“. Samt sem áður „mælti hvárgi öðrum í móti eða ósannaði annars sögu“ er þeir fluttu mál sitt ytra. . Er nú komið annað snið. Hafa þeir af verðskuldaðan orðróm og dóm, sem flytja útlendingum ósann ar sögur um ættlandið. Kærð Dorsteins Mmm um löðurmannlegar skúmaskots- skítkasts-tilhneigingar Mbl.eigend- anna sönnuð með f jórum nýjum dæmum. þorst. Gíslason hefir starfað með eigendum Morgunblaðsins um nokkur undanfarin ár. Hann lýsir þeim sem mest blönduðu sér í rekstur blaðsins, sem tiltakanlega lítið gefnum og fáfróðum mönnum. Ennfremur svo, að þeir hafi viljað standa í skúmaskotum og brúka starfsmenn blaðsins ti! skítugra árása. Er enginn vafi á, að þetta skítkast eigendanna hefir átt að beinast að samvinnumönnum. þorst. Gíslason fór frá blaðinu, af því hann vildi ekki búa með slíku fólki. I staðinn voru ráðnir tveir unglingspiltar, og er þeim til sam- ans borgaðar nærfelt 20 þús. kr. um árið. Fyrsta skylda þeirra er auðvitað að vera hlýðin verkfæri eigendanna, þ. e. fiamkvæma „skítkast" það, er þessir lítið gefnu og lítið mentuðu húsbændur fyrir- skipa. Morgunblaðið hefir fyrir utan öll önnur ósannindi um mig síðustu vikurnar gert hið hvíta svart í fjór um tilteknum málum. því hefir ver ið haldið fram í Mbl. og dilk þess, sem síldarspekúlantinn gefur pen- inga í, að eg hafi drepið stjómar- skrána í Ed. í vetur. Ennfremur segir Mbl. að eg hafi stöðvað og eyðilagt þrjú önnur mál í vetur, sumpart með að koma ekki á fundi í neíndum. þessi þrjú mál áttu að vera: Afnám sendiherra í Khöfn, fækkun kennara við háskólann og lækkun þingmannakaups. Um fyrsta málið nægir að táka orðrétta útskrift úr þingtíðindun- um um 30. fund Ed. 27. mars 1924: „Frv. (stjórnarskráin) svo breytt, felt með 7:7 atlcvæðum að viðhöfðu nafnakalli og sögðu : Já: S. J., E. Á., G. Ó., I. P., J. M., J. J., H. St. Nei: S. E., B Kr., E. P., H. Sn., I. H. B., J. Jós., Jóh. Jóh.“. Af þessu sést, að allir fimm Framsóknarmenn í Ed. tylgja frv., en 7 af stuðningsmönnum stjóm- arinnar fella það. 1 háskólafrv. skilaði eg nefndar- áliti degi á undan meirihlutanum (tveim stuðningsmönnum stjórn- arinnar). þeir lögðu til að frv. væri drepið. Og J. M. hafði komið á fund í nefndinni og lýst hinu sama yfir. En eg lagði til að frv. gengi fram, og að embættin hin miður þörfu yrðu lögð strax niður. Sendiherramálið tók H. St. ekki á dagskrá í 10 daga. Að lokum ýtti eg á hann, og kom það þá í allsherjarnefnd. Meiri hlutinn þar (Jóh. Jóh. og sr. Eggert) vildu ekki láta málið ganga fram. J. M. kom á fund og styrkti þá í þeirri trú. Lagði raunar mikla áherslu á að það yrði svæft. Eg skilaði þá tafarlaust nefndaráliti og lagði til 21. blað að frv. um niðurfall sendiherraem- bættisins yrði samþykt. En Ihalds- mennirnir skiluðu ekki nefndar- áliti og Steinsen tók málið ekki á dagskrá. Ihaldið svæfði þannig málið. Um þingfararkaupið komu 4 af nefndarmönnum sér saman um að frv. væri ósanngjarnt í garð að- komumanna, einkum efnalítilla manna, sem myndu beint skaðast' á þingsetunni. Tveir af þessum fjórum voru stuðningsmenn stjóm arinnar og tveir Framsóknarmenn. Einn Ihaldsmaður ekki á fundi. Eg tók íram, að ef lækkað væri kaup aðkomumanna, myndi eg taka upp tillögu Sveins í Firði og sr. Tr. þ. um að eftirlauna- og landssjóðs launamenn úr Rvík hefðu ekki tvöföld laun, er þeir sætu á þmgi. Jón Kjartansson og Valtýr vita báðir ofboð vel, að þeir hafa um- snúið sannleikanum, svo sem frek- ast má verða, í frásögninni um þessi mál. þó að þeir séu liðlétting- ar, er ekki beinlínis hægt að sjá að þeim sé hagur í að segja vísvit- andi rangt frá þingmálum, þar sem hægt er að reka ósanmndin ofan I þá með prentuðum skilríkjum. það hljóta að vera aðrir enn aumari, enn heimskari, enn ómentaðri. Nú vita menn af skýrslu þ G. hvei’ji: það eru, sem knýja fram svona blaðamensku. það hljóta að vera eigendurnir. þessi meðferð á opin- berum málum er eðlileg löðurmenn um. Hún er „skítkast“. Hún er framkvæmd fyrir menn í skúma skotunum af þar til launuðum mönnum. Og það eru þessir eig endur, sem Steinsen, Jón Magnús sonð B. Kr., Jóhannes, Ingibjörg, sr. Eggert, Jóhann og Hjörtur tóku í fang sér, og vöfðu að sér eins og móðir, sem lætur vel að iitlu bami, þegar prófun fór fram á Ihaldinu með hinu áhrifamikla meðali 515. J. J. ----o----- Mannslát. Nýlega andaðist úr lungnabólgu ungur tfnisbóndi, þorvaldur á Stóra-Vatnsskarði, bróðir Jóns Árnasonar fram- kvæmdastjóra Sís. Jón fór norður til þess að vera við jarðarförina. Mörsiðrið. Morgunblaðs „rit- stjórarnir“ köstuðu mörsiðrmu í gær. Er það orðin þrautalending- in þeirra að þorsteinn Gíslason hafi verið „í innilegustum þingum við dönsku mömmu“ — meðan hann var ritstjóri Morgunblaðs- ins, vitanlega. Með þessum ummæl um játa þeir sökina á sjálfa sig, en vilja einungis draga þorstein með sér. þeir gleyma því að að- staða þorsteins var öll önnur en þeirra við Mbl. þeir gleyma því, að alþjóð íslands er fullkomlega kunnur sá aðstöðumunur. þor- steinn hafði samning frá íslensk- um mönnum sem trygði honum undirtökin við blaðið meðan var. Og þorsteinn kaus heldur að fara en að láf a þá dönsku kúga sig. Ein- ir sitja þeir núverandi „ritstjór- arnir“ „í innilegustum þingum við dönsku mömmu“ og hafa meir að segja gefið út yfirlýsingu um að „danska mamma“ hefir á þeim undirtökin. Rösklega atrennu að bannlaga- brjótum framdi hinn nýi bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum. Lét fram fara húsrannsókn í 6 húsum grunuðum. Fann vínbruggunar- áhöld í 4 húsum og ólöglegt áfengi í 5.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.