Tíminn - 07.06.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.06.1924, Blaðsíða 1
(S)a(bfeti og afgrei&slumaöur (Etmans er Stgurgetr ^rtftrifsfon, Samban&sfyústmt, Ke^fjauif. ^f^tcibsía <E í m a n s er í SambanbsIjúímH. (Ðptn bagkga 9—\2 f. V Shtti 49«. VIII. ár. Reykjavík 7. júní 1921 23. blaö G amaldags. Vort ættarland er enn sem fyr þá Ingimundur gamli bjó. Og ennþá skín hin sama sól um sveit og þegar Egill kvað og hjó. Og menning vor og efling öll sér á í vorri forntíð rót, og þörf að sníkja því er síst, á þjóðarfatið danska’ og norska bót. Ef ekki vantar viljann til sér verður þjóðin sjálfri nóg, og rekur út hvern útlending sem í sinn vasa dregur landsins plóg. Að apa sérhvern útlending gefst engri þjóð til lengdar vel; og illa dönskum silkisokk æ semja mun við íslenskt þorraél. Eg held samt ei í henni Vík sé hægt að nota frónska ull, því islensk flík á fólki þar eins fáséð jafnvel er og Miðdalsgull. Já, þú ert ánægt, íslandsbarn, þó ólmist él og byrgi sól, þá Góukólgan geisar ströng ef getur skolfið þú í dönskum kjól. Og þó þú skjálfír þangað til að þinn er tannlaus gómurinn, mun geta Hottentottadönn þá troðið í þig aftur læknirinn. Já, bara’ ef lúsin útlensk er ei óttast þarftu hennar bit, og kunni’ að fölna kinn og brá mun kaupmangarinn hafa danskan lit. Sneglu-Halli. Einav Þvevæingur. Níu alda minning. Árið 1024. 1 þessum mánuði eru liðin 900 ár síðan Einar þveræingur vann það verk á Alþingi sem uppi mun vera meðan ísland er bygt. Hverju einasta íslensku barni er kent að elska Einar þveræing og dást að honum fyrir það verk. Ólafur helgi leitaði ráða til þess að ná íslendingum á vald sitt. Hann bað þá að gefa sér Grímsey og fylgdu með fögur orð og fríð- indi. Horfði svo í fyrstu sem greiðlega myndi undir tekið mál konungs. En þá var Einar þveræ- ingur kvaddur til ráðs og er hann hafði lokið máli sínu, „þá var öll alþýða snúin með einu samþykki að þetta skyldi ekki fást“. En þau voru orð Einars, meðal annara að „ef landsmenn vilja halda frelsi símvþví er þeir hafa haft síðan er þetta land bygðist, þá mun sá til vera, að ljá konungi einkis fangstaðar á, hvárki um landaeign hér, né um það að gjalda héðan ákveðnar skuldir, þær er til lýðskyldu mega teljast“. Og enn gat hann þess, að ef illa færi „mun- um vér eigi það ófrelsi gera einum oss til handa, heldur bæði oss og sonum vorum, og þeirra sonum og allri ætt vorri, þeirri er þetta land byggir; og mun ánauð sú aldrei ganga eða hverfa af þessu landi“. Reynslan sýndi það síðar, hversu sönn orð Einars voru um ánauð landsins undir erlendri stjóm. Af- skifti erlendra .valdhafa og ásæln- ismanna hafa nálega undantekn- ingarlaust orðið til bölvunar fyrir Island. Sannarlega er það þess vert að þessa atburðar sé minst á 900 ára ártíð hans. Hefði ísland jafnan átt svo vitra og áhrifaríka sonu sem Einar þveræing, væri nú mjög öðruvísi umhorfs á fslandi en er. Árið 1924. Einkennilegur leikur forlaganna er það óneitanlega, að á þessu merkilega minningarári þess við- burðar, er þjóðin hratt af höndum sér ásælnistilraun útlendings, við forystu Einars þveræings, skuli hafin ný ásælnistilraun gegn fs- lendingum, með nýju sniði. Skyldi það vera heppilegt að velja slíkt minningarár til þeirrar tilraunar. Nú er það ekki útlendur konung- ur sem biður um skattgjald, eða Grímsey að gjöf. Nú eru það útlendir kaupsýslu- menn sem vilja skapa sér betri að- stöðu til þess að ríða slig á inn- lenda verslunarstétt og fram- leiðslu og í því skyni eignast þeir stjórnmálablöð og stofna til pólit- iskra áhrifa. Sá sem kunnugastur er málinu hefir borið vitni um þetta. það er „notarialiter“ staðfest. að þriðjungur af hlutafé Mbl. og ísaf. er eign alútlendra manna og sumir hinna eigendanna eru líka útlendir menn. það er játað of þeim mönnum, sem gengið hafa í þjónustu þess- ara útlendinga, að fslendingarnir hafi yfirtökin og útlendingarnir þar af leiðandi undirtökin við blaðið. Stórveldi hafa blöðin verið köll- uð og enginn er svo vitgrannur að neita þeim geysiáhrifum sem blöð- in hafa. það er leiðin sem nú á tímum r ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ 4. ELEPHANT CÍGARETTES Mest reyktar. Pást allsstaðar. Smásoluverð 55 aura pakkinn. THOPvíAS BEAR & SONS, LTD., ^LONDON.^ ^ Tilbod. j 'Hérmeð er óskað eftir tilboðum í eftirgreindar eignir tilheyrandi þrotabúum Jóns Björnssonar ftá Bæ, Jóns Björnssonar trá Svarthóli og firmans Jón Björnsson & Go. í Borgarnesi: 1. Verslunarhús ásamt vörugeymsluhúsi, íbúðarhúsi, o. fi. í Borgarnesi. 2. Ibúðarhús sama staðar. 3. Ishús sama staðar. 4. Hlaða með Qósi og hesthusi sama staðar. 5. Greymsluhus á Seleyri. 6. Vörugeymsluhús í Reykjavik. 7. Lóð í Reykjavík. Tilboð er hægt að gera hvort sem vill í allar eignirnar í einu lagi eða hverja einstaka. Allar frekari upplýsingar um eignirnar gefur undirritaður. Tilboð i eignirnar með tilgreindu verði og greiðsluskilmálum ber að stíla til min i Reykjavik, og séu þau komin mér i hendur tyrir 1. júli þ. á. Skiftaráðandinn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, 4. júní 1924. St. dunulangsson, settur. liggur til valda og áhrifa að ná valdi á blöðum. Á 9 alda afmæli þjóðræknis- verks Einars þveræings fóru út- lendir kaupsýslumenn þá leið til þess að ná völdum á íslandi. Grímsey eða Morgunblaðið. Nú vill Tíminn spyrja lesendur sína og biður þá að íhuga spurn- inguna vandlega: Hvort mundi vera hættulegra f járhags og pólitisku sjálfstæði ís- lands, að láta útlenda menn fá Grímsey til eignar, eða að líða það að þeir gefi út tvö einna stærstu blöð landsins, þau blöð sem landsstjórn íslands styðst við fyrst og fremst? Við játum einróma íslendingar: Einar þveræingur sá hið rétta, er hann neitaði iitlendingnum um Grímsey. Sjálfstæði íslands hefði staðið hætta af því. Við segjum ennfremur ein- róma: Við eigum að feta í fótspor Ein- ars þveræings og vera jafnvið- kvæmir og hann um alt sem hætta getur stafað af um sjálfstæði okk- ar í stjórnmálum eða f járhagsmál- um. Hvað mundi Einar þveræingur hafa sagt nú um Morgunblaðs- og ísaf oldar-hneikslið ? Hann áleit ánauð og frelsistjón blasa við ef Grímsey væri gefin út- lendingi. Myndi hann hafa talið það minni hættu, að útlendir menn réðu stærstu blöðum landsins — stór- veldunum sem kölluð eru — útlend- ir atvinnurekendur og kaupmenn — þar sem það er alviðurkent að innlendur atvinnurekstur og versl- un á innlendra höndum er fyrsta undirstaða sjálfstæðis hvers ein- asta lands? Islendingar svöruðu úrskurði Einars þveræings afdráttarlaust og undir eins og hann hafði talað, fyrir .900 árum síðan. því miður getum við ekki vak- ið hann upp úr gröfinni til þess að leggja og úrskurð á þetta mál. En það fer vel á því að við hugs- um málið rækilega á þessu 900 ára afmæli þessa atburðar. -----o---- íhalds-„ritstjórai*nir“. Merkur bóndi, sem staddur er í bænum, sagði í gær við ritstjóra Tímans: „Miklar dæmalausar rolur eru þessir „ritstjórar“, sem eig- endur Morgunblaðsins og Isafold- ar hafa gert út á móti ykkur“. Hann átti sannarlega kollgátuna. Hann var nýbúinn að lesa „svar“ Mbl. við greininni í síðasta tbl. Tímans, „Sekur af sjálfs dómi“. Oft hefir mönnum fundist til um þynku ,,ritstjóranna“, en aldrei eins. Vitanlega gátu þeir engu svarað, „ritstjóramir", því að ef þeir hefðu reynt, þurftu þeir að ráðast á Jón þorláksson. Dómur hans um íhaldsmenn og Ihalds- stefnu var svo eindreginn og al- mennur, að með engu móti varð fram hjá honum komist. þeir létu það því bíða að svara, þangað til J. þ. kemur heim úr utanförinni og fær leyfi hjá þeim dönsku til að svara sjálfur. — En í stað þess að svara, vitna „ritstjórarnir" í ræðu eftir Klemens Jónsson.það var gott að þeir gerðu það. 1 hinum tilfærðu ummælum talar Kl. J. um nauð- synina að efla fjárhagslegt sjálf- stæði okkar og að berjast gegn eyðsluseggjum og bruðlunarmönn- um. Alt er það hverju orði sann- ara og þessara skoðana sinna vegna gekk Kl. J. í Framsóknar- flokkinn, eina stjórnmálaflokkinn sem sýnir og sýnt hefir festu og samkvæmni um að gæta fjárhags- sjálfstæðisins og sparnaðar í hús- haldi ríkisins alment. þessari stefnu fylgdi hann .og í verki er hann í ráðherrastöðu stöðvaði op- inberar framkvæmdir í stað þess að taka lán, eins og undantekning- arlaust alt af var gert undir for- ystu Jóns Magnússonar — og hafði Kl. J. til þess óskift fylgi flokks síns. Á Morgunblaðið þakkir skyld- ar fyrir að hafa minst á þetta. — 0g er svo ekki annað eftir en að botna með þeim orðum, sem fyr- nefndur bóndi sagði til viðbótar þeim, er frá var sagt áðan: „Merki- legt er það“, sagði hann, „þegar út- lendir kaupmenn buðu fé í íslenska menn til að taka við blöðunum, þá skyldu þeir ekki geta gert betri kaup en þessi. Mér þykir vænt um það vegna þeirra mörgu greindu og stæltu manna, sem Island á. Engan þeirra gátu útlendingarnir fengið á mála“. ■■ ■ — Yfirlýsing. Út af „tilkynningu" og „yfirlýs- ingu“ í 19. tölubl. Tímans þ. á. frá Eyhreppingi og Fljótshlíðingi, sem ekki vilja kannast við Pál Stefáns- son í Reykjavík, sem sveitunga sinn, skal það hérmeð upplýst, að Páll þessi mun kenna sig við þverá í Laxárdal í þingeyjarsýslu, þótt hann hafi til þess lítinn rétt, því ætt hans er öll austur í Múla- sýslum. Jón sál. Jóakimsson á þverá tók Pál sem gustukabarn, og.ól hann upp þar til hann gat unnið fyrir sér sjálfur. En litla gleði hafði hann eða aðrir þveræingar af því góðverki, enda undi hann ekki lengi vinnumensku á þverá, eftir að hann sá, að hann gat ekki kom- ið erfingjum Jóns sál. — sem ann- ars eru honum með öllu óskyldir — burtu af föðurleifð þeirra. — Af þessu geta menn nú séð, með hverjum rétti Páll Stefánsson kennir sig við þverá í Laxárdal. I honum er ekki einn dropi af þing- eysku blóði. Laxdælingur. Umsækjendur um bæjarfógeta- embættið í Vestmannaeyjum eru þessii;: Kristján Linnet sýslumað- ur á Sauðárkróki, Bogi Brynjólfs- son sýslumaður á Blönduósi, Sig- fús M. Johnsen, Steindór Gunn- laugsson og Sigurður Sigurðsson fulltrúar í stjómarráðinu og Páll Jónsson lögfræðingur á ísafirði. Fornleifafundur. Nýlega hefir fundist í Vestmannaeyjum leg- steinn síra Jóns þorsteinssonar sálmaskálds píslarvotts, er Tyrkir drápu þar 1627. — Steinninn hefir verið fluttur til Reykjavíkur og orkar sú ráðstöfun mjög tvímælis að rýja sveitir landsins fornum menjum og flytja hingað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.