Tíminn - 14.06.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.06.1924, Blaðsíða 1
©faíbferi 09 afgreiösluma&ur tEtmans er Sigurgeir ^ti&rifsfon, Samfcan&sfyÁsinu, KeYffadf. ^ýgteifcsía C i m a n s er í Samfcanösljóstn*. ®pin baglega 9—\2 f. 1$. Sími *96- VIII. ár. Reybjarík 14. júní 1924 Aðalíundur Sambands íslenskra samvinnufélaga. %eary ELEPHANT CIGARETTES Mest reyktar. Fást allsstaðar. Smásoluverð 55 aura pakkinu. THOMAS BEAR & SONS, LTD., LONDON. 1 f ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ 4 Hvítárbakkaskólinn starfar næsta vetur, sem að undanförnu, frá veturnóttum til sumar- raála. Þessar námsgreinar eru kendar í skólanum: íslenska, danska, enska, reikningur, saga, félagsfræði, landafræði, náttúrusaga, eðlisfræði, siðfræði, söngur-, leikfimi og hannyrðir. Auk þess verður kend bók- færsla og þýska þeim er þess óska. Allur kostnaður við skólaveruna var síðastliðið ár ca. 382 kr. fyrir pilta og ca. 315 kr. fyrir stúlkur. Inntökuskilyrði eru: 1) Umsækjandi sé fulli'a 16 ára, þó getur skólastjóri veitt undan- þágu frá því, séu menn fullra 14 ára. 2) Umsækjandi hafi ófiekkað mannorð og sé ekki haídinn neinum næmum sjúkdómum. 3) Umsækjandi hafi öðlast þá rnentun, sem krafist er í fræðslu- lögunum til fullnaðarprófs. 4) Umsækjandi leggi fram skírnarvottorð og bólusetningar og yfirlýsingu frá áreiðanlegum manni um ábyrgð á greiðslu alls kostn- aðar er skólaveran hefir í för með sér. Nemendur verða sjálfir að leggja sér til rúmfatnað, liandklæði, mundlaugar, sápu cg annað slíkt, en skólinn sér þeim fyrir húsnæði (rúmstæði fylgir með dýnu), ljósi og hita. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 15. ágúst n. k. Iivítárbakka, 10. júní 1924. Gl. A. Sveinssou. Fundurinn var settur 4. þ. m. í húsi Sambandsins hér í bænum og var slitið aðfaranótt 10. þ. m. For- maður Sambandsins, Ólafur Briem frá Álfgeirsvöllum setti fundinn. Fundinn sóttu 36 kjörnir fulltrú- ar frá 31 samvinnufélagi, hvaðan- æfa að á landinu, fjórir úr stjórn Sambandsins, forstjóri þess og framkvæmdastjórar innanlands og ýmsir gestir. Eftir að kjörbréf fulltrúa höfðu verið prófuð og samþykt, var fundarstjóri kosinn Sigurður Bjarklind kaupfélagsstjóri á Húsa- vík og Jón bóndi Jónsson í Stóradal ti) vara. Fundarskrifarar voru kosnir Jónas B. Bjarnason bóndi í Litladal og Jón ívarsson kaupfé- lagsstjóri á Höfn í Hornafirði. Voru þvínæst nefndir kosnar til þess að athuga reikninga og hag Sambandsins og til að gera tillög- ur um ferðakostnað fundar- manna. Sigurður Kristinsson, forstjóri Sambandsins, lagði fram endur- skoðaða reikninga þess fyrir árið 1923 og skýrði þá með ítarlegri ræðu. Jafnframt gerði hann grein fyrir störfum Sambandsins á ár- inu, fjárhagsástæðum þess og deildanna, sem yfirleitt virtust hafa batnað á árinu. Skuldir Sam- bandsins höfðu minkað á árinu um c. 630 þús. kr., auk veðskuldar þeirrar, sem hvíldi á þeim hluta lóðar þess, er greidd var um leið og lóðin var seld. Tekjuafgangur á árinu hafði orðið c. 43 þús. kr. eftir að ýmsir eignaliðir höfðu ver ið færðir niður í verði að mun. Ræða forstjóra var þökkuð með lófataki og reikningarnir síðan samþyktir í einu hljóði eins og þeir lágu fyrir með athugasemdum endurskoðenda. Aðalsteinn Kristinsson fram- kvæmdastjóri flutti mjög ítarlegt erindi um vöruaðflutninga Sam- bandsins árið 1923. Las upp sam- andregið yfirlit um magn og verð ýmissa vörutegunda og bar sam- an við næsta ár á undan. Benti á nauðsyn þess að félagsdeildirnar og félagsmenn spöruðu sem mest kaup á óþörfum varningi. Ræða hans var þökkuð með lófa- taki. Urðu út af ræðunni og fyrir- spurn frá Jóni Jónssyni í Stóradal miklar umræður, sérstaklega um sparnað á miður nauðsynlegum vörum. Jónas Jónsson skólastjóri flutti ítarlegt erindi um starfsemi Sam- vinnuskólans síðastl. vetur, um námstilhögun, kenslukrafta, árang ur námsins og í hverju horfi hann hefði hugsað sér starfsemi skólans í nánustu framtíð. Einnig mintist hann á gagnsemi fyrirlestraferða, sem Sambandið og Sláturfélag Suðurlands höfðu látið fram- kvæma síðastl. vetur. Sýndi ræki- lega fram á, að nauðsyn bæri til að efla allskonar samvinnufræðslu. Ennfremur talaði hann um útgáfu og ritstjórn Tímarits samvinnufé- laganna og gat um nokkrar rit- gerðir sem hann hafði hugsað sér að birtust framvegis í því. Skýrsl- an var þökkuð með lófataki. Urðu síðan um málið nokkrar umræður. Var samþykt í einu hljóði tillaga frá Jóni Jónssyni í Stóradal af hálfu Sambandsstjórnar að veita heimild til að borga 1000 kr. meir til starfrækslu skólans næsta vet- ur en síðastliðinn. Jón Árnason íramkvæmdastjóri skýrði, í mjög ítarlegri ræðu frá sölu allra aðalframleiðsluvara Sambandsdeildanna, rakti nákvæm lega verðlag varanna á erlendum markaði, gat um markaðshorfur á yfirstandandi ári og hverjar vonir mætti gera sér um vöruverð. Ræðan var þökkuð með lófataki. Urðu síðan allmiklar umræður og fyrirspurnir bornar fram út af er- indinu. Eftiríarandi tillögur komu fram: Frá lngimar Eydal kennara: „Fundurinn er því fylgjandi að S. í. S. geri á næsta hausti tilraun með útflutning á lifandi dilkum og heimilar stjórninni nauðsynlegt fé til þeirrar tilraunar. Ennfremur er fundurinn því fylgjandi að gerð verði tilraun með útflutning á rosknum ám“. Tillagan var samþykt með öllum þorra atkvæða gegn 2. Frá Tryggva þórhallsyni rit- stjóra: „Aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufélaga ályktar að lýsa fullri óánægju sinni yfir þeim gerðum landsstjórnarinnar, að þá er sendur er út maður til þess að greiða íyrir um og rannsaka mark- að landbúnaðarafurða, þá skuli til þess starfs valinn faktor fyrir út- lenda verslun, en algerlega gengið fram hjá samvinnufélögunum og trúnaðarmönnum þeirra, sem und- anfarin ár hafa gert nálega alt sem gert hefir verið til umbóta á þessu sviði og eru þeim málum lang- kunnugastir“. Tillagan var samþykt í einu hljóði. þorsteinn Davíðsson, sem veitt hefir forstöðu gærurotun Sam- bandsins á Akureyri síðastliðinn vetur gaf skýrslu um þá starfsemi, sem gengið hafði vel. Var málið rætt og komu fram þessar tillögur: Frá Jóni Árnasyni framkvæmda- stjóra: „Fundurinn heimilar stjórn Sambandsins að láta reisa hús til gærurotunar á Akureyri næsta haust, sem gert er ráð fyrir að kosti um 25 þús. kr.“. Frá síra Arnóri Árnasyni: „Fundurinn ályktar að fela stjórn S. I. S. að fá leiðbeiningar hjá hr. þorsteini Davíðssyni um verkun og meðferð á gærum, og senda þær félagsdeildunum“. Báðar tillögurnar voru samþykt- ai í tinu hljóði. Reikninganefndin, sem kosin var í fundarbyrjun, gerði grein fyrir störfum sínum. Hafði kynt sér hag og horfur Sambandsins og deilda þess, eins og hann kemur fram í reikningum liðins árs, og taldi að stjórn og starfsmenn Sam- bandsins hefðu gert sér alt far um að gæta hagsmuna þess og deild- anna í öllum greinum. Nokkrar umræður urðu um mál- ið og þvínæst samþykt í einu hljóði svolátandi tillaga frá Sambands- stjórn: „Fundurinn samþykkir að yfir- færa tekjuafgang síðastliðins árs á næsta ársreikning“. Vilhjálmur þór kaupfélagsstjóri bar fram svohljóðandi tillögu, sem samþykt var í einu hljóði: „Aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufélaga lætur i ljós ánægju sína yfir hagkvæmum og góðum árangri af rekstri Sambandsins á síðastliðnu ári og vottar jafnframt framkvæmdastjórninni sitt fylsta traust og þakklæti fyrir góða stjórn á peningamálum þess, inn- kaupum erlendra vara og sölu inn- lendra afurða“. Fram kom og samþykt í einu hljóði þessi tillaga frá Jóni Jóns- syni í Stóradal: „Fundurinn vottar Kaupfélagi Eyfirðinga virðingu sína og þökk fyrir að hafa haft forgöngu um að koma á kornmölun hjá sér. Jafn- framt leyfir fundurinn sér að beina þeirri áskorun til deilda Sam- bandsins að taka til rækilegrar íhugunar hvort þær geti ekki beist fyrir aukinni kornmölun, hver á sínu sviði“. Erlingur Friðjónsson og Ólafur Metúsalemsson kaupfélagsstjórar báru fram svofelda tillögu: „Fundurinn óskar þess að Sam- bandsstjórnin haldi áfram að leið- beina Sambandsdeildunum um hagsýni og sparnað í vörukaupum, meðal annars með því að birta fræðandi greinar um þessi efni í Tímariti samvinnufélaganna og samvinnublöðunum“. Tillagan var samþykt í einu hljóði. Jón Árnason framkvæmdastjóri skýrði frá tilraunum þeim, sem Sambandið gerði síðastliðið ár með útflutning á nýju kjöti og þeim möguleikum sem á því virðast vera framvegis. Urðu miklar umræður um málið. Var kosin nefnd, er síð- ar á fundinum bar fram svohljóð- andi tillögu: „Fundurinn lýsir eindregnum áhuga sínum á að rannsakaðar séu eftir föngum söluhorfur á kældu og frystu kjöti héðan af landi. Framkvæmdastjórninni er því fal- ið að halda áfram á þessu ári rann- sóknum á söluhorfum og tilraun- um. Staðfesti sú reynsla, sem þannig fæst undanfarna reynslu, skorar fundurinn fastlega á stjóm ina að gera alt sem unt er til að beitast fyrir að koma upp sem fyrst að verða má fullkomnu frysti og kæliskipi. Ennfremur væntir fundurinn þess, að ríkisstjórnin og Eimskipafélag íslands beiti sér öt- ullega fyrir málið“. Tillagan var samþykt í einu hljóði. Fonnaður Sambandsins, Ólafur Briem, skýrði frá framkvæmdum stjórnarinnar í ýmsum þeim mál- um, sem síðasti aðalfundur vísaði til hennar. Kjöttollsmálið, gærúrot- unin, útflutningur lifandi fjár og nýs kjöts, höfðu komist til fram- kvæmdar eftir tilætlun fundarins og eins og unt hefði verið. Undir- búningur með kæli- og frystiskip væri í höndum ríkisstjórnar og Al- þingis. Samin hefði verið skipu- lagsskrá fyrir Minningarsjóð Hall- gríms Kristinssonar, sem nú biði konunglegrar staðfestingar. Að hvötum Jóns Árnasonar flutti þorvaldur Árnason erindi um ullariðnað, hvað vinna mætti úr ís- lenskri ull og hverjir gallar væru á henni. Jónas Jónsson skýrði frá hvað gerst hefði í málinu á síðasta Alþingi og bar fram ýmsar athug- anir um framkvæmd málsins. Urðu um málið miklar umræður. Formaður Sambandsins til þriggja ára var endurkosinn Ólaf- ur Briem. Varaformaður til eins árs var endurkosinn Sigurður Bjai'klind. Varastjórnarnefndarmenn til eins árs voru endurkosnir: Tryggvi þórhallsson ritstjóri og Stefán Stefánsson bóndi á Varðgjá. 24. bl&ð Endurskoðandi til eins árs var kosinn Metúsalem Stefánsson ráðunautur. Páll bóndi Hermansson á Eiðum bar fram svohljóðandi tillögu, sem samþykt var með samhljóða at- kvæðum: „Fundurinn felur stjórn Sam- bandsins að íhuga það hvort þörf sé á breytingum á ákvæðum um endurskoðun Sambandsins og leggja athuganir sínar og tillögur fyrir næsta aðalfund'. Bergsteinn Kolbeinsson bóndi í Kaupangi flutti eftirfarandi til- lögu: „Fundurinn heimilar stjórninni að styrkja samvinnu- og bænda- blöðin Tímann og Dag með fjár- framlagi þeim til viðhalds á þann hátt sem hún telur best henta“. Jón Gauti Pétursson, bóndi á Gautlöndum bar einnig fram svo- hljóðandi tillögu: „Fundurinn heimilar stjórninni að verja alt að 8000 kr. til að greiða samvinnublöðunum ritlaun fyrii' birtingu ritgerða um sam- vinnumál, svo og önnur atvinnu- og mentamál". Urðu nokkrar umræður um til- lögurnar og því næst borið undir atkvæði hvor tillagan hefði meira fylgi. Fékk tillaga Bergsteins 15 atkv., en tillaga Jóns Gauta 14 atkv. Tók Jón Gauti sína tillögu þá aftur og tillaga Bei'gsteins síð- an samþykt með samhljóða at- kvæðum. Jónas Jónsson hreyfði því, að æskilegt væri, að samvinnufélögin gætu gert bókasölu kostnaðar- minni — einkum kenslu- og fræði- bóka — en hún væri nú. Ferðakostnaðarnefnd lagði fram skýrslu um ferðakostnað fulltrú- anna, sem samþykt var með sam- hljóða atkvæðum. Fundarbók lesin og samþykt og fundi slitið. ----0---- Norskir gestir eru væntanlegir hingað til bæjarins með Merkur á mánudaginn kemui’. Eru það fimm norskir ungmennafélagar, er koma lxingað að boði Ungmennasam- bands Kj alarnessþings og verða gestir þess hér. Eru í’áðgerð ferða- lög með þá um landið. Er þess að vænta, að þeim verði hvarvetna vel fagnað. Ei’u Ungmennafélögin norsku höfuðvígi þjóðrækni í Nor- egi og í þeim hóp eru íslandsvin- irnir fjölmennastir. Látinn er 6. þ. m. síra þorsteinn Benediktsson fyrrum prestur í Landeyjaþingum. Síi’a þorsteinn var fæddur 2. ág. 1852, sonur síra Benedikts Eggertssonar er síðast varð prestur í Vatnsfirði, en bróð- ir Eggerts bónda Benediktssonar í Laugardælum. Síra þorsteinn var vandaður maður og vel látinn. Slys. Bifreið ók yfir dreng á Hvei’fisgötu í fyrradag. Meiddist drengurinn mjög bæði á fæti og höfði. Bifreiðai’stjóranum verður ekki kent urn slysið. Hann var rjettu megin á götunni og gerði það sem unt var til að verjast slysi. Hvaðanæfa að af landinu berast góðar fregnir af árferði. þótt kalt væri lengi, hefir sauðburður yfir- leitt gengið ágætlega vel og úr öll- um verstöðum berast fregnir um uppgripa afla. ----0----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.