Tíminn - 14.06.1924, Síða 3
TlMINN
95
Kvennaskólinn í Reykjavík.
Skólaárið byrjar 1. okt. n. k. og sjeu þá allar námsmeyjar mættar.
Væntanlegar námsmeyjar sendi forstöðukonu skólans sem fyrst eigin-
handarumsókn í umboði foreldra eða vandamanna. í umsóknunum skal
getið um fult nafn og heimilisfang uinsækjaijda og foreldra, og um-
sóknum fylgi bóluvottorð, ásamt kunnáttuvottorði frá kennara eða
fræðslunefnd.
Upptökuskilyrði í I. bekk eru þessi: 1) að umsækjandi sje fullra
14 ára, 2) að hún sje ekki haldin af neinum næmum kvilla, sem orðið
geti hinum námsmeyjunum skaðvænn, 3) að siðferði umsækjanda sje
óspilt.
Hússtjórnardeild skólans byrjar einnig 1. október. Námsskeiðin
verða tvö; liið fyrra frá 1. október til febrúarloka, en liið síðara ,frá
1. mars til júníloka.
Umsóknarfrestur til júlíloka. Svarað umsóknum með póstum í
ágústmánuði. Skólagjald eins og áður og greiðist það við upptöku í
skólann.
Reykjavík, 5. júní 1924.
Ingibjörg H. Bjarnason.
T óf uyrðlináa
kaupir eins og að undanförnu hæsta verði Ólafur Jónsson í Elliðaey.
Umboðsmaður í Reykjavík
Tómas Tómasson, Bergþóruéötu 4.
.W.Jacobsen&Sön
Timburverslun.
Símnefní. Granfuru.
Stofnað 1824.
Carl Lundsgade
Köbenhavn.
Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og
heila skipsfanna frá Svídjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir.
--- Eik og efni í þilfar til skipa. ■ —
eins mikið far um að verja „rétt-
trúnaðinn“ og stríða fyrir hann,
eins og bankaritarinn. Alveg ný-
lega gekk hann einn fram fyrir
sltjöldu, til þess að verja lútersku
kirkjuna......Allir vita líka, að
það er rétttrúnaðurinn lúterski,
sem hann vill verja.
Vegna þessa nefndi eg liann rétt-
trúnaðarriddara og kom ekki til
hugar, að hann mundi misskilja
það“.
Allir, sem „sjáandi“ eru og nokk-
urn veginn læsir, hljóta að skilja,
að orðin „Vegna þessa“ í upphaíi
nýs kafia eiga við allan næsta
kafla á undan, þ. e. þau einkenni
mannsins, sem þax er lýst, að hr.
A. J. heíir jaínan gert sér far um
að verja rétttrúnaðinn.
Óráðvendnin í rithættinum kem-
ur fram 1 þessu: Bankaritarinn
prentar orð mín svona upp í grein
sinni:
„En viti menn, Árni Jóhanns-
son treystist til aö ganga fram á
vígvöllinn gegn þessum Golíat
katólskrar kirkju. ... Vegna þessa
nefndi eg hann rétttrúnaðarridd-
ara“.
Hér eru feld orð úr, bæði á und-
an og eftir íyrri hluta málsgrein-
arinnar, sem breyta öliu samheng-
inu og því næst greiníiskiftin feld
bxn-tu, til þess að koma ranga
skilningnum að.
Annaðhvort stafar svona með-
ferð á orðum andstæðings af
óvenjulegum sljóleik eða hún er
bein íölsun. Og ef svo er, þá er til-
gangurinn auðsær.
paö er og gersamlega rangt hjá
útúrsnúningagj ömum andstæðing
mínum, að eg hafi hlotið að
hafa skrifað síðasta kafla greinar
minnar um Einer Nielsen hálfum
mánuði áður en hann birtist. Eg
skrifaði hvern kaflann út af fyrir
sig, 2 eða 3 dögum áður en hann
birtist. Prentsmiðjan er hér alveg
hjá mér — gatan ein á milli — og
eg skýst þangað með handritið
jafnóðum og eg lýk við það, þegar
eg' skrifa eitthvað í Tímann. Vilji
hinn guðhræddi maður rengja
þessi orð mín, geta prentararnir í
„Acta“ borið mér vitni.
Meiri tíma ætla eg mér ekki að
eyða ' í útúrsnúninga þessa ein-
kennilega verjanda rétttrúnaðar-
ins, þ. e. seytjándu aldar guðfræð-
innar lútersku. Héðan af má hann
fyrir mér tala við sjálfan sig
um „uppnefnið“ og sínar margra
alda gömlu skoðanrr, sem hann
veit þó harla lítil deili á.
Reykjavík 11. júní 1924.
Har. Níelsson.
----o---
Aðalfundur
BúnaSarsambands Suðurlands
var haldinn að pjórsártúni sunnudag-
inn 27. apríl 1924. Á fundinum voru
mættir: formaður sambandsins Guð-
mundur porbjarnarson á Stóra-Hofi
og meðstjórnendur Dagur Brynjólfs-
son og Lárus Helgason, sem varamað-
’ur í forföllum aðalmanns. þá voru og
mættir fulltrúar frá 17 búnaðarfélög-
um. Fulltrúi fyrir Árnessýslu var
mættur hroppstjóri Eggert Benedikts-
son Laugardælum og fyrir Rangár-
vallasýslu hreppstjóri Runólfur Hall-
dórsson Rauðalæk. Sömuleiðis voru
mættir 7 æfifélagar. Formaður sam-
bandsins afsakaði fyrir fundinuin að
hann væri haldinn á sunnudegi, og
skýrði frá ástæðum fyrir þvi að svo
þurfti að vera.
pá voru tekin fyrir á fundinum
þessi mál:
1. Formaður las upp reikning sam-
bandsins síðastl. ár. Hafði hann ver-
ið endurskoðaður og fundu endurskoð
endurnir ekkert við hann að athuga.
Skuldlaus eign samkvæmt eigna-
skýrslu eftir virðingu er alls krónur
8598.02. Reikningurinn var samþyktur
með öllum greiddum atlcvæðum.
2. Formaður skýrði frá starfsemi
sambandsins siðastliðið ár.
3. Formaður las upp fjárhagsáætlun
fyrir næsta ár, og jafnframt áætlun
yfir starfsemi sambandsins næsta ár.
I sambandi við plægingastarfsem-
ina kom fram svoiiljóðandi tiilaga,
scm var samþykt með öllum greidd-
um atkvæðum:
„Fundurinn ályktar að leggja niður
a næsta ári umfcrðaplægingu sam-
bandsins, en í stað þess styrkja ein-
stök búnaðarfélög til plægingastarfs
með alt að kr. 25.00 fyrir hverja
plægða og fullherfaða dagsláttu".
b. Verðlaun fyrir áburðarhirðingu
haldast sömu og áður kr. 50.00 fyrir
1 fi. áburðarhirðingu.
c. Sambandið veitir styrk tii bað-
tækja á sama liátt og síðastl. ár.
e. Sambandið útvegar mönnum
jarðyrkjuverkfæri ef þess er óskað.
f. Mælinga- og leiðbeiningastarfsem-
ii’ Iialdist í sumar sem að undan-
förnu. Allar þessar tillögur stjórnar-
innar samþyktar í einu hljóði.
4. Fóru fram kosningar á 2 aðal-
mönnum á búnaðarþing til næstu 4
ára og sömuleiðis á 2 varamönnum.
Kosningin fór fram skriflega, voru
svo atkvæðaseðlarnir látnir i umslag
og það afhent iiúnaðarmálastjóra, þar
sem Búnaðarfélagi íslands ber að lesa
úr þeim og atkvæðum frá Búnaðar-
sambandi Kjalarnessþings i samein-
ingu.
5. Sigurður Sigurðsson búnaðarmála
stjóri fiutti erindi um búnaðarfélög og
búnaðarmálastarfsemina á síðari ár-
um hér á landi.
6. Sigurður Sigurðsson ráðunautur
fiutti erindi um nautgriparæktunar-
fólögin og færði rök fyrir nytsemi
þeirra.
7. pá flutti Eyjólfur Jóhannsson for-
maður Mjólkurfélags Reykjavíkur er-
indi um niðursuðu á mjólk.
Fundarmenn þökkuðu þessum 3
ræðumönnum glöggar og góðar ræður
— öllum í einu, með þvi að standa upp.
8. Eirikur Einarsson útibússtjóri
fiutti erindi um peningamál, einkum
fjármál bænda. — í sambandi við það
komu fram svohljóðandi tillögur:
„par sem það er sýnilegt að bændur
þola ekki alment hin óhagkvæmu
lónskjör.sem þeir verða nú við að búa,
þá skorar fundurinn á lireppsnefndir
Suðurlandsundirlendis að beita séi
fyrir því við lánsstofnanirnar, að lán-
um bænda yrði komið í hagkvæmara
liorf og með betri vaxtakjörum. Telur
fundurinn hentugt að oddvitar allra
lireppsneínda kæmu saman á fund til
þess að sameina sig urn þetta mál og
felur formanni sambandsins að boða
til þess fundar". —
Tillaga þessi var samþykt i einu
hljóði.
9. pá komu fram svoliljóðandi til-
lögur:
„Fundurinn skorar á Búnaðarfélag
íslands að undirbúa og koma á stofn
sem fyrst tveim eða fleirum tilrauna-
búum hér austanfjalls, þar á meðal á
áveitusvæðunum". Samþykt í e. hlj.
„Jafnframt er skorað á Búnaðarfé-
lagið að gera ráðstafanir til aö einn
eða fleiri af ráðunautum þess, taki
sér bólfestu í sveit liér á Suðurlands-
undirlendinu“. Sömul. samþ. í e. hlj
10. í framhaldi af tillögu þeirri, sem
áður var samþykt, um að leggja nið-
ur plægingastarfsemina, ákvað fund-
urinn að hestar sambandsins yrðu
seldir í haust, en að verkfærin verði
geymd til næsta aðalfundar.
11. Útaf erindi Eyjólfs Jóhannsson-
ar var svohljóðandi tillaga samþykt
með öllum greiddum atkvæðum:
„Fundurinn samþykkir að kjósa 3ja
manna nefnd til að athuga möguleika
fyrir stofnsetningu og starfrækslu
mjólkurniðusuðuverksmiðju liér fyrir
austan fjall eða í Reykjavik, og enn-
fremur osta-, smjörs- og skyrgerðar-
liúss í fullkomnum stil. Skal nefnd
þessi starfa i samráði við nefnd þá,
er Mjólkurfélag Reykjavíkur hefir
ltosið til undirbúnings þessu máli og
þegar er tekin að starfa, eða sjálfstæð
eftir atvikum. Skorar hann ennfrem-
ur á stjórn Búnaðarfélags íslands að
tilnefna einn mann í nefndina er sé
formaður hennar".
12. í þessa nefnd voru lcosnir: por
valdur Ólafsson í Arnarbæli, Eggert
Benediktsson í Laugardælum og Guð
mundur porvarðarson í Sandvík.
13. Kaupgjaldsmál:
par sem nú er engin starfandi kaup-
gjaldsnofnd var samþykt að lcjósa 3ja
manna nefnd til þess að gera áætlun
um hvaða kaupgjald mundi verða
hæfilegt að greiða í sumar. í þá nefnd
voru kosnir: Eggert Benediktsson
hreppstjóri í Laugardælum, Guðmund-
ur porvarðarson hreppstjóri i Sand-
vík og porsteinn pórarinsson lirepp-
stjóri á Drumboddsstöðum.
14. Úr stjórninni gengur eftir hlut-
kesti Dagur Brynjólfsson og er hann
endurkosinn.
Sömuleiðis varamaður porsteinn
pórarinsson eftir hlutkesti. og er liann
endurkosinn.
1 3ja lagi voru endurkosnir endur-
skoðendurnir Gunnlaugur porsteins
son lireppstjóri Kiðjabergi og Magnús
Jónsson bóndi á Klausturhólum.
15. Sigurður Sigurðsson búnaðar
málastjóri flutti erindi um Grænland
Fundargerðin lesin upp og samþykt
Mönnum þökkuð fundarsóknin, sér-
staklega búnaðarmálastjóra, þar með
fundi slitið.
Guðmundur porbjarnarsou.
Dagur Brynjólfsson.
----O----
Einföld þjónusfa.
pað var sagt um Sunnlendinga á
Sturlungaöld að þeir „voru einfald-
ir í sinni þjónustu“ við Gissur jarl.
Má heimfæra orð þessi til lands-
stjórnarinnar núverandi að hún er
einföld í sinni þjónustu við kaup-
menn, innlenda og útlenda, og að
sama skapi fús á að sýna bændum
og samvinnufélögum þeirra lítils-
virðing eða fjandskap. Gefst sér-
stakt tilefni nú að minnast þessa.
Er það alkunnugt að síðasta
mannsaldurinn og allra helst síð-
asta áratuginn, hafa bændur sjálf-
ir, um hendur trúnaðarmanna
sinna, unnið nálega alt sem unnið
hefir verið til þess að bæta fram-
léiðsluvörur bænda, afla þeim álits
á erlendum markaði og afla þeim
nýs erlends markaðs. Sem allur
áhugi og framkvæmdir í þessu
efni hefir verið hjá samvinnufélög-
unum. Og árangurinn hefir orðið
geysimikill.
Framfarirnar um ullarverkun og
sölu eru að langsamlega mestu
leyti samvinnufélaganna verk.
Nýja verkunaraðferð á gærum
hafa þau byrjað, sem gefur bestu
vonir um góðan árangur. Nýja
verslunai*vöru hafa félögin gert úr
görnunum. Umbæturnar á salt-
kjötsmarkaðinum eru sem ein-
göngu samvinnufélögunum að
þakka, bg nú síðast hafa þau
framkvæmt stórmerkilegar til-
raunir um útflutning á lifandi fé
og kældu og frystu kjöti. Enginn
annar útflytjandi en samvinnufé-
lögin hefir einu sinni borið þetta
við.
Nú hefir Alþingi veitt fé til þess
að greiða fyrir um sölu íslenskra
afurða á erlendum markaði.
Ilvernig ráðstafar landsstjórnin
því fé, að því er snertir landbúnað-
inn? pað hefir hún sýnt alveg ný-
lega.
Landsstjórnin gengur alveg
fram hjá samvinnufélögum bænda,
eins og þau séu ekki til. Hún velur
einn af faktorum sameinuðu versl-
ananna döncku til þoss að leita fyr-
ir um markað fyrir íslenskar land-
búnaðarafurðir erlendis.
Sameinuðu verslanirnar eru, eins
og kunnugt er, síðustu stóru leif-
arnar hinnar erlendu verslunar-
kúgunar, sem öldum saman féfletti
íslendinga og hrjáð hefir þetta
land hundrað sinnum meira en öll
eldgos, drepsóttir og harðindi sam-
anlögð.
Sameinuðu verslanirnar hafa
aldrei haft áhuga fyrir öðru en
því að græða sem mest á íslend-
ingum. þótt leitað væri með log-
andi ljósi, gæti enginn maður bent
þar á neinn minsta vott áhuga eða
framkvæmda í þá átt að bæta mark
að íslenskra afurða.
, Nú er einn af þjónum þessarar
dönsku selstöðuverslunar, einn af
þingmönnum íhaldsflokksins send-
ur út fyrir alþjóðarfé til þess að
vinna að þessum málum, en sam-
vinnufélög bænda algerlega fyrir-
litin og lítilsvirt.
„Hygg að nú hve langt frændum
þínum ganga neðan kveðjurnar við
þig“, sagði Solveig húsfreyja forð-
um við Sturlu bónda sinn Sig-
hvatsson.
Hyggið að því íslenskir bændur
og samvinnumenn, hvílík sú kveðja
er sem landsstjórnin sendir ykkur
og félagsskap ykkar með þessari
aðferð.
Hyggið að því að viðurkent er
opinberlega að útlendir kaupmenn
hafa undirtökin í stóru blöðunum
sem styðja þessa sömu stjórn sem
sparkar þannig í félagsskap ykk-
ar en velur faktor fyrir útlendri
verslun að vinna að þessum mestu
velferðarmálum ykkar.
Er þetta bending um það, að
landsstjórnin ætlist til að þessir
útlendu selstöðukaupmenn og yfir-
ritstjórar íslenskra blaða verði
forsjármenn um sölu afurða ykkar
og taki við í því efni af þeim fé-
lagsskap ykkar sjálfra, sem reynst
hefir ykkur farsælastur til við-
reisnar?
það er ekki að efa kveðjuna hver
hún er, enda hefir henni þegar
verið mótmælt. Einróma lét aðal-
fundur Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga henni mótmælt, eins
og lesa má á öðrum stað í blaðinu
í dag. Fulltrúar frá 31 samvinnu-
félagi mótmæltu þessum reidda
hnefa landsstjórnarinnar gegn
bændafélögunum. þeiv hafa að baki
sér 7—8000 íslenska bændur, fé-
Iagsmenn samvinnufélaganna, sem
sendu þá fulltrúa sína á fundinn.
Um stund getur henni tekist
það landsstjórninni að storka þann
ig fjölmennustu stétt landsins og
stærsta, farsælasta og þjóðholl-
asta félagsskap landsins.
En fá eru óhóf alllangæ.
----o----
Afgr eiðsla
nokkurra þingmála.
Frh. ------
Jón þorl. lofaði kjósendum að
leggja niður heimspekisdeildina,
4—5 embætti við háskólann. þegar
til kom, rann hann af hólmi, vildi
láta meir en helming deildarinnar
lifa, og ekki leggja embætti Bjarna
frá Vogi niður fyr en hann slepti
því sjálfur. Ihaldið þurfti sem sé
að styðjast við atkvæði Bjarna
við stjórnarmyndun, og þar að auki
er það verndari allra embætta.
Björn Líndal lofaði kjósendum
sínum að spara 2 miljónir á fjár-
lögunum. En einu áhrif hans á
fjármál landsins voru að hækka
laun aðstoðarlæknisins á Isafirði
um 300 kr., úr 1500 í 1800.
Framsókn 1 Ed. beittist fyrir,
sem tilraun, að lögð yrðu niður 4
alóþörf embætti: Aðstoðarlæknir á
Isafirði, aðstoðarmaður vegamála-
stjóra, aðstoðarmaður vitamála-
stjóra og skógræktarstjóra. Ihald-
ið og Sjálfstæðið drápu þetta. Sr.
Eggert var beitt fyrir til að verja
þessa óþörfu eyðslu.
Framsókn í Nd. beittist fyrir að
leggja niður sendiherraembættið í
Khöfn. íhaldsmenn í Ed. svæfðu
frv., eftir kröfu sjálfstæðismanna.
Fækkun starfsmanna í hæsta-
rétti var gömul sparnaðartillaga
Tímans. Framsókn reyndi að
koma því í framkvæmd í fyrra, en
þá beitti J. M. sér á móti. Nú tók
J. M. hugmyndina upp. Framsókn
Studdi hann af alefli í því. Alt gekk
vel í Ed. En í Nd. snérist meiri-
hlutinn af íhaldinu á móti og alt
Sjálfstæðið. Lá við sjálft að frv.
félli. Jón Kjartansson ætlaði fyrst
að vera með frv., en fékk víst skip-
un að^vera með eyðslunni og gerði
það. Hver einasti maður í Fram-
sókn studdi sparnaðarfrumvarp
þetta, og án þess einhuga stuðn-
ings hefði sparnaður þessi aldrei
náðst.
Framsókn í Nd. bar fram frv.