Tíminn - 28.06.1924, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.06.1924, Blaðsíða 3
T í M I N N 108 Hin heimsfrægu Barratt’s baðlyl eru best og ódýrust. - %••>% i | io. Slóru oiðin eru mönuum íaus i munni við ýms tækiíæri, en verða stundum kraftlítil. pó vissu þessii' menn, að íorseti fiskiveiðafélagsins norska hafði bent tollanefndinni norsku á toil á islensku saltkjöti þegar í júni 1022, er nýju fiskiveiðalögin okkar urðu kunn í Noregi. þö vita þessir menn fulivel, að samningar um viðskif tamái ríkja í inilii geta ekki tekist á öðrum grundveiii en þeim, að gætt sé gagnkvæmra hagsmuna. Dauðasyndin var þá sú að segja það sem allir vissu, aliir liugsuðu og allir töluðu um, sem á annað borð höfðu nokkur afskifti af mál- inu. Hvorki írá mér, eða neinum öðr- um þingmanni Framsóknarflokks- ins, kom nokkru sinni íram á þingi eða utan þings, tillaga um meiri til- slakanir við Norðmenn á síldveiða- löggjöfinni en gefnar voru síðast. En við bárum íult traust til aðal- samningamanns okkar í Noregi, Sveins Fjörnssonar sendiherra, og aðstoðarmanna hans: Jóns Árna- sonar framkvæmdastjóra og Pét- urs Óiafssonar útgerðarmanns. Við vildum gefa þeim umboð sem við vissum aö óhætt var að treysta að þeir myndu ekki misnota. En und- ir engum kringumstæðum viidum við sigla málinu í strand, allra hluta vegna. Sporið var stigið þangað sem við ætluðumst til, ef þyrfti, og úrslit- in urðu þau, sem við á kusum. Við erum ánægðir. Samningamennirnir reyndust þeir, sem við bjuggumst við, og við þökkum þeim. Og í því sambandi er og rétt að minnast og þakka landa okkar í Noregi, Vilhjálmi Finsens, sem vinnur við eitt af stærstu norsku blöðunum. Ilann hefir vissulega unnið málstað okk- ar gagn. Mun Tíminn ávalt láta þann njóta sannmælis, sem vel gerir, þótt sé forn andstæðingur. Mættu úrslit þessa máls verða til þess að treysta vináttuna milli Norðmanna og Islendinga, jafn- framt því sem þau verða til mjög nauðsynlegra hagsbóta fyrir far- sælasta atvinnuveg Islendinga. Tryggvi þórhallsson. -----o----- MoroitoblaðiO skrökuar. „það er nú ekki alt satt, sem hann Sigurður bróðir minn segir“, sagði maður nokkur um bróður sinn, sem var orðlagður lygalaup- ur. Mér duttu þessi unmiæli í hug, þegar eg las greinina í Morgunbl., „Tíminn tekinn í fóstur“. Morgunblaðið segir, að sam- vinnuritstjórarnir þrír hafi borið raunar víðar, er F. J. prófessor svo berorður að Bjai’ma hefði lík lega verið hótað stefnu og hlað- inn stóryrðum, ef hann hefði skrifað svo. það er ekki gustuk að auka raunir H. N. með því að þýða greinina. Wiers-Jensen og skýrslan norska tala ýmist um „hvítt“, „gráhvítt“, „gráleitt“ eða hvítleitt „tele- plasma“. W. J. hefir og eftir E. N. þau ummæli: „Jeg tror slet ikke at telepiasmet har noget med det hinsidige at göre“ („Eg held alls ekki að útfrymið komi nokkuð öðru lífi við“). Sýnist mér það miklu skynsamlegra en full- yrðingar H. N. — Satt best að segja finst mér það ganga guð- lasti nærri, að H. N. skuli blanda Kristi eins mikið inn í þetta út- frymismál og hann gerir, með því að segja: „Ef útfrymi eða „tele- plasma“ hefði aldrei verið til, þá hefði hann aldrei getað sýnt nagla- förin í höndum sínum og aldrei getað látið Tómas þreifa á“. — Hvernig diríist hann að full- yrða annað eins? — Hvað veit hann, skammsýnn maður, hvað Kristur hefði getað gert? Vonandi skilst þorra lesanda að önnur eins í upp vandræoi sín á nýafstöðnum Sambandsfundi og fengið sam- þykta tillögu, sem heimilar stjórn Sambandsins að styrkja sam- vinnublöðin á þann hátt, sem henm þyki best henta. Hér er hallað réttu rnáli. Samvinnuritstjórarnir áttu engan þátt í því, að þessi til- laga kom fram, og jafnósatt er það, að þeir hafi borið „upp vand- ræði sín“ á fundinum. Enn fremur var það tilhæfulaust, að nefnd til- laga væri samþykt með eins at- kvæðis mun, því ekki eitt einasta atkvæði var greitt á móti henni. Morgunblaðið segir, að samvinnu- ritstjórarnir svívirði, afbaki og snúi út úr, alt upp á Sambandsins kostnað. En væri þá ekki leyfilegt að spyrja, svona í góðsemi: Upp á hvers kostnað lýgur Morgunblað- ið ? Aí’tur á móti er það mjög virð- ingarvert, að Morgunblaðið er nú alt í einu farið að sjá, að samvinnu- málin séu „einhver mestu sjálf- bjargarviðleitni íslenskra bænda“. En hvers vegna er þá Morgun- blaðið svona hrygt og reitt út af því, að bændur skuli liafa blöð þess ari mestu sjálfsbjargarviðleitní sinni til styrktar? Gæti ekki kom- ið til mála, að því fyndist, að sam vinnublöðin séu orðin óþarflega vinsæl meðal bænda og að þeir hafi Morgunblaðið út undan og láti það vera í öskustónni. Að samvinnu- blöðin séu tekin í fóstur af sam- vinnufélögunum, er alveg rétt hjá Morgunblaðinu. Bændur eru nú al- ment farnir að sjá og skilja, að þeir mega ekki án þeirra vera. þeir sjá, að samvinnublöðin eru einu blöðin í landinu, sem berjast fyrir við- reisn landbúnaðarins, jafnt í sam- vinnumálum og á hinum pólitiska leikvelli. Ekki er því að neita, að þessir unglingar hafa verið frem- ur ódælir í uppvextinum, eins og margir fjörmiklir unglingar eru, sem eitthvert efni er í, en jafnvel fóstrarnir fyrirgefa barnabrekin. það er furðu barnalegt, jafnvel af Morgunblaðinu, að halda því fram, að samvinnublöðin séu óvin- sæl meðal bænda, þegar allar deild- ir Sambandsins, 39 að tölu, sam- þyktu „aðfaranótt þess 20. júní 1924“ að gera samvinnu- og bændablöðin, Tímann og Dag, að fósturbörnum sínum. Bergsteinn Kolbeinsson Kaupangi. SögulélagiS. Tíminn hefir árlega mint á það mæta félag, en í þetta sinn er alveg sérstök ástæða til þess. Alþingi í vetur vann það óheillaverk að skera niður nokkur hundruð króna styrk til félagsins og til útgáfu einhverra merkustu heimildarrita í sögu landsins, sem félagið hefir á hendi. Allir söguelskir Islending- fullyrðing á ekki skilið annað en þögn — og meðaumkun.----------- það væri óskandi alls vegna, að H. N. bæri gæfu til, áður en það er of seint, að breyta samkvæmt samþykt fundarins í Varsjá, sem var á þessa leið, að því er haim sjálfur segir í „Morgni“: „Annað alþjóðaþing sálarrannsókna- manna andmælir því, að spiri- tisma- og sálarrannsóknunum sé ruglað svo saman, sem gert er í öllum löndum. þingið lýsir yfir því að ágiskunarkenningin (hypot- hesen) um persónulegt líf eftir dauðann sé aðeins ein af möguleg- um skýringum fyrirbrigðanna, og að á núverandi þekkingarstigi voi’u verði að líta svo á, að engin skýiv ing sé sönnuð. þingið tekur það fram af nýju, að tilraunir sálar- rannsóknanna ei’u vísindalegs eðl- is og' verða að vera óháðar öllum siðferðis- eða trúarkenningum". Sýni H. N. og samherjar hans slík hyggindi í verlci, þá er and- mælum mínum gegn starfi þeirra lokið. 24. júní 1924. S. Á. Gíslason. « O ar — og allir Islendingar eiga að vera söguelskir, blátt áfram af því að þeir eru Islendingar — þeir sem ekki eru enn gengnir í félagið, ættu nú að gera það, og bæta þannig ríkulega fyrir þetta afbrot Alþing- is. það er ekki vafi á, að áhugi fyr- ir sögu íslands og sagnaiðkunum, er nú stórum að glæðast. það er fyrst og fremst ávöxtur þess, að Bókmentafélagið og Sögufélagið hafa lagt almenningi upp í hend- ur svo mikið af hinum ágætustu heimildarritum. Ungir menn og konur eiga að láta það vera eitt af þeirra fyrstu verkum, að styðja þessi þjóðræknisíélög, með því að ganga í þau. Árlega senda þau í staðinn margar ágætar bækur sem mörg ánægjustundin verður af að lesa. — Og' nú gerir Sögufélagið alveg sérstakar ráðstafanir til þess að laða til sín nýja felags- menn. Forlagsbækur þess eru orðn- ar mjög margar. Bókhlöðuverð þeirra hefir verið 193 kr. Félagið setur verð þeirra nú niður í 122 kr. og sá er kaupir þær allar, fær þær fyrir 100 kr. En sá sem kaup- ir þær allar og gerist um leið fé- lagsmaður, fær þær allar fyrir 80 kr. Upplýsingar um bækurnar og' alt sem að félaginu lýtur, gefur af- greiðslumaður þess, Helgi Árna- son Safnahússvörður. Ólafía Jóhannsdóttir andaðist 20. þ. m. í Kristjaníu. Er þar lát- in ein merkasta kona nútíðarkyn- slóðar Islendinga. Hún var dóttir síra Jóhanns Knúts Benediktsson- ar, er prestur var á Mosfelli í Mos- fellssveit og síðar á Kálfafellsstað og konu hans Ragnheiðar Sveins- dóttur, er var systir Benedikts sýslumanns Sveinssonar, þess al- kunna þingskörungs, föður Einars skálds. Var ólafía á unga aldri lengi á vegum móðursystur sinn- ar þorbjargar Sveinsdóttur ljós- móður hér í bænum, þeirrar stór- merku og gáfuðu konu. önnur eða þriðja í röðinni íslenskra kvenna gekk Ólafía skólaveginn, þótt ekki yrði framhald á því námi. Ekki olli því gáfnaskortur, því að lipr- ari gáfur og meiri skarpleik munu fáar konur hafa átt en ólafía Jó- hannsdóttir. Mér eru þær í barns- minni frænkurnar, þorbjörg og ólafía, i litla húsinu sem enn stendur við Skólavörðustíg, ex mér fátt minnisstæðara frá þeim árum en koma til þeirra. ólafía batt sína bagga öði’um hnútum en samferða- menn. Hún fórnaði sér allri og óskiftri fyrir áhugamál sín: bind- indismálið og trúmálin. Hún var frábærlega mælsk kona og fói'n- fús, og góðgjörn með afbrigðum. Eg kom til hennar í Kristjaníu fyrir 12 árum. þá helgaði hún líf sitt því starfi að bjarga stúlkum, sem hrasað höfðu. Hún var eins og engill þeirra á meðal. Á þeim ár- um ritaði hún bók, sem varp ljóma yfir það starf hennar, en um leið sýndi bókin að ólafía hafði ágæta rithöfundarhæfileika. Á íslenska búningnum sínum, á hvaða tíma dags og nætur sem var, fór ólafía um hættulegustu götur Kristjaníu til þess að vinna mannúðarstarf sitt. Mér var sagt, að jafnvel mestu svakamennin beygðu kné fyrir „systur ólafíu". Hún var áreiðan- lega landinu sínu til sóma þar, sem annarsstáðar. Nokkur ár dvaldist hún hér heima síðar. Mér fanst hún orðin þreyttari þá. Er ekki mjög langt síðan hún hvai’f aftur til Noi’egs. það var sama, þó að mikill væri munurinn á trúmála- skoðununum, ómögulegt fanst mér annað en að bera djúpa lotn- ingu fyrir ólafíu Jóhannsdóttur og láta sér þykja vænt um hana. Veri hún í friði þess Guðs, sem hún trúði á og vildi lifa fyrir alt sitt líf. ---o---- Hollur lærdómur. Alþýðublaðið sendir Tímanum tóninn út af greininni í síðasta blaði: „Straumhvörf", og' gefur sín ar ráðleggingar. þykir Tímanum rétt að gjalda í sömu mynt. því er sem sé þannig varið, að Alþýðu- blaðið getur numið hollan lærdóm af þeim tíðindum frá nágranna- löndum okkar, sem gerð voru að umtalsefni í greininni. Bæði á Englandi og í Danmörku hafa socialistar tekið við stjórn- inni við styrk hinna fi’jálslyndu manna. En hvað er það, sem vald- ið hefir því, að socíalistar hafa náð svo miklu kjörfylgi og hafa náð nokkurri samvinnu við frjálslyndu mennina ? þeiri-i spui'ningu er auðsvai’að. Jafnaðarmennirnir á Englandi og í Danmörku eru hægfara. þeir eru alveg lausir við að vera byltinga- menn. Eingöngu með löglegum meðölum, á grundvelli þess þjóð- félagsskipulags, sem ríkir, keppa þeir að því að koma fram áhuga- málum sínum, velfei’ðamálum verkamannastéttarinnar séi’stak- lega. þeir hafa algerlega þurkað af sér kommúnistana, Bolchewick- ana, eða hvað þeir nú kallast allir þessir ákafamenn, sem telja sig vinna fyrir verkamenn, en sem hægfara jafnaðarmennirnir segja að séu verstu böðlarnir á vei’ka- mönnunum. þetta er oi’sökin til hins mikla vaxtar jafnaðai’mannaflokkanna í Danmöi’ku og Englandi. Er það ekki hollur lærdómur þetta fyrir Alþýðublaðið ? Sér það ekki leiðina þania, vilji það meta það mest að vinna verkamönnun- um á íslandi gagn? Tíminn veit það fullvel, að lang- samlega meginhluti jafnaðarmann- anna íslensku á fullkomlega sam- leið með þessum liægfai’a jafnað- armönnum í Danmörku og Eng- landi. En það verður ekki sagt um suma þá, sem hæst tala á pólitiskum fundum af hálfu jafnaðarmanna hér og mest rita í Alþýðublaðið. það er holt fyrir Alþý.ðublaðið að gei’a sér grein fyrir hvað muní valda að jafnaðarnxenn vinna svo átakanlega lítið á hér, samanborið við í Danmörku og á Englandi. Mundi það ekki vera af því, að betur eigi við íslendinga aðferðin sem þeir beita í Lundúnum og Kaupmannahöfn, en sú, sem þeir beita í Moskva. Er ekki líka senni- legt, að Islendingar séu líkari Dön- urn og Englendingum en Rússum? Sá sem gefur í’áð, á líka að kunna að þiggja. ----o---- Lítill leikur. Gerist á voi’urn dögum. I. 1 stjórnarráðinu. Ráðherrann: Eg hallaðist að þvi að kalla ykkur saman áður en eg færi, til þess að ráðgast um ferðalagið. Sá sköllótti: Tér verður skú að vei’a strammur við tessir Bolsi- vikkar tarna niður í Köbenhavn. Ráðherrann: Já, já. Kjartansen: Gott væri að fá að vita hvort þeir ætla ekki að stofna þar her, til þess að lemja á almúg- anum. Ráðherrann: Já, já. Stefánsen: Vænn væruð þér ef þér fynduð handa mér einhverja nýja alfræðiorðabók sem segir frá Frankling forseta. Ráðherrann: Já, já. Sá sköllótti: Tér átt að skamma Tíminn við mínir landsmenn, og halda eina ræðustúfur móti Bolsi- vikkarnir tarna niðri, en ekki teim á ísafjord. Ráðherrann: Já, já. Sá sköllótti: Og svo biður eg að heilsa vinur mín Berléme. Eg von- ist að honum sendir eg fáeinir greinur í blaðinu mín, því að það gengur ekki heilt vel. II. I veislusal í Kaupmannaliöfn. Margir veislugestir. Innileikans blær hvílir yfir samkomunni. Ræðuhöld eru byrjuð. Bolsivikkaforinginn: Eg leyfi mér að mæla fáein orð fyrir minni okkar elskulega stéttarbróður og vinar, Magnússens frá Islandi. Skilningur hans og samúð með jafnaðarstefnunni hér hjá oss hef- ir jafnan verið alkunn, en aldi’ei hefir hann hallast jafneindregið í þá átt sem nú, eftir að við tókurn hér við stjórninni. Skál okkar inni- lega vinar og samherja Magnús- sens. Megi hinn rauði fáni jafnan blakta yfir bát hans, hvert sem hann hallast. Við biðjum hann að bera kveðju heim til vina vorra á Sögueynni. Ráðherrann: Eg þakka! Eg þakka þann innileikans blæ sem hvílir yfir þessu samsæti. það skal vei’a mitt fyrsta verk — hum — að flytja þessa kveðju til vinanna okkar — hum — á íslandi. Sambúð mín og minna manna við Bolsi- vikkana álslandi hefir jafnan vei’ið — hum — með hinum sama inni- leikans blæ sem hér ríkir. Ávext- irnir sjást ekki síst á Isafirði. Eg bið ykkur drekka skál Bolsivikka- stefnunnar — hum — einkum þeirrar á Isafii’ði og' hér í móðui’- landinu. III. Á skrifstofu Morgunblaðsins. Sá sköllótti: Veri tér nú marg- blessaðir kominn heima. Voruð tér nú duglegar að skamma Bolsivikk- arnir. Ráðhei’rann: Hum, hum! Eg var í veislu. Sá sköllótti: Hvað sagði Bei’lé- me vinurinn mín? Ráðherrann: Hann var ekki boð- inn. það var — hum — stjórnin. En eg hélt ræðu fyrir — hum — um Bolsivikka. Margir: Gott, gott! Ráðherrann: Eg skammaði ekk- ert þá á ísafirði. Sá sköllótti: Nei, tá varst tér ágætur. En hinir hafa víst fengið á pansaranum. Ráðherrann: Hum, hum — það var ekki svo gott að eiga við það — hum, hum. þeir töluðu með svo miklurn innileikans blæ um mig. Sá sköllótti: Den var afleiter. Hárirnir vildu reisa sig' á höfðið mín, ef þær væru nokkrir til. Kjartansen: En hvernig var það með herinn? Ráðherrann: Bolsivikkarnir ráða honum eins og öðru þarna niðri. Stefánsen: Fenguð þér nokkra alfræðiorðabók um Frankling for- seta? Ráðlxerrann: Eg leitaði urn alt, en það var ekki til. Og eins var það um hinai' fjólurnar sem þér voruð að sírna um. því verður ekki við bjargað. Sá sköllótti: Tetta hefir skú ver- ið einn afleiter ferðareisa. Grein- arnar frá Berléme eru eini resul- taturinn. Ráðherrann: það er auma lífið þetta — hum. Tómar skammir þegar eg kem heim og enga krossa fékk eg þai’. Eg hallast að því að fara ekki í nýja ferð fyrst um sinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.