Tíminn - 05.07.1924, Qupperneq 4
108
T 1 M I N N
HAVNEMOLLEN
KAUPMANNAH0FN
mælir með sínu alviðurkenda rúgmjöli og’ hveiti.
Meiri vöruéæði ófáanleg.
S.I.S. slkzlftir ein.g-öixg-u. -við olcjcu.i’.
Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum.
Alfa-
Laval
skilvindur
reynast best.
Pantanir annast kaupfé-
lög' út um land, og’
Samband ísL samviélaga.
Til taupfélaga!
H.f. Smjörlikisgerðin í Reykjavík er stofnuð í
þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega
jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir.
Eflið íslenskan iðnað.
Biðjið um ,Smára‘-smjöiiíkið.
H.f. Eimskipafélag Islands.
Aukafundur.
Á aðalfundi félagsins 28. f. m. voru samþyktar ýmsar breytingar
á félagslögunum. Með því að eigi voru eigendur eða umboðsmenn fyr-
ir svo mikið hlutafé á fundinum, að nægði til lagabreytinga samkvæmt
15. gr. félagslaganna, verður samkvæmt sömu grein haldinn auka-
fundur í félaginu laugardaginn 15. nóvember þ. á. í Kaupþingsalnum
í liúsi íélagsins í Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 1 e. h.
Dagskrá:
Breytíngar á félagslögunum.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar
að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á
skrifstofu félagsins í Reykjavík dagana 13. og 14. nóvember 1924.
Reykjavík, 1. júlí 1924.
Stjórn H.f. Eimskipafélags Islands.
4. Samþykt var að ve.ita Héraðssam-
bandi Dalamanna inntöku í U. M F. í.,
þó að formleg inntökubeiðni væri ekki
fyrir hendi.
5. þorsteinn þorsteinsson héraðsfull-
trúi Eyfirðinga lagði fram eftirfarandi
tillögur:
a. Héraðsþing U. M. F. E. skorar á
sambandsþing U. M. F. í. að beita sér
fyrir því, að skógarleifar í Leynings-
hólum í Eyjafirði verði friðaðar hið
fyrsta.
b. Héraðsþing U. M. F. E. lítur svo á,
að það hafi mikla þýðingu fyrir skóg-
ræktarmálin, að ungmennafélagar
ákveði skógræktardag, en telur málið
ekki enn nógu vel undirbúið til þess,
að félögunum verði gert þetta að
skyldu.
Eftir nokkrar umræður var tillögum
þessum vísað til skógræktarnefndar.
6. Ari Guðmundsson, héraðsfulltrúi
Borgfirðinga, hvatti til þess að U M.
F. í. ynni að söfnun örnefna á ísiandi.
Samþ. var að kjósa þriggja manna
nefnd til að athuga það mál.
7. þorst. þorsteinsson lagði fram til-
lögur starfsmálanefndar:
a. þingið heimilar stjóminni fé úr
sambandssjóði til þess að senda
íþróttakennara til Héraðssambands
Austur-Húnvetninga. Kenni hann þar
á iþróttanámsskeiði, sem Húnvetning-
ar ætla að halda næsta vetur. Jafn-
framt mælir nefndin með, að þau Hér-
aðssambönd, sem ekki hafa enn fengið
styrk úr sambandssjóði til íþiótta-
náms, verði framvegis látin sitja fyrii
öðrum.
þingið skorar á sambandsstjórn að
leita samvinnu við í. S. í. um að koma
é íþróttanámsskeiði í Rvík svo fljótt
sem auðið verður, ef sæmileg þáítcaka
fæst frá Héraðssamböndunum, og
heimilar til þess fé úr sambandssjóði.
c. Sambandsþing U. M. F. f. lítur svo
á, að efling íslenskrar heimaiðju sé
eitt hið allra þýðingarmesta atriði til
hags og umbóta í íslensku þjóðlífi.
Sambandsþingið felur því væntanlegri
sambandsstjórn að gera alt, sem hægt
verður, til þess að efla heimilisiðnað,
bæði innan félaga og utan. Treystir
sambandið þvi, að um þetta mál verði
ritað í Skinfaxa, til þess að glæða
áhuga þjóðarinnar fyrir þessu mikla
velferðarmáli. Starfsmenn sambands-
ins flytji fyrirlestra um iðnaðarmál og
hvetji ungmennafélaga til þess að
halda námsskeið í ýmsum iðnaðar-
greinum. Sambandsstjórn beiti sér
fyrir þvi, að þau félög, sem skara fram
úr við heimilisiðnaðarstörf, fái styrk
af því fé, sem veitt er úr ríkissjóði til
Heimilisiðnaðarfélags íslands.
d. þingið samþykkir að sambands-
stjórn U. M. F. í. ráði starfsmann fyr-
ir sambandið. Hafi hann á hendi
helstu störf sambandsins, svo sem rit-
stjóm „Skinfaxa", ferðist meðal ung-
mennafélaga, flytji fyrirlestra og ann-
ist aðrar þær framkvæmdir, er hon-
um kunna að verða faldar með erind-
isbréfi. Ennfremur skorar þingið á
sambandsstjóm að efla sem mesi út-
breiðslu félagsskaparins.
Allar þessar tillögur starfsmálanefnd
ar voru samþyktar.
8. Jón Guðmundsson héraðsfulltrúi
Borgfirðinga flutti tillögu merkis-
nefndar:
þingið skorar é væntanlega sam-
bandsstjórn að hún láti gera merki
handa U. M. F. í., og sé gerðin þessi:
Hvítur kross í bláum feldi með hvít-
um stöfum U. M. F. í., sinn á hvorum
reit. Stærð merkisins sé 2 cm. á lengd
og 1,5 cm. á breidd. — Tillaga þessi
var samþykt.
9. Aðalsteinn Sigmundsson flutti eft-
irfarandi tillögur skógræktarneíndar:
a. þingið samþykkir að fenginn sé
maður til þess að dvelja í þrastaskógi
yfir þann tíma, sem þar er mest von
ferðafólks. Skal hann gæta skógarins,
vinna að grisjun og lagfæra girðingar.
Kostnaður við þetta greiðist af því fé,
sem skóginum kann að áskotnasl og
úr sambandssjóði það sem til vantar.
b. þingið felur væntanlegri sam-
bandsstjórn að róa að þvi öllum ár-
um, þeim er hún hefir ráð á, að frið-
aðar verði fornar skógarleifar í Leyn-
ingshólum og víðar. Skal hún enga
eftirgangsmuni spara við skógræktar-
stjóra né alþingi um þetta mál.
Eftir nokkrar umræður voru tillögur
þessar samþyktar.
þingið taldi æskilegt. að samin \æri
reglugerð um meðferð skógarins og
fengin samþykt af stjórnarráðinu. Enn-
fremur var skorað á fulltrúa að hvetja
ungmennafélög til þess að hefja fjár-
söfnun fyrir skóginn.
10. Guðm. frá Mosdal flutti nefnd-
arálit laganefndar. Urðu allítarlegar
umræður um lögin og samþyktar
nokkrar breytingar á þeim, meðal ann-
ars að kjósa þriggja manna sam-
bandsstjórn í stað fimm, sem setið
hafa í stjórninni síðastliðið kjörtima-
bil. Ákveðið var að iáta fjölrita lögin
og senda nokkur eintök af þeim til
héraðssambandanna.
11. þingið samþykti að gefa út blað-
ið „Skinfaxa" fram að næstu áramót-
um, með sama hætti og verið hefir,
en breyta því svo í ársfjórðurgsrit.
Skal hvert félag innan sambands U.
M. F. í. kaupa jafnmörg eintök af rit-
inu og félagsmenn eru margir. Breyt-
ing þessi var gerð til þess að fræða
þjóðina svo ítarlega sem auðið er um
ungmennafélagsstarfsemi og útbreiða
félagsskapinn sem víðast, og með þess-
um hætti verður Skinfaxi svo ódýr, að
engum er ofvaxið að kaupa hann.
12. þingið taldi æskilegt, að ung-
mennafélagar ynnu að söfnun ömefna
og leituðu aðstoðar Fornleifaféiagsins
um það mál.
13. Vilhjálmur þór flutti nefndarálit
íjárhagsnefndar. Fylgdi því fjárhags-
áætlun fyrir sambandið um næstu þrjú
ár. Langar umræður urðu um fjármál-
in og lauk þeim með því, að tillögur
nefndarinnar voru samþyktar breyt-
ingalaust.
14. Rætt var um, að nauðsyn bæri til
að safna öllum þeim gögnum, sem
hægt yrði að fá, um ungmennafélags-
starfsemi hér á landi og vinna að því,
að gefið yrði út minningarrit, þá er
elstu félögin em 25 ára. Líklegt þótti,
að rit þetta mundi hafa nokkra þýð-
ingu fyrir menningarsögu þjóðarmnar
og verða ungmennafélögum að góðu
liði.
15. Forseti talaði um siðbótarmál,
einkum bindindi. Lagði hann fram eft-
irfarandi tillögu, sem var samþykt,-
Sambandsþfng U. M. F. f. lítur svo
á, að nú um tíma sé afturíör hjá ís-
lensku þjóðinni í bann- og bindindis-
málum, einkum vegna Spánarvínsins.
Telur þingið þetta þjóðarógæfu og
heitir á hvern ungmennafélaga að
duga sem best til varnar og viðreisnar.
16. Kosnir voru í sambandsstjórn U.
M. F. í.: Sambandsstjóri Kristján Karls
son bankaritari á Akureyri, ritari Guð-
mundur frá Mosdal kennari á ísafirði,
féhirðir Sigurður Greipsson glimu-
maður. Varastjóm: Forseti þorsteinn
þorsteinsson, Akureyri. Ritari Björn
Guðmundsson frá Núpi. Féhirðir Sig-
urjón Sigurðsson frá Kálfholti.
17. Forseti mælti vel valin kveðju-
orð til norsku ungmennafélag.anna,
sem sátu á þinginu. Bredsvold rústjóri
svaraði og þakkaði fyrir hönd Norð-
mannanna. Að þvi búnu flutti forseti
skilnaðarræðu og sagði þinginu slitið.
----0-----
Ljóðaþýðingar Steingríms. Axel
Thorsteinsson, sonur Steingríms,
er byrjaður á nýrri útgáfu ljóða
hans. Er fyrsta heftið komið út og
eru þar þýðingar erlendra ljóða,
tæpar 100 síður, í fremur Jitlu
broti. Mynd er framan við af
Steingrími áttræðum. Annað heft-
ið á að koma út í haust, og með því
lokið I. bindi. Verður í því safn
alþýðlegra kvæða. En í II. bindi
verða kvæðaflokkar. Frágangur
bókarinnar er góður. Áskrifendur
fá bókina lægra verði en aðrir.
„Retourneres“. Austan úr sýsl-
um berst sú fregn að bændum þyki
vart lengur fulltryggilegt að rita
„endursendist“ á blaðastrangana
sem kaupmennimir eru að senda
þeim. Ef ísafold á í hlut þykir a.
m. k. vissara að skrifa „retourner-
es“ — til þess að eigendurnir skilji.
„1918 viðurkendu Danir, af fús-
um og frjálsum vilja, fullveldi ís-
lensku þjóðarinnar“, segir Morgun-
blaðið í morgun og það er rétt, það
sem það nær. Frjálslyndu mennim-
ir og jafnaðarmennimir gerðu
það, stjórnmálaflokkar þeir, sem
Morgunblaðið ofsækir dag út og
dag inn eftir sinni vesölu getu. En
Ihaldsmennirnir dönsku, skoðana-
bræður Morg-unblaðsins, gerðu alt
sem þeir gátu málstað íslendinga
til bölvunar, og vai- þar framarla
í flokki Berléme stórkaupmaður,
einn af eigendum Morgunblaðsins.
Enn leiða menn getur að því út
um land, hvað verða muni um
vesalingana við Morgunblaðið, þeg-
ar þeir, von bráðar, verði látnir
fara úr vistinni. Ein síðasta tilgát-
an er sú, að rætast muni á þeim
orð porsteins Erlingssonar:
„Danskurinn hefir handa þein.
hlandforir sem að aldrei þrjcta".
Heimsflugið. Crumrine liðsfor-
ingi, sá er hér var á ferð í fyrra
haust, er nú aftur á leið hingað til
lands, til þess að leggja síðustu
hönd á undirbúning undir komu
flugmanna Bandaríkjahersins hing
að, á leið þeirra kring um hnött-
inn.
Látinn er á Siglufirði H. Hen-
riksen síldarútgerðarmaður, einn
hinn athafnamesti í þeirri grein
Norðmannanna, sem hér hafa sest
að.
Morgunblaðið flytur í morgun
mikið lof um Sig. Nordal. En fyrir
fáum vikum var það nálega gert
að flokksmáli í íhaldinu að reka
Nordal af landi burt.
Gunnar Viðar, sonur Indriða
Einarssonar skálds hefir lokið
prófi í hagfræði og stjórnfræði við
Kaupmannahafnarháskóla, með
hárri fyrstu einkunn.
Margir spyrja um, hvað muni
verða ofaná um sölu Morgunblaðs-
ins. pætti gott að losna við suma.
Ekki getur Tíminn fullyrt um hver
verði endanlegu úrslitin, en eftir
H.f. Jón Sigmundsson & Co.
Áhersla lögð á
ábyggileg viðskifti.
Millur, svuntuspennur
og belti
ávalt fyrirliggjandi.
Sent með póstkröfu
um alt land.
Jón Sigmundsson gullsmiður.
Sími 383. — Laugaveg 8.
LJÓÐ.
Eftir
Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti
2. útgáfa, aukin.
Bóksalar snúi sér til Jóns Siglivats-
sonar bóksaia í Vestmunnaeyjum.
Jörðin Stuðlai'
í Norðfirði í Suður-Múlasýslu fæst
keypt, laus til ábúðar nú þegar, í
haust eða að vori, hæg og nytja-
góð til lands og sjávar, vel hýst og
um hirt. Búíénaður fæst einnig,
þar landvanur, ef bráðlega er sam-
ið. J-.ysthafendur snúi sér til eig-
andans, Sigurðar Finnbogasonar
bónda á Stuðlum. Björn hreppstj.
í Graiarholti gefur og upplýsingar.
bestu heimild mun mega fullyrða,
að sá umtalaði ungi mentamaður
muni ekki vilja gefa hátt verð fyr-
ir blaðið, jafnvel að hann vilji ekki
sjá það nema ókeypis. Er sagt að
Berléme hafi verið símuð þau L oð,
en svar sé ókomið.
Atkvæðagreiðsla fór fram um
það á Isafirði, hvort þar skyldi
skipa sérstakan borgarstjóra
Sögðu 245 já en 221 nei, en þrjó
fimtu atkvæða þurfti til að fram
næði að ganga.
Ásgeir Ásgeirsson alþm. fór með
Esju um miðja viku til þess að
halda leiðarþing með kjósendum
sínum í Vestur-ísaf j arðarsýslu,
Morgunblaðið telur vera „meira
af álappaskap" í Tímanum, þegar
í meira lagi er þar af aðsendum
greinum. „Takker for Compliment"
mundi Berléme segja.
Sumarbæra. það má kalla Al-
þýðublaðið sumarbæru, að því
leyti, að árásir þess á Framsókn-
arflokkinn og Tímann hefjast helst
á sumrin. Munu margir minnast
sumarherferðar þess í fyrra. Nú er
önnur haíin. Og ekki er verið að
hafa yfir, því að nokkru fyr á
sumri er kálfi nú kastað. — Hjá
Mogga Berlémes, • vesaling, er
styttra milli kasta, þau eru þetta
3—4 á viku. En um báða þessa að-
ila gildir sama: að altaf ber eitt-
hvað öfugt að. — Tímanum kemur
þetta alls ekki kynlega fyrir, að
vera þannig staddur milli tveggja
elda: íhaldsins og jafnaðarmensk-
unnar. þetta er sú aðstaða, sem
frjálslyndir Framsóknarmenn eiga
við að búa í öllum þingræðislónd-
um. Vitanlega verður sama ofan á
hér.
Páll Jónsson í Einarsnesi og
kona hans hafa orðið fyrir þeirri
þungu sorg að missa yngri son
sinn Baldvin.
Islandsbanki. Ákveðið var á ný-
afstöðnum aðalfundi hans að
greiða hluthöfum 5% í ársarð.
Mislingarnir. Enn hefir maður
veikst af mislingum og verið ein-
angraður.
Síra Friðrik Friðriksson er aft-
ur kominn heim úr Lundúnaför, á
80 ára afmælishátíð K. F. U. M.
Ritetjóri: Tryggvi þórhallsson.
Prentflmiðjan Acta h/f.