Tíminn - 12.07.1924, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.07.1924, Blaðsíða 2
110 T I M I N N Veitefni Vaitýs. Grein mín „Áveitufræðingurinn" í 25. tbl. Tímans hefir ekki orðið árangurslaus. Hún hefir dregið Valtý „áveitufræðing" á eyrunum fram úr fylgsni yfirdrepsskapar- ins. I Mbl. 29. júní síðastl. leggur hann af sér klæðin, gengur nakinn fram fyrir þjóð sína og gerir kunnugt um sinn góða tilgang og sitt ekki smáa verkefni. Hann segir: „Eg hefi í bili hætt að mestu við búnaðarstörf, þó það sé ekki gert að gamni sínu, að snúa frá þeim undirbúningi, sem eg hefi reynt að afla mér í 12 ár. Hver er orsök þessa? kunna margir að spyrja, og það er eðli- legt, að svo sé spurt. Orsakir þessa verða aðallega raktar til starfsemi J. J. —“. Af niðurlagi greinarinnar má svo ráða, að það, sem hefir knúð manninn til þessara miklu um- skifta á lífi sínu, er nauðsyn sú, er hann telur vera á því, að ná fyr- ir rætur og eyða öllum áhrifum J. J. á íslenska bændamenningu. Hann sér þegar í anda ríkulegan ávöxt iðju sinnar, því hann segir: „Og þeim mun fjölga, sem sjá, að þá er bændum landsins unninn mestur greiði, ef arfaflækja Hriflumanns verður upprætt úr ákri íslenskrar bændastéttar og bændamenningar". Og hann væntir þess, að „Val- týsfjólurnar“ komi „að þeim not- um, sem áður er á minst við pólit- isku útförina — sem fer að nálg- ast“. „Að henni lokinni tek eg til minna fyrri starfa“.*) það er ánægjulegur sigurhreimur í þess- ari niðurstöðu. það má þegar sjá yfirburðamanninn ganga stiltum skrefum, með öryggi í fasi og ró- lega, fasta andlitsdrætti frá því að sjá um pólitiska útför Jónasar Jónssonar alþingismanns. Eftir að hann er búinn að uppræta alt starf Jónasar í þjóðfélaginu, má gera ráð fyrir, að hann snúi aftur til sinna fyrri starfa, neyti 12 ára undir- búnings og breiði blessun gróðrar- ins yfir sveitir landsins. það verð- ur aðeins lítilsháttar frátöf fyrir þennan einstaka vitmann og af- burðamarxn þjóðarinnar, að kom- ast fyrir ræturnar á störfum Jón- asar og áhrifum. Hann þarf ein- ungis að drepa Framsóknarflokk- inn í landinu, bæði samvinnublöð- in, samvinnuskólann. Til trygging- *) Leturbreyting mín. Höf. norwrj Islaá Forsætisráðherra Noregs reifar kjöttollsmálið í Stórþinginu. Hinn 20. f. m. birtist símskeyti í áreiðanlegasta Kaupmannahafn- arblaðinu, „Berlingske Tidende", um síðustu meðferð kjöttollsmáls- ins í Stórþinginu norska. Skeytið er dagsett í Kristjaníu 19. f. m. og hljóðar svo: „I fundarlokin á Stórþinginu í dag skýrði Berge forsætisráð- herra frá því, að samningarnir við Island hefðu leitt til þessara úr- slita: 1. þeir menn, sem eiga norskar fiskiveiðastöðvar á fslandi, fá leyfi til að halda þeim rekstri áfram, meðan helst lækkun norska kjöt- tollsins á íslenskt sauðakjöt. 2. Verður séð um að skip sæti sömu meðferð í hinum ýmsu höfn- um um gjöld til ríkissjóðs. 3. Skipagjöld skulu ekki greidd þótt skip leggist við akkeri í land- helgi, ef ekki er haft samband við land. 4. Full skipagjöld þarf ekki að borga, ef hafnar er leitað í neyð. 5. Leyft er að nota síldarbátana til flutninga á höfn. P.WJacobssn&Sðn Timburwerslun. Símnefni. Granfuru. Stofnað 1824. Carl Lundsgade Köbenhavn. Afgreiðum frá Kaupmannahöfn b'æði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarma frá Svídjóð. — Sís og umboðssalar armast pantanir. ........ Eik og efni í þilfar til skipa. ................ íþróttanámsskeið verður haldið hér í Reykjavík, frá 1. nóv. n. k. til 1. - apríl 1925. Námsgreinar eru þessar: Fimleikar, sund, glím- ur, hlaup, stökk, köst, knattleikar, heilsufræði og Muilersæfingar Kenslan verður bæði munnleg og verkleg og sérstök áhersla lögð á að gera nemendurna liæfa til að kenna. Að minsta kosti 20 menn verða að gefa sig fram á námsskeiðið. Kenslugjald er 100 krónur, fyrir allan tímann. Þeir íþróttarnenn, sem sendir eru frá félögum innan í. S. í. ganga íyrir öðrum umsækjendum. Umsóknir ásamt ábyrgð tveggja manna fyrir öllum greiðslum við námsskeiðið séu komnar eigi síðar en 15. sept. til forstöðumanns Mullersskólans í Rvík, hr. Jóns Þorsteinssonar, lTá Hofstöðum, sem veitir námsskeiðinu forstöðu. Hann útvegar nemendum einnig fæði og húsnæði, ef þess er óskað. Stjóm Ijþróttasambands Islands. ar því, að Jónas gangi ekki pólit- iskt aftur, verður óhjákvæmilegt fyrir Valtýr að ganga einnig af Samb. ísl. samvinnufélaga dauðu, úr því að Sambandsfundurinn síð- asti var svo einstaklega slysinn að veita störfum Jónasar þá viður- kenningu og þann stuðning, sem kunnugt er um. En þó að öll þessi verkefni til samans kunni að sýn- ast nokkuð stórvaxin, getur Valtý tæplega munað mikið um hvern einstakan lið. Og þegar því er lok- ið, tekur hann aftur til sinna fyrri starfa. Mörgum kann að þykja það raunalegt að þessi ungi efnismað- ur skuli, eftir 12 ára nám, ekki geta gengið hiklaust að gróðrarstarfinu, heldur þurfa að hafa þessar frá- tafir að morkunverkum. En „jafn- an ber til hverrar sögu nokkuð“ og sagnariturum síðari alda mun þykja þessar morguntafir manns- ins merkilegur þáttur í æfisögu hans. Er síst að furða, þó Valtýr láti sér hugkvæmast að Jónas frá Hriflu sé þegar tekinn að óttast sinn pólitiska banamann og skrifi undir dulnefni, er hann yrði á Val- tý, og láti greinar sínar ekki birt- ast fyr en hann sé kominn áf landi burt! Nú er eigi annað að gera fyrir þjóðina en að bíða átekta. Oft hef- ir henni virst, er Jónas hefir feng- ist við illvíga andstæðinga, að hann vera nokkuð harðhentur og hand- rasíur. það er því ekki ólíklegt, að margir vænti þess, að fjörbrot Jón- asar í höndunum á Valtý Stefáns- syni verði dálítið söguleg. Og breitt verður brosið á Feng- er og hátt hlær Berléme við Eyr- arsund, þegar fjólukrans Valtýs á hið pólitiska leiði Jónasar frá Hriflu er fullgerður. Aðkomumaður. ----o---- Kúgararnir á Italíu. Mikið hefir verið skrifað um rússnesku byltinguna, en að mun minna um hina sem gerð var úr gagnstæðri átt á Ítalíu. En þar hafa nú þau tíðindi gerst sem mikil eru orðin og varpa ljósi yf- ir hvernig ástandið er. Við styrk auðmannanna kom Mussolini sér upp vopnuðum sveitum hvítliða, er hann nefndi Fascista. Efldist svo að lokum, að honum tókst að fremja stjórn- lagarof, steypti af stóli, með vopn- uðum hersveitum löglegri stjórn 6. Ef lagt er hald á skip, og það vill ekki ganga að sekt, heldur bíða dóms, má gefa skipið laust þegar, gegn veði, í stað hins að það verði haft í haldi uns dómur er fallinn. í sambandi við þessar sérstöku ívilnanir, sagði ráðherrann, ber að líta á hið almenna loforð um, að einnig í framtíðinni verði ákvæði hinnar íslensku löggjafar skýrð og framkvæmd á lipran og elskulegan hátt gagnvart Norðmönnum“. því næst hafi ráðherrann borið fram tillöguna um lækkun á kjöt- tollinum, sem nákvæmlega hefir verið skýrt frá hér í blaðinu. Og loks endar símskeytið með þess- um orðum: „Forsætisráðherrann bætti því við, að með þessu hefði Noregur sýnt velvilja nákominni þjóð og hann vonaðist til, að verslunarsam- böndin milli landanna mundu hér eftir glæðast og þróast“. „Tidens Tegn“ gefur út sérstakt blað um málið. þess hefir áður verið getið hér í blaðinu, að stórblaðið norska „Tidens Tegn“ hefir jafnan sýnt okkur Islendingum hinn mesta vin- arhug í kjöttollsmálinu og talið sér það næsta miklu skifta að sem best væri sambúðin milli frænd- þjóðanna, og að samningar tækj- ust í kjöttollsmálinu. landsins, settist sjálfur í sætið með áhangendum sínum, og lét ganga milli bols og höfuðs á öll- um sem í móti mæltu. þótt mann- drápin yrðu ekki eins mikil og í Rússlandi, mátti þó svo að orði kveða að Ítalía flyti í blóði. Til málamynda gerði hann það síðar að búa stjórn sinni til lög- legan grundvöll á að standa. Hann kúgaði þingið til að sam- þykkja kosningalög sem trygðu flokki hans meiri hluta við kosn- ingai' og situr nú í því traustinu. En fyrir mánuði síðan bar við sá atburður sem lætur alt riða undir honum. Einn af helstu þing- mönnum og foringjum jaínaðar- mannanna, Matteotti, hvarf alt í einu, með undarlegum hætti. það sannaðist síðar að hann hafði verið myrtur og hræðilega leikinn. Og grunurinn féll á suma helstu styrktarmenn Mussolinis að þeir væru valdir að verkinu. Langt er frá að þetta sé fyrsta ofbeldisverkið sem Fascistar hafa framið á þingmönnum og öðrum. Matteotti sjálfur hefir meir að Rúmri viku eftir að forsætisráð- herrann norski reifaði málið í Stórþinginu, eins og að framan segir, og eftir að málið var end- anlega afgreitt, gaf „Tidens Tegn“ út sérstakt blað þessa tilefnis að samningar höfðu tekist, og helgaði umræðum um málið og um sam- búð Noregs og íslands yfirleitt. Sigurður Nofdal prófessor og Fredrik Paasche prófessor í Krist- janíu, hinn alkunni íslandsvinur, rita þar hvor um sig rækilega grein um hið andlega samband milli Is- lands og Noregs, af miklum skiln- ingi og góðum frændsemishug. Forsætisráðherrar Islands og Noregs taka þar báðir til máls, stuttlega. Fjöldi norskra manna, einkum þeirra, er viðskifti hafa við ísland, láta í ljós skoðun sína á úrslitum kjöttollsmálsins og fram- tíðarviðskiftum landanna í milli. Og loks koma ummæli frá mörg- um Islendingum öðrum: formanni verslunarráðsins, Garðari Gísla- syni, Jens B. Waage bankastjóra íslandsbanka, Sigurði Sigurðssyni búnaðarmálastjóra, Jóni Baldvins- syni formanni Alþýðusambands Is- lands og ritstjóra Tímans. Er blað þetta prýðilega úr garði gert. Fylgir mynd af öllum fram- angreindum mönnum, samninga- mönnunum af Noregs hálfu og Is- lands og af ýmsum stöðum á Is- segja fyr orðið fyrir árásum þeirra, þótt sloppið hafi lifandi þangað til nú, og fjölmarga aðra leiðtoga jafnaðarmanna hafa þeir drepið. En aðstaðan er sú nú, að ómögulegt er að kasta sökinni á einhvern einstakan æsingamann í Fascistahópnum. Böndin berast að nánustu samverkamönnum Mussolinis. það virðist augljóst að stjórnarflokkurinn sem heild beri ábyrgð þessa hryðjuverks. Og margt fleira fréttist, þótt að vísu hafi verið sett mjög hörð ritskoð- un á Ítalíu. það er sagt að einn helsti trúnaðarmaður Mussolinis, sem við verk þetta vaf riðinn, sé jafnframt orðinn uppvís að því, að hafa haft stórkostlegar tekjur af fjárhættuspilakránum og speku lationum í steinolíu og annar sem eins stendur á um hafi notað að- stöðu sína til þess að þröngva fé út úr mönnum í stórum stýl. — Almenningi á Ítalíu er að verða það ljóst að ýmislegt afskaplega rotið fær að þróast í næði í skjóli Mussolini-stj órnarinnar. það er ekki séð fyrir endann á landi. Vilhjálmur Finsen er með- ritstjóri blaðsins. En það skiftir mestu hve ein- huga öll ummælin hníga í þá átt að efla viðskifti og samstarf milli Noregs og Islands. Engum vafa er það undirorpið, að þessi góðu úrslit kjöttollsmáls- ins hafa mjög greitt fyrir góðu samstarfi milli landanna, og þau spá einnig góðu um að svo megi og verða í framtíðinni. þessi sér- staka blaðútgáfa sýnir glögglega hug Norðmanna í okkar garð. „Á þröskuldi nýrrar aldar“. Fi-emst í þessu umgetna blaði er ritstjórnargrein eftir ritstjóra „Tidens Tegn“, doktor Rolf Thommessen. þykir rétt að birta í orðréttri þýðingu þá vinarkveðju, sem hann sendir íslendingum. Yf- irskrift greinarinnar er sem að of- an segir: „Á þröskuldi nýrrar ald- ar“. „það er vegna hins nýgerða samnings milli Noregs og íslands, um niðurfærslu á tollinum á söltu sauðakjöti hjá okkur og um ákveðnar ívilnanir fyrir fiskiveið- ar okkar við ísland, sem vér gefum út þetta sérstaka tölublað. Or ein- stöku áttum hefir verið fundið að samningnum, bæði hér og á Is- landi, en hann hefir átt öruggu fylgi að fagna hjá öllum þorra al- máli þessu. Má vera að meira þurfi til, um að skifta um stjórn- arfar á Ítalíu. En þær stjórnir, sem ekki hvíla á löglegum þing- ræðisgrundvelli, og það gerir stjórn Mussolinis alls ekki, þær eiga meira á hættunni. Sá sem fremur byltingu á jafnan gagn- byltinguna yfir höfði sér. Og sá er byltingu fremur, og bætir ekki hag þjóðar sinnar, fær yfir sig þungan sögunnar dóm. Tilviljun er það ekki, að það er í tveim mjög miður mentuðu löndum Norðurálfunnar, Ítalíu og Rússlandi, sem tekist hefir um hríð að halda uppi byltingastjóm. Sú fyrri studd af auðvaldi, hin síðari af öreigum. Mentuð þjóð þolir ekki þá blóðugu atburði sem jafnan fylgja í slóð slíkrar bylt- ingar, og þá margháttuðu spill- ingu sem langoftast eða altaf, fær að þróast í skjóli slíks stjómar- fars. I bili hefir Mussolini tekist að lægja öldurnar eitthvað, sem risu af hinu hryllilega morði Matte- ottis, hann hefir breytt um menn í stjórn sinni, og heitið á minni- hlutann að styðja sig. En hversu lengi það tekst að stjórna með ofbeldi, það er óráðin gáta enn. Frá útlöndum. Roald Amundsen heimsskauta- fari er hættur við hina margum- töluðu heimsskautsferð sína. Ber því við, að hann hafi ekki getað fengið nægilegt fé. — Morðmál í Chicago vekur af- armikið umtal í Bandaríkjunum. Tveir synir miljónamærings eins þar í borginni myrtu stallbróður sinn. Hafa játað á sig glæpinn og gert þá eina grein fyrir, að það hefði verið skemtilegur leikur og þá hefði langað til að vekja á sér eftirtekt. — Enn er ekki lokið þrælasölu í heiminum. Ber einkum á að svert- ingjar eru seldir mansali til Ara- íiu. Hefir enska stjórnin alveg ný- lega sent flotadeild til Rauðahafs til þess að reyna að binda enda á þessa verslun. — I langflestum löndum Norð- urálfunnar vinna frjálslyndir menn á meir og meir, eins og frá hefir verið skýrt hér í blaðinu. þýska- land er helsta undantekningin. þar eru keisarasinnar að færast í auk- ana. Er eitt til marks um það, auk hinna nýlega afstöðnu kosninga, að mennings. Og það að verðleikum — því með honum hafa þessar ná- skyldu þjóðir í fyrsta sinn, um langt árabil, nálgast hvor aðra op- inberlega. Róm var ekki reist á ein- um degi og má vera að nokkur stund líði enn uns knýtt eru á ný öll þau bönd, sem fyr knýttu í menningu og fjármálum. En vér erum sannfærðir um, að kjöttolls- samningurinn er upphaf nýrrar tíðar: vináttu, samvinnu og trausts milli Noregs og íslands. þeir í hóp beggja aðila, sem telja sig ekki hafa fengið nóg, mega ekki gleyma því, að það sem mestu skifti var, að endurvekja tilfinninguna fyrir frændsemi og gagnkvæmum hags- munum — þá kemur hitt af sjálfu sér með tíð og tíma. Vér sendum vináttu og þakkar- arkveðju til frændþjóðarinnar gömlu. Island og Færeyjar standa Noregi nær en nokkurt annað land. Svíþjóð og Danmörk standa okkur nærri, en engin bein áhrif hafa þau ríki haft á þróun þjóðlífs okkar — þau hafa þvert á móti, er mikið var í húfi í sögu okkar, staðið í gegn þjóðlegri þróun okkar. En Is- land er bygt frá okkar landi, öld- um saman var það sameinað Nor- egi og býr við þau kjör, sem eru í nánu samræmi við þau kjör og þá möguleika til að lifa, sem og eru víða í okkar landi. öll skilyrði höf-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.