Tíminn - 19.07.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.07.1924, Blaðsíða 1
©Jaíbferi 05 afgrctfcslim’a&ur Cimans er 51gurgeit ^ritrifsfon, Sambanös^ésinu, RcYÍjauif. ^fgteifcsía tímans ct f Sambanös^ástnu ©pin fcaglega 9—\2 f. 1). Sfmi 49«. YIII. ár. Reykjayík 19. júlí 1924 29. blað föears’ ELEPHANT CIGARETTES Mest reyktar. Pást allsstaðar. Smásoluverð 60 aura pakkinu. THOMAS BEAR & SONS, LTD. LONDON. 1 5 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Smá'SÖluvex'd má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir: IR/ & y Is: t ó "fc> a. Ik:. Virginia Birdseye (Bears).......Kr. 12.10 pr. 1 lbs. Golden Birdseye — — 15.55 pr. 1 — Virlcenor —....................— 16.70 pr. 1 — Abdulla Mixtura (Abdulla).........— 23.60 pr. 1 — Saylor Boy (G. Philips)...........— 13.25 pr. 1 — King of the Blue (G. Philips).....— 17.85 pr. 1 — Feinr. Shag (J. Gruno)............— 17.25 pr. 1 kg. Golden Bell — — 19.55 pr. 1 _ Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingakostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. liandsverslun íslands. Biðjið um: „Columbns Brand“. Besta niðursoðna mjólkin danska. S. í. S. annast pantanir Príieot Éjjórnl? Eg sá það fyrir að þær skoðan- ir, sem fram komu í ræðu minni, þeirri, sem birt er í Tímanum 17. f. m., myndu láta illa í eyrum sumra manna, og kom það fram þegar á þinginu, úr hóp tryggustu forsvarsmanna bankanna. Og nú hefir Morgunblaðið verið látið æpa heróp frá þeim herbúðum. Fer rit- stjórinn þar fram — sennilega rit- stjóramir báðir, kaupmannafull- trúinn og bændaveiðarinn — í skjóli fjármálaráðherra. Leggja ritstjóramir til skæting og rang- færslur, — það þarf ekki mikla menn til þess, — en fjármálaráðh. rökvísina. Fjórði maður hefir þó lagt lið, sá sem ort hefir hina djúp- hugsuðu þingvísu, er þeir hafa fyr- ir texta ritstjórarnir. það er lík- lega hirðskáld útgáfufélagsins, því ólíklegt er að ætla, að ritstjórarn- ir séu svo vel hagmæltir, að þeir hafi getað gert hana sjálfir hjálp- arlaust, annarhvor eða báðir í fé- lagi, eftir þeirri orðfimi að dæma, sem kunn er orðin af ritstjórn þeirra. En — eruð þið nú vissir um það, ritstjórar góðir, að Fenger og Berléme skilji vísuna? Ritstjórarnir fara nær ekkert út fyrir texta sinn, vísuna, en mikið iáta þeir yfir sér, sem von er, þar sem þeir hafa jafntrausta bak- hjarla, vísuhöfundinn og fjármála- ráðherrann. þeir telja það vafasamt, rit- stjórarnir, að eg skilji sjálfan mig, og vafalaust telja þeir, að rit- stjóri Tímans skilji mig ekki. Aft- ur á móti ber ekki á öðru en að fjármálaráðherrann hafi skilið mig. — Gagnvart þessu vil eg að- eins benda ritstjórunum á það, sem allir aðrir en þeir munu skilja, að það er enginn fullnægjandi mæli- kvarði á, hvað er skiljanlegt eða hvað aðrir skilja, hvað þeir skilja sjálfir, eða þeir, sem stjórna penna þeirra. Og svo spyrja þeir, ritstjórarn- ir, eins og námfúsir drengir, um það, sem þeir skilja ekki, og ber það vott um meiri námfýsi en skilningsþroska. Spuming þeirra er á þá leið, hvað hugsanlegt sé að gera, ef ísl. króna félli niður fyrir hálfvirði og hætt yrði að verðsetja hana. það, að hætta eða neita að skrá seðlagildið neðan við hálfvirði, það þýðir það, að neita bönkunum um leyfi til að slá meira undan skuld- bindingum sínum en orðið er. það er að setja bönkunum lágmark um fall seðlanna. Til viðskifta við út- lönd yrði þá að nota vörurnar sjálfar, og ávísun á þær, að því leyti sem þörf væri lánstrausts, þegar vörur væru ekki til, eða eitt- hvert það lánstr&ust, sem minni annmörkum væri háð að nota en lánstraust ísl. bankanna. Afleið- ingin af því yrði sú, að lánstraust yrði minna notað til viðskifta við útlönd og ekki nema til þess, sem bráðnauðsynlegt væri. Eftir þeirri kenningu fjármálaráðh., að bönk- unum væri það hagur, ef gengið stigi, þá ætti bönkunum að vera það ljúft og auðvelt að stöðva gengishrunið, því ekki munu þeir slá hendi á móti hag sínum. Að vísu er sú kenning fjármálaráðh. röng, en hann og ritstjórarnir verða að taka afleiðingunum af því, sem þeir halda fram. Fram- haldandi gengisfall er sama og vax- andi dýrtíð í landinu: hækkandi vöruverð og þar af leiðandi hækk- andi kaupkröfur allra þeirra, sem vinna fyrir kaupi (embættismanna og opinberra starfsmanna, verka- fólks í kaupstöðum, verslunarstétt- arinnar og þjóna hennar, verka- fólks við beina framleiðslu til sjós og sveita o. s. frv.). það er um að ræða hagsmuni bankanna eða hags muni ríkisins, m. a. hvort öll skuldasúpan við útlönd á að halda áfram að hækka um miljónir í ísl. krónum vegna lækkandi gengis. 1 stuttu máli sagt, það er um það að ræða, hvort á að setja ofar hags- muni þjóðarinnar eða hagsmuni bankanna. Ástæður þær, sem eg færði fyrir máli mínu, kalla ritstjórarnir blekkingar og öðrum — þeim munntömum — orðum, og reyna að blekkja sjálfa sig og aðra með því að rangfæra þær og burðast svo við að svara þeim að því litla leyti. sem þeir gera tilraun til að svara nokkrum málsatriðum. Eg þarf ekki annað en að vísa til þeirra eig- in ritsmíða til að sanna þetta. Lesi menn klausu þeirra um gengistap bankanna fyrir verslunina. þeir byrja með að tilfæra orð mín nokkurn veginn rjett, að verslunin sé að sumu leyti óþörf — jafnvel skaðleg —, en enda eins og eg hefði sagt að öll verslun væri óþörf og skaðleg og að verslunarstéttin væri braskarar. Sjálfir hafa þeii- fundið upp braskaranafnið; það var ekki í mínu máli 1 þessu sambandi. Eðlis- ávísun hefir sennilega lagt þeim þetta orð í munn, og mun eg láta afskiftalaust, hvaða nafn þeir velja þeim, sem með þann hluta verslunarinnar fara, sem réttmætt er að segja um, að sé að sumu leyti óþörf og jafnvel skaðleg. þá eru ritstjórarnir að barma sér yfir því, að geta ekki heft mál- frelsið og ritfrelsið í landinu. þarna brýst fram gremja þeirra yfir því, að sá fagri draumur, sem þ. G. lýsti, að útgáfufélagið hefði dreymt, að ná yfirráðum yfir þjóð, þingi og landsstjóm og kveða nið- ur andstöðublöðin, hefir ekki að fullu ræst ennþá. það liggur að vísu við, að þeir hafi yfirráðin í þinginu, og sennilega er lands- stjórnin þeim ekki óþæg, en and- stöðublöðin tóra enn, og á meðan er þeirra sigur ekki fullkominn. óneitanlega kæmi þeim vel að geta heft málfrelsið og ritfrelsið í land- inu, til að koma hugsjónum sínum fram að fullu, en ef til vill er þá nú farið að óra fyrir því, að það kunni að verða þeim „örðugasti hjallinn“. Loks spyrja ritstjórarnir í barns legri einfeldni, til hvers ræðan hafi verið flutt og birt í Tíman- um. það skal eg segja þeim. Hún var flutt og birt í Tímanum til að vekja umræður og umhugsun um gengismálið, og að því leyti hafa þeir og fjármálaráðherra gert mér greiða, að þeir hafa runnið á agnið og gefið þar með ástæðu til frekari umræðu um málið. Eg læt nú ritstjórana eiga sig og sný mér að ræðubroti fjármálaráð- herrans, því þar er að finna aðal- mótmælarökin, og þar er þó við mann að eiga. Orð mín um gengisskráninguna hefir hann ekki rétt eftir. Eg sagði að hvergi nema hér á landi myndi vera talið eðlilegt og rétt að geng- isskráningin sé í höndum þeirra einna, sem með gjaldmiðilsverslun- ina fara, íhlutunar- og eftirlits- laust. Hann kveður mig hafa sagt, að hvergi nema hér á landi væri geng- isskráningin í höndum þeirra, sem versla með gjaldmiðilinn. Og svo talar hann, eins og eg hefði sagt það, sem hann hefir eftir mér. Reyndar skiftir þessi orðamunur ekki ákaflega miklu máli. En til svars upp á fyrirspurn hans get eg vísað til skýrslu Jóns Laxdals stórkaupm. til stjórnarinnar, um það, hvernig gengisskráningu er fyrir komið í nálægum löndum. Og það læt eg nægja um þetta atriði. Næst talar hann um lággengi seðlanna og „fátækrastyrkinn“ til íslandsbanka. Getur hann sér þess til — sennilega til að eiga greiðara til svars —, að eg virðist ekkert lággengi sjá, nema lággengi seðl- anna. því næst fræðir hann um það, að það séu ekki aðeins banka- seðlar, sem lækka við lággengið, heldur og allar skuldir og allar kröfur, sem taldar eru í krónum þess lands, sem við lággengið býr. Jæja, það skiftir engu máli í þessu sambandi, hvort eg hefi séð annað en verðfall seðlanna, eða alt það, sem fjármálaráðh. sér. Eg hafði enga ástæðu til að tala jafn- fræðilega og fjármálaráðh. gerir um það, hvað vítt lággengið nær, og eg tel það engu máli skifta, hvort hann eða aðrir álíta mig hafa séð þar meira eða minna. Hitt er aðalatriðið, að verðfall seðlanna er orsök verðfalls allra umræddra krafa og skulda, af því að kröfu- og skuldaeigendur eru skyldir til að taka þessa „föllnu“ seðla til greiðslu þeirra. Um leið og seðl- arnir hækkuðu eða kæmust í gull- gildi, jafnskjótt gerðu allar skuld- ir og skuldakröfur, sem greiddar væru með þeim, það einnig. þá talar ráðherrann um gróða og tap bankanna af gengisfallinu, og telur þá skoðun mína, að bankarn- ir — sérstaklega íslandsbanki — græði óbeint á falli seðlanna, „ákaflega mikla fjarstæðu" og höfuðvilluna í máli mínu. Rök- leiðsla hans gegn þessu er „ákaf- lega“ lítilsverð, og virðist vera nær því að sanna en ósanna mitt mál. Hann viðurkennir, að gengis- lækkun seðlanna, tekin út af fyrir sig, væri hagur fyrir Islandsbanka, ef honum væri leyft að nota gull- forða sinn til að leysa þá inn, en það sé honum meinað með lögum. 1 átum svo vera. En honum er ekki meinað að taka lán erlendis til að leysa þá inn, og það yrði honum þó aldrei dýrara en gull. Og ef seðl- arnir féllu niður í 0 — þ. e. yrðu verðlausir —, þá þyrfti bankinn hvorki gull né erl. lán til að leysa þá inn. Auðvitað er það meinlegt fyrir bankann að geta ekki heimt inn þær kröfur, sem hann á útistand- andi fyrir seðlalán sín með gull- gildi, jafnframt því, sem hann fær helmingsafslátt á sínum eigin skuldbindingum (seðlunum). Af þessum sökum er það, að bankan- um verður seðlafallið ekki beinn gróði að svo stöddu, heldur aðeins sem fátækrastyrkur. Eins og fá- tækrastyrkþeginn safnar ekki fé þótt honum sé veittur framfærslu- styrkur — nema styrkurinn sé það ríflegur, að hann geti lagt nokkuð af honum til hliðar —, eins verð- ur það — af fyrgreindum ástæð- um — ekki beinn gróði bankans þótt honum sé gefinn afsláttur af seðlunum, nema hann sé svo mikill, að hann safni fé, t. d. í varasjóð eða til að greiða eigendum sínum arð, eða hann hafi fjárráð til að verðlauna óhæfa bankastjóra, eða launa fráfarna, og annað þess hátt- ar. Menn munu fara nærri um, hvort nokkuð af þessu á sér stað, eða hefir átt sér stað. — En þó að þurfamaðurinn safni ekki fé, þá heldur hann þó lífinu, og þó að bankinn græddi ekkert fé á seðla- fallinu, þá heldur hann þó fyrir það sömuleiðis lífinu. Ef styrkur- inn hefði ekki verið veittur, þá væri þurfamaðurinn dauður og bankinn gjaldþrota. En jafnt er framlag þeirra, sem styrkinn leggja til, þótt beinn gróði hinna sé enginn, sem styrksins njóta. Og huggað get eg vemdara og velunn- ara bankans með því, að það er ekki vonlaust, að þær kröfur, sem bankinn á útistandandi,þegar hann verður búinn að leysa inn alla seðla sína, stigi í verði, og þá kemur beinn gróði, a. m. k. mun verða að innleysa þær með einhverjum öðr- um verðmiðli en íslandsbanka- seðlum. Nú, en ef sú skoðun fjánnála- ráðherrans væri rétt, að það væri hagur fyrir bankann að gengið stigi, á meðan hann er að leysa inn seðlana, hvað hamlar honum þá að ákveða hærra gengi á seðlum sín- um ? Er það það, að hann sé að slá hendinni á móti gróða sínum? Um gengishlutfallið við dönsku krónuna þarf eg ekki að ræða, því íjármálaráðherra viðurkendi þá ástæðu, sem eg færði fram fyrir því, þótt hann telji þar einnig fleiri ástæður, enda erfitt að neita því þvert ofan í játningu bankastjór- anna. það virðist vera mótsögn í þeim ummælum fjármálaráðh., er hann segir annarsvegar, að bankanum sé það hagur, að seðlagildið sé sem hæst, en hinsvegar að bankarnir hafi tapað á að halda uppi hærra gengi ísl. krónu fyrri hluta árs- ins, en verða myndi eftir framboði og eftirspurn. Svo fer jafnan þeg- ar haldið er fram röngum máls- stað, þá verður annað slagið að grípa til rangra raka til að verja hann. 1 þessu sambandi er vert að gera sér það ljóst, hvað það eiginlega er, sem kölluð er íslensk króna. Hér er ekki að ræða um nema þessa tvo banka okkar, og ekki getur heitið að nema annar þeirra sé seðlabanki. Um framboð á innlend- um gjaldmiðli fyrir erlendan, né um gjaldmiðil til innanlandsvið- skifta, er því. ekki að ræða — svo heitið geti —, nema seðla aðal- seðlabankans, sem er íslandsbanki. eins og allir vita. Og matið á gild' ísl. pappírskrónunnar er þess vegna eiginlega aðeins mat á traustleik bankanna, aðallega seðlabankans. það væri því réttara að tala um Islandsbankakrónur heldur en um íslenska krónu. Loks segir fjármálaráðh., að þeir sem vilja að ákvörðun seðla- gildisins fari eftir annari reglu en framboði og eftirspurn, þeir verði að hafa það hugfast, að erlenda gjaldmiðlinum verði ekki þrýst niður nema með hafta- og þving- unarráðstöfunum. Mér þykir vænt um að hafa feng ið þessa játningu ráðherrans, að það sé þó hægt að þrýsta erlenda gjaldmiðlinum niður á þennan hátt. Hélt eg, að ráðherrann teldi ekki þörf á að minna mig á það sérstaklega. Sá var einmitt einn tilgangurinn með innflutnings- haftafrumvarpinu, að minka þörf- ina, og þar með eftirspumina, á erlendum gjaldmiðli. Að síðustu vil eg taka það fram til að fyrirbyggja misskilning, að í umræðunum um þetta mál alt er nokkur ruglingur á því, hvernig notuð eru orðin gjaldmiðill og gjaldeýrir. Mynt landanna — og sú mynt, sem nú á dögum er nær ein- göngu notuð, er seðlar — er rétt að kalla gjaldmiðil (þ. e. verðmið- il), en vörumar sjálfar er sá eig- inlegi gjaldeyrir. 21. júní 1924. Halldór Stefánsson. ----o----- Norsku söngmennimir frá Osló komu til Reykjavíkur 14. júlí. Var þeim tekið með mikilli viðhöfn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.