Tíminn - 19.07.1924, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.07.1924, Blaðsíða 2
114 I T 1 M I N N JJeir sungu fjórum sinnum og í hið fimta sinni úti, á tröppum Menta- skólans. Bæjarstjómin bauð þeim til pingvaUa þ. 16. og um kveldið lögðu þeir á stað heim aftur til Noregs. Fólki þótti mikið koma til söngs þeirra, og þeir létu hið besta yfir viðtökunum. Áður en þeir fóru, gáfu þeir 2000 krónur til fá- tækra í Reykjavík, og sýndu með því, að þeir hafa ekki ætlað sér að græða fé á ferðinni hingað til lands. ----o--- Mjólk og smjðr. pekking manna miðar oft ekki jafnt áfram; stendur stundum í stað í ýmsum greinum, en tekur svo stór skref, og eykst stórkost- lega á skömmum tíma. pannig er því varið um rannsóknir á fæð- unni. Stutt er síðan menn einblíndu á hitagildi eða næringargildi mat- arins; þekkingin á tilveru og nauðsyn bætiefnanna (vitamin) er fárra ára gömul. Torveld er rannsókn á þessum efnum; til- gangslaust er að fá efnafræðing í hendur einhverja fæðutegund og biðja hann að ákveða bætiefnin. Efnasamsetning þeirra er enn óþekt. Efni þessi þekkjast aðal- lega vegna þess, að menn og skepn- ur sýkjast ef bætiefnin vantar í fæðuna, eða eru þar í of litlum mæli; ennfremur eru mjög notaðar tilraunir á dýrum við þessar rann- sóknir. þannig hefir mönnum tek- ist að greina í sundur ýmsar teg- undir bætiefna. Eitt hið mikilsverðasta þeirra er í nýmjólk, smjöri, eggjarauðu og lýsi, og nefnist A-efnið; vanti þetta efni í matinn, kemur það einkan- lega hart niður á börnum og ung- lingum. Börnin verða veikluð og framfaralítil, veil fyrir brjósti og magaveik; komist veikin á hátt stig, fá þau augnveiki og geta mist sjónina. Stórfelda reynslu í þessu efni hefir danska þjóðin fengið; senni- lega framleiðir engin þjóð, að til- tölu við fólksfjölda, meira smjör en Danir, enda er það aðal-útflutn- ingsvara landsins. Fáar þjóðir munu því birgari að bætiefnum en þeir. En sá hængur er á, að fram- leiðslan er ekki ætluð börnum landsins, nema að litlu leyti. Árin fyrir ófriðinn mikla fór nýmjólkur- og smjörneysla landsmanna þverr- andi og árin 1915—1916 varð hún, vegna hins afarháa verðs, ekki nema hálf á við það sem áður var. Samfara þessu varð sífelt meira um bamasjúkdóma sem orsakast af bætiefnaskorti, og árið 1916 fengu 78 börn í Danmörku alvar- legan augnsjúkdóm af þessari ástæðu; rúmlega fjórði hluti þeirra urðu alblind, en flest mistu sjón að einhverju leyti. þegar hér var komið, stöðvaðist að mestu útflutningur danskra bús afurða til Bretlands vegna stríðs- ins; verðið féll og mjólkur- og smjömeysla landsmanna varð tvö- föld eða þreföld á við það sem áð- ur var. Jafnframt urðu þau um- skifti, að sárafá börn tóku áður- nefndan sjúkdóm. Árið 1919 veikt- ust aðeins 4 böm. Samræminu í þessu efni veittu menn ekki at- hygli þá, og höfðu til skamms tíma ekki skilning á, af hvaða orsök bömin mistu heilsuna; síðar hefir málið verið rannsakað af dönskum og sænskum læknum; hefir komið í Ijós, að sjúkdóminn má stöðva með því að gefa bömunum ný- mjólk, smjör eða lýsi. Svo ágæt reynsla hefir fengist af þorskalýsi, að sænski læknirinn próf. W i d- m a r k, sem nýlega hefir ritað um þetta mál í enska læknaritið The Lancet, telur að heilsu dönsku þjóðarinnar ætti ekki að vera hætta búin, þótt allar mjólkuraf- urðir landsins væru útfluttar, ef í stað þeirra kæmu 350 smálestir af lýsi. Ýmsar tegundir feitmetis geta vel haft sama næringar- eða hita- gildi, en þó verið misjafnlega rík- ar að bætiefnum. Smjörlíki og smjör hafa svipað næringargildi, en smjörlíki er ýmist bætiefnalaust eða svo fátækt af þeim, að það get- ur ekki að því leyti komið í stað smjörs. Sama er um svínafeiti; í tólg er og lítið af bætiefnum. Eina viðbitið, sem getur jafnast í holl- ustu á við smjör, er bræðingur, vegna lýsisins. Vafalítið hefir bræðingurinn oft bjargað heilsu ýmsra íslendinga á erfiðum tím- um og ættu þeir ekki að hætta við þann góða þróttgjafa; hann hefir þann ókost, að bragðið fellur illa þeim, sem ekki hafa alist upp við það. En bræðingur er jafn hollur gróandasmjöri, þótt miklu sé hann ódýrari. Bændur, sem greiðan markað hafa fyrir mjólkurafurðir sínar, freistast til að selja rjómaxm en nota undanrenning handa heimilis- fólkinu; kunnugt er og, að smjör- líki er farið að flytjast í ríkum mæli út um einstöku sveitir. Mötu- neyti á heimavistarskólum keppast um að hafa fæðið sem ódýrast, og mun það m. a. hafa verið gert á einstöku stað með því að drekka undanrenning í stað nýmjólkur, en nota smjörlíki í stað smjörs. Vafa- laust hefir þetta ekki góð áhrif á heilsu og líðan nemendanna, þótt ekki fái þeir þá eiginlegu sjúk- dóma, sem vöntun á bætiefnum veldur. pó er slíkt fæði ekki var- hugavert, ef það er bætt upp með lýsi. Náttúran segir oft vel til um þarfir líkamans. Nýlega komu hing að til lækninga 5 systkini utan af landi; elsta barnið er 12 ára, en það yngsta 4 ára. Nýmjólk fengu þessi börn aldrei heima hjá sér, né smjör; aðalviðurværið á þessu fátæka heimili var brauð með smjörlíki og kaffi; ennfremur soðning án jarðepla. Bömin voru fálleit, ekki mjög mögur, en slöpp. þeim var fyrirskipað lýsi og öll þessi 5 börn voru þegar ótrúlega sclgin í það; var sem þau hefðu aldrei bragðað annan eins goða- drykk. Fæði barnanna var þannig, að þau hafa liðið bætiefna-hung- ur, og sagði smekkurinn vel til um, hvað líkamann vantaði. Sveitabörn eru að jafnaði sæl legri en kaupstaðabörn; vafalítið má þakka það nýmjólkinni og smjörinu. Varhugavert er fyrir bændur að unna ekki sér og sínum þessa matar, þótt dýr sé. Heilsan er dýrkeyptari, ef hún bilar. í kaupstöðum, þar sem mjólkur- skortur er, eða fjárhagur of þröng- ur til mjólkurkaupa, getur lýsi komið í staðinn. Er best að nota venjulegt sjálfrunnið eða gufu- brætt lýsi; kryddlýsi er kraft- minna og dýrara. Ekki er ástæða til þess að neyða stórum skamti of- an í börnin ef þeim fellur það illa. Gunnlaugur Claessen. ----o---- í grasgarði Valtýs. Síðan Valtýr gekk opinberlega á mála hjá þeim „dönsku“, hafa margar fáránlegar ritsmíðar drop- ið úr penna hans í ,danska Mogga'. En vegna þess, hve maðurinn er sljór í hugsun og klaufalegur í rit- hætti, nenna fæstir að lesa rit- smíðar hans, enda jafnan erfitt að skilja hvað maðurinn meinar. Einhver fáránlegasti hugsana- grauturinn, sem sést hefir frá rit- stjóranum, er grein sem heitir „pólitísk verslun“. í fyrsta kaflan- um er því lýst mjög átakanlega, hve búskapur bænda sé í aumu ásigkomulagi og því kent urn, að bændur leggi fé sitt í kaupfélögin. Skyldi maður því ætla, að „áveitu- fræðingurinn“ teldi kaupfélögin bændunum enga heillaþúfu, en svo er ekki, því í næsta kafla er kaup- félögunum hælt á hvert reipi. Verður síðar reynt að kryfja þenn- an kafla greinarinnar nánar. 1 síðasta kaflanum kemur „áveitufræðingurinn“ fram sem verndari þeirra bænda, sem versla HAVNEMOLLEN KAUPMANNAH0FN mælir með sínu alviðurkenda rúgmjöli og hveiti. Meiri vöruáæði ófáanleg. S.X.S. slciftir eingöiigu "við cfkfkm-r. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. A|s Bergens Skillingsbank Bergen Stofnaður 185 7. Veitir viðtöku inn ánsfé með sparisjóðskjörum, 6 mánaða uppsagnarfresti og folio. Umsetur erendan gjaldeyri. Annast innheimtur innan lands og utan og öll venjuleg — — — — — — bankastörf. — — — — — - B. A. E. í kaupfélögunum. Telur hann þeim voðalega hættu búna af þeim mönnum, sem fara með fjármál þeirra. Er þessi kafli skrifaður mjög í anda „Verslunarólags“ Björns Kristjánssonar, en af held- ur meiri fáfræði og miklu meiri yfirdrepskap og óskammfeilni, sem vænta má af manni,sem hlaup- ist hefir úr flokki fyrv. skoðana- bræðra og samherja fyrir lítilfjör- lega fémútu. þessi klausa er í áður- nefndum greinarkafla: „Menn.sem svona láta, hafa nú sölsað undig sig fjárráð mikils hluta bændanna og verða efnalitlir bændur að fylgja þeim“ o. s. frv. Eftir því litla efnissamhengi, sem finna má í þessari ritsmíð, get- ur ritstjórinn hér ekki átt við aðra en þá, sem nú eða áður hafa farið með fjárráð Sambandsins. Nú hafa alls aðeins átta menn haft með höndum fjárreiður Sambandsins síðan það tók til starfa. Til hægð- arauka fyrir Valtý skulu þessir menn nefndir. þeir eru: Pétur sál. Jónsson frá Gautlöndum, fyrv, form., Hallgrímur sál. Kristinsson, fyrv. forstjóri, Ólafur Briem, nú- verandi formaður, Sigurður Krist- insson, núv. forstjóri, Aðalsteinn Kristinsson, Jón Árnason, Guð- mundur Vilhjálmsson og Oddur Rafnar. Fjórir þeir síðasttöldu eru nú framkvæmdastjórar Sambands- ins, sumir erlendis og sumir hér heima. Tíminn skorar nú á Valtý, að hann tilgreini, hverir af þessum mönnum hafi misbeitt umráða- rétti sínum yfir fé kaupfélags- manna, sem hann gefur í skyn í hinum tilvitnuðu orðum og víðar í áðumefndri Morgunblaðsgrein. Er þar engum öðrum til að dreifa, því þessir menn einir hafa fjárráð fyr- ir Sambandið. Valtýr þekkir þá alla persónulega, svo það ætti að vera auðvelt fyrir hann að benda á sökudólgana. Takist honum þetta, getur hann talið sig hafa unnið þarft verk og þakklátt, með því að gefa kaupfélögunum kost á að taka fjárráð Sambandsins af þeim, sem sekir eru, og fá aðra hæfari menn í þeirra stað. En svari Valtýr ekki afdráttarlaust, eða geti hann ekki sannað sakargift- imar, verður hann að sætta sig við að þola þann dóm, sem slík rit- menska verðskuldar. Meira. ----o----- Valtýsfjólur. Á miðvikudaginn var reynir Valtýr að koma heiðrinum af Val- týsfjólunum yfir á þá, sem senda greinar í blaðið. Skyldu þeir ekki verða upp með sér, sem skrifa í danska Mogga, að Valtýr lætur þá feðra fjólumar. — Á sunnudaginn var voru samt þessar fjólur í rit- stjórnargrein: 1. Vegna fjarlægð- ar „höfum vér haldið tungu vorri, sem ella hefði glatast og gleypst í aðra fjölmennari þjóð“. Hvílík speki! Tunga glatast og gleypist í aðra þjóð! — 2. Ef við hefðum ekki verið svo fjarlægir, hefði tunga okkar gleypst í aðra þjóð „og orð- ið að málfræðislegu viðrini“. Hví- lík örlög! Islenska þjóðin hefði ef til vill getað orðið að málfræðis- legu viðrini! — 3. „Heill Islend- inga er það, að þeir voru einir um að varðveita tungu feðra sinna í þúsund ár og meir“. Já, mikil er spekin! Hvílík ógæfa fyrir Island, ef Norðmenn, Danir eða Svíar, hefðu líka getað varðveitt forn- norræna tungu! — 4. „Fjarlægðin hlaut annars að vérða annars vald- andi“. Svo segir ritstjórnargrein- in. Skilji þeir, sem skilið geta, þetta málblóm og glöggu hugsun. — 5. „Gestirnir á morgun (söng- mennimir norsku) verða fyrstir allra til að sýna okkur, að þó djúp- ir séu íslands álar, muni þeir samt væðir vera“. Já! Mikil hefir fjar- lægðin verið og einangrunin! Eng- ir hafa getað komist hingað fyr en þessir menn. — 6. Síðar muni aðr- ir koma, t. d. „Svíar, sem ennþá eiga mest af íslenskri og forn- norrænni tungu á vörum sínum enn þann dag í dag“. þannig stendur það orðrétt í ritstjórnargrein- inni. Flestir aðrir munu þó telja að Islendingar eigi meira af forn- norrænni tungu en Svíar. — 7. það er finska þjóðin „sem fyrst varð til þess að leiða okkur inn í hugarheim sönglistarinnar“. Verð- ur séð af því, er síðar segir, að átt er við finsku söngkonurnar, sem hingað komu í fyrra og í ár. Meira skrælingjamerki hefir aldrei neinn útlendur blaðasnápur sett á ísland í fáfræði sinni. Fyrst í fyrra vor- um við leiddir „inn í hugarheim sönglistarinnar“. það var í ein- hverja alt aðra átt sem þeir hafa farið með okkur:Pétur Guðjónssen, Sveinbjörn, Bjarni, Sigfús, Árni o. fl. o. fl. og ekkert höfum við heyrt frá útlöndum né numið fyr yfir álana. — 8. „Við sjálfir höf- um lagt öðrum þjóðum til: gesti sem koma hingað stundum á sumrin“. — 9. Loks er næst síð- asta málsgreinin svo afskaplegt „málfræðislegt viðrini" og svo frá- bært meistarastykki í vitlausri hugsun og endileysu, að hana verð- ur að prenta alla, eins og hún legg- ur sig: „þess vegna eru allir söng- elskir íslendingar, og aðrir, sem vilja vera því meðfylgjandi, að ís- lands forna heill — f jarlægðina frá öllum öðrum þjóðum — megi verða því heill nú á næstu árum, þannig að samvinna, vinarhugur og þekk- ing hverrar þjóðar á annari, megi gefa ávöxt til eflingar þess tak- marks, sem ísland fyrst og fremst setur sér, sem yngsta, fámennasta og strjálbygðasta ríki Norður- Ianda“. þetta eru áhersluorð grein- arinnar. Tíminn skorar á alla Is- lendinga, að finna einhverja vit- glóru í þessari löngu setningu. þetta er sá magnaðasti og vitlaus- asti hugsanagrautur sem nokkru sinni hefir sést á prenti á íslandi. þetta er ritstjórnargrein. Hvorug- H.f. Jón Sigmundsson & Co. Millor og alt til upphluts sérl. ódýrt. Skúf hóllcar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land, ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. &ZBOBXUZ. Annað bindi af er nýútkomið. Rúmar 14 arkir að stærð. Kostar 8 kr. Pæst liér í Reykjavík aðeins hjá kaupm. Ben. S. Þórarinssyni. Verður sent hverj- um er pantar það, gegn póstkröfu. LJÓÐ. Eftir , Sigurð Sigurðsson frá Arnarhoiti 2. útgáfa, aukin. Bóksalar snúi sér til Jóns Sighvats- sonar bóksala í Vestmannaeyjum. Graetz olíugasvjelarnar þarf hvert heimili að eignast. Auk þess að vera hraðvirk suðutæki sjóðhita þær hvert herbergi á stutt- um tíma. Kosta 21 krónu. Hannes Jónsson, Laugaveg 28, Reykjavík. ur Jónanna í bænum. Valtýr einn heima — með þeim dönsku. Og þessi sami Valtýr, sem framleiðir þessar afskaplegu vitleysur, hann er nú að klína Valtýsfjólunum á aðra. það er að vísu hugsanleg sú leið, að Berléme eða Fenger skrifi þetta. En því hafa þær verið að mótmæla ritstjóranefnurnar Morg- unblaðsins. Vitanlega kemur alt vitlaust út úr þeim á íslensku máli, en Valtýr er það verri, að hvort heldur er á íslensku eða dönsku, kemur alt vitlaust frá honum. ----------------o----- Skipaðir hafa verið í gengis- skráningarnefnd þeir Sig. Eggerz Islandsbankastjóri, Georg Ólafs- son Landsbankastjóri og Oddur Hermannsson skrifstofustjóri. Er hann formaður nefndarinnar. Náttúrufræðingarnir Niels Niel- sen og Pálmi Hannesson ætla í sum ar að rannsaka hálendið sunnan við Hrfsjökul. Er þetta hið mesta þarfaverk, því þessi héröð eru lítt könnuð og mjög skakt sett á upp- drætti íslands. Carlsbergsjóðurinn og Sáttmálasjóðurinn (danski hlut- inn) kosta förina. Leiðrétting. I grein Metúsalems Stefánssonar: Mola skilað, í síð- asta blaði Tímans var prentvilla. I 21 ár, átti að vera 2 ár. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.