Tíminn - 25.10.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.10.1924, Blaðsíða 1
CÖjai'bfi’O o<j afarci5slur'a5ur Cimans cr S i g u r g «i t ^riðriFsfon, Sambanösíjúsinu, Xrffjflrí!. 5sK.fgretböía C í m a n s cr í Sambanösbúsinu ©pin óagíegu 9— {2 f. b- Simi 4(V’. VIII. ár. Kirkjan. Án efa á hinn ytri hagur kirkj- unnar nokkurn þátt í því, að Is- lendingar hafa jafnan verið taldir ókirkjulegir. Mun það og rétt á lit- ið, að svo sé. íslendingar eru ókirkjulegir. þeir eigna hinni ver- aldlegu stofnun ekkert yfimáttúr- legt vald. „íslenskum manni kem- ur varla til hugar, að gera mikið úr prestinum fyrir hempunnar skuld“, eins og Miiller hinn danski segir í fyrsta árgangi Fjölnis. í Danmörku er mikið talað um „söfnuðinn". En hér er það hug- tak vart til í sömu merkingu. Áherslan er hér öll á einstaklingn- um en ekki heildinni. það er ein- staklingurinn og hans ágæti sem alt veltur á. Hann er dæmdur en ekki heildin. Og það sem mest er um vert: hann er dæmdur eftir því hvað hann e r, en ekki eftir því, hvort hann er skírður, fermd- ur, geldur jákvæði við öllum játn- ingaritum o. s. frv. eða ekki. Vér dæmum eftir sömu reglum um heiðnar söguhetjur og kristna nú- tímamenn. Stundum er að vísu dæmt nokkuð eftir auðsæld og völdum, og þó öfugt sé, varðar slíkt þó manninn meira en kenni- setningar, sem jankað er án þess að hugur fylgi máli. En þegar best er, þá er dæmt eftir hinu insta eðli, hugarfarinu, einu saman þann hefi eg engan hitt á þessu landi, sem í fullri alvöru vilji hafa annan mælikvarða. En eftir þeim íökum, sem menn dæma, búasL þeir jafnan við að verða sjálfir dæmdir á hinum efsta degi. Rétt- læti guðs getur ekki verið minna en mannanna. það er maðurinn sjálfur, sem oss er fyrir öllu, en ekki sá dilkur, sem hann hefir verið dreginn í, eða þær kirkjuleg- ar athafnir, sem hann hefir tekið þátt í, og vígslur, sem hann hefir hlotið. Vér fslendingar megum því vel heita ókirkjuleg þjóð. Kirkjan er hér ekkert skurðgoð. En kirkju- veldi og viðgangur kristninnar er hvorki eitt né hið sama. Sést það best á hinu kaþólska tímabili sögu vorrar. Trúarlíf og kristni verður ekki dæmt eftir ytri viðgangi kirkjufélagsins. Hin ókirkjulega þjóð getur því verið trúhneigð í besta lagi og kristin á borð við aðr- ar, þar sem kirkjan er reisulegri. Hér á landi hefir kirkjan ekki greint sig frá þjóðlífinu eins og víðast hvar annarsstaðar. í öðrum þjóðlöndum eru prestarnir prestar og hafa sjaldnast önnur störf með höndum. það hefir orðið til að gefa stéttinni sérstöðu og aukið trúna á hjálpræðisgildi allra prestsverka. Sú trú hefir náð hámarki sínu ' kaþólsku kirkjunni, þar sem klerkastéttin er að vissu leyti slit- in úr sambandi við umheiminn. Eii hér á landi eru prestar menn rétt eins og vér, kvæntir eins og véi', bændur, kennarar o. s. frv. Vígsla þeirra er ekkert sakramenti. Hún veitir engan „caracter indelebilis“. það hefir haft sterkari áhrif á trú- arlíf þjóðarinnar en menn alment gera sér grein fyrir, að prestarn- arnir eru yfirleitt bændur. það hefir að vísu dregið úr kirkjulegu starfi þeirra. En það hefir einnig dregið úr oftrú á kirkjunni. Prest- ar hafa verið hvorttveggja í senn, alþýðumenn og höfðingjar. þeii hafa bæði sint málum þjóðar sinn- arogkirkju.þeir hafa aldrei slitnað úr eðlilegu sambandi við umheim- inn. þeir hafa verið lærðir bændur IteykjíiYÍk 5J5. október 1924 Biðjið um Navy Cut reyktóbak. Verð kr. 4,60 dósin, */4 pund cg eftirmenn goðanna fornu. þar sem klerkastéttin er svo sam- gróin öðrum stéttum þjóðfélagsins og „allar stéttir viðlíka mentaðar, og komast eins að orði, og hver fer með annan eins og jafningja sinn“, eins og Miiller hinn danski kemst að orði, þar er góður jarðvegur fyrir hina lúthersku skoðun, að hver þegn sé í rauninni sinn eiginn prestur. En þar sem sú trú þróast, bverfur öll töfratrú á ytri athafn- ir og annarlegar játningar. þar eru hleypidómar ekki hafðir í háveg- um, þó þeir séu í hempu, og sann- leikurinn ekki lítilsvirtur, þó hann sé embættislaus. þar eru vígslur klerka í fullum skrúða lítils metn- ar á móts við þjónustu mannins sjálfs í hinum instu fylgsnum sál- ar sinnar, hinu allra helgasta, hjartanu, þar sem enginn óviðkom- andi stígur fæti sínum: þríheilög mannssálin er sinn eiginn páfi. ---o—~ lm Ijiðiisiilis. ii. Kjöttollurinn í Noregi kom eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir í.slenska bændur. Útilokun Norð- rrxanna hafði alls ekki verið rædd opinberlega. þeir sem stóðu að síldveiðunum, höfðu komið máli sínu gegnum þingið án þess að þjóðin ræddi um afleiðingarnar. Ritstjóri. Tímans hóf þegar sókn í rrrálinu. Krafðist af þingi og stjórn að gera alt sem unt væri til að létta þessari miklu byrði at sveitabændum. Til bráðabirgða krafðist Tíminn að bændum yrði endurgoldinn tollurinn af opinberu fé. Var þar í fyrsta sinn sýnt fram á sambandið milli útilokunar Norðmanna hér og hinnar miklu íþyngingar á íslensku kjöti í Nor- egi. Nú hófst mikill andróður í her- búðum núverandi íhaldsmanna gegn stefnu Tímans í málinu. Mbl. beitti sér af alefli móti málstaö bændanna. Nú skilja menn, að ekki var við öðru að búast af hinum er- lenda og hálfútlenda mangaralýð sem átti blaðið. Mbl. tók þverlega i tillög-una um að bæta bændum skaðann með skatti á þær afurðir, sem útilokunarlögin áttu að vernda. Og í öðru lagi þverneitaði það því, að nokkurt samband væri a milli fiskiveiðalaganna og kjöt- tollsins í Noregi. Urðu umi þetta magnaðar deilur. En svo fór um síðir nú í vetur sem leið, að einn af þeim mönnum, sem frekast hef- ir hagsmuni af síldinni, Ólafur Thors, bauð í sjálfu Mbl. það sem Tr. þ. hafði heimtað í upphafi, en Mbl. og þinglið þess hamast á móti. Svo sem til frekari árétting- ar samdi M. G. nú í vetur frv.. sem bygt var á þessum grundvelli. Kefir það nýlega verið birt í pésa einum, sem tilheyrir Mbl., og lýst yfir, að þessu hafi íhaldsflokkur- inn ætlað að fylgja. Fékst þar að lokum full viðurkenning andstæð- inganna fyrir réttmæti beggja að- alþátta málsins eins og Tr. þ. hafði haldið fram frá fyrstu, bæði um sambandið milli kjöttollsins og fiskiveiðalaganna, og í öðru lagi. að ef kjötmarkaðinum yrði alger- lega lokað í Noregi fyrir íslensk- um bændum, þá yrðu íslenskir út- vegsmenn, en þó aðallega síldveiða- menn, að bæta hallann. þetta var einn af þeim sigrum, sem óhvikul sókn Tímans í kjöttollsmálinu hafði trygt bændastéttinni. En á hinum fyrstu missirum gerðist lítið í málinu annað en það, að Tíminn heimtaði framkvæmd- ir, en Mbl. dró úr sem frekast var unt. Höfuðröksemd Mbl.manna var að þetta myndi alt lagast af sjálfu sér. Norðmenn myndu lækky tollinn án þess að heimta nokkuð í staðinn. Allir skynsamir menn sem um málið fjölluðu, vissu, eins og reynslan sýndi, að þetta var helber blekking. Á hinn bóginn varð að þrautreyna þessa leið, og það hlaut að taka tíma. Mbl.menn- irnir urðu að reka sig á. Kenning þeirra varð að sannprófast í ljósi reynslunnar. Lausn málsins va- óhugsanleg fyr en öllum var ljóst, að blekkingarmoldviðri Mbl. var tóm endileysa. þessi bið varð bændunum dýr Meðam ekki var samið, hélst hið lága verð á vöru þeirra, samfara annari dýrtíð. Skaði bændastétta: innar á þessari töf er ómetanleg- ur. En þennan bráðabirgðasiguv mega hinir erlendu fésýslumem. þó þakka blaðahring sínum. Frý öllum landshornum blésu kaup- mannablöðin að kolunum, að tefja og' flækja málið. Má bændastéttin þakka Copland, Fenger og hinum íslensku síldveiðafélögum hina gefnu blaðastranga með hverjum pósti, þar sem reynt var að vefja úlfhéðni að höfði bænda til að villa þeim sýn í þeirra mesta fjárhags- lega velferðarmáli. Samningaumleitanir hófust við Norðmenn, en ekkert gekk eða rak missirum saman. Voru íslending- um bornar þær fréttir, að Norð- menn tækju liðlega í málið. Mbl.- menn túlkuðu það í vil sinni stefnu Best væri að halda að sér höndum Lækkun tollsins myndi koma eins og steikt gæs upp í munn sofandi þjóðar. Ekkert sannar betur en kjöt- tollsmálið, hve hættulegt bændum er að hafa ekki með sér sterkan félagsskap um hagsmunamál sín Ef bændafélög hefðu verið í hverri sýslu, þar sem landbúnaður er stundaður, hefði verið auðvelt fyr- ir bændur að láta til sín heyra. þá hefðu þeir getað látið rigna áskor- unum yfir tómláta eða andstæða þingmenn. Slíkur félagsskapur hefði getað bjargað málinu þegar í stað, því að sá þungi, sem hlaut að fylgja sterkri og réttmætri kröfu stærstu stéttar í landinu, hefði gerbreytt aðstöðunni hér heima fyrir. Vonandi kemur slík- ur félagsskapur fyr en varir. En nú var hann ekki til. Og máli bænd anna var eingöngu haldið vakandi með rödd samvinnublaðanna tveggja, Tímans og Dags. I Á þingi í fyrravetur sat alt við það sama. þá kom málið lauslega til umræðu meðal manna í sjávar- útvegsnefndum beggja deilda.Kom í nokkrum skörpum setningum fram skoðanamunurinn. Pétm Ottesen vildi ekki víkja hárs- breidd frá fiskiveiðalögunum. Hann virtist miklu fremur skoða sig sem fulltrúa síldveiðamanna í Reykjavík, heldur en bænda í Borgarfirði. Jón Baldvinsson Stefán í Fagraskógi og sá sem þetta ritar létu falla orð í gagn- stæða átt, en þó af mismunandi hvötum. Jón Baldvinsson óttaðist að algerð útilokun útlendinga gæti haft áhrif, eins og síðar kom fram í Ilafnarfirði. Stefán í Fagraskógi bar fyrir brjósti hagsmuni Siglu- fjarðar, því að þar var hin mesta óánægja með löggjöf þessa, eins og áhrif hennar komu fram þar í kaupstaðnum. Sá sem þetta ritar hélt því fram, eins og jafnan síð- an, að þingið yrði að meta meira landbúnaðinn en síldveiðina, telja bændurna meira virði fyrir þjóð- lífið og þjóðarbúskapinn, heldur en síldarspekúlantana. Málið var ekki tekið fyrir til formlegrar með ferðar, því að enn var „blindtrú" Mbl. ekki spiluð til þrautar. En í skoðunum þessara fjögra manna komu fram allir þættirnir í hinnl margbreyttu hagsmunatogstreytu. þar mættust kröfur togarafélag- anna í Reykjavík, verkamanna al- ment, Siglfirðinga, og íslenskra bænda. Á þinginu í vetur kom svo til úrslitaátaka milli þessara hags- muna. Frh. J. J. ----o_--- Auði básinn. Hann stendur auður annar bás- inn íhaldsins hér í bænum — í bili. Magnús Magnússon cand. jur. hefir verið ritstjóri annars íhalds- málgagnsins — þess sem átti að veiða bændur. þeir hafa verið hreyknir af honum, ritstjóranum þeim, íhalds- mennirnir — einkum í seinni tíð. Menn eru nú svona gerðir, að þeir reyna að skapa sér paradís á nýj- um stað, þegar sú gamla breytist í hreinsunareld, eða þaðan af verra. þeir höfðu rétt fyrir sér að því leyti að hjá M. M. vottaði þó fyrir greind, en það stækkunargler er ófundið enn, sem sýnt getur þann eiginleika á hinum básnum. — Og ekki vantaði það að M. M. skamm- aðist. Aðrar eins skammir hafa aldrei sést á prenti á íslandi áður. Og alveg stóð á sama hvort satt var eða ósatt. þetta líkaði íhaldsmönnum vel. þeir voru hreyknir af M. M. 43. blart Á laugardaginn var varði hann landsstjórnina kappsamlega Krossanessmálinu. Og nú — nú er básinn auður! M. M. er hættur að vera ritstjóri hjá bændadeild íhaldsins! — En hann er ekki hættur að vera ritstjóri. Um miðja vikuna fór hann af stað með nýtt blað. „Stormur“ hentir fjósbásinn sem hann stendur á nú. Helstu eigend- ur Morgunblaðsins leggja til stór- ar auglýsingar: Berléme, Garðar o. fl. En viti menn! Nú skammar ltann íhaldið og íhaldsráðherrana „upp á kraft“, þessi uppáhalds Ihaldsritstjóri. Á mjög óþægileg- an hátt Ijóstar hann upp leyndar- málum íhaldsins. Nú skammar hann stjórnina fyrir Krossaness- málið, sem hann varði á laugardag inn — og alt er eftir þessu. Hverju eiga þeir að trúa, þeir af bændum landsins, sem hafa látið tælast til að hlýða á íhaldsblöðin? Svona er hann þá innrættur „úr- valsmaðurinn“, sem íhaldið hefir launað til þess í hálft annað ár að rægja Framsóknarflokkinn og veita forstöðu „bændamálgagni“ íhaldsflokksins. þegar Ihaldsmennirnir hætta að borga honum, þá lætur hann napr- asta háðið nísta þá. það er deginum ljósara, að hann hefir skrifað þvert á móti betri vit und allan tímann sem hann hefir verið ritstjóri Ihaldsblaðsins. þessi blaðútgáfa hefir ekkert annað verið en einn samfeldur blekkingavefur frá upphafi ti! enda. Enn ljóstar M. M. því upp nú, að vísu á líkingamáli, að það er tóm blekking að bændur standi að blaði þessu. það eru ríkir útgerðarmenn sem eru að ginna bændur með biaðútgáfunni. — þetta var nú uppáhalds ritstjór- inn, og svo halda þeir því fram „ritstjóramir" við Mogga, að þeir eigi að verða þar áfram. Ekki er ein báran stök! Hversu lengi ætlar þjóðin að þola yfir sér svo grautfúinn stjóm málaflokk? það líður ekki svo dag- ur að ekki springi á honum eitt- hvert kýlið, svo baneitrað, að óþef • inn leggur um land alt. Svona fór hann eini maðurinn á Islandi, sem hefir færst það í fang að verja landsstjórnina í Krossa- nessmálinu! — Básinn er auður. En enginn vafi er á því, að keyptur verður nýr gripur. Útgerðarmennirnir Ihaldsins verða ekki í vandræðum að kaupa einhvern til að halda áfram að vefa blekkingarvefinn. En aldrei hefir nokkur Islending ur fyr orðið að leggjast niður í svo óhreint rúm sem það sem nú er uppbúið á auða básnum í íhalds- fjósinu. ----o---- Rangvellingar héldu Guðmundí lækni Guðfinnssyni og frú hans kveðjusamsæti hinn 14. þ. m. á Selalæk. Sóttu það á annað hundr- að manns og fór samsætið prýði- lega fram. Voru þeim hjónum af- hentar gjafir: málverk eftir Ás- grím Jónsson og kaffiáhöld. Áttu þau hjón hinum mestu vinsældum að fagna austur þar. Sextugsafmæli á Einar skáld Benediktsson næstkomandi föstu- dag. ----0----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.