Tíminn - 29.11.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.11.1924, Blaðsíða 1
©jaíbferi o<3 afgrei&slur'aöur íimans er Sigurgeir ^riðrifsfon, Sambar.östjúsinu, Keyffauíf. ^fgretbsía í ímans er i Sambanöstjúsinu (Ðpin baglega 9—(2 f. b Shni (196 VIII. ár. Reykjarík 29. nóvbr. 1924 Guðmundur Magnússon, prófessor. Sunnudag síðastliðinn, á nóni, varð Guðmundur Magnússon pró- fessor bráðkvaddur á heimili sínu Guðmundi Magnússyni, að hann væri gáfumaður með afbrigðum. hér í bænum. Látinn er þar einn hinn best gefni maður þessai'ar kynslóðar, einn hinn dyggasti og afkasta- mesti starfsmaður ættlandsins. Guðmundur Magnússon var fæddur í Holti á Ásum í Húna- vatnssýslu 25. september 1863. Faðir hans var Magnús bóndi í Holti (d. 1887) Pétursson, bónda á Ilrafnsstöðum í Víðidal, en langfeðgar hans, bændur og prest- ar, bjuggu lengi í Blöndudalnum. Var Guðmundur í föðurætt föður síns elleíti maður frá þeim báðum Jóni biskupi Arasyni og Daða í Snóksdal, en tíundi maður frá Marteini biskupi. — Móðir hans, Ingibjörg (d. 1899), var alsystir Davíðs prófasts Guðmundssonar á Hofi við Eyjafjörð. Guðmundur faðir þeirra (f. 1789) bjó á Vind- hæli og var merkur maður, hrepp- stjóri um langan aldur og voru forfeður hans í beinan karllegg merkisbændur er bjuggu á Skaga- strönd margar kynslóðir, og var Guðmundur prófessor í þá ættina níundi maður frá Hrólfi sterka. En langafi Guðmundar hrepp- stjóra á Vindhæli, sem hann mun hafa verið heitinn eftir, var Guð- mundur hreppstjóri Jónsson á Skefilsstöðum í Skagafjarðar- sýslu, sem miklar ættir eru frá komnar og var hann sjötti maður í beinan karllegg frá Jóni biskupi Arasyni. — Kona Guðmundar hreppstjóra á Vindhæli, móðir Ingibjargar móður Guðmundar prófessors, hét og Ingibjörg, hálf- systir hins alkunna fræðimanns, Jón Árnasonar, forstöðumanns landbókasafnsins, er safnaði þjóðsögunum íslensku. Faðir þeirra, Árni prestur á Hofi á Skagaströnd (d. 1825) var sonar- dóttursonur Steins biskups á Hól- um, í beinan karllegg var haxm kominn af síra Ólafi Guðmunds- syni sálmaskáldi á Sauðanesi, en fjórar mæður voru milli hans og Björns Jónssonar á Skarðsá hins fræga fræðimanns og axmálsrit- ara. — Verður einhversstaðar staðar að nema í þessum lestri og skal það gert hér, en Ijóst er af þessu, að til merkra manna og ramíslenskra átti Guðmundur Magnússon kyn sitt að rekja. Efni munu ekki hafa verið ýkjamikil á æskuheimili Guð- mundar Magnússonar, en þó rætt- ist það á honum, sem segir í forn- um fræðum, að „Guð er vanur að láta réttar fýstir eftir ráðvöndum mönnum". það bar snemma á miklum gáfum hins unga sveins og hann var sendur suður til skóla- náms. Mun það og hafa hert á að hér var til vinar að hverfa syðra, sem var Jón Árnason bókavörður, ömmubróðir hans; þar mun hann hafa átt athvarf skólaárin, á því ágæta heimili, og þar mun hann hafa kynst og bundið trygðabönd við konu sína, er síðar varð, sem var jafn nákomin Katrínu konu Jóns bókavarðar. þegar í skóla fór sá hróður af Árið 1883 útskriíaðist hann úr Iteykjavíkurskóla með ágætiseink- unn og sigldi þá þegar til læknis- náms í Kaupmannahöfn. Fullnað- arprófi í læknisfræði lauk hann þar 1890 og skorti eilítið á ágætis- einkunn. Starf sitt heima hóf hann norð- ur í Skagaíirði sumarið 1892, var 2 ár héraðslæknir þar og sat á Sauðárkróki. En 1894 vax hann skipaður kennari við læknaskól- ann, fluttist þá suður og síðan hefir læknakenslan verið aðalstai'f hans, við læknaskólann til 1911, en síðan við háskólaxm. Fyrir 5 árum mintust læknar og lærisveinar hans 25 ára kenslu- afmælisins. Ritaði þórður læknir Sveinsson á Kleppi þá grein um hann. Segir þar meðal aimai'S um lcenslu hans: „G. M. hefir kent allai' þessar fræðigreinar (handlækningafræði, sj úkdómaf ræði og lífeðlisfræði) frábæravel og rækilega, enda er þekking hans ágæt í þeim öllum. þó er hitt mest um vert, að allir lærisveinar hans hafa lesið og lesa allar þær fræðigreinar, sem hann kennir, með undarlegum sameiginlegum áhuga. það er gáta, sem er ekki auðráðin, hvern- ig honum hefir tekist að vekja áhuga hjá öllum lærisveinum sín- um, sem hafa verið, eins og gefur að skilja, harla ólíkir. — þegar læknanemendurnir komu fyrst í læknaskólann úr latínuskólanum, fanst þeim sem þeir kæmu inn í alveg nýjan heim. þar ríkti sem sé alt annar andi en þeir höfðu átt að venjast. G. M. var þeim ekki að- eins kennari, heldur sem nærgæt- inn samverkamaður, eða öllu held- ur sem umhyggjusamur góður vinur. Honum var vissulega ekki nóg að gera aðeins skyldu sína, heldur reyndi hann æfinlega til þess, að hafa sí og æ vekjandi áhrif á lærisveina sína. — það má óhætt telja G. M. með hinum lang- bestu kennurum þessa lands og ber margt til þess. Hann hefir t. d. eitthvert kynjalag á því að kom- ast æfinlega að því, hvar lærisvein- ar hans eru veikir á svellinu, og veita þeim þá rækilegustu fræðslu í þeim efnum, sem þeim er hætt- ast við að leggja minni rækt við en skyldi“. þessi orð munu vera jafnsönn, sem þau eru hlý. Fjölmörgum lærisveinum G. M. hefi eg kynst. Um engan kennara hefi eg heyrt jafn einróma lof og engan kenn- ara hefi eg heyrt lærisveinana elska jafn samtaka. Eg hygg efa- laust, að það sé verk G. M., meir en nokkurs annars manns, hve læknastéttinni íslensku hefir um mai’gt vaxið fiskur um hrygg, síð- asta mannsaldurinn. — I læknanna hóp er G. M. fræg- astur af kenslunni og vísindaiðk- unum, einkum um sullaveikina, enda mun enginn núlifandi maður í heiminum hafa verið honum jafnlærður í þeirri grein. En um alt ísland var hann enn frægari af lækningum sínum — hvernig hann beitti hnífnum. Eng- inn læknir íslenskur mun hafa unnið jafnmörg og jafnmikil verk á því sviði sem Guðmundur Magn- ússon, enda heíir enginn af því fengið slíkan hróður sem hann. Fjölmargir eru þeir um land alt sem nú blessa hann látiim fyrtr þau vei’k hans. Um langt árabil hefir það verið svo, ef um eitt- hvert verulegt var að ræða á því sviði, þá var, hvar sem var um alt ísland, um það hugsað að komast til Guðmundar Magnússonar. því að menn álitu hánn vera þann „er mannvit og minni hafði í nægsta lagi og jafnan þótti vel til þess fallinn að hafa ætlan og úrskux’ði um það, er miklu varðaði“. Fjölmargir Islendingar hafa lagt líf sitt í hendur Guðmundi Magnússyni og í einkis manns hendi vildu þeir fremur eiga það. Af lærðum og leikum var hann talinn hvorttveggja í senn, hinn djarfasti og vai’færnasti. Varð þá oft að legg'ja skjótan úrskurð á hvað gera ætti og hygg eg að enn megi vitna til fornra ummæla: „Allir menn sögðu það, þeir er honum fylgdu í orastu og hernaði, að þá er hann var staddur í mikl- um háska og bar skjótt að hönd- um, að það ráð mundi hann upp taka, sem allir sá eftir, að vænst hafði verið að hlýða mundi“. Eru það miklir afburðamenn einir sem slíkt álit fá og halda vax- andi alla æfi. — Mörg önnur læknisstörf vann Guðmundur Magnússon. það var fátt um lækna hér í bænum er hann settist hér að. Hann varð þá húslæknir hjá mörgum fjölskyld- um og langtíðast mun það hafa verið að sá sem eitt sinn hafði not- ið umönnunar hans, gat illa til þess hugsað að fá hana annarsstaðar. Um það getur sá talað af eigin reynd, sem þetta skrifar. Eg get ekki hugsað mér meira traust á lækni og meiri elsku til læknis en mér er kunnugt að margir báru til Guðmundar Magnússonar. Á sjúkrahúsinu var hann nálega til- beðinn af öllum. Og á mörgum heimilum hér í bæ var það áreið- anlega svo, hversu mikil hætta sem var á ferðum, að þegar „læknirinn" var kominn inn úr dyrunum, þá fyltust allir von og öryggi, því að þá var því fulltreyst að það yrði gert sem mannvit og manngæska gat best gert. Eg er viss um að hjá mörgum hér í bæ og einnig' unx land alt, get- ur enginn læknir nokkru sinni náð svo óbilandi trausti. það var ekki eitt, heldur alt í fari hans, sem því olli. Um slíkan mann hefði fyr á öld- um myndast einhver þjóðsaga, lík þeirri, að höndin rotnaði ekki í gröfinni. — Guðmundur Magnússon var í engu meðalmaður. þekking hans var frábær á ýmsum öði’um svið- unx en læknisfræðinni. Eg hygg að fáir hafi þekt betur eix hann ís- lenska náttúru. Og engan hefi eg heyrt fagna vori eins og hann. „það má segja að hamx endurfæð- ist með hverju vori“, segir þórð- ur Sv. í áðurnefndri grein, og eg hygg, að það hafi hjálpað til að hann entist þó svo lengi til að vinna sín miklu störf, þrátt fyr- ir veika heilsu oft og tíðum, að löngun hans út í náttúruna var svo sterk, að hann gat ekki neitað sér unx það, flest surnur, að dveljast töluverðan tíma fjarri bænum, við veiðar, sól og sumai’ í sveitinni. Lítið gaf hann sig að opinberum nxálum, en þegar að því dró að höfuðorustan yrði um sjálfstæðis- málin, fyrir tæpum 20 árum, þá mun það ekki hafa legið í láginni að G. M. var einn þeirra, sem kröfuharðastur var um rétt Is- lands. Hygg eg að það hafi átt nokkurn þátt um úrslit þeirrar baráttu, að svo alviðurkendur gáfumaöur og ágætismaður skip- aði sér á þann bekkinn. þjóðlegum fræðaiðkununx unni hann mjög, enda var hann að nokkru alinn upp hjá Jóni Árna- syni. Nokkuð vann hann að þeim málunx í félögum hér í bænum og umtal var um það, oftar en einu sinni, að hann yrði foi’seti Bók- mentafélagsins, en hann var svo störfum hlaðinn á öðrurn sviðum, að ekki mátti um of tvískifta. — Guðmundur Magnússon var yfir leitt lánsmaður um æfina. þótt fá- tækur væri og borinn lítilli þjóð, auðnaðist honum það, sem mörg- um íslenskum afbui’ðamaimi hef- ir ekki auðnast, að komast á rétta hyllu í lífinu. Höfði hærri en allur lýður varð hann í ment sinni og stétt. Virðingu og ást allrar þjóð- ar sinnar eignaðist hann. Út fyrir pollinn fór hróður hans og má ætt- jörðin miklast af því áliti, sem hann ávann henni. 48. blað _____ Og enn var hann gæfumaður um það, að hann var vel kvæntur. Kona hans lifir hann: Katrín Skúladóttir, þorvaldssonar. Frem- ur flestum konum íslenskum hefir hún látið ýms opinber mál til sín taka og hvarvetna haldið virð- ingu sinni. En fyrst og fremst hefir hún verið manni sínum góð kona. Mun það vera sjaldgæft að kona sé manni sínum jafnsam- hent um læknisstörfin sem frú Katrín var manni sínum. Eg hygg hún hafi undantekningarlítið ver- ið önnur hönd hans við skurð- lækningarnar. — Eitt barn eign- uðust þau hjón, en ekki varð því lengra lífs auðið, en fósturbörn þeirra lifa: Jón Sívertsen skóla- stjóri verslunarskólans og Fríða húsíreyja á Langárfossi á Mýr- um. Stórfé gáfu þau hjón Háskóla íslands, á sextugsafmæli G. M. í fyrra. Tr. p. -----o---- Ný lagasynjunaröld. Áratugum saman urðu Islendingar að þola þá meðferð, að danska stjórnin neit- aði að gera að gildandi lögum lög þau, sem Alþingi samþykti. I mannsaldra tvo nálega barðist þjóðin við að losna úr því heisi, og það munu þeir menn hafa ætlað er þann sigur unnu, að aldrei hæfist á íslandi aftur öld lagasynjunar. — En sú öld er nú aftur hafin. Að vísu fá lög þau, er Alþingi sam- þykkir nú, undirskrift konungs og ráðherra, og verða á pappírnum gildandi lög. En eigi bændastétt landsins hlut að máli, eigi að stofna til einhverrar framsóknar fyrir bændastéttina, eigi að ganga svo frá með lögum að bændur fái að nota eilítið brot af veltufé bankanna, þá kemur til hrammur íhaldsins, sem með engu móti þolir að nokkursstaðar sé sótt fram, alt á að komast í kaldakol, alstaðar á að vera svai’tasta íhald, og í’áðherra íhaldsins neitar að framfylgja lögum þeim, sem Al- þingi hefir sett. Leikfélag Reykjavíkur hóf að leika nýtt leikrit á sunnudag síð- astliðinn: þjófinn, eftir franskan höfund. Er það mikið viðfangs- efni, fá hlutverk, en þung. Er ánægjulegt að sjá hve föstum tök- um hin yngri kynslóð leikenda fé- lagsins tekur á hlutverkum sín- um. Óskar Borg er orðinn ágætur leikari, og sama er að segja um frú Soffíu Kvaran, Ágúst Kvaran og ungfrú Arndísi Björnsdóttur. Frú Kvaran hefir aldrei fyr leik- ið svo erfitt hlutverk, enda aldrei fyr sýnt hve mikið í henni býr af hæfileikum til leiks. það er aug- Ijóst að Leikfélagið er að búa sig undir að taka við leikhúsinu nýja og framfarirnar eru miklar. Stúdentablað. Stúdentaráð há- skólans gefur út blað 1. des. n. X. í sambandi við hátíðahöld stú- denta. þetta er fyrsta stúdenta- blaðið sem kemur út hér á landi,og mun margan fýsa að eignast það. I því birtast að þessu sinni ritgerð- ir og kvæði eftir um 12 stúdenta og háskólakennara. Manntjón. Vinnumaður í Braut- arholti á Kjalarnesi, Bjarni Sig- urðsson, ættaður af Skagaströnd, druknaði rétt við land í Brautar- holti mánudag síðastliðinn. Var að flytja mjólk út í mótorbát, en hafði ofhlaðið bátinn. Konu lætur hann eftir sig og bam.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.