Tíminn - 27.12.1924, Qupperneq 2

Tíminn - 27.12.1924, Qupperneq 2
204 T I M I N N T. W. Bucli (Iiitasmiðja Buchs) Tietgensgade 64. Köbenhavn B. Litir til heimalitunar: Demantssorti, hrafnssvart, kastorssorti, Parísarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. Til heimanotkunar: G-erduft, „fermentaa, eggjaduft, ávaxtadropar, soya, matar- litir, „Sunu-skósvertan, „ökonomu-skósvertan, sjálfvinnandi þvottaefnið „Persilu, „Henko“-blæsódinn, „Dixinlí-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, Blaanelse, Separatorolie o. fi. Brúnspónn. Litarvörur: Anilinlitir, Catechu, blásteinn, brúnspónslitir. Gljálakk: „Unicumu á góli' og húsgögn. Þornar fljótt. Ágæt tegund. Fæst alstadar á íslandi. þórarinn byrjar líka vörn sína með því að játa, að hann hafi kall- að Kristmund kaupfélagsstjóra bolsevika. Engar sannanir kemur hann með til að rökstyðja hryðju- verkahug Kristmundar, enda mun það torvelt. Kxistmundur er, eins og Framsóknarmenn yfirieitt, góður samvinnumaður, bænda- sinni, greindur, framsýnn og hóg- látur framfaramaður. Með þessari fyrstu játningu þórarins er líka sannaður fyrsti liður í vísvitandi rógmælgi hans, því að þórarinn veit mjög vel, að hann segir ósatt, er hann dróttar ofbeldislöngun að Kristmundi, en gerir það samt. Næst neitar þórarinn fyrstu spurningu minni. En af öllu sam- henginu í vöm hans sést, að hann er þar sekur. Hann blaðrar upp um peninga kaupmanna og útgerðar- manna, og sýnist ekkert sjá nema þeirra gróða. En um líf og áhuga- mál bænda, um búnaðarlánadeild- ína, eða hversu 8—9% vextir hæfa kjörum og skilvísi flestra bænda, segir hann ekkert. Og þegar úr- slitadeilan stóð í þinginu um hvort meta ætti meira hagsmuni bænda eða síldarspekúlanta, greiddi þór- aiinn tvívegis sömu nótt atkvæði móti kröfu bænda, svo sem áður er hermt hér í blaðinu. Annari spurningunni, um að Framsókn vilji sjávarútveginum illa og stefni að landssjóðsrekstri, svarar hann eiginlega játandi. Telur hann kröfu Framsóknar um rannsókn á aðstöðu bankans 1928 sönnun þess. Orð hans hljóða svo: „Árásin á íslandsbanka virðist hafa verið gerð til þess eins að koma bankanum á kné. það er árás á alt atvinnulíf landsins og viðskiftalíf, tilraun til að gera alt landið að bolsevikaauðn, slíta öll viðskiftasambönd, skera á þá líf- æð, sem peningamálin eru“. þetta er gott sýnishorn af vaðli mentun- arlítils manns, sem veit að hann hefir rangan málstað. þórarinn heldur, að þeir 15 Framsóknar- menn, sem stóðu að kröfunni um rannsókn, hafi stefnt að því að eyðileggja útveginn! Byltinga- dylgjumar um allan flokkinn eru berar í hinni tilfærðu klausu. þó étur hann þá dylgju meir en til hálfs ofan í sig, er hann kemur að þriðja lið. Ályktun þórarins sýn- ist vera á þessa leið: Ef bankinn er rannsakaður, þá er hann um leið eyðilagður. þetta er hin grimmasta árás, sem gerð hefir verið á Islandsbanka. Ef bankinn hefði haft sína „pappíra“ í lagi, hefði rannsókn styrkt hann. Landsbankinn var rannsakaður 1909. Ýmsir héldu þá, að stórkost- leg sjóðþurð væri í bankanum og margskonar ólag. Rannsóknin leiddi í ljós, að grunurinn var ástæðulaus. Bankinn lifir enn og hefir aldrei vaxið meir en síðan rannsakað var. Kaupmenn í Dan- mörku og vikapiltar þeirra dylgj- uðu um, að Samvinnubankinn danski væri illa staddur. Banka- stjómin bað undir eins um rann- sókn og fékk hana. Rannsóknin leiddi í ljós, að bankinn var ágæt- lega starffær. í Danmörku var Landmandsbankinn rannsakaður út og inn. Margir af starfsmönn- um hans fóru í hegningarhúsið. En bankinn lifir og er sterkur og stór. Danska ríkið hjálpaði þegar búið var að hreinsa þjófana og bófana burtu. íslenska þjóðin hjálpaði íslandsbanka um miljón- ir eftir að hann hætti að yfirfæra. þjóðin lét hann hafa miljónir af seðlum, miljónir af enska láninu, miljónir af sparisjóðsfé, miljónir af innlánsfé frá Landsbankanum. En þessi banki var aldrei rann- sakaður. þórarinn og félagar hans Mbl.- og Sjálfstæðismenn, komu sér saman um að þingið mætti ekki af eigin sjón fá að kynnast bankanum. þjóðin mætti lána hluthöfunum fé, ábyrgjast fyrir þá stórfé, sem þeim dauðlá á, en trúnaðarmenn þjóðarinnar máttu ekki sjá hver hagur bankans var! Framsóknarmenn álitu að bank- inn hefði gott af rannsókn. þeir vissu, að alstaðar hjá siðuðum þjóðum er venja að kynna sér hag banka, sem þurfa svo mikillar hjálpar við. það sem venjulegt er að gera erlendis, þegar ríkið hleypur undir bagga með hluta- bönkum, sem gengur illa, er að at- huga hvað hlutafénu líður. Danir létu hluthafa Landmandsbankans tapa hlutafé sínu, en björguðu bankanum og innieigendum að öðru leyti. Hér gat hugsast, að hlutafjáreigendur hefðu tapað meira eða minna af hlutafé sínu, ef óhlutdræg rannsókn hefði far- ið fram, þó að auðvitað sé ómögu- legt að fullyrða nokkuð, þar sem íannsókn fékst ekki. En ef svo hefir verið, þá hefir þórarinn og skoðanabræður hans komið því til leiðar, að íslenska þjóðin verður með blóðugum vöxtum að endur- greiða hluthöfunum meira eða minna af þeim 4miljón kr. af hlutafénu, sem miður heppileg stjórn þeirra hafði látið tapast á krepputímanum. Dylgjur þórarins í garð íslands- banka eru alt að því svívirðilegar. Hann virðist halda, að bankinn hafi verið það miklu ver staddur en Landmandsbankinn, sem var margrannsakaður og lifir þó, að rannsókn hefði gereyðilagt bank- ann. þórarinn hlýtur því að vera þess fullviss, að Islandsbanki hafi verið gereyðilagður eins og þær úrvals óreiðustofnanir í Noregi, fár ar þó, sem ómögulegt var að setja á vetur, eftir að hagur þeirra*varð opinber. Krafa Framsóknarþingmanna um rannsókn á hag Islandsbanka þegar hluthafamir lágu eins og hvítvoðungar við landssjóðsspen- ann, er eina dæmið sem þórarinn reynir að færa til sönnunar því, að Framsóknarflokkurinn yfirleitt sé byltinga- eða bolsevikaflokkur. Menn skilja best hvílík regin- heimska hér er á ferð, þegar þess er gætt, að erlendis er undantekn- H-NYBERS Alfa- Laval skilvindur H.f. Jón Sigmundsaon & Co. Áhersla lögð á ábyggileg viðskii'ti. Miilur, svuntuspennur og belti ávait fyrirliggjandi. tíent með póstkröfu um alt land. reynast best. Jón Sigmundsson gullsmiður. Súni 383. — Laugaveg 8. Pantanir annast kaupfé- lög1 út um land, og Komandi ár. Bókin kostar kr. 3,50. Fæst í ná- lega öllum kaupíélögum og hjá Ár- sæli. Valtýr hefir mælt með bók- inni fyrir dönsku húsbænduma. Samband ísl. samv.íélaáa. ingarlaust alstaðar venja þegar bankai' leita á náðii' ríkjanna, að rannsaka ítarlega um leið og hjálpin er veitt, alt ástand sjúkl- inganna. 1 Danmörku voru íhalds- menn engu ófúsari en vinstrimenn og verkamenn, að heimta gagn- gerða rannsókn á Landmands- bankanum og hegningu þeim til handa, sem sekir voru. Framsóknarmenn hér hafa gert það eitt, sem skylda þeirra bauð, það sem þingmenn hverrar siðaðr- ar þjóðar áttu að gera. En því dýpra er syndaíall þórarins og fé- laga hans. því aumkunarverðari er flótti hans af lokaða fundinum, þar sem Framsókn stakk upp á, að allir flokkar veldu trúnaðai'mexm til að kynna sér hag bankans í kyr- þey. Fyrst eítir flótta þórarins og samherja hans var komið fram með kröfuna um opinbera rann- sókn, sem var óhjákvæmileg, úr því vinir hluthafanna vildu ekki £uðveldustu leiðina. þórarinn er því líka sekur um staðlaus ósannindi og rógmælgi viðvíkjandi öðrum hðnum. Hugs- unarferill hans er þar býsna an- kannalegur. Af því Framsóknar- þingmenn vilja vita um „status“ stoínunar, sem biður landið um ábyrgð og lán sér til lífs, þá á sá flokkur, sem rannsóknar krefst, að ætla að eyðileggja útveginn, verslunina og atvinnulífið! Sam- bandið milli forsenda og ályktun- ar, er eins laust og ef sagt væri, að Skeiðaáveitan væri að eyði- leggja síma þann, sem stjómin lagði heim að Hjaltabakka! Eftir alt þetta byltinga- og of- beldistal um þingmenn Framsókn- ar, étur þórarinn dylgjurnar með góðri lyst ofan í sig og segir: „það er síður en svo, að eg álíti alla í flokknum byltingamenn eða flokkinn í heild". Endirinn verður sá, að þórarinn gefst upp við að sanna mál sitt frekar, nema með því að slá fram, að hann trúi þó um einn (þ. e. J. J.) að hann sé byltingamaður! Kristmundur er ekki lengur ofbeldismaður, ekki Líndal á Lækjamóti, ekki Guðm. í Ási, Einar, Bernharð, Ingólfur, Halldór etc. Allir eru friðsamir, hæglátir framfaramenn í Fram- sóknarflokknum nema þessi eini maður. Lakast er, að þórarinn springur líka alveg þegar hann ætlar að fara að rökstyðja bylt- ingahug þessa „eina“, eins og síð- ar mun sýnt verða. Að vísu hefir það ofurlitla þýð- ingu, en ekki mikla, þó að þórar- inn og einhverir fleiri haldi, að Ihaldið hafi einn mann (Halldór Steinsson) og Framsókn annan (J. J.), sem séu lausir við flokk- ana. í versta tilfelli missa flokk- arnir sinn manninn hvor. En höf- uðsókn þórarins og hans nóta er töpuð. Rógmælgin um að Fram- sókn, þingmenn og kjósendur, stefni að ofbfeldi og byltingu, er hordauð í höndum þórarins. Með framburði heyrnarvotta á fundum í Húnaþingi er sannað, að hann bar á Framsóknarmenn í heild Með hinni gömlu, viðurkendu og ágætu gæðavöru Herkulesþakpappa sem framleidd er á verksmiðju vorri „Dortheasmindeu frá því 1896 — þ. e. í 28 ár — hafa nú verið þaktir í Danmörku og ^slandi. ca. 30 milj. fermetra þaka. Fæst alstaöar á Islandi. Hlutafélagið ]ens iates firier Köbenhavn K. sinni, skoðanasvik, talaði um „óheilindaflokk“, að flokksmenn tilheyrðu öðrum flokki, en væru „grímuklæddir“ sem Framsóknar- menn o. s. frv. þórarinn hefir bor- ið við að sanna þetta með banka- vitleysunni, sem nú hefir verið hrakin. þar að auki má sanna hve- nær sem er, að Framsóknarmenn á þingi hafa látið sér axmara um landhelgina, útgerðarkostnað vél- bátann, líf sjómannanna o. m. fl., heldur en þórarinn og félagar hans, svo að sú hlið ásökxxnarirm- ar er líka ósönn. Framsóknarflokkurinn í „heild“ má því vel við una. þórarinn og miðstjóm flokks hans hefir horfið frá villu síns vegar. Kosninga- Islandssaga, Dýrafræði, Nýju skólaljóðin, fást hjá flestum kaup- félögum og nokkrum bóksölum. Ódýrastar fræðibækur eftir stærð. Kennari í Rangárvallasýslu segir, að það sé ekki hálf t verk að kenna síðan þær komu. I*jóðjöpðin Brekkugerðí í Fljótsdalshreppi er laus til ábúð- ar í næstu fardögum. Senxja má við Svein Ólafssou, FirÓL draugur Mbl. er dauður í höndum þórarins á Hjaltabakka, eftir frægðarsnauða lífdaga. Frh. J. J. -----o---- Fyrirspurn til G. Gíslasonar. Smákaupmaður hér í bænum segir, að þér hafið verið fremstur á undirskriftaskjali, þar sem heild- salar bundust samtökum um að leggja viðskiftabarm á þennan kaupmann. Sök hans kvað vera sú, að hann selur ódýrara en aðrir kaupmenn. Nú vil eg í allri vin- semd spyrja, hvort þetta er hin frjálsa samkepni, sem Mbl. á við? Reykvíkingur. Hörmulegt slys vildi til í Vest- mannaeyjum þriðjudaginn 16. þ. m. Bátur var að fara út í skip með Halldór héraðslækni Gunnlaugsson og voru 9 menn á bátnum. Fylti bátinn skamt frá landi, var ilt í sjó og báturinn lítill. Aðeins eixm mannanna bjargaðist. þeir 8 sem fórust voru: Halldór læknir, Ólaf- ur elsti sonur Guxmars Ólafsson- ar konsúls, Bjami Bjamason frá Hoffelli, Snorri og Guðmundur, bræðui', þórðarsynir, Kristján Valdason, Guðmundur Guðjónsson og Guðmundur Eyjólfsson. Norðmenn og íslendingar. Sést af mörgu, að vel vilja Norðmenn rækja frændsemina við íslendinga. Hefir félagið „Norden“ nýlega byrjað bókaútgáfu um Island og íslensk efni. Em tvö ritin koxnin út. Annað heitir: Islandsk Folke- tm og er eftir frú Theódóm Thor- oddsen. Hitt Islansk Geografi eft- ir doktor Helga Jónsson og fylgir góður uppdráttur af Islandi. Fr. Paasche prófessor hefir þýtt ritin á norsku. Enn er von á nýjum rit- um eftir þá prófessorana Sigurð Nordal og Pál E. Ólason. Látinn er vestanhafs Adam prestur þorgrímsson á Lundum. Hann fluttist vestur 1918, en var áður kunnur orðiim hér heima fyr- ir ritstörf, var íslenskumaður góð- ur og gaf út meðal annars bækl- inginn „Y og Z“. þingeyingur var hann að ætt og kona hans, sem lif- ir hann með 7 börnum þeiira, er ættuð úr Bárðardal. Ritstjóri: Tryggvi pórhallsaion. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.