Tíminn - 24.01.1925, Side 2

Tíminn - 24.01.1925, Side 2
14 1í M ÍNN Nl. Nú skulu stuttlega dregnir sam- an. í eitt aðalþræðir þessa máls: 1. Mbl. byrjaði í sumar og haust að hæla sér og sínum mönn- um fyrir góða framgöngu í málinu. þeim var ekki nóg að hafa í tíma og ótíma tafið málið og sýnt um það frábært hirðuleysi. þakklæti vildu þeir líka fá eftir á. En ef það þakklæti verður lítið, mega þeir sér um kenna að hafa knúð fram umræður. 2. Nokkrir hinir umsvifameiri síldveiðamenn hér á landi höfðu áhrif á stjórn J. M. hina fyrri að útiloka útlendinga, einkum Norð- menn, frá að leggja hér veiði í land. Sumt mælti með slíkri til- raun, en hún var lítt undirbúin, ekki athugaðar afleiðingar fyrir landbúnaðinn, né einstök þorp hér (Hafnarfjörð o. fl.). 3. Litlu síðar hækkuðu Norð- menn tollinn á íslensku kjöti. Að nokkru leyti olli því löngun norskra bænda að útiloka erlent kjöt. En nokkiu olli gTemja út- vegsmanna á vesturströnd Nor- egs, sem létu krók koma móti bragði. 4. íslenskir bændur stórtöpuðu þegar í stað á tollstríði þessu. Hvort síldarútvegsmenn hér hafa grætt, er óvíst, af því þeir liggja sjálfir í innbyrðis stríði um söluna og spilla með því eiginn hag. 5. Tíminn sýndi fram á sam- bandið milli útilokunar Norð- manna . og kjöttollsins. Blaðið krafðist fyrir hönd bænda, að toll- urinn yrði endurgreiddur fram- leiðendum af opinberu fé. Mbl. og lið þess hamaðist móti þessari til- lögu. Harðneitaði að útvegurinn vildi borga. 6. Langur tími leið í aðgerða- leysi. Bændur höfðu engan félags- skap með sér eins og aðrar stéttir. þeii' liðu sundraðir fyrir ’sundrungina. Tíminn og Dagur voru hinar einu raddir, sem héldu máli bænda vakandi. Blöð kaup- manna gerðu alt til að kefja um- ræður og brúkuðu að vanda brigsl cg illyrði um þá, sem héldu frana málstað bænda. 7. Á þingi 1923 í sjávarútvegs- nefnd urðu átök um málið. Otte- sen var harður fylgismaður síld- arspekúlantanna. Stefán í Fagra- skógi, Jón Baldv. og undirritaður vildu ná samkomulagi við Norð- menn. Opinberlega var málinu ekki hreyft. Kenning Mbl., að toll- stríð þetta lagaðist af sjálfu sér, var ekki reynd til þrautar. 8. Undir þinglok 1923 undir- skrifa Framsóknarþingmenn áskorun til stjórnarinnar um að flýta sem mest samningum við Norðmenn og láta í Ijósi að komið gæti til mála með vissar tilslakan- ir, ef mikið kæmi á móti, en þó ekki opna landhelgina fyrir útlend- ingum til veiða eða óleyfilegra at- hafna. 9. Samningaumleitanir héldu Afram, en ekkert gekk eða rak. Mbl.aðferðin reyndist árangurs- laus. Meir að segja var tollurinm hækkaður, þvert ofan í spár Mbl. um „að alt lagaðist af sjálfu sér“. 10. Haustið 1923 sýndist hung- ursneyð yfirvofandi í Hafnarfirði sökum útilokunar enskra skipa. 800 manna bænarskrá þaðan kom til stjórnarinnar um hjálp. Á þing- mannafundi í stjórnarráðinu lögðu Framsóknarmenn Flygenring liðs- yrði, en Jón Magnússon og menn hans úr Reykjavík voni hinir þverustu. Svo fór að Kl. Jónsson bjargaði Ilafnarfirði með lögskýr- ingu. Hungursneyð var afstýrt. En núverandi stjórn þorir ekki annað en fallast á bjargræðið við þorpið. 11. Fvrri hluta vetrar flutti Tíminn hverja eggjunargreinina af annari í tollmálinu, bæði hvatn- ing til bænda að fylgja fast fram máli sínu, og ádrepu til Norð- manna, að sýna ekki blinda þrá- kelkni, því að norska þjóðin stæði líka að mörgu leyti í þakkarskuld við íslendinga. Margar þessar greinar voru símaðar erlendum blöðum og höfðu áhrif á viðhorfið gagnvart Islandi. Mbl. og fylgi- hnettir þess dróu alt af úr, og at- yrtu Tímann fyrir að halda sókn- inni uppi. 12. Miðstjórn Framsóknar fer á fund Sig. Egg. og Kl. J. og leggur til, að tveir menn héðan að heim- an fari til Osló og vinni með Sv. B. að væntanlegu samkomulag'i. Harður árekstur við Eggerz, sem neitar fyrir sitt leyti, fyr en þing' komi saman. Dróst málið enn. Vetui’inn áður voru útvegsmenn á fundum í Rvík að ræða um till. Kaabers. Kom þá í ljós almennur uggur við afleiðingar almennrar útilokunar. Flygenring var hrædd- j ur um ísf’isksöluna í Englandi. Formaður Fiskifélagsins ritaði þinginu 1923 bréf í þessum anda fyrir fortölur sinna manna. Einar þorgilsson afsakaði sig fyrir að hafa verið við frv. riðinn. Ól. Thors þorði þá ekki að láta á sér kræla, er hann fann hvað félagar hans lögðu til. 13. 1 þingbyrjun felur Kl. Jóns- son landbúnaðarnefndum beggja deilda tollmálið, og viðurkendi þannig, hverjum málið kæmi mest við. Síðan lét hann halda lokaðan fund í sameinuðu þingi um tollinn. Tr. þ. bar fram kröfuna um sendi- nefnd. Jón þorl. mótmælti og krafðist ráðrúms fyrir flokk sinn að athuga málið. Sá frestur varð nokkrir dagar. 14. Á næsta lokuðum fundi bar J. þ. fram svör íhaldsmanna. Vildu þeir enga menn senda og fá atkv- greiðslu um, að í engu yrði slak- að til við Norðmenn. Framsóknar- menn mótmæltu atkvæðagreiðslu og heimtuðu nú frest fyrir sitt leyti. Stjórnarskiftin drógust vegna fylgisleysis Jóns þorl. Á þeim tíma tókst Framsókn að fá stjórnina, sem var að fara, til að velja Jón Árnason og Pétur Ólafs- son til Noregsfarar með hálfu samiþykki íhaldsins, sem þorði ekki að halda endanlegri synjun til streitu. 15. Deilan milli Norðmanna og Dana út af Grænlandi var mjög áköf. Norðmönnum lá ákaflega rmkið á því, að íslendingar yrðii þeim yfirleitt velviljaðir, eins og á stóð. Tr. þ. bar í þingbyrjun fram hin nafntoguðu frv. sín um algert verslunarbann á norskar vörar og • skip, ef ekki næðist samkomulag um kjötið. Tollstríð hafði staðið í nokkur missiri á þann hátt, að ís- lenskir bændur biðu aðaltjónið. Ef Noregi var lokað fyrir ísl. bænd- um, vildi Tr. þ. að Islandi væri lokað fyrir norskum skipaeigend- um og kaupmönnum. þessi frv. voru þyngsta lóðið, sem lagt var á vogarskálina bændanna megin í allri baráttunni. Tidens Tegn, áhrifamesta blað Norðmanna, benti á, að þó Framsókn væri nú í minnihluta, þyrfti jafnvægið lítið að breytast til þess að Tr. þ. kæmi sínu máli fram, ef óvinátta færi vaxandi. 16. Stjómskiftin komu nú. Ihaldsstjórnin hætti að láta land- búnaðarnefndir hafa málið með höndum, en fékk það í hendur sjávarútvegsnefndum. Sást í því stefnubreyting, og bersýnileg hlut- drægni við bændur, þótt betur rættist úr en til var stofnað. 17. Nú fór málið að ganga betur í Noregi. Áður voru varla með okk- ! ur nema hinir sögumentuðu Norð- menn, Mowinckel ráðherra, rit- stjórarnir Lavig og Gullvaag, Eskeland skólastjóri, próf. Paaske o. fl. slíkir menn. Nú komu nýir vinir vegna frv. Tr. þ. Fyrst Grænlandsforklfarnir, sem vildu þá síst beran fjandskap íslend- inga. I öðru lagi verslunarmenn og útgerðarmenn á vesturströndinni, sem með engu móti vildu algerða útilokun vegna hagsmuna sinna. 18. Úrslitastundin kom þegar Ihaldsstjómin ætlaði að slíta samn ingum. Framsókn reynir miðlun- artill., en henni er vísað frá með atkv. allra Ihalds- og Sjálfstæðis- mér þó ekki grunlaust, að Jónas sé eins og skussarnir í stærðfræði, sem gagnslaust er að leggja rækt við, því þeir geta ekki skilið. Ætla eg þá í bili að gerast skóla- stjóri, en Jónas sé lærlingur. Hugsum okkur að kennari við Samvinnuskólann sé sakaður um brot gegn kennaraskyldunni. Eg rís upp, ræðst á Jónas og lýsi hann meðsekan, því hann muni ekki hafa bannað kennaranum að brjóta. Síðan rekst eg á, að ein- hverjir Framsóknarmenn hafa á þingi sakað ónafngreinda skóla- stjóra um lélega stjórn og af- skiftaleysi. Mundi mér nú duga, að ætla að sanna með ræðum þessum að Jónas væri sekur um brot kennarans ? þetta væri þó alveg hliðstætt því, er Jónas gerir. Slík rök ná ef lil vill til lítt hugsandi manna. I augum hinna eru þau aðeins ottur um miðlungs gáfnafar þess, er þeim beitir. Vænti eg, að mér sé óþarft að sanna frekar, að ræða samherja minna, þær er höldurinn steypir vélar sínar úr, séu deilu okkar óviðkomandi, og alóhæfar til sönn- unar á sekt minni. Eg held þá áfram kenslunni, og manna, móti atkv. Framsóknar og J. Baldv. — Síðan knýr Tr. þ. fram endanlega atkvæðagreiðslu um hvort slíta skuli. Sama aðstaða og í fyrra sinnið, nema að IJákon og M. Torfason urðu nú Fram- sóknarmegin. Stjórnin hafði unn- ið sigur. En lið hennar var hrætt. Næsta morgun var skeytinu breytt í þá átt, sem Tr. þ. hafði viljað, og þráðurinn ekki slitinn. 19. Nokkrir dagar liðu. M. Guðm. lét þá þingm. hafa vélrit- að frv., sem var varaskeifa Mbl.- manna. þar kom endurborin en afbökuð till. Tr. þ. frá fyrsta hausti kjöttollsins. títvegurinn skyldi nú bæta bændum verðlækk- unina. Ól. Thors bauð sömu boð í Mbl. Munurinn var sá að Tíminn gerði ráð fyrir bráðabirgða skaða- bótum, helst aðeins í eitt skifti. En væri norska markaðinum lok- að, hlaut það að standa lengi. Slík uppbót hafði marga galla. Hún var líkleg til að verða goldin með eftirtölum og prettum. Ef illa veiddist og tap var á útgerðinni, mátti gera ráð fyrir, að þessi „styrkur“ til bændanna hætti sjálfkrafa. Margir útvegsmenn héldu fram, að ísl. bændur biðu engan skaða. Neytendur í Noregi bæru allan hallann. En með boðum M. G. og Mogga var játuð hin upp- runalega kenning Tímans um sam- bandið milli útilokunar Norð- manna og tollsins. Ef Mbl.menn hefðu viðurkent þessi sannindi strax, hefði mátt spara landbúnað- inum mikið fjártjón. 20. Skoðun Norðmanna á að- stöðu þeirra kemur fram í ræðu Holmboe ráðh. Norska stjórnin lét fiskiveiðastjórann fyrst þinga um málið, og þar næst verslunar- ráðuneytið. Ráðherrann telur að Norðmenn hafi fengið þó nokkuð í smn hlut og nefnir leyfið fyrir verksmið j urnar, haf nargj öld, skipagjöld, leyfið með bátana, og loks hinar vinsamlegu útskýring- ar. Ráðherrann segir, að hér sé ekki um samning að ræða, heldur samkomulag. Hinn afsagði þing- rnaður við Mbl. var í því efni illa að sér sem oftar. Hann átti í sum- ar langar útistöður við Kr. B. um „samninginn!“ við Norðmenn. En sannleikurinn er sá, að báðir aðil- ar geta kipt að sér hendinni fyrir- varalaust. Norski ráðherrann tel- ur vaxandi andúð Isl. gagnvart Noregi eina ástæðu til samkomu- lags, og vitnar í margar skýrslur íæðismannsins hér. þetta var rétt. 1 sjálfu sér eru íslensku samvinnu- mennimir langvingjarnlegasti hluti íslendinga gagnvart Norð- mönnum, eins og í Noregi, þar sem helstu Islandsvinirnir eru bænda- sinnar og í frjálslynda eða fram- gríp þau dæmi, úr grein Jónasar, er mér sýnast í fljótu bragði liggja beinast við. Frönsku togararnir verða þá hendi næstir. Eg sannaði, að á síðustu 7 ár- um hefðu þeir verið hlutfallslega 18 sinnum oftar dæmdir fyrir land helgisbrot en ísl. togaramir. Jón- as segir, að ísl. togararnir séu mik- ið teknir í landhelgi, en staðhæfir ennþá, að þeir frönsku séu „lítið teknir“. Af þessu mundi leiða, að 18 sinnum meira en mikið væri lítið, og er það ný setning í rökfræð- inni. þegar Jónas talar um ísl. tog- arana, vill hann halda því fram, að einasta gagnsemi loftskeyta- tækjanna sé bætt aðstaða til land- helgisveiða. Ef þetta er rétt, hversvegna eru þá tæki þessi svo nauðsynleg hinum sauðfrómu Frökkum, að löngu áður en þau voru sett á nokkurt ísl. skip, var hver einasti franskur togari, er hér stundaði veiðar, búinn þeim? En sé það hinsvegar svo, að Frakkar telji sig hafa margvís- lega þörf tækjanna, svo sem til þess að gefa gagnkvæmar upplýs- ingar um aflabrögð, hvort mundi sóknarflokknum þar. En eins og ísl. samvinnumennirnir eru sann- gjarnari í garð Norðmanna held- ur en Kr. Bergsson og hans nótar, sem virðast trúa norsku þjóðinni til alls ills, eftir orðbragði hans í Mbl., þá var líka frá samvinnu- mönnum mestrar mótstöðu að vænta, ef beitt var ósanngirni. Ef Norðmenn hefðu neitað sann- gjörnum samningum, hefði sam- vinnuflokkurinn fyrir sitt leyti sett hart á móti hörðu. Ræðismað- ur Noregs hefir réttilega athugað þessa breytingu. Sá flokkur Is- lendinga, sem mesta samúð hefir með frændum okkar í Noregi, var að snúast til andstöðu. Stórblaðið „Tidens Tegn“ skildi þetta rétti- lega. það gerði ráð fyrir að Fram- sókn myndi taka upp þykkjuna íyrir bændur, en hinir flokkarnir fara sér hægt. þetta var í sam- ræmi við meðferð málSins. Skýrslur ræðismannsins um vax- andi andúð og áhrif hennar á mál- ið, kemur vitanlega tekjumegin hjá samvinnublöðunum og Fram- sóknarfl., þar sem önnur blöð og flokkar hefðu gjarnan látið málið sofa til efsta dags. Að lokum minn- ist ráðherrann á verslunina, beinu ferðirnar frá Björgvin, og versl- unina. Sést þar, að útilokunarfrv. Tr. þ. höfðu hitt á veikan blett, sem svar við útilokun bændanna. Og með niðurlagsorðunum um að láta dóminn bíða þar til fiskimenn (og Krossaneseigandinn) komi heim, sýnir, að hér komu hags- munir móti hagsmunum. Önnur lausn kom meirihluta Norðmanna ekki til hugar. Meðferð kjöttollsmálsins sýnir straumhvörfin í þjóðlífinu. þegar fiskútflytjendur töldu sig í hættu með markað á Spáni, beittu kaup- menn og útgerðarmenn þegar í stað áhrifum á þing og stjórn, og létu afnema bannlögin til að bjai’ga við því, sem þeir töldu vera hagsmuni sína. En þegar bændur lentu í hættu með aðalvöru sína, þá dróst málið missirum saman, og bakaði hverju heimili í sveit stórskaða. Hversvegna varð þessi Lið? Af því bændur höfðu ekki með sér félagsskap. þeir voru sundraðir og dreifðir. þessvegna gleymdi meirihluti þingsins þeim. Einu varnartæki bændanna í þessu efni voru samvinnublöðin og Framsóknarflokkurinn. Fyrir aðgerðir þessara aðila var sigur unninn að lokum. En að málið dróst svo mjög úr hömlu, var ein- göngu að kenna því, að það vant- aði sterk stééttarsamtök um land- ið alt. Vonandi verða þau komin á áður en mörg missiri líða. Svo dýr er reynsla bænda orðin í kjöttolls- málinu. J. J. þá ekki líkt um íslendinga, og þó ndklu fremur, er þeir vikulega sigla til hafnar, og geta altaf flýtt afgreiðslunni, með því að síma út- gerðarmanninum hvenær þeir komi og hvers þeir þurfi? Rökvís maður mundi ekki hafa flaskað á þessu eins og Jónas gerii'. En rökvísinni má þó færa tilhneigingar hans til tekna, því þótt undarlegt sé, er Jónasi þann veg farið, að ísl. athafnamenn hatast hann við, og gerir þeim all- ar illar getsakir, en eigi erlent auðvald hlut að máli, skortir hann ekkert nema skottið. Eg kem þá að því, er Jónas sak- ar mig um að hafa atyrt Ásgeir alþingism. Ásgeirsson og skip- stjórann á skipi hans. Ekiki einu einata ónotaorði vék eg að þeim, enda hefi eg síst ástæðu til þess, En eg gerði annað, og það hefir áreiðanlega hver meðalskarpur maður skilið. Eg setti Ásgeir í minn stað. Hugsaði mér síðan að Morgunbl. hefði svívirt hann á sama hátt og Jónas mig, og það er þessi ímyndaða óþokkaaðferð Morgunblaðsins, sem Jónasi blöskrar alveg. Ætti það að vera óhlutdrægur dómur um framferði Jónasar við mig. Vélar. Jónas Jónsson þykir hroðvirkur blaðamaður. Hin langa grein hans í síðasta tölubl. Tímans ber þó vandvirkninni órækt vitni. Hefir Jónas lagt sig þar allan fram. Stíllinn er lipur, léttur og læsileg- ur, og njóta blaðamannshæfileik- ar hans sín ágætlega. En öll er greinin jaínframt talandi vottur eins höfuðveikleika Jónasar, þess, hve mjög hann skortir skarpleik í hugsun, svo að aldrei má treysta að honum lánist að draga rökrétt- ar ályktanir. Skal þetta nú sýnt með nokkr- um dæmum, en árás Jónasar jafn- framt hrundið. I deilu okkar J. er nú málurn þannig komið, að hann hefir iðr- ast framkomu sinnar við skipstj. á Agli, og kannast við, að frá upp- hafi hafi árásinni verið að mér beint. Mergur málsins er því sá, hvort eg sé meðsekur um brot það, er skipstjórinn var sakaður um. þetta hefir Jónas líka skilið, og er hann að því leyti á réttri braut, að hann leggur höfuðáherslu á að sanna það. En þegar til sannan- anna kemur, hnýtur hann um sljófleikann. þrír þingm. íhaldsflokksins hafa í þingræðu ráðist mjög hvat- skeytlega á ótilgreinda skipstjóra og útgerðarmenn. Er árás sú mjög ómakleg, en deilu okkar Jónasar óviðkomandi. Ber að skoða hana sem venjuleg þing-stóryrði, sem Jónas má kannast við. Er þetta meðal annars bert af því, að sá eini ræðumanna, er afskifti hefir af útgerð, sýnist ekki fyr hafa mælt þessi orð: „það er opinber leyndardómur, að loftskeytatæki og annað slíkt er fyrst og fremst haft á skipunum vegna landhelgis- veiða“, en hann gekk út og keypti slík tæki handa skipi sínu. En eigi verður þó annað séð, en Jónas sé saklaus af því að væna þennan mæta mann um að vilja stuðla að landhelgisbrotum. Enginn ræðumanna minnist einu orði á mig, og er það vafa- laust, að þeir munu allir fúsir að votta, að við mig hafi þeir síst átt. Öll árás Jónasar á mig er því bygð á orðum þeirra um aðra menn. Eg skal nú leitast við að sýna Jónasi, hvert það leiddi, ef rök- fræðinni væri þannig misbeitt. Er

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.