Tíminn - 24.01.1925, Qupperneq 4
16
T 1 M I N N
og síðar labbað upp í hæstarétt,
ef hann hefði verið viss um að
skipstjóri borgaði. A. m. k. bendir
meðferð hans á M. M., Á. FL, Há-
kon og Ottesen ekki á, að hann sé
yíirleitt nærgætinn við hjú sín.
6. þá játar Ól. Th., að hann hafi
ekki rekið skipstjórann. Ástæður
telur hann tvær. Fyrst er Ól.
mjög hræddur um, að hæstiréttur
hafi dæmt alveg rangt. í öðru lagi
er hann þakklátur fyrir afla.
öamkvæint dómi hæstaréttar hef-
ir Ól. a. m. k. í eitt skifti fengið
óleyfilegan fisk. Var það svo mik-
íð, að það yfirborgi sektina ? Ann-
ars er helst svo að sjá, sem Ól. sé
að hugsa um að ganga í verka-
mannaflokkinn, og nefnir í því
skyni tvo leiðtoga verkamanna,
sem hann virðist halda að séu
hæstarétti reiðir og haíi tortrygt
réttinn. En sú hlið kemur ekki
þessu blaði við.
7. Ólafur þykist vera særður út
af því, að bent hefir verið á léleg-
ar gáfur hans, og ennþá lélegri
mentun. Sá dómur er á engan hátt
bygður á því, að hann mun hafa 1
verið neðarlega í skóla og „fallið í
gegn“ a. m. k. einu sinni í skóla,
sem ekki er ýkjaþungur, úr því
Jón Kjartansson komst í gegn, þó
hann kunni svo lítið í dönsku, að
hann heldur að orð sem þýðir ‘
„hækja“, sé haft yíir hugtakið !
„krukka“, og setur þetta í blað
sitt. Ólafur gæti verið sæmilegur
bæði að greind og mentun, þó að
hann hafi fallið í gegn, en vita-
skuld eru það ekki meðmæli : ‘
sjálfu sér. Skoðun mín á hæfileik- ;
um hans hefir myndast við að ;
kynnast verkum hans. Og þó að
Ól. þyki það máske hart, þá er eg i
mjög hræddur um, að greinar
hans í þessu máli og frammistaða
öíl verði til að gefa skoðun minni
varanlegan stuðning. Og ekki mun
það spilla, þegar Ól. fer að þjóna
lund sinni í „merði“.
Ólaíur hefir gefið upp höfuðvígi
sitt með því að vonast eftir áð
flýja undan ákærum Á. Fl., Otte-
sens og Hákonar, sem ekki gerðu
neinar undantekningar. En auk
þess hefir hann orðið að stytta
herlínu sína með því að gefa upp
10—20 smærri virki. 1. Hann ját-
ar þannig þegjandi ábyrgðina á
pésanum, sem ritstjórinn afneit-
aði. 2. Sömuleiðis að 4 ísl. togarar
voru teknir í Garðssjó, af ekki
merkilegri bát en þeim, sem síðar
flutti sprúttið í land. 3. Viður-
kennir með þögn, að það hafi ver-
ið M. M. „í storminum" sem sýkn-
aði Egil, og átti að fá lofið sem af-
burðadómari. 4. Játar óbeinlínis,
eins og allir vita, að hann borgar
sektina. 5. Játar að honum kemur
ekki til hugar að reka skipstjór-
ann. 6. Viðurkennir með þögninni
að breitt var yfir nafn og tölu
skipsins, þegar brotið var framið,
og gefur enga skýringu. 7. Gefst
nú alveg upp við að verja sjóð-
þurðina miklu á Siglufirði 8.
Dylgjar um brot skipstjóra (á
Walpole?) þó að engar sannanir
séu um sekt manns þess, er því
skipi réði. Sést á því, að allmörg
hyggur hann brot landa sinna. 9.
Afsakar ekki Jón þorl. fyrir að
segja á þingi til vamar brotlegum
ísl. skipstjórum, að brot þeirra sé
hálfu minna en útlendinga. 10.
Játar með þögninni að hann veit
hve sterklega Á. Á. tók fram í
þingræðu að togaraútvegurinn
megi ekki byggjast á svikum. 11.
Játar með þögn, að hann 'hafi
vonskast við J. M. út af áfrýjun-
inni, en ekki fyr, af því honum
þótti Jón ekki líkl. til dugnaðar.
12. Viðurkennir sömuleiðis gremju
yrði sitt í garð Jóns út af krossum
dansks ræðismanns í Englandi. 13.
Ber ekki á móti hinni mannsterku
för upp í hæstarétt. 14. Finnur
ur að ekki var gott að hafa Jón
þorl. skildingalausann í Flóamýr-
unum, úr því Flóapeningarnir voru
hjá J. M. og M. G. famir í veislur.
Nú stendur ekki steinn yfir
steini í greinum ól. og skal því
staðar numið að sinni. J. J.
----------------o----
þÓRARINN JÓNSSON
fyrir rétti.
Frh. af 1. siðu.
var þá þegar farinn að hafa tölu-
verð skifti af samvinnumálum, svo
að ekki skorti óvild milliliðanna.
En þeii' urðu þá þegar að sætta sig
við þá staðreynd, að eg hefði ekki
einu sinni vitað að verkfall væri í
aðsigi, fyr en fregnin bai'st út um
bæinn.
Fjórði liður þór. er, að eg sé
byitingamaður fyrii' að hafa greitt
atkv. móti afnámi bannlaganna.
þetta sýnir:
a Að þór. hugsar í þoku og
blandar saman ofbeldi og venju-
legu löggjafarstarfi.
b. Að ef allir voru ofbeldis-
rnenn, sem ekki vildu afnema baim
ið, þá heíir meirihluti almennings
verið bolsevikar 1923, því að það
kom fram í umræðunum, að fisk-
kaupmennirnir þorðu ekki að láta
Lera málið undir þjóðina með al- ;
mennri atkvæðagreiðslu, því þeir '
óttuðust að meirihluti kjósenda j
fyigdi banninu.
c. Eg var kosinn á þing meðan
afnámið stóð til. Kjósendur mín-
ir vissu allir skoðun mína á bann-
raálinu. þór. getur svikið sína kjós-
endur fyrir mér, en hann hefir
engan rétt til að heimta svik af
mér.
d. I Noregi greiddu margir
helstu fulltrúar bændaflokksins
og vinstrimanna atkv. móti af-
i’ámi bannlaganna, eins og eg und-
ir nákvæmlega sömu skilyrðum.
Fimti liður er að eg hafi kosið
B. J. í bankaráðið. Eftir því ætti:
a. Bjarni frá Vogi að gera bylt-
ingu í íslandsbanka.
b. Ef Bjarni gerir byltingu í
bankanum, er það á ábyrgð íhalds-
manna, því að þeir ákváðu að hann
skyldi fara í bankaráðið, að laun-
um fyrir að hann studdi J. M. til
valda.
c. Sekt íhaldsins um bankabylt-
ingar Bjarna, ef einhverjar verða,
er því meiri, þar sem flokksbræðr-
um þórarins var svo mikið í mun
að koma honum í „ráðið“, að þeir
kusu hann engu að síður, þó að
þeir vissu að Bjarni greiddi Kl.
J. atkvæði.
Sjötti liður er að eg sé byltinga-
maður af því eg tali um peninga
kaupmanna og útgerðarmanna
með „stakii lítilsvivðingu“. Út af
þessum lið vildi eg taka fram:
a. Að þórarinn nefnir engin
dæmi máli sínu til sönnunar. ,
b. Að hann segi-r ekki hvernig
hann sýnir aurum kaupmanna
„staka virðingu“. Krýpur hann á
kné? Legst hann flatur? Sleikir
hann þessa skildinga, ef hann
kemst í færi, t. d. hjá síldveiða-
mönnum, sem hann hittir í Rvík?
c. Var Jónas Hallgrímsson
bolseviki, er hann sagði: „Klækin
er kaupmanns lund, kæta hana
andvörp föðurleysingjanna“?
d. Var upphafsmaður hinnar
lögboðnu trúar hér á landi of-
beldisseggur, er hann talaði með
„stakri lítilsvirðingu“ um peninga
maurapúka sinnar samtíðar og lét
ser um munn fara, að hægra væri
að koma úlfalda gegnum nálar-
auga en ríkum manni í himnaríki ?
Ætlar þór. að ráðast á kristindóm
og kirkju?
Sjöundi og síðasti liður er það,
að eg sé byltingamaður fyrir að
vinna að því, að gera samvinnufé-
lögin hér á landi pólitisk, af því
félögin séu pólitisk í Rússlandi.
þórarni mun henta betur að selja
nábúum sínum fóðursíld, en að
sletta útlendum fróðleik. Hann
sýnist jafnilla að sér um erlendan
fróðleik eins og erlend orð.
a. I fyrsta lagi er það algerlega
ósatt, að Rússastjórn hafi gert
kaupfélögin þar í landi að sjálf-
stæðum flokki. þvert á móti hefir
stjórnin tekið af félögunum
sjálfsforræði og gert þau að eins-
konar ríkisrekstri.
b. í öðru lagi er þórami sýni-
lega ókunnugt, að aðalfundir
ensku kaupfélaganna hafa skipað
svo fyrir, að félögin þar skuli
koma fram sem sérstakur stjórn-
Girðingarefni
frá Norsk Gærde og Metaldukfabrik Oslo
Gaddavír allar stærðir
Vírnet allskonar
Stólpar og Lykkjur
Vír og vírnet frá þessari verksmiðju eru mikið þekt hér áður
og fyrir löngu viðurkend fyrir gæði.
Það verð sem við getum boðið hefur ekki þekst lengi.
Hvað segir þú t. d. um það ef þú getur fengið 1 kílómeter
af þéttriðnum og sterkum vírnetum ca. 1 meters háum fyrir ca. kr.
320.00 komið á næstu höfn við þig.
Við sendum girðingarefnið hvers á land sem er gegn eftir-
kröfu. Stæri’i pantanir afgreiðum við beint frá verksmiðjunni.
Verðlisti sendur ókeypir þeim er óska. Allar frekari upplýsing-
ar fúslega gefnar.
Mjólkurfélag Reykjavfkur
Sími 517 Símnefni: Mjólk Pósthólf 717
Biðjið m $
Ca.psian, |
i
Navy Cui í
i
Medium i
c
reyktóbak. 1
<
Verð kr. 4,60 dósin, % pund (
<
Vagnhjól
£rá Moelven Brug
fást hjá
Sambandí isl. samvínnuíélaga.
Tilbúinn áburður.
Noregssaltpétur. - Superfosfat. - Kali.
Ghilesaltpétur.
Kali verðui’ fyrirliggjandi frá því um miðjan febrúar.
Superfosfat kemur í mars og apríl. Við höfum einkaumboð
fyrir ísland á superfosfati frá Lysaker kemiske fabriker, Oslo, sem
mun vera samkepnisfærasta verksmiðja til sölu á íslandi í þeirri grein,
enda verður verðið hjá okkur ca. 33% lægra heldur en superfosfat
var selt hér á landi síðastliðið sumar.
Noregssaltpétur og Chilesaltpétur verður fyrirliggj-
andi i maí. Verðið verður mun lægra en síðastliðið sumar, enda mun-
um við, eins og altaf, leggja kapp á mikla umsetningu, og þarafleið-
andi gerum við okkur ánægða með litla álagningu.
Sáðhafrar — Grrasfræ.
Þeir, sem reynt hafa, vita að við höfum undanfarið haft bestu
sáðhafrana og enginn hefir getað útvegað þá eins ódýra. Gras-
i'ræ okkar verður keypt í samráði við ráðunaut Búnaðarfélagsins, og
munum við að sjálfsögðu leggja kapp á að hafa það gott en sem
ódýrast.
Allar þessar vörur sendum við hvert á land sem er gegn eftir-
kröfu. Stæri’i pantanir getum við afgreitt beint frá verksmiðjunum til
kaupenda á næstu höfn (er sldpin koma á).
Sendið pantanir sem fyrst.
Mjólkurfélag Reykjavíkur,
Sími 517
Símnefni: Mjólk
Pósthólt' 717
málaflokkur bæði við bæjarstjórn-
ar- og þingkosningar.
c. Ástæður til þess, að enskir og
íslenskir samvinnumenn halda
saman í stjómmálum, eru tvær.
Fyrst að kaupmenn héldu saman í
leyni móti þeim og vildu vinna fé-
lagsskapnum alt það mein, er þeir
gátu, einmitt með starfsemi
íhaldsins. I öðru lagi leiddi það af
því, að samvinnustefnan er sjálf-
stæð lífs- og heimsskoðun, að þá
lætur hún líka til sín taka á stjóm-
málasviðinu.
d. I fáfræði sinni sér þórarinn
ekki, að einmitt sú staðreynd, að
eg er í samvinnuflokknum, og eftir
skoðun hans hefi átt þátt í að
móta flokkinn, er frá hans hendi
fullkomin játning á því, að eg get
ekki um leið verið í öðrum flokki
með gersamlega ólíku markmiði.
Eg lýk nú máli mínu. Tilgangjn-
um -er náð. Hversdagslegur Mbl.-
maður hefir verið látinn standa
við rógmælgi sína og flokks-
H.f. Jón Sigmundsson & Co.
JNÆ illnr
og alt til upphluts sér-
lega ódýi't. Skúfholkar
úr gulli og silfri. Sent
með póstkröfu út um
land, et' óskað er.
Jón Sigmundsson gullsmiður.
Sírni 383. — Laugaveg 8.
bræðra sinna um að við Fram-
sóknarmenn værum sekir um skoð-
anasvik. Hvað er nú oi'ðið úr hin-
um sundurlausa vaðh? Ekki neitt.
Langsamlega meirihlutann tók
þór. aftur strax. Og það sem hann
vildi standa við, hefir sýnt sig að
vera íáránleg ósannindi.
Tæplega getur hugsast fávís-
legri vitleysa heldur en megin-
kenning hinna pólitisku sögu-
smetta íhaldsins víða um land.
Samvinnumenn áttu að efna til
byltinga og ofbeldisverka. Engum
er bylting fjær skapi. Engir þurfa
síður slíkra átaka með. Samvinn-
an hefir í öllum löndum, þar sem
hún hefir náð fótfestu, bætt kjör
alls almennings með hægfara
framþróun. Húsakynnin hafa
batnað vegna samvinnunnar,
jarðabætur aukist, fatnaður fjöl-
breyttari , og hollari, betri fæða,
meira um bækur, ferðir til náms,
og þroskandi skemtanir. þar sem
samvinnan er sterk, getur ekki
orðið bylting, af því þar ná ekki
að þroskast þau fræ ranglætis og
kúgunar, sem fæða af sér harð-
stjórn og ofbeldi.
það var þessvegna óheppilegt, ef
þjóna átti sannleikanum, að gera
byltingai’hættuna að höíuðein-
kenni samvinnuflokksins. Megin-
kosti flokksins var breytt í höfuð-
ásökun.
En ef taka átti einhvern í þess-
um flokki og gera tortryggilegan,
þá var, ef satt átti að segja, einna
erfiðast að rógbera sér í lagi fyrir
byltingarlöngun þann af þing-
mönnum flokksins, sem greinileg-
ast hafði markað hinn róttæka
mun á lokatakmarki samvinnu-
manna og sameignai'manna.
Og það þarf því miður ekki að
gera ráð fyrir því, að þessi lyga-
herferð gegn Framsókn hafi verið
byrjuð í gáleysi. Meðferð þór. á
grein „Z“ sýnir, að hann hefir
cireift út ósannindum um stefnu
Framsóknar gegn betri vitund.
Löngunin til að tefja fyrir fram-
förum þeim, sem samvinnustefn-
an beitist hér fyrir, hefir orðið
þessum mönnum óviðráðanleg.
þórarni er hér gefið tækifæri
til að verða notaður í þjónustu
góðs máls. Ef til vill hefir slíkt
tækifæri ekki borist honum í
skaut mjög oft áður. Hann er not-
aður til kvikskurðar í þágu stjóm-
málalífsins á Islandi. Enn hefir
hann gefið allgóða raun. 1 orðum
hans og athöfnum hefir fundist
meginið af þeim sóttkveikjum,
sem einkenna flokk hans. Með því
að endurtaka tilraunina nokkrum
sinnum enn, meðan hann er hér í
vetur, ætti fyrir vorið að hafa
safnast yfirgripsmikil reynsla um
starfshætti íhaldsins. J. J.
----o----
Ritstjóri Tímans hefir legið
rúmfastur undanfama viku, en er
nú á batavegi.
Áskorun. Stjóm íhaldsflokksins
hefir í einum af dilkum M'bl. dylgj-
að um að einhver Framsóknar-
maður hafi gert sig sekan í laga-
broti við að spilla fyrir útbreiðslu
kaupmannablaðs. Hérmeð er skor-
að á miðstjórn íhaldsmanna að
rökstyðja dylgjur sínar opinber-
lega, og nefna nöfn. Annars verð-
ur þetta tekið sem vísvitandi
ósannindi.
Riitstjóri: Ti’yggvi þórhallsson.
Prentsmiðjan Acta.