Tíminn - 07.02.1925, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.02.1925, Blaðsíða 4
24 TlMINN Framh. frá 1. síðu. Sambandsins. Og alt sem Hallgrím ur sagði og gerði um samábyrgð- ina var sem talað út úr hugum þeirra. Hinu sama höfðu þeir bar- ist fyrir í Kaupfélagi pingeyinga | mörgum árum áður en Hallgrímur tók við sambandinu. Milli þessara höfuðleiðtoga og allra þeirra helstu samverkamanna í félögun- um hefir aldrei komið nein tor- trygni gegn samábirgðinni né yfir leitt hjá neinum samv.manni sem hefir haft sæmil. þekkingu á þeim málum, nema fáeinum sérstökum mannlýtamönnum, hér og þar á landinu. Og nálega altaf hefir mátt rekja feril stórkaupmann- anna heim að arinhellu slíkra manna. Hverir hafa sett samábyrgðina á í íslensku kaupfélögunum ? Allir þeirra bestu menn og skaparar fé- laganna, en áhrifamestir hafa þar verið Hallgrímur Kristinsson og Pétur Jónsson. Hvað hefir samá- komnir, þar geta þeir, í næði, skrifað fjarlægum ástvinum, og þar er bréfum til þeirra veitt mót- taka, og þar er þeim leiðbeint á ýmsan hátt. í frístundum fá þeir til afnota ýmiskonar töfl, bækur, blöð og tímarit. þar að auki geta þeir tekið þátt í söng og hljóðfæra slætti, hlustað á fræðandi fyrir- lestra og guðsþjónustur. Hjá nærliggjandi þjóðum, sem eru komnar svo langt á undan oss Islendingum í þessu tilliti, er starf þetta álitið að hafa, frá menning- arsjónarmiði, stórkostlega þýðing. Enda hefir það haft, bæði ment- andi og göfgandi áhrif á eldri og yngri, og ekki síst, það hefir verið mörgum hjálp, til þess að varð- veita hremleik hjartans. II. Sjómannastofaa í Reykjavík er safnaðarstarfsemi beggja safnað- anna í sambandi við félögin K. F. U. M. og K. I stjóm eru: Biskup dr. Jón Helgason, formaður, síra Árni Sigurðsson, síra Bjarni Jóns- son, kaupm. Árni Jónsson, frú Guðr. þórðardóttir, cand. theol. S. Á. Gíslason, kaupm. Sigurbjörn porkelsson, féhirðir. Síðan stofan tók til starfa hefir hún átt miklum vinsældum að fagna, og fer gestum hennar stöð- ugt fjölgandi af innlendum og er- lendum sjómönnum. það hefir ver ið mörgum sjómönnum, sem ekki eiga heima hér í bæ, kærkomið í frístundum, að geta setið 1 hlýrri og bjartri stofu og skrifað heim, eða skemt sér við tafl, lestur inn- lendra og erlendra blaða og tíma- rita eða bóka. Margir meðal sjó- manna leika á hljóðfæri, og eru yf- irleitt söngelskir. J>ar af leiðandi hefir „Orgel harmonium“ stofunn ar, sem óspart er notað, verið mik- ill gleðiauki. Á árinu hafa 8 þúsund gestir heimsótt stoíuna. það sýnir, hve mikii þörf hefir verið fyrir þetta starf. 2 þúsund bréf voru skrifuð af sjómönnum, og úr pósti var 1700 bréfum veitt móttaka og komið til skila. Ennfremur hefir stofan verið hjálpleg við peninga- og símskeytasendingar, því við- staða í höfn er oft stutt, en stofan opín löngu eftir að pósthúsi og síma er lokað. Stofan á vísir að bókasafni, og er það gjöf frá skipshöfninni sem var á e.s. Borg. því bættist álitleg gjöf á árinu frá nemendum Vél- stjóraskólans, „þakklæti fyrir skemtilega samverustund á stof- unni“. Nemendur Stýrimannaskól ans, sem útskrifuðust s. 1. vor, sendu stofunni innrammaða mynd af sér, skólahúsi og kennurum og fylgdi lík kveðja. Jólasamkomur með jólatré og veitingum voru haldnar fyrir er- lenda og innlenda sjómenn og fékk hver gestur böggul með hlut í, sem hverjum sjómanni er ávalt kærkominn, svo sem: vetlingar, treflar, sokkar nærföt o. þ. h. v? O' W w & 3 w rt 3 rrf- < e 8 3 o< >1 p- vr 5' P £ co 3 vf sr aq H-1 • ►—t P cr i= w w O & 3 CO 3 O' P P a* o aq p o* 5 > _ o £ m g. c/3 C« 2Í" O p. -5 CD w 2T ?! ti § S- co 3 = w cr co o* O- u. CD íás ?; a cr vr W ct> 3 5' crq c+ o 2 B £ p 3- * S9 (T> 3 Tf- B pr < w 2. 3' E “ rr to S 00 3* PT tzi o QO w p p 3 CD CV Oq VT C 3 ö! ízí o o tzS o >f>. OD a> 02 P B5 3 3 8» JB 3 ° S Oq *-3 •4 c» cjq 9T 9T e—j* c 3 >-! rt> V) ►o p œ rt> C- 3- o« C V 3 C- a* c o» p tr ci> rt> PT a* rt3 c- a> c >-í 3 3 3 3 3 3 3 3 g 3 & C œ V!- s 2. 3' >-! rt> vj pr 3 C 03 C- o> c •-! &. >3 P < 03 C- o« c >-! pr aq 3 p -i Oq s; cT rt3 C *“! h->1 >—‘ tO O >-* ts -J M Oi O! U> O' O’ byrgðin gert fyrir kaupfélögin og Sambandið? Hún hefir verið líf- akkeri þeirra.Án hennar hefðu þau verið þróttlaus og margklofinn hreppsfélagsskapur, ofurseldur geðþótfa innlendra og útlendra kaupmanna. I stað þess að vera helsi og fjötur á félögin hefir hún verið frelsisgjafi þeirra. Hverjum kemur samábyrgðin við? Kaupfé- lagsmönnunum eingöngu, sem hana nota. Hvers vegna eru kaup- menn og þeirra sendisveinar hat- ursfullir við samábyrgðina? Af sömu ástæðu og Filistear hötuðu hár Samsonar hins sterka. And- stæðingarnir vita að meðan samá- byrgðin er í kaupfélögunum verða þau sterk og sjálfstæð, og óháð ó- þörfum miliiliðum. Sigur kaupfé- laganna er óleysanlega tengdur við samábyrgðina. Og Hallgrímur Kristinsson skapaði Kaupfélag Ey firðinga og Sambandið með því að ' hagnýta samábyrgðina út í ystu æsar. J. J. Munir þessir voru gefnir af ýms- um velunnurum starfsins, og frá Danmörk var sendur fjöldi böggla þar á meðal 2 frá drotningunni. Nokkrir þeirra sem fengu vöru- skip um jólaleitið, fengu stofuna til að halda líkar samkomur, — á sinn kostnað — fyrir skipshafn- irnar. Auk þessa voru haldnar á árinu um 20 gleði- og skemtisamkomur, með kaffidrykkju, hlj óðfæraslætti og söng, eða fræðandi fyrirlestr- um og skuggamyndum. Guðsþjónustur voru 42 á árinu, auk þess sem á hverju kvöldi, áður en lokað er, er sunginn sálmur og stutt bæn flutt. — Guðsþjónust- um þessum og kvöldbænum er vel tekið af sjómönnum, og á vertíð- inni er sérstaklega spurt eftir þeim. Til dæmis kom íslenskur skipstjóri eitt sinn í fyrra, áður en hann lagði út, með alla skipverja — þeir voru 30 — og bað um sér- staka guðsþjónustu. Einnig hafa verið haldnar guðsþj ónustur á dönsku, norsku og ensku. Gestir stofunnar hafa flestir ver ið íslenskir, en þar að auki hafa heimsótt hana: Færeyingar, Dan- ir, Norðmenn, Svíar, Finnar, Eng- lendingar, Frakkar, þjóðverjar. Einnig menn frá Afríku og Ame- ríku o. s. frv. þetta er aðeins lauslegt yfirlit yfir liðið starfsár. Öllum þeim, sem kynnast vilja þessu starfi nánar, er hjartanlega velkomið að líta inn á stofuna hvenær sem er. s \ III. það dylst engum, að starf þetta blýtur að kosta fé. það hefir líka verið sjómönnunum ljóst, og hafa þeir manna best styrkt það. Marg- ir aðrir hafa og drengilega styrkt það, þar á meðal útgerðarmenn rnargir. Yfirleitt hefir þetta starf mætt hlýleik og samúð manna, og hafa margir orðið til þess, að rétta því hjálparhönd á ýmsan hátt og geta menn fengið allar fjárhags- legar upplýsingar starfs þessa hjá gjaldkera, sem með gleði veitir gjöfum móttöku. Öllum gefendum og styrktarmönnum, og ekki síst húsráðendunum á Vesturgötu 4, færi eg hjartans þakklæti allra þeirra, sem að starfi þessu standa. Ekki hefi eg orðið var við ann- að, en því væri vel tekið af þeim, er sóttu Sjómannaguðsþjónust- urnar í kirkjunum, að mönnum gafst tækifæri til þar, að leggja fram gjöf, starfi þessu til stuðn- ings, og margir kirkjugesta voru prestunum þakklátir fyrir þá hug- ulsemi, að þeir á þann hátt, tengdu saman söfnuð og þetta starf. Sunnudaginn 1. febrúar er sjó- mannadagurinn í ár, og verða þá haldnar Sjómannaguðsþjónustur í táðum kirkjum bæjarins, ennfrem ur í báðum kirkjunum í Hafnar- firði og í kirkjunni á Akranesi. Fagurt væri ef alment yrði flagg- að í bænum til að auka hátíð dags- ins. ■— Vonandi verða slíkar guðs- 1 þjónustur samtímis í öllum kirkj- um landsins að ári, á þeim degi, er fundinn verður best til þess fall- inn. Óska að menn og konur vildu biðja fyrir þesu starfi, og sjó- mönnum. Ekki einu sinní á ári, heldur stöðugt. 30. jan. 1925 Jóhs. Sigurðsson. Yfirlýsing. Jón Kjartansson þingmaður Vestur-Skaftfellinga hefir gerst ritstjóri Morgunblaðsins og Isa- foldar. það er opinberlega sannað með vottorði fulltrúa bæjarfógetans í Reykjavík, að þriðjungur fjár- magns þessara blaða er í höndum útlendra manna. það má ennfremur teljast sann- að að útlendir menn búsettir hér á landi, eigi auk þess mikið í blað- inu og útlendur maður er formað- ur blaðútgáfufélagsins. Loks verður það að teljast stór- hættulegt að útlendir menn stofni þannig til áhrifa á stjórnmál Is- lands, en hinsvegar er sannað með framburði fyrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, þorsteins Gísla- sonar, að hann varð að láta af ritstjóm vegna þess, að hann vildi ekki hlýða skipunum hinna útlendu eigenda, en ritstjóraskift- in verða af eigendanna hálfu að teljast gerð í því skyni, að hafa full ráð á hinum nýju ritstjórum. Af ofantöldum orsökum getum vér, alþingiskjósendur í Vestur- Skaftafellssýslu, ekki unað því með neinu móti að þingmaður vor sé í slíkri stöðu. Vér þolum það ekki að þingmaður vor sé með þessum hætti bendlaður við út- lenda menn sem stofna til áhrifa á íslensk stjórnmál. Vér lýsum því þessvegna yfir að vér berum fult vantraust til hans sem íslensks al- þingismanns og skomm hér með á hann að leggja þegar í stað niður þingmensku. [Undir rituð nöfn 395 kjósenda í Vestur-Skaftafellssýslu]. Fyrir löngu veitti Jón Kjartans- son viðtöku þessari vantrausts- yfirlýsingu. En ekki bólar á öðru en að hann ætli að setjast á þingbekkinn í dag. J>að er meir en helmingur þeirra sem kusu í Vestur-Skaftafells- sýslu síðast, sem ritað hafa nöfn sín undii' vantraustið. Aldrei hefir slíkt borið við á Is- landi fyr! Aldrei hefir þingmaður fyr sýnt slíka bíræfni að setjast á þingbekk með yfirlýst vantraust kjósenda sinna á baki. Einsdæmin eru verst! ----o---- FjirirwmJJ. LíiéIs. Á fundi á Akureyri hefir Björn Líndal dylgjað um að eg og helst tveir aðrir þingmenn úr Fram- sóknarflokknum höfum á síðasta þingi greitt atkvæði um kjöttolls- málið í samræmi við óskir síldar- manna, en móti hagsmunum bænda. Ef Björn hefir verið með fullum mjalla er hann slepti þess- um orðum, er hér með skorað á hann að skýra opinberlega hvern- ig þessi hringavitleysa er komin í huga hans. Jónas Jónsson frá Hriflu ----o---- A víð og dreif. Borgarnessfundurinn. Pétur þórðarson og Framsókn vann glæsilegan sigur á fundinum í Borg- arnesi. Höfðu sýslumaður, læknir og kaupmennirnir allir mikinn viðbúnað. Umræður stóðu í 12—13 tíma. Hallaði í liverju máli á „dótið“. Bilaði þá kjarkurinn og og flúðu margir heim, svo að framgengu allar tillögur Fram- sóknarmanna. Meðal margra góðra ræðumanna er lögðust á sveif með P. þ. er einkum rómuð frammistaða Her- valds Björnssonar skólastjóra. Hafði liann talað vel svo að frábært þótti. Ræktun viS hverahita. Ragnar Ásgeirsson garðyrkjumaður liefir nú í vetur framkvæmt merki- legar gróðurtilraunir við Laugarnar bjá Rvík. þar á land Olsen kaupmað- ur, félagi Fengers hins nafntogaða. Olsen er bæði kaupmaður og bóndi. Hann hefir stórt bú við Laugarnar, um 20 nautgripi, 80 svín, þegar mest er og mikið af kyngóðum hænsum og öndum. Fyrir eitthvað 4 árum bygði Olsen gróðurhús við laugalæk- inn, líklega hið fyrsta á íslandi. F,n lítið varð úr því, vantaði sérfróða að- stoð. Ragnar kom þá þar til skjal- anna. Var í haust reist allstórt byrgi með glerþaki, og við það lítill klefi svo sem 2 m. á lengd og mjór og lág- ur að því skapi. í aðalskálanum geymir Ragnar mold og lauka, en i afhýsinu lætur hann jurtirnar þróast, og er þar hiti mikill. f stórhríðum og frostum þróast þarna litfögur, ang- H.f. Jdn Sigmnndsaon & Co. Ahersla lögð á ábyggileg viðskifti. Millur, svuntuspennur og belti ávalt fyrirliggjandi. Sent með póstkröfu um alt land. Jón Sigmundsson guIIsmiSur. Sími 383. — Laugaveg 8. Laus staða. Framkvæmdarstjórastaðan við Kaupfélag' Eskifjarðar er laus til umsóknar frá deginum í dag að telja. Umsóknir stílist til stjórnai- íélagsins, og skulu þær vera komnar til hennar eigi síðar en 15. apríl n. k. Umsækjendur skulu tilgreina launakjör þau, er þeir vilja hafa, og láta fylgja einhver skilríki fyr- ir verslunarþekkingu sinni. þess skal getið að félagið getui' látið framkvæmdai'stjóranum í té íbúð í húsum félagsins, ef óskað er. Staðan veitist frá 1. júní n. k. að telja. Eskifirði 9. janúar 1925. F. h. stjórnar Kaupfélags Eskifjarðar. Jón Valdimarsson. andi skrauthlóm. Við laugahitann mætti öllum að skaðlausu hafa svo sem 200 álika gróðrarstöðvai' eins og þessa. Fyrir mörgum árum sagði norska skáldkonan Hulda Garborg: íslendingar geta ræktað handa sér nóg aldini við hverahitann. Senni- lega rætist sú framsýni. Ragnar Ás- geirsson og Bjarni frá Knarax-nesi á líeykjum, liafa riðið á vaðið í ve.tur. þeir byrja með blóm. Síðar verða væntanlega færðar út kviarnar. Hver veit nema síðarmeir geti þúsundir manna lifað af ræktun við hveravatn- ið? það er íull ástæða til þess fyrir alla sem unna ræktun landsins að fylgjast nákvæmlega með tilraunum Ragnars. Iiinn fyrsti árangur gefur mjög miklar vonir. ** -----O---- Tveir þýskir togarar strönduðu nýlega hér við land, og týndi öll skipshöfnin lífi af öðrum. þingmenn eru allir komnir nema Björn Líndal. Leigði lands- stjórnin sérstakt gufuskip til þess eins erindis að sækja Halldór Steinsen vestur til Ólafsvíkur. Hún sparar á öllum sviðum bless- uð. Búnaðarþingið var sett um miðja vikuna. Allir hinir kjörnu aðalfulltrúar sitja það nema Bene dikt Blöndal í Mjóanesi. Kom í hans stað varafulltrúinn, Hall- grímur bóndi þórarinsson á Ket- ilsstöðum. Rauði krossinn. I framkvæmda- stjórn Rauðakrossfélagsins hafa verið kosnir: Sveinn Björnsson formaður, Gunnlaugur Claessen varaformaður, Magnús Kjaran verslunarstjóri, Björn ólafsson heildsali og Guðmundur Thórodd- sen læknir. Hinum allra bestu við- tökum hefir félagið átt að fagna hér í bænum og er hins sama að vænta er félagasöfnun verður haf- in um land alt. Eru hinar bestu horfur á að félagið geti þegar tek- ið myndarlega til starfa. Alþingi verður sett í dag. Engin stjórnarfrumvörp hafa verið send til þingmanna. En sú fregn geng- ur fjöllunum hærra að stjómin beri fram frumvarp um að lög- leiða herskyldu á Islandi fyrir alla menn á aldrinum 20—50 ára. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.