Tíminn - 14.02.1925, Side 4

Tíminn - 14.02.1925, Side 4
28 T í M I N N Framh. frá 1. síðu. ms“ (1897 — 84—85). Um sama Sjálf- stæðisíorkólfinn: „Jtað er ekki hugs- anlegt að maður, sem vinnur alt af eiginhagsmunahvöt einni — — sem er jafn-treggáfaður og N. N. og ekki bet- ur innrættur, geti gefið út annað en saurblað" (1897 — 85). Valtýr þm. Vestmannaeyja er kallaður „hinn ómögulegi Fuglaskerjadoktor-' (1897 — 85). pjóðviljinn ungi er nefndur „Jijóðvillusnepiir (1897 — 85). Einu þjóðskáldinu er lýst svo: „Menn sjá í anda rímarann og félagsmálafiflið, er hreykir sér upp af engu og hefir hátt“ (1897 — 85). J>á kemur röðin að öðrum þjóðkunnum Heimastjórnarleiðtoga: „Eg hefi nógu marga og nógu svarta vitnisburði um N. N.“. Um sama: „Að N. N. lia.fi aldrei haft sjálfstæða sann- íæringu, og hafi hann liaft einhvern snefil af henni, þá liefir hún verið föl til leigu eins og húðarbykkja". — — ,.N. N. stillir sína ryðguðu kaffi- konjaksraust í íinasta prófessorstóni". — „J)að sem hinum sprittráma fræð- ara liggur á hjarta“.---„þaö var einmitt gatistinn sjálfur, sem var sá íræðandi". — — „En svona fer það aldrei í neinni sannri sögu um N. N. skóiagatistann, sem er kunnur að því meðal mentaðra manna að vera einn hinn grunnlesnasti fleiprari, sem nokkurntíma hefir hælt sér af því að hafa smogið gegn um neðrihluta iataínuskólans". — Og enn um hinn sama: „pað einasta sem menn vildu játa var að liann væri generalgortari og erkifux" (1897 — 86—87). Annar Heimastjórnarmaður er kallaður „Landsfiflið", og bætt við um ritdóm eftir þann sama mann, að greinin sýni „hina lægstu lubbalund" og að maður komi engum á „óvænt með nokkrum lágsálarskap eða aulahætti" (1897 — 99). Svona»var „tónninn" í blöðum okk- ai fyrir nærri 30 árum síðan. Hér hefir talað einn hinn hæfileikamesti niaður sinnar samtíðar. Af blaði hans má sjá að hann hefir í lengstu lög forðast liarðyrði um andstæðinga sína. F.n straumur samtíðarinnar her hann út í liringiðuna. Heit deilumál koma. Andstæðingarnir vega að Einari úr öilum áttum. J)jóðin sjálf, sem blöðin les, fordæmir stóru orðin í verki, en fagnar þeim í hljóði. Og þegar ritstjóri Dagskrár hlóð valkesti eins og Gunn- ar á Hliðarenda við Rangá úr sigruð- um andstæðingum, þá fann hinn veiki tn dómsjúki almenningur að á *vör- um skáldsins fæddust þau hin beisku orð, sem hugur þeirra þráði, en gat ekki fundið. Enn betur verður þetta andlega samneyti lesara og ritstjóra Ijóst, er öll hin gömlu átrúnaðargoð gamla fólksins úr blaðaheiminum koma og segja, hvernig þjóðin hefir viljað skrifa. J. J. Alþingi. Alþingi var sett laugardag síð- astliðinn. Allir voru komnir til þings nema Björn Líndal. Magnús Jónsson dósent flutti ræðu við guðsþjónustuna. Forseti sameinaðs þings var endurkosinn Jóhannes Jóhannes- son bæjarfógeti með 20 atkv., Sig- urður Eggerz fékk 5 atkv. en 16 atkvæðaseðlar voru auðir. þórar- inn á Hjaltabakka var endurkos- inn varaforseti með 18 atkv., en 22 seðlar voru auðir. Skrifarar sameinaðs þings voru endurkosn- ir: Ingólfur í Fjósatungu og Jón A. Jónsson. ** Forseti neðri deildar var endur- kosinn Benedikt Sveinsson með öllum atkvæðum. Varaforseti þor- leifur Jónsson í Hólum með 14 atkv., Jón A. Jónsson fékk 12 atkv. Skrifarar sömu og áður: Magnús Jónsson og Tryggvi þór- h allsson. 1 efri deild voru deildarstarfs- menn endurkosnir: Halldór Steinsson forseti, síra Eggert vara forseti og Einar á Eyrarlandi og Hjörtur skrifarar. Fastanefndir voru kosnar ann- an þingdaginn: Fjárhagsnefnd: Nd.: Kl. J. (form.), H. St., Sv. Ól., Jak. M., HAVNEMÖLLEN KAUPMANNAH0FN mælir með sínu alviðurkenda rúgmjöli og hveiti. Meiri vörugæði ófáanleg. S.I.S. slclftir eizA.g'öxxg-CL -viö oicIcuLr. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. J. A. J., M. J., B. L. — Ed.: Ingv. P., J. J., Sig. E., B. Kr., Jóh. Jós. Fjárveitinganefnd: Nd.: þorl. J. (form.), Ing. Bj., B. J., J. Sig., P. Ott., þór. J., Tr. þ. — Ed.: Einar Á., Guðm. Ól., Jóh. Jóh., Hj. Sn., I. H. B. Landbúnaðarnefnd: Nd.: P. þórðar. (form.), H. St., M. Torfa., Á. J., H. Kr„ — Ed.: Sig. J„ E„ P„ Hj. Sn. Sjávarútvegsnefnd: Nd.: Ásg. Ásg. (form.), Jak. M„ J. Bald., Ág. Fl„ Sigurj. J. — Ed.: Ingv. P„ B. Kr„ Jóh. Jós. Samgöngumálanefnd: Nd.: Kl. J. (form.), Pétur þ„ Sv. ól„ J. A. J„ H. Kr. — Ed.: G. Ól„ Sig. J„ E. P„ Hj. Sn„ Jóh. Jós. Mentamálanefnd: Nd.: Jör. Br. (form.), Ásg. Ásg„ Bernh. St„ B. L„ Sigurj. J. — Ed.: J. J„ Sig. Egg„ I. H. B. Allsherjarnefnd: Nd.: M. Torfa (form.), Bernh. St„ J. Bald., J. Kjart., Á. J. — Ed.: J. J„ Jóh. Jós„ E. P. — Annars hefir fátt gerst á Al- þingi enn. Hefir stjórnin orðið síð- búin með frumvörp sín. Munu all- mörg þeirra ókomin fram enn. Er lítillega vikið að stjómarfrum- vörpunum sumum á öðrum stað í blaðinu og verður gert nánar síðar. Við fyrstu umræðu fjárlaganna fiutti fjármálaráðherra ræðu all- langa, sem venja er til, og verður að henni vikið síðar. ----o---- Breyting á landi. Á næstliðinni öld og það sem af er þessari, hefir bygð mjög spilst og eyðilagst af sandágangi og uppblástri í Ranárvallasýslu. Á meðal þeirra jarða, er hafa eyði- lagst að mestu, eru stórbýlin Klofi cg Stóru-Vellir á Landi. Langmest- nr hluti landsins er uppblásinn, en þó mikið væri eyðilagt, þ. e. mjög sandorpið, tánast nokkur gróður upp úr því á sumrin, með stærri og minni gróðalausum blettum, sem stækka árlega, og minka þá grasblettimir að sama skapi. Skepnur sækja mjög í þann gróð- ur, er kemst upp úr sandinum, svo að á haustin sést þar ekki sting- andi strá, er geti veitt sandinum viðnám næsta vetur. Heldur eyði- leggingin því alt af áfram. I fyrrasumar (1923) lét Búnað- arfélag Islands girða allstórt svæði af Stóru-Valla landi, er þannig var á sig komið. það sem óblásið var af gamla túninu, ler.ti a.5 vísu inij- an í þeirri girðingu; munu oftast hafa fengist af því 30—40 hestar. Að öðru leyti var land þetta ekki yrkt, nema hvað skepnur gengu um það á vorin og sumrin og hirtu stráin jafnóðum og þau gægðust upp úr sandinum. Næstliðið sum- ar var heyjað í girðingu þessari um 600 hestar. Leyfði þó sand- græðslustjóri eigi að slá, nema þar sem gróður var nokkurnveginn samfeldur, og ekki nærri flögum, né þar sem rót var mjög veik. Flögin höfðu mjög minkað og komin meiri og minni gróður í þau víðast hvar. því eftirtektaverðari er þessi breyting, sem jörð var miklu ver sprottin þar um slóðir en í meðalári, en þarna var slægja mjög góð og heyfallið jafnast á við töðu eða jafnvel betra í sauðfé. ----o----- Fárviðri og manntjón. Um há- aegi á sunnudag brast á ofsarok með hríð af norðaustri, og hefir það valdið miklum slysum á sjó og landi. Botnvörpuskipin fyrir Vestur- landi urðu flest eða öll fyrir áföll- um og sum enda komin mjög hætt, lögst á hliðina og sjór kom- inn í vélar- og farmrými, svo að skipverjar urðu að standa dægur- langt í austri. En á landi hafa orð- ið fjárskaðar nokkrir, þótt enn sé eigi greinilega af því frétt sakir símslita. Úti varð unglingspiltur frá Dal- vík í Eyjafirði, IJalldór Grant að r.afni. Ennfremur Vermundur Guðmundsson frá Hujúkum í Húnavatnssýslu, maður við aldur og lasburða, íanst viö túngarðinn a Iinjúkum. Bóndinn 1 Skyttudal í Ilúnavatnssýslu hafði brugðið sér til næsta bæjar; kona hans, Rósa að naíni, freistar að bjarga sauðfé í hús þegar hríðin brestur a, en verður úti. En hörmulegastar eru þó frétt- irnar frá Flysjustöðum í Kol- beinsstaðahreppi. Drengur 11 ára og stúlkubarn 7 ára höfðu verið send til þess að huga að hrossum skamt utan við túnið. Áður en þau koma aftur, skellur hríðin á. Fað- ir þeirra fer þegar að svipast að þeim, finnur börnin, en villist með þau og hefir sig hvergi í skjól það sem eftir var dags. Börnin gefast i upp og deyja í fangi föður síns, en ■ sjálfur kemst hann til næsta bæj- ar fyrir tilviljun síðast um kvöld- ið. Á Flysjustöðum var ekki fleira manna en hjónin með þessi tvö börn og var móðirin því ein heima, þar til bóndi hennar kom heim, daginn eftir. Svo var ofviðrið mikið um þess- ar slóðir, að 19 menn, sem voru á ferð með 14 hesta, höfðu sig ekki áfram eftir upphleyptum þjóð- vegi, veðrið slengdi hestunum hvað eftir annað, og urðu menn- irnir að setjast að þar sem þeir gátu enga heytuggu fengið handa hestnuum. Vestur-Húnavatnssýslu 3. jan. 1925. Hún verður naglrekin lík- kista Ihaldsins um það er lýkur. Ofan á alla naglasúpuna, sem áð- ur var til, hafa á þessu ári bæst svikin á þinginu í vetur við flest það, sem fegurst var galað um fyrir kosningarnar, svo sem sparn- að og samfærslu á starfsmanna- haldi hins opinbera og þinghaldi; ráðabreytnin í kjöttollsmálinu, framkvæmd innflutningshaftanna, framlagið til framkvæmdar jarð- ræktarlögunum, Johnsens-kolin, sem farið er að kvisast um út um sveitirnar, Krossanesmálin og af- nám landbúnaðarlánadeildarinnar. þetta eru nú helstu gauramir sem maður veit um að orðið hafa til á árinu, og vildi eg leggja það til, að nokkrum þeirra yrði á sínum tíma komið fyrir í iljum óskapnað- arins, svo síður sé hætta á að hann gangi aftur. Borgarfiiði 10. jan. 1925. Mér fer ekki úr minni sagan sem for- maður Eimskipafélagsins hafði að segja af íslendingnum, sem aug- lýsir í dönsku blaði hlutabréf Eim- skipafélagsins með vægu verði gegn vörum. Er okkur sveita- mönnunum slíkt nýnæmi, því satt að segja hefði maður svarið fyrir að slíkt mundi eiga sér stað. En þetta vekur til hugleiðinga. Er hér ekki sama knéð áð fylgja kviðnum og það, sem íhaldið læt- ur landbúnaðinn íslenska kenna á ? Er um eðlismun að ræða? Er það nema stigmunur? Er ekki hvoru- tveggja sprottið af lundinni þeirri að meta mest eigin hagsmuni, sína eða sinna? „Ekki vatn, ekki vatn, sem eg hefi sjálfur sótt“, sagði eiginmaðurinn,sem hafði það mik- ið konuríki, að hún synjaði hon- um þyrstum um svaladrykk. Ekki einu sinni landbúnaðarlánadeild, með veltufé, sem nemur einu tog- araverði, má unna sveitunum. Er það ekki hastarlegt! Ellegar fram- k.oman í kjöttollsmálinu! Eða þá framkvæmdin á innflutningshöft- unum! Fengu ekki silkikaupmenn- irnir að flytja inn silki, allir sem einhverntíma höfðu flutt þá vöru- tegund áður, núna fyíir jólin. Maður skyldi ætla að því væri þó logið. Önei, silki var flutt inn. Og samdægurs er sest við að skrifa bx’éf í því háa stjórnarráði um það, að við megum ekki fara svo óvar- lega í sveitunum að fá okkur nokk- urra króna lán til að byggja fyi’ir hlandfor. Ættarmótið er það glögt, að eg tel bestu vonir um að í sveit- unum búi það miklir ættfræðingar, að þeir finni í þessu öllu saman einn og sama þokkaskapinn. Manntjón. Enn er stórt skarð höggið í sjómannahópinn ís- lenska. Mótorbáturinn „Solveig“ úr Hafnarfii’ði fórst í ofviðrinu um síðustu helgi, með allri áhöfn. Voru á honum þessir menn: Björn H. Guðmundsson formaður og Kristján Albertsson stýrimað- ur, báðir af ísafirði, Lárus Sveins- son vélstjóri úr Reykjavík, Guð- mundur Helgason frá Patreksfirði og Friðjón Hjartarson frá Hellis- sandi. Nýtt blað. „Dagblað“ er farið að koma út í bænum. Ritstjórar Árni Óla blaðamaður og Guðmundur Kr.‘ Guðmundsson frá Vegamót- um. Virðist ætla að verða ágætt fi’éttablað. Halldór Vilhjálmsson skóla- stjóri á Hvanneyri er fimtugur í dag, og er hann staddur hér í bæn- um, á Búnaðarþingi. Látinn er hér í bæ þorleifur J. Jónsson barnakennari, gamall borgari og merkismaður. Búnaðarþing mun enn standa alllengi fram eftir næstu viku. Liggja fyrir þinginu fleiri mál til úrskurðar en nokki’u sinni fyr. Herskyldufnimvarpi landsstjórn- arinnar var útbýtt í þingdeildun- um í dag. Verða nú þeir að trúa, sem ekki hafa viljað, hingað til. Samsæti halda Búnaðarþings- menn og aðrir starfsmenn Búnað- arfélagsins, Halldóri Vilhjálms- syni skólastjóra, í húsi Búnaðar- félagsins í kvöld, í minningu fimmtíu ára afmælis hans. 1 morgun var honum afhent gjöf frá nemendum og samverkamönnum, stórlega vel útskorin hylla, er smíð að hafði Ríkharður Jónsson. Landssíminn. Sennilega hefir aldrei fyr ox’ðið jafnmikið um skemdir á landssímanum og orðn- ar eru í vetur. Tjón landsins af því, beint og óbeint, nemur vafa- laust mörgum tugum þúsunda króna. Menn eru ekki óhræddir um að tveim togaranna kunni að hafa hlekst eitthvað á, í óveðrinu um síðustu helgi: Leifi hepna og einum enska togaranum úr Hafn- arfirði. Hefir ekkert til skipanna spui’st síðan síðastliðinn laugar- dag, en þeir togaranna sem í höfn eru komnir og lentu í veðrinu, fengu margir þung áföll. Varð- skipið danska er farið að leita og í morgun fóru margir togarar af stað í sömu erindum. ----o---- Yfir landamœrin. LítiÖ ætlar aö verða úr efndunum hjá Ólafi Thors að fá sýknuvottorðin hjá Flygenring, Hákoni og Ottesen. Nú er varla fyrir Ólaf um annað að gera en manna sig upp og kúga þessa menn, úr því hann þykist hafa ein- hvern húsbóndarétt yfir þeim. H.f. Jón Sigmundsson & C*. Trúlofunar- hringarnir þjóðkunnu, úrval af steinhringum, skúf- hólkum og svuntuspennum, íí&Lcmargt fleira. Senf með póstkröfuútumland,ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður- Sími 383. — Laugaveg 8. MELOTTE Aðalumboðsmenn: Á. ÓLAFSSON & SCHRAM Simn.: Avo. Slmi: 1493 llíiiliii!S í Orimsiesi fæst til ábúðar í næstu fardögum. Uppl. gefur Crunnlaugur Þorsteinsson, Kiðjabergi. Laus staða. Framkvæmdarstjórastaðan við Kaupfélag Eskifjarðar er laus til umsóknar frá deginum í dag að telja. Umsóknir stílist til stjórnar íélagsins, og skulu þær vera komnar til hennar eigi síðar en 15. apríl n. k. Umsækjendur skulu tilgreina launakjör þau, er þeir vilja hafa, og láta fylgja einhver skilríki fyr- ir verslunarþekkingu sinni. þess skal getið að félagið getur látið framkvæmdarstjóranum í té íbúð í húsum félagsins, ef óskað er. Staðan veitist frá 1. júní n. k. að telja. Eskifirði 9. janúar 1925. F. h. stjórnar Kaupfélags Eskifjarðar. Jón Valdimarsson. Guðm. á Sandi hefir nú játað á sig í Merði að hafa ekki timt að kaupa sig inn i kveðjugildi Steingríms sýslumanns, eða leggja fé í gjafir til hans. Ennfremur játar Guðm., að Steingrímur hefir reynt að koma hon- um inn, þótt hann hafi auðsýnilega \ i tað um að Guðm. vildi ekki borga, og sést af því, að sýslumaður hefir bæði átt von á litlu og sætt sig við htið úr þeirri átt. í þriðja lagi sést að Guðrn. getur sætt sig við að láta þann, sem hann ekki tímir að gefa skiln- aðargjöf, draga sig inn ókeypis. Mikið hefir verið hlegið að Valtý fyrir náttúrufræðisþekkingu hans. Ný- lega talar hann um eyju suður í höf- um, þar sem ekki væru nein ferfætt kvikindi nema einn merkisfugl! Ranglega hefir Jóni Björnssyni ver- ið eignuð hin fáránlega þekkingar- villa um krukkurnar í Mogga. Nú vita menn með vissu að það er fyrverandi þingmaður Skaftfellinga, Kjartansen, sem gengur á krukkum út úr þing- salnum. Póstmeistari hefir hlaupið með ósannar dylgjur í Mörð, um einhvern samvinnumann úti á landi, sem ekki hafi greitt nægilega fyrir þeim dilk Mbl. — En er á herðir þorir póstmeist- ari ekki að standa við þvættinginn. X. Ritstjóri: Tiyggri þórhallsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.