Tíminn - 13.03.1925, Blaðsíða 1
©)aíb£sri
og afgrei&sluma&ur Cirrtans et
5igurgeir ^riérifsfou,
Scrmban6sí)ú®trai, Heffjauíf.
^fgreibðla
Címans cr i Sambaubsljúsinu
©pin baglega 9—\2 f. I?.
. Sfrni $96-
IX. ár.
Reykjavík 13. mars 1925
13. blað
Kæliskipsnefndin.
Niðurl.
TUlögur.
í umræðum um þetta mál, var upphaflega gert ráð
fyrir að nægilegt myndi vera að Islendingar eignuðust
skip með sterkum frystivjelum og væri kjötið fryst í
lestarrúmum skipsins. Við nánari athugun höfum við
komist að þeirri niðurstöðu að slíkur útflutningur
myndi verða ótryggur. Gæti skipið legið við bryggjur
á öruggum höfnum, væri þessi leið ef til vill fær, en
mjög óvíða hagar svo til, og myndi aldrei verða hægt að
treysta því, að skip gæti fengið fullfermi af nýju kjöti,
sem það yrði að tína saman á misjöfnum höfnum víðs-
vegar um land að haustinu. Sje kjötið aftur á móti fryst
í landi er hægt að haga útflutningnum eftir vild. Telja
Bretar að frosið kjöt breytist ekkert fyrstu þrjá mánuð-
ina óg geymist óskemt í tólf mánuði.
Við gerum ekki ráð fyrir útflutningi á kældu dilka-
kjöti í stórum stíl. þeir sem kunnugastir eru kjötsölu í
Bretlandi telja á því ýmsa annmarka. Kjötið helst ekki
óskemt nema fáa daga og verður því slátrun og ferming
flutningaskipa að ganga mjög fljótt hjer á landi. Kjötið
verður að selja strax þegar það kemur til Bretlands
hvernig sem markaðsástæður eru og væri um mikla flutn-
inga að ræða myndi sú viðbót, sem hjeðan kæmi á haust-
mánuðunum, án ef'a lækka markaðsverðið í Bretlandi þar
sem kjötið yrði að seljast strax. Kælt sauðakjöt hefir
heldur ekki verið flutt til Bretlands svo kunnugt sje,
nema lítilsháttar tilraunasendingar hjeðan tvö undanfar-
in haust og líklega tveir allstórir farmar frá Norður-
Ameríku árin 1902 og 1903. Væru flutningar og sala á
kældu sauðakjöti hagkvæm, mætti telja líklegt að meira
hefði verið flutt til Bretlands á þann hátt, en gert hefir
verið.
Tilraunir þær sem Samband ísl. samvinnufjelaga hef-
ir gert með útflutning á kældu kjöti benda í þá átt, að
varasamt muni að senda mikið af kældu kjöti til Bret-
lands í einu og þurfa að selja það samstundis. — Eru all-
mikil tímaskifti að því, hve mikið berst af nýju kjöti á
markaðinn og fer verðið eftir því. Sje kjötið frosið má
haga framboðinu eftir markaðsástæðum því engin hætta
er á að það skemmist, þó það sje geymt alllangan tíma.
1 Tímanum 2. febrúar 1924 er gerð grein fyrir til-
raun Sambandsins með útflutning á kældu kjöti 1923, og
álítum við ekki þörf að taka þá skýrslu upp hjer, en þess
rná geta að kjötið var sent í tveim sendingum til Bret-
lands og seldist fyrri sendingin fyrir 8,5 d. pr. lb. en sú
síðari fyrir 5,75—7,5 d. pr. lb. að meðaltali að öllum
kostnaði frádregnum.
Á síðastliðnu hausti sendi Sambandið aftur út kjöt,
1600 dilkaskrokka. Kjötið var ekki eins gott og haustið áð-
ur og varð vart skemda í nokkru af því, er það kom til
Bretlands. það seldist þó fyrir 8.27 d. pr. lb. að meðal-
tali, en kostnaður varð mikill, vegna þess hve víða það var
sent um landið. Nam flutningskostnaður, húsaleiga og
frysting 1.05 d. pr. lb. Uppskipun, akstur frá skipi og sölu-
iaun námu 0.58 d. pr. lb. Er það sá kostnaður sem aldrei
verður hjá kornist, en aftur á móti má telja mjög líklegt
að komast megi að mestu hjá flutningskostnaði með jám-
brautum, því ef um mikla kjötílutninga væri að ræða yrðu
skipin iátin sigla til London, Liverpool og annara stórborga
sem mest nota af kjöti, og myndi mestur hlutinn seljast
þar. Allar iíkur mæla og með því, að oft mætti selja kjötið
fyrirfram og spara með því geymslukostnað í Bi’etlandi.
Yrði þá kjötið geymt hjer á landi í frysti og íshúsum og
flútt til Bretlands þegar hentast þætti, og þó að nokkur
kostnaður yrði þeirri geymslu samfara, þá ber á það að
líta, að slíkur kostnaður yi’ði að mestu greiddur fyrir
vinnu í landinu á þehn tíma sem lítið er um vinnu meðal
almennings.
Okkur dylst ekki að það muni hafa mikinn kostnað í
för með sjer og taka nokkurn tíma að koma upp ís eða
fi’ystihúsum á helstu kjötútflutningshöfnunum, en við sjá-
um enga aðra leið, sem örugg geti talist til að tryggja
sæmilegan ai’ð af sauðfjárrækt landsmanna. Og okkur virð-
ist mál þetta svo mikilsvert fyrir afkomu allra lands-
manna að sjáifsagt sje að ríkið styrki þær endurbætur,
sem gerðar verða á þessu sviði. Gerum við ráð fyrir að
komið verði upp frystihúsum í öllum sauðfjárræktarhjer-
uðum sem liggja að sæmilegum útflutningshöfnum. Hefir
okkur talist til að ekki yrði fyrst í stað komist af með
færri frystihús en hjer segir:
Við Iiúnaflóa 2—3 frystihús,Skagafjörð 1, Eyjafjörð
1, Skjálfanda 1, Axarfjörð 1, á Langanesi 1, á Austfjörð-
um 2—3, við Breiðafjörð 1 og Faxaflóa 1.
Leggjum við fram sjerstakt frumvarp um lán úr ríkis-
sjóði til að koma upp fi’ystihúsum, og fylgir það hjer á
eftir.
Frumvarp
til laga um lánveitingar úr ríkissjóði til þess að reisa íshús.
1 greín. Árin 1926—1929, bæði árin meðtalin, heimil-
ast ríkisstjórninni að veita alt að 100.000 kr. að láni úr
ríkissjóði á ári til þess að reisa íshús.
2. grein. Skilyrði fyrir lánveitingu eru þessi:
a. Ishúsin sjeu í því skyni reist að frysta í þeim kjöt
til útílutnings.
b. íshúsin sj eu reist á þeirri höfn sem að dómi hlut-
aðeigandi sýslunefnda og hreppsnefnda er best til þess
fallin að vera miðstöð útflutnings á frystu kjöti í hlutað-
eigandi hjeraði eða hjei’öðum, en atvinnumálaráðherra
sker úr ágreiningi.
c. Vottoi’ð fylgi fi’á mönnum, sem atvinnumálaráð-
herra metur gilda, um það, að svo vel sje frá íshúsinu
gengið sem rjettmætt er að krefjast.
3. grein. Lánin veitast gegn tryggingu í húsinu og
ábvrgð sveita- eða sýslufjelaga. Hámark láns er 2/3 af
kostnaði við að i’eisa íshúsið og gera það nothæft.
4. grein. Vextir af lánum þessum skulu vera 4%, lánin
afborgunarlaus fyrstu 5 árin og afborgast síðan með jöfn-
um árlegum afborgunum á 10 árum.
5. grein. Lög þessi öðlast gildi.....................
Hjer á landi vantar að mestu reynslu um frystingu
á kjöti og rekstur frystihúsa. Við höfum reynt að afla
okkur upplýsinga um þessi atriði og höfum fengið bygg-
ingafi’óðan mann til að gera áætlun um kostnað við að
korna upp frystihúsum og jafnframt fengið nokkrar upp-
lýsingar frá útlöndum um verð á frystivélum af mismun-
andi stærðum, sem áður getur. Fylgir enn áliti þessu:
1. Afrit af brjefi til íslensku stjórnarski’ifstofunn-
ar í Kaupmannahöfn.
2. Svar stjórnarskrifstofunnar ásamt brjefi f-rá
Aktieselskabet Ths. Thomas Sabroe & Co., Aarhus, urn
verð á frystivjelum.
3. Afrit af brjefi til húsagei’ðarmeistara Jens Eyj-
ólfssonar.
4. Brjef frá hr. Jens Eyjólfssyni um kostnað við
byggingu fi-ystihúsa.
5. Verðlisti frá „Tlie Lightfoot Refrigeration Com-
pany Limited, London.
þó komið verði upp frystihúsum þá vei’ður það gagns-
laust nema sjeð sje fyrir flutningaskipi með kæliútbún-
aði. Hefir nokkuð verið um það mál rætt og ritað undan-
farið, einkum af formanni kæliskipsnefndarinnar, hr. E.
Nielsen framkvæmdastjóra Eimskipafjelags Islands. Tel-
ur hann að nýsmíðað skip, hæfilega stórt og vel útbúið til
þessara flutninga mundi kosta um V/% milj. króna. þetta
skip má nota til hvaða flutninga sem vera skal, þegar það
ekki er í kjötflutningum. Kæliútbúnaðurinn, ásamt því
Strandvarnarskip
íshús og kæliskip.
Landsstjórnin ber fram frum-
varp um það á Alþingi, að land-
helgissjóðurinn skuli fara að taka
til starfa. Megi verja úr honum
700 þús. krónum til þess að láta
smíða eða kaupa strandvanxaskip.
Jafnframt tekur ríkið á sig að
sjálfsögðu alla útgerð skipsins og
áætla kunnugir menn að hun muni
árlega kosta um 250 þús. króna.
Engan efa mun þurfa á því að
telja, að þetta verður samþykt á
Alþingi.
Eru það mikil gleðitíðindi og
munu menn um alt land samfagna
sjávai’bændunum, er þeir loks fá
þessa ósk uppfylta, að landið veiti
atvinnurekstri þeirra þennan mik-
ilsverða stuðning. Hafa þeir lengi
eftir þessu beðið og veldur nú
góðærið fyrst og fremst að fært
er að hefjast handa. —
Svo sem allir landbændur munu
einhuga fagna strandvarnarskip-
inu og fulltrúar þeirra á Alþingi
fúslega greiða því atkvæði að það
verði nú keypt, svo mun það hins-
vegar talið sjálfsagt að landbún-
aðurinn fái nú góða áheyrn um
framgang hinna miklu framfara-
mála hans sem einnig liggja fyr-
ir þinginu.
Er þar síðast að minnast þess
málsins sem rækilega er getið hér
að framan: að bændum verði gert
kleift að fara nú að nota í stórum
stýl enska kjötmarkaðinn, og þá
stórkostlega betri aðstöðu, sem
nú er sannað að því er samfara.
Á sínu sviði er þetta mál lang-
stærsta málið sem nú liggur fyr-
ir Alþingi, þar sem um er að ræða
tryggan og stórkostlega bættan
markað fyrir aðalframleiðsluvöru
bændanna, kjötið, en sá markað-
ur, sem þeir nú búa við er bæði
miklu lakari og verður auk þess
að teljast rnjög ótryggur.
Mundi Alþingis, þess er nú sit-
ur, lengi minst, ef það bæri gæfu
til að hrinda hvorttveggja í fram-
kvæmd: útvegun strandvarna-
skipsins fyrir sjávarútveginn, og
útvegun kæliskips og að reist
yrðu íshús, fyrir landbúnaðinn.
Að óreyndu skal ekki dregið í
efa að það verði.
Innlenda framleiðslan.
Seint í mánuðinum sem leið
var opnuð í Kaupmannahöfn kaup
stefna, sérstaklega helguð inn-
lendu framleiðslunni, hinum inn-
lenda, iðnaði. Og viðbúnaðurinn
var mikill vegna þessa. Dagblöðin
gáfu jafnvel út sérstök blöð til
þess að vinna fyrir innlendu fram
leiðsluna. Lengi hafa starfað • í
Danmörku félög sem vinna að því
að hvetja menn til að láta inn-
lenda framleiðendur sitja fyrir
viðskiftum. Heim að hverjum ein-
ustu bæjardyrum í Danmörku
koma háværar áminningar um
stuðning við innlendu framleiðsl-
una. Og tvímælalaust er að þetta
alt hefir borið mikinn og góðan
árangur. Allur þorri almennings
er vaknaður til meðvitundar um
að það er skylda, föðurlandsins
vegna, að styðja innlendu fram-
leiðsluna.
Áreiðanlega getum við Islend-
ingar lært mikið af Dönum í
þessu efni. Alment ei’u menn
ekld nærri nógu vakandi um að
styðja innlendu framleiðendurna,
með viðskiftum.
Heim að hverjum einustu bæj-
ardyrum ættu köllin að ná, svo
hver einasti hljóti að heyra.
þú átt að kaupa: íslenskan
kaffibæti, íslenskt smjörlíki, ís-
lensk kerti, íslenska sápu, ís-
lenska niðursoðna mjólk, íslenska
osta, íslenska skósvertu 0. s. frv.
Ef kaupfélag þitt eða kaupmað-
ur hefir þær ekki, átt þú að
heimta þær.
----0----
Alþingi.
Neðri deild samþykti þingsálykt-
unartill. um að skora á stjórnina
að krefjast þess af Dönum að þeir
skili oss öllum þeim munum ís-
lenskum úr söfnum sínum, er eigi
verður sannað um, að þeir séu
þangað komnir með réttum eign-
arheimildum. — I greinarg. er
þess getið að Danir hafi nú síð-
ast fengið öll skjöl og alla muni,
er snertu Slésvík, sem voru í
þýskum söfnum.
Fyrstu umr. um „varalög-
reglu“ er nú lokið, eftir fjögra
daga kappræður og snörp átök
um málið. Mátti til síðustu stund
ar eigi á milli sjá, hver yrðu ör-
lög frumv. Enginn ræðumaður
treystist til að lýsa fylgi sínu við
þáð óbreytt, ekki einu sinni sjálf-
ur flutningsm., fi’osætisráðherra,
hann virtist ætlast til að því yrði
umsteypt í nefnd. Má óhætt telja
að engu máli hafi verið vísað til
nefndar á Alþingi með eiris mik-
illi andúð og viðsjárhug frá
fylgdi nú. það kom berlega í Ijós
þingm. yfirleitt, eins og þessu frv.
í flutningi málsins hjá forsrh.
að „varalögreglan" fengi sitt
hlutverk þegar ófriðlega horfði, t.
d. í kaupdeilum og streitu milli
einstakra stétta; hann nefndi þau
dæmi, enda sló það feigðar-
skugga á frumvarpið, sem fylgir
því héðan af. það kom í ljós
snemma í umræðunum að móti
frv. stóðu í Nd. 13 þingm. —
Framsóknarflokkurinn, J. Bald.,
Magn. T. og Jak. M. -- En undir
umr.lok var gerð tilraun til að
vísa málinu frá með rökstuddi’i
dagskrá (frá Jak. M.). Mun það
hafa verið ætlun fl.manns að fleiri
þingmenn gætu sameinast um, að
láta frv. eigi tefja lengur tíma
þingsins í þessu formi, því að ekk-
ert gott mundi úr því spinnast
að sinni; en sumir mótstöðumenn-
frv. vildu þegar greiða atkv. um
það sjálft. Á hinn bóginn virtist
það kapps- og metnaðarmál
stjórnarflokksins og Bjarna frá
Vogi að koma frv. þó til nefndar,
hvað sem við tæki síðar, til þess
hnypruðu þeir sig sem fastast um
forsrh., — og það tókst með
stuðningi Ben. Sv. þm. N.-þ. —
Dagskrá Jak. M. vai' feld með
16:12 atkv., og frv. síðan vísað til
2. umr. með 15:13 atkv.,-að við-
höfðu nafnakalli, og sögðu já: Á.
Fl„ Á. J„ B. L„ H. K„ J. A. J„
J. K„ J. S„ J. þ„ M. G„ M. J„
P. 0„ S. J„ þ. J„ B. J„ B. Sv.
Nei sögðu: Á. Á„ B. St„ H. St„
I. B„ J. B„ Kl. J„ P. þ„ Sv. Ól„
Tr. þ„ þ. J„ J. Bald., M. T„ og
Jak. M.