Tíminn - 13.03.1925, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.03.1925, Blaðsíða 2
48 T ! H I If N lestarrúmi, sem frá gengi í klæðningar og tróð, er talið að muni nema um 200.000 krónum, svo í raun og veru er ekki hægt að telja meira framlagt vegna kæliflutning- anna en umræddar 200 þús. krónur. Aftur á móti mun óvarlegt að gera ráð fyrir að svona dýrt skip gæti borið sig fyrstu árin og þykir okkur því varlegra að áætla að allverulegur hluti af verði skipsins sje lagður fram af ríkissjóði og ekki gert ráð fyrir arði af því fje, nje fram- lögum einstaklinga, nema reynslan sýni að skipið borgi sig betur en við ætlum. Fer hjer á eftir frumvarp til laga um kaup á kæli- skipi: Frumvarp til laga um kaup á kæliskipi. 1. gi’ein. Með forgöngu ríkisstjórnarinnar skal undir- búningur þegar hafinn til þess að fullkomið kæliskip verði keypt til landsins. 2. grein. Ríkisstjórnin skal skipa 5 manna nefnd sjer til aðstoðar um að annast framkvæmd málsins. Nefndar- menn skulu skipaðir samkvæmt tilnefning Búnaðarfjelags íslands, Fiskifjelags Islands, Sambands íslenskra Sam- vinnufjelaga, Yerslunarráðsins og Eimskipafjelags Islands og skal fulltrúi hinnar síðastnefndu stofnunar vera for- maður nefndarinnar. 3. grein. Nefndin skal gangast fyrir hlutafjársöfnun um land alt til kæliskipskaupanna. 4. gi-ein. Úr ríkissjóði skal leggja fram, ef til kemur, alt að þriðjung kostnaðar við kaup á skipinu, í hlutafje, þó eigi yfir 600 — sex hundruð —þúsund krónur. 5. grein. Nefndin skal leita samninga við Eimskipa- fjelag Islands um að það leggi fram ákveðinn hluta hluta- fjárins sem þarf til skipakaupanna, sem verða mætti for- gangshlutafje, og um að það taki að sjer rekstur og stjóm kæliskipsins að öllu leyti. 6. grein. Nú þykir fullsjeð að nægilegt hlutafje aflist til skipakaupanna og hefir nefndin þá vald til, í samráði við ríkisstjórnina, að semja um smíði, eða um kaup á kæli- skipi, ráðstafa rekstri þess og gera nauðsynlega skipun á um hversu háttað verði eignarumráðum yfir skipinu. 7. grein. Lög þessi öðlast gildi..................... þó hjer sje gert ráð fyrir að smíðað sje nýtt og full- komið kæliskip, sem helst ætti að vera talsvert hrað- skreiðara en þau skip, er nú ganga hjer við land, þá telj- um við rjett, að leitað sje kaupa á gömlu skipi, ef það skyldi reynast hagfeldara. Til leiðbeiningar látum Við fylgja lista yfir öll kæliskip, sem nú eru í förum í eigu manna í breska ríkinu. Við höfum áður minst lauslega á álit kjötútflytjenda um kaup á kæliskipi. Má heita að allir, sem skrifað hafa nefndinni, sjeu einhuga um að leggja til að keypt sje skip með kæliútbúnaði. Fylgja brjefin hjer með. Við sjáum ekki ástæðu til að koma með frekari skýr- ingar við áðurnefnd frumvörp um lán til frystihúsa og kaup á kæliskipi, en þegar hefir verið gert í þessu áliti okk- ar. — En að lokum viljum við segja: pó við leggjum hina mestu áherslu á, að komið sje upp íshúsum í helstu kjöt- útflutningshjeröðum landsins svo fljótt sem því verður við komið, álítum við að ekki megi draga útvegun kæliskips þangað til íshúsin eru reist, heldur verði að gera ráðstaf- anir til að leigja eða eignast slíkt skip strax. Tilraunir þær, sem gerðar hafa verið, hafa þegai' sýnt það, sem þær áttu að sýna og geta sýnt, og er til- gangslaust að halda þeim áfram í sama horfi og áður. Nú er að því komið að geta aukið útflutninginn bæði af kældu kjöti og frosnu frá íshúsum, sem þegar ei-u til og þeim sem reist kunna að verða, en þessi útflutningsauki getur því að eins hafist, sje kæliskip útvegað, því kælirúm- ið í Gullfoss tekur ekki nema 1500—2000 skrokka á hausti. Væntum við að hinu háa Alþingi skiljist hversu mik- ið er í húfi fyrir bændastjett íslands um framkvæmd þessa máls. Reykjavík 26. febrúar 1925. Jón Árnason. Tryggvi pórhallsson. Umræðurnar voru snarpar og með köflum persónulegar. Mest kvað að því milli forsætisráðherra annarsvegar en Magnúsar Torfa- sonar og Jak. Möllers hinsvegar. Jak. M. kvaðst vera hlyntur auk- inni lögreglu, en frumv. væri flutt svo klaufalega að engin tiltök væru að vísa því til 2. umr. For- sætisráðherra gat þess að ábyrgð- armikið opinbert starf og staða ætti að leggja band á þingmann er því gegndi í framkomu hans í málum gagnvart stjórninni. Jak. M. mótmælti slíkum böndum. Kvaðst hann hafa það eftir mik- ils metnum manni úr fhaldsflokkn um: „að frv. um varalögreglu væri eins og vitlaus maður hefði samið það“. Taldi hann ógerlegt að fá þeirri stjórn lögreglu í hend- ur, sem léti útlendum mönnum óátalið haldast uppi greinileg brot á lögum í landinu. Magnús Torfason tók í sama streng og Jak. M. Mótmælti hann forsrh. af miklum móð, og taldi að í stjórnartíð hans, hefði dóms- málastjómina „sett niður“, þess- vegna væri undarlegt að hann flytti slíkt frv. nú, því áður hefði hann daufheyrst við kröfum um aukna laga- og tollgæslu, sem eðli- lega stafaði af því að í íhalds- flokknum væru ýmsir af helstu lögbrjótum landsins. Benti hann á aðrar leiðir til að styrkja lög- regluna í Rvík, t. d. að brunaliðið mætti kalla henni til aðstoðar ef sérstakar óspektir kæmu fyrir. Forsrh. svaraði aftur með mikl um þunga í garð ræðumanns, og áttust þeir við harða hríð. Tóku í streng með honum samflokks- menn hans, Sigurj. Jónsson, Jón Kj. og fjárm.rh. J. p. og gerðú allir athugas. við ræður andmæl- enda, en töluðu fátt um frv. eða nauðsyn þess. Fjárm.rh. vildi víta Tr. p. fyr- ir að halda því fram að stjórnin fengi vald til ótakmarkaðrar fjár- eyðslu handa varalögreglunni þó að frv. yrði að lögum — og í því - sambandi brá hann honum um skilningsskort á stjómarskránni og þingsköpunum. Ennfremur ásakaði hann forseta fyrir slæ- lega stjórn á umræðunum, og virt ist ætla honum að draga úr ræð- um andmælenda frv. — Yfirleitt virtust ráðherrarnir þola þær mjög illa, eins og aðalblað þeirra ber glöggan vott um. Jak. M. og Tr. p. svöruðu ákúr- u.m fjárm.rh. og sýndu fram á að hann hefði verið heldur fljótur í ályktunum og farið með rangt mál. Stjómin færi fram á ótak- markaða heimild til fjárgreiðslu, sem ekki væri gert ráð fyrir í fjárlögum. Hinn síðamefndi minti hann einnig á að enginn þingm. hefði á síðari þingum sýnt eins mikinn skilningsskort á þingsköp- um og fjárm.rh. sjálfúr, og vitn- aði hann til Alþingistíðinda frá 1921 og 1924, þar sem hann í bæði skiftin hefði rofið þingsköp. Fjár- málarh. tók þessu með þögn og hógværð. — Úr Framsóknarfl. töluðu einungis þrír: Ásg. Ásg., Sv. Ól. og Tr. p. Aðalræður þeirra birtast hér í blaðinu, og má af þeim sjá að þau ummæli fylgis- manna fi*v., að þessar ræður hafi mjög lítið fjallað um málið, sem fyrir lá, eru bæði aumingjaleg og staðlaus. I ræðum Framsókn- aimanna komu fram ýmsar bend- ingar um að styrkja og efla nú- verandi atvinnulögreglu á alt öðr- um grundvelli en frv. um vara- lögreglu byggist á. Einnig var bent. á leiðir til friðsamra úrslita í kaupdeilumálum vinnukaupenda og vinnuseljenda, vísað til þing- mannafrv. um sáttasemjara og gerðardóma í þeim deilum. Sv. ÓI. mótmælti þeirri ályktun for- sætisrh. J. M. að þeir sem væru á móti varalögreglufrv. ættu að bera ábyrgð á óeyrðum og mót- þróa, sem lögreglunni yrði sýnd- ur eftirleiðís, slíkt væri á valdi löggæslumanna einna og mætti fá þeim aðstoð til þess samkvæmt núgildandi lögum. Ennfremur benti hann á, að broslegt væri að heyra ráðherrann éigna íhalds- flokknum allar röggsamar fram- kvæmdir á þjóðmálasviðinu. Fram kvæmdir stjórnarinnar á innflutn ingshöftunum, Krossanesmálinu o. fl. o. fl., bæru henni óþægileg vitni í því efni. Bjarni frá Vogi mælti með vara lögreglufrv. til nefndar, en vildi svo fá það í alt annari mynd frá nefndinni aftur. Annars ætlaðist hann til að varalögr. yrði eins- konar landvarnarher gegn útlend- ingum, og sagði að hún ætti ein- mitt að vemda verkalvðinn gegn þeim! Verkamenn væru fjær því en nokkur annar flokkur að sýna ofstopa; hér væri engin stétta- skifting o. s. frv. — Svona slóu fylgismenn frv. sinn á hvem streng um tilgang þess og verk- efni. Sýnir það best hversu rök- færsla þeirra var öll í lausu lofti, og að „óheilindin og fláttskapur- inn“ (sbr. ,,Vörður“) í skýringum á málinu var allur þeirra megin. þegar þeir gerðust illvígir í vörn- inni fyrir frv. kom það í ljós að flestir fylgdu þeir því hálfir, og að aðalatriði þess væru þeir búnir að gefa upp. Slagorð þeirra út af því að andmælendur frv. skyldu efna til svo öflugra mótmæla við 1. umr., hljóta því að skoðast sem marklaust hjal eða kvartanir. Framsóknarmenn sýndu fram á að þetta mál væri alveg nýtt og eigi borið fram að vilja nokkurs kjördæmis, nema ef vera skyldi sérstaks flokks í Reykjavík. þess- vegna var sjálfsagt að krefja sagna um ástæður og tilgang máls ins, fyrst og fremst stjórnina og síðan þingmenn Rvíkur. Tveir af þeim lýstu sig andstæða eins og áður er getið, en Magnús Jónsson, sem að. líkum ber að skoða sem fulltrúa fylgismanna frv., lét ekk- ert til sín heyra. — Til viðbótar því sem sagt er um undirbúning frv. skal þess getið að flutnings- maður (forsrh.) vai’ðist mjög fregna og skýringa við fyrstu framsögu þess, en þær komu í síðari ræðunum, þegar mótmælin voru búin að knýja á. því meir sem leið á umræðurnar, því fleiri komu þær í ljós veiku hliðar máls- ins. Af því að íhaldsmönnum gramd ist svo mikið gagnrýning á frumv. við 1. umræðu, gefur það grun um að þeir hafi ætlast til að með- ferð þess yrði einskonar myrkra- verk í þinginu, sem fyrsta fram- söguræða J. M. var hæfilegur inn- gangur að. Mál sem þjóðinni er nýtt og þeg ar hefir fengið öflug mótmæli víða af landinu, verður að sann- prófast og þola þá eldraun og skýringar sem kostur er á áður en það hverfur til nefndar. Um- ræðumar leiddu í ljós að það átti að vísa frumv. frá þinginu og það var mjög líklegt fram á síðustu stundu að nægilegt atkvæðamagn væri til þess í deildinni. Málið átti ekki á þessum grundvelli að þvælast fyrir nefndum eða fleiri umræðum í þinginu. Efri deild þar hefir fátt gerst sögulegt annað en skærur um nokkur stjórnarfrumv. Frumvarp stjórn- arinnar um að skifta skemtana- skattinum og láta helminginn af honum renna til Landsspítalans var felt við 2. umr. í deildinni með 9 : 4 atkv. Hafði menta- málanefnd snúist öll gegn frumv. og beitti sér mjög við umræðurn- ar en forstrh. J. M. var einn síns liðs og átti í vök að verjast. Fleiri mál drógust inn í umræð- umar og var eigi laust við met- ing á milli J. M. og Sig. E. um gildi þeirra sparnaðarfrumvarpa er þeir áður höfðu flutt hvor um sig og fylgi við þau, og einnig- um framkvæmd á utanríkismálum. J. J. taldi landsspítalasjóðinn -lítið muna um svo litlar tekjur sem hér væri um að ræða, svo að það flýtti ekkert fyrir byggingu spítala, aftur á móti mundi þetta frumvarp geta hindrað þjóðleik- húsbygginguna um mörg ár. Beindi hann spurningu um það til stjórnarinnar hvort mikið væri fram komið af tillögum frá sparn- aðamefndinni og hvort stjórnin Jéti eigi merkari tillögur og frum- vörp frá nefndinni liggja óhreyfð í salti. Forsrh. lét lítið yfir því að mál hefðu komið frá nefndinni en lýsti því yfir að Landsspítala- byggingin væri eitt hið fyrsta er stjórnin hugsaði sér að fram- kvæma. I. H. B*. tók það fram að enda þótt hún vildi gera alt sitt besta fyrir Landsspítalann, sem væri aðalmál kvenþjóðariimar, þá gæti hún ekki samþ. að það væri gert á kostnað þjóðleikhússins. Sjávarútvegsnefnd klofnaði um frumvarpið um fiskifulltrúann á Spáni og Italíu. Meiri hluti, Jóh. J. og B. Kr. vildi láta samþykkja það, en minni hl. I. P. bar fram svohljóðandi rökstudda dagskrá: ,.Með því að deildin lítur svo á, að í fisksölumálinu beri að leggja aðaláhersluna á aukinn mark’að fyrir íslenskan saltfisk utan Spán- aj, og þar sem því marki virðist engu síður verða náð með svip- aðri starfsemi og verið hefir und- anfarin ár, þá telur deildin stofn- im embættis þess, er frv. fer fram á, ekki nauðsynlega að svo stöddu og tekur fyrir næsta mál á dag- skrá.“ Flutningsmaður lét þess getið að bankarnir og landsstjóm- in hefði verið fús á að kosta starf semi erindreka í Miðjarðarhafs- lóndunum, þá tíma árs sem mest væri um vert, mætti halda þv1' áfram í sama formi og jafnframt leita fyrir sér um markað víðar og verða Spánverjum óháðari með fisksöluna. Taldi hann að stofnun embættisins með búsetu á Spáni, mundi ekki flýta fyrir því enda mundi þjóðin mótfallin stofnun þessa nýja embættis. Dagskráin var feld með atkv. íhaldsmanna gegn Framsókn. En írumvarpið samþ. Við 3. umræðu flutti J. J. þá breytingartill. að íulltrúinn mætti ekki vera í þjónustu ann- :.rs ríkis, enda skyldi hann vera fullkomlega óháður fjárhagslega, ríkinu og ríkisstofnunum. Urðu töluverðar hnippingar um hana milli flutnm. og atvinnumálarh. er taldi að till. væri stefnt gegn viss- um manni, Gunnari Egilsyni, en það væri alls óráðið hver hlyti embættið. Flutnm. taldi sjálfsagt ð setja þetta skilyrði fyrir veit- ingunni, reynsla sú sem þjóðin hefði af verslunarræðismönnum sínum gæfi tilefni til þess. Fram- sóknarmenn töldu íhaldsflokkinn leggja aðaláhersluna á embættis- stofnunina en minna á hxtt að vinna að bættum og auknum markaði fyrir sjávarafurðir. Brtt. var feld með atkv. Ihalds- inanna gegn Framsókn, en frumv. samþ. og sent til Nd. Framsókn greiddi atkv. á móti. Snarpar deilur urðu um stofn- un dócentsembættis í íslensku við háskólann, handa Alexander Jó- hannessyni. Forsrh. mælti með frv. fyrir hönd stjórnarinnar. Sig. E. tók því feginsamlega og taldi að nú væri að gerast straumbreyt- íng í þinginu í þá átt sem minsti fiokkurinn, sjálfstæðisfl., hefði stefnt, mál hans væru að sigra. það mundi sannast að bráðum yrði stoínað aftur sendiherraem- bættið í KhÖfn o. s. frv. Danir væru farnir að líta niður á okkur fyrir afnám þess. Lögin um fækk- un dómara í hæstarétti vonaði hann að yrðu feld úr gildi áður en það tækist að koma þeim í framkvæmd. J. J. mælti mjög fast á móti frv. Framsóknarflokkinn bað hann undanþegin þeirri álykt- un S. E. að þingið væri að snúast inn á þessi stefnumál Sjálfstæðis- flokksins. Rakti hann sögu þessa embættis í fáum dráttum. Alex- ander Jóhannesson hefði lesið þýsku sem aðalnámsgrein og byrj- að að kenna hana við háskólann sem privatkennari, en fengið kaup úr ríkissjóði með hjálp Bjama frá Vogi; síðan hefði hann farið að kenna gotnesku og íslenska mál- fræði af því að það veitti honum meiri líkur til þess að hann gæti ílengst við háskólann. Á síðasta þingi þegar spamað- araldan reis hæst, og beindist einkum að heimspekisdeild há- skólans fyrir tilverknað formanns Ihaldsflokksins, J. þ., er vildi að miklu leyti leggja deildina niður, gerði fjárvn. Nd. að tillögu sinni að fella kenslukaup Alexanders úr fjárlögunum. Framsm. þór. J. hafði farið mjög niðrandi orðum um starf hans í nefndarálitinu. Ihaldsflokkurinn fylgdi þesari ráð stöfun næstum einróma og samþ. var í báðum deildum að fella þessi laun A. J. úr fjárlögunum, og A. J. hafði sjálfur látið það í ljósi við fjárveitingan. í Ed. að hann vildi ekki halda áfram. Nú væri það ætlun J. M. að láta þetta þing ónýta sainþykt þingsins í fyrra og snúa ofan af öllum stjórn arflokknum, þar á meðal hinum ráðhermnum, og gera spamaðar- hjal þeirra að ómerkum „vaðli“. þetta þótti ræðumanni mikil frekja af J. M. og ótrúlegt að þingmenn létu kjöldraga sig svo. Ennfremur gat hann þess til, að þingm. Dalam. B. J. mundi hafa stutt mjög fast að því við J. M. að þetta embætti væri stofn- að, því það sýndist vera áhugamál hans að stofna eitt embætti við háskólann á hyerju ári, enda stæði svo á að stjórnin ætti honum mik- ið að þakka, þar sem hann væri þrautavaraatkvæði hennar. Framsóknarmenn 5 greiddu at- kvæði á móti frv. til nefndar, allir hmir deildarmenn með því, þrátt fyrir gerðir sínar á síðasta þingi. Nú er eftir að sjá forlög þess í neðri deild. ----o---- þrjú blöð koma út af Tímanum í þessari viku. Ritstjóri: Tryggvi þórliallsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.