Tíminn - 21.03.1925, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.03.1925, Blaðsíða 1
©fctfbfeti oo, afgreidslur'aöur íiman^ er Sigurgeir ^ri&rifsfon, Sambanbsbúsiriu, Kerpfjautf. 5^fgteibsía íimans er i SaTnbanbs^ústwu ©pin öaglega 9—f2 f. f>. Simi 496. IX. ár. Reykjavík 21. mars 1925 Ræða Ásgeirs Ásgeiissonar, þm. V.-ísi'., viö 1. umr. í neðri deild. Niðurl. Líftryggingafél. ANDVAKA h.f. Ósló — Noregi íslazxc5Lsca.©±lc5Lin. Allar teguiidir líftrygginga. — Fljót og refja- laus viðskifti! — Reynslan er ólýgnust: ísafirði 28/8 ’24. - Jeg' kvitta með bréfi þessu fyrir greiðslu 5000,- ki'óna líftiyggingar N. N. sál. frá ísafirði. Greiðsla h'yg'ííiugai'fjái'sins geklc fljótt og greiðlega, og var að öllu leyti fullnægjandi. . . . (Undirskrift. — Frumritið til sýnis). Læknir félagsins í Reykjavík er Sœmundur próf. Bjarnhjebinsson. Lögfræðis-ráðunautur Björn Þórðarson, hæstaréttarritari. Forstjóri: H e 1 g-i V altýsson, Pósthólf 533 — Reykjavíh — Heima: Hrundarstíg 15 — Sími 1250 A.V. Þeir sem panta tryggingar skriflega sendi forstjóra umsókn og láti getið aldurs sins. Niðursuðuvörurnar i'rá síðasta hausti, eru nú tilbúnar á markaðinn, og erum vér því aftur vel birgðir af: Beinlausu kindakjöti í 1 og l/, kgr. dósum Ðilkakjötskæfu í 1 og V2 kgr. dósum Fiskbollum í 1 kgr. dósum. Þrátt fyrir hækkað kjötverð, hefir oss — með bættri aðstöðu — tekist að framleiða vörur þessar svo ódýrt, að útsöluverðið er sama.o'g síðasta ár. Kaupmenn og kaupfélög, styðjið innlendan iðnað og innlenda framleiðslu með því, að versla fyrst og fremst með íslenskar vörur. í þessu tilfelli er óhætt að treysta því, að vörugæðin standast allan samanburð. Gjörið svo vel að spyrja um heildsöluverðið. I hverjum kassa eru 48 dósir. Sláturfélag Suðurlands Símar 249 & 250. Vagnhjól £rá Moelven. IBruLg* fást hjá Sanibandí isl. samvínnufélaga. Hitt annað atriðið viðvíkjandi því uppþotinu, ,sem frv. er aöal- lega bygt á, sem eg vildi spyrja hæstv. íorsætisráðh. um er það, hvernig á því hafi staöið, að lög- reglan gat ekki komið fram vilja sinum? Vai' það af því hún var of mannfá? Eða var það af því hún dignaði þegar á hólminn kom? Plæstv. ráðh. hefir kveðið upp úr um það, að uppþot þetta sé aðalorsök frv. Mér er því næst að halda, að ef lögreflan hefði dugað en ekki dignað í það skifti, þá hefði þetta varhugaverða frv. aldrei komið fram. það er al- mennings álit hér í bæ, að lög- reglustjórinn hafi ekki verið vax- inn því verkefni, sem hann í þetta sinni átti að leysa af hendi. Eg segi þetta ekki til að gera honum svívirðing það þarf engin minkun að vera þó hann sé til annars betur fallinn en stýra hði og standa í mamiraunum. Við erum svo gerðir margir nútíðar- menn. þetta er auk þess staðfest af forsætisráðherranum sjálfum, sem sá sér ekki annað fært en setja annan í hans stað. þannig skýrði hæstv. ráðh. þá magnleysi reykvísku lögreglunnar. Og mun ekki sama skýringin rétt enn þann dag í daig? það dugar ekki annað en hreinskilni og einurð ef leysa á slík mál sem þessi. það er of dýrkeyft að ætla að bjarga Reykjavík frá einurðarlítilli lög- reglustjórn með jafnumfangs- mikilli heimild og felst í frv. stjórnarinnar. Ráðið er ofurein- falt og verður tekið fyr eða síð- ar: að gera skifti milli lögreglu- stjómarinnar og tollgæslu eða innheimtumannsstarfans. það er vissulega nóg starf fyrir einn mann að eiga að bera ábyrgð á innheimtu um 5 mill. kr. fyrir landssjóð. I sama mund gæti hann verið tollstjóri landsins á líkan hátt og póstmeistari er yfirmað- ur póstmálanna. Núverandi lög- reglustjóri mun vera hinn dugleg- asti skrifstofumaður og skyldu- xækinn innheimtumaður — og væri ekki nema hagur fyrir land- ið, að hann nyti sinna krafta ótruflað á því sviði, sem hæfi- leikar hans best njóta sín. Lög- reglustjóri þarf aftur að vera einarður, ótrauður og þó gætinn. Eg hefi trú á því, að hægt væri að fá slíkan mann, sem borgar- arnir bæru fult traust til. Hann þyrfti að kynna sér erlendis lög- gæslu, svo hann gæti komið góðu skipulagi á lögreglu bæjarins og verið sjálfur foi’ingi hennar. Reykjavíkurlögregluna þarf að gera svo úr. garði að hún standi á sporði útlendri lögr. Lögr.stj. þyrfti að kynna sér meðíerð kaupdeilumála í nágrannalöndun- um — því við slík mál mun frv. að nokkru leyti miðað — og er þess að vænta, að einkum reyni á -lögreglustjóra, lægni hans og festu í slíkum málum. En eg er ekki hræddur við kaupdeilumálin hér í bæ, ef samþykt verður fi’v. um sáttasemjara, sem við tveir deildarmenn munum bera fram hér í deildinni, og einarður en gætinn lögreglustjóri fæst til að fara með framkvæmdavald ríkis- ins. það er sennilega einskis manns ætlan, að neinum ílokki manna sé leyft að stofna hér ríki í ríkinu; landslögum verða aliir að hlíta, en þar fyrir ber skylda til að fara með x'íkisvaldið gæti- lega eins og hvert annað vald, og beita því ekki við fyrsta tækiíæri, er ógætinn atvinnurekandi heimt- ar vernd fyrir „skrúfu“-brjóta, kanske í þeim tilgangi einum að koma af stað uppþoti — heldui' bíða þess að sáttasemjari hafi unnið sitt starf og vera síðan á verði fyrir hagsmuni þjóðfélags- ins og gæta þess, að engum hald- ist ólög uppi Eg er ekki hræddur við þessi mál ef skynsamlega er að farið, en þá væi'i ástæða að óttast, ef frv. stjórnax’innar væri samþykt eins og það er fram bor- ið — og eng-inn sáttasemjari lög- skipaður. Eg tel það ekki ofmælt hjá hv. þm. Strandamanna, að ekki væri óttalaust um,- að það gæti orðið upphaf nýrrar Sturl- unga-aldar. Mér virðist bæði af frv. og sumum ummælum jafnað- armanna, ekkert hóf á tortrygn- inni í garð andstæðinganna, en hún er hér rót alls ills. Alþýðu- blaðið hefir talað um „að myrða saklausa verkamenn“ og frv. er því líkast, sem það væri borið fram eftir samskonar atburði og rauðu byltinguna á Finnlandi eða þrælastríðið í Bandaríkjunum. Og þó er hin göfgasta barátta á slík- um stöðum eftir þessháttar at- burði jafnan í því fólgin, að treysta friðinn með því að berja niður alla ofstjórn, sem ætíð reynist sama og óstjóm, og hverfa aftur til þess skipulags, sem byggir öryggi þjóðfélagsins aðallega á innræti þegnanna en ekki ofríki. En hér í þingdeild- inni er svona frv. flutt undir yf- irskyni friðarins, þó vitanlegt sé, að allur liðsdráttur miðar til ófriðar. það hefir verið sagt, að þetta sé að byrgja brunninn áður en bamið detti ofan í — þó það sé miklu líkara hinu, að hér sé grafinn brunnur — sem betur færi að ekki aðrir en stjórnin dytti ofan í. Sú þjóð er á heljar þröm, sem ætlar að búa um sig rétt eins og bylting sé á hverju augnabragði að brjótast út. Kósakkalöggæsla er undanfari bolshevismans. það á hvorttveggja jafnlítið erindi hingað til okkar lands. Mér»er sama hvað svona liðsdráttur er kallaður: varalögregla, herlið eða hvað — hann er brot á okkar erfðavenjum, hættuleg braut að halda út á. Slíkir liðsflokkar hafa það eðli að stækka og stækka, það hleðst utan á þá, þeir vekja mót- þróa og er beitt oftar og oftar — hver svo sem tilætlunin er í upp- hafi. það eru engar ýkjur að líkja þeim við málalið á friðartím- um í löndum, sem enga hei’skyldu höfðu, svo sem Englandi og Bandai’íkjum. Slíkar herdeildir voru jafnan varðar með nauðsyn- inni á að halda uppi lögum í landinu og tryggja borgarana. Og þó var af ákafa barist á móti aukning „friðar“-hersins í þessum löndum, á Englandi í margar und anfarnar aldir, alt frá dögum Stu- artanna og í Ameríku alla síðast- liðna öld. I Bandaríkjunum vai málalið um aldamótin ekki nema um 27 þús. manns — í landi sem hafði 70 mill. íbúa, stóriðnað og fólk af öllum þjóðum! það er ólíku saman að líkja Bandai’íkj- unum og voru litla bændalandi, þar sem flestir eru frændur og rásin milli stéttanna svo öi’, að stéttamunur getur hér varla heit- ið nokkur. Og þó var þessi vara- lögregla Bandaríkj anna hér um bil 1 maður á hverja 2500 íbúa. En hér í Reykjavík á að setja 1 á hverja 200 til að byrja með — og mun það þó fljótt aukast ef á kemst. Og þó á ekkert land jafn- mikið undir að góður friður hald- ist eins og þetta litla land, og sennilega ekkei-t land betur trygt af innræti þegnanna og góðu ná- grenni en okkar land. Við eigum að standa eins fast á móti öllum liðsdi’ætti og England og Banda- ríkin stóðu áður á móti herskyld- unni og ti’eysta mest þeirri vernd, sem liggur í bx’jósti hvers góðs borgara. það er eðli „demokratis- ins“ að treysta á borgarana, en liarðstjórnar að treysta á hei’afla. það er enginn barnaskapui' að treysta á borgarana — því jafn- vel þó menn séu hlaðnir vopnum, þá þarf samt að treysta inni’æt- inu, til þess, að þeim verði rétti- lega beitt. En þó vopnum eða liðsafnaði væri beitt — beitt með fullum árangi’i — þá skapar það aldrei meiri frið en er í Kötlu — þar sem ólgan neðan að kastar af sér farginu að ofan með ósköpum þegar ísinn er oi’ðinn hvað þykk- astur. þetta er eðli allrar of- stjórnar. Spekt og friður fæst ekki með liðsafnaði í þessu landi, heldur er það þrek og atoi’ka lögreglustj órnar og dómsmálax’áð- herra, sem heldur við friðnum og vii’ðingu þegnanna fyrir réttvís- inni. Enn bíða hæstv. ráðh. mikil verkefni. því það er ekki það, sem 15. blað að hefir vei’ið á seinni árum, að framkv.valdið hafi ekki verið nægil. liðsterkt — eins og haldið er fram í aðstæðunum fyrir frv. — heldur hitt, að því er of slæl. beitt. þess munu finnast mörg dæmi þó eg hirði ekki hér að telja. í því starfi mundi ráðherr- ann hafa samúð og fylgi alli’ar þjóðarinnar, að styrkja og efla framkv.valdið og dómsvaldið tii aó gegna skyldu sinni. það er fleira en kaupdeilur, sem igefa þai’f gætur. Til þessai’ar umbóta- starfsemi þarf engan liðsafla, heldur þrek og festu og umsjón í sínu starfi. þjóðskipulagi voru er engin hætta búin af þegnunum — þó sumir séu farnir að lýsa því eins og það sé einhver hjallur, sem sífelt sé að hrynja. Ef Framsókn- ai’maður beitir sér rnóti afnámi tó bskseinkasölunnar gefur það hv. þm. V.-Sk. tilefni til að ásaka Framsóknarflokkinn um, að hann vilji kollvarpa þjóðskipulaginu. þeir hafa ekki mikið traust á þjóðskipulaginu, sem svo tala! þeir hafa ekki komið auga á, að sá grundvöllur, sem demokrat- iskt stjóx-nskipulag er bygt á, er ekki aflið í vöðvanum né eggin í vopnunum ■— heldur er það trú- in á manneðlið. Við sitjum hér á rökstólum, kosnir af þegnum rík- isins. Skynsemi þeirra og sam- visku er treyst til að vera upp- spretta holli’ar löggjafar — og svo er einnig um framkvæmda- vald og löggæslu, að það byggist mest á ágæti þegnanna og því næst á festu og einbeitni lögregl- unnai', sem skamt mundi annars hi'ökkva. Hin mikla varalögregla þessarar þjóðar, her hennar og floti, sem hingað til hefir dugað, er: dómgreind, drengskapur og ættjarðai’ást þeirra manna, sem sent hafa okkur á þetta þing, hvort sem þeir teljast íhalds-, jafnaðar- eða fi'amsóknannenn. þeirri varalögi’eglu ber oss að treysta hér eftir eins og hingað til. ;----O—--- Látinn er, aðfai’anótt 16. þ. m., þorleifur Guðmundsson ráðsmað- ur á Vífilsstaðahæli og vai’ð bei'klaveikin honum að bana, er hann hafði gengið með í langan tíma. Er þar til moldar hniginn einn hinn mesti fi’amkvæmda- maður um jarðrækt á Islandi hin síðari árin, og hefir nokkuð ver- ið sagt frá því starfi hans fyr hér í blaðinu. Innlenda framleiðslan. Frá Slát- urfélagi Suðui’lands eru nú aftur að koma niðursuðuvörur á mark- aðinn, hinar sörnu og í fyrra: Lskbollui’, kindakjöt, kæfa og til tili’aunar í þetta sinn hefir vei’ið soðið niður nokkuð af laxi og tekist prýðilega. Allar þessar nið- ursuðuvörur Slátui'félagsins eru fyrsta flokks vörur. Ætti að mega vænta þess af öllum almenningi að fremur sé keypt þessi innlenda framleiðsla, en innflutti dósamat- urinn. Bjax-ni Matthíasson hringjari, alkunnur og ágætur borgari hér í bænum átti áttræðisafmæli í vik- unni og igaf þá 500 kr. í húsa- gei’ðarsjóð Elliheimilisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.