Tíminn - 21.03.1925, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.03.1925, Blaðsíða 4
56 T 1 M I If H Samgöngubætur til þykkvabæjai' í Ásahreppi. Alþingi hefir nýlega borist málaleitun, undirrituð af öllum bændum í þykkvabænum í Rang- árvallasýslu, um að lögð verði símalína 1 þéttbýlið til þeirra. Mundi línan verða lögð frá Ægis- síðu á vestari bakka Ytri Rang- ár, á að giska 16 kílómetra leið í þykkvabæinn, því að nú hefir verið hlaðið í Djúpós. Bjóðast bændur til að flytja alt efnið, staura og vír, frá Vestmannaeyj- um og á vettvang. Ætti að mega vænta þess, að ríkið hlypi frem- ur undir bagga með þeim sem mikið vilja á sig leggja. — Verð- ur ekki um það deilt að á þessum stað eru nú hinir mestu mögu- leikar til að auka búin í stórum stýl. Með fyrirhleðslunni í Djúp- ós hefir graslendið vaxið gríðar- lega þarna, hundruð dagslátta af síbreiðu engi hefir komið upp úr, því að nú flæðir þverá ekki leng- ur yfir. Alt landið er véltækt og svo hart að verða að ekki getur betra engi. þarna hlýtur því að verða eitt hið mesta framtíðar- pláss. þarna ætti að koma upp eitt hið mesta rjómabú á land- inu, en hinsvegar eru Vestmanna- eyjar úti fyrir, sem kaupa mjög mikið af heyi. — En sveitin er afskekt, lendingin ill og hvorki sími né vegur, enda var þarna alt undir vatni þangað til hlaðið var fyrir í hitt eð fyrra. Síminn er því hin nauðsynlegasta fram- kvæmd fyrir þetta hérað og á sama stað hlýtur vegur að koma von bráðar, sem einnig kæmi að fullum notum fyrir út- part Vestur-Landeyja, en þar lá land einnig undir vatni áður, ens hefir nú hin sömu skilyrði til stóraukinnar framleiðslu. Verður vegurinn auðlagður síðan vatnið fór. Gætu þá bílar farið um alla þessa ómælilegu engjabreiðu. — Er þess að vænta að þingmenn taki vel undir svo sjálfsagða málaleitun. p. J. ----o----- Knútur Kristinsson héraðslækn ir hefir sagt lausu Nauteyrarhér- aði. Hreindýr þrjú sáust á Mosfells- heiði nýlega. Aflabrögð. Úr öllum veiðistöðv- um hér syðra berast fregnir um nógan fisk og ágætan afla þá er gefur á sjó. „Dýralíf“ heitir nýtt blað sem Ólafur Friðriksson bæj arfulltrúi er að byrja að gefa út: 9 blöð á ári í líkri stærð og Dýraverndar- inn og kostar 2 kr. árg. Fer vel af stað með margháttaðan fróð- leik um líf dýranna, bæði hér á landi og um heim allan. „Havðjaxl" gefur Oddur Sigur- geirsson „hinn sterki af Skagan- um“ út af nýju, eftir nokkra hvíld. ----o---- Yfir landamærin. Björn Líndal stendur enn alveg orðlaus og ráðþrota með lygasöguna um að J—3 Framsóknarmenn liafi staðið móti hagsmunum bænda við atkvæðagreiðslu um kjöttollinn. Fimm Framsóknarþingmenn ráku ósannindin ofan í iiann með vottorði í Degi. Var þá eins og stungið væri steini upp í Björn. Enginn flokks- manna hans vill 1 já honum liðsyrði. Ekki hallast á um giftu .Tóns Kj. og Valtýs. Meirihluti þeirra sem kusu i fyrra í Skaftafellssýslu, hafa afsagt Jón. Mbl.þingmenn útnefndu Valtý í stjórn Búnaðarfélagsins í fyrra. Sjálf- ur finnur hann strokumanns aðstöð- una. Ilann þorði varla að láta sjá sig á Búnaðarþinginu. það komst upp að hann hafði ekki einu sinni reynt að kynna sér skjölin, sem fyrir þinginu lágu. Að lokum ætlaði hann að sigla háan vind og halda ræðu -- til að tortryggja einn af helstu mönnum félagsins. En allir tóku ræðunni með ískaldri fyrirlitningu. Sá Valtýr þá sitt óvænna og flýði út í myrkrið. Helst er því spáð að Valtýr verði að segja af sér. Hallast þá ekki á með hjú Berlémes og Fengers. Guðm. á Sandi sagði eitt sinn í ræðubyrjun í Rvik, að áheyrendur myndu varla koma til að hlusta á ræðuna heldur til að sjá á honum „höfuðleðrið" = sama og andlitið. Guðm. sýnir nú í braskarablöðunum syðra og nyrðra höfuðleðrið með af- brýðissemi og skömmum um Einar Kvaran. Guðm. er stórreiður þeim þingmönnum sem þótti of lítið handa F.. K. að vera á einum þrettánda af launum E. Claessens. Guðm. er fok- reiður bæði yfir að E. K. þykir ólikt meira skáld en hann og fær eftir- tölulaust miklu hrerri skáldalaun. Við erum aflaklœrnar, útgerðar- menn, sagði Ólafur Thors við þjórs- árhrú 1922, frú okkur eiga að koma peningarnir i ræktun landsins. pá, var Ólafur að biðja bændur að kjósa Kaupið íslenskar vörur! Hreini Blautsápa Hrein£ Stangasápa Hreini Handsápur Hreini K e rt i Hreinl Skósverta Hreins. Gólfáburður Styðjið íslenskan iðnað! H.f. Jón Sigmundsson & Co. arzxxxcxzzxp og alt til upphluts sérl. ódýrt. Skúfhélkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land, ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiSur. Sími 383. — Laugaveg 8. KELOTTE Alfa- Laval skil vind'ur reynast best Pantanir annast kaupfé- lög út um land, og Samband ísL samviélaga. Grjalddagi Tímans er í Rvík 15. mars og 1. okt., en aimarst. 15. júní. Þeir 1500 af kaupendum Tímans, sem fyrstir greiða andvirði yfirstandandi árgangs, fá í kaupbæti EndurminningHr Tryggva Gunn- arssonar. óí) tí A tu n Aðalumboðsmenn: Á. ÓLAFSSON & SCHRAM Simn.: Avo. Sími: 1493 Laus staða. Framkvæmdarstjórastaðan við Kaupfélag Eskifjarðar er laus til umsóknar frá deginum í dag að telja. Umsóknir stílist til stjórnar félagsins, og skulu þær vera komnar til hennar eigi síðar en 15. apríl n. k. Umsækjendur skulu tilgreina launakjör þau, er þeir vilja hafa, og láta fylgja einhver skilríki fyr- ir verslunarþekkingu sinni. þess skal getið að félagið getur látið framkvæmdarstjóranum í té íbúð í húsum félagsins, ef óskað er. Staðan veitist fré 1. júní n. k. að telja. Eskifirði 9. janúar 1925. F. h. stjórnar Kaupfélags Eskifjarðar. J. M. á þing. Nú hefir einn Fram- sóknarmaður í Ed. borið fram frv., um að láta stórgróðánn hera nokk- urn skatt sem nota skal til að byggja upp sveitabæi og auka ræktunina. Jón porl. bað að drepa frv. strax. Honum fylgdu að því Jón Magnús- son, Hjörtur, Jóhannes, Sira Eggert. pannig er áhugi Marðarmanna fyrir viðreisn sveitanna. Ekkert er Mbl.mönnum á þingi jafn viðkvæmt og ef minst er á að- stöðu þeirra til Berlémes og þjóna hans. Er auðséð að þeir skammast sín fyrir þann leynifélagsskap. X. Jón Valdimarsson. BÆKUR BÓKAFÉLAGSINS fást hjá nálega öllum kaupfélög- um og nokkrum bóksölum. ódýr- ustu, auðveldustu og skemtileg- ustu náms- og fræðibækur fyrir börn og unglinga. án sérstaks endurgjalds. þeir eru og skyldir að annast útborganir á lánum fyrir sjóðinn, ef hann á peninga liggjandi hjá þeim til þess. Lán úr Rsj. mega greiðast eftir vild í peningum eða vaxta- bréfum eftir ákvæðisveYði þeirra, én skyldur er sjóðurinn að ann- ast sölu bréfanna við hæsta gang- verði ef lánþegi óskar, og borga þarf lánþegi kostnaðinn af því. — í stj.frv. er ákveðið að ef vaxtabréf eru seld með afföllum, þá má nafnverð lána vera því hærra sem afföllum nemur. I báðum frumvörpunum eru ákvæði um að fé ómyndugra, Viðlagasjóðs, Kirkjujarðasjóðs og Bjargráðasjóðs, megi verja til að kaupa vaxtabréf Rsj. við nafn- virði. 11. I 29. gr. Bfn.frv. eru enn- fremur tvö mikilsverð atriði svo- hljóðandi: „Erlend lífsábyrgðar- og brunabótafélög, er reka starf- semi hér á landi, skulu skyld, ef þess er óskað, að kaupa vaxta- bréf ‘ Ræktunarsjóðs með nafn- verði fyrir að minsta kosti 10% af innborguðum iðgjöldum árs hvers. Sömuleiðis er Landsbanka Is- lands skylt að kaupa með nafn- verði, ef stjórn Rsj. æskir og sjóðurinn hefir þess þörf, vaxta- bréf fyrir alt að 100 þús. kr. ár- iega, þar til þeirri. upphæð er náð, er lög um stofnun búnaðarlána- aeildar frá 4. júní 1924 mæla fyr- ir, að Landsbankinn skuli leggja búnaðarlánadeildinni til“. Einnig er í Bfn.frv. ákvæði um að þegar Ríkisveðbankinn verður stofnaður samkvæmt lögum 27. júní 1921, megi sameina Rsj. honum, með áskyldum réttindum. Ekkert af þessu er nefnt á nafn í stj.frv., og alls eigi gert þar ráð fyrir starfsemi Ríkisveðb. Aftur á móti er þar ætlast til, að Rsj. taki við lánum Búnaðardeildai'innar, sem nýstofnuð er við Landsb., og einn- ig að veita megi lán út á jarða- bætur unnar á árinu 1924 og síðar. 12. Um .stjórn Ræktunarsjóðs- ins eru ólíkar ákvarðanir í frum- vörpunum. Bfn.frv. ákveður að honum skuli stjórnað af þrem mönnum, skipuðum af ríkisstjórn inni eftir tillögum Búnaðarþings. Hún .skiftir svo með sér störfum og ræður starfsmenn sjóðsins. Laun fonn. skulu vera 800 kr. og meðstjórnenda 500 kr. hvors. Við launin bætist dýrtíðaruppbót eftir sömu reglum og starfsmenn ríkisins hafa. — Eftir stj.frv. á ráðh. að skipa þriggja manna stjórn, einn framkvæmdastj. og tvo gæslustjóra, og hafi annar gæslustj. sérþekkingu á landbún- aði. Skal framkvæmdastj. hafa 4000 kr. á ári, er fari hækkandi upp í 5000 kr., eftir 9 ár. Gæslu- stjórar fái 600 kr. á ári; auk þess fá allir dýrtíðaruppbót eftir venju. En fyrst um sinn er ætlast til að Landsbankinn hafi á hendi alla afgreiðslu og bókfærslu Rsj. fyrir umsamda þóknun, þangað til stjórn sjóðsins, með samþykki í'áðh., gerir aðra ráðstöfun. Eru þá upptalin höfuðatriðin í þessum frumvörpum og ágrein- ingur þeirra á milli. það getur engum dulist, hvorki utanþings né innan, að mismunurinn er ákaf lega mikill og það í þýðingar- mestu atriðunum. Stj.frv. er í raun og’ veru ófullkomnara, en núverandi lög um Búnaðarlána- deild við Landsbankann, en Bfn. frv. er aftur á móti miklu fyllra og víðtækara en þau. Aðalmismunurinn skal að lok- um samandreginn þannig: 1. þessar tillögur um aukningu á starfsfé Rsj. eru í Bfn.frv. en ekki hinu: a) tekjur af þjóðjörð- um, b) tillag úr ríkissjóði (endur- greiðsla á gjöldum Rsj. til hans), c) skylda Landsbankans til að kaupa vaxtabréf sjóðsins samkv. ákvörðun í lögum Búnaðarlána- deildar, d) tillaga um að skylda erlend lífsábyrgðar- og bruna- bótafélög til vaxtabréfakaupa. — Á þessum atriðum veltur mjög gildi Rsj. og starfsmöguleikar; því að útgáfa hans á vaxtabréf- um miðast alveg við stofnféð, og má aldrei nema meiru en 6-faldri upphæð þess. — I stj.frv. er sjóðnum því í byrjun ákveðin sú skóþröng sem hann getur ekki losnað úr. 2. Af þessum mismun á stærð sjóðanna leiðir einnig að í Bfn.- frv. er Ræktunarsjóði ætlað miklu stærra verksvið, heldur en ákveð- ið er í stj.frv. 3. Um stjórn Ræktunarsjóðs er Bf. ísl. og Búnaðarþinginu gefið miklu meira vald í Bfn.frv., þar scm því er ákveðinn tillöguréttur um skipun stjórnarinnar. En í stj.frv. er það eingöngu á valdi ráðherra að skipa stjórn sjóðsins. En það er eitt af því sem mestu varðar, að stjórn sjóðsins sé vel valin, og að hún sé innblásin af þekkingu og áhuga um þarfir bændastéttarinnar og velferð land búnaðarins. Virðist það best trygt með tillögurétti Búnaðar- þings. Enda lagði það mikla áherslu á þessi atriði í síðustu ályktun sinni til Alþingis. Hér hefir verið gerð svo ræki- leg grein fyrir þessu máli til þess að almenningur geti dæmt um hvað hver aðili leggur til, og hversu hin fögru orð fjárm.rh. J. þ. í garð bænda og landbúnaðar- ins reynast haldlaus í fram- kvæmdinni, þegar tillögur hans eru bornar saman við tillögur bændafulltrúanna. það er ljóst að á þessu fi’v. hans er sama hand- bragðið, eins og framkvæmd hans á lögum Búnaðarlánadeildarinnar. Landbúnaðai'nefndir Alþingis fjalla nú um þetta mál; sérstak- lega veltur það á landbúnaðar- nefnd Nd. hvernig það verður bú- ið í hendur þingsins. þessir eiga sæti í nefndinni: Pétur þórðar- son, Árni Jónsson, Halldór Stef- ánsson, Hákon Kristófersson og Magnús Torfason. — þeir eru all- ir fulltrúar fyi'ir lándbúnaðarkjör- dæmi, og ætti því að mega vænta hins besta af tillögum þeirra og starfi. Enda mun þeim það ljóst vera að þetta er eitt af merk- ustu málum þingsins. U. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.