Tíminn - 23.05.1925, Side 1

Tíminn - 23.05.1925, Side 1
©jaíbfeti o q, afgrei5slur«a6ur Cimans er Sigurgeir 5ri&ri?6fon' SambanösWsinu, Scvfjapif. ^fgrciböía Cimans cr i Samban&síjúsmu 0pm ba$lega 9—\Z f. í>. 5imi ^96. IX. ár. Reyltjavíb 23. maí 1925 27. blað W _ Olafur Briem. formaður S. í. S. „Integer vitæ scelerisque purus". Ólafur Briem var fæddur á Espihóli í Eyjafirði hinn 28. jan. 1851. Voru foreldrar hans hin þjóðkunnu hjón Eggert Briem sýslumaður og Ingibjörg kona hans Eiríksdóttir sýslumanns Sverrissonar. En faðir Eggerts Briems var Gunnlaugur sýslu- maður Briem á Grund í Éyja- firði, sonur Guðbrandar prests á Brjánslæk ■— og er þaðan ættar- nafnið — Sigurðssonar prests á Brjánslæk þórðarsonar. Er sá ætt- leggur tíðast rakinn í beinan karl- legg til Finnboga Migmanns Jóns- sonar. En faðir Finnboga lög- manns var síra Jón Maríuskáld officialis á Grenjaðarstað Páls- son. Telur doktor Jón þorkelsson Jón Maríuskáld kominn af Eiða- mönnum, en Steinn Dofri hefii nýlega haldið því fram, og leitt að merkileg rök, að Jón Maríu- skáld væri kominn í beinan karl- legg af Oddaverjum. Nítján börn eignuðust þau Egg- ert sýslumaður og Ingibjörg kona hans. Var Ólafur hið fimta að aldri; tveir bræður eldri, Ei- ríkur prófessor og Gunnlaugur verslunarstjóri og tvær systur. Fór Ólafur á unga aldri sömu leið sem þeir sjö bræður, að hann settist í latínuskólann og varð stúdent með góðri einkunn 1870. En einn þeirra lét hann þá lokið námi. Hvarf heim til föður síns, er þá var orðinn sýslumaður í Skagafirði og gerðist forráðamað- ur fyrir búi hans. Stuttu síðar hóf hann að búa sjálfur, fyrst á Frostastöðum og síðan um mjög langt skeið á Álfgeirsvöllum og við þá jörð var hann jafnan kend- ur. Hófust þá þegar hin miklu af- skifti hans bæði af héraðs- og landsmálum, sem gerðu hann á stuttum tíma þjóðkunnan mann. Óx hann að trausti, virðing og vinsældum, því meir því lengur sem leið, því meira sem hann færð ist í fang og því fleirum sem kyntist innan og utan héraðs. Árið 1886 kusu Skagfirðingar Ólaf Briem í fyrsta sinn þing- mann sinn og á þingi sat hann jafnan síðan fyrir Skagfirðinga meðan hann gaf kost á sér, óslit- ið til 1919 og var nálega altaf fyrri þingmaðurinn. Forseti sam- einaðs Alþingis var hann 1895 og forseti neðri deildar frá 1914— 1919. Amtsráðsmaður var hann frá 1891, sýslunefndarmaður frá 1889, skólanefndarmaður Hóla- skóla meðan sú skipun hélst. Við sveitarstörf í Lýtingsstaðahreppi var hann að sjálfsögðu meir og minna riðinn alla tíð. Við sýslu- störfin sömuleiðis og oft settur sýslumaður. Umboðsmaður Reyni- staðaklausturjarða var hann, átti sæti í milliþinganefnd í skatta- málum 1907 og nú síðast í vetur í sparnaðarnefndinni. Er það sjaldgæft að ,svo hlað- ist ábyrgðarmikil störf á einn mann, en hitt þó enn sjaldgæf- ara að einum manni séu svo mörg og margháttuð störf falin áratug- um saman með nálega einróma samþykki almennings og án þess að eftir sé kept. Eru það ekki aðrir en yfirburðamenn að mann- viti og mannkostum sem ná svo óskiftu trausti almennings og halda því óskorað svo lengi. Ekki var það ytri glæsimenska sem því olli að mannvirðingar bænda og skildi til hlýtar hversu þýðingarmikill samvinnufélags- skapurinn er fyrir bændastéttina. því var það sjálfsagt að þegar og hann fluttist suður varð hann fyrst endurskoðandi Sambands ís- lenskra Samvinnufélaga og því næst hinn sjálfkjörni formaður þess er Pétur heitinn Jónsson féll frá í ársbyrjun 1922 og í þeirri stöðu var hann til dauðadags, ein- róma cndurkosinn. Ilann skildi og til hlítar hver nauðsyn bændum er að mynda sterkan pólitískan flokk og því var hann fremstur í flokki um stofn- un hinna eldri bændaflokka á Al- m Ólafs Briems urðu svo miklar. Ekki var það ásókn af hans hálfu. Að engu leyti skar hann sig úr á ytra borði og ekki varð hann fremur sundurgerðarmaður eða barst mikið á er hann var orðinn árum saman viðurkendur fremsti maður héraðsins. Hitt átti mjög við um hann sem Hungurvaka segir um þorlák biskup Runólfs- son: „Hann hélt hinu sama lítil- læti .í .biskupsdómi sínum sem hann hafði áður haft og alla lét hann sína mannkosti í vöxt fara en enga þverra, meðan hann lifði“. Heima í nágrenni Álfgeirsvalla munu fá ráð hafa verið ráðin og varla ritað bréf um meiriháttar efni svo að ekki væri ráðgast við Ólaf Briem. Hann var allra vinur og ráðgjafi bæði í einkalífi og op- inberum málum. Á friðstóli 1 bestu merkingu, sat hann, þó að hann ætti oft úrskurð að leggja á mikil deilumál. Á þingi stóð aldrei um hann styi’. Hann var ekki í þeirra hóp sem mest töluðu á þingfundum. En við fjölmarga samþingismenn hans hefi eg tal- að um hann og undantekningar- laust ber þeim saman um að vei'k- drýgri, tillögubetri manni og at- hugulli hafi þeir ekki starfað með í nefndum. Ólafur Briem var sómi stéttar sinnar á Alþingi og' hvar sem var. „Vitugur og góðgjarn“ hefði ver- ið um hann sagt til forna. Bænd- anna þýðingarmestu mál áttu og' hauk í horni þar sem Ólafur Briem var. Einn aðalforgöngu- maður var hann alla sína tíð í Skagafirði um verslunarsamtök þingi og einn aðalforgöngumaður að stofnun Framsóknarflokksins og formaður hans meðan hann sat á Alþingi. Kyntist eg ágætismanninum Ólafi Briem einkum vegna sam- starfs um þetta tvent. Verður mér sú kynning ógleymanleg og það hygg eg að enginn maður hafi getað unnið með Ólafi Briem án þess að fá á honum óbifanlegt trausts og virðingu. Svo var speki mannúð og góðgirni rík þar og varð því ljósari sem kynning óx. Var það ungum manni næsta mikil uppörfun að finna bjartsýni hins vitra og reynda manns á framtíð samvinnufélagsskaparins og Framsóknarflokksins og trú hans á að mikið myndi á vinnast til gagns fyrir bændastéttina með þeim samtökum. þótt kominn væri á áttræðisaldur var 4huginn og trúin á framtíðina jafnrík sem í ungum manni. Kvæntur var hann IJalldóru Pétursdóttur, bónda á Álfgeirs- völlum Pálmasonar. Varð þeim sex barna auðið, 3 sona og 3 lætra. Er síra þorsteinn Briem á Akranesi þeirra elstur en Ingi- björg kona Björns pórðarsonar hæstaréttarritara elst dætranna. Síðustu ári-n dvaldist Ólafur Briem hér í bænum og gegndi störfum í fjármáladeild stjórnar- ráðsins samhliða störfunum fyrir Sambandið. Var heilsa hans all- góð þangað til isíðasta árið. þá kendi hann meins þess er leiddi hann til dauða, krabbameins í maga. Hann andaðist á heimili sínu hér í bænum að kvöldi 19. þ. m. Tr. p. Einhver hinn markverðasti og örlagaríkasti atburður í sögu og stjórnmálum Islands hefir orðið með undirtektum sameinaðs al- þingis undir sókn vora um rétt yfir Grænlandi, þar sem nefnd isú, er í fyrra var kosin fyrir luktum dyrum, var endui’kjörin, sama sem mótmælalaust, og þar sem tvímæli voru tekin af um istefnu íslendinga í þessu máli með ræðu forseta Benedikts Sveinssonar. þetta mál er nú orðið alment þjóð- málefni, og rás viðburðanna hlýt- ur hér eftir að fara hröðum skref- um til únslita um hin einstöku deiluatriði, sérstaklega meðal þjóða á Norðurlöndum. Að því er kemur við sannfær- ing þjóðarinnar hér á landi um réttmæti þess er halda á fram um réttarstöðu hinnar fornu ný- lendu vorrar er enginn efi á því, að próf. Ólafi Lárussyni hefir, vegna stöðu sinnar, orðið mikið ágengt í þá átt að festa menn í fullvissu um réttindi íslands yfir Grænlandi, enda þótt hann hafi aðeins óbeinlínis unnið að þessu. pögn hans við röksemdum og sögugögnum, er borin hafa verið fram í blöðum og tímaritum gegn kenningu hans um „Grænlands- ríkið“ verður aldrei misskilin. Rit- háttur hans, röksemdaaðferð og öll önnur einkenni hinnar and- legu „þvnnku“ sem greinargerð hans „Réttarstaða Grænlands að foi-n'u“ lýsir svo átakanlega, standa óbrotleg og óverjandi. það var mikið happ fyrir skjótan framgang málsins hér meðal vor sjálfra, að sá rithöfundur skyldi verða til þess að ganga fram á móti málstað Islands í þessu efni. Ef ríkisréttarkennarinn sjálfur hefir ekki annað til brunns að bera — þá má nærri geta hvað hinir eru fátækir að rökum gegn rétti lands vors yfir nýlendunni, munu menn isegja. Og þetta at- riði mun hafa þeim mun meiri áhrif, sem betur verður upplýst hversvegna próf. Ó. L. var feng- inn til þess að skrifa ritgerð þá isem hér ræðir um. Starf þingnefndarinnar verður ekki auðvelt. Óhjákvæmilegt mun það verða að fé verði veitt til rannsókna um skjöl og skilríki ytra. Til þess bendir hin marg- brotna viðskiftasaga landsins fyr og síðar. Hansaborgirnar gömlu, Noregur og Svíþjóð, Danmörk, Island, Holland og Bretland að ógleymdri athugun þeirra skjala- gagna sem liggja nú fyrir,kunn að nafni til, en óskírð að meira eða minna leiti, eru samtöld starf- svæði og verkefni fyrir þá sem eiga að leiða Ijósið inn í það myrkur er grúfir yfir fortíð ánauðuga, lokaða landsins. En víst er það, á hinn bóginn, að fjöl mörgum stórupphæðum af al- mannafé hefir verið varið til eins og annars, sem miklu síður skyldi heldur en hér, þar sem ræða er um ómetanlega aukning og auðg- un ríkis vors, ekki einungis efna- lega heldur og að því er kemur við stöðu vorri meðal þjóðanna, —sem verður ekki metið til verðs. pað mun verða tvennt sem næst verður tekið til álita um kröfu- rétt vorn til landsins, úr því að hin tvö meginatriði, nýlendu stofnunin upphaflega og varð veisla ríkisréttarlegrar stöðu hennar útávið, þrátt fyrir gamla sáttmála — standa nú ljós fyrir almenningi. Er hið fyrra atriði þjóðardauðinn á Grænlandi — og hið síðara meðferð Dana á land- inu til þessa dags. Um þessi meginatriði hljóta að verða ýtarlegar ræður og rit — en á úrslitum þeirra veltur úr- skurður alþjóðarréttar. Sögulegar skýringar um meðferð landa vorra af hálfu hinna erlendu kúgara, er sviku að sínu leiti hinn foma samning, munu vekja hrylling og andstyggð heimsins. — En ekki mun þjóðum þó blöskra isíður at- úæfi Dana þar vestra alt til þessa dags. Sá dómur verður þungur sem byggist á réttum rökum og rann- sóknum um örlög Grænlands. Nemesis vakir og lætur rekstur hins hræðilega strangleika rétt- lætisins ekki bíða lengi fram úr þessu. Einar Benediktsson. Sl' Kjósendur landsins álíta flest þing gagnslítil og stundum skað- leg. Og langoftast kemur mönnum saman um að það síðasta hafi ver- ið verst. pað sem einkendi þetta þing mest voru átök aðalflokkanna, Framsóknar og Ihaldsmanna. — Eftir leikinn er auðvelt að sjá hvað hvor málsliðurinn hefir bor- ið úi' býtum. Sigrar íhaldsins eru aðallega þessir: 1. peim hefir tekist að rífa nið- ur landsverslun með steinolíu, sem alt þingið ákvað 1917, og sem hefir gefið isvo góða raun, að olía er hér hlutfallslega ódýrari en í næstu löndum. Nú stendur opið fyrir ameríska hringnum að ná sömu tökum á landsmönnum sem áður var. pessari breytingu guldu jáyrði 22 menn, hinn eiginlegi stjórnarflokkur og Hjörtur og Bjami sem eru í raun og veru fastir menn í floknum. 2. Tóbakið kemst nú aftur í hendur kaupmanna. Landsverslun græddi árið sem leið c. 450 þús. á þeirri grein. pegar M. Guðm. kom einkasölunni á, gerði hann ekki ráð fyrir nema 200 þús. kr. gróða. Vonir hans hafa því meir en rætst, þó að hann væri nú beittur ofbeldi af samherjum >sín- um og yrði að leggja smiðshöggið á að eyðileggja sitt eigið verk. Gróði landssjóðs fer nú aftur í milliliðina, en ný, geysihá toll- hækkun á að bæta landssjóði eitt- hvað af tjóninu. 3. Krossanessmálið. pað má telja sigur fyrir stjórnina að ekki eru rannsökuð öll þau mál. Hinsvegai’ veit þjóðin nú vel hve góða málsvara hún á í núverandi land- stjórn gegn erlendu peningavaldi. Tvent mistókst stjórnarflokkn- um hraparlega. Annað var að koma á herskyldu, þar sem um 7000 menn, hefðu jafnan getað verið undir vopnum í kauptúnun- um. petta mál dó í meðferð þings- ins við aðra umræðu. Betur gekk með tekjuskattinn. Hann komst gegnum Neðri deild og fylgdu þeir þar stjórnarheniumBjarni og Benedikt. í efri deild fekst vitn- eskja frá skattstofunni að breyt- Frh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.