Tíminn - 08.08.1925, Síða 1
4
©faíbfcri
o§ afgm&slnma&ur íimans er
Sigurgeir ^ri6rifsf#H,
Sambanksfyúsiiiu, Heyffattif.
^fgreit>0Ía
CI m a n f er i Scmtbawis^úsmu
®piit ioglegð 9— f* f. ÍJ.
Simi <19«.
IX. ár.
Reykjavík 8. ágúst 1»25
38. blaú
Að rétta fjárhapnn.
Síðan þingi sleit, og þegar áð- j
ur, liöí'ðu Ihaldsblöðin margjaplað
á því, að íhaldsstjóm og flokkur
hafi unnið mikið og gott verk
um að rétta fjárhag ríkisins.
Fjármálaráðherrann hefir far-
ið langa ferð um landið nálega
eiidilangt, og int af hendi það yf-
irlætislausa starf að syngja sjálf-
um sér lof í þessu efní, með óend-
anlegum talnalestri.
Síðan ritar hann sjálfur, eða
lætúr rita, væmið lof í fhaldsmál-
gögnin um hina ágætu framkomu,
hinar hlýju viðtökur, hina miklu
Iirifningu hinna sanntrúuðu o. s.
frv.
Einfaldari hluti fhaldsmanna,
Morgunblaðsmennirnir t. d. og
aðrir álíka Íhaldsattaníossar, era
vafalaust farnir að trúa þessu.
það er búið að segja þeim þetta
svo oft og þeir eru sjálfir búnir
að bergmála það svo oft.
En í eitt skifti fyrir öll ætlar
Tíminn að kryfja þetta mál til
mergj ar 0g leiða rök að hver sann-
leikurinn er í þessu máli.
Bregður þá svo við, sem oftar,
og oftast, að alt annað reynist
satt, en það sem fram er borið í
málgögnum íhaldsins.
Skuggi fortíðarinnar.
Langa fjármálaræðan sem Jón
þorláksson flutti á öllum fundum
sínum var sérstaklega merkileg
um eitt atriði.
Hann staðhæfði að frá því að
fjármálastjói-nin fluttist alfarið
inn í landið, 1904, og til ársloka
1916, hefði fjármálastjórn ís-
lands verið -heilbrigð og ágæt.
En með ársbyrjun 1917 hefði
alt versnað og farið versnandi úr
því.
J. þorl. rökstuddi þetta með
tölum og Tíminn er honum alveg
sammála um þessa niðurstöðu.
En hvaða lærdóm má nema af
þessari niðurstöðu?
Öll árin þessi, 1904—1916, þeg-
ar fjármálastjórn fslands var svo
góð, var einn og sami maður
hægri hönd þeirra ýmsu i-áðherra
sem þá fóru með völdin. Einn og
sami maður vann aðalverkið að
undirbúningi f járlaganna öll þessi
ár. Enginn einn maður á íslandi
hafði jafnmikil áhrif um hvern-
ig fjármálastjórnin fór úr hendi.
þessi ntaður er Klemens Jónsson,
þáverandi landritari, hinn sami
sem var f jármálaráðherra Fram-
sóknarflokksins þá er stjórnar-
skifti urðu síðast.
En í ársbyrjun 1917, þegar J.
þorl. lætur f jármálaóstjórnina
hefjast varð einmitt sú breyting
á ger að landritaraembættið var
afnumið, Kl. .T., fjármálaráðherra
Framsóknar fyrverandi, fór úr
stjórnarráðinu en þriggja ráð-
herra stjórn kom í staðinn. Fjár-
málaráðherra varð einn fhalds-
þingmaður núverandi, Björn Krist
jánsson, en forsætisráðherra hinn
sami og nú er forsætisráðherra
fhaldsins, Jón Magnússon. Lengst
af síðan hefir Jón Magnússon ver-
ið forsætisráðherra, nálega endi-
langt fjármálaóstjórnartímabil
Jóns þorlákssonar. Og þegar allra
verst keyrði um þvert bak, þegar
fjáraukalögin miklu urðu til, þá
var fjárniálaráðherra annar nú-
verandi fhaldsráðhena, Magnús
Guðmundsson.
þessi er lærdómurinn sem nema
má af fjármálaræðu Jóns þor-
lákssonar.
þeir sem síðar hafa að því unn-
ið að rétta fjárhaginn, hafa fyrst
og fremst orðið að lagfæra það
sem þessir háu heraar færðu úr
lagi.
það er gott að Jón þorláksson
hefir ferðast um mikinn hluta
landsins til þess að auglýsa þenn-
an sannleika.
Hann varpar skýru Ijósi yfir
aðferðir þessara íhaldsráðherra
við að rétta fjárhaginn.
Einmuna árið í fyrra.
fhaldsblöðin hafa gerst svo
djörf að þakka landsstjórninni
tekjuafganginn sem varð í fyrra.
Er þess skemst að minnast að
dómsmálaráðherra fann ástæðu' til
í vetur að höfða mál gegn ungum
stúdenti fyrir guðlast. Væri rétt
af ráðherranum að athuga hvort
ekki mætti ákæra íhaldsblöðin
fyrir það sama í þessu efni.
Varð það heimsfleygt á styrj-
aldarárunum að Stór-þjóðverjar
töldu almáttugan guð sín megin í
styrjöldinni. Ihaldsblöðin fara
sömu slóðina er þau þakka íhalds-
stjórninni það að forsjónin sendi
íslandi einmuna góðærið í fyrra.
Góðærinu einu var það að þakka
að ríkissjóðurinn fékk miklu meiri
tekjur en áður.
Dygð llialdsstjórnarinnar er sú
ein að hún hefir ekki stungið í
eigin vasa þeim miklu tekjum sem
henni bárust í hendur. Hefir eng-
um íslenskum ráðherra verið
brugðið um slíkt hingað til, sem
betur fer.
Forsjónarinnar verk er viðrjett-
ing fjárhagsins árið sem leið, en
að svo miklu leyti sem það er
mönnum að þakka á íhaldsstjóm-
in engan heiður af.
þeir tekjuaukar sem ríkissjóði
áskotnuðust árið sem leið voru
tveir: 25% genigisviðaukinn og
verðtollurinn. Hinn fyrra bar
fram fjármálaráðherra Framsókn-
ar Kl. J. Hinn síðari bar fram
fjárhagsnefnd neðri deildar öll
sem í sátu jafnmargir Framsókn-
ar- og Ihaldsmenn.
Verðleikar Ihaldsstjórnarinnar
á þessu sviði, um að rétta fjár-
haginn, sjást ekki einu sinni í
hinni fullkomnustu smásjá.
Lækkun kostnaðarins við
ríkisbúskapinn.
Hin leiðin að rétta fjárhaginn
er sú að lækka kostnaðinn við
ríkisbúskapinn, minka manna-
haldið, fækka útgjaldaliðum o. s.
frv.
þingið í fyrra steig allstór spor
í áttina til þess. Mörgum óþörf-
um fjárveitingum var slept.
Sendiherraembættið var lagt nið-
ur, dósentsembætti við heimspeki-
deild háskólans og fleira mætti
nefna.
Heiðurinn af þessum sparnaði
á meginliluti þingsins, en þó Fram
sóknarflokkurinn miklu meiri, því
að liann stóð óskiftur nálega um
öll sparnaðarmálin.
En í þessu efni varð allmikil
breyting á síðasta þiingi. íhalds-
stjornin gekk í broddi fylkingar
um að auka eyðsluna aftur á fjár-
lögunum.
íhaldsstjórnin bar fram og fékk
samþykt með harðfylgi að stofna
aftur dósentsembættið við há-
skólann. Framsókn var sem alveg
óskift á móti.
íhaldsstjómin bar fram og fékk
samþykt með harðfylgi að stofna
um aldur og æfi hið rándýra
sendimannsembætti suður á Spáni,
nriklu launahærra en nágranna-
þjóðirnar treysta sér til.
íhaldsstjómin hefir ennfremur
lofað að endurreisa hið rándýra og
alóþarfa sendiheraaembætti í
Kaupmannahöfn.
íhaldsstjórnin vildi koma
Kvennaskólanum í Reykjavík yfir
á landið, sem hefði kostað tugi
þúsunda í viðbót úr ríkissjóði ár-
lega, en mátti ekki heyra nefnt
að kvennaskóli sveitastúlkna á
Blönduósi kæmi þá jafnframt á
landið.
íhaldsstjórain vildi selja Vest-
mannaeyjar fyrir hlægilega lítið
verð, brot af fasteignamatsverði.
Og svona mætti lengi rita
áfram.
þannig hefir Ihaldsstjórnin
unnið að því að rétta fjárhaginn
á þessu sviði.
Sem einn maður stóðu Fram-
sóknarmenn á móti.
Að kasta burt tekjum ríkissjóðs.
Enn er ótalinn einn flokkur
mála sem kastar Ijósi yfir hvernig
íhaldsstjórn og flokkur hefir
starfað að því að rjetta fjárhag-
inn.
Mun það einsdæmi að nokkur
landsstjórn í nokkru landi hafi
gengið svo fram fyrir skjöldu um
að kasta tekjum úr ríkissjóði,
sem Ihaldsstjórnin á síðasta þingi
og gekk sjálfur f jármálaráðherr-
ann þar í broddi fylkingar.
Með niðurlagning tóbakseinka-
sölunnar var kastað burt úr ríkis-
sjóði árlegum tekjum a. m. k. 250
þús. kr., tekjum sem náðust án
þess að almenningur yrði þess
verulega var.
Tóbakseinkasalan var sett á
stofn eingöngu sem fjárhagsmál
og það er játað meir að segja af
einum ráðherranum (MG) að all-
ar vonir um hana hafi ræst.
Ihaldsflokksins verk er það að
kasta þessum tekjum úr ríkis-
sjóði, en fjármálaráðherrans fyrst
og fremst.
Jafnframt sótti fjármálaráð-
herrann það með ofurkappi að
tekjuhæstu mönnum ríkisins yrði
gefinn eftir tekjuskattur sem
næmi rúmum 600 þúsund krón-
um, í ár, sem víst var að fengist
ekki aftur nema að sumu leyti,
og ef til vill ekki nema að litlu
leyti.
Síðasta vetrardag börðust Fram
sóknaimenn gegn þvl að kastað
væri burt tekjum tóbakseinkasöl-
unnar. Fyrsta sumardag börðust
þeir gegn því að kastað væri burt
613 þús. kr. í ár, í eftirgefnum
tekjuskatti.
Einsdæmi mun það vera í ver-
aldarsögunni að stjóraarandstæð-
ingar skuli þannig þurfa að verja
ríkissjóðinn fyrir ágangi stjórnar-
innar og f jármálaráðherrans sér-
staklega.
Gott samræmi ríkir er stjóraar-
blöðin þvínæst kyrja látlaust þann
söng að íhaldsstjórnin hafi og sje
að rjetta fjárhaginn.
Heiðursfélagi íhaldsins.
Alkunnugt er að íhaldsflokkur-
inn hefir ekki meirihluta á þingi.
I neðri deild hefir hann ekki nema
13 þingmenn af 28.
þessvegna verður stjórnin að
eiga vísa aðstoð a. m. k. eins ut-
anflokksmanns og vera upp á
hann kominn. Er alkunnugt að
þessi bjargvættur Ihaldsins, þessi
lieiðursfélagi íhaldsins er Bjarni
Jónsson frá Vogi, þingmaður
Dalamanna.
Engum manni í þinginu er
Ihaldsstjórnin jafnháð. Og svo
þaulvanur stjórnmálamaður sem
B. J. er kann vitanlega að nota
sjer þetta, að heimta nokkuð fyr-
ir snúð sinn, vitanlega ekki óheið-
arlega, heldur til þess að koma
fram sinni stefnu.
B. J. getur sveigt stjórnina eft-
ir sinni vild og það er alkunna að
hann hefir gert það.
En stefna B. J. í fjámiálum er
alkunn. Allur þorri íslendinga er.
sammála um að sú stefna er síst
líkleg til að rétta fjárhaginn.
En þessum þingmanni er hún
háð, íhaldsstjórnin. Knékrjúp-
andi verður hún að koma til hans
um að fá að hanga við völdin frá
degi til dags. þær Canossaferðir
setja svipinn á með hverjum hætti
íhaldsstjórnin reynir að rétta
fjárhaiginn.
Stimpill Bjarna Jónssonar frá
Vogi er á síðustu fjárlögum að
mörgu leyti og verður enn skýr-
ari því lengur sem Ihaldið situr
upp á náðina hans.
Ilversu oft sem þeir segja það
Íhaldsattaníossarnir við stjórn-
armálgögnin, fá þeir aldrei þjóð-
ina til að trúa því að frá þing-
manni Dalamanna komi ráðin til
að rétta fjárhaginn.
Sú stjórn sem á alt sitt undir
honum, sú stjórn mun stýra norð-
ur og niður með ríkissjóðinn.
V.
Silkihúfurnar fjórar.
íhaldsblöðunum væri ráðlegra
að nefna alls ekki fjárhag lands-
ins í sambandi við íhaldsstjórn-
ina og síst orðin: að rétta fjár-
haginn.
Fjórar silkihúfurnar, hver of-
an á annari, gnæfa við himin,
á þeirri skrípamynd sem af því
mætti teikna hvernig Ihaldið
réttir fjárhaginn.
Neðst í silkihúfuþvögunni er
húfan Jóns Magnússonar, forsætis
ráðherrans sem verið hefir nálega
alveg alt fjármálaóstjórnartíma-
bilið. . ,
Ofan á henni liggur húfan
Magnúsar Guðmundssonar, fjár-
málaráðherrans sem hefir fjár-
aukalögin mildu á samviskunni.
þarnæst kemur húfan Jóns þor-
lákssonar fljótfærasta verkfræð-
ingsins, sem starfað hefir á Is-
landi, Oig' er þá piikið sagt.
Og ofan á öllu saman hangir
og sómir sér vel silkihúfan frá
Vogi, heiðursfélagahúfan Ihalds-
ins, og henni þarf aðeins að snúa
örlítið til þess að alt hrynji.
-----0----
Sigurður Jónsson á Ystafelli,
aldursforseti Alþingis, hefir legið_
rúmfastur alllengi undanfarið.
Eins og kunnugt er er hann land-
kjörinn, af bændalistanum 1916.
Hindri sjúkdómurinn hann að
sækja næsta þing tekur sætið
Ágúst bóndi Helgason í Birtinga-
holti sem er varamaður listans.
Kveimabygging.
Bandalag kvenna hefir sent kon-
um um land alt ávarp um að
hefja samskot í því skyni að
reisa kvennabygging í Reykjavík.
Ennfremur hefir félagið sent
blöðunum ávarpið til birtingar og
er þegar komið út í sumum, svo
að víst er að allir sjái. þykir
Tímanum því óþarfi að endur-
prenta.
En hitt er sjálfsag't að láta
^indregin meðmæli fylgja þessari
málaleitun.
Fullkomlega réttilega eru rök
færð fyrir nauðsyn slíks húss
í ávarpinu.
Enginn staður er til í höfuð-
staðnum þar sem aðkomustúlkur
megi höfði sínu halla að er þær
koma til bæjarins öllum ókunnar,
til lengri eða skemri dvalar.
Kvennabygingin á að bæta úr
þessu. þar á að vera sameigin-
leg't heimili kvénna, bæði aðkom-
inna og bæjarkvenna. þar á að
vera miðstöð allrar iþeirrar starf-
•semi sem íslenskar konur taka að
sér að rækja sérstaklega.
Fyrirmyndir slíkra stofnana
eru hvarvetna til í nágrannalönd-
unum og ber öllum saman um að
gagnið sem þær hafa gert sé
mikið.
Hefir Alþingi í verkinu sýnt
vilja sinn um að styðja fram-
kvæmd málsins með því að gefa
undir húsið góða lóð á hentug-
asta stað í bænum.
Eindregin hvatningarorð eru
borin fram í ávarpinu um almenna
þátttöku kvenna um land alt, að
koma liúsinu upp. Mint er á hina
almennu þátt^öku er varð þá er
Eimskipafélag Islands var stofn-
að. Reynslan frá fjársöfnuninni'
til Landspítalans ætti að sýna að
íslenskar konur geta komið
miklu í framkvæmd á stuttum
tíma ef þær eru samtaka.
Síst ættu bændakonur að sker-
ast úr leiiki um að taka þátt í
þessari fjársöfnun. Slík bygging
sem þessi ætti ekki síst að verða
til gaigns bændadætrum sem til
höfuðstaðarins koma til skemri
eða lengri dvalar.
----0----
Engar varnir hafa stjórnarblöð-
in enn fært fram fyrir húsbænd-
ur sína út af hinni afskaplega
Imeikslanlegu bannlagafram-
kværnd, sem frá var sagt í síð-
asta blaði. Vilja sumir góðgjarn-
ir menn leggja það svo út sem
„ritstjói arnir,“ hafi í þetta eina
sinn neitað að verja svo afskap-
legan málstað. En ekki verður
það talið fullséð enn. En eftir
verður tekið hvað fram fer.
Slys. Sveinn Sigurðsson skip-
stjóri á vélbátnum Svölunni
druknaði við bæjarbryggjuna á
Seyðisfirði 30. f. m. Varð hann
að kasta sér í sjóinn, því að
kviknaði í bátnum. — Guðmund-
ur Vigfússon skósmiður- á Akur-
eyri druknaði þar við bæjar-
bryggjuna um síðustu helgi. —
Jón Grímsson ungur maður héð-
an úr bænum féll útbyrðis af síld-
veiðaskipi á Húnaflóa og drukn-
aði. — Jón Elíasson, ungur mað-
ur úr Bolungarvík féll úr bát og
druknaði. — Margar eru fórnirn-
ar Ægi færðar.
Hinn nýi sundskáli íþróttafélag-
anna, í örfirisey, verður vígður á
morgun.