Tíminn - 08.08.1925, Síða 3

Tíminn - 08.08.1925, Síða 3
TIMIM N 141 um skilningi á nauðsyn aukinn- ar fræðslu í garðyrkju og trjá- rækt. Sumstaðar er í ráði að koma upp skrúðgörðum, og igierði eg teikningu að þeim á nokkrum bæjum. Mér finst sjálfsagt þar sem garðyrkja er stunduð í jafn stór- um stíl eins og í Rangárvalla- sýslu, þar sem kálgarðar á sum- um bæjum eru þetta frá 300— 600 □ metrár, að þar væru til að minsta kosti algengustu garð- yrkjuverkfæri, og að þær fljót- virkustu otg, skemtilegustu vinnu- aðferðir væru meira iðkaðar. því víða eru ennþá djúpar göt- ur mokaðar, og altof þétt sáð, svo ekki verður arfahreisunar- verkfærum við komið, eða hægt að hlúa að kartöflum. Á tveim stöðum sá eg handarfaplóg, og sögðu bændurnir að það væru með þörfustu verkfærum sem beir höfðu eignast. Á Stóra-Hofi voru gerðar til- raunir með að sá kartöflum í foksandinn þar fyrir vestan. Tæp- um 7 vikum eftir að sáð var sá eg tilraunir þessai’, og var þá byrjaður undirvöxtur, eins þar sem enginn áburður hafði verið borinn í. Svipaðar tilraunir sá eg hjá bóndanum í Ártúnum, sem hafði búið til nýjan igarð á sand- bakka niður með ánni; sáust þar líka kartöflur eftir álíka tímabii, þar sem ekki sást vottur í gömlu görðunum. En eftir að vita hvort uppskeran verður í samræmi við það sem nú er útlit fyrir. Eg kyntist mörgum ágætum heimilum á þessari ferð minni um Rangárvallasýslu, og naut alstaðar hinnar mestu gestrisni. Og hvað starf mitt snertir, sem eg hafðd allan hug á að yrði fólk- inu að sem -mestu gagni, þá ber eg það traust til hinna áhugasöm- ustu manna að þeir láti hjer ekki staðar numdð, heldur láti halda áfram garðyrkjukenslu hér eftir, :-em verði betur undirbúiin en nú átti sér stað, en verði hagað á líkan hátt og hér var reynt að leggja grundvöll til. Garðyrkju- starfsemin þarf alstaðar, svo fljótt sem mögulegt er, að kom- ast í það horf hér á landi, sem svarar kröfum nútímans. p. t. Reykjavík 30. júlí 1925. Rannveig H. Líndal. ——i-o----- þýskan togara handsamaði Fylla við Dýrhólaey um síðustu helgi og var hann sektaður fyrir landhelgisbrot. ar, sem eiga stærst bókasöfn allra þjóða, eiga þó aðeins í þeim, eina bók á sjöunda eða áttunda hvern íbúa landsins. Önnur ríki standa miklu aftar. Og þó er bókasafn vort ynigra, en flesc eða öll önnur þjóðbókasöfn. þetta sýnir hina meðfæddu ást íslendinga á bókmentum og lærdómi. því má heldur ekki gleyma, að vér búum á sama breiddarstigi og skrælingjar í Grænlandi og samojedar í Síbe- ríu„ en ekki í hlýju og frjósömu landi. Áður en eg lýk máli mínu verð eg að minnast enn á Harboe. Hann er besta sendingin, sem Danir hafa sent oss. þó mun . * sendiför hans vera að þakka Is- lendingi, Jóni þorkelssyni. Um- bótatillögum þeirra er áður lýst. Með komu þeirra rennur upp nýr dagur yfir mentalíf vort, og þeirra skulum vér ávalt minnast með virðingu og þakklæti. En það er víst, að ef vér um 1740 höfum staðið að baki frændþjóð- um vorum á Norðurlöndum í lesti'arkunnáttu, þá er það að kenna valdhöfunum, en ekki al- þýðunni. Hún var altaf *nám- fús, og verður það vonandi með- an íslensk tunga er töluð. Svar til ASalsteins Sigmundssonar. í 36. tbl. Tímans þ. á. he’fir einn úr stjóm „Hjeraðssambandsins Skarphéðinn“ sent mér tóninn fyrir hina stuttu athugasemd, er eg reit um mótið að þjórsártúni 4. júlí s. 1. Tilgangur minn með áðurnefndri athugasemd, var að- eins sá að vekja athygli manna á því að mikils væri vert fyrir héruðin hvemig mót þessi færu fram, og að mínu áliti vantaði þetta mót mikið til þess að ná tilgangi sínum. þar sem A. S. auðsjáanlega skilur ekki kjarna þessa máls, en reynir að ná sér niðri á mér með hártogunum og’ rangfærslum, leyfi eg mér herra ritstjóri að biðja yður fyrir eftir-_ farandi línur. Skulu þá athuguð nokkur at- riði úr g-i-ein A. S. í þeirri röð, sem þau koma þar fyrir. A. S. telui' veðurvonsku hafa hamlað því að íþróttamenn gæfu sig fram. Á ekki að skilja það svo að það hafi verið óundirbúið af stjórn mótsins, að héraðsmenn tækju þátt í íþróttum? Annars var veður hið besta um daginn, á þeim tíma er íþróttir voru sýndar. A. S. segir að eg muni ekki hafa lesið „hina prentuðu mótsskrá". það kemur raunar ekkert málinu við, eg hefi enga athugasemd gert við mótsskrána, heldui' mótið. AS eg nefni íþrótta- mót í staðiinn5 fyrir héraðsmót hefii' mér orðið á sökuin þess að mér finst orðið íþróttamót fall- egra og fela í sér ákveðnara hug- tak. Við þetta gerir A. S. mjög alvarlega athugasemd og segir í því sambandi að þetta hafi ekki átt að vera neitt „íþróttamót að- allega eða sýning á menningu hér- aðsins“. þarna kemur hann að því atriðinu sem mér þykir at- hugaverðast við svona mót. Ef tilgangurinn er aðeins sá að veita héraðsbúum einhverja skemtun og ekki ætlast til ann- ars af þeim en að þeir séu skikk- anlegir áhorfendur og tilheyrend- ur eins og A' S. gefur fyllilega í skyn, þá_ eru mótin skaðleg menningu héraðsins. þá svæfa þau krafta, sem til eru meðal héraðsmanna. En ef tilgangur mótanna er ákveðinn sá, að hér- aðsbúai' sýni íþróttir sínar bæði í ræðum, söng, aflraunum o. fl., þá mundu mótin bera héraðsins blæ og efla þjóðlega menning. þá mundu þessi . mót með sanni geta heitið héraðsmót og þá mundi líka fólk héraðsins skemta sér Eftirmáli. Við rannsóknir mínar á sögu íslands á fyrri hluta 19. aldar komst eg að þeirri niðurstöðu, að sagnaritui’um vorum hefir hætt við að gera of lítið úr þýð- ingu 18. aldarinnar fyrir menn- ingu vora. þeir hafa um of ein- blínt á Móðuharðindin og hörm- ungar aldamótaáranna og þakkað Baldvin Einarssyni og Fjölnis- mönnum meir en rétt er endur- reisn vora. Sagan tekur sjaldan stökk, heldur vex gróðurinn i kyrþey, segir hinn heimsfrægi sagnritari Tocquville. Átjánda öldin hefir undirbúið jarðveginn, svo íslenska þjóðin var fær um að taka á móti byltingaöldunum utan úr heimi, er bárust til Is- íands á 'fyrri hluta síðustu aldar. þetta er orsökin til þess, að eg fór að gera þær rannsóknir sem skýrt er frá í þessari ritgerð. Að endingu vil eg þakka naín- um gamla kennara Jóhannesi Sig- fússyni yfirkennara við Menta- skólann, fyrir mákilvæga hjálp við samningu þessarar ritgerðar. Hann hefir um langt skeið lagt stund á að rannsaka skólamál landsins, og mun vera allra manna fróðastur í öllu því, er við kemur skólasögu vorri að fornu og nýju. P.W.Jacobsen&Sön Timburverslun. Símnefni: Granfuru. Stofnað 1824. Carl Lundsgade Köbenhavn Afgreiðum frá Kaupmannaliöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfanna frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir. — Eik og efni í þilfar til skipa. -- ■ ■ ■:.......— g-óðar og ódýrar, — fást hjá Samlband.i isl. samv.félag’a. HAVNEMÖLLEN KAUPMANNAH0FN mælir með sínu alviðurkenda rúgmjöli og hveiti. Meiri vörugœði ófáanleg. S.I.S. siziftir eixig*ö33Lg-CL -viö oldkziALr. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. Prjónavélar. Hinar viðurkendu prjónavélar frá Dresdner Strickmaschinen fabrik, Dresden eru áreiðanlega hinar bestu og vönduðustu, sem kostur er á að fá. — Pantanir annast kaupfélög út um land og Samband ísl. samv.íélaga. best. A. S. fer rangt með það að eg telji það skaðleg-t menningunni að fengnir séu utanhéraðsmenn til að skemta á svona mótum, en eg tel það áviðeigandi og skað- leg-t fyrir menningu héraðsins, að héraðsbúar séu þar ekki fyrst- ir eins og áður er hér tekið fram. Enginn má skilja orð mín svo, að eg vilji á nokkurn liátt niðra þí>im er þama voru til að skemta, (þótt eg teldi leikfimisflokk St. Björnssonar atkvæðalausan), en mótið hefði í mínum augum strax haft meira gildi, hefði t. d. inn- anhéraðsmaður haldið aðalræð- una, enda hefði það verið mjög auðvelt þar eð héraðið á ekki lakari mönnum á að skipa til þeirra hluta, heldur en t. d. síra Kjartani Helgasyni, Ólafi Isleifs- syni o. fl. Eg skal geta þess að sá mæti maður, Johannes ‘Patur- son mun mest hafa óskað þess að heyra innanhéraðsbónda tala á mótinu. Hann hefir sennilega hugsað sér að með því fengi hann besta hugmynd um hugsanahátt íslenskra bænda. , Að eg í athugasemd minni tel það miður fara að ekki skyldi innanhéraðs söngflokkur koma fram á mótinu, segir A. S. að stafi af því að eg' hafi ekki lesið mótsskrána. Slíkar eru röksemdir hans. Eg get verið honum sam- mála um það að almennúr söng- ui' ætti að vera einn liður á skemtiskrá slíkra móta, en að enginn söngflokkur sje til stað- ar af héraðsins hálfu, er jafn- mikil vöntun og skortur á menn- ingu fyrir því. A. S. ségir að eg hafi stigið í stólinn án þess, að stjórn mótsins ætti þar hlut að. þetta eru mjög aulaleg ósann- indi, eg gerði það þegai’ Sigurður Greipsson glímukóngur, sá er stjórnaði mótinu, kvaddi mig til þess, um það eru til vitnis mörg hundruð manns, er á mótinu voru. Borgunar fyrir þessa tölu hafði eg aldrei ætlast til, því eg skoð- aði hana sem aukagetu og hafði sjálfur mælst til þess að fá að tala eins og A. S. getur um. Vil hér með nota tækifærið og þakka forgöngumönnum mótsins fyrir að veita mér orðið. Um iðpsýning- una ætlaði eg mér færari mönn- um að rita. í upphafi greinar sinnar talar A. S. um gorgeir er lýsi sér í athugasemd minni, eg læt lesendur dæma um það, hvor okkar ritar af meiri gorgeir. En mál þetta er þess vert að það sé athuigað. Jón H. þorbergsson. I LKL t sögu íslenskrar íþróttar hefir gerst merkilegur atburður á þessu sumri. Tveir fimleikaflokkar karla og- kvenna hafa farið laingum land og sýnt fimleitka í stærstu bæjunum. Er það í fyrsta sinn, sem íþróttamenn fara þannig í kringum land, og er með því gerð stórfeld tilraun til að útbreiða þekkingu á fimleikum og vekja um leið áhuga fyrir hvers konar íþróttum. Ætti slík tilraun sannar lega skilið að bera góðan árang- ur. — það voru fimleikamenn og kon- ur úr Iþróttafélagi Reykjavíkur, sem fóru þessa för. Stjórn félags- ins hefir gefið blaðinu eftirfar- andi útdrátt úr ferðasögunni. Nákvæm ferðasaga mun birtast í íþróttablaðinu mjög bráðlega. Formaður fararinnar var herra framkv.stj. Helgi Jónasson, en fimleikaflokknum stjómaði kenn- ari félagsins herra Björn Jakobs- son. I fimleikunum tóku þátt 8 stúlkur og 6 karlmenn. Lagt var af stað frá Reykjavík með Botníu föstud. 3. júlí kl. 12 á miðnætti og sýnt á ísafirði kvöldið eftir. Haldið áfram með skipinu til Ak- ureyrar og sýnt þar mánudags-, þriðj udags- og miðvikudagskvöld við góða aðsókn. Dvalið-á Akur- eyri 4 daga og voru íþróttamenn- irnir igestir bæjarbúa. Föstudag- inn 10. júlí farið landveg til Húsa- víkur og sýnt þar daginn eftir. Eins og á Akureyri nutu flokk- arnir þar gestrisni bæjarbúa meðan staðið var við. Sunnudag- inn 12. júlí farið með „Esju“ frá Húsavík og fór kvenflokkurinn heim til Reykjavíkur, en karl- mennirnir í land á Seyðisfirði. Austfirðingar buðu síðastliðinn vetur ókeypis dvöl fyrir fimleika- i'lokk á sýningarstöðum Austan- lands ef Iþróttafélag Reykjavík- ur gæti sent hann austur. Stóðu þeir prýðilega vel við það. Sýnt var á Seyðisfirði, mánudaginn 13. júlí og: eftir sýningu héldu Seyð- firðingar íþróttamönnunum fjör- ugan dansleik. þriðjudaginn 14. júlí var farið sjóveg til Norð- fjarðar og sýnt þar að kvöldi sama dags. Daginn eftir farið landveg til Eskifjarðar og sýnt þar fimtudaginn 16. júlí. Á Eski- firði voru íþróttamennirnir gestir þorgils Ingvarssonar bankastjóra. Frá Eskifirði fór flokkurinn föstudaginn 17. júlí til Reyðar- fjarðar og þaðan landveg til Reykjavíkur yfir Valþjófsstað og Hornafjörð. Alls voru haldnar 8 sýningar á 6 bæjum. Áhorfendur munu hafa verið alls um tvö þúsund. Áhugi fyrir íþróttum virtist vera mikill þó ekki sé hann nærri því eins almennur o.g vera ber. Sýningarnar tókust vel og voru áhorfendur mjög ánægðir. Hvarvetna var fimleikaflokn- um tekið með hinni mestu lipurð og gestrisni og munu þeir með hlýjum hug lenigi minnast hinna möigu ágætismanna er þeir kynt- ust í þessari för. Fyrir þá sem nánara vilj a frétta af þessu ferðalagi mun ráðlegt að kaupa næst eintak af íþrótta- blaðinu. Iþróttavinur. Frá útlöndum. Snemrna í f. m. var brotist inn í Vatikanhöllina. Var stolið ýmsu verðmæti og heilögum hlut- um, sem vii’t er á þrjár miljónir líra. — Hin fræga kvikmyndaleik- kona, Pola Negri, varð uppvís að því nýlega að vilja smygla gimsteinum í land í Bandaríkjun- um. Fékk hún 10 þúsund dollara sekt, gimsteinarnir igerðir upp- tækir, en henni gefinn kostur á að leysa þá út aftur fyrir 47 þúsund dollara. Ríkir annað rétt- arfar í Bandaríkjunum en á Islandi. — Enginn útlendingur veit með vissu hvernig ástandið er í raun og veru á Italíu. Ritskoðun er svo ströng og kúgunin svo mikil að engin getur um frjálst höfuð strokið. Nýlega sögðu tveir ráðherranna af sér, fjármála- og sparnað amiálaráðherrarmr, og Mussolini tók þau störf á sig til viðbótar. Hefir hann nú á hendi fimm ráðherraembætti. Síðustu fregnir herma að Mussolini sé veikur — Seðlabanki Frakklands hef- ir lækkað forvexti úr 7% í 6%. — Snemma í f. m. voru haldnar miklar minninigarhátíðir í Tékkó Slafalandi til mmningar um Jó- hann Húss, föðurlandsvininn og siðbótarmanninn nafnfræga, sem katólska kirkjan brendi á báli fyr- ir 500 árum. Tók forsætisráð- herrann þátt í hátíðahöldunum. Brugðust katólskir menn reiðir við og var sendherra páfa kall- aður heim. Ekld er þó búist við að meira verði úr. — Á fjárlagafrumvarpi Rússa

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.