Tíminn - 28.08.1925, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.08.1925, Blaðsíða 2
152 TIMIINN Árið sem leið, var byrjað á því, að tilhlutun Búnaðarfélags íslands, að halda reglubundnar sýningar á nautgripum og var sú byrjun gerð í sýslunum hér aust- anfjalls. Um þessar sýningar reit eg grein eða skýrslu, sem birtist í Tímanum í ágústmánuði í fyrra. I byrjun greinarinnar vék eg að nautgripasýningunum á undan- förnum árum eða frá því þær hófust eftir aldamótin, og skýrði frá ganginum í þeim o. s. frv. — • í raun og veru voru þessar sýn- ingar áður ekki fyrir nautpen- ing eingöngu, heldur sameiginleg- | ar fyrir allar skepnur eða á stór- gripi aðeins. En nú voru þessar sýningar í fyrra og eins núna, einungis fyrir nautgripi, og er ákveðið, að svo yrði hina fyrstu sýningaumferð um landið. Búnaðþingið í vetur ákvað að skifta landinu í 5 sýningarum- dæmi, Umdæmaskiftingin er þessi: 1, Frá Skeiðará að Hvalfirði. 2. Frá Hvalfirði að Gilsfirði. B. Frá Gilsfirði að Hrúta- fjarðará. 4. Frá Hrútafjarðará að Reykjaheiði eða Tungnaheiði. 5. Frá nefndum heiðum að Skeiðará. I fyri’a voru sýningarnar Aust- anfjalls og urðu þá eftir í því umdæmi, Gullbringu- og Kjósar- sýslur, en í þessum sýslum voru haldnar sýningar í ár, ásamt í umdæminu frá Hvalfirði að Gils- firði. Bráðabirgðarreglur um þessar sýningar samþykti síðasta bún- aðarþing, og eru þær prentaðar í Búnaðarritinu þessa árs, bls. 322—325. Reglur þessar gilda um næstu 3 ár. I. Sýningarnar í isiimar. Nautgripasýningarnar urðu 60 alls í þetta sinn í 40 hreppum. Stórum hreppum og erfiðum var sem sé skift í tvö eða fleiri sýn- ingarsvæði til þess að gera bænd- un> hægara fyrir um sókn til sýn- ing^ma. Sumstaðar voru dóm- nefndarmenn hinir sömu, innan hreppsins, þótt sýningaraar væru fleiri en ein, og fer best á því, að svo sé jafnan, þegar þannig er í garðinn búið. Yerðlaunin voru ekki ákveðin til fullustu fyr en sýningunum — ef þær voru tvær eða fleiri — var lokið í þeim og þeim hreppi. Sýndir voru í sumar samtals 1360 nautgripir — kýr og naut — og er það rúmur fjórði partur eða 27% af öllum kúnum á þessu svæði, eða í öllum þeim hreppum, þar sem sýningar voru haldnar. Gripirnir sem veitt voru verð- laun fyrir urðu 740 alls eða rúm- ur helmingur sýndra gripa, og verða það hlutfallslega að með- altali 54%. En annars voru sýningarnar afarmisjafnlega sóttar. Lakast voru þær sóttar í Kjósarsýslu og sumum nautgripaflestu sveitunum í Borgarfjarðarsýslu. Best og jöfnust var aðsóknin að sýning- unum hjerna suður með sjónum í Gullbringu-, Hnappadals- og Snæ- fellsnessýslum. í einstökum hrepp- um í hinum sýslunum, voru þær og ágætlega sóttar, t. d. í Hvít- ársíðunni, Álftaneshreppi á Mýr- um, Saurbæ, Fellsströnd og Lax- árdal í Dalasýslu, Skilmanna- hreppi og Mela- og Lelrársveit í Borgarfjarðarsýslu o. s. frv. Að öðru leyti vísast hér til meðfylgjandi skýrslu um það, hvemig sýningarnar voru sóttar, og um hitt, fyrir hvað marga gripi voru veitt verðlaun, bæði að tölunni til, og hlutfallslega. Tala nautgripa í hreppunum er miðuð við búnaðarskýrslurnar 1323. Hreppamir Nautgr, alls i hreppn' um Sýndír nautgr. Ver ðla un fe n gu Alls Hlutfalls lega °/o i. II. iii. AIls HUutfalls lega °/o Grindavíkurhreppur . . . 50 35 70 10 10 29 Miðneshreppur 104 50 49 2 24 26 52 Gerðahreppur 98 44 45 2 20 22 50 Vatnsleysustrandarhreppur . 130 66 51 4 18 22 33 Garða- og Bessastaðahr. . 233 30 11 12 10 22 7.3 Mosfelssveitarhreppu.1 . . 2ö0 17 7 í 6 7 14 82 Kjalarneshreppur .... 208 15 7 5 10 15 100 Kjósarhreppur 264 16 6 5 11 16 100 Hvalfjarðarstrandarhreppur . 150 34 23 8 15 23 68 Akraneshreppur (innri) . 84 17 20 3 9 12 71 Skilmannahreppur .... 63 20- 32 4 10 14 70 Mela- og Leirársveit . . . 130 45 35 5 20 25 56 Andakilshreppur .... 210 24 11 2 10 7 19 79 Lundareykjadalshreppur . . 94 18 19 6 8 14 78 Rgykholtsdalshreppur . . . 153 15 10 3 10 13 87 Ilálsasveit 73 20 27 2 10 12 60 Hvítársíðuhreppur .... 87 38 44 1 6 10 17 45 Norðurárdalshreppur . 120 34 28 6 8 14 41 Stafholtstungur 180 36 20 9 9 ' 18 50 Borgarhreppur 206 50 24 5 23 28 ' 56 Álftaneshreppur. . . . , 120 60 50 9 20 29 48 Hraunhreppur 124 40 32 6 19 25 62 Kolbeinstaðahreppur . . . 126 43 32 1 23 24 56 Eyjahreppur 84 28 33 4 11 15 54 Miklholtshreppur . . . , 112 32 28 2 18 20 63 Staðarsveit 117 45 38 2 6 18 26 58 Breiðavíkurhreppur . . . 80 42 53 2 22 24 57 Neshreppur 44 25 56 3 4 7 28 Ólafsvíkurhreppur .... 18 16 90 6 6 38 Fróðárhreppur 60 20 33 2 10 12 60 Eyrarsveit 158 50 31 2 20 22 44 Helgafellssveit 110 36 33 4 17 21 60 Skógarstrandarlireppur . 102 50 49 4 18 22 44 Hörðudalshreppur .... 98 28 29 4 10 14 50 Miðdalahreppur 170 42 25 2 22 24 57 Laxárdalshreppur .... 158 50 32 4 22 26 52 Hvammssveit 103 30 29 14 14 47 Fellsstrandarhreppur . . . 97 34 35 4 16 20 59 Klofningshreppur .... 63 15 24 1 9 10 67 Saurbæjarhreppur .... 124 50 40’ 2 21 23 46 Samtals || 1360 | 6 165 569 740 Um skýrsluna er fátt að segja, annað en það, sem þegar er fram tekið. þá skal þess getið, að fá- einir hreppar tóku ekki þátt í sýningunum. Olli því sumpart það, að einn eða tveir oddvitar stungu bréfi Búnaðarfélags Is- lands undir stól, annarstaðar var það samkomulag í viðkomandi hreppum að halda enga sýningu og í Stykkishólmi var það í sam- ráði við mig, að sýningunni þar var slept. Á Seltjarnarnesi var var samþj'kt að halda sýningu, en þegar til kom varð ekkert af henni, sökum þess að á sýningar- staðinn komu aðeins kýr frá ein- um manni. Á sýningunni í Ól- afsvík og Sandi, voru engin verð- laun útborguð. Ástæðan til þess var sú, að þar er lítið alið upp af nautgripum, en kýrnar keyptar að uppkomnar. Kúnum sem veitt voru fyrir fyrstu verðlaun, fylgdu skýrslur um nyt og fóður, um tvö ár eða fleiri. þær voru frá Hvanneyri 2, Tröðum í Staðarsveit 2, Bjama- stöðum í Hvítársiðu 1, og ein, Katla frá Blikastöðum í Mos- fellssveit. Mjólkaði hún síðasta skýrslu-ár 5487 kg., og er. hún talin nythæsta kýrin á landinu nú sem stendur. Tvær kýr aðrar frá Blikastöðum, er sýndar voru mjólkuðu 1924, Gláma 4544 Kg. og Kola 4015 kg. — þessi kýr frá Bjarnastöðum og Traðarkýrn- ar mjólkuðu eftir skýrslunum að dæma um og yfir 4000 kg. Hinu er ekki að leyna, að sumir vildu tortryggja skýrslurnar um þessar kýr, og er það nú eins og gengur og gerist, og skal ekkert um það sagt, hvort ástæða hefir verið til þess eða ekki. En það >er ekki sennilegt, að menn, sem ella eru taldir vandaðir, hlaupi til þess, nokkrum dögum fyrir sýningam- ar, að búa til skýrslur um nyt og fóður kúa, um tvö ár eða lengri tíma, þegar ekki er til meira áð vinna en þessi kúaverðlaun eru. Hitt er satt, að þessar kýr frá Bjarnastöðum og Tröðum voru ekki neitt sérstaklega annáls- verðar að vexti eða vallarsýn, enda ekki alt undir því komið. það eru sjaldnast stærstu eða feitustu kýrnar, er skila mestri ársnyt. Kýrnar frá Hvanneyri, sem sýndar voru — ekki aðeins þær, er veitt voru 1. verðlaun, heldur einnig hinar — voru senniiega fallegustu gripimir, að öllu sam- antöldu er komu á sýningarnar í sumar, og þar næst kýrnar frá Blikastöðum, og er það ekki síst meðferðinni á þeim að þakka. Bændur verða að muna það, að þeir eignast aldrei fallegar kýr, nema að þeir sýni þeim allan sóma, kynbæti þær og fari vel með þær, alla tíð meðan þær lifa. Annars komu þó nokkrar gull- fallegar kýr á sýningamar, og verður ef til vill vikið að því síðar. S. S. ----o--- Prófessor A. Heusler sextugur. í nýkomnum þýskum blöðum sést, að prófessor Andreas Heu- sler hefir átt sextugsafmæli þ. 10 þ. m. Próf. Heusler er íslend- ingum fyrir löngu að góðu kunn- ur, og það er engu síður ástæða til þess að minnast hans með þökkum við þetta tækifæri hér á íslandi en heima í föðurlandi hans, því að starf próf. Heuslers hefir jafnt verið í vora þágu sem annara, og mörg. rit hans snerta ísland sérstaklega. Rannsóknir hans á forngermönskum bókment- um leiddu hann til þess að sökkva sér niður í fornbókmentir vorar, og verður nú að telja hann með allra helstu vísindamönnum í Islensk alþýðumentun á 18. öld. Eftir Hallgrím Hallgiímsson mag. art. Viðbætir. Efir að ritgerð þessi var prentuð hefir mér borist grein eftir O. Olafsen prófast, „Naar lærte den almindelige Mand i Norge at læse og skrive", og er hún þess efnis, að eg verð að fara um hana nokkrum orðum. Olafsen segir að fyrir 1700 hafi örfáir menn í Noregi kunnað að Iesa og skrifa. Fyrsta prent- smiðja í landinu var stofnuð 1644, en hún var léleg og prentaði lé- legar bækur. Alþýðumentun tók litlum framförum fyr en undir miðja 18. öld. Um sama leyti og Harboe er hér á landi voru gerðar allmiklar umbætur í Noregi. Olaf- sen sýnir fram á, að alt fram á 19. öld voru þó margir Norðmenn ólæsir. Hann nefnir meðal ann- ars vísitasíuskýrslu frá Ullens- vang. ITertsberg prófastur yfir- heyrði þar árið 1808 463 unglinga. Af þeim voru 290 læsir, 148 kunnu aðeins svo mikið, að þeir gátu komist að meiningunni. 25 voru sama sem ólæsir og 3 af þeim þektu engan bókstaf. þetta er þó talin góð sveit. Sjálfsagt hefir mikill hluti af eldra fólkinu verið ólæs. Olafsen hefir gert miklar rann- sóknir um bókaeign mann í Harð- angri. Hefir hann rannsakað skiftabækurnar, sem eru merki- leg heimild. Árið 1733 er bók bók fyrst nefnd í skiftabréfi og úr því er við og við talað um bækur, þó aldrei fleiri en 2—3 á sama búi búi, Brothmanns postilla virðist hafa verið út- breiddasta bókin. Árið 1797 finn- ast 8 guðsorðabækur í einu dánar- búi. þess er jafnframt getið, að eigandinn hafi verið framúrskar- andi vel upplýstur og guðhrædd- ur maður. þess má geta, að fyrir 1760 finnast Biblíur og Nýjatestamenti varla nökkursstaðar, en úr því fara þau að breiðast út. Djákninn í Ullensvang samdi árið 1763 skrá yfir bækur þær, sem til voru í báðum sóknum prestakallsins. 1 annari sókninni segir hann að sé til 71 bók, en bændur voru alls 61 að tölu, og kom ein bók á tíunda hvem mann í söfnuðinum. 19 Biblíur voi’u til, og það var algengt að tveir eða þrír bændur áttu Biblíu í félagi. í hinni sókninni voru til 39 bækur og var það aðeins ein bók á tuttugasta hvern mann í sókn- inni. það er því auðséð, þó þessar upplýsingar séu ófullkomnar, að fram eftir 18. öldinni hafa örfáar bækur verið til á norskum heim- ilum. Mun höfuðorsökin til þess vera sú, að bækur voru á dönsku, sem fólkið skildi illa. þessar upplýsingar knúðu mig til þess að gera dálítinn saman- burð á bókaeign Norðmanna og íslendinga á 18. öld. Eg valdi hina einu öruggu leið, sem til er, að rannsaka skiftibækur. þær eru ein hin merkasta heimild, sem til er, um daglegt líf, og menningu þjóðarinnar síðustu tvær aldirn- ar. þær eru til elstar og langbest- ar úr Eyjafjarðarsýslu, og það- an eru tekin þau dæmi, sem hér eru tilfærð. Fyrst er prentaður listi yfir bókaeign í tveimur dán- arbúum árið 1739. Hann er svo merkilegur að hann á sannarlega skilið að komast á prent. Við skifti á dánarbúi Jóns Bjarnasonar í Samkomugerði í Eyjafirði árið 1739, þann 27. mai eru þessar bækur eign búsins: Vídalíns postilla, Grallari, Ólafssaga (gömul), Landnáma (gömul), Arndts: Kristindómur, Gerhardi hugvekjur, Upprisusálmar, Hallgrímssálmar og skrifað kver. Enchiridon, Avenarii-bænir, Vídalíns Sjöorðaprédikanir, Katekismus (með öðru fleiru), Diarium, Sálmabók (gömul), Hugvek j usálmar, Katekismus (minni), Kristindómur Vídalíns, þeirri grein. Til þess að sýna, hve vítt starfsvið hans er, skal þess lauslega getið, að til eru rit eftir hann um Eddukvæði, form þeirra og sæti í forngermönskum bók- mentum, um upptök sagnaritun- ar á íslandi, um hegningarrétt á Söguöldinni og Sturlungaöld og um enn fleiri efni. Útlendingum þeim, sem vilja læra forntunguna, hefir próf. Heusler búið vel í hendurnar með riturn sínum: Altistöndisches Ele- mentarbuch (nú komin 2. útg.), og útgáfu • Hænsna-þóris sögu og Bandamannasögu (2. útg.) með skýringum. Fyrir allan almenning eru ætlaðar þýðingar hans á Hænsna-þóris sögu og Njáls sögu, og er það til marks um vinsældir þeirra, að 1. útg. Njáls sögu seld- ist upp á örstuttum tíma. Próf. Heusler er kominn af gömlum og merkilegum ættum í Basel í Sviss og kendi fornger- mönsk og norrræn fræði við há- Skólann í Berlín þangiað til 1919. Hann hefir tvisvar komið til ís- lands (1895 og 1913) ; eru til tvær ritgerðir eftir hann frá fyrri ferð- inni og má enn þann dag í dag lesa þær til gagns og ánægju. það er víst, að allir þeir hér á landi, sem íslenskum fræðum Unna, hugsa nú til próf. Heuslesr með þökkum fyrir það starf, sein hann hefir þegar int af hendi, og árna honum alls góðs. ——o------ Mót og menning. „Vér einir vitum“ hvernig hér- aðsmótum ber að haga, hugsar höfuðsmaðurinn á Bessastöðum og hagar sér eftir því. Oftrú hans á eigið gildi mun þó naumast rétt- læta forsendulausa sleggjudóma hans um mót vor U. M. F. „aust- an fjalls". Eg veit þá skoðun fjölda manna þeirra, er mót vort sóttu, að úr því hafi ræst mjög sæmilega, í þvílíkt öngþveiti, sem því virtist stofnað, sakir veður- vonsku fyrri hluta mótdagsins. Og eg veit rangan sakarburð J. H. þ. um ónógan undirbúning mótsins og skilningsleysi stjóm- enda á starfi þeirra. þess vegna svara eg honum enn, þótt eg að öðru leyti sjái eftir dýnnætu rúmi Tímans fyrir deilu okkar. Eyðsla þess verður þó að skrifast á syndareikning J. H. þ., þar sem hann réðst að fyrra bragði á naót vort og menningu héraðsins. þrent er það einkum, sem J. H. þ. telur móti voru til foráttu: I. íþróttakepni var lítil. 2. Ræðu- menn voru aðfengnir. 3. Æfður söngflokkur var enginn til staðar. þessum þremur aðfinslum skal eg enn svara stuttlega, áður en jeg ræði nánar um málið alment. Prédikanir Jóns Arasonar yfir píningarhistoríuna. Mysterium Magnum, Antropologia, Spurningar Jóns Árnasonar, þórðarbænir og Dairium, Forfeðra bænabók, Katekismus (minni, gamall), Prédikanir Vídalíns yfir pín- ingarhistoríuna og Hallgrímssálm- ar (í einuí'bindi), Sjöorðaprédikanir og meira, Manuale. þetta bókasafn er óvenjulega mikið og ef til vill eitt af þeim bestu hjá bændum á Norðurlönd- um, og var þó Jón enginn auð- maður. Alt búið hljóp 53 ríkisdali og 18 skildinga. þar af voru bæk- urnar virtar á 3 rdl. 78 skildinga. í dánarbúi Jóns Jónssonar Litla-Dunhaga í Hörgárdal 1737 eru þessar bækur taldar: Vídalíns postilla, Grallarar, tveir, Davíðssálmar, Passíu- og Hugvekjusálmar, Passíu prédikanir, Lassenii-hugvekjur, þórðarbænir og Genesissálmar,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.