Tíminn - 28.08.1925, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.08.1925, Blaðsíða 4
154 TÍMINN Prá 15. nóvember til 1. apríl 1926 verður kensla veitt hér í Reykjavík í að prjóna á prjónavél. Kenslukona frú Valgerður Gísla- dóttir frá Mosfelli. Kenslugjald t'yrir þá sem eiga eða ætla sér að kaupa Claes-vél kr. 50.00. Fyrir kenslu á aðrar vélar kr. 100.00. Kenslutími 110 tímar, sem má taka eftir samkomulagi á lengri eða skennnri tírna. Vinnu og verkefni á nemandinn sjálfur. Einnig verður námskeið haldið í Vestmannaeyjum, er byrjar 1. október í haust. Kenslutími 110 tímar. Kenslugjald sama og í Reykja- vík. Allar nánari upplýsingar þessu viðvíkjandi gefur undirritaður, og tekur.á móti umsóknum. Einnig má senda umsóknir um Vestmanna- eyja-námskeiðið til Guðríðar Jónsdóttur, Heiði, Vestmannaeyjum. Sem stendur eru fyrirliggjandi hinar viðurkendu Claes-prjónavél- ar, sem af margra ára reynslu hafa getið sér alment lof hér á landi. Hefi einnig altaf fyrirliggjandi góðar birgðir af ýmsum varahlut- um og nálum í þær, og aðrar prjónavélar. UawMmJ&moMn Org'el-liarmonínm hin bestu og vönduðustu sem til landsins flytjast eru frá B. M. Ilaugen í Noregi. Umboðsmaður á Islandi er Sæmundur Einarsson Þórsgötu 2 Reykjavík, sem gefur allar upplýsingar. Námsskeid fyrir eftirlitsmenn nautgripa- og eftirlits- og fóðurbirgðarfélaga verður haldið í Reykjavík dagana 26. október til 25. nóvember. Námsskeið þetta verður í sambandi við námsskeið trúnaðarmanna Búnaðarfélags íslands. Þeir eftirlitsmenn sem sendir eru af félögum, sem starfa eða ætla að fara að starfa, fá 100 krónu dvalarstyrk í Réykjavík, .og nokkurn hluta af ferðakostnaði. Úmsóknir sendist til Búnaðarfélag's Islands. Byssur til slátrunar hefi eg af ýmsum gerðum frá þektri verksmiðju í Danmörku eftir til- vísun Dýraverndunarfélagsins danska sent eftir pöntun og móti póst- kröfu á einstök heimili, til kaupmanna og pöntunarfélaga. Hjálpumst öll með að gamla aðferðin (hálsskurðurinn) liverfi algerlega úr landinu. Allar pantanir afgreiddar fljótt. Samúel Ólafsson, söðlasmiður Laugaveg 53 B. góðar og ódýrar, — fást hjá Sambandi isL samv.félag'a. urríki varð að gefast upp voru úr- slitin ráðin. En ekki fyr en hinn 29. sept. sneri herstjómin sér til ríkisstjómarinnar með þá til- kynningu að eina ráðið til að kom- ast hjá fullkominni uppgjöf væri að fá vopnahlé þegar í stað. Sú tilkynning kom ríkisstjórninni al- veg á óvart, og þar sem svo var komið var ríkisstjóminni að sjálf- sögðu ókleift að fá vopnahlé með viðunandi skilmálum. Með þess- um ummælum allra nefndarmanna er vitanlega feldur þungur dómur um æðstu herforingjana, Luden- dorff og Hindenburg. þeir hafa dulið stjórnmálamennina því, hvernig komið var, uns ofseint var að ná viðunandi friði. En einkum verður þungur dómur feldur um keisarann, því að hann átti að„hafa yfirsýn yfir hvort- tveggja: hermálin og stjórnmál- in. Dettur engum í hug að vísu að herforingjum og keisara hafi gengið annað til en að gæta hags- muna þýskalands. En hitt er nú kunnugt orðið að samvinna her- stjórnar og stjórnmálamannanna var engin. f ríkisstjórninni átti enginn sá maður sæti er gæti tek- ið fram fyrir hendur herforingj- anna og heimtað frið meðan von var um að fá hann sæmilegan. Einn átti að gera það og hafði aðstöðuna til að beita sér með nægilegum myndugleika. það var keisarinn og hann gerði það ekki. — Jafnaðarm.flokkurinn franski hefir ályktað að hætta að styðja stjórnina, sem hann hefir gert að undanförnu. Lýsir flokkurinn fullkominni andstöðu sinni gegn framkvæmdum stjórnarinnar í nýlendunum og ákvað að greiða atkvæði móti fjárveitingum til hernaðarins í Marokkó og á Sýr- landi. Var einn jafnaðarmaður nýlega skipaður landsstjóri yfir nýlendu austur í Asíu. Hefir hann verið rekinn úr flokknum. — Fyrra missiri þessa árs greiddu þjóðverjar um 800 milj- ónir gullmarka í hemaðarskaða- bætur. — Stríðið í Marokkó hefir þeg- ar kostað Fkakka 200 miljónir franka. — Mikil óveður gengu yfir norðurhluta álfunnar snemma í þessum mánuði. Urðu miklar skemdir á öki'unum í Danmörku og Norður-þýskalandi, en allra verst varð óveðrið í Hollandi. í mörgum borgum og þorpum ui’ðu stórskemdir á húsum, svo að sum staðar var alt að helmingur íbú- anna húsnæðislaus. Er tjónið metið á sjö mifjónir gyllina. — Talið er fullvíst að Rússa- stjórn standi ekki einungis á bak við óeyrðimar gegn útlendingum í Kína, heldur og óánægjuna gegn Englendingum í Egyptalandi og uppreistimar gegn Frökkum í Sýrlandi og Marokkó. — Franskur flugmaður, Arra-i chart, hefir leyst af hendi flug, sem mjög er talað um, er talið eitt hið fi’ækilegasta og bera vott um hve fullkomnar flugvélarnar ei’u orðnar. Mánudagsmorgun 10. þ. m. flaug hann af stað frá Par- ís og lenti um kvöldið í Mikla- gai’ði. þriðjudagsmoi’gun flaug hann af stað frá Miklagarði, kom við í Bukarest og lenti um eftir- miðdaginn kl. 6 í Moskva. Mið- vikudagsmoi'gun klukkan hálf- fjögur flaug hann af stað frá Moskva, kom við í Warsjá klukk- an hálftíu, í Kaupmannahöfn kl. tvö og lenti í París um kvöldið í’úmlega klukkan 9. — Miklar kaupdeilur hafa haf- ist í Noi'egi vegna hækkunar krónunnar. — Sýrland var á valdi Tyrkja til enda heimsstyrjaldarinnar. þá var það gert sjálfstætt að nafni en sett undir vemd Frakka, og er í rauninni frönsk nýlenda. Hef- ir Frökkum gengið mun erfiðar að friða þar, en Englendingum í Gyðingalandi. Hófst uppþot snemma í þessum mánuði, einkum meðal Drúsa, kynflokks sem býr í fjalllendi, sem ilt er um að fara. Sendi landstjórinn hersveit til að bæla uppþotið niður, en henni farnaðist þannig, að flestir vom drepnir, nokkrir handteknir, en fáir einir komust heilir á húfi til baka. Síðan hefir uppreisnin magnast til muna. Kemur Frökk- um þetta sérstaklega illa nú því að þeir hafa nýlega orðið að senda mikinn liðsauka heiman til að bæla niður uppreisnina í Marokkó og heimafyi’ir er mikil óánægja út af nýlendustjórninni. — Mustafa Kemal, einvaldur Tyi'klands, hefir nýlega skilið við konu sína og er um meira að ræða en venjulegt hjónaskilnaðai'mál. Latif Hanum heitir konan, tyrk- nesk að ætt, en alin upp að nokkru á Englandi. þá er hún giftist Mu- stafa Kemal tókst hún á hendur forystu um að afla konum á Tyrk- landi hins sama réttar sem þær njóta í Norðurálfulöndum, en það er alkunnugt að hjá Múhameðs- trúarmönnum yfirleitt hefir kven- fólkið ekki átt að hrósa miklum réttindum. Latif Hanum samdi sig algerlega að siðum enskra kvenna, lét ekki loka sig inni, heldur umgekst karla jafnt sem konur, blandaði sér allmjög í stjói’nmálin og ki’afði rneiri rétt- ar og sjálfstæðis fyrir tyrknesk- ar konur. Var búist við að henni yrði mikið ágengt, er hún var gift einvaldanum. Nú er sú saga úti. — þrjá síðustu mánuði hafa meir en 50 þúsund Rússar flust til Síbei'íu, til þess að nema þar nýtt land. Fer stórlega í vöxt fólksflutningur þangað austur. — Enn harðnar viðureignin í Kína. Hafa Kínverjar bannað skipum Noi’ðurálfumanna að koma á sumar hafnir mestu versl- unarborganna í Kína og veldur það stórkostlegu tjóni að sjálf- sögðu. Og enn heldur áfram vei’kfall Kínverja í verksmiðjum þeim sem Norðurálfumenn eiga. Er verið að undirbúa saimeigin- legan fund þeixra þjóða sem hags- muna eiga að gæta í Kína. — Hatrið á Gyðingum hefir lengi verið mikið í Mið-Evrópu og kom nýlega greinilega í ljós í Vínarborg. Höfðu forsprakkar Gyðinga allsher j armót þar, en urðu fyrir hinní mestu ásókn borgai’manna. Eru til öflug félög bæði í þýskalandi og Austurríki, sem beinlínis vinna að því með öllum meðulum, að gera Gyðing- um alt til bölvunar. — Enska stjórnin ætlar að skipa, eða hefir þegar skipað nefnd manna til að rannsaka hvemig eigi að ráða fram úr kolamálunum. Lausn sú er gripið var til, að ríkið greiddi tekju- hallann af rekstrinum níu mán- uðina næstu, er vitanlega aðeins til bráðabirgða. í nefnd þessari eiga hvorki að eiga sæti fulltrúar námueigenda eða námuverka- manna. — þá er ákveðið var, að enska í’íkið styi’kti kolanámurekstui’inn eins og alkunnugt er, varð einn ráðherrann, verslunaxráðherrann, að beiðast lausnar. Er hann stór- ríkur maður og á meðal annars margar kolanámur. þótti ekki annað hlýða en að hann legði þegar niður ráðhen’adóm, er ríkið fór að hafa svo bein viðskifti af námueigendum. Ætli kröfurnar séu svona háar á íslandi? Pardusdýr, grimt, ótamið og nýfengið, slapp úr dýragarðinum í París nýlega og hafðist við um hríð í skógum í nánd við borgina. Sló miklum flemtri á fólk, sem líklegt var. Var gerður út hóp- ur veiðimanna til höfuðs dýrinu og tókst að skjóta það, áður en það yrði nokkrum að bana. -----o---- óvenjumikið er af berjum í sumar, um alt suðurland a. m. k. Ekki hefði gömlu mönnunum þótt það vita á gott um veturinn. Norrænt kennaraþing, hið tólfta í röðinni, var haldið í Helsingfors í byrjun þessa mán- aðar. Slík þing ex’u haldin fimta hvert ár og sótt af þúsundum kennara af öllum Norðui’löndum. þingið sóttu að þessu sinni þess- ir Islendingar: Ásgeir Ásgeirs- son, Björn Guðmundsson, Ingi- björg H. Bjamason, Ki’istbjörg Jónatansdóttii’, Sigurður Nordal og Viktoría Guðmundsdóttir. Er þetta í fyrsta sinni sem Islending- ar hafa tekið opinberan þátt í þingstöi’fum. Var þeim og fagnað með virktum, og bauð Setálá, fræðslumálaráðherra Finnlands, þá velkomna, á íslensku, í fundar- býrjun, með þessum orðum: „Eg heilsa yður, Islendingar, konur og menn frá sögulandinu, landi di’auma vorra, landi, sem geymdi handa niðjum sínum hinar þýð- ingarmiklu leyfar gamallar nor- rænnar trúar og noi’i-ænnar menn- ingar. Verið velkomnir, þér Is- lendingar, til þessa lands, sem einnig er norrænt land, og sem einnig geymdi trá feðranna og sögu þeirra. Verið velkomnir“. það þótti tíðindum sæta að heyra Finnlending mæla á íslenska tungu. Á mótinu hélt Sigurður próf. Nordal fyrirlestur um ís- lenska menning og Ásgeir kenn- ari Ásgeirsson um íslensk skóla- mál. Voru fyrirlestrarnir haldnir tvisvar sinnum, í annað skiftið með túlk, sem þýddi jafnóðum á finsku. Um 70 erindi voru flutt á þinginu og verður ítai’lega frá því sagt í „Mentamálum“. Ólafsfirðingar auglýsa laust til umsóknar hið nýja læknishérað sitt. Veitti Alþingi þeim 2600 kr. styúk til læknishalds, en það sem á vantar leggja þeir fram sjálfir. Erlingur Pálsson, yfirlögreglu- þjónn synti síðastliðinn sunnudag frá Viðey og inn á ReykjavíkUr- höfn. Vegalengdin mun vera um 5(4 kílómeter. Benedikt Guðjóns- son synti frá Viðey til lands, nokkuð styttri leið fyrir 10 ár- um. Erlingur synti leiðina á 2 klst. 40 mín. og 22 sek. Klemens Jónsson í’áðherra kom heim úr utanför mánudag síðast- liðinn. Sat fund noiræns sam- bands embættismanna er háður var í Kaupmannahöfn. Látinn. Jón Jónatansson, al- þingismaður fyrverandi, lést hér í bænum þriðjudag síðastliðinn. Hann var ekki nema rúmlega fimtugur, prýðilega vel gefinn maður og áhugasamur um al- menn mál. Verður nánar minst síðar. 100 hestar af töðu brunnu á Svalbarði á Svalbai’ðsströnd um síðustu lxelgi. Úr helju heimtir! Miklir menn og mannúðarfullir eru Reykvík- ingar. Mikil hraustmenni búa þar, ekki síst hinn útlendi verslunar- lýður, sem af einlægri umhyggju fyrir afkomu íslendinga tyllir sér hér niður eins og kría á stein. Saga sem gerðist hér í bænum nú í vikunni ber um þetta ljósast vitni: þrír menn: Kaupmaður útlendur að ætt og tveir útlendir umboðssalar ljetu bíl flytja sig upp á Hellisheiði í fyrradag. þeir ætluðu að fara á veiðar, hetjurnar. Bíllin átti að sækja þá um kvöldið. En þegar H.f. Jón Sigmundsson & Co. Áhersla lögð á ábyggileg viðskifti. Millur, svuntuspennur og belti ávalt fyrirliggjandi. Sent með póstkröfu um alt land. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. MELOTTE Aðalumboðsmenn: Á. ÓLAFSSON & SCHRAM Símn.: Avo. Simi: 1498 Sjó- og bruna vátryggingar. Símar: Sjótrygging’ .... 542 Bi'unati’ygging . . 254 Framkvæmdai’stjóri . 309 Vátryggið hjá íslensku félagi. Baldvin Einarsson aktýgja- smiður, Hverfisgötu 56 a. hann kom á vettvang voru þeir hvergi sjáanlegir og komu ekkl þótt beðið væri lengi. Skelfing og ótti greip vinina er fregnin um þetta barst til bæjarins. Hvílíkur háski að hetjui’nar skyldu vera einar og yfirgefnar uppi á Hellis- heiði, sumarnóttina. Herör var skorin upp um bæinn. Tugum manna var hóað saman til þess að fara í dauðaleitina. Margir bílar voi’U teknir á leigu, er fluttu leitarmenn upp á heiðar. þar var þeim skipulega í’aðað, með 100 meti-a millibili. Ekki sólarhring hafði hetjanna verið saknað um hásumarið, er leitin var hafin. Svona er að vera' viðbragðsfljót- ur. Einn leitai’maðurinn fór 1 bíl upp á Mosfellsheiði og hitti þar hetjurnar gangandi á veginum. þeir höfðu vei’ið rúma tuttugu tíma að ganga milli Mosfellsheið- ar Hellisheiðai’vegar. Urðu fagn- aðarfundir og sem best hlúið að hetjunum í bílnum. þegai’ heim kom voru sendir enn bílar til að sækja leitarmennina, með 100 metra millibilinu. Og svo var hald- in stórveisla öllum þátttakendum. — Verður þessa hetjuskapar lengi minst. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.